Það er runninn upp leikdagur, bjartur og fagur, og eins og það sé ekki nóg að Virgil van Dijk muni lyfta bikarnum fyrir sigurinn í deildinni núna á eftir, þá eru líka 20 ár frá kraftaverkinu í Istanbul.
Slot er ekkert að nota þennan leik í að þreifa sig áfram með hópinn fyrir næsta tímabil. Það er bara sterkasta lið sem völ er á:
Bekkur: Kelleher, Quansah, Tsimikas, Gomez, Trent, Endo, Elliott, Nunez, Jota
Chiesa nær ekki á bekkinn sem ætti nú að segja ýmislegt um stöðu hans í liðinu. MacAllister hvíldur eins og var talað um, greinilega meiddur og þarf núna að komast yfir það ásamt því að safna kröftum. Fyrir utan Macca þá er þetta bara sterkasta liðið og sterkasti bekkurinn sem í boði er. Gomez kominn aftur í hóp eftir meiðslin í vor og vonandi fáum við einhverjar mínútur frá honum.
Þetta gætu orðið síðustu mínúturnar sem við sjáum allnokkra leikmenn í Liverpool búningnum, klárt að Trent fer annað eftir þennan leik og ágætt að setja bara punkt við þá sögu. Við gætum verið að sjá Kelleher, Nunez o.fl. í síðasta skipti undir merkjum Liverpool í dag.
Spái 4-4 jafntefli, Salah með 2 mörk og 2 stoðsendingar. Bið ekki um neitt annað.
Annars gæti mér eiginlega varla verið meira sama hvernig fer. Fögnum mjög svo verðskuldaðri bikarlyftingu vel og innilega!
Það verður svo áhugavert að sjá hvernig heiðursvörðurinn verður útfærður. Ég yrði bara ekkert sár þó Palace byrji á heiðursverði fyrir Liverpool, og okkar menn stilli sér svo upp í annan heiðursvörð fyrir innan þann fyrri og og leyfi Palace mönnum að klára að ganga þannig inn. En þetta kemur allt í ljós.
Og svo verður ógeðslega gaman að sjá hvernig VVD rífur upp bikarinn. Heldur hann áfram Henderson tippity-tap hefðinni, eða býr hann til nýja? Þetta er eiginlega mun áhugaverðara heldur en leikurinn sjálfur.
Úff, þessi dagur sem maður hefur beðið eftir.
Er ég að rugla eða er siminn sport ekki að sýna liverpool leikinn?
Hvaða fífl er að stjórna útsendinguni hjá símanum núna ?
Þarft að fara inní Vodið til að opna leikinn
Tvöfaldur heiðursvörður, fyrst Palace fyrir Liverpool og svo Liverpool fyrir Palace. Svona gera bara alvöru menn!
Það verður svosem að viðurkennast að stjörnurnar þurfa að raðast ansi vel upp til að þetta tækifæri gefist yfirhöfuð. En jú, þetta var falleg sjón.
Liverpool þurfa að venja sig af því að fá svona oft mörk á sig í byrjun leikja !
úff. Ekki fara að tapa enn einum leiknum….
Klaufalegt mark
Frimpong hugsar með sér …. ekki á minni vakt!
Nei hættu nú á að tapa lokaleiknum líka, hvað í andskotanum er í gangi.
Conor Bradley, er ekki bakvörður sem leysir stöðuna.
Ekki er það burðugt
Mikið vona ég að við nennum þessu meira í seinnihálfleik. Dæs. Það er eins og það sé 35 stiga hiti á vellinum 🙁
Mánuður af timburmönnum eftir Spurs leikinn.
Vonandi hressist Eyjólfur en þetta er þungt og hægt það sem af er.
Diaz óheppinn að vera ekki búinn að skora
Hvernig varð þetta lið englandsmeistari, furðulega léleg spilamennska í þessum leik, allt spil svo hægt.
Meistaraþynnka og allt það en það er krafa að vinna síðasta leikinn á tímabilinu þetta er virkilega slappt
Boltinn er á leið í markið þetta er víti!
Ljóta harðlífið.
Úff … þessir dómarar eru ekki að auðvelda okkur þetta.
Og er ekki Nunez mættur og Jota.
Viljum við alls ekki skora?
æ grav með rautt.
púff.
Ja hérna þetta er nú meiri leikurinn
Meir leikurinn.
Sorp frammistaða,
Af hverju í andskotanum fær Jones alltaf að hanga inn á!?!!! Hann er hægari en skítaklessa úr skjaldböku!!
Er Endo vanmetnasti leikmaður Liverpool frá því að Fairclough var og hét?
Hvenær unnum við leik síðast? ?
Fyrirmunað að skora í þessum leik svekkjandi
Það munar heldur betur um einn Mc Alister
Svoo dapurt
SALAH loksins!!
AUÐVITAÐ var það Salah! Kóngurinn!
Miklu betri manni færri. Opnari leikur.
Glæsilegt mark og krummafóturinn Nunez átti sinn hlut í markinu. Vel gert.
Slot búinn að skipta öllum varnarmönnum út, spilum bara 2-4-4 núna
Endo … klikkar aldrei. Og kostaði minna en framtennurnar á Klopp.
Töpum aldrei leik með Endo inni á vellinum.