Fráfall Diogo Jota og André bróður hans er auðvitað ofsalegt áfall fyrir alla tengda Liverpool og knattspyrnuheiminn í heild. Þessi vika átti að vera spennandi þar sem nýir leikmenn mæta til æfinga í fyrsta skipti ásamt öllum hópnum en byrjaði á jarðarför Diogo Jota í Portúgal. Erfitt í raun að ná utan um þennan harmleik. Hvaða áhrif hefur þetta á Liverpool og hvernig bregst félagið við?
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
MP3: Þáttur 526
virðist sem síðasti þátturinn hafi komið inn aftur
Ah komið í lag, nýr þáttur fór á helstu hlaðvarpsveitur en vantaði að uppfæra á síðunni.
Flottur þáttur að vanda en einstaklega vel rætt og fjallað um þetta hörmulega mál – og afleiðingar þess. Ég verð að segja að mér líður aðeins betur eftir að hafa hlustað á ykkur og vil því þakka sérstaklega fyrir það. Góðar og hlýjar baráttukveðjur til Sigursteins … og áfram kop.is! YNWA.
p.s.
Heyrði ykkur ekki minnast á Alexander Isak í þættinum (gæti hafa misst af því) en ætli hann sé líklegri eða ólíklegri í dag?