Liverpool í viðræðum við Newcastle?

David Ornstein og eins og venjulega strax í kjölfarið Romano eru að brjóta þær fréttir að Liverpool hafi sett sig í samband við Newcastle til að ræða hugsanleg kaup á Alexander Isak. Fyrr í dag var sagt frá tilboði Newcastle í Hugo Ekiteke sem væri mjög líklega þá arftaki Isak. Það er ekkert steinsteypt í þessu ennþá og ekki einu sinni búið að leggja fram tilboð en þetta er orðrómur sem hefur verið lifandi í allt sumar og Liverpool er varla að byrja frá grunni í viðræðum við Newcastle eða Isak…

Þetta væri auðvitað gríðarlega spennandi.
Sömuleiðis voru fréttir í morgun þess efnis að Liverpool hefði hafnað boði Bayern í Luis Diaz og eins er orðað Darwin Nunez við lið í Saudi Arabíu ef Napoli nær ekki að landa honum. Nóg af kubbum í þessum dómínó-i

10 comments

  1. Það væri nú eitt stykki sturlaður gluggi ef við fengjum inn Wirtz og Isak í sama glugganum ásamt öllum hinum sem eru nú þegar komnir, það er ekki eins og við höfum verið með besta liðið á seinasta tímabili og unnið deildina sannfærandi 🙂

    En það er nokkuð ljóst að það er mikill áhugi á Isak frá Liverpool og ætli þeir séu ekki að vona að Isak muni reyna að þrýsta á söluna, því að það eru engar líkur á því að newcastle hafi nokkurn áhuga á því að selja hann.
    240 miljónir sirka fyrir Isak og Wirtz… Sælir

    9
  2. Við vitum í dag að Sky sport hafa enga innri sýn inn í klúbbana í dag,, það voru jú þeir sem fullyrtu að Wirtz væri í Englandi til að ganga frá samning við City á meðan Ornstein sagði hann vera í viðræðum við Liverpool.

    Sky segja nú að Isak sé ekki til sölu.

    Samt er Newcastle búnir að bjóða í Ekitike og eru orðaðir við fjölmarga leikmenn. Þetta er klúbburinn sem slapp naumlega við PSR refsingu og telja sig í dag geta keypt 80mp backup framherja.

    Newcastle ætluðu að stöðva áhuga Liverpool í fæðingu með að bjóða Isak nýjan samning. Ekkert hefur heyrst af því.

    Það hefur verið hljótt um Isak í margar vikur en mann grunar að Liverpool séu búnir að sannfæra Isak um að koma.

    Mögulega hugsa Newcastle stöðuna þannig að fái þeir álitlegan staðgengil þá eru þeir betur settir með Ekitike og 40m en leikmann sem vill fara. Auk þess er ólíklegt að markaðsvirði Isak hækki úr þessu.

    Þess má geta að R. Hughes og Eddie Howe eru bestu vinir og því má ætla að samband liðanna sé gott.

    9
  3. Ég er frekar hissa á því hvað Diaz er æstur að komast frá Liverpool, ég skil alveg að hann væri til í að fara í sólina til Barcelona en hann vill alveg líka fara til Bayern.
    Hann er svo sem orðinn 28 ára og kannski bara flott að selja hann ef það fást 70-80 mp fyrir hann.
    Hann er með 2 ár eftir á samning þannig að á næsta ári fengist ekki hátt verð fyrir hann ef hann yrði þvingaður að vera áfram.

    Seljum Diaz á toppverð og fáum Rodrigo frá real madrid í staðinn á svipaðan pening, hann er held ég 24 ára.

    5
  4. Get vel ímyndað mér þetta hafi eitthvað að gera með laun og samanburð við aðra sóknarmenn í liðinu. Sama með Konate í vörninni. Erfitt að horfa upp á félaga sína fá fimm sinnum hærri laun fyrir svipað framlag.

    Held þeir vilji báðir spila fyrir Liverpool en vilji stóra samninga. Bayern er pottþétt að bjóða Diaz veglega launahækkun. Núna snýst þetta held ég bara um hvað Liverpool telur sig geta gert fyrir peninginn. Og FSG er núna með meistaralið og menn vel yfir þrítugt sem voru að fá risa samninga. Pínu nýr raunveruleiki. Þessi sumargluggi er ekki bara spennandi heldur líka mjög áhugaverður.

    Þessi orðrómur um tilboð í Alexander Isak er líka rosalegur. Hef samt ekki trú á þetta fari í gegn. En það er smá pressa á Liverpool að ná í markaskorara og þá lækka menn ekki í verði.

    9

Leave a Reply to Indriði Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrsti æfingaleikur sumarsins – leikþráður – 1-3 sigur niðurstaðan

Gullkastið – Isak til Liverpool?