Gullkastið – Isak til Liverpool?

Silly season er farið aftur af stað með látum eftir afar þunga viku og alvöru bombur tengdar Liverpool, Alexander Isak var sterklega orðaður við Liverpool af blaðamönnum eins og David Ornstein sem gefur til kynna að þar sé einhver reykur. Minna áreiðanlegir miðlar tala um Rodrygo líka frá Real Madríd auk þess sem Liverpool á eftir að selja nokkrar stórar kanónur líka, eða hvað?
Það hefur aldrei verið eins rosalegt að fylgjast með leikmannaglugga Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 527

16 comments

  1. (án þess að vera byrjaður að hlusta), … ég hef aldrei upplifað “silly season” í raun. Er þó búinn að vera fastur á kop.is ca. 10 ár (var áður dormandi áhugamaður).

    En þetta árið, þetta er BARA klikkað!

    Fyrsta spurning er afhverju? Afhverju fær Slot allt / helling núna eftir sína fyrstu umferð? Klopp tók allan slaginn, alltaf í hvað 8, 9 ár, byggði okku algjörlega andlega upp. Afhverju fékk hann aldrei tækifæri til að kaupa vel inn í sitt lið?

    Vissulega og mögulega er það vel breytt fjárhagsaðstaða, veit samt ekki hvort það sé rétt, en væri til í að vita nákvæmlega það. FSG fjárfesti í LFC fyrir ca. áratug, og hafa verið uppbyggingu á liði (vissulega) og Anfield. … en samt hvers konar fjárhagslegur tappi losnaði með síðasta vori?

    Ég er alls ekki að gagnrýna, en mig langar SVO til að skilja brotabrot af því sem er í gangi síðustu 4-8 vikur!! Ég vil heyra og vita þetta með meiri vissu.

    6
    1. Í þættinum kemur m.a. fram að markaðurinn hafi verið lokaður 20/21 þegar hefði verið hægt að byggja á slagkrafti PL titils. En vissulega fékk Klopp að versla – Virgil, Alisson, Nunez – allt leikmenn úr efstu hillu sem og miðjan öll.

      4
      1. Já lítil hreyfing allsstaðar 2020. Hvers vegna ertu þá að vitna í 2018 kaup og 2022?

        1
  2. Takk takk fyrir gott spjall. Hvenær hefur markaðurinn verið skemmtilegri en þessar vikurnar?

    Smá múdböster: Er efins um Isak. Er hann ekki of meiðslagjarn? er hann nógu öflugur til baka? og var það ekki alltaf planið að byggja ekki á framliggjandi 9?

    Mitt sófateik:

    Selja: Diaz, Nunez, Konate, Tsimikas, Chiesa = ca. 200+ mills.
    Kaupa: Rodrigo + öflugan miðvörð = 150 mills.
    Lánsmenn í lið: Doak, Morton og Rio

    Þá er sóknin:
    Rodrigo – Gakpo – Salah
    Miðjan:
    Grav – Macca – Szobo – Wirtz
    Vörnin
    Kerkez/Robbo – Virgil – nýr miðvörður – Frimpong/Bradley

    Bekkurinn, feykisterkur m.a. með Elliot, Jones, Endo og Gomez

    2
    1. Ég myndi vilja hafa Alisson sem einn af fyrstu 11 og til vara einhvern annan markmann. Ekki viss um að dómarinn myndi samþykkja 443 uppleggið.

      5
      1. aha! vel spottað. :/

        þurfum víst að fórna einhverjum þarna fyrir Alisson!

        1
  3. Newcastle búnir að draga sig úr kapphlaupinu um Ekiteke samkvæmt Romano.

    ??? Understand Newcastle have now already left talks for Hugo Ekitike, deal considered off at this stage.

    #NUFC now focus on different targets as since Monday bid got rejected, Liverpool entered race + there were no advances with the Magpies.

    Liverpool are now advancing ??

    3
  4. Þetta ætlar að gerast hratt með Ekiteke og menn virðast ætla að klára þessi kaupa ASAP

    Fabrizio Romano
    @FabrizioRomano
    ·
    13m
    EXCL: Liverpool have submitted official bid to Eintracht for Hugo Ekitike!

    Eintracht already informed Liverpool that they want more, proposal rejected but it was initial contact as talks continue.

    Ekitike said ??? Liverpool, no issues on personal terms. He wants #LFC.

    @DaveOCKOP

    9m
    BREAKING: Liverpool have reached an agreement on personal terms with Hugo Ekitike on a 6-year-contract. It’s now up to clubs to find an agreement, according to RMC Sport.

    5
  5. Newvastle eru hættir að eltast við Ekitike enda er hann verðsettur eins og Ronaldo eða Messi þrátt fyrir að vera meðal framherji. Höfum gert þau mistök áður að ofborga fyrir sóknarmenn úr lélegri deildum (Nunez, Wirtz) og ættum alls ekki að gera það aftur. Ég er farinn að finna smá 2022 lykt af þessu sumri en það er vonandi bara ég.
    YNWA

    2
    1. Ofborga eða ekki, Liverpool bráðvantar markaskorara. Hvort Ekitike sé maðurinn veit ég ekki. En það er lítið í boði þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni. Og Isak væri minnst tvöfalt dýrari sem dæmi.

      Ég vil bara sjá menn inn. Sama úr hvaða deild og hvaða verðmiði er á þeim. Hér er allavega verið að eltast við leikmann sem allir virðast vera sammála um sé góður.

      8
      1. Hann átti stórkostlegt síðasta tímabil með Frankfurt hann kom frá PSG.
        Hann er ungur ný orðinn 23 ára og er sterkur og teknískur sóknarmaður minnir mig á blöndu af Sturridge og Gakpo þaes leikstíll og þannig.

        Mun hann koma og fara á næsta stig með Liverpool ? ég hef ekki hugmynd um það en hann er já spennandi leikmaður og mér finnst og mun halda áfram að finnast verðmiðin á Isak djók ég er feginn að við missum af honum.
        Getum fengið Ekitike OG Guehi fyrir minni upphæð.

        12
    2. Ha? Og ekkert call the season off?

      Í fyrra vildirðu slaufa tímabilinu vegna þess að LFC voru ekki að kaupa leikmenm.

      Núna væri réttast að flauta þetta alltsaman af vegna þess að LFC eru að ofborga.

      Mikil speki að furryrða að verið sé að ofborga fyrir leikmenn áður en þeir spila sinn fyrsta æfingaleik.

      6
  6. Frábært hjá Liverpool að klára þessi mál fljótt of örugglega ! Svo fer Darwin, og Guehi kemur inn, svo vonandi Rodrygo fyrir Diaz.

    4
  7. Vissulega hefði ég frekar viljað Isak en Isak og Ekitike eru mjög svipaðir leikmenn.

    Báðir hávaxnir, um 190cm, báðir virkilega tekniskir og góðir “link up” spilarar.

    Helstu efasemdirnar um Ekitike eru þær að slúttin hans mættu vera betri en um leið hugsar maður til Firmino sem var afleiddur slúttari en frábær “link up” spilari.

    Í kringum Ekitike verða þó þrír frábærir slúttarar í Salah, Wirtz og Gakpo þannig að það er nokkuð ljóst að pælingin með Ekitike er ekki einungis að kaupa markaskorara.

    Svo er að verða nokkuð marktækt slúður um að Rodrygo sé næstur í röðunni. 24 ára leikmaður sem getur spilað allar sóknarstöðurnar.

    Væntanlega eru þá Diaz, Nunez, Chiesa og Doak allir á útleið.

    5
    1. Firmino skoraði vissulega ekki jafn mörg mörk og Salah og Mane en hann var sannarlega góður slúttari, ekki síst þegar hann leit undan. Mér sýnist fjöldi marka hjá honum vera gjarnan fleiri en xG, en hann kom sér vissulega ekki í mörg góð færi en var þeim mun mikilvægari í að skapa færi.

      Ég bara varð að koma Bobby mínum til varnar.

Leave a Reply to Indriði Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool í viðræðum við Newcastle?