Æfingaleikur gegn Yokohama

Það er komið að næsta æfingaleik okkar manna, en þeir spila núna kl. 10:30 að íslenskum tíma gegn heimamönnum í Yokohama í Japan. Það lítur út fyrir að leikurinn fari fram, þrátt fyrir að það hafi verið gefin út flóðaviðvörun á austurströnd Japan núna í morgun.

Liðið sem byrjar er sterkt, og við erum líklega farin að sjá lið sem er nálægt því hvernig liðið mun líta út í fyrsta leik, en svona verður stillt upp í fyrri hálfleik:

Mamardashvili

Bradley – Konate – Virgil – Kerkez

Gravenberch – Szoboszlai

Salah – Wirtz – Gakpo

Ekitike

Bekkur: Woodman, Pesci, Tsimikas, Robertson, Stephenson, Frimpong, Endo, Mac Allister, Jones, Morton, Nyoni, Elliott, Ngumoha, Nunez

Debut hjá Hugo, verður áhugavert að sjá hvernig hann fittar inn í liðið.

Það verður sjálfsagt svolítið B+C lið í seinni hálfleik eða mögulega frá 60. mínútu, í öllu falli verður þetta líklega afar lærdómsríkur leikur, bæði fyrir leikmenn, Slot, og svo okkur áhorfendur.

Við uppfærum svo þráðinn eftir leik með stuttri skýrslu.

30 comments

  1. Þess má svo geta að Fuka Nagano er víst með hópnum úti í Japan, svo það gerir mann enn vonbetri með að hún sé að fara að skrifa undir nýjan samning.

    3
    1. Liveonsat.com er hægt að sjá hvar allir leikir í öllum keppnum eru sýndir leikurinn á eftir er sýndur tildæmis á LFC TV og Skysport premier League

      1
    1. Wirtz var líka mjög fínn gegn Milan í þessar 45 mín.
      Var virkur í spili og að koma sér á milli lína.
      Menn hræðast hann og þess komu grín póstar á facebook með eitthverri tölfræði í leiknum hjá honum. Ekkert mark og annað grín.

      Wirtz er að fara opna svo mikið á svæðum á vellinum hjá okkur í vetur að það verður hlaðborð fyrir fremmstu menn.

      Rio gæti tekið næsta skref í vetur. Frimbong líflegur macca að koma sterkur inn.

      Liðið er að malla vel fyrir tímabilið og við verðum virkilega sterkir í ár.

      2
      1. Satt
        Þvílíkir hæfileikar sem þessir ungu drengir eru með virkilega spennandi að fylgjast með þeim.

        2
  2. Rio er frábær fótboltamaður og þetta mark hans rétt í þessu magnað af 16 ára leikmanni. Held við getum öll verið róleg með bakköpp á þessum kanti þótt Diaz sé farinn. Okkur vantar bara miðverði og vonandi gerist eitthvað þar.

    2
  3. Ég vill sjá Rio á bekknum í vetur. Hlýtur að vera algjör martröð fyrir varnarmann að vera farinn að þreytast og fá hann svo ferskann inn með þennan hraða og sprengikraft.

    Ákvarðanatakan er kannski ekki alveg uppá 100 en það kemur bara með fleiri leikjum.

    3
    1. Sammála því. Vonandi fær hann og Nyoni mínútur í vetur í bikarkeppnunum, meistaradeildinni og úrvalsdeildinni. Ég var að vonast eftir því að Tyler Morton, Elliott og Stefan Bajcetic yrðu framtíðarleikmenn Liverpool. Það virðist ekki ætla að verða. Eins er Ben Doak mögulega að fara. Kannski er hægt að fá 100 kall fyrir þessa stráka.

      2
  4. Mín sent eru hversu klikkað mómentið var þegar Endo kom inná og það sem kafteinn. En B og C Liðið var alveg með sitt á hreinu, þannig að maður þarf ekkert að örvænta vetrinum.

    4
  5. Er þetta ekki Rio guttinn sem við stálum af Chelsea og gerðum þá svo brjálaða að þeir bönnuðu njósnurum Liverpool að mæta á völlinn hjá unglingaliðunum Chelsea.

    2
  6. Magnaður hann Rio. Nýtir færin betur en Sterling gerði.

    Eini gallinn er nafnið. Smettið á hinum Rio kemur óþægilega oft í hausinn á mér þegar talað er um okkar Rio.

    Það hlýtur að breytasr.

    4
  7. Gaman að sjá nýju mennina og ungu strákana, en ein pæling: hvað er málið með letrið í númerum og nöfnum leikmanna á búningnum í dag?

    1
    1. One off merking fyrir leikinn í Japan. Innblásin af japönskum manga teiknimyndum.

      4
  8. Luca Stephenson og Tyler Morton voru ónotaðir varamenn. Stephenson hlýtur að vera lánaður eða seldur. Fjölhæfur leikmaður. Nokkur lið hafa áhuga á Tyler Morton til dæmis Lyon og West Ham.

    2
  9. ***** Breaking News*****

    Það er eins og Liverpool hafi keypt nýjan leikmann þar sem Alexis Mac Allister er farinn að æfa með okkur eftir nokkra mánaða hlé!!!

    Ok, rata út………………….

    5
  10. Adidas.
    Nú erum við formlega að fara klæðast Adidas.

    5 ára samningur sem hljóðar uppá 30m á ári plús 20% af sölu af Liverpool varningi.
    Það er enginn mínus klásúla um að komast í CL eða álíka.

    Manutd eru líka í Adidas og gerðu 10 ára samning á sínum tíma. Sá samningur hljóðaði uppá 75m og gæti hækkað upp í 90 með áranum ef allt gengi vel. En inn í þessum samning er -10m ef liðið nær ekki CL sæti hvert ár.

    Afhverju er Liverpool þá að gera samning upp í 30m ?
    Því þeir treysta svo alfarið á merkið Liverpool að það seljist.
    Er það svo tilviljun að þessi risa gluggi á sér stað sama sumar og þessi nýinsamningur tekur gildi ?

    Nei alls ekki.
    Nöfn eins og Wirtz og svo Isak og sjálfsögðu allir hinir munu selja treyjur og mikið af þeim.
    Plús fastasölunar stóru á hverju ári.

    Meðal ár hjá Liverpool er 2,5 m treyja seldar á ári [bara treyjusala] miðað við söluverð er auka 35m á ári. = 65m

    Með komu allra þessara nafna til félagsins og árangur þess í fyrra er viðbúið að félagið sé að fara slá öll sölumet af varningi. Og mögulega fer félagið upp í 70-80 m þetta tímabilið frá Adidas

    Meðan Manutd fer úr 75m í 65m engir sölubónusar og – 10M eftir afhroðið síðasta tímabils

    Já FSG eru masterclass.
    Svo þegar þið heyrið Doc eða aðra ræða um stóra samninga Manutd við Adidas mun stærri en Liverpool.
    Þá má brosa út í annað.
    Samningur Liverpool við Adidas er þaul hugsaður og líka er hann þvingandi fyrir félagið að passa uppá að selja nóg af varningi og mögulega erum við að fara horfa uppá treyjusölukall mun oftar skrifa undir hjá félaginu.

    YNWA

    10
  11. Það verður gaman að sjá hver verður söluhæstur af leikmönnum Liverpool þetta tímabilið, er Salah ekki búinn að eiga þetta í 8 ár

    Liverpool have sold 42,000 Florian Wirtz shirts in one hour. ?7??

    Verður það Flo eða Mo

    6
  12. Hvað er eiginlega að gerast í Ísak málum?
    Tilboði hafnað, komið nýtt tilboð?

  13. Verður Nunez ekki bara áfram og Guehi tekinn inn?? Newcastle í miklum vandræðum á markaðnum í sumar og sala á Isak yrði kjaftshögg fyrir egó olíufurstanna….

    1
  14. Eins mikið og ég vil sjá Isak í Liverpool þá er þetta samt full mikið af hinu góða. £120m tilboði hafnað og það viku fyrir Samfélagsskjöldinn. Og leikmaðurinn virðist algjörlega treysta á Liverpool. Mér finnst eins og það sé nú ekki hægt að fara mikið hærra en £120m.

    Og ef Newcastle selur ekki Ísak núna þá er þetta sumar þeirra algjört disaster. Best að samþykkja strax og kaupa þrjá leikmenn.

    3

Leave a Reply to Eyvindur frá Ystu Nöf Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Mikið meira en bara reykur!