Isak keðjan að leysast?

Liverpool gerði tilboð í Alexander Isak núna fyrir helgi sem var umsvifalaust hafnað af Newcastle, bæði er tilboðið undir væntingum og verðmiða Newcastle og eins þar sem þeir hafa ekki tryggt sér arftaka Isak sem þarf að gerast áður en þeir heimila sölu á honum.

Þannig að þetta er smá að verða eins og dæmigerð fasteignakeðja sem þarf að ganga upp á öllum vígsstöðvum. Það hjálpar málinu alls ekki að það eru algjörir viðvaningar að stjórna Newcastle þessa stundina og ráða bókstaflega ekki við að kaupa leikmenn þrátt fyrir að vera með ríkustu eigendur í íþróttaheiminum á bak við sig. Það að liðið tryggði sér aftur sæti í Meistaradeildinni hefur ekki heillað marga virðist vera.

Newcastle gerði þó tilboð í dag í Sesko frá Leipzig og takist þeim að landa honum ætti leiðin að verða miklu greiðari fyrir Liverpool að landa Isak. Vandamálið með Sesko er að það eru fleiri lið sem hafa áhuga á honum og eitt þeirra en Man Utd sem gæti flækt málið geri þeir tilboð. Það að Newcastle bjóði í Sesko bendir samt vonandi til að þeir séu eitthvað búnir að klára heimavinnuna áður. Man Utd er nú þegar búið að kaupa tvo sóknarmenn og þarf líklega að losa sig við Hojlund og/eða Zirkzee áður en þeir hjóla í Sesko í sömu stöðu. Þar fyrir utan eiga þeir eftir að losa Sancho, Garnacho og Anthony. Að því sögðu þarf Leipzig ekkert að selja leikmenn og ætla ekkert að gefa Sesko frá sér.

Newcastle eru líka að reyna landa Wissa frá Brentford, þar er svipuð staða og hjá Isak, leikmaðurinn er staðráðinn í að fara og setur mikla pressu á félagið að heimila söluna en tilboð Newcastle er ekki nógu gott að mati Brentford, þeir þurfa heldur alls ekki að selja fleiri leikmenn.

10 comments

  1. Ég efast um að Man Utd geti gert fullnægjandi kauptilboð í Sesko. Þeim gengur illa að losa leikmenn. Meira að segja held ég að þeir séu nauðugir til að selja fleiri leikmenn til þess að Mbeumo kaupin lendi réttu megin mið PSR regluverkið.

    5
  2. Sælir félagar

    Mikið er nú gott að það skuli vera kominn nýr þráður á Kop – inu. Satt að segja var ég búinn að gefast upp á að bíða eftir örskýrslunni um japansleikinn 🙂 Nú eru berin orðin súr hjá sumum. Arteta? segir að Alwxsander Ísak sé svo meiðslagjarn að hann vilji hann ekki. Ég man samt ekki betur en Alexander Ísak hafi verið hans aðalskotmark í byrjun sumars. Skrítið.

    Ég nenni ekki að ræða slakt miðlungslið M. United og er nokkuð sama hvað þeir gera í glugganum. Þeir eru víst að reyna að míga eitthvað utan í Alexander Ísak en hann telur þær tilraunir ekki svarverðar – eðlilega. Newcastle veit að ef þeir selja ekki Alexander Ísak til Liverpool þá segir hann upp samningi sínum við þá og þá fer hann bótalaust. Þetta er því bara spurning um tíma, ekki hvort heldur hvenær.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  3. Ég hef persónulega meiri áhuga á að Liverpool geri eitthvað í miðvarðastöðunni. Mér finnst vanta alvöru kaup þar. Konate virðist ekki á förum sem eru frábærar fréttir en guð minn góður ef 34 ára gamall van Dijk tæki upp á því að meiðast .

    Auðvitað vantar líka í sóknina. Erum búin að missa Jota og Diaz og Nunez a förum. En það er allavega búið að kaupa inn Hugo Ekitike og Wirtz úr Bundesligunni. Þó ég sjái mikið á eftir Diaz þá eru þetta spennandi skipti. Og Gakpo má ekki gleymast.

    En miðvarðastaðan má ekki bíða fram í janúar eða næsta sumar. Mer finnst það ætti að vera í algjörum forgangi núna.

    Áfram Liverpool!!!

    18
  4. Hugsa að þetta klárist í vikunni, fáum hann inn og kaupum 2 miðverði. Guehi og einn annan.

    Sá á netinu útaf adidas dílnum þá getur liverpool keypt isak og eitt 250 í viðbót.

    Ef newcastle selur okkur hann ekki þá ættum við að taka rodryko

    Geggjað að vera liverpool maður í dag, vilja allir koma til okkar spurning að bjóða í mbappe hehe

    5
    1. Ég stórefast um að keyptir verði tveir miðverðir en vissulega vanti eitt stykki.

      Slot er varla að fara að versla leikmann í það hlutverk að vera fimmti hafsent nema þá að um sé að ræða einhvern 17 ára gutta sem hugsaður er inn í framtíðina.

      Frekar yrðu Gravenberch, Endo eða Robertson látnir leysa það hlutverk og látið ykkur ekki bregða þó Gravenberch byrji einhverja leiki í vörninni þrátt fyrir að allir séu heilir og Konate á bekknum.

      3
  5. Sæl öll! Tek undir það sem fólk segir um miðvarðastöðuna. Vera kann að Slot hugsi sem svo að Liverpool verði svo framsækið að varnarmiðjumennirnir skilgreinist sem hálfgerðir miðverðir en það virkar sem mikil áhætta. Línan var þunn fyrir með Joe okkar alltaf meiddan og Konaté ekki sjaldan, Quansah farinn og hvað svo, Endo og Gravenberch? Þetta er allt of lítið og augljóst að það þarf að minnsta kosti einn topp miðvörð. Hann hlýtur að koma. Eins spennandi og Isak er þá gæti orðið mjög dýrkeypt að styrkja þessa stöðu ekki. Í raun er liðið allt of brothætt ef ekki verður bætt úr þessu. Guehi væri klassaviðbót en í sjálfu sér væri hvaða þokkalegi miðvörður sem er kærkominn sem bakköpp. Eitthvað hlýtur að koma upp úr hattinum fyrir gluggalok, við hljótum að treysta því!

    5
  6. Stutta svarið er nei. Tilboði New hafnað og talið líklegra að Sesko vilji m.utd frekar, eins óskiljanlegt og það er. Þetta mál mun eitthvað dragast inní ágúst og efast um að Isak verði kominn fyrir new vs lpool þann 25.8.

    Eins og staðan er núna væri möguleg sviðsmynd að klára Rodrygo, hjóla í tvo miðverði, annar þeirra helst Lukeba frá Leipzig. Sjá svo til hvernig gangi með sölur og klára þá Isak í gluggalok. Annars yrði ég ekkert brjál ef Nunez og Ekitike enduðu sem níurnar fyrir komandi tímabil.

    Tvennt sem mig leikur forvitni á að vita. Fyrir það fyrsta, í þessum Isak eltingarleik og getuleysi New að sækja striker, af hverju er ekki Nunez möguleg skiptimynt? Í annan stað, var þessi Hato sem Che var að klára aldrei option? Heyrði um einhvern áhuga en svo ekkert meir. 19 ára góður/mjög efnilegur miðvörður. Er kannski komið nóg af Hollendingum?

    1
  7. Jorrel Hato fór til Chelsea. Fjölhæfur varnarmaður frá Ajax. Ég hefði viljað fá hann til Liverpool. Sjáum hvernig honum farnast. Darwin virðist vera á leiðinni til Al Hilal og þá ættu að koma einhverjir peningar í kassann. Tyler Morton er á leiðinni til Lyon fyrir 15 kall og Liverpool fær 20% af næstu sölu.

    1
  8. Jorrel Hato. 19 ára og kostaði um 35m og gæti farið upp í 38m sem er mun lægri upphæð en CP vill fyrir Guehi sem ár eftir.
    Afhverju stökk liverpool bara ekki á þann díl ?

    Jorrel Hato er 1.82 cm á hæð og mjög álíka og N.ake svo hann mun leysa LB stöðuna oft og gæti endað þar.
    Þá hefði Liverpool frekar átt að halda sig við
    Quansah.
    Manni finnst á Slot að mögulega var og er Hato ekki rétt move fyrir Liverpool í augnarblikinu og ættu þeir Hollensku tengungar hjá félaginu að geta metið það 100% rétt. Því ekki ætti verðmiðin að fæla okkur frá þessum kaupum.
    Og hefði þessi gæi valið Liverpool framyfir Chelsea anytime.

    Marc Guéhi er svo líka 1.82 cm en 25 ára og reynslumeiri og mun líklegri kaup ef Palace eru tilbúnir að lækka verðið niður.

    Jarell Q er um 190 cm
    Dijk og konate um 193 cm

    Þannig menn væru að droppa töluverði hæð í miðverðinum í kaupum á þessum hato epa guehi.

    Þessi gluggi er rosalega óútreiknanlegur svo ætla ekki að útilokaneitt.

    En ef Isak klárast
    Þá stórlega efast ég um að félagið fari í tvo CB.

    Og mér finnst líka að Slot ætli sér ekki að fá inn 18-19 ára miðvörð í félagið nema að hann taki inn 5 kost . Þá líklega því jarell sætti sig ekki við það hlutverk

    Þið sjáið Leny Yoro gríðarlega efnilegur og flottur en mjög langt frá því að vera í lykilhlutverki hjá liði sem ætlar sér að vinna allt.
    Sama er með Hato og Jarell.

    Öll kaup Slot og félagsins segja okkur það að við erum ekki að byggjá á að ætla vinna eftir 2-3 ár . Við ætlum að vinna núna og næstu 2-3 árin.
    Og en lengra ef út í það er farið.

    Ef Isak kemur plús það er komið.
    Þá þarf félagið að fá CB úr hæðstu hillu ready gaur en ekki gæja sem verður það næstu árin. Jarell hefði þá bara verið áfram. Hann er það efnilegur og við með forkaupsrétt á honum.

    Og erum við að fara eyða 70m plús í cb líka?
    Ekki viss.
    Þess er Guhie mjög líklegur ef við fáum hann ódýrt. Annars gætum við horft uppá að félagið býði eftir rétta gæjanum.

    Ég hræðist ekki meiðsla vesen hjá Slot.
    Öll tölfræði og saga hans og hans teymi frá Hollandi og síðasta tímabils að hann á ekki í erfileikum með það.
    Ég mögulega skrifa um það seinna þar sem þessi póstur er orðinn smá langloka 🙂

    1. Sammála um að Slot er ótrúlega lunginn við að halda mönnum heilum heilsu en það breytir því ekki að okkur vantar miðvörðum hvort sem hann dettur beint í samkeppni við Gomez eða verði hugsaður sem byrjunarliðs maður.

Leave a Reply to Sölvi Björn Sigurðsson Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Æfingaleikur gegn Yokohama