Okkar menn ætla að mæta Athletic Club í tveim leikjum á Anfield í dag. Miðað við uppstillinguna þá er byrjað á “varaliðinu”, og svo koma aðalliðin kl. 19.
Liðið núna kl. 16 lítur svona út:
Stephenson – Nyoni – Robertson – Tsimikas
Macca – Jones
Doak – Elliott – Ngumoha
Nunez
Bekkur: Pesci, Lucky, Laffey, Pilling, Kone-Doherty, Koumas, Danns
Mjööööög ungur bekkur, en gaman að sjá Danns aftur í liðinu, þó hann sé bara á bekk.
Við uppfærum svo færsluna einhverntímann með vorinu með úrslitum, og sjáum til hvort við hendum í sér þráð fyrir seinni leikinn.
Hvar er hægt að horfa á leikinn?
https://live.totalsportek1000.com/Liverpool-vs-Athletic-Club/47837
Riooooi vá
þvílíkt mark hjá Rio
Mark og asist á 5 mín
Sleppa öllum pælingum með Rodrygo þó hann sé geggjaður leikmaður, vil frekar sjá Rio þróast í frábæran leikmann.
Breytti liðsuppstillingunni, þar sem Nyoni virðist vera í miðverði með Robbo, Stephenson í hægri bak, og Jones á miðjunni.
Doak er ekkert djók
Nú veit ég ekki hversu sterkur liði Bilbao voru að stilla upp en þessir peyjar sem LFC stilltu upp voru miklu betri í dag ?