Fyrri leikur dagsins gegn Athletic

Okkar menn ætla að mæta Athletic Club í tveim leikjum á Anfield í dag. Miðað við uppstillinguna þá er byrjað á “varaliðinu”, og svo koma aðalliðin kl. 19.

Liðið núna kl. 16 lítur svona út:

Woodman

Stephenson – Nyoni – Robertson – Tsimikas

Macca – Jones

Doak – Elliott – Ngumoha

Nunez

Bekkur: Pesci, Lucky, Laffey, Pilling, Kone-Doherty, Koumas, Danns

Mjööööög ungur bekkur, en gaman að sjá Danns aftur í liðinu, þó hann sé bara á bekk.

Við uppfærum svo færsluna einhverntímann með vorinu með úrslitum, og sjáum til hvort við hendum í sér þráð fyrir seinni leikinn.

Uppfært: leik lokið með 4-1 sigri okkar manna. Rio opnaði þetta strax á 2. mínútu með flottu marki fyrir framan miðjan vítateig, þrem mínútum síðar fékk hann mjög góða fyrirgjöf frá Doak beint á kollinn og lagði boltann á Nunez sem skoraði. Þriðja markið kom svo rétt fyrir hálfleik þegar Doak átti gegnumbrot hægra megin og gaf fyrir í hönd markvarðarins og þaðan fór boltinn í netið. Að lokum bætti svo Elliott fjórða markinu við eftir sendingu frá Nunez. Smá mistök undir lokin hjá Stephenson kostuðu mark hjá gestunum, en annars öruggur sigur.

Rio Ngumoha heldur áfram að minna rækilega á sig og bara hlýtur að fá mínútur í vetur, bara spurning hve margar. Stephenson var öflugur þrátt fyrir þessi einu mistök. Annars var þetta æfingaleikur og ber að horfa á hann sem slíkan.

9 comments

  1. Sleppa öllum pælingum með Rodrygo þó hann sé geggjaður leikmaður, vil frekar sjá Rio þróast í frábæran leikmann.

    7
  2. Breytti liðsuppstillingunni, þar sem Nyoni virðist vera í miðverði með Robbo, Stephenson í hægri bak, og Jones á miðjunni.

    3
  3. Nú veit ég ekki hversu sterkur liði Bilbao voru að stilla upp en þessir peyjar sem LFC stilltu upp voru miklu betri í dag ?

    3

Leave a Reply to Ragnar H Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Isak keðjan að leysast?

Seinni leikur dagsins gegn Athletic