Crystal Palace 2 – 2 Liverpool (3-2 í vítaspyrnukeppni)

Jæja þá er það ljóst að keppnin um samfélagsskjöldinn árið 2025 er “glorified” æfingaleikur, eftir að Palace unnu í vítakeppni. Þetta n.b. boðar gott fyrir tímabilið, þó svo leikurinn hafi varpað ljósi á ákveðin atriði sem Liverpool getur enn bætt fyrir gluggalok.

Leikurinn byrjaði vel, því Ekitike var búinn að opna markareikning sinn hjá Liverpool eftir örfáar mínútur, flott spil milli hans og Wirtz endaði með óverjandi skoti í hornið fjær frá vítateigslínunni. Palace jöfnuðu rúmlega 10 mínútum síðar eftir að van Dijk braut af sér inni í teig, kannski lítil snerting en brot engu að síður og víti dæmt, sem Matete skoraði örugglega úr. En þegar klukkan var nýslegin 20 mínútur hljóp Frimpong fram hjá varnarmanni og gaf fyrirgjöf fyrir þar sem Diogo Jota kom aðvífandi og skallaði í netið. Eða þannig kýs maður a.m.k. að líta á þetta.

Það gerðist ekki mikið eftir þetta í hálfleiknum, Liverpool hafði verið með góð tök á leiknum fram að þessu, en eftir markið unnu Palace sig betur inn í leikinn og voru síst lakari aðilinn eftir það nánast allan leikinn.

Macca og Endo komu inná fyrir Jones og Ekitike um miðjan síðari hálfleik, kannski skrýtin skipting, en sjálfsagt hefur fitness spilað eitthvað inn í. Palace jöfnuðu svo þegar korter var eftir af leiknum þegar Sarr slapp einn í gegn, mögulega brotið á Gakpo í aðdragandanum en ekki nóg til að snúa markinu. Elliott og Robbo komu inn fyrir Wirtz og Kerkez, og okkar menn náðu aðeins undirtökunum eftir það, en ekki nóg til að setja sigurmarkið.

Í vítakeppninni klúðruðu svo bæði Salah og Macca sínum vítum í upphafi, Gakpo skoraði, Elliott lét verja hjá sér, en Szobo skoraði. Alisson varði eitt víti og eitt fór í þverslá, en 3-2 sigur Palace í vító staðreynd.

Hvað réði úrslitum?

Eigum við ekki að segja að það hafi hjálpað Palace að vera með nánast óbreyttan hóp frá því í vor. Annars var þetta mikið til bara happa glappa, vítakeppnir eru oft þannig.

Hverjir stóðu sig vel?

Fyrst þetta var æfingaleikur þá lesum við ekkert of mikið úr honum. En Wirtz sýndi okkur hvað hann á eftir að verða óskaplega mikilvægur í vetur, og sama gerðu Frimpong og Ekitike.

Hvað hefði mátt betur fara?

Gömlu mennirnir – Salah og Virgil – hafa átt marga betri daga heldur en í dag. Macca var alveg svolítið ryðgaður.

Umræðan eftir leik

Sigurvegari góðgerðarskjaldarins hefur aðeins einu sinni unnið deildina í lok leiktíðar, svo við lítum bara á þetta sem góðs viti.

Hvað er framundan?

Opnunarleikur deildarinnar er næsta föstudagskvöld á Anfield gegn Bournemouth. Það kemur jú sér upphitun fyrir þann leik frá Ívari í vikunni, en Slot þarf að taka nokkrar ákvarðanir fyrir þann leik, eins og t.d. hvort Robbo byrji eða Kerkez. Grav verður ekki í hóp enda í banni eftir rauða spjaldið sem hann fékk í lokaleiknum í vor, eins gott að Macca verði kominn í betra form. Kannski verða komnir inn fleiri nýjir leikmenn…? Hugsanlega verða líka einhverjir farnir. Eins og gengur.

Nóg um það, fögnum því að veislan er hafin!

19 comments

  1. Vona að Slot rífi nýtt rassgat á marga sem spiluðu þennan leik. Arfaslakt og eins gott að menn haldi einbeitingu meira en bara fyrstu 20 min.

    Helvítis fokking fokk!!!

    6
  2. Alveg hrottalegur seinni hálfleikur en leiðin er bara upp á við. Salah var herra Ósýnilegur í þessum leik og tvö víti í röð í súginn.

    7
  3. Frekar lélegur leikur hjá okkur.

    1. Við vinnum ekki deildina nema við bætum varnarleikinn.
    2. Við þurfum að halda áfram keyrslu og klára leiki. Féllum niður í algera lognmollu á löngum köflum.
    3. Nýju mennirnir eru ferskir.
    4. Fannst Gakpo ekki góður í leiknum (en fannst samt brotið á honum þegar Palace skora seinna. markið). Hefði viljað sjá Rio koma inn. Án vafa hefði Diaz komið inn ef enn í hópnum.
    5. Szobo var alltof kærulaus með boltann oft þegar hann var aftarlega.
    6. Salah og Virgil báðir frekar slakir. Vona veit það ekki á neitt til lengri tíma

    Held að Arsenal hafi forskot á okkur til að byrja með í deildinni. Breiðari hóp sem er betur samstilltur og betri vörn, þó að við höfum sennilega betri einstaklinga í fleiri stöðum en þeir.

    – YNWA

    5
  4. Skita, varnarleikurinn enn og aftur.
    Verður erfiður vetur ef þessi hörmung heldur svona áfram.

    7
  5. Isak hvað?!

    Kristal tært í mínum huga eftir að hafa horft á Liverpool vörnina í þessum leik að miðvörður sem fer beint í byrjunarliðið er forgangsatriði…. segi og skrifa!

    Sterkari lið en CP eiga eftir að éta okkur upp boxið ef liðið ætlar að bjóða upp á þennan varnarleik í vetur!

    YNWA

    6
  6. Í leiknum sjálfum var munurinn á liðunum markverðirnir.
    Í vító var munurinn markverðirnir… bara alveg víxlað.

    4
  7. Góð skýrsla. Upphafinn æfingaleikur. Það er einmitt málið. Það er viðbúið að lið með svona mikla nýliðun þurfi að stilla saman strengina.

    Græt þessi úrslit ekki. Vissi fyrirfram að CP yrði þyrstara. Svona titill er lítils virði miðað við allt brassið sem er uppi í hillum á Anfield.

    2
  8. Góð breidd vinnur deildina, í dag er vantar 2-3 leikmenn upp á að Liverpool sé líklegt til að halda út veturinn á toppi deildar, ásamt því að fara langt í öllum keppnum. Í fyrra var lán í óláni að liði tapaði í FA bikarnum. Í þessum leik hefði munað um að geta sett Jota (blessuð sé minning hans) og Nunez inná þegar við þurfum meiri sóknarkraft.

    Fyrir ári síðan vorum nokkrir sparkspekingar að spá Liverpool góðum árangri í deildinni vegna þess að við höfðum 5 frábæra sóknarmenn/kantmenn í hópnum. Síðan þá er búið að selja Diaz næst besta sóknarmann liðsins (heimsklassaleikmann) og Nunez sem gaf allt fyrir málstaðinn. Síðan kvaddi Jota (blessuð sé minning hans), leikmaður sem réði úrslitum í mjög mörgum leikjum eftir að hafa komið inná, gæða leikmaður sem skoraði mörk nánast í hverjum leik.

    Í dag er Liverpool með 3 góða leikmenn fremst Salah, Gapko og Ekiteke (sem er að aðlagast liðinu), á bekknum eru Chiesa sem var oft ekki í hóp á síðasta tímabili og er til sölu, Doek sem var á láni í 1 deild á síðast tímabili og er ekki nógu góður fyrir lið sem vill vinna deild og meistaradeild, og síðan 16 ára strákur sem á eftir að verða frábær en er ekki í dag með sömu gæði í Diaz og Gapko. Það sjá allir að þarna er nauðsynlegt að auka breiddina.

    Svo hrópar það á okkur hve mikið liðinu vantar varnarmann þ.e. miðvörð. Kostur nr. 3 hann Gomes nær ekki að spila 40% leikja vegna meiðsla, á síðasta tímabili var hann meiddur í 137 daga á þeim tíma voru 28 leikir án hans. Galið að fara inn í tímabil með hann sem miðvörð nr. 3, algjörlega galið.

    Með þessa breidd er Liverpool að missa City, Arsenal og Chelskí fram úr sér í vetur. Það verður nóg að gera hjá Hughes fram að 1. september næst komandi.

    6
    1. Sammála.

      Það má líka bæta við að fyrir nákvæmlega ári síðan var hrópað eftir kaupum á djúpum miðjumanni. Svo duttum við í lukkupottinn með Gravenberg sem nánast missti ekki úr leik á síðasta tímabili.

      Nú vantaði okkur sárlega djúpan miðjumann í dag og Jones er langt frá því að geta leyst þessa stöðu. Það að Endo byrjaði sýnir nú líka finnst mér stöðu hans í liðinu.

  9. Til að byrja með svo það sé á hreinu voru þetta ömurleg úrslit.
    þetta var svona leikur sem hefði getað startað þessu fyrir okkur!
    bara gaman og allir að fagna og gátum sýnt að við værum klárir!

    Svo er það hitt að við spilum þennan leik og opnum svo mótið á föstudaginn
    þótt það sé ekki afsökun en mögulega er Slot með hugan við það líka.
    það er leikur sem má ekki tapast.

    En þarna kom í ljós að við erum ekki klárir.
    það komu spilakaflar sem var unun á að horfa bara stórkostlegur fótbolti og greinilega eru
    komnir tektískir gæjar inn.

    En varnarlega og baráttulega vorum við undir.
    Ég saknaði Diaz í þessum leik, gæi sem tekur til sín og getur opnað leiki.

    En

    frá árinu 2010 þá hefur það 2ar gerst að liðið sem vinnur þenan bikar
    verður PL meistari Manutd 2010 og Mancity 2018

    Mancity vann þennan bikar í fyrra og endaði á að vinna ekki Prem
    svo við getum bókað það núna nær örugglega að Crystal Palace er ekki að fara vinna prem í ár!

    við höldum áfram ! það eru stærri fiskar eftir.

    3
  10. Hræðileg úrslit. Þurfum klárlega að skipta um miðverði. Wirtz ljóstýra í myrkrinu í dag.

    4
  11. „En þegar klukkan var nýslegin 20 mínútur hljóp Frimpong fram hjá varnarmanni og gaf fyrirgjöf fyrir þar sem Diogo Jota kom aðvífandi og skallaði í netið. Eða þannig kýs maður a.m.k. að líta á þetta.”

    Kudos á þetta, Daníel.

    Fallega mælt.

    9
    1. Skv BBC var markið skorað þegar 20 mín og 20 sek voru liðnar.
      Ég fæ gæsahúð bara við að skrifa þetta!

      7
  12. Það er ekkert svartnætti hjá mér. Nýju strákarnir voru æðislegir. Nú þarf bara að kaupa í vörnina.

    OG svo onwards and upwards!

    4
  13. Ég var í rökræðum við einhvern hérna um daginn varðandi mikilvægi Diaz. Vinnusemi hans og drifkraftur verður sárt saknað. Jájá, fínn business og allt það en sala á honum mun kosta okkur. Var hræddur um það fyrir tveim vikum en leikurinn í dag staðfesti það. Nú er lfc með net spend rúmlega 100m.p. Fyrir þremur vikum var talað um að klúbburinn gæti eytt 500 og ætti að vera innan ramma psr. Ætla rétt að vona að von sé á a.m.k. tveimur fram á við ef Elliott fer líka auk miðvarðar sem er priority núna.

    Salah fær 5 leiki til að sannfæra mann um að hann sé ekki búinn. Annars bara selja til saudi á næsta ári og fá einhvern inn strax í jan. Einnig hefði Diaz getað spilað hægri kant. Efast um að hann sé eitthvað síðri þar en Salah sem er búinn að vera týndur síðan í feb.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Palace á Wembley