Crystal Palace 2 – 2 Liverpool (3-2 í vítaspyrnukeppni)

Jæja þá er það ljóst að keppnin um samfélagsskjöldinn árið 2025 er “glorified” æfingaleikur, eftir að Palace unnu í vítakeppni. Þetta n.b. boðar gott fyrir tímabilið, þó svo leikurinn hafi varpað ljósi á ákveðin atriði sem Liverpool getur enn bætt fyrir gluggalok.

Leikurinn byrjaði vel, því Ekitike var búinn að opna markareikning sinn hjá Liverpool eftir örfáar mínútur, flott spil milli hans og Wirtz endaði með óverjandi skoti í hornið fjær frá vítateigslínunni. Palace jöfnuðu rúmlega 10 mínútum síðar eftir að van Dijk braut af sér inni í teig, kannski lítil snerting en brot engu að síður og víti dæmt, sem Matete skoraði örugglega úr. En þegar klukkan var nýslegin 20 mínútur hljóp Frimpong fram hjá varnarmanni og gaf fyrirgjöf fyrir þar sem Diogo Jota kom aðvífandi og skallaði í netið. Eða þannig kýs maður a.m.k. að líta á þetta.

Það gerðist ekki mikið eftir þetta í hálfleiknum, Liverpool hafði verið með góð tök á leiknum fram að þessu, en eftir markið unnu Palace sig betur inn í leikinn og voru síst lakari aðilinn eftir það nánast allan leikinn.

Macca og Endo komu inná fyrir Jones og Ekitike um miðjan síðari hálfleik, kannski skrýtin skipting, en sjálfsagt hefur fitness spilað eitthvað inn í. Palace jöfnuðu svo þegar korter var eftir af leiknum þegar Sarr slapp einn í gegn, mögulega brotið á Gakpo í aðdragandanum en ekki nóg til að snúa markinu. Elliott og Robbo komu inn fyrir Wirtz og Kerkez, og okkar menn náðu aðeins undirtökunum eftir það, en ekki nóg til að setja sigurmarkið.

Í vítakeppninni klúðruðu svo bæði Salah og Macca sínum vítum í upphafi, Gakpo skoraði, Elliott lét verja hjá sér, en Szobo skoraði. Alisson varði eitt víti og eitt fór í þverslá, en 3-2 sigur Palace í vító staðreynd.

Hvað réði úrslitum?

Eigum við ekki að segja að það hafi hjálpað Palace að vera með nánast óbreyttan hóp frá því í vor. Annars var þetta mikið til bara happa glappa, vítakeppnir eru oft þannig.

Hverjir stóðu sig vel?

Fyrst þetta var æfingaleikur þá lesum við ekkert of mikið úr honum. En Wirtz sýndi okkur hvað hann á eftir að verða óskaplega mikilvægur í vetur, og sama gerðu Frimpong og Ekitike.

Hvað hefði mátt betur fara?

Gömlu mennirnir – Salah og Virgil – hafa átt marga betri daga heldur en í dag. Macca var alveg svolítið ryðgaður.

Umræðan eftir leik

Sigurvegari góðgerðarskjaldarins hefur aðeins einu sinni unnið deildina í lok leiktíðar, svo við lítum bara á þetta sem góðs viti.

Hvað er framundan?

Opnunarleikur deildarinnar er næsta föstudagskvöld á Anfield gegn Bournemouth. Það kemur jú sér upphitun fyrir þann leik frá Ívari í vikunni, en Slot þarf að taka nokkrar ákvarðanir fyrir þann leik, eins og t.d. hvort Robbo byrji eða Kerkez. Grav verður ekki í hóp enda í banni eftir rauða spjaldið sem hann fékk í lokaleiknum í vor, eins gott að Macca verði kominn í betra form. Kannski verða komnir inn fleiri nýjir leikmenn…? Hugsanlega verða líka einhverjir farnir. Eins og gengur.

Nóg um það, fögnum því að veislan er hafin!

48 comments

  1. Vona að Slot rífi nýtt rassgat á marga sem spiluðu þennan leik. Arfaslakt og eins gott að menn haldi einbeitingu meira en bara fyrstu 20 min.

    Helvítis fokking fokk!!!

    8
  2. Alveg hrottalegur seinni hálfleikur en leiðin er bara upp á við. Salah var herra Ósýnilegur í þessum leik og tvö víti í röð í súginn.

    8
  3. Frekar lélegur leikur hjá okkur.

    1. Við vinnum ekki deildina nema við bætum varnarleikinn.
    2. Við þurfum að halda áfram keyrslu og klára leiki. Féllum niður í algera lognmollu á löngum köflum.
    3. Nýju mennirnir eru ferskir.
    4. Fannst Gakpo ekki góður í leiknum (en fannst samt brotið á honum þegar Palace skora seinna. markið). Hefði viljað sjá Rio koma inn. Án vafa hefði Diaz komið inn ef enn í hópnum.
    5. Szobo var alltof kærulaus með boltann oft þegar hann var aftarlega.
    6. Salah og Virgil báðir frekar slakir. Vona veit það ekki á neitt til lengri tíma

    Held að Arsenal hafi forskot á okkur til að byrja með í deildinni. Breiðari hóp sem er betur samstilltur og betri vörn, þó að við höfum sennilega betri einstaklinga í fleiri stöðum en þeir.

    – YNWA

    7
  4. Skita, varnarleikurinn enn og aftur.
    Verður erfiður vetur ef þessi hörmung heldur svona áfram.

    9
  5. Isak hvað?!

    Kristal tært í mínum huga eftir að hafa horft á Liverpool vörnina í þessum leik að miðvörður sem fer beint í byrjunarliðið er forgangsatriði…. segi og skrifa!

    Sterkari lið en CP eiga eftir að éta okkur upp boxið ef liðið ætlar að bjóða upp á þennan varnarleik í vetur!

    YNWA

    9
  6. Í leiknum sjálfum var munurinn á liðunum markverðirnir.
    Í vító var munurinn markverðirnir… bara alveg víxlað.

    5
  7. Góð skýrsla. Upphafinn æfingaleikur. Það er einmitt málið. Það er viðbúið að lið með svona mikla nýliðun þurfi að stilla saman strengina.

    Græt þessi úrslit ekki. Vissi fyrirfram að CP yrði þyrstara. Svona titill er lítils virði miðað við allt brassið sem er uppi í hillum á Anfield.

    4
  8. Góð breidd vinnur deildina, í dag er vantar 2-3 leikmenn upp á að Liverpool sé líklegt til að halda út veturinn á toppi deildar, ásamt því að fara langt í öllum keppnum. Í fyrra var lán í óláni að liði tapaði í FA bikarnum. Í þessum leik hefði munað um að geta sett Jota (blessuð sé minning hans) og Nunez inná þegar við þurfum meiri sóknarkraft.

    Fyrir ári síðan vorum nokkrir sparkspekingar að spá Liverpool góðum árangri í deildinni vegna þess að við höfðum 5 frábæra sóknarmenn/kantmenn í hópnum. Síðan þá er búið að selja Diaz næst besta sóknarmann liðsins (heimsklassaleikmann) og Nunez sem gaf allt fyrir málstaðinn. Síðan kvaddi Jota (blessuð sé minning hans), leikmaður sem réði úrslitum í mjög mörgum leikjum eftir að hafa komið inná, gæða leikmaður sem skoraði mörk nánast í hverjum leik.

    Í dag er Liverpool með 3 góða leikmenn fremst Salah, Gapko og Ekiteke (sem er að aðlagast liðinu), á bekknum eru Chiesa sem var oft ekki í hóp á síðasta tímabili og er til sölu, Doek sem var á láni í 1 deild á síðast tímabili og er ekki nógu góður fyrir lið sem vill vinna deild og meistaradeild, og síðan 16 ára strákur sem á eftir að verða frábær en er ekki í dag með sömu gæði í Diaz og Gapko. Það sjá allir að þarna er nauðsynlegt að auka breiddina.

    Svo hrópar það á okkur hve mikið liðinu vantar varnarmann þ.e. miðvörð. Kostur nr. 3 hann Gomes nær ekki að spila 40% leikja vegna meiðsla, á síðasta tímabili var hann meiddur í 137 daga á þeim tíma voru 28 leikir án hans. Galið að fara inn í tímabil með hann sem miðvörð nr. 3, algjörlega galið.

    Með þessa breidd er Liverpool að missa City, Arsenal og Chelskí fram úr sér í vetur. Það verður nóg að gera hjá Hughes fram að 1. september næst komandi.

    12
    1. Sammála.

      Það má líka bæta við að fyrir nákvæmlega ári síðan var hrópað eftir kaupum á djúpum miðjumanni. Svo duttum við í lukkupottinn með Gravenberg sem nánast missti ekki úr leik á síðasta tímabili.

      Nú vantaði okkur sárlega djúpan miðjumann í dag og Jones er langt frá því að geta leyst þessa stöðu. Það að Endo byrjaði sýnir nú líka finnst mér stöðu hans í liðinu.

      4
  9. Til að byrja með svo það sé á hreinu voru þetta ömurleg úrslit.
    þetta var svona leikur sem hefði getað startað þessu fyrir okkur!
    bara gaman og allir að fagna og gátum sýnt að við værum klárir!

    Svo er það hitt að við spilum þennan leik og opnum svo mótið á föstudaginn
    þótt það sé ekki afsökun en mögulega er Slot með hugan við það líka.
    það er leikur sem má ekki tapast.

    En þarna kom í ljós að við erum ekki klárir.
    það komu spilakaflar sem var unun á að horfa bara stórkostlegur fótbolti og greinilega eru
    komnir tektískir gæjar inn.

    En varnarlega og baráttulega vorum við undir.
    Ég saknaði Diaz í þessum leik, gæi sem tekur til sín og getur opnað leiki.

    En

    frá árinu 2010 þá hefur það 2ar gerst að liðið sem vinnur þenan bikar
    verður PL meistari Manutd 2010 og Mancity 2018

    Mancity vann þennan bikar í fyrra og endaði á að vinna ekki Prem
    svo við getum bókað það núna nær örugglega að Crystal Palace er ekki að fara vinna prem í ár!

    við höldum áfram ! það eru stærri fiskar eftir.

    7
  10. Hræðileg úrslit. Þurfum klárlega að skipta um miðverði. Wirtz ljóstýra í myrkrinu í dag.

    5
  11. „En þegar klukkan var nýslegin 20 mínútur hljóp Frimpong fram hjá varnarmanni og gaf fyrirgjöf fyrir þar sem Diogo Jota kom aðvífandi og skallaði í netið. Eða þannig kýs maður a.m.k. að líta á þetta.”

    Kudos á þetta, Daníel.

    Fallega mælt.

    19
    1. Skv BBC var markið skorað þegar 20 mín og 20 sek voru liðnar.
      Ég fæ gæsahúð bara við að skrifa þetta!

      13
    2. ..fyrir okkur sem sáum ekki leikinn – hvað raunverulega gerðist sem kallar á þessa lýsingu?

      1. Frimpong hljóp inn í teiginn hægra megin fram hjá varnarmanni, og ætlaði örugglega að gefa boltann fyrir, en hann sveif yfir Henderson og í hornið fjær. Það hvort Jota hafi haft hönd í bagga verður hver og einn að meta.

        5
  12. Það er ekkert svartnætti hjá mér. Nýju strákarnir voru æðislegir. Nú þarf bara að kaupa í vörnina.

    OG svo onwards and upwards!

    14
  13. Ég var í rökræðum við einhvern hérna um daginn varðandi mikilvægi Diaz. Vinnusemi hans og drifkraftur verður sárt saknað. Jájá, fínn business og allt það en sala á honum mun kosta okkur. Var hræddur um það fyrir tveim vikum en leikurinn í dag staðfesti það. Nú er lfc með net spend rúmlega 100m.p. Fyrir þremur vikum var talað um að klúbburinn gæti eytt 500 og ætti að vera innan ramma psr. Ætla rétt að vona að von sé á a.m.k. tveimur fram á við ef Elliott fer líka auk miðvarðar sem er priority núna.

    Salah fær 5 leiki til að sannfæra mann um að hann sé ekki búinn. Annars bara selja til saudi á næsta ári og fá einhvern inn strax í jan. Einnig hefði Diaz getað spilað hægri kant. Efast um að hann sé eitthvað síðri þar en Salah sem er búinn að vera týndur síðan í feb.

    11
  14. Sælir félagar

    Þetta voru vond úrslit og því fær ekkert breytt. Liðið spilaði ágætlega á köflum í fyrri og var sirka klassa betra meiri hluta hálfleiksins. Svo sprakk blaðran í seinni, liðið hægt og fyrirsjáanlegt hugmyndasnautt og litil ógnun. Endo er ekki nálægt því að vera af þeim gæðum sem liðið þarf og Jones og Elliot á mörkunum. Macca kolryðgaður og skiptingar gafu liðinu ekkert púst. Frammistaða Sala er rannsóknarefni og ef hann spilar fleiri svona leiki dettur hann einfaldlega á bekkinn. Þar með vantar alvöru hægri vængmann, framehrja vantar(A, Isak?) og amk. 2 heimsklassa miðverði. Slot talar um að laga varnarleikinn. Hann lagast ekki nema breiddin sé aukin. Staðan er einfaldlega sú að breiddin í liðinu er ekki næg.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  15. Ég verð bara að segja því miður
    Ég er í sjokki hvað liðið var lélegt
    Ég sá reyndar ekki fyrstu 20 mín en allavega frá því að ég kveikti á tækinu
    O my god
    Get nú ekki sagt að ég sé spenntur fyrir næsta leik því lík skíta

    3
  16. Virðist því miður vera svipað og í síðustu leikjunum í lok síðasta tímabils, þ.e. vörnin mjög ótraustvekjandi. Ég trúi bara ekki að það verði ekki keyptur miðvörður. Það verður mikið basl framundan ef menn berjast ekki betur. Mikið kæruleysi aftarlega á miðjunni.
    Annars var það Frimpong sem gleymdi að halda línunni sýndist mér og gerði Sarr réttstæðan.

    2
  17. Það er klárt að vörnina þarf að laga og ég hef ekki áhyggjur af því undir stjórn Arne. Deildin er að hefjast og þessi leikur mun ekki skipta neinu bíbans máli þegar hún hefst. Ég væri til í að tapa alltaf þessum leik á hverju ári ef deild, bikar og CL eru í lagi… Við erum meistarar og erum í smá breytingarfasa. Óþarfi að fara í panikk.

    4
    1. Ég væri líka til í að tapa þessum leik á hverju ári, það þýddi að við myndum líklega vinna málm á ca. hverju ári.

      2
  18. Ég ætla nú ekki að dæma þetta breytta lið af einum góðgerðarleik sem fyrirfram skipti litlu máli (auðvitað vilja samt allir vinna þennan leik) – en vissulega finnst manni vanta meiri liðstyrk í miðvörðinn.

    4
  19. Sjokker hvað Liverpool voru lélegir í seinni hálfleik! Það hefur aldrei gengið að skipta út svona mörgum í first 11. Gakpo var afleitur og það er ekki gott að hann hafi í raun engan nema 16 ára krakka til að halda sig við efnið. Getur Slot ekki undirbúið lið fyrir vító? Þetta var ömurlegur leikur hjá Liverpool og eins og þetta pre-season hefur verið að þá fullyrði ég hér og nú að við munum ekki verja titilinn. Ég verð sáttur við topp 4

    2
  20. Afhverju lýst mèr illa a timabilid? H?fum misst 3 leilmenn sem skorudu og l?gdu upp i gott sem 50% leikja. Fengid 2 inn ur bundesligunni þar sem menn hafa alls ekki verid ad skìna i epl. Vantar klarlega hafsent og þad strax. Isak er must lika. Lýst ekki nogu vel a salah og van dijk, vonandi voru þeir ekki ad spila uppa nyjan samning.

    2
  21. Fyrir 10 dögum síðan var ég þvílíkt brattur en eftir að Darwin fór og svo leikurinn í gær þar sem breiddin var ekki uppá marga fiska enda Diaz,Nunez,Jota, Quansah farnir er ég að verða áhyggjufullur.

    Isak kemur ekki skv nýjustu fréttum og lítið að gerast varðandi hafsent.

    Eins og þessi gluggi byrjaði vel.

    1
  22. Verðum að kaupa markaskorara, isak helst, getum ekki stólað á salah, sama er með vörnina þarf að fá sterka menn inn þar.

    Auðvitað er það viss brandari að vinna ekki þennan leik en þetta sýndi okkur að gakpo er tilgángslaus getur ekkert og salah er bara kominn á tíma og ekki hægt að treysta á hann í stórum leikjum.

    Isak er x factorinn sem þarf i þetta lið

    2
  23. Jæja Ornstein að segja frá því að Isak sé búinn að koma því til skila
    að hann ætli ekki að spila með Newcastle aftur og sé tilbúin að vera áhorfandi í vetur.

    Ég trúi ekki öðru en að þessa mál endi bara á einn veg þótt Newcastle hafi tekist að tefja það.
    en þá er talað um að eigendur félagsins séu svo ríkir og þurfa ekki þessa peninga.
    málið er að þeir þurfa þessa peninga samkvæmt PSR reglunum.
    þeir eru búnir að eyða sumrinu í þessa steypu og rústa fyrir sjálfum sér og mögulega aðeins tafið fyrir okkur að fullmóta leikmannahópin.

    E.Howie hefur gegið í skin að hann stjórni þessu ekki en hans skoðun er að hann geti ekki notað mann í liðinu sem hefur hagað sér svona. Meira segja A.Shearer skilur leiinn og vill hann burt strax.
    stolt Saudana virðist vera undir þarna. eða ég veit ekki hvernig maður útskýrir þetta.

    En vonandi fer þetta mál að klárast núna eftir þessa nýju vendingu í málinu.

    3
  24. Auðvitað er grautfúlt fyrir þá að Isak vilji fara frá þeim og skiljanlegt að þeir séu mökkfúlir yfir stöðunni, við þekkjum þetta vel sjálf sem stuðningsfólk Liverpool og í öllum tilvikum hafa þeir leikmenn farið frá okkur enda geturðu ekki haft svona leikmann áfram í liðinu.
    Liverpool eru að bjóða met verð í hann og ég trúi ekki öðru en að þeir muni samþykkja ef að Liverpool henda inn öðru tilboði.

    Isak og Guehi inn og þá má deildin byrja.

    3
  25. Svo er auðvitað fyndið að Arsenal menn eru að skjóta á hegðun hjá Isak þegar að Gyokeres var að gera það nákvæmlega sama hjá Sporting.
    Og meira að segja Wissa hjá Brentford er að gera þetta sama svo að hann komist til Newcastle en samt skjóta þeir á Isak fyrir að gera þetta 🙂

    Þetta player power er alveg þreytt en það má ekki gleyma því að þetta er bara þeirra eina leið til að þvinga eigendur til að selja sig og fá sín draumamove

    4
    1. Akkúrat.
      Og ef menn horfa á PSR
      þá geta lið sagt við leikmann þú kostar t.d. 80m
      Og þú vilt koma. þú kostar of mikið nema að við gerum við þig 5 ára samning og dreifum þannig greiðslunum. svo eftir 2 ár vill þess leikmaður losna og eina leiðinn er þessi. að haga sér eins og enginn vill að menn hagi sér gegn sínu liði.

      Svo er núna verið að ræða um að breyta þessum reglum. á næsta tímabil og það mikið. að þú getir bara notað hagnað hvers árs. Ég veit ekki hvernig þetta endar.

      2
  26. Alveg rétt að menn séu grautfúlir skiljanlega.
    En skrifstofa þeirra hefur komið mjög ílla frá þessu og sumrinu öllu.
    E.Howie hefur algjörlega haldið félaginu á floti með góðum viðtölum.

    En ætla koma með meira sem er verið að ræða um og reyna róa stressið hjá fólki.

    það er núna verið að ræða um að félagið sé að skoða möguleikana á tveimur miðvörðum.
    og hefur Romano meira segja tekið undir það.
    þessir tveir eru ekki í samkeppni um að koma heldur telur félagið sig vilja þá báða.

    Þetta er Marc Guéhi sem við vitum af og stjórnarformaður CP nánast gefið það út að hann verði ekki áfram þar. Chelsea segjast líka ekki ætla hjóla í hann.

    Svo er það ungur Ítali frá Parma Giovanni Leoni.

    Það er vonandi að félaginu takist að klára allavega eitthvað af þessum kaupum.
    helst öll.

    En eins og ég segi þá hefði ég viljað sjá allavega 2 af þessum 3 kaupum gerast fyrr.
    en þetta er staðan og vonandi lokast þetta.

    2
  27. Segi aftur, sumargluggi sem byrjaði hrikalega vel og ætlaði að vera sá besti í manna minnum.

    Núna eftir leikinn á sunnudaginn nagar maður neglur og biður til guðs um allir á skrifstofunni passi uppá að faxvélin verði í sambandi um næstu mánaðarmót!

    YNWA

    1
  28. Takk fyrir skýrsluna og umræður. Greinilegt að tímabilið er komið í gang. Er ekki sammála þeim sem vilja draga úr mikilvægi þessa bikars (skjöldur). Vissulega kannski ekki sá stærsti en það sem hefði verið mikilvægt er að sigra úrslitaleik þar sem uppskera okkar góða liðs er ákaflega rýr á Liverpool mælikvarða síðustu 10 tímabil eða svo, 7 sigrar í 15 leikjum sem gerir innan við 50% sigurhlutfall. Fram að því var okkar lið einmitt þekkt fyrir góðan árangur í úrslitaleikjum.

    3
  29. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað það er mikil svartsýni hérna eftir einn leik sem tapaðist og liðið okkar spilaði ekki vel í seinni hálfleik og lítið við því að gera.
    Liverpool hefur verið að styrkja liðið vel að ég tel og eiga örugglega eftir að bæta við fleiri mönnum sem koma til með að auka breiddina og styrkja liðið frekar.
    Ég hefði skilið þetta svartsýnis raus ef það væru búnir nokkrir leikir af tímabilinu og við værum búnir að gera hressilega í brækurnar.
    Það eru ekki mörg lið sem ná að verja titilinn en við erum vissulega að reyna að bæta liðið til þess að reyna að gera atlögu að titlinum.
    Ég ætla allavega ekki að fara af taugum strax og nánast afskrifa okkar bestu menn (Salah og Van Dijk) eins og mér finnst sumir
    vera að gera hérna.
    Eftir fimmtíu ára þrautagöngu sem Liverpool maður þá er ég býsna kátur með allt í kringum Liverpool hvort sem það sé stjórinn, leikmennirnir, stjórnin eða eigendurnir sem björguðu Liverpool nánast frá gjaldþroti þegar þeir keyptu klúbbinn.
    YNWA

    16
  30. Ég hef núll áhyggjur af Salah, gaurinn er eins og vélmenni og ef hann verður ekki markahæstur hjá okkur í 8 árið í röð eða eitthvað álíka þá bara fyrirgef ég honum klárlega. Hann á samt nóg inni og ég segi það hér og skrifa að hann verður stoðsendingakóngur tímabilsins í deildinni.
    En ég hef samt smá áhyggjur af mínum manni Van Dijk, ég held að hann gæti orðið töluvert hægari á þessu tímabili enda orðinn 34 ára og spilaði gríðarlega mikið á seinsta tímabili.
    Ég vil fá Marc Guehi og Giovanni Leoni báða inn núna fyrir gluggalok enda er Gomez kallinn bara búinn á því og hefur ekkert að gera á þessu stigi fótboltans lengur því miður og Konate er bara ekki alveg 100% traustur varðandi meiðsli.

    3
    1. Virgill var nýstiginn upp úr veikindum, það var vonandi ástæðan fyrir formleysi hans.

      2
  31. Vonandi kemur Isak ekki. Mér leiðist gríðarlega svona hegðun. Megi hann bara endilega vera áhorfandi allt þetta tímabil.

    1. Já nei veistu hvað ?
      Þetta var gert við okkur oftar en einu sinni …Torres, Suarez , Coutinho og núna síðast Trent þannig sorry með mig en ég hef enga vorkunn með Newcastle.

      Isak er velkominn til Liverpool

      9
      1. Mér sýnist Stefán meira vera skjóta á þessi karakters einkenni.
        í öll þessi skipti þá komst félagið vel frá þessu. og þessir menn einfaldlega losaðir fyrir eins háa upphæð og hægt var. (TAA fyrir mér er það önnur saga)
        en allt hitt eiga svo sínar sögur…

        En varðandi Isak.
        þá er ekki mjög langt síðan að Melissa Reddy kom með þá sögu að fyrir síðasta tímabil þá hafi A.Isak og hans teymi tjáð Newcastle að það væri hans ósk að fá að yfirgefa Newcastle eftir þetta tímabil. Sú ósk var svo ítrekuð þegar tvær vikur voru eftir af tímabilinu.
        Það er ekki eins og þetta sé eitthvað að koma mönnum þarna hjá Newcastle á óvart.
        þeir eiga vera löngu búnir að leysa þetta áður allt fór í skrúfuna.

        Ég sá viðtal á BBC við Jay Bothroyd þegar hann var í Cardiff. og hann var búinn að standa sig vil og fór uppá skrifstofuna að ræða um samningin sinn um að hann vildi að hann yrði hækkaður því að hann væri kominn í lykilhlutverk.
        því var hafnað. og hann hélt áfram. og svo kom að því að hann er að verða samningslaus og þeir bjóða honum samning sem hann afþakkar og hann sagði að þetta virkaði bara ekki svona. hann hefði ekki verið verlaunaður í samræði við það sem hann skilaði.

        Þetta er það sem við erum nú að lenda í með Diaz. en við hleypum honum þá bara frá okkur fyrir pening.

        Isak mun hafa beðið um launahækkun sem hafi verið hafnað og er sport directorin sem það gerði farinn frá félaginu.
        nú eru þeir tilbúnir í að bjóða honum hvað sem er.

        Það er ekki hægt að segja að Isak hafi ekki verið heiðarlegur gagnvart Newcastle frá byrjun.

        Og fyrir okkur Poolara þá er Liverpool félagið sem hann er að berjast fyrir að komast í.
        og vona ég innilega að þessi skipti munu eiga sér stað sem allra fyrst. því við viljum svona menn!

        7
      2. Tek undir með Fannari.

        Af öllum alvörum fréttum að dæma var Isak löngu löngu búinn að segja Newcastle að hann vildi fara. Amk. ár síðan ef ekki meira. Honum var lofað nýjum og betri samningi á meðan Amanda Staveley var ennþá hjá félaginu en svo var hreinsað til, Amanda fór, og öll loforð við Isak svikin.

        Hann virkar ekki á mig eins og týpan sem fer í megafýlu og er að drepast úr stórstjörnustælum, eins og t.d. Garnacho o.fl., heldur miklu frekar að hann sé algjörlega kominn upp að vegg og búinn að fá nóg. Og þá grípa menn til örþrifaráða.

        3

Leave a Reply to Daníel Sigurgeirsson Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Palace á Wembley

Gullkastið – Næstu leikmannakaup í vinnslu