Gullkastið – Næstu leikmannakaup í vinnslu

Deildin byrjar á Anfield næsta föstudagskvöld

Fréttir um Marc Guéhi til Liverpool og Leoni frá Parma fóru á yfirsnúning á meðan upptöku stóð og í morgun komu fréttir af Isak sem er heldur betur að gera sitt til að fá sín félagsskipti til Liverpool í gegn. Rosalega spennandi dagar og vikur framundan á leikmannamarkaðnum, Liverpool þarf að fylla í nokkrar stöður áður en glugganum lokar það er ljóst.

Enska deildin fer af stað á föstudagskvöldið þegar ensku meistarnir fá Bournemouth í heimsókn á Anfield. Er okkar menn klárir í slaginn? Tap á Wembley í Góðgerðarskildinum skilur eftir töluvert af spurningum um liðið en gefur jafnframt tilefni til bjartsýni einnig.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

MP3: Þáttur 530

14 comments

  1. Liverpool búið að semja um kaup og kjör við bæði Alexander Isak og Mark Guéhi les maður og trúir. Alexander er raunverulega í sjálfskipaðri útlegð núna – Inn með þá báða !!

    14
      1. Svo virðist samt sem samkomulag við Palace náist í vikunni.

        Hins vegar er ekki hægt að treysta á nokkuð varðandi Sádana.

        Þetta Isak mál kemur illa við stoltið í Sádunum og hafa þeir nýlega sagt að Isak sé hreinlega ekki til sölu.

        Þó að Newcastle vanti vel fenginn gróða inn í reksturinn til að haldast réttu megin við PSR línuna þá held ég að áhugi Sádanna á verkefninu fari minnkandi og í stað þess að hugsa um velferð klúbbsins þá held ég að það kitli þá einnig að sýna vald sitt og láta ekki einhvern óánægðan leikmann særa stolt þeirra.

        Þó að liklegasta niðurstaðan verði að Isak komi til Liverpool á endanum þá hugsa ég að það gerist síðustu daga gluggans.

        3
  2. Ok, þið unnuð FA cup, við vorum meistarar. Þið faið að vinna samfelagsskjoldin og Gucci er okkar fyrir 35 mills, samþykkt. Þetta er niðurstaðan kæru felagar, einhver sma plus eða minus. Flottur þattur með ollum okkar allra bestu spekingum, sem vita meira en við flest hin, svona alment.

    YNWA

    5
  3. Alltaf gaman. Menn alltaf jarðbundnir á Kop.

    Ég var á sömu línu að ég bjóst ekki við að félagið tæki Marc Guéhi
    og annan ungan með ég skildi þá ekki afhverju Quansah væri þá að fara.
    mögulega eru allskonar skýringar á því.

    Svo kemur bara bomba að Giovanni Leoni sé að koma og þessi skipti eiga fara bæði í gegn.
    og þá fannst manni rökrétt að hann færi á lán.

    Enda þótt sumir virðast halda það en þá þarf liðið ekki Chelsea breiddina 7-8 menn í allar stöður.
    svo eru menn sem geta leyst af nokkrar.

    Nú er Romano að segja það að Giovanni Leoni verði ekki lánaður út.
    og þá er mjög eðlileg spurning afhverju?
    er Joe Gomez skipið alveg búið? eru þessi meiðsli sem hann fékk núna verri en menn héldu?
    ég Efast um að þetta tengist Konate eða að hann sé að fara núna það væri of klikkað.
    við vitum að Enda og mögulega Graenbench gætu fengið mínútur í CB í vetur í bikrarleikjum og öðrum svoleiðis. það þarf bara mínútur fyrir alla.

    Annars var ég mjög sáttur með umræðuna um þennan Palace leik.
    umræðan er farinn soldið út í það að tímabilið er farið út í vaskin hjá liðinu.
    og gott að þurfa það burt stax.
    Jújú fullmikið af breytingum á hópnum og allt það og möguela kostar það okkur eitthvað í vetur.
    en liðið er alltaf að fara verða mjög sterkt og berjast um þetta allt samant. en við vinnum ekki alltaf það er gott að vita það líka.

    og að lokum þá finnst mér ílla vegið af Steina að vera ekki skráður sem viðmælandi í þessum þætti.
    🙂

    7
  4. ——–Giorgi Mamardashvili——–
    Frimpong–Leoni–Guehi–Kerkez
    ———————–Wirtz—————-
    ————–Ekitike——Isak———–

    Ef að menn klára þessi kaup þá hlýtur þessi gluggi að fá 10/10
    Staðan er allavega þannig að Liverpool er á eftir bæði Guehi og Leoni

    10
  5. Varðandi það hvort það sé hægt að spila Gravenberch í miðverði: ef leikurinn um góðgerðarskjöldinn kenndi okkur eitthvað þá er það hvað Grav er mikilvægur í sexunni. Og síðasta tímabil kenndi okkur að það að spila Grav í hverjum einasta leik verður bara til þess að hann brennur út. Hann þarf sínar pásur eins og aðrir, og þá vil ég ekki fórna þeim pásum í að spila honum í miðverði!

    Það er miklu frekar að miða við að spila Endo í miðverði, en þá skulum við líka spyrja okkur: er kannski bara best að spila Endo á miðjunni (sem er hans besta staða) og vera með sérhæfðan miðvörð til að spila miðvarðarstöðuna?

    Það er líka rétt að minna á að Konate á ENN eftir að skrifa undir nýjan samning, og já Gomez er meiðslahrúgan sem hann er.

    Semsagt: ég bara styð það 100% að klúbburinn kaupi bæði Guehi og Leoni.

    17
    1. Svo það sé líka sagt þá styð ég það 100% þetta er CB 1.94 cm með flottan líkamstyrk nú þegar.
      og er á ansi mörgum listum sem einn efnilegasti ungi miðvörðum í heimi.
      félagið á alltaf að vera vakandi fyrir svoleiðis.

      mitt take var afhverju er Jarell Quansah sem er jú helvíti efnilegur líka farinn? í þessari miðvarðarkrísu sem félagið er í.
      hann er líka home-grown. sem okkur vantar í hóp.
      En pottþétt skýringar á því hjá félaginu sem skipta ekki öllu máli núna.

      Hugmynd mín með Endo í miðverði og Gravenbech er sú að Slot hefur verið að nota þá þar.
      svo þegar okkar bestu menn á miðjunni eru að spila 90% leikjana þá ertu með C.Jones sem á 6 A landsleiki fyrir England og 1 mark sama hvaða skoðun menn hafa á honum og efnilegan Trey Nyoni líka þarna sem þurfa mínútur. Stefan Bajcetic er líka skráður í hóp en ég er ekki viss að hann verði þar.
      svo er Elliott þarna líka sem miðjumaður en mun framar sem slíkur.

      En allt eru þetta menn sem vilja mínútur. og slíkt hefur alltaf áhrif á andleguhliðar leikmanna.
      við sáum fyrir síðasta tímabil þá bara leysti Maresca þetta hjá Chelsea með því að cuta bara niður stór nöfn hjá félaginu sem fengu ekki einu sinni að æfa eða koma nálægt öðrum leikmönnum.

      Ég aftur á móti gæti alveg séð að þessi Ítali sé fenginn inn til þess að spara Gravenbench enda er hann einn af þeim sem fær 90% spilatíma á miðjunni.

      þetta er allavega limbó sem þarf að fara varlega með of mikill fjöldi leikmanna getur haft slæm áhrif.

      en gleymdi í fyrri pósti að hrósa þessari Wissa umræðu.
      það er sérstakt að sjá að menn keppast við að skjóta Isak niður og gleyma svo að þarna er maður sem er að fara í stöðuna hans að gera slíkt hið sama.
      Og svo má ekki gleyma að félögin sjálf eru líka í þessum leikjum
      hvað gerði Chelsea 8 ára samning með Jackson svo bara kaupa þeir nokkra menn í stöðuna hans og samtalið pottþétt þú ert í samkeppni en færð ekki margar mínutur = drullaðu þér annað (afsakið orðbragðið)
      Svo þessi heimur virkar bara svona. Samingar eru ekkert heilagir lengur.

      3
      1. Quansah var seldur með klásúlu um að við getum keypt hann aftur. Hann var kominn á þann aldur að hann varð að fara að spila á efsta level. Lán var bara ekki málið fyrir hann og ekki bekkurinn hjá okkur því að Slot treysti honum ekki alveg.

        Leoni er yngri og sniðugt að hafa hann hjá okkur í vetur og sjá hvernig hann virkar. Virðist aggressívari en Quansah ef dæma má af youtube klippum. Það er líka ágætt varðandi samningatækni.

        Hvort sem meiðsli Gomez eru verri en talið var, þá hefur hann alltaf verið mjög lengi að koma til baka úr (sínum mörgu) meiðslum. Veit ekki á gott að hann hefur ekki fengið undirbúningstímabil. Engan veginn tilbúinn í 90 mínútur í margar vikur væntanlega.

        Held að vandinn með Leoni sé ekki hvort við viljum hann, heldur að við erum líklega ekki rétta liðið fyrir hann. Auðvitað rosalegt að læra af Virgil og Konate (og Guehi…) en afar sjaldgæft að miðverðir séu tilbúnir 18-19 ára, og hann þarf svona 50-100 leiki í toppbolta til að þroskast í að verða (t.d.) landsliðsmaður hjá Ítalíu, eða bara besta útgáfan af honum sjálfum. Eins og staðan er núna myndi það taka hann miklu lengri tíma hjá okkur en hjá flestum öðrum liðum. Væri gott fyrir FSG að eiga Getafe núna — kannski er það pælingin?

        1
      2. Vill nú frekar að Leoni æfi með aðalliðinu og komist inn í málin í staðinn fyrir að vera sendur strax einhvert í lán. 18 að verða 19 195cm miðvörður með 30 senior leiki. Ætti alveg að geta tekið c.cup og kannski koma inná í easy CL leikjum fram að áramótum a.m.k.., ásamt því að vera undir handleiðslu Slot og co.

        3
  6. Giovanni Lioni er víst nánast klárt, talað um að þetta gæti klárast á næstu 24 tímum.
    Spennandi leikmaður þó að flestir ítalir hafi nú ekki gert mikið í Liverool treyjunni.
    En hann ætti alveg að geta fengið fullt af leikjum í vetur hjá okkur.

    3
  7. Þá er það gott sem staðfest með Leoni

    BREAKING: Giovanni Leoni to Liverpool, here we go! Deal agreed with Parma for Italian 18yo centre back.

    No loan, never discussed… Leoni joins #LFC now as part of Arne Slot plans.

    Fee around €35m with sell-on clause.

    No convincing ever needed as Leoni wanted Liverpool.

    6

Leave a Reply to Red Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Crystal Palace 2 – 2 Liverpool (3-2 í vítaspyrnukeppni)

Spá kop.is – fyrri hluti