Giovanni Leoni kominn (Staðfest!)

Rétt í þessu var verið að staðfesta kaup á Giovanni Leoni frá Parma, leikmanni númer guðmávitahvað núna í sumar. Er Liverpool langt komið með að kaupa titilinn núna í vor? Segi svona. En á móti er líka búið að selja allnokkra, og talað um að Ben Doak verði sá næsti og fari líklega til Bournemouth fyrir litlar 25m punda. Doak verður a.m.k. ekki í hóp í kvöld.

Leoni verður í skyrtu nr. 15, svo já þetta eru kaup fyrir aðalliðið. Engum blöðum um það að fletta.

Velkominn Gio!

5 comments

Leave a Reply to Hjalti Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Spá kop-penna – síðari hluti

Liðið gegn Bournmouth