Opinn þráður – Shankly

Jæja. Slúðurdramað búið þetta árið og framundan er landsleikjahelgi, en áður en við horfum til framtíðar er við hæfi að líta um öxl og óska manninum sem gerði Liverpool FC að stórveldi til hamingju með daginn. Bill Shankly hefði orðið 98 ára gamall í dag.

Endilega rifjið upp feril þessa mikla meistara á LFC History í tilefni dagsins.

Annars er orðið laust. Ræðið það sem ykkur sýnist, þetta er opinn þráður. 🙂

73 Comments

  1. Ég er ekki viss um að hann noti Coates í byrjunarliði gegn Stoke. Enskur bolti er yfirleitt smá kúltúrsjokk fyrir erlenda leikmenn, hvað þá Stoke og boltinn sem þeir spila. En ég gæti alveg ímyndað mér að Dalglish stilli upp þremur miðvörðum í 3-5-2, taki Skrtel inn í byrjunarliðið við hlið Carra og Agger og hafi Coates á bekknum.

    Til dæmis:

    Reina
    Carra Skrtel Agger
    Kelly – – – – – – – – – Enrique
    Henderson Lucas Adam
    Suarez Carroll.

    Bara af því að þetta er Stoke er ég mjög efins um að Coates verði látinn byrja, en eftir það sé ég hann fyrir mér gera fullt tilkall til byrjunarliðssætis og fá sénsa. Kannski Brighton-bikarleikurinn verði fyrsti leikur hans í byrjunarliði, væri hentugt.

  2. Mér skilst að hann byrji að æfa eftir helgina og verði í fyrsta lagi tilbúinn í leikinn gegn Tottenham eftir hálfan mánuð. Í fyrsta lagi.

  3. Hm, 3-5-2 gegn Stoke. Mér líst vel á það. Þétta vörnina með sterkum skallamönnum en spila boltanum síðan í lappirnar á Suarez og Bellamy frammi. Carroll má sitja á bekknum í þetta skiptið.

  4.  
    Nú eru taugarnar aðeins farnar að róast vegna brottfarar Meireles og það var tvennt sem m.a. hjálpaði til:
    1. Hvað Meireles var ótrúlega lélegur þegar hann kom inná á móti Sunderland. 
    2. Við eigum ennþá eitt stykki Argentínumann sem spilaði afar vel fyrir okkur eftir að King Kenny kom, nefnilega Maximiliano Rubén Rodríguez.   Hvað tekur hann margar þrennur í vetur? 🙂

  5. “There are two great teams on Merseyside, Liverpool and Liverpool Reserves!” Nokkurn veginn svona hljóma ein af fjölmörgum stórkostlegum ummælum meistara Shankly. Blessuð sé minning hans!

  6. Ég er ekki viss um að menn geri sér almennt grein fyrir því að ef ekki hefði verið fyrir Bill Shankly og síðar Bob Paisley þá væru líklega fáir af okkur aðdáendur þessa félags. Ódauðlegur í sögu félagsins og blessuð sé minning hans.

    Varðandi Stoke, Meireles og almennar niðurstöður leikmannagluggans þá máttum við kannski alveg við því að missa Meireles. En hann er hins vegar toppleikmaður næstu 2-3 árin hið minnsta. Við höfum fyllt upp í vandræðastöðu hjá Chelsea og gerir þá sterkari í samkeppninni við okkur. Líklega var þetta þó það besta í stöðunni. Hef grun um að Comolli og félagar hafi knúð Meireles til að leggja inn félagsskiptabeiðni þegar þetta hefur farið í gang og tjáð honum að eina leiðin til þess að fara væri svoleiðis. Með því afsalar hann sér að ég held 15% af kaupverðinu (Gæti reyndar verið 5%, þið sem vitið þetta leiðréttið) og því kemur meira í vasa Liverpool. 

    Almennt um leikmannagluggann þá hefur verið komið inn á það hérna í fyrri þráðum að helstu keppinautar okkar um 4. sætið, Arsenal og Tottenham hafa ekki náð að styrkja sig að ráði í þessum glugga. Tottenham fékk jú Adebayor en við ættum að verða fyrir ofan þessi tvö miðað við mannskap, stjóra, mómentum og móral í kringum liðin í dag.

    Stoke-leikurinn verður fróðlegur og ef ég man rétt þá stillti Dalglish upp þremur haffsentum á Anfield í vor í 2-0 sigri. Það gæti alveg fúnkerað. Svo er Dalglish líka alveg eins líklegur til að henda Coates inn til að koma Pulis á óvart.

    En það er Ísland í kvöld, verður maður ekki að vona hið besta…

     

  7. Góð pæling hjá Kristjáni Atla með 3-5-2 uppstillinguna. Spurning hvernig heilsan er á Kelly eftir meiðslin gegn Bolton. Væri hægt að hafa Kuyt inn með sína vöðva og vinnslu, hugsanlega færa á Henderson í vængbakvörðinn eða álíka. Eða hvenær kemur Johnson úr meiðslum? Svo mun liðsvalið ráðast mikið á hversu orkumiklir menn koma frá sínum landsliðum. Coates byrjar varla nema upp komi einhver meiðsli hjá hinum (7,9,13).

    En mikið ósköp eru þessar landsleikjapásur leiðinlegar og pirrandi dæmi. Lið komin á gott skrið og mótið nýbyrjað að þá bara allt stoppað. Leikmenn að ferðast um allar trissur og meiðast o.s.frv. Mjög óumhverfisvænt og vitlaust 🙂

    Væri nær að hafa bara hálfu eða heilu riðlakeppnirnar allar í einni strikklotu að vori eða hausti. Taka bara 3-4 vikur í þetta og klára 5-6 leiki í einu. Betra en stöðug stopp fyrir 1-2 leiki margsinnis á vetri. Landsliðin myndu ná mun meiri spilaryþma og ekki alltaf næstum á byrjunarreit fyrir hvern leik. Þannig væri líka hægt að fækka tilgangslausum vináttuleikjum því þörfin á að spila sig saman reglulega myndi minnka. Bara hugmynd frá pirruðum púlara sem vill bara fá leikmennina sína heila á höldnu til Anfield.

    Smá upprifjun. Mörkin hans Bellamy frá fyrri hálfleik Liverpool-ferilsins:
    http://www.youtube.com/watch?v=QZENqSbihkE

  8. Gott að detta í þessar pælingar núna. Hræðilega leiðinlegt að fá þetta landsleikjahlé beint eftir félagsskiptagluggann. Djöfulsins gúrkutíð.

  9. Stórkostlegur þjálfari og karakter… ófá gullkorn sem hann skildi eftir sig.
    Hann er sá sem kemst hvað næst Sir Alex í sögunni.

  10. Veit ekki hvort maður er orðinn frekur ef maður biður um pistil um Bill Shankly?
     
    Hef aðeins lesið mig til um manninn og auðvita horft á DVD um Liverpool á þessum tíma.
     
    Þessi maður er snillingur og á alveg skilið pistil á kop.is 🙂

  11. 17# Steinn

    Finnst að það ætti frekar að vera öfugt.

    Ferguson mun aldrei ná að setja tærnar þar sem Shankly skildi eftir hælana!! 

  12. Nonni (#18) segir:

    Veit ekki hvort maður er orðinn frekur ef maður biður um pistil um Bill Shankly?

    Hef aðeins lesið mig til um manninn og auðvita horft á DVD um Liverpool á þessum tíma.

    Þessi maður er snillingur og á alveg skilið pistil á kop.is 🙂

    Kop.is er rúmlega sjö ára og við höfum aldrei skrifað pistla um Shankly, Paisley, Fagan & co., ekki einu sinni Dalglish fyrr en hann sneri aftur.

    Ástæðan er einföld: það hefur allt verið sagt sem hægt er að segja um þessa menn nú þegar. Við vitum varla hverju við gætum bætt við. Ég var ekki fæddur þegar Shankly lét af störfum sem stjóri Liverpool, man ekki eftir stjórnartíð neins þeirra (nema rétt í endann hjá Dalglish) og hef því enga persónulega reynslu af þessum tíma.

    Með öðrum orðum: ég er ekki þess verðugur að skrifa um Shankly. Get bara lotið höfði af virðingu fyrir mér eldri höfðingjum.

  13. Sæll Kristján Atli,
    Þakka svarið!
    Eftir að hafa gert mig háðann kop.is með ykkar pistlum, svörum og pælingum um Liverpool hef ég reynt að koma minni visku niður til sonar minns sem er 10 ára. Hann er nú farinn að lesa ykkar síðu en commentar ekki. Hann er mjög forvitinn um Liverpool og söguna og veistu ég held ég treysti ykkur betur en mér að fræða hann um þessa miklu meistara sem hafa verið hjá Liverpool.
    Þið eruð vel þess verðugir að skrifa um þá og eftir allt sem ég hef lesið frá ykkur í fortíðinni veit ég vel að ég mundi ekki vera fyrir vonbrigðum enda snilldar skrif á þessari síðu og þið eigið heiður skilið fyrir það.
     
    YNWA

  14. Ég ætlaði aldrei að vera með nein leiðindi. Þvert á móti.

    Shankly
    3 Englandsmeistaratitlar
    2 FA Bikarar

    Alex
    12 Englandsmeistaratitlar
    5 FA Bikarar
    2 Evróputitlar (CL)

    Tveir stórkostlegir þjálfarar.

  15. Ég er enn fúll yfir að Meireles hafi farið frá okkur og finnst rök þeirra sem segja að hann skipti ekki máli fyrir okkur veik. Klárlega veikir það liðið að hafa ekki svona mann, bara upp á breiddina. Gerrard er meiddur og hvað gerist ef Adam eða Lucas meiðast? Spearing og Shelvy eru þá til taks!!! Menn sem eru nokkrum klassa fyrir neðan Meireles!!!

  16. Steinn (#24) – það er ekki hægt að bera Shankly og Ferguson saman. Annar þeirra bjó til stórveldi, hinn hefur stýrt stórveldi til velgengni. Ef þú ætlar að bera Shankly saman við einhvern berðu hann saman við Matt Busby sem gerði United að stórveldi á sama hátt og Shankly gerði fyrir Liverpool.

    Hvað Ferguson varðar er enginn samanburður. Við gætum kannski borið saman ef Paisley eða Dalglish hefði stýrt Liverpool í 20+ ár en það er bara ekki raunin.

  17. Sælir,

    ég var klárlega ekki yfir mig hrifinn þegar Meireles var seldur þar sem mér hefur fundist hann gera fína hluti hjá okkur. Aftur á móti skil ég það að selja hann mjög vel! Það hefur verið farið vel og ýtarlega yfir ástæður þess að hann var seldur en alltaf koma raddir til baka með að okkur gæti vantað breidd eftir að hann fór.
    Við þessum rökum eins og t.d. hjá #25 Fói – við erum ekki í Evrópukeppni í ár og fyrir vikið er ekki jafn mikið álag á hópnum. Eflaust munu koma upp einhverjir leikir þar sem Spearing eða Shelvy koma inn í liðið en ég efast um að það verði fleiri en örfáir leikir á þessari leiktíð.

    Ég hlakka líka mjög til næstu glugga þar sem það er klárlega komið pláss í liðið fyrir fleiri leikmenn og mér finnst persónulega sú stefna sem hefur verið tekin mjög heillandi, hratt lið sem spilar skemmtilegan bolta!

    Ég segi persónulega að þessir 3 leikir sem eru búnir af tímabilinu eru þeir skemmtilegustu sem ég hef horft á í langan tíma 

  18. When I’ve got nothing better to do, I look down the league table to see how little Everton are getting along.
    Shankly
    Til hamingju með daginn höfðingi

  19. Steinn (#24) berum frekar Paisley og Ferguson saman.

    Paisley: 9ár
    Englandmeistarar 6 sinnum

    Bikarmeistarar  3 sinnum

    European Cup 3 sinnum

    Ferguson 25ár
    12 Englandsmeistaratitlar
    5 FA Bikarar
    2 Evróputitlar (CL)

    væri nær að bera Ferguson saman við Souness ;o)

    kv Dolli
     

  20. if your first your first if second your nothing.
    eitthvað sem Liverpool leikmenn ættu að hugsa um í hverjum leik
    Virðing fyir Bill Shankly
     

  21. Algjör meistari hann Shankly og gríðarlega vel mæltur. En varðandi Coates, þá hef ég enga trú á því að hann hoppi beint í liðið í deildinni. Hann mun í mesta lagi spila í Carling Cup. Ég efast um að hann kunni stakt orð í Ensku og, þannig að hann þarf að öllum líkindum ná smá tökum á”fótboltamálinu” inná vellinum. Annars er ég gríðarlega spenntur fyrir næsta leik sem verður mjög erfiður gegn hörðum Stoke mönnum.

  22. #31.

    Coates, að mér skilst, á enskan (eða skoskan?) föður, þannig að ég held að hann hljóti að geta eitthvað kraflað sig fram úr enskunni.

  23. Má til með að koma með 2 innskot sem Hr shankly sagði. Ef að Everton væri að spila í garðinum hjá mér þá myndi ég draga fyrir gluggann og það eru aðeins 2 góð lið í Liverpool borg, það eru Liverpool og Liverpool reserves. Bara svona í tilefni dagsins. YNWA

  24. Fyrir þá sem eru enn vonsviknir yfir sölu á Meireles þá skulu þið bera það saman við sölu Everton á Arteta til Arsenal. Arteta er leikmaður sem er búin að sanna gæði sín seinustu ár í Premier league hjá Everton en Meireles er leikmaður sem spilaði nokkra góða leik á seinasta tímabili. Comolli og King Kenny gera það gott að fá 12 milljónir punda fyrir Meireles á meðan Arsenal þurfti ekki nema að borgar 10 milljónir fyrir Arteta sem tók meira segja á sig launalækkun frá Everton til þess að komast til þeirra og þá að spila í meisdaradeildini.

    P.S
    Ég get ekki beðið eftir að fá að sjá Bellamy aftur. 

  25. Til að réttlæta söluna á Raul Meireiles: ef að leikmaður er ekki tilbúinn að fórna öllu fyrir Liverpool og þykist vera orðin stærri en klúbburinn þá hefur hann ekkert að gera í Liverpool.
    Ég held að Kenny hugsi þetta einhvern veginn svon.

  26. http://www.independent.co.uk/sport/football/news-and-comment/found-in-a-loft-fagans-secret-boot-room-diaries-2348284.html
     
    Skora á fólk að renna yfir þessa grein um dagbækur snillingsins þögula, Joe Fagan, sem náði þrennunni á fyrsta tímabili sem stjóri LFC, deild, League cup (sem var þá tekin alvarlega af öllum) og European cup.  Nú er verið að gefa út bók um þær bækur sem vert verður að lesa.
    Bill Shankly tók við slöku B-deildarliði með æfingasvæðið í rúst og sjálfsmyndina ónýta.  Hann reif klúbbinn upp úr slakri meðalmennsku og gerði að besta liði Englands, bjó til undirstöðurnar undir tíma Paisley, Fagan og Dalglish.  Nokkuð sem er að hefjast til virðingar á ný.
    Hann á að auki heiðurinn af tveimur lykilþáttum hjá félaginu sem við vildum ekki vera án í dag.
    Annars vegar breytti hann búningnum úr rautt-hvítt-rautt í alrauða búninginn okkar yndislega, því hann taldi hann vekja meiri ótta hjá andstæðingunum og svo var það hann sem lét setja upp ákveðið skilti sem stendur enn í landganginum á leið leikmanna út á völlinn og er staðfesting þess að verið sé að labba út á Anfield.
    Bill Shankly er einfaldlega faðir Liverpoolliðsins eins og við þekkjum það og verður ekki borinn saman við neinn annan en sig sjálfan, og hugsanlega Matt Busby eins og Kristján Atli bendir á.

  27. Hvernig er staðan á leikmönnum eftir landsleiki gærdagsins? Allir heilir? Agger var amk. ekki að spila…

  28. Suarez meiddist ekki, spilaði 90 min, lagði upp tvö mörk og uppfærði e-h voðalegan jákvæðan póst á FB síðunni sinni í gær.

  29. Varðandi söluna á Meireles held ég að það geti bara verið 3 ástæður fyrir henni.
    1. Vilji hans að fara og er það þá hans mál/missir
    2. Við að rétta budduna af
    3. kannski framhald af lið 2 að við séum að tryggja að það verði fjármagn til reiðu í janúar.  Mér finnst slæmt að missa hann en held það sé mikilvægara að geta tryggt pening til að versla í janúar ef það koma upp langvarandi meiðsli o.sv.frv.

    Hins vegar finnst mér ótrúlegt hvað menn eiga auðvelt með að grafa upp neikvæða hluti um manninn.  Hann var einn af okkar bestu leikmönnum í fyrra ef ekki sá besti og miðað við byrjun þessa tímabils til að mynda Arsenal leikinn sé ég ekki hvers vegna hann hefði ekki getað orðið það aftur nú í ár.  Við þurftum sennilega að selja hann og var það gert en mér finnst alger óþarfi að vera að gera lítið úr honum, en sennilega komumst við fljótt að því hversu mikill missirinn er,  einhversstaðar er komment um að nú muni Maxi stíga upp, það vona ég svo sannarlega að hann eða einhver annar geri, við eigum svo sem góða leikmenn inni sem vonandi fara að sýna það sem þeir geta, eins og Carrol

  30. Captain Fantastic í nýju viðtali við lfc.tv
     
    “At the moment it’s all good and I’m itching to get back. In fact it’s worse than itching, my stomach is turning.
    “It’s been a tough five months for me since I had the surgery. It’s been up and down emotionally and I’ve missed playing so much.
    “I’ve had a good rest, I’m fired up and I’m raring to go again. I know I’m going to come back fitter, stronger and hungrier than ever.”
     
    Gott að eiga þennan gaur inni 🙂

  31. Það verður frábært að fá Gerrard til baka og bara vona að við fáum eitt stk Steven Gerarrd til baka svona sirka eins og hann var fyrir nokkrum árum síðan, ef það næðist þá værum við í TOPPMÁLUM…. Ég sakna þess að sjá hann neglann í netið af 30 metrunum, hugsanlega hafa þessi nárameiðsl hjá honum valdið því að hann hefur ekki getað skotið af sama krafti og hann gerði alltaf en vonandi kemur þessi KÓNGUR til baka í fantaformi og verður meiðslafrír út leiktíðina.

    og já djöfull HATA ég landsleikjahlé, maður veit bara ekkert hvað maður á að gera af sér í þessum helvítis landsleikjahléum.  

  32. Langaði að vekja athygli á þessu: http://www.bluemoon-mcfc.co.uk/Images/redissue.gif
     
    Nokkrir heimskir United menn að reyna að stofna til illinda á milli City aðdáenda og Napoli aðdáenda. (Napoli og City saman í riðli í CL) Örugglega með það að markmiði að einhverjir verði stungnir þegar liðin mætast á ítalíu.
     

  33. “My groin is tested when I’m working and the physios collect data. My groin scores now are better than before I even started feeling my groin.”
     
    Við þökkum Gerrard fyrir opna umræðu um klofið á sér.

  34. smá þráðran en vititið hvar er best að fá miða á Liverpool leik á sem læ´gstu verði

    plís hjálp, er alveg heftur i þessu

  35. OOOOOOOOOOOOOHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH, ÉG HATA LANDSLEIKJAHLÉ SVO MIKIÐ!!!!

  36. Þráinn, reyndu að hafa hemil á þér og kvarta yfir landsleikjahléi á rólegri hátt. Ég var viss um að Suarez væri meiddur eða eitthvað í þá áttina þegar ég sá þetta í ummælastikunni hægramegin á síðunni 🙂 

  37. Shankly er maðurinn á bak bið velgengni Liverpool, hann er maðurinn sem bjó til The Liverpool way og hann er maðurinn sem við elskum og virðum fyrir það sem hann gerði fyrir Liverpool og enska knatspirnu… Blessuð sé minning hans.

    Menn eru að tala um Merilelses hér og að það hefði verið gott að hafa hann áfram, ég er alveg sammála því, en hvað sem því líður þá bað blessaður maðurinn um að vefrða seldur og það þíðir einfaldlega að hann vilji ekki vera í Liverpool… Þegar gluggin opnaði og farið var að velta því upp hverjir myndu koma og hverjir myndu fara, var talað um að Liverpool gæti ekki boðið Meistaradeidarsæti og því vildu menn síður koma þagað…. Við vitum öll hvað við fengum og það sem meira er þeir sem komu völdu Liverpool frekar en önnur lið, og þá komum við að kjarna málsins. Dalglis tók það skírt fram þegar hann var spurður út í þá leikmenn sem ekki kæmu til Liverpool…hann sagði einfaldlega, ef menn vilja ekki koma til Liverpool, vill Liverpool ekki fá þá, þeir sem klæðast Liverpool treyjunni gera það vegna þess að það er heiður fyrir þá að klæðast þessari treyju, og fyrir Liverpool þá er það heyður að láta slíka leikmenn hafa treyju félagsins… orð sem hittu í mark enda komi frá Kónginum…

    Merieles fór hálftíma fyrir lokun gluggans, vildi ekki vera í Liverpool… bless Merieles og gangi þér allt í hagin og vonandi verður þinn árangur betri heldur en hjá þeim sem síðast fór í þessa átt frá Liverpool… Ég er alveg á því að Merieles hafi átt góðan tíma hjá Liverpool, byrjaði að vísu ekki neitt sérstaklega… en vann á, og hann skorðai 5 mörk í að ég held 27 leikjum átti nokkrar góðar sendingar sem gáfu mörk og var nokkuð góður í lok tímabilsins, en nú er hann farin og gleymdur og við snúum okkur að því sem við höfum og gerum það sem gera þarf til að landa titlum á Andfild… Þeir leikmenn sem við höfum eru á því caliberi að við þurfum ekki að óttast neitt það eru bjartir tímar framundan (nokkuð sem hefur ekki verið lengi hjá okkur) og það sýnir sig best á byrjuninni hjá okkur á þessu tímabili…. hefðurm að vísu átt að vinna leikin við Sunderland (löglegt mark hjá Carroll) en það er nóg eftir og við erum í topnum já og talandi um toppinn þá er það nákvæmlega þar sem við verðum í lok tímabilsins… Ég hef það mikkla trú á Kónginum að ég held að hann eigi eftir að gera svo magnaða hluti og skrifa svo mikkla sögu í Enskan fótbolta að það verður tekið eftir langar leiðir…

    Það eina sem að maður er leiður yfir þessa daganna er að það skuli vera landsleikja hlé, ekkert rosa gaman að horfa á Íslenska landsliðirð…. Maður bíður bara spentur eftir 10. sept… þá tökum við Stoke og raskellum þá…. Hvort að nýi maðurinn (Coates) byrji inná er ég ekki svo viss um held að það verði ekki anað að neinu með hann… eg ég er líka alveg fullviss um að hann er alveg maðurinn til að höndla það að ganga beint inn í liðið… sagt er að drengurinn sá sé með svo mikið sjálftraust að það hálfa væri nóg, og það sem meira er að hann er ekki með hroka sem verður oft fylgi fiskur mikils sjálfstraust þ.e.a.s. þegar menn gera ekki greinamun á…. En allavega við erum með nógu sterkan hóp til að vinna deildina og ef það eru einhverjir sem halda að það sé ekki markmiðið hjá Liverpool, þá skulið þið hugsa þá hugsum upp aftur…. því það er akkúrat það sem er markmiðið hjá klúbbnum það er ekki þannig að við setum okkur það markmið að verða númer 4, stefnan ser sett á fyrsta sæti og ekkert annað… enda nákvæmlega það sem á að vera markmið Félags með metnað… Jæja þetta er svona farið að fjara undan pennanum hjá mér og maður er farinn að skrifa eitthvað svo að ég ætla að láta staðar numið hér…. vona bara að þið eigið öll góða helgi og svo bara bíðum bið spent eftir næsta leik…
    Áfa LIVERPOOL…YNWA…

  38. Ég er sammála Valla um að Kenny stefni á að vinna deildina,en því miður fyrir okkur þá verður það ekki í ár af þeirri einföldu ástæðu að við höfum ekki dómarana með okkur eins og t.d Chelsa og manu. Þetta er nú þegar búið að kosta okkur 2 töpuð stig og svo telst mér til að það sé alla vega þrisvar búið að sleppa augljósum vítum á Suarez og það líst mér bara ekkert á. Í staðinn fyrir að passa upp á að honum verði ekki slátrað sem verður raunin ef leikmenn sjá að þeir komast upp með að taka hann bara niður í teignum,þá eru dómarnir´í raun búnir að gefa út skotleyfi á þennann besta leikmann deildarinnar og ég er hræddur um að það eigi eftir að reynast okkar liði dýrt.

  39. Tommi #56, Nokkuð góður punktur, en þó held ég nú að það sé ekki neitt að halla meira á okkur en önnur lið svona heilt yfir, jú jú það getur komið leikur og leikur sem við erum ósáttir við dómarann, en er það ekki bara hjá öllum liðum. Held að það sé ekki gott að fara út á þessa braut, við látum bara verkin tala og verðum númer 1 í lok tímabils og hana nú….

    Áfram LIVERPOOL…YNWA… 

  40. Þar sem þetta er nú galopinn þráður þá langar mig að benda á smá ves á síðunni, en það er þetta mikla skroll til hægri.
    Afar leiðingjarnt á síma eða spjaldtölvum 😉

  41. Eigum við ekki séns á að vinna deildina útaf dómurunum ? Það er nú meira bullið sem menn láta út úr sér…!!

    Við vinnum ekki deildina því við erum ekki sterkasta / besta liðið í deildinni, einfalt. Allt annað er bara bull – liðið sem er stöðugasta og best vinnur yfir 38 leiki – allt annað jafnast út, meiðsli, bönn, dómar með og á móti.

    Taktu hausinn uppúr sandnum plx.

  42. Aðeins um Bill Shankley = Þessi maður gerði Liverpool að þessu stórveldi sem það er í dag. Menn tala um Daglish, Fagan og Bob en þetta er maðurinn sem kom þessu öllu af stað. Þetta er maðurinn sem byggði grunnin að Liverpool og hinir lærðu af hans stíll og héldu áfram hans hefðum.

    Annars er ég bjartsýn á gengi Liverpool á þessari leiktíð og spái ég okkur 4.sæti og sé ég að við erum á réttri leið með liðið. Ég hef smá reynslu í þessu og mann vel eftir 1990 liðinu sem vann deildina(og helvítis 0-2 tapinu á móti Arsenal sem ég hlustaði í útvarpinu hjá Ömmu og Afa og grét í lokinn 1989) og eru þetta mínar sterkustu minningar um Liverpool frá því að maður var lítill en núna eru bjartir tímar framundan en ég vill minna aðdáendur að góðir hlutir gerast hægt og fyrst að Jóhanna Sig fékk sviðsljósið(við skulum ekki tala um árangur þar eða ræða það meir) þá ætla ég samt að stela hennar setningu um að Okkar tími mun koma og það styttist í hann.

  43. Undirstrika sem ég sagði í færslu #25. Adam er nú orðinn meiddur og Meireles farinn. Hópurinn klárlega veikari. Aldrei hefði maður grunað eftir kaupinn á miðjumönnunum í sumar að nú strax væri orðinn skortur á þeim! Kenny verður bara að reima á sig skónna og skella sér á miðjuna í næsta leik 🙂

  44. Meireles er nú enn meiddur, lítið gagn í honum, hefði bara tekið tíma frá læknunum sem ættu að vera að huga að meiðslum Adam’s. 🙂

  45. Enskusletturnar hérna inni eru farnar að verða fullsvæsnar. 

    60: ´Og þú ert settur´. Hvað í helvítinu? 

  46. Leiðinlegt með Adam. Vonandi að hann sé ekki illa meiddur. Það er samt fullt af möguleikum í stöðunni gegn Stoke. Augljósast væri að Spearing kæmi inn fyrir Adam en Spearing-Lucas miðjan hefur ekki virkað neitt sérstaklega vel sóknarlega. Ég myndi giska á að Carroll kæmi þá inn í liðið, Henderson niður á miðjuna og Kuyt út hægra megin. Hann gæti líka allt eins verið wing-back ef Dalglish spilar svipað og síðast gegn Stoke. Reina – Skrtel-Carra-Agger/Kuyt-Lucas-Henderson-Enrique/Suarez-Downing/Carroll.

  47. “Nú væri gott að hafa Meireles” – afhverju ? Hann er enn meiddur ?

    Henderson fer þá inná miðjuna ef Adam er frá alla vikuna, Henderson er alla vikuna á Melwood eftir að vera gefið frá frá skyldum með U21 liðinu – þetta eru meiðsl á mjöð og eiga að vera frekar smávægileg m.v. það sem ég hef lesið, vona að hann verði orðin klár fyrir laugardaginn.

  48. Belive you me!

    Liðið verður ábyggilega sett upp 3-5-2…

    Reina – Carra, Skrtel, Agger – Kelly, Lucas, Henderson, Downing, Enrique – Suarez, Kuyt.

    Bekkur –  Doni, Coates, Flanagan, Maxi, Spearing, Carroll, Bellamy. 

    Jæja, svona verður þetta 😉
    En ég held að við þurfum ekkert að örvænta yfir því að Adam sé meiddur….við vitum allir að Spearing er öflugur sem og Shelvay en breiddin okkar er mjög góð. Henderson fer inná miðjuna, Kelly verður bakvörður/kanntamaður á móti Henderson sem verður innar á miðjunni rétt fyrir framan hann og Kuyt og Suarez verða að djöflast í miðvörðum Stoke!!!
    Þetta er solid case, alveg algerlega, KOMA SVO!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  49. SHANKLY QUOTES
    Some of Bill Shankly’s quotes about football and life in general have become as legendary as the Man himself. Here are a few ‘unsourced’ gems:
    “Of course I didn’t take my wife to see Rochdale as an anniversary present, it was her birthday. Would I have got married in the football season? Anyway, it was Rochdale reserves.”

    snillingur!
    http://www.shanklyssalou.com/shanklyquotes.html

Leikmannaglugginn lokaður

Landsliðsmenn