Stoke á morgun

Landsleikjahlé númer 2 á þessu tímabili er búið og núna ekki nema tæpur mánuður í það næsta. Jedúddamía hvað mig er farið að hlakka strax til. En alvaran hefst aftur á morgun, loksins fótbolti aftur á skjánum. Stoke menn verða heimsóttir og gamla góða Stoke er djók er löngu hætt að eiga við. Stoke er einfaldlega með hörku lið sem virðist vera komið til að vera í efstu deild á Englandi. Sitt sýnist nú hverjum um gæði fótboltans hjá þeim, reyndar flestir á svipaðri skoðun með það, en eitt verður þó ekki tekið af þeim. Boltinn sem þeir spila er árangursríkur.

Það er ekki hægt að segja að þeir hafi fengið fljúgandi start, gott jafntefli heima (0-0) í fyrsta leiknum gegn Chelsea, jafntefli á útivelli (1-1) gegn Norwich (jöfnuðu í uppbótartíma) og svo 0-1 sigur á WBA á útivelli (markið á 89 mínútu). En eins og þessar tölur sýna, þá eru þeir feikilega sterkir varnarlega, en virðast ekkert vera að gera neina frábæra hluti upp við mark andstæðinganna. Þeir hafa greinilega séð það sjálfir (ekki erfitt) og keyptu því tvo framherja á síðasta degi leikmannagluggans. Meðalhæðin í liðinu lækkaði ekkert svaðalega með þessum kaupum á Jerome og Crouch. Þar fyrir utan keyptu þeir einnig Wilson Palacios frá Spurs. Sem sagt þeir styrktu sig talsvert.

Ég veit ekki hvort Rory Delap verður klár í slaginn á morgun, en hann hefur verið meiddur og sagður tæpur fyrir leikinn. Hann er auðvitað algjör lykilmaður hjá þeim með sín löngu innköst á turnana þeirra í teignum. Svei mér þá, ég held að meðalhæðin á liðinu sé rétt rúmir 4 metrar, Pennant og Etherington draga hana talsvert niður. Ég verð að viðurkenna að ég hef akkúrat ekkert séð til Stoke liðsins á þessu tímabili, en miðað við það síðasta, þá byggja þeir á föstum leikatriðum og svo mjög fljótum könturum sem eru duglegir að koma með krossa fyrir markið.

Þarna myndi ég nefninlega segja að lykillinn að sigri á Stoke sé. Verði Delap ekki með, þá er það algjörlega nauðsynlegt að stoppa kantmennina þeirra. Það mun því mikið mæða á Jose Enrique og þeim sem verður í hægri bakverðinum hjá okkur. Það flotta við þetta er að ef Kuyt og Downing verða á köntunum okkar megin, þá eru þeir báðir mjög duglegir og koma oft í hjálparvörnina. Stoke hafa verið að nota miðverði í bakvörðunum og því myndi ég halda að við þyrftum svipaða nálgun og við vorum með gegn Bolton. Ekki reyna að vinna þá í loftinu, heldur með hraðanum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um leikkerfi gegn þessu Stoke liði. Síðast þegar við mættum þeim kom King Kenny öllum á óvart og stillti upp þremur miðvörðum og 2 wing backs. Þannig náði hann að loka á hættuna sem stóru mennirnir þeirra koma með inn í teiginn. Ég yrði ekkert hoppandi hissa á að sjá svipað leikkerfi á morgun. Ég myndi þá tippa á að þeir Carra, Skrtel og Agger myndu standa vaktina saman. Glen Johnson er kominn á fullt á æfingum á ný og gæti fengið sæti í byrjunarliðinu, og það væri alls ekki slæmt að henda honum beint inn, þar sem ég tel hann vera einmitt sterkastan í svona kerfi þar sem hann fær meira frjálsræði til að fara fram völlinn. En eins og ég sagði áður, þá verða menn að passa vel kantana hjá þeim.

Ég er mikið búinn að velta fyrir mér hvort Andy Carroll verði látinn byrja leikinn. Ég er á því að svo verði ekki, þ.e. að King Kenny muni frekar kjósa hraða leikmenn í liðið, en eiga svo Andy uppi í erminni ef breyta þarf um taktík. Á blaðamannafundinum í gær kom fram að enginn hafi komið úr landsleikjahléinu meiddur og því engin ný tíðindi varðandi það. Eins og áður kom fram þá er Glen Johnson orðinn heill heilsu, sömu sögu er að segja af Charlie Adam og svo er Stevie G hársbreitt frá því að snúa aftur. Ég spái því þó að hann muni ekki vera í hóp í þessum leik, en verði svo kominn aftur gegn Spurs. Engar fréttir eru aftur á móti af Martin Kelly, og kom það mér svolítið á óvart á þessum blaðamannafundi. Annað hvort er hann bara orðinn heill heilsu, eða þá að hann hafi hreinlega týnst.

Ég er hrottalega sammála Jan Mölby, sem tjáði sig í dag um Daniel Agger. Drengurinn virðist vera að komast í form líf síns og er það engin smá stykur fyrir liðið. Mikið agalega yrði það nú gaman ef hann næði heilu tímabili án þess að meiðast að ráði. Það er svo allt annað tempó í leiknum þegar hann tekur boltann úr vörninni heldur en þegar verið er að reyna kýlingar fram. En lykillinn að sigri á morgun er brjáluð barátta þegar við erum ekki með boltann, og svo hratt spil upp völlinn. Er ég einn um það að geta ekki beðið eftir að sjá Luis Suárez spila fótbolta? Ég hreinlega ELSKA það að horfa á þann dreng spila og mikið hrikalega vona ég að hann eigi eftir að salta þá Huth og félaga á morgun. Mín spá er svona

Byrjunarliðið:

Reina

Skrtel – Carra – Agger

Johnson – Lucas- Adam – Enrique
Henderson – Downing
Suárez

Á bekknum: Doni, Aurelio, Kelly (ef heill, annars Flanno), Spearing, Maxi, Kuyt, Carroll.

Ég var búinn að setja Kuyt inn í liðið, en svo fór ég að spá aðeins betur í þetta og komst að þeirri niðurstöðu að King Kenny muni væntanlega spila Henderson þarna hægra megin. Ástæðan er sú að hann ætti að vera ferskari eftir þetta landsleikjabull heldur en Dirk. En auðvitað gæti líka vel verið að við myndum leggja upp með einföldu 4-4-1-1 kerfi líka.

Ég ætla að vera alveg hroðalega bjartsýnn og giska á að við tökum nú loksins 3 stig á þessum velli. Eigum við ekki að segja að við vinnum þetta 1-2 með mörkum frá Suárez og Downing. Ég bara nenni ekki að vinna Stoke ekki. Málið látið.

56 Comments

  1. Þetta eru einmitt leikirnir sem liðið þarf að sigra ef við ætlum okkur einhverja hluti í vetur.  Þetta verður hörku leikur og Stoke sýnd veiði en ekki gefin.  Sammála 1-2 stöðunni en ég held að við eigum eftir að sjá Coates í hóp.

    Over and Out

  2. Það var mikið að skýrslan kom 🙂 þakka þér ssteinn
    0-2 Downing með assist og mark og Suarez með hitt

  3. Enginn Bellamy eða Coates í hóp?

    Nei, eftir mikla umhugsun þá ákvað ég að setja þá ekki í hóp, fyrst og fremst vegna þess hve stutt er síðan þeir komu.  En það gæti svo sem vel verið að Bellamy kæmi inn á bekkinn fyrir Maxi.  En mér finnst þetta sýna það og sanna að loksins erum við komnir með alvöru breidd í hópinn.

  4. Í þeim leikjum sem ég hef séð á þessu tímabili með Stoke þá hafa þeir verið mjög ósannfærandi. Voru reyndar ágætir á móti lélegu Chelsea en heppnir á móti Norwich og WBA. Vona að nýju kaupin þeirra breyti því ekki.

    Ég spái 3 miðvörðum, Coates kemur inná á 70. mín ef Liverpool verður 2 mörkum yfir. Bellamy kemur líka inná fyrir Carroll í seinni hálfleik og skorar eitt. 

  5. “Er ég einn um það að geta ekki beðið eftir að sjá Luis Suárez spila fótbolta?”

    Já.

    DJÓK!!!! 

  6. Væri gaman að sjá Suarez skora. Vera með 100% nýtingu vs. Stoke 😉 Ætti ekki að vera erfitt fyrir hann þar sem hann skoraði eftir rúmar 10 mín í fyrsta leiknum sinum með Liverpool, sem var einmitt á móti Stoke.

  7. Flott upphitun.
    Maður er kominn með bullandi trú á okkar mönnum og að mínu viti er ekkert lið í deildinni sem við eigum ekki að vinna.
    Stoke er það auðvitað ekki nokkur undantekning 🙂
     
    Stoke 0 – 2 Liverpool

  8. Loksins er komið að öðrum leik eftir langa og leiðinlega bið.
    Ég held að við hljótum að ná sigri í þessum leik enda er holningin á liðinu þannig að ég held að við getum bara ekki tapað stigum í þessum leik.
    Suarez og félagar eiga eftir að mæta brjálaðir til leik og Stoke eiga aldrei eftir að sjá til sólar.

  9. Ég get ekki beðið eftir þessum leik, allt of langt síðan að maður fékk að horfa á “Kenny and all the King’s men!”

  10. liðið lítur vel út nema hvað Coates verður á bekknum ásamt Bellamy.  Ég held að Carroll muni byrja leikinn, kenny mun sýna honum traustið sem Cappello rúði hann í vikunni !!

  11. Rosalega er ég sáttur með að sjá upphitun aftur á þessari frábæru síðu.
    Ég held að þetta leikkerfi muni virka ágætlega ef hann fer eftir því, persónulega mundi ég vilja sjá bara venjulegt 4-2-3-1 og hafa Dirk og Downing á köntunum eins og þú komst inn á Sstein, pressa þá hátt á vellinum og loka á sendingarnar út á kantinn, en hvað sem Kenny gerir þá treysti ég honum fullkomnlega fyrir því að ná 3 stigum úr þessum leik.
    Rosalega væri gaman að vera taplausir eftir 4 leiki og koma fullir sjálfstraust í leikin gegn Tottenham.
    Ætla að spá 2-0 öruggum sigri. Downing og Suarez með mörkin
    YNWA.

  12. Þurfum ekkert að breyta um leikkerfi fyrir Stoke og eigum núna kantmenn sem þeir þurfa að hafa áhyggjur af. Tippa á 4 manna varnarlínu, sérstaklega ef Kelly er með og eins með Lucas til að verja vörnina. Kelly er hávaxinn yrði líklega mikið inni í teig að hjálpa okkar miðvörðum í sóknarleik Stoke.
    Reina
    Kelly – Carra – Agger – Enrique
    Henderson – Lucas – Adam – Downing
    Kuyt
    Suarez

    Bellamy er síðan alltaf á bekknum í þessum leik ef hann fer ekki beint í liðið held ég.

    Kæfa þessi tröll á hraða frekar en að reyna út stóka Stoke eins og við reyndum í fyrri leiknum í fyrra.
    Spái 1-2 og það verði Downing og Kuyt sem skori.

  13. Þetta er eiginlega sá leikur tímabilsins sem hvað erfiðast er að rýna í uppstillingu. Ég held að Ssteinn komist ansi nálægt þessu nema hvað ég tek undir með bleiku górillunni að Carroll verði í liðinu. Nú er bara vandinn sá að það er orðið langt frá því sjálfsagt hvernig bæði byrjunarliðið lítur út og ekki síður hverjir komast á bekkinn. Af sem áður var. Ég tippa á Carroll inn fyrir Adam vegna meðslanna sem Adam lenti í og Henderson fer niður á miðjuna. Gæti þróast út í eitthvað afbrigði af 3-3-3-1, með Lucas, Johnson og Enrique í sömu línu og svo Downing, Henderson og Suarez í næstu línu og Carroll uppi á topp. Það sem mælir á móti Carroll í liðinu er að við munum vilja pressa hátt svo að stóru senterarnir þeirra fái boltann ekki á hausinn á hættusvæði og Carroll er ekki góður í því En þetta verður taktísk barátta, vonandi að Dalglish outwitti Pulis. Spái samt 1-1 jafntefli.

  14. Ég held að Kenny sé ekki líklegur til að fara breyta um taktík akkúrat á þessum tímapunkti, sérstaklega þar sem liðið spilaði glimrandi vel á móti Bolton. Held að hann haldi sig við 4-3-3 eða 4-2-3-1 eftir því hvernig er litið á það. Með mannskapinn sem verður inná er auðvelt að breyta í 4-4-1-1 eða 4-4-2. Þar sem G.J er í engu leikformi býst ég frekar við að sjá Kelly í hæ bak, auk þess er hann betri varnarmaður en G.J. Ég held líka að Carroll verði á bekknum og liðið verði eftirfarandi:
             Reina
    Kelly CarrAgger Enrique
            Lucas
       Henderson Adam
    Kuyt            Downing
            Suarez
    Er þetta ekki sama byrjunarlið á móti Bolton? Jú ég held það bara og það kæmi ekkert á óvart. Stoke liðið er orðið að hörku PL liði sem getur unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Þetta verður hörkuleikur og mikilvægt að loka á kantana þeirra og pressa á þá og ekki gefa þumlung eftir. Svona fyrirfram er það enginn heimsendir að ná jafntefli en auðvitað á LFC að vinna Stoke alla daga.

  15.  
    Líst vel á þessa uppstillingu nema held að Bellamy verði í hópnum, held að Stoke eigi ekki möguleika á móti okkur spái Stoke 0 Liverpool 5

  16. Mikið er svakalega spennandi að sjá hvað við getum verið með öflugan varamanna bekk.
    Kelly, Kuyt, Bellamy, Coates, Maxi og kannski Gerrard  🙂 og ef maður lítur á bekkinn í fyrra sem innihéldu kannski Kyrgiakos, N’Gog og Poulsen.
    Það eru góðir tímar framundan og liðið heldur siglingu áfram eftir góðann sigur á morgun.

  17. held að það sé betra að hafa Carroll því að þótt þeir hafa ekki innköstinn þá eru þeir með föst leikatriði og þá er betra að hafa Carroll í boxinu til að dekka stóru mennina í Stoke

  18. Liverpool á að stilla upp sínu venjulega kerfi sem hefur verið góður stígandi í – sókn er besta vörnin (a la Barca). Kæfa Stoke á possession og setja 2 mörk í fyrri.

  19. Get ekki beðið langar að fara sofa nuna og vakna kl 10 mínótur í 2 á morgun!!!!

  20. Er ég einn um það að vilja frekar sjá Kuyt í byrjunarliðinu á kostnað Henderson? Finns Henderson ekki alveg tilbúinn í leikinn með stóru strákunum. Held að hann sé framtíðarfjárfesting frekar en leikmaður sem á fast sætu í byrjunarliðinu..

  21. Það verður fróðlegt að sjá hvernig KÓNGURINN stillir liðinu upp á morgun, en eitt held é að sé alveg klárt mál, hvernig svo sem liðið verður, þá verður þetta erfiður leikur, Pullis er klókur að verjast og við verðum að eiga góðan dag til að ná í öll þrjú stigin sem í boði eru. Eins og einhver sagði hér að ofan það eru þessir leikir á móti þessum svo kölluðu smáliðum (ef hægt er að tala um smálið í þessari deild) sem verða að vinnast, deildin er það sterk að það getur verið erfitt ef menn misstíga sig í upphafi tímabils… Ef við náum að spila eins og við höfum verið að gera þá held ég að við eigum að taka þennan leik og hef fulla trú á því að við gerum það…. Ég hef trú á að Dalglish láti okkar menn pressa á þá og noti hraðan sem bír í liðinu…. Ætla bara að haf þetta stutt við vinnum 0 – 3 og Suarez með tvö og Downing með eitt…. (Þetta er síðati leikurinn sem ég sé með Liverpool aðdáendum mér við hlið í tæpa tvo mánuði, neiðist til að deila sjónvrpi með Man Utd aðdáendum fram í Nóvember…. Það sem ekki er hægt að leggja á fólk…. Vona bara að Man Utd fari að misstíga sig svo að maður geti ullað á þessa United aðdáendur….) Lifið heil….

    Áfram LIVERPOOL…YNWA…

  22. Fyrir mér er þessi leikur ótrúlega mikilvægur. 

    Dæmigert fyrir liðið undanfarin ár að gera jafnteli við Stoke á þessum tímapunkti.
    Ef liðið vinnur á morgun þá er þetta orðið alvöru lið. Lið sem getur þess vegna barist um toppsætið.
    Ef maður spáir í því, myndi Kenny einu sinni nenna að vera EKKI að berjast um toppsætið? Held ekki. 

  23. Nú er kominn tími á tap eða jafntefli og við förum allir í langt þunglyndi. 

  24. Carroll er alltaf að fara að byrja þennan leik!
    Ef ekki að nota hann einmitt á móti Stoke þar sem hann einn getur talist virkileg ógnun í hornspyrnum okkar og einnig gríðarlega mikilvægur til að dekka þegar við verjumst föstum leikatriðum…..  Svo er Kenny ekkert að fara að rústa hjá honum sjálfstraustinu í sömu viku og Capello drullaði yfir hann í fjölmiðlum.

  25. Get verið sammála uppstillingu en held að verði 2 framherjar= Carroll og Suares og ef Carroll er ekki að gera sig þá kemur Bellamy inná sem verrður á bekknum. Bellamy er gaur sem kann fótbolta og hann verður á bekknum. Við tökum þetta. Ekkert væl, tökum þetta með stæl.

  26. Gríðarlega spenntur fyrir leiknum á morgun en held að þetta gæti orðið pínu strembið. Stoke eru líkamlega sterkir en á móti kemur að þá er hraðinn hjá Liverpool mun meiri en áður. Hef trú á að við tökum þetta.

    Annars verð ég að nefna það að ég var gríðarlega ánægður með það hvernig Kenny stóð með Carroll út af ummælum Capallo. Ekki það að það er ansi erfitt að skilja stundum hvað kóngurinn er að segja:     http://www.youtube.com/watch?v=z9qaY86zxAs

  27. Ég spái 1-1. Liverpool mun vera sterkari aðilinn og vera meira með boltann, en mun bara skora eitt mark í leiknum vegna slæmrar nýtingar á færum. Það kemur svo í bakið á Liverpool og Stoke skorar eitt þegar fremur lítið er eftir af leiknum, og það verður rangstöðulykt af markinu… tja… nei, vonandi ekki 🙂  

  28. Er bjartsýnn fyrir leikinn á morgun en raunsær. Þetta verður barningur en hefst að lokum.

    Varðandi Carroll umræðuna get ég ekki orða bundist yfir gagnrýni Capello. Það er eiginlega með fádæmum að mæta upp á dekk og tjá fjölmiðlum ítrekað vanþóknun á lífstíl rúmlega tvítugs stráks.

    Carroll er leikmaður sem þarf að byggja upp, hvetja og fylla af eldmóði. Ef Capello heldur að rétta aðferðin sé að auka pressuna á Carroll með því að gefa fjölmiðlum færi á að slúðra og smjatta á hans einkalífi fer hann auðvitað villur vegar.

    Rétta leiðin er sú sem Kenny fer að tóna slúðrið niður og verja sinn mann. Ég tel að Carroll byrji leikinn á morgun staðráðinn í að berjast fyrir LFC og stjórann sinn. 

    Capello ætti á hinn bóginn að hugsa sinn gang. Leikur Englands við Wales á Wembey var ekki góður þótt enska liðið harkaði út sigur. England á ekki von á góðu á EM 2012 ef þetta er það sem koma skal. Glætan í liðinu var eiginlega okkar maður Stuart Downing.

    Carroll er að sönnu óslípaður og á margt ólært. Það er samt eins og stundum gleymist að hann er fæddur 1989! Þess utan frá Newcastle sem er eitt af fáum fótboltaliðum í PL sem ekki hefur náð valdi á drykkjuómenningunni sem tröllreið enska boltanum um árabil. Carroll mun smám saman verða sá fagmaður sem LFC standardinn krefst. En blaðrið í Capello er ekki að hjálpa Carroll og heldur ekki enska liðinu.

  29. Spái 1-3 Crouch fyrir Stoke, Suarez,Adam/Bellamy ef Adam spilar ekki og Enrique fyrir okkur

  30. Mig langar að byrja á að tjá þá gleði sem fylgir því að ég kvíði því hreinlega að þurfa giska á lið morgundagsins. Ástæðan er að ég mun alltaf þurfa skilja menn eftir úr hóp sem mér finnst alveg eiga skilið að vera í hópnum! Það er leiðinlegt en að sama skapi yndisleg tilfinning að vita að loksins er hópurinn orðinn svo breiður að maður veit að eðal endar á borð við Poulsen, Jovanovic og Degen munu ekki sjást á skýrslum okkar aftur!

    En að morgundeginum. Ég held að KKG muni ekki spila með 3 í vörn þar sem vitað er að stoke beitir löngum og háum sendingum. Með bæði Jerome og Crouch má búast við að með 3 manna línu gæti orðið erfitt að hemja þá sérstaklega ef þeir komast í skyndisókn og ná fleiri en 3 fram á við.

    Ég ætla giska á að þetta verði liðið gefið að engin er meiddur nema Gerrard.

    ————–Reina————–
    Johnson – Carra – Agger – Enrique
    Henderson – Adam –  Lucas – Downing
    ————–Kuyt ————— 
    ——–Suarez —————— 

    Sub: Doni – Kelly – Coates – Maxi – Carroll – Bellamy – Spearing – Skrtel

    Í næsta leik kemur svo Gerrard inn fyrir Spearing en Henderson fer á bekkinn og Gerrard kemur inn.

    En ég held að Kuyt, Suarez, downing og Henderson verði svolítið svona free roam eins og þeir hafa verið undanfarið. Við kannski sjáum liðið byrja svona en áður en við vitum af er Kuyt og Downing orðnir fremstir og Suarez er dottinn á kantinn. Svo kannski er Kuyt kominn á vinstri og Downing og Suarez fremst.
    Persónulega finnst mér þetta bráð sniðugt á KKG þar sem þetta gerir varnarmönnum erfitt fyrir að vita hvað sóknarmaðurinn gerir næst því það er mögulegt að hann sé að mæta 4 mismunandi í leiknum. Þetta er einnig frábært system fyrir Bellamy til að detta inn í fyrir Henderson. Við vitum að Bellamy, Kuyt, Suarez og Downing geta allir spilað kant og framherja og því gæti orðið gaman að sjá þá í svona free roam systemi.

    Ég segi að við vinnum leikinn 2-1 þar sem Suarez og Kuyt skora fyrir okkar menn en Crouch skorar í sínum fyrsta leik fyrir Stoke.  

  31. Byrjunarlið:
                     Reina
    Johnson Coates Agger Enrique
       Henderson Lucas Adam
       Suarez Carroll Downing
     
    Bekkur: Doni, Skrtel, Carra, Maxi, Spearing, Kuyt, Bellamy
    4-0 fyrir Liverpool Suarez og Carroll skipta á sig mörkunum!

  32. byrjunarliðið á mrg en svona:
    ————–Reina————–
    Johnson – Carra – Agger – Enrique
      Kuyt– Adam –  Lucas – Downing
    ————–Henderson ————— 
    ——–Suarez —————— 
    og við tökum þetta 3-0… Suarez, Kuyt og eg vil sja Carra setja eitt! 😀

  33. Spái því að Adam byrji ekki leikinn. Spearing verður í byrjunarliðinu.

                                       Reina

                    Kelly- Carra- Agger- Enrigue
                                     Lucas
                   Kuyt- Spearing- Henderson- Downing
                                       Suarez.

    Bellamy verður á bekk alveg pottþétt.

  34. mig dreymdi 1-3 sigur þar sem downing setti tvö og ég var mjög pirraður útaf ég hafði tekið hann úr fantasy liðinu mínu 🙂

  35. Thid erud alltaf jafn svartsynir 🙂 1-1…or 2-1…For those about to rock !

  36. Er búin að stúdera hvernig byrjunaerliðið getur litið út í dag allt landsleikjahleð og er með 3-4 útfærlsur sem koma til greina.

    Draumurinn væri þessi, teki bara 6 fremstu, vörnin verður sú sama og verið hefur nema Johnsin gæti dottið inn.

    Downing, Adam, Lucas, Bellamy

    Suarez, Carroll….

    Þetta væri snilldin ein svona með Suarez fyrir aftan Carroll, ég er eins og Steini búin að vera alveg á báðum áttum með Carroll í þennan leik en held það væri gott að hafa hann þó það væri ekki nema til þess að hjálpa okkur að verjast td föstum leikatriðum Stoke manna og vona að hann læði að auki inn einu. Ég er með svipaðar pælingar og Steini um að taka þetta á hraðanum og set Downing og Bellamy á vængina. Tek það fram að þetta væri minn draumur en hann verður ekkert að veruleika samt.

    Hin útfærslan sem ég tel líklegri er þessi.

    Kuyt, Adam, Lucas, Henderson, Downing

    Suarz.

    Einfaldlega Lucas Djúpur, Henderson og Adam á miðjunni með Kuyt og Downing á vængjunum með Suarez fremstan…

    Hef ekki nokkra trú á öðru en að Bellamy komist allavega á bekkinn, flott að eiga hann a bekknum og láta hann taka allavega 15-20 mínútur ferskan í lokin….

    Annars er maður drullu spenntur og pínu kvíðin fyrir þennan leik en þetta er prófraun, það kemur að einhverju leyti í ljós í dag hvort liðið ætli sér að vera með í vetur fyrir alvöru…..

    Spái 0-2 … Suarez og Bellamy skora…                             

         

  37. væri gott ef einhver gæti sett link svo ð maður getur horft á þetta á netinu
    veit einhver um?

  38. ef adam byrjar ekki verður þetta bara basic 4-4-2
     
                                                           Reina
                 Johnson              Agger                    Carragher                    Enrique
     
               Kuyt                        Henderson          Lucas                          Downing
                                                   
                                                Carroll                Suarez
     
     
     
     
    p.s þetta er leikurinn þar sem carroll mun þagga niður í capello og þeim svartsýnu
     
    YNWA

  39. Dalglish var búinn að gefa það út að Kelly yrði ekki leikfær. Þannig að hann verður ekki með. Þess vegna getur verið að Kóngurinn fylgi ráði Steina og stilli upp þremur miðvörðum. Annars er ég ekkert viss um það. Ég er líka að rembast við að vera ekki of bjartsýnn fyrir þennan leik. Minna sjálfan mig á að við erum með jafnmörg stig og Wolves! En það er bara ekki annað hægt en að fyllast bjartsýni eins og staðan er í dag. Það væri allavega til marks um miklar breytingar ef við gætum farið að ganga að þremur stigum vísum í svona leikjum. Vonandi klára okkar menn þetta með stæl. Þá verður gaman að lifa. YNWA!

  40. Það eru einhverjir leikir á Stream2watch en ég er ekki viss um gæðin þar.

    My heart beats for Liverpool

    YNWA    

  41. Ég hugsa að KKD stilli upp mjög hröðu liði og reyni að keyra á hægt lið Stoke.

    Spái því að liðið verði svona:

    Reina
    Johnson Carra Agger Enrique
        Lucas  Adam
    Henderson      Downing
        Suarez Bellamy  

  42. Ég held mér á jörðinni. Ég á satt að segja frekar von á sigri í næsta leik gegn Tottenham. Þó erfitt sé að miða við síðastu tvö tímabil þá hefur liðinu sjaldnast gengið vel eftir landsleikjahlé, og árangurinn á þessum útivelli er sérlega tapur.
    Stoke hafa fengið á sig eitt mark í þeim þremur leikjum sem búnir eru, svo markalaust jafntefli ætti ekki að koma neinum á óvart, og jafntefli væri enginn dauðadómur, svo lengi sem allir leikmenn koma heilir til baka. En við höfum Luis Suarez í liðinu og á meðan hann er inná þá finnst mér líklegra að sigurinn gæti dottið okkar megin.

  43. Flott upphitun hjá Steina, en ég er eilítið ósammála honum með byrjunarliðið. Það læðist að mér sá grunur að Bellamy byrji í dag í 4-3-3 uppstillingu sem er mjög færanleg og hröð. Dalglish reynir að koma Stoke á óvart með því að leggja ofuráherslu á hraða og stutt spil.

    Mín spá með liðið:

    Reina

    Johnson/Kelly – Carra – Agger – Enrique

    Henderson – Lucas – Adam

    Bellamy – Suarez – Downing

     

    Carroll, Kuyt, Maxi, Spearing, Johnson/Kelly, Skrtel og Doni á bekknum. Eða Coates.

    Kemur í ljós eftir einn og hálfan tíma.

    Annað: við Babú, og mögulega Maggi líka, verðum á Górillunni yfir þessum leik. Ef þið þekkið okkur, endilega komið og kastið kveðju. Það er alltaf gaman að hitta lesendur síðunnar. 🙂

  44. Spiluðum flottan bolta á móti Bolton og ég vil sjá sama byrjunarlið, svo sterkan bekk.
    Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik.

  45. Æðislegt quote

    ?”Roman Abramovich has made more of an investment in Liverpool than Hicks and Gillett did.” – Phil Thompson

     

  46. Liverpool team: Pepe, Skrtel, Carra, Agger, Enrique, Henderson, Adam, Lucas, Downing, Kuyt, Suarez. 

    Subs: Doni, Johnson, Coates, Speo, Bellamy, Carroll, Maxi.

  47. Var að koma staðfesting á byrjunarliði!

    Reina
    skertl-carra-agger-jose
    henderson-lucas-adam-downing
    kuyt
    suarez 

    bekkur: coates-carrol-maxi-bellamy-johnson-doni-spearing 

Kop.is Podcast #5

Liðið gegn Stók