Man.Utd á morgun

Öfugt við leikina gegn Everton, þá er ég alltaf algjörlega yfirfullur af spennu í aðdraganda leikjanna gegn Man Utd og er engin breyting þar á núna. Maður notaði marga daga eftir sigurinn á þeim bláu í að njóta, en ég viðurkenni það líka að það eru þó nokkuð margir dagar síðan ég byrjaði að finna fyrir fiðringi í maganum yfir leiknum sem fram fer á Anfield á morgun. Við skulum átta okkur á einu strax, þó að “aðeins” sé keppt um 3 stig í hverjum leik, þá er þetta ekkert annað en 6 stiga leikur fyrir okkar menn á morgun. Þessi leikur er hreinlega make-or-break leikur upp á það að gera hvort við ætlum okkur að vera nálægt toppsætinu á næstunni. Tilhugsunin um að geta verið “aðeins” þrem stigum á eftir toppliðinu er mun betri en að vera heilum 9 stigum frá því.

Ég hef verið á öndverðum meiði við mjög marga og hef ekki fundist mótherjar okkar vera eins sannfærandi og af hefur verið látið. Mér finnst þeir hreinlega hafa litið mjög illa út á köflum, ekkert ósvipað okkar mönnum. Auðvitað hafa þeir átt alveg hörku góða leiki og hálfleiki inn á milli, en maður hefur líka séð þá í tómu tjóni. En þrátt fyrir allt, þá verður ekki horft framhjá því að þeir eru með þau stig sem þeir eru með og það hefur skilað þeim í toppsætið. Í gegnum tíðina hafa margir sagt að Man Utd hafi haft það fram yfir okkur (fyrir utan að vera bara beinlínis með sterkara lið) að þeir eru að klára leiki þar sem þeir eru að spila illa. Ég get að mörgu leiti verið sammála því, en mesti munurinn finnst mér þó hafa verið sá að þegar þeir spila vel, þá vinna þeir leikina. Hversu oft hefur maður séð það hjá Liverpool að liðið er að spila vel en missir svo einbeitningu í smá tíma og leikurinn (og stigin) rennur okkur úr greipum?

Ég hef ekki séð alla leiki andstæðinga okkar á tímabilinu, en séð þó nokkra. 8-2 sigur þeirra á Arsenal var svaðalegur og að mínum dómi þá hefur hann skekkt myndina talsvert og þeir því hafðir upp í hæstu hæðir. Ég sá líka leik þeirra gegn WBA þar sem þeir unnu með sjálfsmarki í uppbótartíma og voru vægast sagt slakir. Mér fannst þeir líka slakir stóran hluta leiksins gegn Tottenham, allt þar til Spurs hleyptu þeim í gegn og þá var bara eitt lið á vellinum. Ég sá líka leik þeirra gegn Basel og Norwich og í báðum þeim leikjum sýndu þeir það svo sannarlega að þeir eru ekki búnir að vera á fullri inngjöf. Ekki frekar en okkar menn, sem hafa líka sýnt ansi misjafnan leik.

Það er því allt klárt fyrir þvílíkan slag á morgun, slag sem við hreinlega verðum að vinna. Ég meika það ekki að sjá gaurinn með æðasprungnu kinnarnar kokgleypa Húbba Búbbað sitt í einhverjum fagnaðarlátum. Ég hreinlega meika það ekki að sjá manninn sem missir af Evrópumótinu næsta sumar, brosa. Ég hreinlega meika það ekki að fá 40 sms frá scum loving vinum mínum eftir leik. Gerið það nú fyrir mig elsku leikmenn Liverpool Football Club og vinnið þennan leik. Mér er nokkuð sama hvort það verði með rangstöðumarki á lokasekúndunum í óverðskulduðum sigri, bara skilið 3 stigum í hús. Ég fer ekki fram á mikið, er það nokkuð?

Auðvitað er heitasta óskin sú að við sundurspilum þetta lið og vinnum enn einn frábæran sigur á þeim í Mekka fótboltans, Anfield. Hitt dugar þó alveg, en við vitum alveg hvor leiðin væri skemmtilegri. Það er alltaf talsverð óvissa þegar um ræðir landsleikjahlé rétt fyrir þessa leiki, það er heldur ekki eins og að þeir séu leiknir á kvöldin, nei, maður fer á lappir eldsnemma (hver getur sofið rétt fyrir þessa leiki?) og þá er bara stutt í leik. Leikmenn hafa verið að skoppa tilbaka síðasta sólarhringinn eða svo, en það er reyndar jafnt á komið með báðum liðum. Það verða engar afsakanir á morgun, menn þurfa bara að rífa sig upp á rasshárunum og standa sig inni á vellinum.

Man Utd hafa unnið 6 af sínum 7 leikjum í deildinni, og eins og áður hefur komið fram, misjafnlega sannfærandi. Þeir gerðu jafntefli við Stoke, þar sem þeir voru ekki beint sannfærandi heldur að mér skilst. Þeir hafa átt í vandræðum með vörnina hjá sér, talsvert um meiðsli þar (svipað og hjá okkur) en manni skilst að flestir séu nú heilir fyrir utan kannski appelsínudrykkinn (veit aldrei hvor er hvað). Vidic á að vera klár og spurning hvort hann fái ekki bara að byrja og þá halda uppteknum hætti með að hafa ekki jafnt í báðum liðum. Mér finnst ekkert ólíklegt að sá rauðvínslegni stilli þessu upp safe og hafi Ferdinand og Vidic í vörninni, með Evra og Jones í bakvörðunum. Ég vona þó heitt og innilega að Evans haldi sínu sæti í liðinu, setjið nú traust á strákinn, plís. Annars er lítið um meiðsli hjá þeim, Howard Webb verður reyndar ekki með þeim á morgun, en það er ekki sökum meiðsla.

En þeir eru hættulegastir fram á við, eru með (f)ljóta kantmenn og svo Rooney og bökuðu baunina uppi á toppi. Rooney hefur verið sjóðandi heitur í deildinni (reyndar gríðar heitur líka með landsliðinu, en á annan hátt) og veit hann víst fátt betra en að skora á Anfield. En stóra spurningin er hver verður í markinu hjá þeim. Ef De Gea verður þar, þá verður engum pundum hent inn á völlinn, heldur verður reynt að fæða kappann aðeins, bara spurning hvort kleinuhringirnir verða með glassúr eða karamellu. En það er ljóst mál að það verður mikið álag á barvörðunum okkar, enda bæði Nanny og Young skruggufljótir og leiknir. Ég held þó að sigurinn vinnist á miðjunni og þar liggur okkar mesta tækifæri. Önnur stór spurning verður líka þessi: mun Michael Owen þurfa að borga sig inn á leikinn eða fær hann að vera í hóp? Hann fær eflaust mikið uppklapp ef hann verður í hóp, er viss um það *kaldhæðni*.

En ég nenni ekki að fjalla um mótherja okkar meir, það vita allir allt um þá. Best að skoða hvað við höfum upp á að bjóða. Ég hreinlega man varla eftir því hvenær það gerðist síðast að við höfðum úr öllum okkar hóp að moða. Reyndar verður það að segjast að nokkrir eru tæpast leikfærir, þrátt fyrir að vera lausir við meiðslin. Menn eins og Glen Johnson, Fabio Aurelio og Daniel Agger hafa verið fjarverandi í talsverðan tíma og ég efast um að þeir séu strax klárir í svona átök. Eins og gegn Everton, þá eru menn eins og Dirk Kuyt alltaf að fara að spila svona leiki og held ég að King Kenny muni ekki breyta miklu frá leiknum gegn þeim bláu.

Auðvitað á maður eins og alltaf sína drauma uppstillingu, en vegna áður nefnds leikæfingarleysi nokkurra lykilmanna, þá verður það líklegast aldrei ofan á. Stóra spurningin hlýtur að vera Steven nokkur Gerrard. Mun Kóngurinn henda honum inn núna, og ef svo, á kostnað hvers? Ég vil meina það að Adam verði ekki fórnað, Stevie er að mínum dómi ekki týpan sem við þurfum inn á miðsvæðið og held ég að ef hann kemur inn, þá held ég að það verði alltaf á kostnað Andy Carroll. Eina annað sem ég sé fyrir mér í stöðunni er að Downing yrði fórnað og Kuyt og Stevie myndu skipta með sér köntunum. Ég er búinn að snúast í svo marga hringi með þetta að ég veit varla hvar ég er staddur lengur. Ég var lengi vel á því að King Kenny myndi spara hann á bekknum og hleypa honum svo inn í leikinn þegar mótherjarnir byrja að þreytast, a la Everton, en nú er ég kominn á þá skoðun að hann muni byrja. Ég ætla að spá liðinu svona á morgun:

Reina

Kelly – Skrtel – Carragher – Enrique

Kuyt – Lucas – Adam – Downing

Gerrard – Suárez

Bekkurinn: Doni, Aurelio, Agger, Spearing, Henderson, Bellamy og Carroll.

Langaði mikið að setja Johnson, Coates og Maxi á bekkinn, en það er bara ekki meira pláss þar. Ég býst við að Gerrard verði sem sagt í holunni fyrir aftan Suárez og geti dottið djúpt niður þegar andstæðingarnir eru með boltann. Liðið sem við mætum held ég að verði á þessa leið:

De Gea

Jones – Rio – Vidic – Evra

Nani – Anderson – Fletcher – Young

Rooney – Hernandez

Hörkulið hjá okkur, hörkulið hjá þeim, ætti að vera uppskrift að frábærum leik, en oftar en ekki er það baráttan sem verður í fyrirrúmi. Fyrir svona leiki er hægt að segja gömlu góðu klisjuna, það þarf ekkert að mótivera menn. Það er bara staðreynd. Ef einhver er ekki mótiveraður fyrir svona leik, þá er bara eitthvað annað, meira og stærra að. Síðustu þrjár viðureignir þessara liða á Anfield hafa skilað sér í góðum sigrum okkar manna, long may it continue.

Kæri Kenny, ertu til í að segja okkar mönnum að redda þessum 3 stigum á morgun? Við værum alveg agalega sátt við það … gerðu það.

Fáum við að sjá Nani gráta, Rooney sleppa sér og landbúnaðartækið taka og grýta takkaskóm í andlit manna? Ég svo sannarlega vona það og ég svo sannarlega vona að okkar menn verði klárir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, við megum helst ekki lenda undir í leiknum. Ég er bara ansi hreint bjartsýnn og ætla að segja að við sigrum þennan leik með mörkum frá Suárez og Gerrard. Vidic á eftir að setja eitt fyrir þá þennan tíma sem hann hangir inná.

Koma svo!

56 Comments

  1. Ég er búinn að bíða eftir þessari upphitun svo lengi að þegar ég las hana spenntist ég allur upp. Eins og barn sem er búið að sjá jólapakkana undir trénu í nokkra daga fyrir jól og lesa á þá alla oftar en einu sinni. Núna get ég ekki beðið eftir að fá að opna stóra pakkan og finna ofan í honum 3 risastór stig.
    Let´s Go.

  2. Suarez mun vera “make or brake” í þessum leik hjá okkur, sma með Rooney hjá manure, sagan er okkur hliðholl síðustu ár. En who knows segi samt 3-0

  3. 3-1 FYRIR LIVERPOOL SÚAREZ , GERRARD OG CARROLL KEMUR AF BEKKNUM OG SKORAR EN HANN vidic skorar og kemur manutd yfir en fær svo rautt á 30-45

  4. Dreymdi 1-0 sigur þar sem Gerrard kom inná frekar seint og skoraði það sem hefði sennilega verið hans flottasta mark á ferlinum. Væri alveg til í það sko. En djöfull er ég spenntur!

  5. Vona að byrjunarliðið verði svona.

    Reina
    Kelly-Carra-Agger-Enrique
    Kuyt-Gerrard-Lucas-Downing
    Carrol-Suarez

    Jafnvel svona:

    Reina
    Kelly-Carra-Agger-Enrique
    Kuyt-Adam-Lucas-Downing
    Gerrard
    Suarez

    2-0 fyrir Liverpool þar sem Kuyt eða Lucas verða menn leiksins.
     

  6. þetta er nátturlega must sigur úfff en ég held að liverpool mun stjórna þessum leik frá byrjun til enda ég spái 4-0 fyrir okkur poolurum
     
    Koma svo ég vill sjá Gerrard sitja 3

  7. Okkar menn verða að vinna þennan leik. Scratch that. við VINNUM þennan leik!!!
     Veit ekki af hverju en er bara frekar sigurviss. Vonandi að það bíti mig ekki í rassgatið.

    En ég á tvíbura bróðir sem að er alveg einn sá leiðinlegasti United stuðningsmaður sem að ég hef séð! Hann er blindari á United en Paddy Crerand! og það er mikið sagt!   Ég hlakka til að hringja í hann eftir leik og stríða honum endalaust  😉  

    2-0 fyrir Liverpool og Carroll með bæði. Er með hann sem capteinn í fantasy og suarez við hliðiná honum! 

  8. Suarez var að koma frá suður ameriku í gær og búinn að spila 180mín undanfarna viku.

    Carroll er búinn að vera í fríi. Ég held að hann byrji með Carroll frammi og Suarez á bekknum. Gerrard verður í holunni og Lucas og Adam þar fyrir aftan. Kuyt og Downing á könntunum. Svo mun Suarez og Bellamy koma inná á 64 mín, ferskir, og sprengja upp vörn united og klára þennann leik. 

    Spái þessu 3-1 fyrir okkar mönnum.  

  9. Jæja, þarna kom færslan sem maður hefur beðið eftir!

    Allt beint á naglan hjá þér brobro, hvert eitt og einasta dæmi!

    Þetta verður þrusu leikur, enginn sem getur sagt eitthvað annað, ÞETTA VERÐUR ROSALEGT!!! 
    En ég hef horft á þó nokkra scum leiki (veit ekki afhverju!) og þeir hafa ekki verið almennileg samfærandi í neinum af þeim nema kannski gegn Arsenal þó svo þeir kæmu tveimur mörkum inn.
    Ekki það að við höfum verið að gera eitthvað betur en samt finnst mér eins og heilt yfir þá er meira jafnvægi í okkar spilamennsku en þeirra en það hefur samt sem ekki áhrif á það að þeir eru á toppnum, en ekki við.

    En ég held að þú hafir liðið rétt, í annað sinn er það ekki??

    En ef maður spáir í því, af hverju ekki að taka Downing út og byrja með Bellamy? Gamli rauðnefur myndi aldrei vera búinn undirbúa það held ég…gæti verið ruglandi 😉
    En ég held að við tökum þennan leik, gott fólk!! 

    Samfærandi 3-1 sigur okkar manna þar sem Suarez, Kuyt og Gerrard skora (Kuyt úr víti eftir að Vidic tekur Carroll niður í teignum og fær rautt)!!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  10. Ég væri til í að setja Adam á vinstri og Gerrard á miðjuna með Carrol og Suarez frammi. Downing hefur verið slappur eftir fína byrjun og ég hef litla trú á honum á móti svona liði…

    Ég er allavega mjög ósammála því að Gerrard henti ekki í leik á móti United. Hann, eins og Carra elska að vinna þessa leiki fyrir Liverpool. 

  11. En það er ljóst mál að það verður mikið álag á barvörðunum okkar, enda bæði Nanny og Young skruggufljótir og leiknir. mjög svo drykkfelldir.

    🙂 áfram Liverpool

  12. Ég get ekki beðið eftir byrjunarliðinu! Sjitt hvað maður er að deyja úr spennu

  13. Spilaði leik í Fifa áðan við félaga minn sem er Man Utd maður uppá það hvernig leikurinn færi, það var aldrei spurning, ég vann 9-0 Carrol 4x Suarez 4x Gerrard 1x, held mig við þá spá..

    YNWA ! 

  14. Þegar við vinnum á morgun verður það ekki Lebron James að þakka… en djöfull ætla ég að kenna honum um ef ílla fer 😀

  15. Ég er svo spenntur að ég veit ekki einu sinni hvað ég á að skrifa.

    Þetta verður sprengja að ég held! Ætla að sleppa því að spá hvernig leikurinn fer (svona ef það skildi nú vera óhappa).
    Held að ég fari bara útá bensínstöð og fylli bílinn fyrir leik eins og Reina.

    KOMA SVO LIVERPOOL!!!! YNWA! 

  16. “Howard Webb verður reyndar ekki með þeim á morgun, en það er ekki sökum meiðsla (…) eru með (f)ljóta kantmenn og svo rooney” … wayne rooney has used coleen’s pubic hair for his hair transplant. Apparantly the success rate is much higher if transferred from one cunt to another

  17. Mark félagi minn er greinilega byrjaður að hita upp fyrir morgundaginn, fékk þetta sms frá honum rétt áðan:

    Your hair is a fake
    and so is your tan
    you don’t like your wife
    you’re shagging her Nan

    Bring it on 

  18. Ef Carroll er í góðu formi þá vil ég sjá hann vera inná í þessum leik.

    Reina – Kelly – Agger – Carra – Enrique – Kuyt – Gerrard – Lucas – Downing – Suarez – Carroll.

    Agger á að vera heill er það ekki? Skildist það á King Kenny. Spá þessu 2-1 sigri okkar manna. Downing og Carroll með mörkin.

    YNWA 

  19. Hættiði nú að skrifa að markið á móti WBA hafi verið í uppbótartíma, það var á 82-4 mín

     

  20. ÞETTA VERÐUR ROSALEGT…… Ég hugsa þetta verði hörku leikur og mikil barátta og mikið að gera hjá bakvörðunum okkar í þessum leik, sem aftur á móti eiga eftir að eiga afbragsð leikog halda þeim í skefjum, eitt mark mun skilja að í lok leiks. og það verður mark sem Gerrard setur. annars verðum við að hirða 6 stig í þessum leik þá eru menn komnir í toppbaráttuna fyllast sjálfstrausti og allt í blússandi gír á Anfield.. ÁFRAM LIVERPOOL shittt hvað ég verð glaður ef við vinnum þennan leik, þá hef ég trú á að við gætum blandað okkur í baráttna um 1 sætið þetta tímabilið, þó svo ég yrði virkilega sáttur með 4 sætið.

  21. Skemmtilegasta upphitunin sem af er tímabilinu, fékk mig til að hlægja á köflum. Steini og Kristján mega alfarið sjá um upphitunirnar =)

    Ef Gerrard byrjar inná, þá spái ég 1-1, ef ekki, þá vinna Man Utd 0-1.

  22. Maður er orðinn gríðarlega spenntur fyrir þessum leik. Ég á eftir að eiga erfitt með að sofna í kvöld, það er alveg á hreinu.
     
    Fyrir mér þá vinnst leikurinn inná miðjunni. Ef við náum að stjórna miðjunni og hafa yfirhöndina þar, þá hef ég ekki áhyggjur af neinu öðru. Ef við ætlum að “dóminera” miðjuna, þá verðum við að stilla upp þremur leikmönnum inná miðjunni og hafa þá tvo Attacking Wingers sem að styðja Suarez. Það gæti reynst okkur vel að hafa auka mann inná miðsvæðinu. Það eru örugglega ekki allir sammála mér, en þetta er bara mitt persónulega álit.
     
    Gerrard-Lucas-Adam
    Kuyt-Downing
    Suarez
     
    Ég vonast til þess að Kenny setji leikinn þannig upp að við byrjum með háu tempo-i og setjum þá undir pressu strax frá byrjun. Við þurfum að setja smá kraft í þetta strax og senda ákveðin skilaboð. Að lokum ætla ég að spá okkur 2-1 sigri. Kuyt og Suarez sjá um mörkin – Áfram Liverpool!

  23. Stóra spurningin fyrir leikinn er samt ekki hvernig hann fer, heldur mun Nancy fara að grenja AFTUR? 🙂

  24. Agger gæti byrjað en eitt veit ég fyrir víst að Liverpool vinnur og GERRARD SKORAR SIGURMARKIÐ:

  25. Yndislegur lestur og ég er enn spenntari eftir þessa snilld. Nenni ekki að velta fyrir mér mögulegu byrjunarliði. Ég hugsa ekki skýrt fyrir spenningi

  26. Ég veit ekki með ykkur en það sem ég þoli minna heldur Manchester United er að tapa á móti Manchester United. Ég segi 2-1 fyrir okkar mönnum með mörkum frá Suarez og Kuyt. Ein varnarmistök í stundar einbeitingarleysi gefur þeim 1 mark. KOMAAAA SVO!!
     
    http://www.youtube.com/watch?v=wESjvTD6OZc

  27. Ég er ekki svo vitur að ég geti sagt hvernig leikurinn fari á morgun en mig grunar að okkar menn taki þetta en það verður bardagi í 90 mín og vonandi fáum við ekki rautt spjald fyrir einhvern klaufaskap

  28. Hallelúja og amen eftir efninu – frábær upphitun Steini og Kaffi Jónsson verður TROÐIÐ á morgun!!! 3:1, Suarez með þrennu!

  29. Hjartanlega sammála #28 … Maður getur ekki hugsað skýrt fyrir spenningi !!!

  30. Jesús minn almáttugur hvað ég er viðbjóðslega spenntur fyrir þessum leik. Samt eitthvað kvíðinn … en samt svo jákvæður. Þetta er nú meiri djöfulsins rússíbanareiðin!

    Það er í raun ekkert sem ætti eitthvað að benda til að Man Utd séu líklegri sigurvegarar. Jú, jú þeir sitja á toppnum og allt það en skoðum stöðuna. Þeir eru að mæta á Anfield – ekki eins og það sé ekki nógu ógnvekjandi fyrir þá, en þeir eru að fara að mæta á Anfield sem sem verður stútfullur af stuðningsmönnum Liverpool sem eru hungraðir í fótbolta eftir tvær vikur án leiks. Ég get ekki sagt að ég öfundi leikmenn Man Utd að mæta á Anfield á þessari stundu.

    Man Utd er mjög sterkir, fín vörn og skuggalega fljót sóknarlína með Nani, Young, Rooney og Hernandez í fararboddi. Þetta er alls ekki sókn sem þú vilt eiga slakan leik á móti, ef það gerist þá refsa þeir þér svakalega! Skyndisóknir þeirra eru, því miður, líklega með þeim bestu sem þú sérð í þessari deild og því munu varnarmenn Liverpool að eiga góðan leik á morgun. Miðjan þeirra er kannski mesta spurningarmerkið en þeir eru voða misjafnir þar, ef Liverpool tekst að stjórna miðjunni þá er hægt að reikna með því að Liverpool láti þá finna fyrir því.

    Bæði lið geta refsað illilega og þar sem þessir leikir einkennast oft af mikilli baráttu þá mun skipta miklu máli fyrir bæði lið að nýta þau tækifæri sem þau fá.

    Ég veit ekkert hvernig ég vil sjá liðið á morgun! Ég myndi vilja halda Carroll inni, sömuleiðis Adam, Lucas og Downing en að sama skapi vil ég sjá Gerrard í liðinu – hvar í ósköpunum á þá að koma honum fyrir?! Mjög erfitt að lesa í plön Liverpool fyrir þennan leik, fullt af möguleikum og gaman að sjá að Liverpool hefur loksins breidd í hópnum!

    Ég ætla auðvitað að vera bjartsýnn á þennan leik þó ég sé auðvitað smá smeykur því – let’s face it – hver vill svo sem tapa á móti Man Utd! Ég hata bara ekkert jafn mikið. Ætla að segja 3-2 fyrir Liverpool í brjálað skemmtilegum leik. Adam, Carroll og Suarez skora mörk Liverpool í leiknum!

    Óska ykkur hinum bestu skemmtunar á morgun og vonandi fáum við að sjá fjölmarga broskalla hérna í ummælunum á þessari síðu eftir að við vinnum þennan leik! 😉 

  31. Ég ætla að spá tapi á morgun 0-1.(bara svo einhver geri það..)Mér finnst menn vera frammúr hófi bjartsýnir.Mér finnst betra að láta koma mér á óvart….
     

  32. Hverjir haldiði að líkurnar á því að Liverpool muni skora úr eða eftir aukaspyrnu í leiknum á morgun sé miklar? Það virðist vera í hvert skipti sem við mætum Utd að við skorum úr aukaspyrnu. Adam, Gerrard, Downing, Suarez, Bellamy, Carroll, Kuyt – það eru alveg nokkrir þarna sem gætu skorað úr/eftir aukaspyrnu á morgun!

    Aukaspyrnumark er bókað mál! Leggið pening á það. 

  33. Einn af 2 stærstu dögum ársins hjá mér og fiðringurinn, kvíðin, óttinn, spennan og allt það verið að magnast upp síðustu daga og er að stigmagnast núna.

    Fyndið að lesa hvað Steini sagði um það að honum væri slétt sama þótt við ynnum á rangstöðu marki á lokasekundunni bara ef 3 stigin kæmu í hús, Ég neflinlega sagði það nálvæmlega sama við einn aðila í dag…

    Er farin að sofa, verð vaknaður ansi snemma og vona bara að ég fái að sofa vel í nótt, maður hefur oft vaknað um miðja nótt dagin fyrir leik þessara liða í svitabaði og haldið að maður sé búin að missa af leiknum eða eitthvað álíka slæmt.

    Vona að við öll hér og leikmenn liðsins fái góðan svefn í nótt og sækjum svo öll saman þessi 3 stig í hádeginu á morgun…. GÓÐA NÓTT…        

  34. Þetta verður svakalegt, sigur í þessum leik er hrikalega mikilvægur fyrir framhaldið en það er líka mjög mikilvægt að tapa þessu ekki. Gæti alveg trúað því að KKD komi til með að nálgast þenna leik af mikilli varfærni og ég er ekki viss um að hann noti Gerrard frá byrjun, væri að sjalfsögðu meira en lítið til í að sjá Captain Fantastic byrja en ég er ekki viss um að KKD taki sénsinn. Ég giska á að liðið verði svona;

                    Reina
    Kelly – Carrager – Skrtel – Enrique
                    Lucas
    Kuyt – Henderson – Adam – Downing
                    Suarez

    Ef að Agger er 100% fit byrjar hann með Carra og ef Gerrard byrjar verður það í staðinn fyrir Henderson.

  35. Liverpool tekur þetta 3-1 Suarez 2 og Gerrard með 1 stórkostlegt mark.

  36. Þessi óvissa með byrjunarlið er frábær því hún gerir gamla rauðnef líka erfitt fyrir að stilla upp og bregðast við. Það er ljóst að fyrir þá er töluvert ólíkt upplegg eftir því hvort Gerrard eða Carroll eða Downing byrja inná. Ég hef grun um að Gerrard fari inn fyrir Downing, annað verði óbreytt. Þeir þrír, Gerrard, Suarez og Kuyt svissa svo grimmt og ég hef trú á að Suarez eigi eftir að finna sér flott pláss fyrir framan vörnina til að tæta hana í sig. Lucas og Adam verða áfram á miðjunni og Kelly hægri bakvörður ef hann er í lagi. Ef hann er ekki í lagi þá verðum við í miklum vandræðum. 

    Leikurinn verður frábær, tæklingar, spjöld og skaphiti, mun að öllum líkindum ráðast á dómaramistökum, hvort sem þau verða okkur í hag eða ManYoo. Vil bara biðja um svipaðan leik og ég fékk hérna 2001 á Anfield þegar Gerrard og Fowler kláruðu leikinn fyrir okkar menn. Nú kemur Suarez í stað Fowler og hann og Gerrard klára þetta fyrir okkur. 

  37. Maður er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn.  Við erum búnir að vinna þá 3 ár í röð og einhvern veginn er jafntefli líklegasta niðurstaðan.  En ef KD hefur pung í að byrja með Bellamy og Gerrard og blása til sóknar spái ég sigri.  

  38. Djufull vona ég að við vinnum þennan leik. En maður er raunsær og ég spái þessu 2-2. við skorum fyrst,
    Ætla að segja Suarez svo jafna scum utd með marki frá nani, síðan komumst við yfir með marki frá adam, en ógeðin jafna en þar er á ferðinni baunin. jafntefli á morg. í hörkuleik. 

  39. Sáttur við spá um byrjunarlið ef Bellamy kemur fyrir Downing. Bellamy er akkúrat týpan í svona leik og hefur auk þess verið heitur undanfarið meðan Downing hefur verið týndur.

  40. Orðinn alveg fáranlega spenntur fyrir þennann leik!  

    Ég er að velta því fyrir mér hvort að Suarez sé að fara að byrja leikinn eftir allt álagið á honum í þessu blessaða landsleikjahléi.

    Vsr að láta mér detta í hug lið sem samanstendur af:

    Reina

    Kelly-Carra- Skrtel-Enrique

    Kuyt-Lucas-Adam-Downing
    Gerrard
     Carrol

    Væri þá nokkuð Massíf miðja þar sem aðstoð fæst frá Gerrard og Carrol væri í því að berja á miðvörðum united.

    Þá væri hægt að henda Suarez og Bellamy inn í seinni og láta þá tæta þreytta scum vörnina í sig. 

    Bara smá pælingar, skipta mig svosem engu bara á meðan Liverpool vinnur! 

    3-1 

    YNWA

  41. Shit hvað ég var orðinn stressaður fyrir þessum leik. Ég var dottin ofan í óttalegt volæði og farinn að búa mig sálrænt undir tap. Réttlætti það m.a. með því að við ættum þrjá leiki í framhaldinu á móti “slakari” liðum deildarinnar. Myndum þar ná okkur í 9 stig enda ekki raunhæft að ætla sér að vera í toppbaráttu í ár. Meira að segja orð kærs vinar míns úr vinnunni (sem reyndar er scummari) voru farin að hljóma sannfærandi í eyrum mér: “Leikurinn fer 0-2 fyrri ManU ef bæði lið spila á getu”.

    Síðan les maður yfir pistilinn og commentin í framhaldinu og allt í einu kviknar von. Getur það verið? Er það mögulegt? Er þetta kannski bara ekki tapað fyrirfram? Þarf ég ekki að horfa með lokuð augun?

    Niðurstaðan er einföld. Ég ætla að hafa trú á mínum mönnum nú sem endranær.

  42. Mig dreymdi fyrir heimaslátrun – og það er það sem við verðum vitni að í hádeginu.
    Alveg rólegir drengir -THIS IS ANFIELD!

  43. Persónulega er ég mjög svartsínn fyrir þennan lei og ég býst ekki við sigri en ég held að Adam og lucas muni vera lykil menn í þessum leik.

  44. The Reds line-up in full is: Reina, Kelly, Enrique, Carragher, Skrtel, Lucas, Adam, Gerrard, Downing, Kuyt, Suarez. Subs: Doni, Bellamy, Carroll, Henderson, Spearing, Robinson, Agger.

  45. Smá hugmyn að því að færa þessa síðu á næsta stig. Hvernig væri að fæ fróðan einstakling til að koma með stuttar fréttir af varaliðsleikjum og U18 leikjum? Einnig væri gaman að sjá samantekt um þá sem eru í láni annarsstaðar.

    Þetta er auðvitað frábær sîða en þetta myndi gera hana betri að mínu mati.

  46. link á lei eitthver góðhjartaður var bara að vakna 🙁
     

Sjónvarpsréttur utan Englands

Liðin í dag: