Kop.is Podcast #10

Hér er þáttur númer tíu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 10.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Babú, SSteinn og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars leikina þrjá gegn Chelsea og Man City, meiðsli Lucas Leiva og jólatörnina sem er fram undan í Úrvalsdeildinni.

32 Comments

  1. 65. MARK!! Varamaðurinn Darren Ambrose kemur Crystal Palace yfir með stórglæsilegu marki. Skot Ítalans af um 25 metra færi og boltinn steinlá efst í markhorninu án þess að Amos ætti neina möguleika.

  2. Sma off topic: Crystal Palace er ad vinna 1-0 a moti man utd, Goal of the season. Svakalegt mark. Skot fra 35-40 metra færi. En annars hlusta eg a thattinn seinna :)**** Fint ad geta breytt kommentinu.. 1-1 , their fengu viti..

  3. Hahaha Maggi er að fara að hafa rétt fyrir sér varðandi tap United
    gegn C. Palace því að þeir voru að skora  😀

  4. Framlenging í leik Manchester United og Crystal Palace.

    C. Palace eiga jafn mikið ef ekki meira skilið að komast í undanúrslitin heldur en united. 

  5. Maggi fyrstur með fréttirnar. united langt frá því að vera sannfærandi, alveg sama hvort þetta sé eitthvað semi varalið

    Gaman að sjá rauðnef strunsa bitur af velli jórtrandi á þessu 30 ára tyggjói.

    Flottir Crystal Palace! 

  6. Haha, ég er að hlusta á podcastið og þið eruð bara að tala um Man Utd eins og þeir séu komnir áfram, sem þeir eru ekki, því þeir voru að tapa fyrir Crystal Palace.

    Næstum því jafn gleðilegt að sjá ManU tapa og að vinna Chelsea í gær..! 😀 

    HAHAHA, vel gert Kristján Atli að segja að þetta sé vandræðalegt þegar Maggi er að segja að Crystal Palace vinni..!

  7. Sky sports með tvo álitsgjafa í stærsta leik Crystal Palace á árinu.  Dwight Yorke og gimpið sjálft Gary Neville. Vel gert.  Annars er hvergi on-line petition um að losna við Gary Neville úr settinu ?? 

  8. Liverpool er að briller leik eftir leik og Man Utd að rétt drullast til að vinna leiki eni gerðu upp á bak í kvöld, þetta er búin að vera svo góð vika að ég ætla ekki að gera handtak fram yfir Jól…. Sveimerþá ef það er ekki bara meira skemtilegt að sjá Man Utd tapa heldur en Liverpool að vinna, nei segi bara svonna… En mikið er það gaman….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  9. Jói Sig (#11) segir:

    HAHAHA, vel gert Kristján Atli að segja að þetta sé vandræðalegt þegar Maggi er að segja að Crystal Palace vinni..!

    Haha ég veit. Maggi verður óþolandi á næstunni. Djöfull skeit ég á mig þarna. 🙂

  10. Frábær leikur að enda á Old Trafford.

    Við drögumst gegn City, seinni leikurinn úti. Förum erfiðu leiðina og vinnum svo Cardiff í úrslitaleik. 

  11. Ef menn vilja fylgjast með drættinum: http://www.premier–streams.net/

    Liverpool, Man City, Cardiff og C. Palace í pottinum.

  12. Hversu týpískt, Man Shitty í undanúrslitum!!!

    En þetta var meira markið fyrra markið sem Palace skoraði.

  13. Það er bara flott að fá þennan leik. Skemmtilegra að vinna dolluna með því að vinna fyrir henni

  14. Hann Maggi er heldur betur búinn að vera meikaða í spádómunum undanfarið..

  15. Eigum þar að auki leikí deildinni á móti city úti 3. Jan, síðan er bikarinn 9. og 23 jan held ég

  16. Fínt að fá seinni leikinn heima. Gaman að fá tvo alvöru leiki, ég er ekkert vissum að tveir leikir gegn Cardiff eða Palace séu eitthvað mikið auðveldari leið. Það verður auðveldara að mótivera menn í undanúrslitaleiki gegn City en hinum tveimur liðinum, auk þess að það verður geggjað Anfield kvöld í seinni leiknum.

  17. “Crystal Palace eru sko með stórkostlegt knattspyrnulið… það er svo flottur buningurinn þeirra. Ég meina halló, leikmenn eins og Macheda einhver gaur sem skoraði eitthvað mark á móti Aston Villa, þetta eru bara tómir kjúkklingar og kjánar sem eru að spila fyrir UTD í kvöld, þeir eru að fara tapa í kvöld”
     
    Djös fagmaður Maggi.

  18. Maggi hlýtur  að fara oft í heimsókn á Sauðanes og lesa í garnir í vetur.  Flottur félagi 🙂  Góð úrslit í kvöld og drátturinn á móti Al Shitty er alveg eins góður og hver annar.  Við tökum þá bara og síðan Cardiff á wembley.

    YNWA

  19. Djöfull er ég ánægður með Magga að hafa haldið sig við þessa spá! HAHAH…held að Kristján Atli eigi að éta hatt sem að Maggi velur 😉

    YNWA – King Kenny we trust! 

Chelsea 0 Liverpool 2

Opinn þráður (UPPFÆRT – Lucas frá!)