Liverpool – Blackburn – 1-1

Líklega myndi ég ekki tjá mig um þennan leik strax ef ég ætti ekki skýrslu í dag, mikið djöfull er það einfaldlega lélegt að klára ekki þetta ákaflega vængbrotna Blackburn lið og það segir mikið meira en margt um vandamál okkar manna. Allt of margir leikmenn eru að spila langt undir getu og án sjálfstrausts og það sást enn eina ferðina í dag er við töpuðum tveimur stigum því það getur ekki talist annað en skandall að ná ekki í öll þrjú stigin í dag.
Ekki misskilja mig samt, Liverpool var mikið betra en Blackburn í dag, áttum að fá víti og markvörður þeirra var að spila sinn besta leik fyrir sína menn, reyndar sinn fyrsta líka.

Byrjunarliðið í dag var svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Maxi – Henderson – Adam -Downing

Carroll – Suarez

Bekkur: Gerrard, Kuyt, Carragher, Doni, Shelvey, Kelly, Bellamy.

Hér er einn partur af vandamálinu að mínu mati, leikkerfið 4-4-2 er löngu hætt að vera hip og kúl og hefur ekkert gert fyrir Liverpool F.C. Hvorki á þessu tímabili frekar en því síðasta. Við höfum ekki tapað á Anfield í ár, níu leikir án ósigurs, en þetta eru 3 sigrar og 6 jafntefli!! Þetta verður svo bara verra þegar skoðað er við hverja við höfum verið að gera jafntefli.
Leikurinn í dag var bara copy/paste af meirihluta leikja Liverpool í vetur, sóknarmennirnir eru bara einfaldlega ekki að vinna vinnuna sína almennilega og nákvæmlega ekkert fellur með liðinu.
Jólasteikin hefur eitthvað farið vel í okkar menn í gær því þeir komust aldrei úr 2.gír í fyrri hálfleik. Blackburn var með Mark Bunn í markinu í fyrsta skipti, 17 ára pjakk í bakverðinum gegn Downing og fleiri leikmenn sem eru vanalega ekki einu sinni byrjunarliðsmenn í botnliði Blackburn. Ofan á það meiddust Hoilett og Dunn í dag og samt gátum við ekki klárað þetta lið. Það er bara hreint út sagt lélegt.
Eftir hálftímaleik var Liverpool búið að skjóta ca 8 sinnum á markið og bara einu sinni hitt það og Andy Carroll sem fékk stóra sénsinn í dag var búinn að koma u.þ.b. tvisvar við boltann. Á 32.mínútu voru gestirnir reyndar mjög heppnir að fá ekki dæmt á sig víti (ekki að það hjálpi okkur mikið) er Maxi var dæmdur rangstæður rétt eftir að Bunn hafði brotið á honum innan teigs. Sjónvarpstæknin gerði okkur kleyft að sjá að þetta var rangur dómur en svonalagað gerist í fótboltanum og það getur ekki komið stuðningsmönnum Liverpool á óvart lengur. Eftir þetta héldu yfirburðir okkar manna áfram þó liðið væri bara á hálfum hraða allt þar til á 45.mínútu að Agger var eitthvað að gaufa með boltann með Yakubu í bakinu og endaði á því að gefa hornspyrnu. Charlie Adam toppaði sinn fyrri hálfleik svo með því að setja boltann glæsilega í eigið mark úr þessari hornspyrnu og var þetta alveg til að toppa alltsaman enda Blackburn varla farið yfir miðju í leiknum. Staða sem við þekkjum of vel.
Okkar menn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og lofuðu eins og svo oft áður góðu. Pressan jókst jafnt og þétt þar til Maxi skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Martin Skrtel af öllum mönnum. 1-1 og feikinóg eftir til að klára þennan leik og vel það.
En nei okkar menn bara geta ekki klárað færin sín og þessi leikur var engin undantekning á því. Mark Bunn átti stórleik eftir að hann fékk markið á sig og vann þetta stig á lokamínútu uppbótartíma með einni af markvörslum ársins eftir skot frá Carroll sem var auðvitað í dauðafæri.
Lokatölur í dag 1-1 og það jákvæða við það er að líklega bara geta stjórnarmenn FSG ásamt Dalglish og co ekki annað en séð þörfina á nýju blóði í sóknarleikinn núna strax í janúar.
Það er búið að laga vörnina og hún er góð. Þetta var níundi leikurinn í röð sem við byrjum með Reina – Enrique – Agger – Skrtel – Johnson og þeir eru að standa sig mjög vel heilt yfir. Það er ekkert hægt að gera við marki eins og við fengum á okkur í dag og því lítið hægt að kvarta yfir varnarleiknum sem reyndar hafði mjög lítið að gera í dag. Reyndar fannst mér Enrique eiga afspyrnuslæman dag og er ég þá aðallega að meina sóknarlega. Það tókst lítið af því sem hann var að reyna og skotin hans voru aldrei hættuleg. Johnson var skárri og báðir náðu reyndar aðkoma vel upp vænginn og opna vörn gestanna vel en fyrirgjafirnar skiluðu engu.
Á miðjunni erum við í vandræðum, ég trúi ekki á þetta 4-4-2 kerfi og held að það láti þessa miðjumenn okkar líta illa út oft á tíðum. Adam var ekki góður í dag og var eðlilega skipt útaf fyrir Gerrard sem var mikið betri. Sjálfur hefði ég samt viljað Gerrard inná í frjálsara hlutverk á kostnað Carroll. Gerrard er mun villtari en Adam og betri miðja hefði jafnvel getað refsað okkur fyrir plássið sem Gerrard skildi eftir er hann kom inná.
Downing er síðan fyrir það fyrsta alls ekki nálægt því að vera hægri kantmaður, þetta er svipað og að láta John Arne Riise spila hægri bakvörð því þeir eru svipað einfættir. Hann átti marga spretti upp og fékk nánast fría flugbraut með þennan óreynda bakvörð á móti sér en þar sem hægri fóturinn á honum er forskrúfaður á kom enginn hættulegur kross fyrir og ekkert varð úr skotfærunum hans. Hann er góður leikmaður og gæti sannarlega hrokkið í gang með smá sjálfstrausti en gefur okkur alls ekki nóg eins og hann er að spila þessa dagana.
Maxi var skárri hinumegin og skoraði markið okkar í dag, en hann er ekki heldur vinstri kantur. Mig langar að sjá þessa menn spila á réttum köntum með slána eins og Carroll til að gefa á.
Ekki það að Carroll hafi heillað mig. Ég veit ekki hvað þarf til að hann skori mörk. Hann hefur nýtt þau tækifæri sem hann fær mjög illa finnst mér og þessi leikur var dauðafæri fyrir hann til að láta ljós sitt skína. Hann var eins og farþegi mest allann leikinn og loks þegar hann fór að skapa sér færin varð ekkert úr því. Við vitum öll hvað hann getur og hann þarf ekki mikið til að koma sér í gang en eins og hann hefur verið í vetur er erfitt að afsaka hann. Færið í uppbótartíma var síðan til að toppa þetta því þar sannaðist að lánlaust lið Blackburn er samt heppnara en Andy Carroll.
Luis Suarez er síðan stöðug ógn í sóknarleik okkar manna en nýtingin hjá honum í vetur er mikið áhyggjuefni. Hann hefur lent í miklum stormi í allann vetur og það hefur greinilega tekið sinn toll. Hann þarf samt að fara skila meiru til liðsins, skora og skapa fleiri mörk og það strax.
Hroðalega pirrandi að ná ekki í öll stigin í dag og maður skynjar smá vonleysi í liðinu meðan það bara getur ekki skorað. Þurfum nýtt blóð í þetta, karaktera sem þekkja það að vinna og þola alls ekki að tapa, menn sem eflast í mótlæti og vinna leiki. Það kom einn þannig af bekknum í dag og mætti sannarlega haldast heill það sem eftir er. Comolli er síðan vonandi að leita að öðrum þannig karakter. Enginn af þeim sem kom í sumar er með þetta quality finnst mér nema Craig Bellamy sem líka gefur alltaf 100% í leikinn. Ef allir væru að gefa allt sem þeir eiga í alla leiki ætti þetta Blackburn lið ekki glætu í dag. Það er nefnilega alls ekki nóg að vinna Chelsea og spila mjög vel gegn City og United, lið sem geta það bara eiga að vinna svona leiki, alltaf.

Maður leiksins: Úllen dúllen doff……Maxi, hann skoraði og það er nóg í dag fyrir leikmann Liverpool.

141 Comments

  1. Hversu týpískt að markmaður sem á ekki venjulega að vera í markinu eigi toppleik gegn Liverpool?
    Djöfulsins aumingjaskapur alltaf hreint!

  2. Skita.
     
    Frábært tækifæri til að nálgast Chelsea varð að engu.
    Ömurlega lélegt, ég er vægast sagt brjálaður

    • þettaer ekki gott við verðum að fá góða leikmenn í janúar.!!
       

  3. Nei ekki góður markvöður – leikmenn Liverpool einfadllega geta ekki skorað mörk og það þarf að gera gríðarlega miklar breytingar til að eitthvað fari að gerast hjá þessu liði.

    Enn ein léleg frammistaða.

    ynwa

  4. Liðið er greinilega ekki betri en þetta, flest öll kaupin sem við gerðum í sumar eru léleg og við verðum að sætta okkur við að vera um miðja deild.
    Það þarf að kaupa betri leikmenn svo að við eigum að eiga möguleika á þessu 4. sæti sem við getum gleymt með þessum mannskap.

  5. Bunn….aldrei heyrt þetta nafn áður en gleymi því ekki í bráð. Held að ég kunni orðið nöfnin á næstum öllum markvörðum í deildinni.

  6. $%#!”#
     
    Best að segja upp áskriftinni að Stöð2Sport2. Tilgangslaus peningaeyðsla.

    Ég veit að maður á að standa með liði sínu í gegnum súrt og sætt og í KK we trust og maður er ekki sannur aðdáandi ef maður getur ekki stutt lið sitt þegar illa gengur og allt það, en maður getur orðið brjálaður. Það gengur bara ekkert upp hjá þessu liði gegn miðlungs og lélegum liðum. Ekkert.

    • Nákvæmlega það sama og ég hugsaði.
      Rúmlega 6 þúsund krónur á mánuði fyrir að koma manni í brjálað skap viku eftir viku!

      • Einmitt. Ég lifi verulega góðu lífi en það eina sem vantar upp á er að Liverpool gangi örlítið betur í fótboltanum.  Maður er kannski að láta gengi liðsins hafa allt of mikil áhrif á sig. Og svo getur þetta snúist við, allt hrokkið í gang og þá er nú fínt að lifa.

      • Eg hefi verið að hugsa það sama.  Andstyggðarpeningaeyðsla í eitthvað sem er að’ gera mann geðveikan.  Allar skýringar sem hugsast geta hafa komið fram en duga ekki til.  Þetta lið er einfaldlega ekki nógu gott.  Enn og aftur tekur Manure lið í bakaríið, lið sem við réðum ekki við að vinna.  Því er bara tvennt sem til greina kemur sem skýring.
        Í fyrsta lagi; liðið er ekki nógu gott og því þarf að selja eitthvað af þessum mönnum sem geta ekki unnið leiki og kaupa alvöru menn í staðinn. Skýring sem ég hallast að.
        Í öðru lagi. KK er að gera vitleysu í leikskipulagi og uppstillingu og þarf að fara að hugsa sinn gang.  4 – 4 – 2 ????  Gæti verið skýring eða þetta sé blanda af þessu tvennu.

  7. Er ég sá eini sem finnst að Dalglish eigi í hættu á að missa starfið sitt? Ekki koma með eitthvað froðusnakk að liðið er að sýna bætingu frá síðasta tímabili því það mun aldrei verða viðmiðunartímabil fyrir Liverpool FC. Mitt mat er 9 stig í næstu fjórum leikjum í deildinni eða þá að nýr stjóri skal vera fundinn. 

    • Já, bara þú og þessir þrír sem eru búnir að setja læk á kommentið þitt.

  8. Frammistaða liðsins ekki í LIVERPOOL klassa.  Hvaða afsökun hafa menn núna fyrir þessari ömurlegu frammistöðu ???,  Downing kemur fyrirgjöfum ekki yfir fyrsta varnarmann, trekk í trekk, miðjan með adam og henderson ömurleg, og svona væri áfram hægt að telja upp.  Þegar celski tapar stigum, þá gerum við það líka, sama við hvaða drullulið við erum að spila.

    VONBRIGÐI

    • já´, ég á ekki til orð með að menn verji þennan mann leik eftir leik, átti 1 fyrirgjöf sem skilaði sér á hausinn á suarez eftir horn og síðan 2 færi sem hann fór skelfilega með… ef menn eru bara að horfa á þessa sendingu og að hann hafi komið sér í færin , en ekki hvernig hann fór með þau og staðreyndina að nánast enginn bolti frá honum skilaði sér yfir fremsta varnarmann þá er það ótrúlega vitlaust 

  9. Við erum ekki betri en þetta. Held að menn verði bara að sætta sig við það og minnka væntingarnar. Þessi kallara sem voru fengnir í sumar eru ekki að höndla það að vera komnir í klúbb á stærð við Liverpool. Voru stórir fiskar í litlum tjörnum í sínum liðum og eru hreinlega ekki að meika það að stíga upp. Við erum eins og staða er í dag með lið sem er í kringum 6-7 sæti. Því er nú helvítis ver og miður. 

    • Eini raunverulegi heimsklassaleikmaðurinn sem hefur verið keyptur á síðustu misserum er Suarez. Aðrir eru góðir alþjóðlegir leikmenn en ekki heimsklassa leikmenn. Af einhverjum ástæðum verða menn að engu af því að spila með Liverpool eins og þeir höndli ekki pressuna. 

       

  10. Miðjan er einfaldlega ekki nógu góð og skapandi hjá Liverpool. Þeir virðast ekki geta skapað færi fyrir sóknarmenn, þau færi sem Suarez fær er hann oft að búa til upp á eigin spýtur. Maxi hefur gott nef og er oft réttur maður á réttum stað, og þannig varð markið til í dag, það var algjör grís að sendingin væri svona góð á hann. Þannig er nú það. Þegar maður horfir á miðjuna hjá Lpool er engan veginn hægt að sjá hver stjórnar henni, þetta eru ágætir einstaklingar (kannski ekki á heimsklassa, en eiga spretti), en enginn stjórnar. Gerrard vonandi breytir þessu.

  11. Í Desember mánuðinum áttum við að mæta þessum liðum

    Fulham,  QPR, Aston Villa, Wigan, Blackburn og Newcastle

    Flestir þar á meðal ég spáðu því að við myndum fá amk 15 stig af 18 mögulegum úr þessum leikjum.

    Við höfum fengið fokking 8 stig og 1 leikur eftir.

    Þetta er alveg út í hött.

     

  12. Þessi fyrirsögn “Úff, skandall að vinna þetta ekki.” lýsir hvað menn eru blindir á getu liðsins.
     
    Við erum ekki betri en stigataflan gefur till kynna. Kaup sumarsins eru bara léleg og það útskýrir árangur liðsins núna, hver ber ábyrgð  uuu,,, ekki er það Kenny??

  13. Þetta var svo lélegt að ég tjái mig ekki um þetta fyrr en eftir viku hið minsta!!!!!

  14. Kenny er ekki rétti maðurinn…. eins mikil goðsögn og hann er.
    Erfitt að kenna gömlum hundi að sita og Liverpool verða að gera e-ð í sínum málum.

    • Þannig er nú mál með vexti að hann skoraði EKKI. Það er það sem skiptir máli. Alltaf skemmtileg þessi ‘ef ef ef’ umræða. Ef frænka mín væri með böll þá væri hún frændi minn!!

    • Farðu nú ekki að byrja á þessu rugli. Reyndu frekar að finna þér annað lið til að halda með en að vera með svona komment.
       
      Þetta tímabil sem af er er búið að vera vonbrigði hvað varðar úrslit en liðið er að spila mun betur en oft áður. Það er bara að vona að liðið hrökkvi bara í gírinn fljótlega. Uppbyggingin tekur tíma og það er alveg út í hött að fara að krefjast þess að KK verði rekinn.

      • Ef það á að nota þessi rök, hefði þá Roy ekki átt að fá að halda áfram???

      • Liðið var ömurð undr stjórn Roy. Það sem vantar hjá okkur núna er að skora mörk. Nóg er liðið að skapa sér.

  15. kominn tími á nýjan framherja,  Andy Carrol gjörsamlega að skíta upp á bak. burt með þetta kvikyndi og það STRAX!

    • Ekki nota orð sem þú kannt ekki að skrifa rétt. A.m.k. flettu upp í orðabók áður (ef þú veist hvað það er). Svo legg ég til að þú finnir þér nýtt lið til að halda með því þú ert ekki verðugur Liverpool aðdáandi. Að láta svona út úr sér er bara heimska.

      • Ef allir væru jafn fullkomnir og þú KK þá væri lífið betra! mæli með því að þú farir að finna þér eitthvað annað að gera en að benda fólki á hvað það á að gera! hérna er skoðana frelsi upp að vissu marki allavegana og það þolir engin menn sem hafa þær einu skoðanir að setja út á stafsetningu hjá öðrum. Held að þú ættir að ath hvað þú vilt fá frá þessari síðu og ef það er ekki það sem þú villt þá geturu sjálfsagt blaðað bara í orðabók í þínum frítíma!
        Kenny hlýtur eiginlega engu að síður að vera farin að volgna allavegana á rassinum ásamt nokkrum leikmönnum Liverppol líka. þetta er ekki ásættanlegt og allt tal um tíma og nýtt lið er löngu fallið um sjálft sig.
        Striker í Jan kanntara í jan og miðjumann og þá helst tvo í jan ætti að vera málið þótt maður þykist vita að það verði aldrei nema kannski keyptur striker.
        Kenny er kannski kóngurinn en hann er ekki fullkomin og ætti að sjá sóma sinn í því að lána Carrol t.d bara til minna liðs eftir áramót þótt að hann hafi kostað okkur þennan pening, við sjáum þá á endanum hvort hann er eitthvað sem við viljum eiga eða hvort hann verði þá ekki bara jafnvel seldur í sumar.
        Adam= mínus 5 stig í síðustu tveimur leikjum og er bara ekki í þeim klassa að vera í starting 11 hjá Liverpool.
        Downing= gríðarleg vonbrigði og Maxi betri en hann fyrir allan peninginn.
        skipta þeim út mín vegna og fá aðra menn í þessar stöður strax í jan!
        YNWA
        Jakob

      • Samkvæmt íslensku orðabókinni er skilgreiningin á kvikindi eftirfarandi: slæmur maður, rætin persóna. Aðdáendur sem kalla leikmenn Liverpool kvikindi eru bjánar.
         
        Ég bið menn einfaldlega að slaka á í reiði sinni og vonbrigðum og temja sér kurteisi.
         
        Það er ekki séns að það sé farið að hitna undir hjá King Kenny. Hættu svo að hugsa um fótbolta eins og þú sért í Football Manager.

      • Ég væntanlega ræð því sjálfur hvernig ég hugsa um fótbolta hefði ég haldið eða er það ekki? finnst samt soldið eins og allir hérna eigi að hugsa og gera eins og þú segir og er ekki svo viss um að allir nenni að temja sér það að apa upp eftir bessivisserum eins og þér. í minni orðabók er kvikindi dýr sem ég nenni ekki að fara í nánari útlistanir á.

  16. Liverpool FC er í vondum málum, liðið er stútfullt af meðal-mönnum sem kunna ekki að skora!
    Ég tel stuðningsmenn Liverpool vera að spenna bogann of hátt trekk í trekk.
    Ég ætla að hætta að svekkja mig á þessu því ég er mjög nálægt því að skemma bæði jólin og svo áramót fyrir konunni..

  17. Flest allir Liverpool leikmen ættu að skammast sín og fara að æfa sig eða fara í varaliðið. Skömm að horfa upp á þetta og þessir nýju menn geta ekk rassgat og Carroll hvað er það og hver sagði Kenny að hann væri góður í fótbolta, gæti kanski slegið grasið. Nei annars þetta er ömurlegt samspil hjá mönnum sem svo hitta ekki einu sinni rammann, FOKK FOKKING FOKK. 

    • Carroll var fínn í þessum leik, líklega besti leikmaður Liverpool í þessum leik.

  18. Kóngurinn er fallinn. Ef einhver getur ekki horfst í augu við það þá er hinn sami ekki að horfa á liðið.

      • Ég ætla að vera eins hrokafullur og leiðinlegur og ég mögulega get við fólk með sillí komment. Stráklingar sem eru farnir að öskra eftir því að Kenny Dalglish verði rekinn núna og helmgingurinn af liðinu seldur út af því að liðið er ekki að vinna leiki leik eftir leik eru bara ekki í takt við raunveruleikann. Hrauna yfir liðið þegar illa gengur og eru ósáttir ef leikur vinnst ekki 5-0. Þið megið alveg tjá ykkur en ég hef fullan rétt á því að tjá mig á móti. Stór hluti þeirra sem eru að gagnrýna eru ómálefnalegir og með ótrúlega leiðinlegt málfar og orðbragð sem þið mynduð aldrei nota í daglegu tali.
         
        Við stöndum með liðinu þegar vel gengur og við stöndum líka með liðinu þegar illa gengur. Það er að sjálfsögðu drullu svekkjandi að hafa ekki unnið þennan leik og full ástæða til að gagnrýna liðið. En þið verðið að átta ykkur á því að það tekur tíma að byggja upp nýtt lið og það tekur tíma fyrir leikmenn að aðlagast. Ég treysti Kenny Dalglish fullkomlega í þessu verki og undir hans stjórn hefur liðið verið oft á tíðum að vera spila mjög vel. Þess vegna verð ég ótrúlega pirraður á kommentum um að það eigi að reka hann..

  19. Með algjörum ólíkindum að liðið skyldi ekki ná tuðrunni inn fyrir marklínuna þarna í lokin! Meira helv…. Staðan er alvarleg – það hlýtur að liggja ljóst fyrir. Okkur er fyrirmunað að skora! Nú er bara spurning hvað KK og hans teymi gerir í janúar. Eitthvað verður a.m.k. að gera í málunum. Djöf… skita.

  20. Í alvörunni ætla menn að fara að hrauna yfir Carroll núna? Hann var manna næst því að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Hvað með Suarez? Hann þarf virkilega að fara að taka sig saman í andlitinu. Leikurinn var ekki góður, en Blackburn voru yfirspilaðir. Sama gamla sagan, hræðileg færanýting og stórleikur hjá markverði andstæðinganna.

    Það er alveg ljóst að það þarf eitthvað að gerast í janúar. Verðum að nýta svona tækifæri til að saxa á topp 4 liðin. 

  21. Ég meina, við hverju búast menn. Við erum með Charlie Adam á miðjunni að stjórna spilinu hjá Liverpool FC. Rétt ágætur leikmaður sem féll með stórliði Blackpool í fyrra. Mikill sigurvegari þar á ferð. Hann er búinn að klúðra vítaspyrnu og skora sjálfsmark í síðustu 2 leikjum þar sem hann á að vera heili og hjarta liðsins.

    Þessi klúður eru auðvitað ekki bara honum að kenna en þú vinnur enga titla og jafna leiki með mönnum sem hafa ekki drápseðli og rétt sigurviðhorf, bara góða tölfræði. 

    Það þarf að kaupa leikmenn frá sigurliðum í Liverpool. Menn sem koma með aga, tækni, yfirvegun, aukin gæði og sjálfstraust inní hópinn. 
    Veit einhver afhverju Shelvey fékk ekki að spila í dag? Það er einn ungur leikmaður með gott sjálfstraust sem er ekki enn orðinn smitaður af Liverpool-óttanum við að skora og reyna óvænta hluti á fyrsta tempói.  

  22. Ég ætlað að halda áfram að spenna bogann hátt og spá því að flóðgattir opnist fyrir hvern leik. Ég ætla ekki að láta þetta eyðileggja jól eða áramót fyrir hvorki mér nér konunni og ég ætla að halda áfram að styðja þetta lið fram í rauðan dauðann.
    Sama hvað hver segir að þá finnst mér þetta lið spila betri bolta en í mörg ár og ef ekki væri fyrir bölvaða óheppni að þá værum við í allavega 3ja sæti í þessari deild.
     
    ÁFRAM LIVERPOOL YNWA!!!!!!!!!
     

    • Persónulega þá finnst mér comment eins og ” Liverpool vinnur Blackburn 5-0 núna” bara mjög barnaleg.. En menn mega hafa sýnar vonir og óskir til liðsins, en þetta er komið gott finnst mér. Menn mega styðja liðið að kappi og hafa trú á liðinu en fyrr má nú vera 😉 Allt er gott í hófi og alltaf gott að hafa keppnisskap, en við höfum ekki efni á því að spenna bogann hátt.

    • Þetta er rétta hugarfarið hjá sönnum stuðningsmanni. Það hlýtur að byrta til.

  23. Hvernig í andskotanum geta menn eftir þennan leik drullað yfir Carroll og ekki Suarez markvörðurinn sem enginn hafði heyrt um varði 2 meistaralega frá Carroll og Suarez hitti ekki einu skoti né skalla á markið ???? Þetta er orðið átakanlegt hvað allir þurfa að drulla yfir Carroll eftir hvert einasta skipti get nú sagt mína skoðun á því að Carroll fannst mér einna skásti maðurinn í liðinu og þá er ég ekki að segja að mér hafi fundist Carroll góður.

    • Vegna þess að Carrol var keyptur með það í huga að skora, á meðan Suarez átti að opna upp varnir og koma mönnum í færi ásamt að skora eitthvað líka.

      • Og hvað í andskotanum var Suarez þá að gera að skjóta úr gersamlega vonlausum færum og með hörmulegar síðustu sendingar. Eins og ég sagði þá er ótrúlegt að drulla endalaust yfir Carroll og enginn gagnrýnir Suarez þrátt fyrir að Suarez sé að spila alla leiki og ef Carroll er ekki með þá er Suarez fremsti maður og hann er akkurat ekkert að skora, það virðist alltaf vera hjá Liverpool aðdáendum að þeir eru búnir að ákveða fyrir leiki hvaða leikmenn fá drullið ef liðið stendur sig illa, fyrir 2 árum þá var allt sem miður fór í Liverpool Lucas að kenna núna er allt Carroll að kenna því við skorum ekki alveg ótrúlegt að lesa ruglið sem kemur úr mörgum hérna.

      • Fyrsta korterið kom Carroll ekki við boltan og gerir yfirleitt ekkert, það verður bara að viðurkennast á meðan fíflar Suarez varnarmenn upp úr skónum og þess vegna er ekki hraunað yfir hann. Það getur velverið að hann nái sér á strik eftir 1-2 ár eins og Lukas gerði en þangatil má alveg hrauna yfir hann. Suarez er 1 sá besti í bransanum en hann mætti skora meira og Carrol ennþá meira og ef hann mundi fífla menn eins og Suarez gerir þá væri ekki hraunað yfir hann, amen.

      • Já alveg frábært hvað Suarez fíflaði varnarmenn uppúr skónum það eina sem hann gerði í þessum leik var að reyna of mikið sjálfur og alltaf þarf hann að reyna að leika á leikmann allavegna 2svar. Ekki skilja mig þannig að ég sé eitthvað á móti Suarez en að gagnrýna Carroll eftir þennan leik og ekki Suarez er alveg fáranlegt þar sem Carroll var miklu nær því að skora heldur en Suarez og þeir spiluðu báðir sem framherjar og Suarez skapaði heldur ekki mikla hættu í þessum leik og það má alveg horfa á það en ekki alltaf drulla yfir Carroll. Held einfaldlega að stærsta vandamál Liverpool séu einmitt ekki endilega framherjarnir heldur er miðjan hjá Liverpool algerlega steingeld mar sér það á leikjum að miðjumenn Liverpool eru aldrei mættir í þessa svokölluðu seinni bylgju alveg sama hvort það er úr upphlaupi upp kantinn eða bara hraða sókn að þeir sitja alltaf eftir og set ég svolítið stórt spurningamerki við það að getur verið að það sé að verða of dýrt hvað allir tala um hvað vörnin sé góð að við séum bara of varkárir.
         

  24. Ég var einn af þeim sem voru svo spenntir að fá Kenny Dalglish í stjórastöðuna og viðurkenni það alveg að ég hélt að nú væru hlutirnir að fara að gerast. Hann verslar menn sem höfðu staðið sig vel með öðrum liðum tímabilið áður og maður var nokkuð spenntur fyrir þeim.

    En núna verð ég bara að segja það að ENGINN af þeim er að standa undir væntingum, hvorki KK né þessir leikmenn. Hvort það er geta leikmanna, stjóra, leikkerfi eða annað þá þarf AFTUR að fara að gera eitthvað þannig að Liverpool komist aftur á þann stall að vera eitt að þeim stóru í deildinni og evrópu.

    Ég er ekki með svarið því miður en mikið rosalega vona ég að einhver sé með það…

    Þessi leikur var jafn ömurlegur og Justin Bieber! 

    • Slakaðu á. Það sem vantar er að skora mörk nóg er af færunum. Svo átti Liverpool lélegan leik en áttu þó að hirða öll stigin þrjú.

      • Ertu að segja að það sé nóg að vera meira með boltann og skapa fleiri færi og þá er allt í góðu?

        Síðast þegar ég vissi þá voru það stigin sem telja og ég er aðeins farinn að hallast að því að þetta sé engin tilviljun eða óheppni að Liverpool sé ekki með fleiri stig en þetta og hvað þá skoruð mörk.

        Svo var ég ekki að segja að ég vildi KK í burt eða hinn eða þennan leikmann heldur einfaldlega að óska eftir einhverju jákvæðum breytingum. Við vitum það allir(flestir allavega) að KK er frábær stjóri en það má alltaf skoða einhverjar breytingar á t.d. kerfi eða liðsvali og jafnvel æfingum.

        Það er augljóslega eitthvað að þó svo liðið sé að spila skárri fótbolta en síðustu ár 

  25. Ég veit að LFC kemst á skrið eftir áramót enda liðið að spila vel. Það er færanýtingin sem er bölvun liðsins og nýr sóknarmaður verður að koma til. Carroll er hreinlega ekki klár í slaginn punktur! Þetta bull er fullreynt í bili. Carroll er í framan eins og gaurinn sem missti það í nærbuxurnar í leigubílnum á leiðinni heim með Heidi Klum. Nú er það dr. Sáli, varaliðið og æfingasvæðið uns hausinn og sjálfstraustið er komið í lag.

    Þrátt fyrir þetta niðurlægjandi jafntefli er ég glaður að sjá Gerrard kominn á skrið á ný. 

    Kaupa sóknarmann er must í janúar. Helst Lucas Podolski þótt það sé ekki að fara að gerast. Takk fyrir og gleðilega hátíð!

  26. Þetta er enginn skandall. Staðan er bara þannig í dag að Liverpool vantar gæði og vilja til að vinna lið eins og Blackburn. Við erum bara ekki nógu vel mannaðir. Það er ekkert skrítið að mörkin komi ekki þegar tíma eftir tíma enginn er inn í teignum til að taka við sendingunum, enginn fyrir utan til að taka fráköstin og svo má lengi telja. Vörnin hjá Liverpool er mjög solid en það virðist vera að koma algerlega niður á sókninni. Hugmyndin er að verjast sem lið, sem við gerum mjög vel, og svo sækja sem lið sem við gerum mjög illa. Það er ekki hægt að ætlast til þess að markmenn andstæðinganna eigi alltaf dapra leiki þegar þeir mæta Liverpool. Charlie Adam er ekki nógu góður, ekkert að koma út úr Downing, Maxi er slakur þrátt fyrir mark og Carroll virðist bara hafa tapað hæfileikanum til að skora mörk. 

  27. Þessi kaup Dalglish í sumar flokkast náttúrulega undir elliglöp… Það kaupir enginn heilvita maður Downing, Henderson og Carroll á rúmar 70£ milljónir… Það hlýtur að verda tekið fram fyrir hendurnar á Dalglish næst þegar leikmenn verða keyptir…

    Annars er hugmyndaleysið allsráðandi í sóknarleiknum og ég persónulega skil ekki afhverju menn eins og Adam og Carroll eiga séns á því að komast í liðið…

    Sjáiði þessa menn komast í byrjunarliðið hjá Chelsea, Scum, Tottenham eða Arsenal?

  28. Djöfull er þetta lélegt! þvílík hneisa!!! allir sem einn hjá þessum ástkæra klúbb okkar eru með drulluna í buxunum!!!

  29. Ótrúlegt að hugsa hvað hefði hægt verið að gera og kaupa fyrir allan þann pening Daglish hefur dælt í leikmannakaup . Kaldhæðni örlagana að kóngurinn sé að keyra Liverpool í skítinn, Adam, Carrol, Henderson, Downing, þetta er ömurlegt.

  30. Djöfull hafa margir fengið heimferðarleyfi yfir jólin frá sinni stofnun.. Liðið átti 28 marktilraunir í þessum leik og var með aaaaalgjöra yfirburði, samt drulla menn yfir liðið eins og Blackburn hafi átt skilið stig eða sigur úr þessum leik?   Og talandi um að KK sé ekki rétti maðurinn í starfið?  Andskotinn hafi það, hvað er í gangi í höfuðstykkjunum á ykkur?  Shit…  

     

  31. Margir leikmenn litu ágætlega út í þessum leik, en ég vill helst gagnrýna Henderson fyrir hugmyndaleysi, Jose enrique fyrir að vera ótrúlega lélegur framávið og Suarez fyrir fáránlegar ákvörðunartökur sóknarlega í þessum leik. 
    Ég hefði viljað sjá einhvern alvöru markaskorara koma inn í janúarglugganum og það er synd og skömm að Mario Gomez var ekki keyptur til liðsins á sínum tíma, ég efast ekki um hann væri kominn með þónokkur á þessu tímabili.
     
    YNWA
    Sigurjón

  32. Ó, almáttugi Fowler, veittu mér styrk, nú þegar ég er að missa trúna.
     

  33. Fyrir mér eru vandamál liðsins ekki mjög flókin. 

    1. Liðið er óstöðugt. Leikmenn sem eiga að bera liðið uppi eiga allt of marga slaka leiki. Charlie Adam er allt of óagaður fyrir þann stall sem við viljum að liðið sé á. Hann á fjölda mislukkaðra sendinga þótt ein og ein 40 metra heppnist.

    2. Sóknarspilið gengur ekki nógu hratt fyrir sig. Menn vilja klappa boltanum út í það óendanlega og þegar kantmenn eiga séns á að krossa á fyrsta tempói, þá vilja þeir taka 3-4 snertingar í viðbót, helst taka einn á og fyrir vikið er allt orðið stopp inni í teig og skítlétt að verjast.

    3. Menn eru ekki nógu graðir í teignum. Ef við horfum á muninn á Scum og Liverpool, þá er það fyrst og fremst það. Þeir koma með krossa á fyrsta tempói og inni í teig eru tvær bylgjur af leikmönnum. Fyrsta bylgja samanstendur vanalega af senter, framliggjandi miðjumanni og hinum kantmanninum. Næsta bylgja er með einum til tveimur miðjumönnum. Og þeir eiga yfirleitt alltaf séns í frákastið af fyrstu bylgju. 

    4. Hið augljósa. Senterarnir skora ekki. Við eigum ekki afgerandi markaskorara í dag. Í dag tefldum við fram 58 milljón punda virði af senterum og samtals hafa þeir skorað einhver 8 mörk á tímabilinu. Þeir eiga að vera búnir að skora 30 samtals, bæði miðað við kostnað og færin sem þeir hafa fengið. Það þýðir ekkert að afsaka þá eitt eða neitt, þeir koma með væntingar til félagsins og þeir standa ekki undir þeim. Mér er alveg sama hvað Luis Suarez er frábær leikmaður, skemmtilegur á að horfa og með gott attitjúd í leikinn, meðan hann skorar ekki þá er hann ekki að virka nógu vel. Kannski þarf hann bara hvíldina. Andy Carroll er að verða stóri bleiki fíllinn í herberginu. Hann kostaði 35 milljónir. Fyrir 35 milljónir eigum við að fá mörk. Við höfum ekki tíma til að bíða eftir einu eða neinu, með sama áframhaldi náum við ekki fjórða sætinu. 

    5. Of lítið af mörkum úr öðrum stöðum. Downing skorar ekki, Adam skorar lítið, Henderson skorar ekki, við fáum lítið af mörkum úr föstum leikatriðum. Við skorum ekki úr vítum.

    Lausnir:

    1. Án þess að vita það fyrir víst þá held ég að Kenny Dalglish leggi of mikla áherslu á það sem skilaði honum öllum titlunum í gamla daga. Five a side. Það sést vel úti á vellinum að five a side svínvirkar til að halda boltanum og spila sig í gegnum liðin en það er komið ágætt af því. Til að vinna leiki þarf að vera hægt að skora úr hornum og aukaspyrnum og til þess að geta það þá þarf að æfa það. Og æfa það mikið. Og æfa vítaspyrnur. Það þarf líka að taka mikið af skotæfingum og slúttæfingum, skora úr fyrstu snertingu gegn markmanni og varnarmönnum. Taka krossaæfingar – combination-æfingar til að æfa tímasetningar á hlaup og kross. Mér finnst eins og það sé engin samhæfing milli krossa og hlaupa inn í teiginn.

    2. Kaupa einhvern af eftirtöldum: Demba Ba, Darren Bent, Barrios eða Gomez. Kaupa kantmenn sem krossa almennilega. Krossa á fyrsta tempói og eru no nonsense leikmenn.  

    3. Kaupa betri og stöðugri miðjumann. Það sást vel í dag hversu liðið hresstist við innkomu Steven Gerrard. Adam er of hægur, óagaður og klaufskur til að geta haldið uppi spilinu í þessu liði ef það á að komast hærra en það er í dag. Hann getur verið fínn að koma inn af bekk og fínn til að hafa í hóp. En sem lykilmaður er hann ekki nógu góður. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

    Niðurstaða:
    Þetta er ekkert vonlaust og ómögulegt, vandamálin eru ekki þess eðlis að erfitt eða dýrt sé að ráða bót á þeim. Kenny Dalglish og hans fólk þarf hins vegar að koma auga á þau og finna ráð til að leysa þau. Ef hann getur það ekki þá er hann ekki rétti maðurinn í djobbið. Ég hef hins vegar fulla trú á því að hann beri kennsl á þessi vandamál og þap sé aðeins tímaspursmál hvenær þau komast í lag  

  34. Hey er Liverpool að keppast um bestu tölfræði í deildinni? Flestar heppnaðar sendingar, fæst mörk fengin á sig, flest skot að marki, flestir krossar inní teig, flest skot í stöng og slá, fæst skoruð mörk?

    Horfum á staðreyndir, Wigan gat auðveldlega skorað og unnið 1-0, Blackburn gat auðveldlega unnið 2-1 ef Dunn væri ekki svona mikill klaufi. Við gátum auðveldlega unnið Wigan 5-0, Við gátum auðveldlega unnið Blackburn 5-1 , En samt enduðu báðir leikirnir með jafntefli…

    THAT’S FOOTBALL!

    Til að vinna fótboltaleik þarftu gæði og heppni. Við höfum gæði gegn “litlu” liðunum en enga heppni.
    Gegn “stóru” liðinum höfum við heppni en ekki gæði.
    Samt sem áður vinnum við “stóru” liðin en ekki þau “litlu”.. Hvað fáum við útur þessu?
    Okkur vantar heppni..

    Liverpool fær verðlaunin ÓHEPPNASTA liðið fyrir áramót.
    Ég vona svo innilega að við snúum þessu okkur í hag og nælum okkur í slatta af heppni eftir áramót. 

  35. Er ekki hægt að banna Lúlla að tjá sig á þessari síðu?

  36. Það hljómar kannski skringilega þegar að liðið er ekki að skora, en þeir skjóta allt of mikið úr lélegum færum. 27 skot í dag, eitt mark (skalli úr markteignum). Utd. skutu 20 sinnum í 5-0 sigri á Wigan, Newcastle 11 sinnum í 0-2 sigri. Það er klárlega tenging milli þess og öllum þessum klúðrum. Eitthvað sem þarf að fara yfir á æfingasvæðinu.

  37. Sumir segja að Liverpool sé fyrirmunað að skora, ég sá eitt mark skorað í dag. Þar með er sú ranga staðhæfing staðfest.

    Að tala um að það eigi að reka stjórann,  slík umræða er svo fáránleg að mínu mati og ber skort á almennri skynsemi.

    Samkvæmt töflunni þá erum við ennþá heilum þremur stigum frá þessu blessaða 4.sæti sem stefnan er greinilega sett á að flestra mati. Eigum 20 leiki eftir í deildinni og samkvæmt þeirri staðreynd vil eg ekki utiloka okkar möguleika á 4.sætinu eða ofar. 

    Staðreynd líka að við erum að fá fæst mörk á okkur í deildinni og ef ég man rétt þá var vörnin mikið hugarangur hja mörgum fyrir veturinn. Við eigum frábæran markmann einnig. Auðvitað skorum við ekki nóg, það sjá allir en við erum samt þrátt fyrir það í bullandi sénsi á CL sæti.

    Það er mikill sjónarsviptir af Lucas og Gerrard, vonandi er sá síðarnefndi kominn til baka úr meiðslum og svo eigum við Cole í útláni og vonandi verður eitthvað keypt í janúar.

    Blackburn var yfirspilað að mestu leyti í dag, 64,7% possession staðhæfir það og 27markskot á móti 6 (þar af 7 á markið a móti 1). Blackburn hreinsuðu 53var sinnum á móti 5sinnum hjá Liverpool…
    http://www.liverpoolfc.tv/match/last-match/last-match-statistics 

    Okkur vantar slúttin, það er rétt en mig langar að biðja fólk um að hætta að tala eins og 8ára krakkar sem tapa boltaleik í leikfimistíma.
     
    Alvöru stuðningsmenn rökræða en hrauna ekki yfir liðið sitt. 

    • Í alvöru Svavar? Nær metnaðurinn þinn sem Púllara ekki lengra en að það sé ásættanlegt að “eiga “bullandi2 séns í CL sæti”? Við erum búnir að missa af fyrsta sætinu og deildin hálfnuð. Liverpool aðdáendur eru orðnir langþreyttir að eiga ekki séns í fyrsta sætið í deildinni og horfa upp á Scum rúlla þessu upp og vera komna með fleiri titla total en við. Liverpool er lið sem á að keppa um það á hverju tímabili. Við erum búnir að missa Scum Utd fram úr okkur á þeim bænum sem hefði ekki verið mögulegt í blautum draumi United aðdáenda fyrir 10-15 árum.

      Svo finnst mér umræðan hér frá sumum að það megi ekki gagnrýna liðið og KD afspyrnu þreytt – enda má fara að gera kröfur til liðsins (hvað voru margar milljónir punda á bak við hvern leikmann Púllara á móti Bladkburn í dag?) í það minnsta á móti þessum lélegri sem Liverpool getur ekki klárað (sem er mikill munur á erkióvinunm sem slátra liðum sem við rétt náum jafntefli við). HFF.

  38. Held að margir hérna haldi að KKD hafi ekkert vit á Knattspyrnu.

    Hvað margir af ykkur hafa gert Liverpool að englandsmeisturum? 

    kommon við vorum miklu betra liðið í dag eins og í flestum leikjum í vetur  það þarf bara að bæta einu inní spilið núna og það er kallað heppni. 

    við höfum verið eistaklega óheppnir í vetur. 

  39. Árangurinn á Anfield þetta tímabilið er til skammar. Ég trúi ekki öðru en að það sé farin að myndast smá pressa á kónginum. Maðurinn fékk nægan pening til að styrkja liðið í sumar og það hefur bara alls ekki gerst. Eina bætingin er Enrique sem er einfaldlega frábær bakvörður.

    Downing er flopp það sem af er leiktíðar, honum skortir bara alla tækni og er nánast undantekningarlaust lesinn af mótherjunum. 

    Adam hefur auðvitað verið fínn inná milli en hann er núna búinn að kosta okkur 4 stig í 2 leikjum.

    Henderson er auðvitað ungur og ég sé hellings “potential” í þeim manni. Hann á bara eftir að vaxa á komandi árum. 

    Ég er alveg hrikalega svekktur með þessu úrslit,  það þarf að gera róttækar bætingar á þessum hóp í janúar og kaupa framherja, og skapandi miðjumann. 

  40. Þeir sem eru að rausa hérna um að það eigi að reki Kenny eru á villigötum að mínu mati, liðið er að skapa helling af færum bæði hálffærum og dauðafærum.  Vörnin er mjög þétt og er að fá á sig afskaplega lítið af mörkum.
    Ef að það er horfti yfir leikina á þessu tímabili eru þónokkuð mörg stig búin að tapast á skelfilegan máta, það er hægt að skrifa bæði á klaufaskap leikmanna og góðan varnarleik eða markvörslur andstæðingsins.
     
    Ég er hinsvegar á því að það þarf að skerpa verulega á sókninni. Liðið hefur ekki efni á því að bíða eftir því að Carroll eða Suárez fari að skora reglulega.
    Henderson er því miður bara efnilegur og Adam er númeri of lítill til að stýra leik liðsins og Downing er miðlungsmaður sem hann hefur alltaf verið og verður alltaf.
    Ég sagði í upphituninni fyrir leik að það væri lágmarkskrafa að rústa þessu botnliði sem er búið að vera í ruglinu það sem af er tímabils en nei við gerum jafntefli á Anfield við þá og mér finnst það vera skýr skilaboð til stjórnar, stjóra og eiganda að við erum bitlausir fram á við og það þarf að laga hið snarasta ef við eigum að eiga einhvern möguleika á meistaradeildarsætinu sem hlýtur bara að vera markmið tímabilsins.
     
    Langt frá því að vera gott en gæti verið mun verra. Vonandi gerist eitthvað í janúar.
     

  41. Menn verða aðeins að draga andan….Liðið var nú ekki að spila svo illa. Yfirburðirnir miklir.
     Spurnin hvað Fowler hefðí skorað mörg ef hann hefði verið með 🙂

      smá lukka hlítur að fara snúast aðeins á sveif með liðinu.   

  42. Ég er nú farinn að velta fyrir mér hvort yfirvofandi 8 leikja bann L.S. gæti verið blessun í dulargervi?
    Ekki misskilja mig, dýrka manninn og hans hæfileika til að sprengja varnir andstæðingana, en þessi þörf hans til að sóla alltaf 2-3 áður en hann reynir skot úr mjög þröngu færi er byrjuð að taka á mínar taugar.
     
    Annað, þið sem eruð að óska eftir nýjum striker í janúar, hvaða maður á það að vera?
    Hvaða topp striker kemur til liðs sem allt bendir til að verði ekki í CL á næsta tímabili, í janúar? (nema liðin sem við erum að keppa við skíti meira á sig en við)
    Er ekki bara kominn tíma á að einhver úr Academíunni fái sénsinn, Sterling t.d.?
     
    Við erum að sjá “unglinga” hjá öðrum liðum standa sig vel hjá öðrum liðum, af hverju ekki okkur?

  43. Það var allt hræðilegt í dag hvað varðar Liverpool. 442 er ekki að virka. það er stjóranum að kenna.
    Leikmenn sem komu á árinu 2011 eru ekki að virka undir þeim sem eiga að stjórna LFC.
    Ég var að bilast í fyrra útaf gangi mála hjá LFC og það hefur ekkert batnað nema fjárhagstaðan og liðið spilar skemmtilegri bolta.EN ég er að bilast á þessu tímabili líka? Samt er allt betra. Hvað er að gerast. Er hægt að tala bara um óheppni endalaust?
    Nei því miður er niðurstaðan hjá mér sú, þegar tímabilið er hálfnað að sá sem stjórnar er ekki rétti maðurinn.

  44. Sælir félagar.

    Kannski er ég einn um þá skoðun, en ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með Luis Suarez undanfarið.

    Hann er án efa hæfileikaríkasti leikmaður Liverpool, en því miður kemur alltof lítið út úr honum. Persónulega finnst mér hann alltof oft reyna of flókna hluti og ætla að klára hlutina sjálfur… oftast án árangurs.

    Menn vitrari en ég hafa sagt að það séu ekki endilega liðin með bestu einstaklingana innanborðs sem vinna leiki og titla heldur liðin sem spila best eins og lið. Þessu trúi ég og þessa stundina finnst mér Suarez varla passa inní liðið. Kannski er hann hreinlega of góður til að spila með þessum leikmönnum.

    Vonandi mun hann detta í gírinn fyrr en seinna, ekki er vanþörf á. Mér hefur þó oft fundist hann sleppa vel frá gagnrýni undanfarið. Hann kann kannski að klobba, taka skæri og allt það en mér finnst óttarlegur Forlan (hjá Man Utd) bragur á leik hans. Það gengur hreinlega ekkert upp hjá honum þessa dagana. Smá bekkjarsetja myndi mögulega gefa honum smá blóð á tennurnar og láta hann átta sig á því að hans frammistaða til þessa er ekki nægilega góð til að vera fastur byrjunarliðsmaður hjá Liverpool.

    Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að styðja liðið, þjálfarann og leikmennina. Slíkt breytist ekkert. En kalt mat mitt er að sennilega sé best að gíra sig inná annað tímabil án meistaradeildar. Reynist það rangt mat er alltaf skemmtilegra að láta koma sér á óvart en að verða fyrir vonbrigðum.

    Gleðilega hátíð.

    YNWA

  45. Mig langar í Rafa Benitez aftur!
     
    Ég horfði á Season Review frá hinu goðsagnakennda leiktímabili ’87-’88 í gær. Þessu magnaða fótboltaliði sem hefur verið líkt við mörg bestu knattspyrnulið sögunnar. Það vakti ákveðin óhugnað hjá mér hve liðið minnti mig mikið á Liverpool-liðið í dag. Líkamlega sterkt sóknarlið sem spilar tilviljanakenndan direct bolta þar sem treyst er á að einn snillingur (Barnes/Suarez) geri einhverja snilld. Þetta virkaði fyrir 24 árum síðan en þetta virkar ekki lengur. Sorry.
    Fótboltinn hefur breyst. Ensk knattspyrna hefur þroskast og þróast um mörg ljósár á þessum tíma. Menn eins og Wenger, Mourinho, Benitez og Ferguson (sem hefur einatt elt breytingarnar og þróað lið sín eftir þeim) hafa breytt enska fótboltanum. Innleitt aga og skipulag í sóknarleik liðanna. Þetta sést ekki í Liverpool-liðinu í dag. Því miður.
    Charlie Adam er ekki nógu góður til þess að vera leikstjórnandi í liði sem ætlar sér meistaradeildarbaráttu og verður það aldrei. Ef ég ætti að taka út einn leikmann og gera hann að blóraböggli þá er það hann. Það virðist ekkert vera æft. Menn taka sér of mikinn tíma í það að hugsa hvað sé best að gera þegar það ætti að vera orðið innprentað í hausinn þeirra á æfingasvæðinu. Tímasetningar á krossum og hlaupum eru lélegar. Úrslitasendingar eru engar. Menn skjóta á markið við fyrsta tækifæri frekar en að gefa úrslitasendingar sem geta skapað raunverulega hættu og brotið upp varnir andstæðinganna.
    Ég man eftir því frá Benitez árunum að þá var Steven Gerrard óagaðasti og eigingjarnasti leikmaður liðsins. Sá sem tók heimskulegustu ákvarðanirnar og sá sem skaut honum frekar en að gefa á menn í betri færum á milli þess sem hann gerði einhverja stórkostlega snilld.
    Í dag kom hann inná og var best spilandi maður liðsins, sá eini sem gaf boltann á menn í betri færum í stað þess að skjóta sjálfur, og þegar jafn eigingjarn knattspyrnumaður og Gerrard er skyndilega farinn að líta út eins og liðshugsandi playmaker, þá er eitthvað mikið, eitthvað MJÖG mikið að í allri hollingu liðsins.
    Það getur svosem alveg verið að við vinnum Man. City eftir viku, og það getur svosem alveg verið að við munum komast langt í bikarkeppnunum. Það getur svosem verið að Gerrard haldi sér heilum það sem eftir er tímabils og bjargi því sem bjargað verður. En vandamál liðsins eru stærri en svo að einn senter til eða frá muni bjarga okkur.
    Ef það verður ekki farið í drastískar aðgerðir varðandi leikskipulag og sóknaraðgerðir liðsins mun ekkert lagast hjá liðinu. Ekki á þessu ári og ekki á næstu árum. Gerrard gæti mögulega hugsanlega reddað okkur í ár, en það er ólíklegt og hann mun ekki gera það mörg ár í viðbót.
    Ef ekkert er að gert munu krossarnir áfram vera tilviljanakenndir, hlaupin inn í teigin áfram vera tilviljanakennd, allar sendingar tilviljanakenndar, öll hlaup tilviljanakennd. Sem gerir það að verkum að öll færi liðsins verða tilviljanakennd, allur sóknarleikur liðsins verður tilvijanakenndur, færanýtingin á tilviljunum mun áfram verða tilviljunum háð og engu mun breyta þó heimsins bestu finisherar verði fengnir til liðsins.

    Þessi bolti virkaði þá, hann virkar ekki lengur. Sorrý. Eftir 18 leiki í deild erum við búnir að skora 21 mark. Jafn mörg mörk og liðið hans Roy Hodgson var búið að skora eftir 18 leiki. Hollingin á Liverpool-liðinu í dag er nær liðinu hans Roy Hodgson heldur en Liverpool-liði Benitez. Það er ótrúlega sorglegt. 
    Með úrsérgengna og úrelta hugmyndafræði á bak við skipulag liðsins munum við aldrei aftur komast í Meistaradeildina. Því miður.
     

    • “Ég man eftir því frá Benitez árunum að þá var Steven Gerrard óagaðasti og eigingjarnasti leikmaður liðsins. Sá sem tók heimskulegustu ákvarðanirnar og sá sem skaut honum frekar en að gefa á menn í betri færum á milli þess sem hann gerði einhverja stórkostlega snilld.Í dag kom hann inná og var best spilandi maður liðsins, sá eini sem gaf boltann á menn í betri færum í stað þess að skjóta sjálfur, og þegar jafn eigingjarn knattspyrnumaður og Gerrard er skyndilega farinn að líta út eins og liðshugsandi playmaker, þá er eitthvað mikið, eitthvað MJÖG mikið að í allri hollingu liðsins.”   

      afsakið, en ert þú hálfviti?    

    • True.  KK þarf að fara að skipta um kerfi, þetta 4 4 2 kerfi er ekki að virka. 
      Benites kom með það skemmtilega kerfi 4 2 3 1 kerfið og það er klárlega til mannskapur í þetta kerfi.

      Fjórir fræknu í vörninni, Spearing og Henderson á miðjunni (Lucas annars),
      Carrol frammi, Gerrard, Suarez og Kuyt/Bellamy.  Svo eru nokkrir vindlar þarna í viðbót:  Downing, Maxi o.s.frv. …. 

      Er svo ekki hægt að selja þennan Adam?  Ofmetnasti pésinn. Klárlega.  

    • Kristinn vinsamlegast útskýrðu hvað þú átt við með samlíkingunni við liðið 1987-1988 því ég bara skil hana alls ekki?

      • Ívar Örn kemur inná það í ummælum nr. 42.
        Ég hvet þig eindregið til þess að skoða Season review 87-88 á youtube. Í minningunni er þetta kannski háaðvanserað tiki-taka sem myndi rúlla upp Barcelona liðinu hans Guardiola. Ef maður hinsvegar skoðar holningu liðsins hlutlægt þá er hún ekki svo langt frá miðlungsliði Liverpool dagsins í dag.
        Við vitum það að æfingaprógramið hjá Liverpool 9. áratugarins var fyrst og síðast 5-a-side. Í öllum hólfum stundatöflunnar. Alltaf. Það virkaði þá. Hugsunin var sú að það þyrfti engin leikkerfi, þyrfti ekki að æfa færslur eða fyrirfram ákveðnar hlaupaleiðir. Sérfræðingar þess tíma ályktuðu réttilega að það að láta menn spila 5vs5 myndi örva mönnum nægilegan leikskilning og búa menn undir allar þær aðstæður sem kynnu að koma upp í leik. Sú hugsun gekk fullkomlega þá. Síðan eru liðin 24 ár. Varnarskipulag liða hefur gjörbreyst á þessum árum og ef þú ætlar að byggja sókn þína á aðferðum sem virkuðu fyrir 24 árum þá muntu einfaldlega ekki skora mörk.

        Ég spyr þig á móti:
        1. Hver heldur þú að sé markmið Kenny Dalglish með Liverpool-liðið sem hann er með í dag, þeas, hver heldur þú að sé hugmyndafræðin á bak við liðið?

        2. Að hvaða leyti er sú hugmyndafræði frábrugðin þeirri hugmyndafræði sem hann var með fyrir 24 árum síðan?
         

  46. Þetta var alveg til að toppa það!!! Liverpool er einfaldlega ekki með gæðin sem þarf. Svo einfalt er það. Og hvað eru menn að drulla yfir Carroll? Hann átti miklu betri leik en Suarez í dag en samt er verið að drulla yfir hann. Suarez átti nokkur skot í dag en EKKERT þeirra fór á ramman sem sýnir einfaldlega að hann er bara ekki þessi topp “finisher” sem flestir halda að hann sé. Já, mér er alveg sama hvað þið segið.. hann er það bara ekki.
     
    Mér fannst Carroll töluvert betri en Suarez í dag og í sjálfu sér ekki við hann að sakast þó svo þessi leikur hafi ekki unnist… hann hitti þó allavega rammann.
     
    Ömurleg niðurstaða, og við eigum svo sannarlega ekki skilið komast í meistaradeildina með svona spilamennsku. Það er einhverveginn orðið þannig að ef liðið skorar ekki á fyrstu 20 mínutunum á Anfield þá er maður farinn að örvænta. Svo slæmt er þetta orðið. ARGGG!!!

  47. Svavar Station #46 með virkilega gott innlegg.
     
    Auðvitað er ég brjálaður yfir úrslitum dagsins en staðan er samt sú að liðið er enn í mótun og rétta blandan hefur ekki ennþá verið fundin.  Virkilega ánægður með innkomu Gerrards í dag, ég var farinn að garga á sjónvarpið og heimta Adam útaf vellinum.
     
    Svo átti markmaður Blackburn ekki stórleik heldur var færanýting okkar til skammar.  Eina varslan hans var á 95 mínútu en annars ekkert sem hann gerði sérstaklega til að færa Blackburn þetta stig.
     
    Ekki gera úllen dúllen doff.  Martin Skrtle var okkar besti maður í dag og er búinn að vera það í undanförnum leikjum PUNKTUR.  Maðurinn hefur ekki stigið feilspor í síðustu 10-12 leikjum Liverpool er búinn að vera rock solid í vörninni.  Það er að miklu leyti til honum að þakka að LFC er búið að fá á sig svona fá mörk.  Ótrúlegt hvað það er oft horft framhjá varnarmönnum í valinum á manni leiksins.

    Kv gamall varnarmaður :0)

    • Hann var svosem næstur inn en Blackburn fór varla yfir miðju í dag og það bar ekkert voðalega mikið á Skrtel í leiknum. Það er svosem gott þegar varnarmenn sjást lítið en mér fannst hann lítið bera af í leiknum. 

      Svo er úllen dúllen doff skothelt kerfi.  

  48. Ég er sammála 53 það er kominn tími á nokkra unga í þetta lið þeir geta bara ekki verið verri kostur en margur í þessu liði núna.

  49. Þetta raus um óheppni eftir hvern einasta leik fer gríðarlega í taugarnar á mér. Það er orðið ansi aumt að menn komi hér inn eftir hvern einasta leik og væli yfir óheppni og dómaraskandal. Ég er með þessu samt ekki að segja að við séum ekki óheppnir eða dómarar hafi verið okkur sérstaklega hliðhollir. Alls ekki. En gengi LFC í vetur verður ekki skrifað á þetta tvennt.

    Ég vil fyrir alla muni halda KD en við verðum að opna augun fyrir því að ákveðin mistök áttu sér stað í janúar síðastliðnum og í sumar. 70 mills fyrir Downing, Henderson, Carroll og Adam. Ég viðurkenni það að ég var sérlega ánægður með kaupin á Downing í sumar og fagnaði því að nú loks væri kominn out and out winger í liðið. Ég var einnig ánægður með að sjá Adam koma til liðs við okkur og hélt með því að við værum að fá deadball spesjalísta. Henderson og Carroll voru meiri ráðgátu kaup fyrir mér. En samt ungir og efnilegir leikmenn sem Kenny virtist og virðist hafa tröllatrú á og því var ég bara glaður, þó að verðið á Carroll hafi verið fáránlegt. En það er svo oft búið að fara yfir ástæður þess að ég held að flestum sé nú ljóst afhverju það var svona yfirgengilegt. 

    Þó að Downing hafi byrjað ágætlega, krossað í gríð og erg, tekið spretti með boltann og litið heilt yfir þokkalega út, hefur hann nákvæmlega engu bætt við leik LFC. Oftar en ekki finnst mér hann gera allt rétt þar til kemur að lokasendingunni eða skotinu, þá tekur meðalmennskan við og hann fellur á prófinu  aftur og aftur.

    Adam má eiga það að hann er alltaf að reyna. En er hann að reyna of mikið?
    Ég veit ekki en hann tapar bolta eftir bolta og á Hollywood sendingar þegar auðveldari leið er beint fyrir framan hann. Ég vil þó ekki endilega úthúða manninum fyrir það, hann virðist alltaf vilja vinna leikinn og á stundum finnst mér hann eini leikmaðurinn sem er að reyna, þó að það gangi bara alls ekki hjá honum(guð minn góður hvað ég sakna Xabi). En þessi hugsun mín að hann yrði okkar deadball spesíalísti er algjörlega horfin. Hvað kom fyrir löppina á gaurnum sem tók stórhættulegar horn- og aukaspyrnur fyrir Blackpool ? 

    Carroll má vel vera efnilegur fyrir mér, bara að það sé hjá öðru liði en Liverpool. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að setja eyðslumet félagsins í leikmann sem kemst ekki í liðið. Man City og Chelsea hafa efni á slíkum lúxus en ekki við. Ég get alveg séð hann blómstra á einhverjum tímapunkti en vera hans í liðinu í dag er ekki að hjálpa honum. Hann er eins og fiskur á þurru landi og ég er viss um að hann finni það sjálfur og sjálfstraustið hrapi hraðar en bandarískur verðbréfasali á leið útum gluggann árið 1929.

    Henderson ætla ég ekkert að taka fyrir því ég er bara pínu ánægður með hann. Hann kostaði samt ansi mikið og réttilega má benda á það að við gætum hafa keypt betur fyrir þessa leiktíð. En ég hef trú á því að hann eigi eftir að verða góður fyrir okkur og ég sé mun meira í honum en þeim hér að ofan.

    Vörnin er fín og JE var frábær viðbót. Það er bara sorglegt að sjá það sem er fyrir framan vörnina ekki virka. 

    Ég held að því fyrr sem stjórnendur liðsins sjái og viðurkenni mistökin sem gerð voru í sumar því betra. Downing, Carroll og Adam eru rándýrir leikmenn sem hafa nákvæmlega ekkert gert til að bæta liðið okkar. Eitthvað þarf að gera og mér er sama hvað það verður, lesning, breyttar áherslur í leik þeirra eða einfaldlega sala með tapi.

    Við þurfum styrkingu í janúar og styrkingin á að koma í formi einhvers á síðasta þriðjung vallarins, sé það framherji, kanntmaður eða miðjumaður. Mér er alveg sama við getum bætt okkur allstaðar því ekki var það gert í sumar. 

    • 70 mills fyrir Downing, Henderson, Carroll og Adam.

       
      Liði þér betur ef þessir leikmenn hefðu kostað minna?

      • Það liði örugglega mörgum talsvert skár ef þú myndir ekki vera með svona leiðinleg og neikvæð “reply” trekk í trekk!

  50. þetta fer að koma hjá okkur.géfum andy og luis meiri sjens saman og sanniði til, þer verð besta framherjapar heims. þeir leikmenn semhafa verið að koma eru einfaldlega að aðlagast. Downing á eftir að raða inn stoðsendingum, carlie á eftir að verða óstöðvandi og henderson sem er besti ungi miðjumaðurinn í dag. Svo eru menn að hypa upp phil jones, hann er dúkkulísa við hliðina á okkar manni.
    Talandi um varnarleikinn, þá erum við með bestu vörnina í evrópu sennilega. skrtel, langbesti varnarmaðurinn í deildinni er einsog hershöfðingi með agger eða carra sér við hlið. svo erum við með besta marmanninn og besta stjórann…
    Ekki örvænta kæru félagar.

  51. Vá hvað það verður gaman að sjá Carroll í Stoke búining á næsta ári!  Hugsanlega fer hann þá að skora?

  52. Strákar mínir strákar mínir. Ég er með lausnina.

    Reina
    Skrtel-Hyypia-Agger
    Alonso-Hamann-Lucas
    Gerrard-Murphy
    Suarez
    Torres

    Bekkur: Dudek,Enrique,Carra,Mascherano,Carroll,Fowler

    Þetta lið gæti aldrei klikkað 

  53. Þetta er einfalt, það vantar graðan potara, við erum með sólara og skallara en það er ekki nóg.

  54. Ég hreinlega skammast mín fyrir að halda með LIVERPOOL,.

    Þetta er svo  hrikalega lélegt að það er ekki fyndið,.,

    Kv,. einn alveg hrikalega svekktur 
    Með von um betri tíð   

  55. Það eru engar afsakanir. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott. Allir, og þá meina ég ALLIR, þurfa að líta í eigin barm og sjá hvað þeir geta gert betur. Mér er alveg sama hvað þeir heita – Kenny, Comolli, Adam, Gerrard, Carroll o.s.frv. – þeir eiga allir að geta gert miklu betur en raun ber vitni.

    Sama gildir um okkur. Við höfðum miklar væntingar. Í dag er ljóst – eða ætti að vera flestum ljóst – að við erum aldrei að fara að vinna leiki 5-0 eða 6-0 eins og allir hér kalla eftir. Staðan í deildinni lýgur ekki. Liverpool er ekki nægilega gott til þess. Þetta er ekki svo flókið.

    Við getum talað um færin sem hafa farið forgörðum, sláar- og stangarskotin, yfirburðina í skotum á markið eða hversu mikið liðið er með boltann. Allt skiptir að engu máli á meðan tölfræðin er svona:

    21 mark – 18 leikir

    9 heimaleikir á árinu – 3 sigrar

    Blackburn, Norwich og Swansea eru annaðhvort lélegustu lið deildarinnar eða nýliðar í deildinni, og þau fara frá Anfield með stig.

    Þetta er ekki bara lítið vandamál hjá Liverpool sem verður hægt að laga með kaupum á einum sóknarmanni í janúar.

    Þið ykkar sem trúið því ennþá að Liverpool sé bara svona óheppið í sínum leikjum – menn skapa sína eigin heppni. Það er Liverpool ekki að gera.

    Og við ætlum okkur að komast í meistaradeildina á næsta tímabili … ég frábið mér allar athugasemdir um að ég sé ekki nægilega góður stuðningsmaður … en ég sé það bara ekki gerast að Liverpool nái nokkru betra en 6 sæti á þessu tímabili. Og er þá vel í látið, og við megum prísa okkur sæla fyrir það.

    Homer 

  56. Hinn skoskiættaði og fagurtennti Charlie Adam er búinn að kosta okkur 4 stig í tveimur leikjum!! Klúðraði víti í síðasta og svo með fráleitt sjálfsmark í dag. Út með gaurinn, hann getur ekki neitt. Út með veskið í janúar og inn með Pippo Inzaghi eða einhvern svoleiðis megapotara af guðs náð svo við förum að skora einhver mörk. Þetta hlýtur að vera falin myndavél og Hemmi Gunn að fela sig einhver staðar á Anfield,,,,trúi ekki öðru. Þvílík endemis ólukka á einu liði.

  57. Djöfull fannst mér samt gott að sjá Stevie koma inná, stemmningin á liðinu líka gjörbreyttist.
    Annars, já þá var þetta hrikaleg skita og ekki í fyrsta skiptið á þessari leiktíð.
    En ég nenni ekki að beina spjótum að neinum í augnablikinu, enda bitur og reiður. Best að sofa af sér “fótbolta þynnkuna” fyrst og byrja svo að kryfja þetta á morgun.
     

  58. Það er alveg orðið ljóst að kenny gamli er ekki að fara gera neitt með þetta lið . Reyndar hef ég ekki haft trú á honum frá upphafi . En mín tillaga er að ráða Brendan Rodger hjá Swansea . Smá áhætta en hann er ungur og hefur verið að gera góða hluti með liðið .

  59. Ég er nú búinn að horfa á nokkra Liverpoolleiki í haust og mér finnst að Liverpool sé líklega með slökustu miðjuna af liðunum sem eru í topp 6-7.  Ég held að ein af ástæðunum fyrir mörgum stangar og sláarskotum sé sú að oft er verið að reyna skot af löngum og jafnvel þröngum færum.  Mér finnst vanta á miðjuna mann sem býr til færin, kemur með úrslitasendinguna og sprengir varnir andstæðinganna.  Svona Van der Vaart týpu eða einhvern álíka (mætti samt alveg nenna að verjast líka 🙂 )  Suarez er góður, snöggur og leikinn en hann virðist vera að reyna að gera of mikið á eigin spýtur og oft flókna hluti og ég held að það sé vegna þess að hinir eru ekki að þjónusta hann nægilega vel.  Sama með Carroll greyið hann fær ekki úr miklu að moða þegar hann er frammi, fáir krossar sem hitta á hausinn á honum.

    • Þetta með miðjuna og Van Der Vaart commentið er nákvæmlega sama og ég sagði fyrir nokkrum vikum

  60. Ég er að spá í að taka fótboltahlé bara.

    Ég var í jólaboði í dag þar sem gestgjafinn var United maður. Þar af leiðandi var united – wigan í gangi, en stundum skipt yfir á liverpool og man city leikinn. Sem betur fer kannski sá ég ekki mikið af okkar leik.

    Ég glotti þegar ég sá byrjunarliðið hjá rauðnef og hugsaði ‘cocky bjánar, nú tapiði stigum’. Carrick í hafsent, og Valencia í bakverðinum, Gibbalingurinn á miðjunni o.s.frv.. Fáranleg liðsuppstilling. Og í þokkabót fyrir mig var enginn Vidic, Rio, Smalling, Jones, Rooney, Welbeck, Cleverley, Fletcher, Anderson etc.

    Samt fokkin rúlluðu þeir yfir Wigan, 5-0. Þetta skítalið, Wigan, sem við gátum ekki einu sinni skorað mark á móti þótt við fengum vítaspyrnu hér fyrir 10 dögum.

    Við erum bara algjörlega getulausir frammi. Ekkert sjálfstraust, ekkert gengur upp. Djöfull er ég pirraður.
     

  61. Hvað fer eiginlega fram á þessu spjallborði þessa dagana??? Nú er liðið komið á mun betri veg en það var t.d. í fyrra og allar þessar raddir um að hversu frábær kaupin voru hjá liðinu og aðeins á einu ári er búið að snúa liðinu til betri vegar osfrv. Svo allt í einu þessi sprengja sem maður les hérna inni.  Maður á ekki orð! “Rekum Dalglish” og fleira rugl er náttúrulega bara að lýsa áhangendahópi LFC svona nokkurn veginn upp til hópa. 
    Ég er EKKI að segja að liðið hafi staðið sig vel en ég er heldur ekki að segja að þeir séu að spila svo illa að það eigi að reka bara allt og alla. Við erum réttilega að byggja upp lið sem hefur verið 15 ár í algjörri lágdeyðu og rugli og það gerist bara ekki á einu helvítis ári! Jú, við gerðum FÍN kaup í sumar sem er allt í rétta átt en það þarf að skoða markaðinn aftur í janúar og svo aftur næsta sumar til að tálga hópinn frekar.
     
    Þetta er mín krítík á LFC:
    Stewart Downing ER góður leikmaður þótt hann sé ekki alltaf með toppleiki. Hann er okkar eini alvöru kantmaður sem sést í leikjum okkar í uppstillingunni 4-4-2. Sú uppstilling krefst tveggja kantmanna og þarf Dalglish að leiðrétta þau mistök fljótlega. Dirk Kuyt þarf að ég held að selja til að sú staða verði leyst að fullnustu því hann hefur því miður ekki fengið að tjá sig í framlínunni eins og hann á að vera, og mun ekki gera á meðan hann er hjá LFC.  
    Miðjan hjá LFC hefur EKKI verið alveg upp á sitt besta þótt maður sjái meiri fljótanda í leik liðsins en áður. Það er oft talað um að leikmenn hafi mikinn leikskilning osfrv. en það er svo sannarlega hægt að segja að Charlie Adam sé “Jekyll & Hyde” í því samhengi. Hann getur losað 50 metra sendingu sem skapar hættu og síðan fengið gult spjald eða gert eitthvað heimskulegt fyrir fáránlegar sakir. Hann missir of oft boltann á hættulegum stöðum þar að auki.  Henderson er ungur og maður sér hann ekki oft í leikjum sem kannski segir að hann sé að vinna þá vinnu sem fólk talar ekki um eða þá að hann er arfaslakur. Er enn að gera upp við mig hvort það er.
    Sóknarleikur liðsins þarf á öðrum “Suarez” karakter að halda þeas, leikmanni sem getur opnað leikinn og gert hluti og í því samhengi vil ég endilega fá Christian Eriksen frá Ajax, litla gaurinn hjá Basel með furðulega nafnið og/eða Hazard til að hjálpa til. Kaup sumarsins hafa hjálpað en það þarf meira til.
    Mérfinnst menn þurfi aðeins að slaka á með að láta reka stjórann strax því það er náttúrulega fásinna. Eigendur liðsins keyptu ekki liðið á skít og kanil til þess eins að fjárfesta ekki í því. Ég er viss um að aðrar 100 milljónir verði settar í leikmenn í janúar og í sumar til að laga liðið enn frekar en þess er þörf. Í guðanna bænum sko slökum á í skítkastinu svo.

    • skoðaðu meðaltal downings í úrvalsdeildinni áður en þú kemur með svona staðhæfingu, er með 3.5 mörk og 4.5 stoðsendingar per tímabil eftir 18-19 ára aldur yfir 8 tímabil .. sem ER ömurlegt 

      • Sá Jason McAteer koma með athyglivert komment á LFCTV um daginn. Hann var að tala um hversu lélegar sendingarnar hans voru inn í teig, en inni í teignum ver Robbie Fowler nokkur sem skoraði iðulega eftir þessar sendingar sama hversu ómögulegt það var, og lét Jason líta allvel út í kjölfarið. Það er spurning hvort hægt sé að yfirfæra þetta á Downing karlinn.

  62. ég er búin að blóta svo mikið í dag shit hvað þetta getur farið í hausin á manni ég vill sjá einhverja róteringu með byrjunarlið í næsta leik ég meika ekki meira svona kjaftæði

  63. Liðið langt fra þvi að vera á pari þessa daganna en allt tal um að láta KD fara eftir varla ár í starfi lýsir gríðarlegu þekkingarleysi á íþróttinni fögru.
    Fáir ef nokkur sem ég myndi treysta betur til að stýra Liverpool skútunni. Hinsvegar þurfa all margir leikmenn að fara hífa upp á sér brækurnar.

    Góðar stundir 

  64. Það er á stundum sem þessum að ég vildi að Benitez og Dalglish væru að vinna þetta saman.

  65. fór á Górilluna í dag til að upplifa smá stemingu…… varð fyrir vonbrigðum… á einum stórum skjá var verið að sýna leik með unted……. enn liverpool a tveim öðrum stórum…. einstaklega pirrandi þegar annar helmingurinn fagnaði reglulega…… og tók steininn út þegar dæmt var af okkur mark og pakkið fagnaði ógurlega ólukku okkar…… fór heim í hálfleik og kláraði leikinn þar….. finnst vanta uppá að þetta sé liverpool heimavöllur……..áfram Liverpool

  66. Mér finnst óþarfi að draga einhvern einn út úr liðinu sem sérstaklega lélegan, svo drulluslappir voru þeir allir. En mér fannst reyndar magnað að sjá muninn á Gerrard og Adam, Gerrard, nýkominn úr meiðslum byrjaði strax í fjórða gír, var eins og brjálað naut um allan völl á meðan Adam tekur hálfgerðan Poulsen á þetta og forðast alla snertingu eins og heitan eldinn.
    En hvað á það annars að þýða að bíða með að setja sóknarmann inná þar til á 80. mínútu? Kenny veit fullvel að liðið á í erfiðleikum með að skora, hélt hann virkilega í heilan hálftíma að við myndum skora 2 mörk í leik án þess að fjölga í sókninni? Ef það er ekki hægt að fjölga í sókninni á móti Blackburn, hvenær er það þá hægt?

  67. Án þess að vlja vera með eitthvað bögg, þá held ég að í augnablikinu séu Liverpool ekki nógu góðir til að vera að berjast um titilinn. Vörnin er búin að vera góð, en það virðist koma niður á sóknarleiknum. Að hafa misst Lucas, ótrúlegt en satt, er mjög slæmt fyrir ykkur. Fyrir tímabilið hefðu menn hlegið af því, en þetta sama var uppi á teningnum hjá okkur United mönnum, þegar við misstum Cleverley. 

    Andy Carroll er í augnablikinu nær því að vera 6m punda virði, en 35m. Fyrir mann sem hefur átt í skapgerðarvandamálum, er það helvíti stór verðmiði að standa undir. En þar sem hann er ungur ætti hann að fá sjéns allavega út næstu leiktíð. Þið verðið þá bara að horfa framhjá slæmu köflunum, eins og við united menn erum að reyna með De Gea. Að sama skapi held ég að Suarez muni ekki láta bjóða sér það lengi ef hann er úthrópaður rasisti á öllum völlum Englands. 

    Kaupin á Charlie Adam skil ég ekki, það eru svo margir aðrir betri leikmenn sem hefði verið hægt að fá fyrir svipaðan pening. Til dæmis eitthvern af þessum frönsku kraftsvertingjum sem eru að koma upp núna eins og M´wila. Downing er líka skrýtin kaup, kantmenn eiga ekkert að vera hvítir, því við hvítingjar kunnum ekkert að hlaupa hratt.  Bestu kaupin eru tvímælalaust bakvörðurinn.

     

  68. Ókei ég er með leikskipulag sem getur bara ekki klikkað!

    Chuck Norris–Chuck Norris–Chuck Norris–Chuck Norris
                        Chuck Norris–Chuck Norris
               Chuck Norris–Chuck Norris–Chuck Norris
                                    Chuck Norris

    Þetta getur ekki klikkað 

  69. Þetta er flottur hópur hjá okkur en það vantar ennþá 2-3 klassaleikmenn. Menn mega ekki gleyma því að það er ekki langt síðan að þetta lið var brunarústir á leiðinni í gjaldþrot og allt gjörsamlega á öðrum endanum.
     
    Kenny og Clark eru að byggja þetta upp og menn verða að fá tíma til þess, liðið er oftast nær að spila skemmtilegan fótbolta og erum að fá á okkur örfá mörk.
     
    Sóknarmenn liðsins eru hins vegar ekki að gera sig en ég held að það fari að koma bráðlega.
    Gerrard er kominn til baka og bara það mun hjálpa gríðarlega mikið í sköpunargáfu liðsins.
     
    Hversu marga slæma leiki hefur liðið átt ?
    Ég veit um einn þar sem að liðið var verri aðilinn og það var á móti Spurs og við vorum með 9 menn á vellinum.
    Allir hinir leikirnir höfum við átt að klára enda verið betri aðilinn á vellinum.
    Menn þurfa aðeins að róa sig áður en farið er að drulla yfir allt og alla sem koma að liðinu.
    Við erum rétt á eftir chelsea og Arsenal og þegar sóknamennirnir vakna þá verðum við í góðum málum.

  70. Eins ömurlegt og það er að tapa 2 stigum sem virðast gefin er algerlega fráleitt að afskrifa KD núna. Ef einhver getur komið okkar ástsæla klúbbi á þann stað sem honum ber þá er það Kenny Dalglish. Ég vildi óska þess að aðstandendur djöflana hefðu verið eins óþolinmóðir gagnvart rauðnef eftir hans fyrstu tímabil því þá hefðum við ekki þurft að horfa á þann djöfulsins klúbb enda fyrir ofan okkur ár eftir ár. KD er maður af sama kalíberi og hann mun skila þessum klúbbi á toppinn aftur. 

  71. Það er varla hægt að hrósa liðinu fyrir að hafa verið meira með boltann í leik gegn Blackburn! Þegar þeir mæta liði eins og Liverpool, þá vill Blackburn helst ekkert hafa boltann. Þeir vilja liggja til baka og beita skyndisóknum. Þeir eru bara nokkuð sáttir á meðan leikmenn LFC rúlla boltanum á milli sín á eigin vallarhelmingi og á miðjum vellinum. Það var ekki mjög mikil hætta sem stafaði af okkar mönnum í dag, þrátt fyrir tölfræðilega yfirburði á öllum sviðum. Það voru ekki nema tvö síðustu skot okkar sem virkilega voru að valda usla, auk Maxi þegar hann skoraði.
    Ég er ekki sammála því að liðið hafi spilað vel í dag. Oft í undanförnum leikjum höfum við getað notað þau rök, en ekki í dag. Ef Liverpool vinnur ekki neðsta lið deildarinnar, þá er Liverpool ekki að spila góðan leik. Svo einfalt er það. Það þarf að kaupa inn í janúar, allavega eitthvað að skoða liðuppstillinguna.
    En við erum svo sem ekkert í afleitum málum og maður hefur enn á tilfinningunni að það búi meira í þessu liði heldur en það sem það hefur sýnt hingað til. Kannski hlutirnir fari að falla aðeins betur með okkur, Gerrard haldist heill og boltinn fari í stöng og inn, en ekki stöng og út.
    Það er ekki öll nótt úti enn og kannski sjáum við endasprettinn frá því í fyrra byrja aðeins fyrr og endast alveg út tímabilið!

  72. Ég vill ekki einu sinni hugsa útí það hvar við værum staddir i deildinni ef við værum i evropukeppni! Ég er farinn að efast verulega um að Dalglish hafi það sem þurfi til að rífa Liverpool upp. Hann var jú frábær stjóri fyrir 15-20 árum, veit ekki alveg með það i dag!

  73. Slaka á og strjúka á sér kviðinn.  Margfallt betra Liverpool lið en við höfum verið að horfa á undanfarin ár.  Eru betri aðilinn í öllum leikjum ef undan er skilin Tottenham leikurinn.  Munið þið hvernig þetta var í fyrra þegar þegar Poolarar voru yfirspilaðir leik eftir leik á þessum tíma og það sem meira er voru eiginlega bara oft heppnir.  Núna er hins vegar dettur ekkert með okkur en það er ekkert að spilamennskunni.  Svakalega slæmt ef menn ætla að fara að missa þolinmæðina.  Þetta fer klárlega að detta með okkur

  74. Charlie Adam hefur skorað 2 mörk og átt 7 stoðsendingar, sá sem hefur átt flestar stoðsendingar af öllum í deildinni á 9 stk þannig að hann er ekki að standa sig ver en aðrir frekar betur og hann væri búinn að eiga fleiri stoðsendingar ef menn gætu bara skorað úr þeim…. vörnin sér um að fá ekki á sig mörk, og það er að virka, miðjan á að halda boltanum og það er líka að virka og sóknin á að skora en það er ekki að virka,… það væri rugl ef kenny myndi getað lagað allt sem var að liðinu á hálfu tímabili….Við erum 3 stigum frá 4 sætinu og það er ekki af því að við höfum verið heppnir, nei, það er vegna þess að ekkert hefur gengið með okkur, við höfum líka verið að spila flottann bolta og yfirleitt mikið betra liðið, mörkin eiga efir að koma….    PS. þeir sem vilja skipta um stjóra tvisvar á hverju tímabili eða eftir hvern tapleik eru að halda með vitlausu liði….   CHELSEA er ykkar lið……..    😉

Byrjunarliðið gegn Blackburn

Opin umræða – 442