Liverpool 2 Man Utd 1

Dásamlegt í alla staði.

Eftir þessa viku er erfitt að vera eitthvað lógískur og ég ætla bara að leyfa tilfinningunum að ráða hér.

Set þó upp byrjunarliðið:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Enrique

Carragher
Downing – Henderson – Gerrard – Maxi
Carroll

Óvænt liðskipan sem satt að segja gekk ekki vel upp. Við byrjuðum ágætlega, en mjög varfærið. Það var hins vegar fín ákvörðun hjá Rauðnef að setja David De Gea í markið og hann var ekki að líta vel út þegar við komumst yfir eftir horn. Captain Fantastic klíndi bolta á markteiginn, keeperinn fraus og Daniel Agger skallaði boltann í netið við mikinn fögnuð.

Því miður duttu okkar menn alltof aftarlega eftir þetta og United refsaði okkur fyrir það þegar Enrique leit illa út, tapaði tæklingu fyrir Rafael sem setti hann á Park sem jafnaði 1-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var áfram sá sami, United var með boltann en skapaði ekki mörg færi og við á hælunum. Á milli 60. og 70. mínútu ákvað Dalglish að hætta leikkerfistilrauninni, tók Maxi, Gerrard og Carragher útaf, henti Adam, Kuyt og Bellamy inná og stillti upp í 4-4-2:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Enrique

Kuyt – Henderson – Adam – Downing

Carroll – Bellamy

Satt að segja var ekkert í gangi og það stefndi í replay sem hefði orðið fyrsti leikur Suarez eftir bannið.

ENNNNNNN! Direct route eitt tryggði okkur sigur. Útspark frá Reina, Carroll SULTAÐI Evans og flikkaði boltanum í gegn, sem betur fer var Evra inná, hann spilaði Dirk Kuyt réttstæðan, hann stillti sig af og dúndraði á nærhornið hjá De Gea sem var alltof aftarlega, 2-1 og völlurinn trylltist.

Það sem eftir var vorum við nærri því að skora, Carroll átti frábæran skalla í stöng og Kuyt dauðafæri upp úr því en það þurfti ekki meir, 2-1 sigur á liði hins illa og allt geðveikt, Suarez hljóp niður í klefa og þar er gleði núna.

Dásamlegur áfangi og miðað við það sem Twitter-menn tala um var stanslaust sungið um Hillsborough í útiáhorfendaboxinu án svara heimaliðsins. Það allra besta sem gat gerst, við unnum og leikurinn virðist hafa verið auglýsing fyrir fallegasta og besta klúbb í heimi!

Get ekki meir, er úrvinda og farinn að fagna. Viðurkenni það að ég hafði ekki trú á að við færum svona með þessa viku, en KÓNGURINN KENNY sýndi okkur hvað er hægt að gera með skipulagi, einurð og hjarta.

Get ekki valið mann leiksins, elska alla sem komu nálægt þessum leik.

IN ISTANBUL WE WON IT FIVE TIMES

Hjartanlega til hamingju öll – njótið dagsins og næstu samskipta við United-menn!

105 Comments

  1. Jááááá!!!! Hvað er hægt að byðja um meira, ég var drulluhræddur þegar ég sá uppstillinguna fyrir leik, fanst Dalglish vera alltof varkár. .

    en hvað veit ég?

    Þetta gekk fullkomnlega upp hjá Kónginum og mikið verður þetta sólrík og falleg helgi ! 😀

    Eini svarti punkturinn hlítur að vera að núna verður Kuyt ákærður fyrir rasisma því afhverju hefði Evra annars drullað á sig og klikkað á dekkningu þegar hann skorar? 😉

  2. Snilldin ein !
    Ég vissi það um leið og ég sá að De Gea væri í markinu að sigurinn yrði okkar : )

    Til lukku öll!

  3. Fékk einhver annar líka gæsahúð þegar hhann horfði á Suarez fagna mörkunum í dag?!?

  4. Flottur leikur, Kenny með alvöru skiptingar sem skiptu máli, rétt tímasettar. Leikmenn sem hafa ekki verið að standa sig í vetur stóðu sig vel í þessari viku í sigri og “sigri” á báðum mancester liðunum. Mér finnst Carroll hafa fríað sig aðeins frá gagnrýni í þessari viku, lagði upp bæði sigur mörkin í þessum leikjum. Þó hann hafi ekki sett hann sjálfur þá er þetta samt þvílík bæting. Vona að hann og Downing séu aðeins að vakna núna. YNWA

  5. Verð að pósta þessu hér líka:

    Burn in the ring of fire!

    We’r not racist. We only hate Mancs!

    Allt þetta á vel við í dag.

  6. Æðislegt. Endalaust hvað þessir sigrar lyfta manni upp. Dirk Kuyt er búinn að vera úti að skíta í vetur en kemur sterkur inn þegar það skiptir máli. Nuff said, ekkert einhver súper leikur á að horfa, lítið um glötuð færi og oft hálfgert ráðaleysi í sóknarleiknum. Sluppum líka vel þegar Welbeck komst einn í gegn en það skiptir öllu að klára, það sést hvað best í svona leik. 

  7. Ensku lýsendurnir voru búnir að rippa á Carroll allan leikinn fyrir að vinna ekki skallaeinvígi, svo vinnur hann það mikilvægasta í leiknum. 

  8. Af hverju tala allir um Downing/Henderson sem flopp? De Gea er að mínu mati verri leikmaður en þeir en kostaði samt meira.

  9. Hail to the King!!
    Taktískur sigur hjá Dalglish. Tvöfalda skiptingin í seinni hálfleik gerði gæfumuninn. Liðið færði sig framar og fór að pressa.
    Frábært handrit sem gekk upp. Evra klikkaði í vörninni í lokin og Liverpool skorar sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þvílíkt drama, þvílíkt KARMA!!!
    Ég var smeykur við nálgun Liverpool fyrir leikinn, fannst hún full varnarsinnuð en kónugurinn vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Það var greinilega þreyta í mannskapnum eftir leikinn gegn stóra bróðir í Manchester fyrr í vikunni. Ferskir fætur komu inná í seinni og kláruðu dæmið.
    Carroll fannst mér eiga góðan leik í dag. Var ekki áberandi í fyrri en kom sterkur inní pressuna í seinni og vann vel varnarlega allann leikinn. Sama hvað menn segja um Kuyt, hvort hann sé útbrunninn eða eitthvað í þeim dúr. Sorry guys, hann er gulls í gildi í svona leikjum. Barátta hans smitar út frá sér og hann er rauður í gegn. Aldrei sér maður hann hætta eða einhver neikvæð effect. Þegar hann yfirgefur Liverpool þá verður hans sárt saknað og hans ávallt minnst á jákvæðan hátt.
    Maður leiksins: The King and his red army!!!

  10. #6. Hitt stórkostlega fyrirbrigðið sem kom fá Liverpool borg voru Bítlarnir og vilja sumir meina að ekkert merkilegra hafi komið fram á 20. öldinni. Þeirra boðskapur var ást, friður og hamingja. Því skil ég ekki af hverju þarf að hamra á hatri. Ég a.m.k. hata engan. Ekki einu sinni ManU (þoli þá reyndar ekki, en hata alls ekki). Hættu að pósta þessu bulli.

    Annars frábær leikur, sérstaklega seinni hálfleikur hjá okkur mönnum. ManU var ekki að skapa neitt þó svo þeir hafi skorað þetta eina mark (skrifast á Enrique) og héldu boltanum vel seinni hluta fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var okkar manna sérstaklega eftir skiptingarnar. Carroll var bara flottur í þessum leik.

  11. Góður fótbolti skiptir ekki máli í svona leikjum, það skiptir máli að vinna svona leiki.  

    Heilt yfir klók uppsetning á liðinu og góðar skiptingar sem breyttu leiknum.  Pungur á kallinum að taka sóknarafstöðuna fram fyrir að vernda 1-1. 

    Virklega gaman að sigurmarkið kemur frá KUYT sem ég er búinn að vilja gefa, kannski er bara best að eiga hann áfram og svo virkilega gaman að sjá varnarmistökin frá “negrónum” sem skóp þetta mark.  Í settinu hjá ITV var Roy Keane og hann hraunaði yfir “negróinn”.  

    Miðað við okkar heppni, er þá hvað City eða Chelesa næst? 

  12. Tökum eftir því að þessir tveir leikir gegn Manchester liðunum koma í kjölfarið á einhverri verstu frammistöðu liðsins í langan tíma. Eins og máltækið segir: “stundum verða hlutirnir að versna til að geta batnað”

  13. Mikið var þetta dásamlegt, hrein unun og aðeins 1 leikur eftir hjá Suarez, gerist ekki mikið betra 🙂

  14. Djöfull er mér sama um frammistöður leikmanna eða hvað var í gangi fyrir þennan leik, Liverpool vann, Dirk Kuyt skoraði eftir varnarmistök frá Evra á 88.mínútuog við förum áfram.

    Ef þetta væri Hollywood mynd þá væri þetta endirinn þar sem góða liðið vinnur loksins það slæma eftir mikið og ósanngjarnt mótlæti 

  15. Það er svo sweet að taka scums svona í lokin. Það tekur vikuna að renna af manni og ekki hefur maður drukkið dropa. Nú er að njóta þess og vera svo klárir í næsta leik. Og bara einn leikur í Suarez.YNWA

  16. Sælir félagar.

    Fullkominn endir á fullkominni viku a fullkomnum degi hjá fullkomnu liði með fullkomnum stuðningmönnum á fullkomnum velli með fullkomnum stjóra á móti rauðnefjuðu hreindýri og ófullkomnum leikmönnum þess.

    Semsagt fullkomin hamingja.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  17. UFF erfitt, en þessar skiptingar gengu upp, takk fyrir það KD, frábær vika og helgin verður bara yndisleg.Árið 2012 verðu okkar þrátt fyrir mótlæti frá mu-mu og fleirum, alltaf best að svara fyrir sig á vellinum.til hamingju allir Liverpool menn.Áfram Liverpool

  18. Minn kæri #16. Ég pósta því hér inn sem ég vill. Þú lest það ef þú vilt.

  19. Maður leiksins klárleg Carrol. Eins og einn gamalreyndur þjálfari sagði, mér er alveg sama hvað senterinn minn gerir í leiknum bara ef hann skorar sigurmarkið eða leggur það upp þá er hann búinn að skila sínu.
    Þannig Andy Carrol maður leiksins

  20. Þetta var mark nr. 50 hjá Kuyt fyrir Liverpool….þvílík tímasetning  (°°,)

  21. Frábær sigur,,,,frábær vika.Ekki leist mér vel á uppstillingu okkar í byrjun,og mikið finnst mér Maxi slappur leikmaður greyið, hann vinnur lítið skapar sér ekki svæði tekur menn ekki á og virkar allt of passívur,enn mér fanns Skrtel vera frábær í þessum leik sem flestum öðrum,við mættum einu lélegasta Mansester liði sem ég hef séð lengi þeir ógnuðu lítið og settu aldrei neina alvöru pressu á okkur,,,, KK kom með góðar skiptingar í seinni hálleik(sem betur fer) sem frískuðu upp á okkar lið,, eins var gaman að Kuyt skoraði sitt fyrsta mark í þessum risa leik,,, Þetta verður frábær helgi. til hamingju Púlarar.

  22. De Gea hljóta vera ein verstu kaup síðasta sumars. Hvernig á tvítugur pjakkur að verða næsti Van der Saar? Ég fatta ekki af hverju Sörið lánaði hann ekki í langan tíma eða keypti einhvern reyndari. Samt ánægður með hann í dag, því við unnum!

  23. Var með guttan í Paradísalandi (Akureyri) og horfði á leikinn þar innan um fullt af 6-7 ára guttum, þeir fögnuðu innilega þegar Bellamy kom inná.  Annars frábær dagur og góð vika, bæði Manchester liðin sigruð.  Til hamingju allir Liverpool stuðningsmenn.

  24. Til hamingju bræður og systur! Fyrir leik töldu eflaust margir að Ferguson væri að gera tvenn mistök, að setja De Gea í markið, og að nota Evra. Merkilegt að akkúrat þessir menn klúðri leiknum fyrir þá, langt síðan Ferguson hefur gert sig sekan um svona dómgreindarleysi…sem er gott….MJÖG GOTT!!

  25. Frábært alveg! Það er vika síðan Dalglish hraunaði yfir liðið og þeir hafa svo sannarlega svarað kallinu. Kuyt og Downing hrósa ég sérstaklega, þetta var annar góði leikurinn þeirra í röð og svo var allt annað að sjá Carroll í dag, hann var miklu beittari og grimmari en undanfarið og uppskar laun erfiðisins með því að leggja upp sigurmarkið!

    Reyndar var ég ekki 100% sammála byrjunarliðinu, fannst þetta of varfærnislegt hjá Dalglish og það kom á daginn að Carra komst aldrei í takt við leikinn á 34. afmælisdegi sínum. En Dalglish bætti fyrir með hárrrrrrrréttum innáskiptingum og það voru í raun þær sem unnu leikinn. Við vorum að detta í nánast nauðvörn þegar Adam kom inná og hjálpaði okkur að ná undirtökum á miðjunni aftur, Bellamy hamaðist og ógnaði og svo skoraði Kuyt sigurmarkið …

    … eftir mistök í dekkningunni hjá Patrice nokkrum Evra. Ég sagði ykkur að Kuyt ætti að fá að spila gegn honum í þessum leik. 🙂

    Annars er þetta klárlega maður dagsins…

    Luis, þetta var fyrir þig!

  26. Vaknaði kl 04:10 til að sjá leikinn hérna í LA þar sem ég er í fríi, sè ekki eftir því. Hitti slatta af LFCaðdáendum og skráði mig á póstlista hjá þeim. Kl er núna 8 um morguninn og dagurinn gat ekki byrjað á betri hátt!

  27. Sælir poolarar ég er ekki búinn að vera ánægður með Kuyt í vetur en hann á skilið sem hann á,hann spilar alltaf vel í þessum leikjum frábært hjá okkar mönnum, nú látum við kné fylgja kviði.

  28. Frábær frammistaða í vikunni og virkilega vel gert. Það vita það allir við erum stórleikja lið og stöndum okkur vel í bikarleikjum, þá sérstaklega gegn stórum lið.Núna 31. er hins vegar útileikur gegn “litlu” liði og þá finnst mér virkilega vera próf á karakterinn í liðinu. Þar þurfum við að standa okkur. Það þýðir ekkert að vera flottir í stórleikjunum og síðan skíta í brækurnar þegar það kemur að því að sækja 3 stig gegn minna liði.

  29. Ég fæ bara tár í augun að sjá Suarez fagna…   Þvílíkt og annað eins…  ég hef ekki sleppt mér svona yfir leik langa langa langa lengi ..!!   Þetta var hundrað sinnum sætara en verðlaun síðasta leiks.    Ég elska að vera Púllari…  Ég elska Liverpool… og síðast en ekki síst….  Ég elska Kenny Dalglish.    Nú er bara tími til að sleppa sér í gleðinni og leyfa sér að vera til í núinu!   Við slóum út erkifjendurnar í FA-Cup….   🙂 🙂  YNWA

  30. Frábær leikur. Carroooooll!!!! Kuyt!!!!! Dalglish!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Henderson & Downing!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! LFC 6 MU 1 !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Henry!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  31. Hvar eru allir MU aðdáendurnir núna, sem venjulega klína sér inn í umræðurnar hér án þess að nokkur hafi boðið þeim? Eiga ekkert heimili greyin…

  32. 28: Þetta var reyndar mark nr. 68 hjá meistara Kuyt. Hann var búinn að skora 49 deildarmörk, en hefur skorað slatta í Evrópu og bikarkeppnum. Frábær leikur hjá honum, vona að þetta form sé komið til að vera.

    Markið hans minnti óneitanlega á markið í úrslitum deildarbikarsins 2001: http://www.youtube.com/watch?v=DvPhc-18Oc0
    Reina-Carroll-Kuyt í stað James-Heskey-Fowler.

  33. Sætur sigur, sætt lið, eina sem skuggsetur þetta er veslings Evra sem virðist á ferðinni aftur með klögur, núna að stuðningsmanni………. Er það bara ég eða fer þetta ekki að verða þreytt hjá honum ?YNWA!!

  34. Missti af leiknum!Fór samt í sama bolinn sem ég var í þegar hitt liðið frá manchester var slegið út.Magnað hvað maður getur verið hjátrúarfullur.Spáði 2-1 sigri,Agger með skalla eftir hornspyrnu hafði rangt fyrir mér með rest en hverjum er ekki sama við UNNUM! Y.N.W.A

  35. #43 hvað var þetta með Evra? Var hann með vesen eftir leik?
    Annars til hamingju bara með frábæran sigur öll sem eitt.
    Nú er bara að vona að úlfarnir kippi okkur ekki niður á jörðina í næsta leik.

  36. Eina sem ég hef að segja eftir þennan leik, hvers vegna getur Liverpool ekki alltaf spilað gegn stóruliðunum

  37. Var að lesa að Man Utd aðdáendur voru handteknir fyrir að skyrpa á Hillsborough minnisvörðinn. Gerist ekki ógeðfelldara. 🙁

  38. #47 las á goal.com að evra hefði vælt eitthvað undan liverpool fan….. sel það ekki dýrara en ég las það.

  39. Bara minna á hvað ég sagði í upphitun. Ég þarf að fara leggja pening undir þessa gríðarlegu spádómshæfileika mína 🙂 :Fói says:

    27.01.2012 at 17:52
    Það er eitthvað sem segir mér að Agger skori í þessum leik.
    Þannig ég spái 2-1 fyrir Liverpool. Agger og Kuyt (kominn tími á mark
    frá þeim kauða)……….

  40. Djöfull er þetta mikil snilld.  Ég er búinn að liggja alla vikuna með inflúensu en þessir tveir sigrar á þessum manchester  liðum eru algjörlega búnir að bjarga mér… 🙂

  41. vil óska livepool mönnum til hamingju með sigurinn.. ekki verðskuldaður..en það virðist víst ekki skipta máli:) 2-1 fór leikurinn núna og ég hlakka til að sjá ykkur i næsta leik 😀

  42. Ekki verðskuldaður segir þú….áttuð þið hann frekar skilið? Áttuð þið færi sem heitið getur fyrir utan markið? Við skoruðum tvö mörk, áttum skalla í samskeitin og Dirk Kuyt brenndi í kjölfarið af úr algjöru dauðafæri….endilega útskýrðu afhverju við áttum það ekki skilið!

  43. Ohhh… Hversu sætt var að fá boltavaktar-sms-ið frá konunni!,,2-1 2-1 2-1 2-1!!!!”Var staddur í ferju að flytja dótið okkar og missti af leiknum. Væri til í að missa af fleirum svona leikjum ef þeir vinnast svona. Já takk.Annars hljótum við að fá svindlarana úr sjelskí svona miðað við okkar heppni í bikardráttum. Vil 2 bikara og CL sæti og veturinn verður flottur miðað við aðstæður.

  44. United vinur: Þið eruð alltaf svo fokking heppnir!!
    Ég: Slóum líka út City fyrir 2 dögum, líka heppni??
    United vinur: Já fenguð gefinns víti!

    Fannst þetta frekar fyndið, við erum búnir að vera mjög heppnir á þessu tímabili það má sko segja (20+ stangarskot einhver).

    Þeir eru ágætir þessar elskur.

  45. #54 Þú ert svona týpískur púllari sem sérð bara í eina áttina..

    Afhverju telurðu ekki upp stangarskotið sem Valencia átti, afhverju telurðu ekki upp að United stjórnaði miðjunni (hátt í 40 ára leikmaður á móti Gerrard) þangað til að Scholes var tekinn út af?

    Annars datt þetta Liverpool meginn, ekkert meira né minna og til hamingju með það.

  46. #58, áttuð miðjuna útaf liverpool stillti upp 5 manna vörn, jújú man utd voru með boltann meira út af því, gerðu lítið með hannLiverpool voru lika miklu betri i fyrri leik liðanna á timabilinu, samt fór hann bara 1-1

  47. #53 það má alltaf deila um það hvort sigur hafi verið verðskuldaður eða ekki og 

    #58 leikir vinnast á fleiri mörkum skoruðum en ekki yfirburðum á miðjunni, í þeim málum stóð Liverpool sig einfaldlega betur og þessvegna erum við skrefi nær bikarnum en ekki þið..

    En þvílík eindæmis snilld að taka út bæði stóru liðin frá manchesterborg á einni viku ! Í dag er gaman að vera Liverpoolmaður !:)

  48. Bara dásamlegt að slá út Man U. og City í sömu vikunni. Vona að Kuyt sé búinn að finna sig aftur eftir þetta frábæra sigurmark á ögurstundu fyrir framan The Kop. Það er gott að sjá að það er góður andi og samheldni í hópnum, menn fögnuðu þessu innilega og Suarez trylltist þegar Liverpool skoraði. Það má vissulega margt bæta í leik okkar manna en ég hef trú á því sem King Kenny er að gera þrátt fyrir slaka leiki inn á milli.YNWA!

  49. #35 – Magnúsgu – pínu forvitinn hvar þú horfiðir á leikinn? – þar sem ég er nú búsettur í LA. ég, reyndar var fjarri góðu gamni – staddur í DUBLIN…djö var þetta hressandi vika. goddamn mancs farnir úr fa cup og luis með fagnið á hreinu, reyndar Aurelio líka! leist ekkert á þetta í hálfleik. urðum nú að vinna þetta man u lið – vantar næstum 10-11 menn í þeirra hóp. ánægður með downing og carroll í dag – sýndu lox smá hjarta. kuyt – gæti verið næsti super sub. vona innilega að hann næli sér í bikar í ár.

  50. Það er ekkert skemmtilegra en að lesa punglaus ummæli frá svekktum Manjúrum hérna á Kop.is.  Ferlega eruð þið tapsárir greyin mín.   Þetta gengur bara betur næst ……. not. ! 
    Sonur minn er reglulega að selja eldhúsrúllur fyrir Skólahljómsveit Kópavogs, sendið mér bara hvert ég á að koma með bréf handa ykkur …..  

  51. @zúri. Horfði á hann í Pasadena á bar sem heitir Lucky Baldwins. Lítill pub með góðu úrvali af enskum bjórum.

  52. Skil ekki Utd menn að væla yfir því að það vantaði 10-11 leikmenn í liðið. Einu mennirnir sem þá vantaði í raun og veru voru eru þrír. Rooney, Jones og Nani.Restin er ALLTAF á meiðslalistanum þannig það er ekki hægt að væla yfir því.Ef þið eruð svona illa mannaðir, kaupið þá fucking leikmenn. Þið eruð jú að ykkar sögn best rekni klúbbur í heiminum og eruð ríkastir og langbestir þannig hvað er að stoppa ykkur? 

  53. Þetta var fráááábært!
    Og Kátur vinur okkar að skora sitt fyrsta mark á leiktíðinni, og hann valdi góða tímasetningu fyrir það. Carroll fannst mér vera bara að eiga einn sinn besta leik í Liverpool treyjunni, var duglegur, lagði upp og var óheppinn að skora ekki.
    Ég ætla að velja alla sem menn leiksins fyrir flotta liðs heild!

    Var í vinnuni þegar leikurinn var, en sem betur fer er sá vinnu staður heimavöllur Liverpool manna á Höfn í Hornafirði, svo að ég náði að horfa á leikinn samt sem áður.
    Og fyrir þá sem eiga leið hjá Höfn eða eru frá Höfn og vitið ekki af því að við köllum okkur heimavöll Liverpool á Höfn, kíkið endilega við á Kaffi Hornið!
    Ég flagga yfirleitt Liverpool fána fyrir utan svo að það ætti ekki að vera erfitt að finna okkur, svo erum við auðvitað alltaf með svaka tilboð fyrir menn sem mæta í LFC treyju.
    Hér er grúbban okkar á Facebook: www.facebook.com/groups/157076427684614/

    Og svo í lokin ætla ég að enda þetta á góðri línu sem ég sá á Twitter, í sambandi við draslið utan vallar.

    ,,1 prick makimg monkey impressions = LFC racist club. “96 was not enough” chants from 5000 = media silence.”

    YNWA!

  54. #55Ef vel er að gáð þá má eflaust finna einhvern sauðinn á hvaða velli sem er sýna heimskulega tilburði. Það er ekki séns að 45000 manns komi saman og ekki einn apaheili slæðist með. Annars ef ekkert er í sjónvarpinu mæli ég með að menn kíki aðeins á ManUtd spjallið (ég veit það hljómar eins og að baða sig upp úr úlfaldahlandi) og lesa upphitunarspjallið þeirra. YNWA…Bezt í heimi

  55. ÓliPrik ,það hlaut að vera að það væru Liverpool menn sem kæmu að þessum stað, ég fékk ekkert smá góðan beikonborgara þarna í sumar !

  56. váá… er svoo ánægður með daginn!!! ég bara veit ekki hvað ég á að segja en eitt veit ég….. Allir sem tengjast Liverpool eitthvernvegin Will Never Walk Alone <3 fékk svoo mikla gæsahúð þegar að ég sá Suárez fagna! 🙂 get bara ekki beðið eftir að fá hann aftur :DY.N.W.A

  57. Ég myndi taka öllu sem kemur frá þessum blaðamanni sem er með Carroll fréttina með gríðarlega miklum fyrirvara, a.m.k. er hann fjallar um Liverpool. Hef enga trú á að það sé sannleikskorn í þessu. 

  58. Að sjálfsögðu Ragnar (72)!
    Og ef þú kemur einhver tíman aftur panntaðu þér þá The Kop Burger!
    Já við erum með sér Liverpool borgara, og hann er aðeins seldur Liverpool aðdáendum og því er hann ekki á matseðli, nema hann er á tilboði yfir leikjum.

  59. Kominn heim eftir að hafa innbyrt yndislegan þorramat í kvöld með góðum vinum og enn jafn glaður.

    Langar að benda öllum á viðtalið við kónginn eftir leik, þeir sem halda að það sé 1% sannleikskorn í því að Carroll sé á förum ættu að hugsa sinn gang, Dalglish sér demant í þessum strák og ætlar sér að vinna það í gegn.  Í dag sáum við sterka vísbendingu, ég er sannfærður um að Evans og Evra dreyma hann í nótt stúta þeim í sigurmarkinu.

    Svo varðandi þessa einu handtöku, það heyrðist vel í gegnum lýsinguna hjá mér þegar útivallarhópurinn sýndi þau ógeðslegu tilþrif að syngja “96 was not enough” á ansi mörgum mómentum í leiknum og mikið vildi ég nú að þessi eini apaheili sem hagaði sér eins og hálfviti, og hefur reyndar verið settur í varðhald eftir video og myndir frá LFC fengi nú svipaða meðferð og þeir sorglegu einstaklingar sem töldu við hæfi að söngla um Hillsborough í dag. 

    En það skemmir samt ekki gleðina yfir þeirri staðreynd að Scum hafa lokið keppni í einni keppni enn veturinn 2011 – 2012.  Það lýsir eins og sól að morgni, svona svo ég vitni í meistara Morthens.

    Peace out elskurnar!!!

  60. Gaman að vita til þess Maggi minn að það sé pungur í þér eftir þorrablót kvöldsins 😉  Að sjá svona frétt í Guardian er kannski bara ” áfallahjálp” manchester “dagblaðsins” við því að LIVERPOOL sé búið að slá út bæði ógeðis liðin frá þeirra borg, sigur hins góða á hinu illa.  Auðvitað reyna þeir allt, því þeir eru hræddir við að Carrol sé að komast á skrið og í smá form.  Þetta er kannski þeirra aðferð á að reyna að koma honum úr jafnvægi fyrir leikinn á Prawn trafford.   Svona fréttir apa fjölmiðlar á íslandi eftir þeim í UK, og ég er sem betur fer ekki að heyra í ófaglegum fjölmiðlum á Íslandi, nema að lesa fotbolta.net.    Ég minni bara á hvað KK sagði, GUTTINN er ekki keyptur fyrir eit tímabil, heldur frekar 5 +.  Liverpool hefur MARGOFT gert leikmenn að heimsklassa leikmönnum, og ég sé ekki af hverju KK geti ekki gert það líka með Carroll.   Djöfull var gaman að því að vinna ógeðin í dag, og sérstaklega hvernig sigurmarkið var skorað. KARMA 🙂  YNWA

  61. Mér sýnist Kenny nú alveg vera til í að skoða möguleikan á að láta Andy fara. Í mínum huga væri það bara ágætis mál – ég er ekki til í að bíða í fimm tímabil eftir að hann blómstri og þó markið í gær hafi komið á góðum tíma og verið vel gert – þá er þetta þegar öllu er á botninn hvolft ekki beint skemmtilegur fótbolti. Og þó þetta hafi virkað í gær hef ég bölvað misheppnuðum tilraunum í þessa áttina í hverjum einasta leik sem drengurinn hefur spilað frá því hann var keyptur. Þegar hann er inná eru þetta oft á tíðum einu hugmyndirnar sem eru í gangi. Kannski myndi Stevie ná að linka vel við hann og maður hefur séð eitthvað í þá áttina en hann á of langt í land að mínu mati – og mér sýnist fleiri vera á sömu skoðun.

    http://www.guardian.co.uk/football/2012/jan/28/liverpool-andy-carroll-carlos-tevezhttp://www.teamtalk.com/papertalk/7462955/Paper-Talk-No-Carroll-Tevez-swap

  62. Lögreglan í Bristol er nú að ransaka mál 6 ára drengs frá “LIVERPOOL” sem á fimmtudag lek apa við górelubúrið í dýragarði þar í borg. Málið er litið alverlegum augum. Er búiðst við að drengnum verði meinaðum að gangur að dýragarðinum í framtíðini.

  63. Ok án nokkurra akedemíska rannsókna mér til stuðnings en þá fannst mér eftir að hafa horft á highlights úr Chelsea leiknum að það sé ögn meiri innlifun og team spirit í Liverpool Football Club.Mynd frá sigurmörkunum:Efri hlutiTorres ekkert að flýta sér í neinn fögnuð eftir að Mata skorar úr vítinuMeireles er ekkert í neitt of mikilli sigurvímu í fagninuNeðri hlutiSpeaks for it self

  64. Er það ekki rétt hjá mér að Suarez  á aðeins einn leik eftir í þessu banni sýnu ?

  65. nr. 54..ég sagði aldrei að man utd ættu frekar skilið að vinna..oog til að svara spurningu þinni, þá fengu man u alveg færi í leiknum fyrir utan markið, valencia skaut td. í stöng og welbeck komst einn á móti reina en gerði í brók þar..ég þarf ekki að leita lengra en hingað http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=120700 til að vita hvað ég er að segja..(svona fyrir utan það að ég sá leikinn)Ef fyrirliði þinn í þínu mjög svo ágæta liði getur viðurkennt það..hví getur þú það ekki?

  66. Sætur sigur
     í gær, og ekki síður á miðvd. Minnir mig helst á þegar við unnum scum og Real.Madrid í sömu vikunni hérna um árið. Alltaf jafn sætt að vinna scum.utd var það ekki í fyrra sem Kuyt skoraði þrennuna á móti þeim?

  67. Var svo hátt uppi í gær að mér fannst ástæða til að renna yfir actionina aftur og þá kannski ætti að bæta aðeins við það sem ég sá.Fyrir það fyrsta var ég kannski fullgrimmur á að skammast í leikkerfinu fyrstu 60 mínúturnar. 

    Vissulega vorum við ekki öflugir sóknarlega en miðað við hvað United hélt boltanum á þessum tíma má til sanns vegar færa að við höfum lokað leiknum ágætlega, því eins og allir leikmennirnir rætt um það að skipulag gærdagsins hafi orðið að taka mið af gríðarlega erfiðum leik í miðri viku.Því hvíld skiptir miklu máli!

    Svo er auðvitað ljóst að leikkerfisfærslan í 442 heppnaðist fullkomlega og í dag er ég sérstaklega ánægður að sjá að þjálfarateymið var það yfirvegað að geyma Bellamy það lengi að hann hefði 100% orku í þær mínútur sem hann spilaði, upphitunarrútínan hans sýndi okkur auðvitað að þar var verið að vinna eftir plani og síðan ekki síður að þeir tóku Captain Fantastic útaf í svona leik.  Hann er okkur mikilvægur en var algerlega kominn á felguna og við megum ekki horfa framhjá því að þar með sáu Charlie Adam og Jordan Henderson um miðjuna í alvöru leik.  Nokkuð sem þeir hafa grætt á.

    Munurinn sem er á hættunni sem skipaðist í kringum Carroll um leið og hann fékk mann með sér og áherslan fór í að koma boltanum á hann og styðja hann líka finnst mér svakalegur.  Þar með urðu Unitedmennirnir að fara að hafa fyrir hlutunum og að lokum brustu þeir.  Það hefði verið svo fullkomið réttlæti ef hann hefði stangað boltann inn þegar hann lenti í stönginni að það hálfa væri nóg.  Ég bíð spenntur eftir að heyra í Dalglish tjá sig um þessi “skipti” sem verið er að tala um á honum og Tevez.  Ég sjálfur neita að trúa því að við séum að hugsa um að bjarga þeim rugludall eftir lexíuna með besta vin hans Mascherano, hvað þá að gefast upp á að vinna með Carroll og koma honum inn í okkar fótbolta.  Lokahluti leiksins í gær sýndi vel hversu mikið við getum nýtt hann, hvað þá þegar Suarez verður kominn aftur.

    Heilt yfir er það auðvitað þannig að við áttum ekki endilega skilið að vinna þennan leik, ekki United heldur.  Eðlilegustu úrslitin hefðu orðið jafntefli en við höfðum viljann og grimmdina til að klára.  Það er svo vanmetinn kostur í fótboltaliðum að það hálfa væri hellingur. Að halda áfram í 90 mínútur plús þrátt fyrir mikil átök undanfarið og klára leikinn á þann hátt sem við gerðum er snilldin hrein og fullkomin ástæða til að hrósa mönnum fyrir það.

    Svo er næst að sjá hvað verður um skiptagluggann, hvort við sjáum klúbbinn bæta við sig sóknarþenkjandi týpu eða týpum.  Ég vona það ennþá, það væri frábær viðbót við magnaða daga hér að undanförnu!

  68. @ Sissi 84: Jú mikið rétt! Einn leikur og þá fáum við Suarez okkar aftur!
    Fowler minn góður hvað mig hlakkar til, þetta verða okkar bestu Janúar “kaup”!

  69. Held að það hafi líka skipt máli að Scholes fór útaf, hann var magnaður. Stjórnaði miðjunni þeirra alveg.

  70. Svo má líka benda á að Carroll var flottur í gær, en óneitanlega vill maður sjá hann fá fleiri færi. Hann fékk ein tvö í gær, þyrfti að fá um 5. En það er ekki honum alfarið að kenna, hann er látinn spila mjög aftarlega. En hann hefur bætt sig mikið.Svo verð ég að hrósa Downing, hann tók menn nokkrum sinnum á og var líflegur, batamerki þar, klárlega. Þarf núna að byggja á þessu.

  71. Ætla þeir ekkert að VERSLA!? Vantar framherja og kantmann/miðjumann

  72. Ekki á hverju tímabili þar sem við mætum Brighton & Hove Albion oft á sama tímabilinu :)Fínt að fá leik á Anfield!

  73. Góð grein hjá Thomkins:http://tomkinstimes.com/2012/01/united-we-stand-united-they-fall
    Þetta kallast kannski að berja höfðinu við steininn því fjölmiðlamenn eru of
    latir til annars en að afrita og þýða (oft illa) erlendar
    sorpritagreinar og helst fyrirsagnir, en aftast í greininni er linkur á
    hlutlausa grein þar sem farið er yfir hversu illa FA og fjölmiðlar stóðu
    sig í þessu máli. http://newsframes.wordpress.com/2012/01/06/media-on-racism-churnalism/

  74. Nr 87.    Ég bara spyr en var þessi yfirlýsing Gerrard ” Fannst við ekki skilið að vinna ” ekki háð og skop að orðum ferguson sem sagði ” fannst við ekki skilið að tapa ” !!!

  75. Flottur dráttur og gríðarlega mikilvægt að komast sem lengst, helst alla leið. Er orðinn fáránlega þreyttur á þessari bikarþurrð!

  76. #66 – hahaha……það er pöbbinn minn! er einmitt á póstlistanum umrædda. toppmenn kapparnir þarna. ávallt stemmari á lucky’s snemma á morgnana. ég bý þarna í göngufæri við pöbbinn. hefði verið skondið að rekast á þig hefði ég verið í bænum.

  77. #28 Eddi

    Hvernig gat þetta verið mark númer 50 hjá Kuyt þegar hann er núþegar búinn að skora 68 mörk fyrir Liverpool 🙂

  78. Ég
    er búinn að vera að horfa á Liverpooltv núna í dag og í gær og það er
    verið að fara vel í gegnum leikinn síðan á laugardaginn og það er eitt
    sem ég er búinn að taka eftir. Þegar united skorar þá stendur ferguson
    upp og spyr aðstoðarmann sinn “who scored” hahahahaha annaðhvort er
    sjónin að fara með hann eða hann er einhversstaðar annars staðar í
    huganum :):) En annars er ég vel sáttur eftir síðustu viku 🙂

Byrjunarliðið komið

Brighton heima í 16 liða úrslitum