Okkar menn töpuðu í dag gegn Wigan, á Anfield. 1-2. Þetta var fimmta tap liðsins í sex deildarleikjum. Í stað þess að skrifa hefðbundna leikskýrslu, sem ég nenni ekki fyrir mitt litla líf eftir svona ömurlegan leik, ætla ég að koma með nokkra punkta um það hvernig ég sé stöðu liðsins í dag:
– Af hverju eru Kuyt og Carragher ennþá í byrjunarliðinu? Ef Maxi og Aurelio þykja vera orðnir of gamlir og bitlausir til að byrja leiki fyrir Liverpool, hver eru þá rökin fyrir því að nota hina tvo? Kuyt er 32ja ára, Carra 34. Hvorugur þeirra hefur getað nokkurn skapaðan hlut í allan vetur og það eru í báðum tilfellum ungir og hungraðir landsliðsmenn á bekknum sem vilja fá tækifæri. Af hverju eru Kuyt og Carra valdir fram yfir Carroll og Coates?
– Af hverju fá Gerrard, Suarez og Carroll ekki að spila þessa leiki saman frá byrjun? Við biðum fyrst eftir að Carroll jafnaði sig á meiðslum, í fyrra, og svo um leið og hann kom inn meiddist Gerrard og var frá í einhverja 8-9 mánuði. Hann var ekki fyrr kominn inn en Suarez lenti í ruglinu og fékk á endanum langt leikbann. Gerrard er sennilega besti leikmaður sem Liverpool hefur átt og fyrir 14 mánuðum voru borgaðar 60m punda fyrir tvo leikmenn sem ættu að geta myndað nýtt sóknartríó með fyrirliðanum. Fjórtán mánuðum síðar erum við enn að bíða af því að Dalglish bara setur Carroll ekki í liðið. Af hverju?
– Af hverju eiga Stewart Downing, Jordan Henderson, Jose Enrique og Charlie Adam að fá annað tímabil hjá Liverpool? Í allan vetur hefur skoðun meirihlutans verið sú að þeir séu að venjast liðinu og því sé „í lagi“ að það taki þá tíma að byrja að skila mörkum og stoðsendingum til baka. En frá áramótum hefur hver einasti þeirra spilað talsvert verr en fyrir áramót og það er engu líkara en að þeir séu í keppni um hver þeirra sé mestu vonbrigðin. Allir eiga þeir einn eða tvo klassaleiki í vetur – Downing á Wembley, Adam á Stamford Bridge í deildinni, Enrique á Emirates, Henderson gegn Bolton heima – en einn eða tveir góðir leikir eru ekki nóg þegar litið er til þess hvað þeir kostuðu og hvers er ætlast til af þeim. Mér er S-K-Í-T-S-A-M-A þótt Downing sé frábær í reitarspili á miðjum vellinum. Til þess var hann ekki keyptur. Hann var keyptur til að leggja upp og skora mörk og það hefur hann ekki gert í allan vetur. Síðustu vikurnar er hann meira að segja hættur að koma vonlausum fyrirgjöfum inná teiginn. Því spyr ég – hvað hafa þessir menn sýnt okkur sem hindrar okkur í að álykta að þeir verði til sölu í sumar?
– Af hverju er liðið svona andlaust? Ég óttaðist það versta þegar Van Persie stal sigrinum á Anfield í upphafi mars. Það var annar tapleikurinn í röð og Meistaradeildin úr sögunni og ég hafði orð á því þá að hættan væri að liðið myndi hætta að leggja sig fram í deildinni, þar sem menn hafa ekki lengur að neinu að keppa. En í mínum svörtustu hugsunum datt mér ekki í hug það andleysi og hrun sem hefur orðið staðreynd síðan þá. FIMM tapleikir í sex deildarleikjum! Dalglish hefur aldrei séð slíkar tölur áður sem þjálfari, og þær sáu Hodgson, Benítez, Houllier, Evans og Souness ekki heldur. Ég ræði um Dalglish í næsta punkti, en leikmennirnir bera svo mikla ábyrgð á þessu að það er ekki fyndið. Þeir eru að spila fyrir Liverpool FC, og þeir eru líka að spila fyrir framtíð sinni. Það hefur ekki nokkur einasti maður efni á að ætla bara að chilla fram á vorið af því að möguleikarnir á Meistaradeildarsæti eru farnir. Slíkt er í lagi hjá Sunderland, Newcastle, Aston Villa og Blackpool. Ekki hjá Liverpool – og ef þessir gæjar skilja það ekki má selja þá alla í sumar.
– Dalglish. Það geta öll lið lent í lægð en það er á ábyrgð þjálfarans að rífa liðið upp. Það er erfitt að meta svona tímabil þar sem deildarkeppnin er hræðileg en bikarkeppnirnar stórkostlegar, ekkert þar á milli. Ef við miðuðum bara við bikarkeppnir væri Dalglish ósnertanlegur eftir veturinn og fengi langtímasamning. Ef við miðuðum bara við deildarkeppnina væri sennilega búið að reka hann. Það er erfitt að meta þetta og sjá hvort liðið er á sannri uppleið þegar gengið er svona gjörsamlega tvískipt. Hvað sem því líður þá fær Dalglish ekkert annað en stóra og feita falleinkunn fyrir deildarkeppnina í vetur. Þetta eru leikmennirnir sem hann keypti og/eða vildi nota, þeir eru að spila leikkerfið hans og þeir æfa undir hans stjórn á hverjum degi. Að þeir séu ekki betri en þetta, með ekki betra hugarfar en þetta, að liðið sé svona stjórnlaust á velli og andlaust þegar á reynir, skrifast alfarið á hann. Sennilega er Dalglish óhultur – í bili – þökk sé velgengni í bikarkeppnum en hann verður þá að sýna meira en þetta í deildinni strax næsta haust.
– Hversu mikið söknum við Lucas og Agger? Liðið hefur dottið hægt og bítandi úr baráttunni um 4. sætið eftir að Lucas meiddist og síðan Agger meiddist á Wembley hefur vörnin – sem var önnur af tveimur bestu vörnum deildarinnar fram að því – fengið á sig 8 mörk í 5 deildarleikjum, eða 1,6 mark að meðaltali í leik sem er næstum því helmingi hærra en meðaltalið með Agger í liðinu. Hvað sagði ég aftur áðan um að Carragher væri búinn?
– Lélegasta lið deildarinnar í ellefu umferðum eftir áramót er Wolves með 5 stig. Næstlélegasta liðið? Liverpool, með 8 stig af 33 mögulegum. Við erum næstlélegasta lið deildarinnar síðustu þrjá mánuðina! Arsenal eru með 19 stig á sama tíma, Newcastle 17, Chelsea og Tottenham 16 stig. Þetta er ekki lægð, þetta er hrun og staðan í dag eins og ég sé hana er einfaldlega sú að sumir þessara leikmanna sem eru enn valdir í liðið hjá okkur hafa núna átta deildarleiki og einn eða tvo bikarleiki til að bjarga framtíð sinni hjá Liverpool.
– Raheem Sterling fékk að spila í 12 mínútur og var sprækur. Það er þó eitthvað.
Góða helgi. Það er vika í næsta leik, gegn Newcastle úti, og það eina sem er áhugavert við þann leik er að bíða og sjá hvort það býr einhver karakter í þessum leikmönnum lengur. Eða Dalglish.
Dalglish út!
Benitez inn!
Enn ein drulluskitan. Hvernig endar þetta?
Sterling í byrjunarliði það sem eftir lifir tímabils, takk.
Jæja 🙁 enn ein hörmungin, hvað er eiginlega í gangi hjá liðinu ?
Jæja Sterling stóð sig vel… það var mjög jákvætt.
Hvað tapaði Benitez mörgum leikjum á Anfield? Átti þetta ekki að vera erfiðasti
útivöllur á Englandi?
Liverpool er orðið að athlægi og það ættu allir sem komu að þessum leik að biðjast afsökunar á þessu getuleysi, þvílík skömm þessi framkoma á vellinum.
Kenny þarf að drullast til þess að sýna smá pung og þora að sækja.
Rétt áður en að Wigan skoraði seinna markið þá gerðu þeir skiptingu og sá sem kom inná gaf merki um að liðið væri að fara í 4-3-3. Þessi litlu lið sækja til sigurs á okkar heimavelli.
Ég hefði ekki séð lið eins og Wigan gera það á Anfield þegar að Benitez var með liðið.
Burtu með Kenny án gríns, ég hef fengið nóg.
Þetta er náttúrlega bara óþolandi og ólýðandi með öllu! Ég er byrjaður að hata það að halda með LFC. Það er hræðilegt!
Ekkert jákvætt við þennan leik. Algjör skandall og það er í mínu lagi þó menn hrauni yfir mannskapinn. Þeir eiga það svo sannarlega skilið.
Liverpoolliðið er í tætlum og Kenny verður að fara 8 af 33 stigum á þessu ári – ekki boðlegt.
Áhugavert að þrátt fyrir að Adam sé frá, Henderson spilar ekki síðari hálfleik, Gerrard/Suarez/Carrol tríóið inná, Shelvey og Sterling fá séns, og samt tapar liðið.
Það er eitthvað mental block þarna einhversstaðar sem þarf að vinna bug á.
Hvað er í gangi með vörnina, vorum með bestu vörn englands á tímabili en nú lekur allt inn sem kemur nálægt markinu ??
Annars sást í þessum leik að við höfum að engu að keppa í þessari deild það sem eftir lifir tímabils.
Versta tímabil Benitez var hátíð miðavið þetta. Dalglish á að hætta með liðið.
Yrði mistök að láta Kónginn eyða meiri pening í rugl.
Eitthvað sálrænt að hjá liðinu eða einfaldlega hættir í deildinni.
Jújújú klárlega jákvætt að sjá unglinginn detta inn. Djöfull var hressandi að sjá hann á sprettinum. Pant fá hann í næstu byrjunarlið. Ég vil bara að ákveðnir aðilar verði settir út úr hópnum. Kæla þá þar til þeir finna fyrir einhverri greddu til að leggja sig alla fram. Áfram Liverpool!!
Það er klárt mál að svona frammistaða á ekki að vera liðin hjá félagi eins og Liverpool.
Í næsta leik vil ég sjá Sterling, Shelvey og þessa stráka byrja leikina. Þessir sem byrjuðu í dag höfðu engan áhuga á að sigra leikinn.
Sælir félagar
Ég ætla ekki að segja mikið um þennan leik. Ég spyr samt:
Af hverju Downing meðan Kuyt er ennþá inni á vellinum?
Af hverju fer Kuyt ekki útaf fyrr en eftir 85 mín?
Af hverju er Enrique inná í hverjum einasta leik? Maður sem er svo fullkomlega sóknarheftur að það er leitun að öðru eins. Og það á heimavelli þar sem sókn á að vera besta vörnin?
Þarf maður að fara að setja spurningu við KKD?
Er niðurstaða síðustu tveggja leikja eitthvað sem verður að skrifa á stjórn liðsins eða er mannskapurinn bara svona lélegur.
Að lokum er einhver sem sér eitthvað jákvætt við þennan leik?
Ég bara spyr.
Það er nú þannig.
YNWA
Kenny verður bara að segja af sér núna, get ekki hugsað til þess að hann verði rekin. Þetta er fyrir LÖNGU orðið gott hjá honum 🙁
Sterling var góður. Hafa hann í byrjunarliði það sem eftir er af tímabiliinu. Daglish þarf að fara að taka ábyrgð á árangrinum í deildinni.
Jæja ég nenni ekki að vera fúll í allan dag yfir þessu. Jákvætt að Sterling fékk að spila. Fannst hann virka flottur, en hefði viljað sjá bæði hann og Shelvey inná fyrr.
Liðið var ekkert að gera eftir seinna mark Wigan og ég skil ekki afhverju kóngurinn notar ekki skiptingarnar til að hrista upp í þessu fyrr. Það virðist vera eitthvað mikið að andlega hjá liðinu. Um leið og þeir fengu seinna markið á sig fannst mér ekki vera nein trú á því að þeir myndu vinna þetta.. Það er líka eitthvað mikið að í föstum leikattriðum og háum boltum inn á teig.
Það jákvæða við þennan leik var að Flanno, Shelvey og Sterling fengu að spila. Núna þurfa þeir bara að vera í byrjunarliði í þeim leikjum sem eftir er og setja þá leikmenn sem ætti að selja í sumar upp í stúku.
Sigkarl #18: Vandamálið við Enrique er líka að hann virðist ekki skilja út á hvað fótbolti gengur, það er að senda boltann á næstu treyju og hreyfa sig í stöður. Í staðinn þá hleypur hann og hleypur og hleypur sig svo í vandræði.
Helst mundi ég vilja sjá fleiri leikmenn Jack Robinson(ef hann er ekki enn meiddur), Suso, Eccleston og fleiri unga leikmenn spila sem flestar mínútur sem eftir eru….
Þetta getur bara ekki versnað.
Að vera góður við minni máttar er dygð en þetta er nú að verða gott hjá Liverpool… Erum eiginlega orðnir minnimáttar sjálfir stórveldið sjálft.
Hversu djúpt er hægt að sökkva? einhvern veginn tekst þessu liði alltaf að toppa ömurlegheitin. Það er ekki hægt að taka einhvern einn leikmann og rakka niður. Vandamálið er meira og stærra en léleg frammistaða tveggja eða þriggja leikmanna. Ég get ómögulega séð þetta lið klára undanúrslitin í bikarnum miðað við þá frammistöðu sem liðið hefur sýnt á undanförnu. Því miður held ég að Kóngurinn hafi einfaldlega ekki það sem þarf til þess að taka þetta lið áfram. Þrátt fyrir einn titil þá hafa ekki verið neinar framfarir á spilamennsku liðsins frá því hann tók við því fyrir einu ári síðan. Hvort að rétti maðurinn sé Benitez skal ég ekki dæma um en ég held að stjórn Liverpool verði að fara líta í kringum sig að eftirmanni kóngsins. Ég held að sú pása sem Kóngurinn tók sér frá þjálfun hafi einfaldlega verið of löng og hugmyndafræði hans eigi ekki við í dag. Eins sorglegt og það er þá er klúbburinn kominn í afar óþægilega stöðu að þurfa láta Kónginn fara, en það má ekki gleymast að það er enginn stærri en Liverpool FC.
ég er drullu smeykur við næsta leik… hvaða lið eigum við… Fulham, Blackburn ?
Þvílíkt ráðaleysi hjá leikmönnum og þjálfarateymi. Þetta er ekki að virka, það held ég að allir sjái, ekki síst leikmennirnir sem virðast búnir að gefast upp á þessu öllu saman. 5 tapleikir í 6 leikjum í deildinni: Wigan (L), QPR (L), Everton (W), Sunderland (L), Arsenal (L), MUFC (L). Það þarf að gera eitthvað róttækt, ekki bara bulla um einhverja óheppni o.s.frv., annars getum við bókað tap á móti Newcastle á sunnudaginn.
Svona frammistaða er ekki boðleg en það er samt enginn lausn að reka alltaf bara þjálfarann þegar illa gengur. Stjórar þurfa tíma til að móta liðið sitt en annars vill ég sjá Shelvey og Sterling spila meira, eina sem hægt er að taka gott úr þessum leik!
Við þurfum að losna við tvo leikmenn í sumar og þeir eru Jamie Carragher og Steven Gerrard, þetta eru tveir kóngar sem eru orðnir stærri en klúbburinn og það gengur ekki.
Er ekki hægt að fá áfalahjálp einhverstaðar við þessu ???
Áfram LIVERPOOL… yNWA…
Ég sagði eftir Everton leikinn að Dalglish hefði hreinlega bjargað sér frá því að fá á sig alvöru pressu. Núna er svo sannarlega búið að þurrka þann sigur út og ég er farinn að hafa þó nokkrar efasemdir um okkar mann. Öll taktík hjá liðinu er úti á túni, lykilmenn áhugalausir og hreint út sagt ömurlega lélegir, margir virðast ekki hafa hugmynd um sitt hlutverk og þar fram eftir götunum. Með sigri í síðustu tveimur leikjum gegn hörmulegum liðum sem ekkert hafa getað í vetur væri Liverpool komið í bullandi baráttu við Chelsea og að nálgast Spurs sem bæði tapa stigum í dag. Það fór ekki svo og núna eru allur miðjuhópurinn í deildinni að ná Liverpool að stigum og flest liðin í þeim hópi að spila mun meira sannfærandi bolta en okkar menn. Liverpool hefur unnið Wolves og Everton árið 2012 í deildinni og það er komið fram í lok mars. Bikargengi dugar ekki til að fegra þetta og hvað þá spilamennskuna.
Ég hef ekki farið leynt með skoðun mína á þeirri meðferð sem Benitez fékk hjá Liverpool en svosem ekkert verið að kalla eftir honum aftur meðan við höfum Dalglish. Núna hinsvegar er ég farinn að óttast það mjög mikið að m.v. nútíma fótbolta og stjórnun á stórliði eigum við betri stjóra nánast til vara búsettan í Liverpool borg. Eftir frammistöðu liðsins í undanförnum leikjum þá myndi ég ekki gráta það að sjá Benitez koma inn aftur og Dalglish í annað hlutverk hjá félaginu (eftir tímabilið).
Ég veit að Rafa var umdeildur og það voru jafn margir á móti honum og með honum undir lokin en ég er að lýsa minni skoðun og mér fannst gagnrýni á hann allajafna mjög ósanngjörn og oftar en ekki hreinlega heimskuleg.
Þegar talað er um að fá Benitez aftur segja margir að hann hafi verið búinn að tapa búningsklefanum, ég gef nú ekki mjög mikið fyrir það og spyr á móti, hver af þessum búningsklefa hefur verið að blómstra eftir að Benitez fór?
Vonandi er þetta bara pirringur svona stuttu eftir leik og Dalglish þarf bara smá tíma og nær að snúa gengi liðsins aftur við, það er ekkert útilokað, en með hverjum svona leiknum minnkar trúin á þetta verkefni, augljóslega hjá stuðningsmönnum sem bauluðu á liðið í dag og það sama virðist vera að gerast hjá mörgum leikmönnum einnig.
Rafa er samt eini maðurinn sem mér dettur í hug sem ég myndi vilja fá inn í sumar og halda áfram því starfi sem Dalglish hefur komið af stað hjá félaginu. Benitez var hvort sem er maðurinn sem kom þessu af stað upprunalega. Hann á ólokið verkefni á Anfield og fyrir mitt leyti væri spennandi að sjá hann vinna með núverandi eigendum, svei mér þá ef tímasetningin sé ekki rétt núna, Dalglish hefur komið okkur af stað en er hann maðurinn sem við ætlum að veðja á fyrir næsta skref sem þarf að gerast á næsta tímabili? .
Þetta sem við höfum séð í ár er ekki boðlegt og er því miður allt of líkt því sem við sáum á síðasta tímabili þó spilamennskan sé aðeins betri.
Dómarinn var alveg hræðilegur það mátti ekki snerta leikmenn Wigan þá dæmdi hann. Svo dæmdi hann markið af sem var alveg löglegt fanst mér allavega. Vonandi verður hann færður niður um deild.
Hvar er Liverpool stoltið, metnaðurinn? Trekk í trekk er liðið að gera í brækurnar gegn liðum sem United er að snýta með vinstri (á útivöllunum). Það er ótrúlega niðurlægjandi að þurfa að horfa á þessa hörmung og þótt leikmannakaupin séu mörg hver klúður á ekki að vera fræðilegur möguleiki með þessum mannskap að tapa á móti liði eins og Wigan eftir síðustu niðurlægingu gegn QPR. Það tókst engu að síður. Liðið nær eingöngu upp baráttuanda gegn toppliðunum. Algert karakterleysi.
Það er leiðinlegt að þurfa að segja það en KK og stjórnunarteymið ræður ekki við verkefnið. Kóngurinn (og kó) nær einfaldlega ekki að mótivera liðið þegar á móti blæs. Liverpool á betra skilið en að vera enn eitt árið í miðjumoðinu. Það þarf enn einu sinni og aftur að fara að byggja upp nýtt lið frá grunni (fínt að byrja á Sterling) með nýjum stjóra.
Mér finnst vænt um Kenny Daglish, en honum hefur mistekist. Hann er ekki nógu góður knattspyrnustjóri árið 2012. Hann þarf að hætta.
# Babu í nr. 30 Hittir naglann á höfuðið !!
Ömurlegt og þá þarf að taka til í þessu liði , það er kominn tími á alla nema kannski Suarez fyrir utan þessa sem eru að stíga sín fyrstu spor og KK er ekki að gera rétta hluti, hann má ekki ströglast með að þessi kaup hafi verið góð, ég vil alveg gefa honum sjens lengur en hann verður bara að viðurkenna mistök, ekki vera eins og sjálfstæðisflokkurinn í afneitun. Leikmenn voru að spila eins og pjakkar og sendingar út í hött og ég trúi ekki að þetta lið mitt sé að fara norður og niður og eitt að lokum Reina má fara.
Amen Babu nr.30 !!!
Af hverju gat Suárez ekki bara skallað boltann í staðinn fyrir að kýla hann í netið?
Síðan þurfum við að spyrja alvarlegra spurninga um Reina, okkar besta manns undanfarinna ára. Seinna markið var eina skotið þeirra á markið í leiknum úr “open play”. Vörnin bara verður að geta treyst því að markmaðurinn taki eitthvað af skotum, þetta er annar leikurinn í röð sem hann ver ekki neitt. Eru þetta persónuleg vandamál eða er, eins og Maggi hefur bent á, markmannsþjálfunin í ruglinu?
úff… mikið verð ég feginn þegar þetta tímabil er búið… ég nenni ekki að horfa lengur á liverpool spila fótbolta…. alveg sorglegt að sjá hvernig botnliðin leika sér að þessu liverpool liði…. skammarleg frammistaða í orðsins fyllstu merkingu…. einsog svo oft áður þá sá maður á fyrstu 10 mínútum leiksins að þetta yrði ekki sigurleikur!!
Babú góður en hvað með Benitez? Eru allir á því að fá hann aftur eftir leiktíðina.
Hvað ef KD fer að vinna leiki?
Hvað ef KD vinnur FA bikarinn?
Hvað ef . . .
Ég bara spyr.
Vönduð vinna við að finna nýjan knattspyrnustjóra fyrir næsta tímabil ætti að hafa hafist eftir að lokaflautið gall á Anfield í dag. Dalglish má klára þetta tímabil en hans starfi sem stjóri LFC ætti að ljúka í maí n.k.
Það að neðsta lið deildarinnar mæti á Anfield og vinni verðskuldaðan sigur er einfaldlega dropinn sem fyllti mælinn eftir það sem á undan er gengið.
Er hann að kvarta yfir að Liverpool tapaði útaf því þeir voru spila á miðvikudegi hvað þá EF liverpool kemst í evrópu keppni getur notað þá sömu afsökun yfir tapi:
“I think we looked a wee bit tired,” he said. “We had a lot of possession in the game but we gave away the ball quite a lot in vital positions. It’s not because they can’t play, it’s because of tiredness.
“If you play Sunday-Wednesday-Saturday it’s going to take its toll. A lot of the lads had played all three games, and for us that’s a reason behind our performance.
– Kenny Daglish
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/kenny-tiredness-took-its-toll
Búinn að vera jákvæður, þolinmóður og bjartsýnn í allan vetur. En ég er bara mannlegur og blóta núna. King Kenny er í Guðatölu hjá mér eins og okkur öllum. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að ég tel hann ekki fara lengra með þetta lið. Leikmenn mega skammast sín langt niður í tær en þetta er eins og á sjónum. Hásetarnir geta verið latir og hundlélegir en útgerðarmaðurinn lætur eðlilega skipstjórann svara til ábyrgðar ef ekkert veiðist.
og afsökunin er komin…..
ÞREYTA….
já menn voru náttúrulega þreyttir eftir að láta QPR na**ga sér…..
svona bull í hverjum öðrum en KK hefði verið öskrað á sem aftaka og ekkert annað.
kominn tími til að sjá ljósið og það er að kk er ekki réttur maður á réttum tíma, hans tími er því miður liðin og byrjaði ekki aftur því miður…… breytttir tímar og the liverpool way er ekki lengur til staðar í búningsherberginu okkar þar sem of launaháir meðalmenn ráða ríkjum og sætta sig við að taka við tékkanum og eru ekkert að æsa sig þótt þeir tapi endalaust þar sem metnaðurinn er ekki hærri en þetta hjá þeim.
gott að við vorum ekki í evrópudeildinni þá værum við í neðsta sæti út af þreitu.
Leikskýrslan er komin inn.
Sagði Dalglish í alvöru að liðið væri þreytt? Ja hérna.
Enrique
Adam
Henderson
Carrol
Downing
100 miljón pund
Mæli með að þeir sem vilja sjá KD áfram skelli sér í meðferð
Sælir félagar.
Þreyta . . .ÞREYTA . . . Þetta er það þreyttasta og vitlausasta sem ég hefi séð lengi. Að KD skuli ekki hafa eitthvað annað fram að færa eftir þennan leik er auðvitað ekki í lagi. Ef hann hefur sagt við strákana “jæja drengir nú skulið þið hvíla ykkur í viku svo þið hafið þrak í næsta leik” þá er það bara þannig og maður bara orðlaus.
En auðvitað segja menn ýmislegt í fjölmiðlum sem virkar ekki þegar einfaldasta skýringin er of sár. ” Því miður veit ég ekkert hvað er að og hef engin ráð til úrbóta. Ég er ráðalaus og get bara vonað að þetta lagist. Líklega ætti ég bara að hætta þessu strax”.
Það er nú þannig
YNWA
Nú er ég ekki LFC stuðningsmaður en ég gleypi ekki alveg við því að Dalglish beri fulla sök, það mun aldrei skila neinu að reka menn á fyrsta tímabili. Hinsvegar finnst mér, að eftir tap á móti QPR og svo Wigan þá verði að senda út það merki, að allir mennirnir sem tóku þátt í þessum leikjum eigi ekki að vera í hóp í næsta leik. KD á semsagt að setja út unglingaliðið sitt, því ég er viss um að þeir hefðu haft nægt hjarta til að klára Wigan.
þurfum að kaupa messi bara
Spurning um að hittast um átta leitið við tjörnina og vera með kertafleytingu…
#41 Liverpool er komið í Evrópu keppni.
Það er augljóst hvað er að liðinu og hefur verið að í allan vetur, það er sóknin, hún er aum og bitlaus, alltaf sama spilið, sama planið, engin sköpunargáfa, bara ekkert sniðugt. Clarke sér um vörnina sem hefur verið mjög fín þessa season, en sóknin sem er hlutverkið hans Kenny er ekkert að gera sig, við þurfum á nyjum hugmyndum að halda. Nýr stjóri takk, en ég tel öruggt að Kenny verði út þetta tímabil. Þetta er fyrsta tímabilið þarsem ég nenni hreinlega ekki að horfa á svona leiki einsog þennan, það er bara drulluleiðinlegt. Frekar horfi ég á NBA á næturnar, þar vinnur liðið mitt nánast alltaf og spilar stórskemmtilega (Thunder).
Við skulum þó hafa eitt á hreinu, Henderson er ekki kantmaður. Maðurinn er pjúra miðjumaður.
Ég hef áður bent á leikmannakaupin. Hvað hafa þessir leikmenn sem keyptir voru. Enn og aftur eru þetta slæm kaup. Þetta eru leikmenn með alltof lítinn hraða. S.s. miðlungsleikmenn.
Annað: hvers vegna spilar KK. ekki með tvo uppi á toppi. Suariz og Caroll.
Er það nema furða að maður nennir ekki að horfa á þetta metnaðalausa lið orðið.Þetta er bara orðið fáránlegt og er verið að læra af síðasta leik og síðasta leik.Sem betur fer horfði ég ekki á þetta og sé ekki eftir því.Ég get ekki horft upp á þetta lengur.Það er bara gert grín að Liverpool!! Hvað í fjandanum er að þessu liði?????
Sælir þjáningarbræður.
Er fullkomlega sammála Babu, og Sigkarl sem mér finnst alltaf gaman að lesa kommentin hjá þér, þá er svarið vinni Kóngurinn rest ok, ef ekki þá er Fa cup ekki nóg fyrir mig sorry, það hlýtur að vera lágmarks krafa að liðið haldi allavegna sjó í deildinni miðið við síðasta tímabil, með þá hugsanlega tveim bikurum sem væri þá framförin frá síðustu leiktíð.
Okey, menn hafa hér inni verið með ýmsar skoðanir á Kóngnum, fyrir mig er hann kominn á enda stöð ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér en þangað til held ég ræðu minni áfram.
Og nú ætla ég að henda sprengju hvað hefur Kóngurinn gert fyrir liðið þessari lotu sem hefur eitthvað fram fyrir herra Roy Hodgson, okey bikarkeppnirnar en deildin er í þvílíku rugli hann hefur reyndar haldið okkur fyrir ofan miðja deild en hann hefur líka fengið að versla mun meira, gleymum því ekki að Roy var stjóri liðs sem rambaði á barmi gjaldþrots þegar hann var hjá okkur, tek það fram að ég var guðs lifandi feginn að losna við hann, hann keypti illa fyrir lítið fé Kóngurinn virðist hafa keypt illa fyrir mikið fé, og ég myndi taka Meireles fram yfir Adam á hverjum degi, Liverpool var ekki í evrópukeppni núna og því erfiðara fyrir Kónginn að fá gæðaleikmenn en stór klúbbur trekkir einnig High profile knattspyrnustjóri sem Kóngurinn er allsekki allavegna utan Bretlands var það fyrir 20 árum.
Það sem stendur eftir er að hann fékk að eiða miklu í helv.. lítið (ungir leikmenn gætu enn sannað sig) gerir það gott í bikurunum er að skíta upp á bak í deildinni.
Því spyr ég einfaldlega verði liðið ekki í topp allavegna 7 þó við vinnum 2 bikara er það ásættanlegt season?
Mitt svar er einfaldlega NEI, og ef þetta væri ekki Kóngurinn væri löngu farið að baula hressilega á kalli .
En kannski verður hann áfram gerir frábærahluti og þið sem viljið hann áfram bendið á mig og hlæjið hver veit, ég bara get ekki horft uppá það við séum megnið af leiknum með boltan en þegar við komu upp að vítateyg andstæðingana er við eins og hauslausar hænur og látum langlélegasta lið deildarinnar vinna okkur á Anfield.
Afsakið lélega stafsetningu.
YNWA
Babu#30
Þetta með búningsklefann er reyndar mjög góður punktur.
Þetta er slakasta Liverpool lið sem ég hef á ævinni séð. Bara það að klæðast treyju merktri Liverpool Fc á að gefa mönnum eldmóð og kraft, þannig var það bara en er ekki nú. Þessir leikmenn hafa bara ekki Liverpool x factorinn nema örfáir. Það er ekki að ganga að kaupa atvinnumenn sem koðna svo niður því þeir hafa ekki hjarta. Þá er bara um að gera að byggja þetta upp á ungum og uppöldnum mönnum.
Ég nenni þessu ekki lengur!
Ég hef aldrei verið jafn-sammála pislahöfundi á þessari síðu. Nú er nóg komið, margir leikmenn eru að verða þessum besta, frábærasta klúbb í heimi til skammar.
#50 sár gleymdi að Carling Cup gat gefið Evrópusæti en ef marka má deildina er Liverpool ekki búinn að tryggja sér Evrópusæti og þessi afsökun sem Kenny notaði dag myndi ekki virka svo ég skil ekki hvað tengist þreyta eftir hafa spilað viku einsog Liverpool hefur spilað síðast liðin tímabil ef maður tekur ekki þetta tímabil með og líka ef þeir voru “þreyttir” afhverju notaði hann ekki leikmenn sem hafa ekki spilað mikið þetta ár maxi og þá yngri leikmenn sem hafa verið sitja bekknum.
Finnst Reina vanta í þennan pakka, hefur ekkert getað í allan vetur
Sterling klárlega ljósið í myrkrinu
Ég sagði í upphitunarþræðinum að ef menn myndu ekki rífa sig upp á rasshárunum eftir þetta svekkjandi tap gegn QPR þá væri e-ð mikið að. Eftir þennan leik er ljóst að það er e-ð mikið að. Kenny er ekki með þetta lengur að því er virðist en hann hlýtur að klára tímabilið, menn verða svo að skoða hlutina mjög vel í sumar.
Kenny segir sjálfur að enginn sé stærri en LFC og hann verður að líta í eigin barm varðandi það mál.
Mér finnst alveg að Kenny megi fara. Þá myndi ég vilja Rafa í staðinn.
En ef ég væri eigandi liðsins, þá myndi ég taka þessa leikmannabjána og rassskella þá dálaglega á almannafæri. Það er skömm að þessum mönnum.
Takk.
shit Kóngur þreyta erum við bara skítalið sem getur bara spilað einn leik á viku, neyðumst við þá ekki til að af þakka evrópu sætið vegna þreytu Kommon þetta er að verða svipað heimskuleg komment og hjá forvera þínum.
Þetta var mjög lélegt.. í dag. King Kenny er alls ekki að meika það.. svo í sambandi við leikmannakaup.. Kenny fékk þessa leikmenn i sinar hendur, en ef Hogdson eða Benites. hefðu fengið þessa peninga til að kaupa leikmenn hefðu aðrir leikmenn komið og árangurinn annar. ???
Leikmenn sem þarf að losna við
Já Reina… uff.. hann er ekki að standa sig ,, hvað veldur þvi….? gef honum séns
Carra…. er finn sem backup player.. hans timi liðinn..
Agger alltaf meddur…..
Enrique…. getur ekki gefið boltan frá sér.. annan bakvörð
Kuyt.. alltaf góður með Hollenska.. en mjög misjafnt með okkur.. oftast slappur.. selja hann
Downing… uff… veit ekki, vinnur vel fyrir liðið en litið kemur úr þvi.,, vil halda honum
Henderson er ungur. er ekki réttri stöðu.. er samt of hægur
Charlie Adams… one season wonder… selja ann
Carroll er algjört flopp… selja hann i
Suarez er halda liðinu uppi….. en þarf samt taka til í kolllinum,,,,,
Vil fá Benites aftur tilbaka… Vildi hann ekki í burt á sinum tima…eða.. fá þann Argeninska þjálfarann sem er að gera flotta hluti með sinu liði í spánska.. Man ekki í augnablikinu hvað hann heitir…
Svalur Poolari hefur sagt sitt
Hjartanlega sammála Kristján. Burt með þjálfarateymið sem hafa ekki getað komið með neinar lausnir á skelfilegri frammistöðu og vandræðum í leik liðsins í vetur. Enn ein ömurlega frammistaðan og enn og aftur verða leikmenn og þjálfarateymi sér til skammar. Erum að tapa á heimavelli og samt er bara 1 maður í teignum og það er endalaust verið að halda einhverri varnarlínu.
Burt burt burt. Hef verið lfc stuðningsmaður og fylgst vel með síðan 1976 þegar ég var 6 ára gamall og ég man hreinlega ekki eftir lélegri frammistöðu og lélegra liðið en í dag og hef ég nú séð ýmislegt. Enginn vilji, enginn kraftur, enginn að leggja sig fram, enginn áhugi, enginn gæði. Margir leikmenn þarna sem verða að hverfa úr liðinu og þar má fyrstur fara markvörðurinn sem er sá slakasti í deildinni. Nú á bara að henda öllum sem eru yfir 23 ára út úr liðinu og láta ungu strákana taka við þessu, margir flottir í vara og unglingaliðum, leyfa þeim bara að klára veturinn, gera alveg örugglega miklu betur en þetta. Vissulega söknum við Lucas og Agger en skelfing er nú mikið að ef heilt tímabil stendur og fellur með því að 2 leikmenn meiðast. Vandamálin eru svo miklu meiri en það en þarna kemur að þjálfarateyminu, þeir verða að fylla þessi skörð en hafa ekki getað gert það. Sjáiði Wenger, ars í tómu tjóni í upphafi en hvert eru þeir komnir nú? Lfc búnir að vera meira og minna í vandræðm í allan vetur en engar lausnir komið. Burt burt burt, er kominn með nóg.
En ekki detta það í hug að Rafa sé lausnin, eruð þið búnir að gleyma hvernig liðið var síðustu leiktíðina hans? Maðurinn sem flæmdi Alonso í burtu.
Kenny Dalglish er einn af mínum uppáhladsleikmönnum frá upphafi. Hann mun alltaf verða það og verða kóngurinn, það breytist ekkert. En því miður þá er þetta engan veginn að ganga og það hefur verið nokkuð ljóst í langan tíma.
Hins vegar er alveg rétt, menn eiga að fá meiri tíma í að byggja upp lið en eitt ár en það er ekki hægt að afsaka þessa frammistöðu eftir áramót og þá sér í lagi síðustu tveimur leikjunum.
Flott skýrsla. Verð þó að fá að vera ósammála veru Enrique á þessum lista. Hann var einn besti maður liðsins alveg fram að áramótum. Raunar á það líka við um Adam fram að meiðslum Lucasar. Þó er alveg rétt að þeir eru búnir að vera hrikalegir undanfarna mánuði. Downing og Carroll (sem kemst ekki á listann) eru hinsvegar búnir að vera lélegir allt helv. tímabilið. Sá síðarnefndi kemst bara í liðið “by default”, því Kuyt hefur ekkert verið skárri og fleiri framherjar eru hreinlega ekki í hópnum.
Eins og ég sé það eru báðar vængstöðurnar og önnur framherjastaðan ennþá ómannaðar. Lið sem leggur upp úr 4-4-2 ætti að eiga amk. sex toppleikmenn í þessar stöður. Við eigum, útfrá formi þessarar leiktíðar, einn (plús Bellamy sem spilar lítið).
Ég get tekið undir hvert einasta orð í þessum pistli Kristjáns. Maður er hreinlega stum. Stundum er sagt að maður skapi sér sína eigin heppni. Að mínum dómi gerist það þegar þrjóska og puð skilar sér loksins. ´
Stóri skandallinn í vetur er hrikalega slöpp vinnusemi liðsins, þ.e. skortur á krafti, seiglu og úthaldi. Það var fróðlegt að horfa á mennina sem ekki höfðu boltann. Hreyfingin sáralítil og fáir að bjóða sig og því lítill vandi að verjast. Þetta er auðvitað ekki boðlegt og ég veit satt að segja ekki hverju um er að kenna. Ég meina, Wigan, bloddí Wigan, er að vinna okkur á Anfield en samt rennur blóðið ekki til skyldunnar í þeim mæli að menn fari að hlaupa. Líklega er Kristján með þetta; þessir stofukettir sem ekki nenna að deyja fyrir klúbbinn mega fara í sumar.
Vil sjá gjörbreytt lið í næsta leik, þ.m.t. Doni í markinu.
Sá sem betur fer ekki leikinn, en það breytir því ekki að ég er í bland bæði brjálaður og furðulostinn!
Hvað er í gangi hjá Liverpool?
Persónulega hef ég orðið miklar efasemdir um að Kenny hafi það sem þarf til að koma þessu liði upp metorðastigann, bæði í Englandi og Evrópu.
Þreyta er ekki nokkru afsökun eftir leikinn, er liðið ekki að æfa á hverjum degi?
Ef það væri þreyta í hópnum hefð það átt að vera öllum ljóst fyrir leikinn og þá hægt að bregðast við því.
Ég get bara ekki séð hvaða leiki við eigum að vinna í deildinni eftir það sem orðið er,
Newcastle úti
Aston Villa heima
Blackburn úti
Fulham heima
West Brom heima
Norwich úti
Chelsea heima
Swansea úti
Þetta eru þeir leikir sem Liverpool á eftir í deildinni, aðeins leikurinn gegn Chelsea ætti venjulega að vera eini leikurinn sem fyrirfram telst tvísýnn, hinir leikirnir væru allt að því skyldusigur.
Reality check!
Ef ekki verður fyrir einhvert móralst og getulegt kraftaverk verður uppskeran rýr áfram.
Ég er að hruni kominn, ég bíð og bíð. hvað þarf ég að bíða lengi eftir að sjá Liðið sem ég elska útaf lífinu vinna svona leiki og berjast með sálinn eins og enginn sé morgun dagurinn.
Ég lifi fyrir Liverpool Football Club, tek mér frí í vinnu til að sjá þá spila og fer með strákunum að sjá þá spila og hef verla svör til að útskýra hvað er í gangi með þá. niðurlæing eftir niðurlæingu er bara orðið Liverpool.
Alltaf er þetta verða Liverpool ár sem ég segi eins og allir Liverpool menn enn verðum enn fyrir meiri vonbrigðum enn eitt tímabilið.
Það sé ég segi núna til að stuðnings manna Liverpool og sem harður Liverpool maður sem lifir fyrir sitt lið og styður það í blíðu og stríðu að ég fékk nó í dag ég er ekki reiður ég er leiður, sár og vill helsta gráta eins ogég hafi misst konu mína og börn sem ég gæti ekki sætt mig við.
Núna þarf breytingar, þjálfara sem vill vinna og leikmenn sem hafa ástríðu fyrir að spila fyrir Liverpool og því sem fylgir en ekki einhverju rusli sem Liverpool hefur sangað af sér í gegnum árin.
Stjórn Liverpool verða að fara kaupa leikmenn sem kosta peninga og borga þeim laun í samráði við það en ekki einhverja menn sem brillera á hja minni liðum og ætla halda að þeir blómstri hjá Liverpool eins og hefur verið hjá okkur í gegnum árin. Núna er bara halda í vonina kæru Liverpool menn og gleðjast yfir komandi sumri og vona að við sjáum allavega eitt stiki CAVANI á ANIFELD ROD næsta haust
Kveðja mjög sár Liverpool sál
Þýðir ekkert að benda á einstaka menn í þessum pósti það þarf leiðtoga til að stýra þessum mannskap!
Það er vælt yfir öllum leikmönnum liðsins hér, það er ljóst að við fáum ekki 11 nýja leikmenn!
Fáum kannski 2-3 en það breytir ekki öllu!
Þurfum mann til þess að stýra þessu liði, vinna betur í leikkerfi og fá það besta úr mannskapnum sem við höfum!
Hefur ekkert upp á sig að vera að skammast út í 15 leikmenn.
Úff, Kenny Dalglish skaut sig ansi hressilega í fótinn finnst mér þegar hann talar um að liðið hafi virkað þreytt í leiknum gegn Wigan. Alls ekki að ég sé ósammála honum og þetta er alls ekkert í fyrsta skipti sem þetta er málið. En afhverju í fjandanum er liðið þreytt á þessum árstíma? Svo þreytt að það er sprungið á 75.mínútu með unnin leik í höndunum GEGN QPR og tapar svo aftur nokkrum dögum síðar gegn Wigan þrátt fyrir að hafa unnið sig aftur inn í leikinn í byrjun seinni hálfleiks.
Það hefur jafnan verið þannig að góðu liðin með bestu stjórana og leikmannahópana skera sig úr á þessum árstíma og litlu liðin, eins og nýliðar QPR og Wigan eru kláruð næsta auðveldlega.
Ef Liverpool, sem er ekki einu sinni að spila í Evrópukeppni þetta árið er þreytt í mars þá er undirbúningstímabilinu um að kenna ásamt stjórnun liðsins það sem af er ári. Aftur kem ég að Benitez sem virtist (m.v. fjaðrafokið) árið 2005 hafa fundið upp rotation á Bretlandi, hann hringlaði endalaust með misgóð lið en Liverpool lið hans var alltaf í góðu standi á þessum árstíma. Því betri leikmenn sem hann fékk því hærra náði liðið í lok móts en liðið hafði úthald til að spila heilt tímabil.
Ég skil það vel að Dalglish vilji verja leikmenn sína, hann hefur alltaf gert það og tekur á málum innanbúðar, ekki í fjölmiðlum. Ekkert að því. Verst er að hann hefur rétt fyrir sér þegar hann talar um þreytu og það er það sem ég hef áhyggjur af.
Auðvitað hafa meiðsli lykilmanna ekki hjálpað okkur en það réttlætir ekki leik hinna sem eftir eru. hafa þar margir lykilmenn farið fremstir í flokki við að skíta upp á bak. Tökum Dirk Kuyt sem dæmi, hann hefur verið hjá okkur í mörg ár og á að vera einn af máttarstólpum liðsins. Hann er svo lélegur núna að þegar við þurfum að skora mark í lok leiks er 17 ára nýliði sem enginn hefur séð í alvöru leik settur inná. Ekki nóg með það þá voru flestir búnir að bíða eftir þessu mest allann leikinn og rúmlega það, fagnað var vel fyrir þessari skiptingu og það sem verra er nýliðinn var mikið líflegri.
Árangurinn síðan um jólin er sá 19. besti í 20 liða deild og því miður, sama hvað það er erfitt að face-a það þá kemst ekki einu sinni Dalglish upp með þannig árangur til lengdar.
21/12/2011 Wigan Athletic Away D 0-0
26/12/2011 Blackburn Rovers Home D 1-1
30/12/2011 Newcastle United Home W 3-1
03/01/2012 Manchester City Away L 0-3
14/01/2012 Stoke City Home D 0-0
21/01/2012 Bolton Wanderers Away L 1-3
31/01/2012 Wolverhampton Away W 3-0
06/02/2012 Tottenham Hotspur Home D 0-0
11/02/2012 Manchester United Away L 1-2
03/03/2012 Arsenal Home L 1-2
10/03/2012 Sunderland Away L 0-1
13/03/2012 Everton Home W 3-0
21/03/2012 QPR Away L 2-3
Þetta er ekki lítið hræðileg lesning og ef ekki væri fyrir bikarkeppnirnar væri allt orðið sjóðandi í Liverpool núna. Þolinmæðin hverfur fljótt þegar árangurinn er svona.
FA Bikar
R3 06/01/2012 Oldham Athletic Home W 5-1
R4 28/01/2012 Manchester United Home W 2-1
R5 19/02/2012 Brighton Home W 6-1
QF 18/03/2012 Stoke City Home W 2-1
Þarna eru 4 heimaleikir og tveir góðir sigrar og tveir aðrir skyldusigrar. Þetta er flott og gaman að Liverpool er komið svona langt en þetta er ekkert sem við notum til að réttlæta hræðilegt gengi í deildinni.
Deildarbikar
SF 1st Leg 11/01/2012 Manchester City Away W 1-0
SF 2nd Leg 25/01/2012 Manchester City Home D 2-2
Final 26/02/2012 Cardiff City Away D 2-2
Aftur, við fórum erfiða leið í þessari keppni og unnum hana. Sigurinn á City var flottur og liðið sýndi góðan karakter. úrslitaleikurinn var hinsvegar gríðarlega ósannfærandi og liðið ljónheppið að vinna neðrideildarlið Cardiff. En við unnum. Þetta er samt ekkert sem huggar mig þegar ég sé Liverpool í baráttu við miðlungs lið ensku úrvalsdeildarinnar í mars.
Það að fá Dalglish inn var frábært, lyfti öllum upp eftir hrikalega tíma og hann hefur gert margt vel. En ef liðið er ekki að sýna ásættanlegan árangur og virðist ekkert vera á leiðinni að gera það þá er Dalglish ekki stærri en Liverpool FC, það 1. regla félagsins, enginn er stærri en félagið sjálft.
Enginn efast um að Dalglish er í þessu af heilum hug og hann fagnar mörkum eins og stuðningsmenn, eitthvað sem var ÓTRÚLEGA miklivægt í stjóratíð Benitez. Sjálfur er ég þó svo skrítinn að ég vill hafa stjóra sem er gagnrýndur fyrir að fagna ekki mörkum en skorar slatta af þeim frekar en stjóra sem fagnar ógurlega mörkum en skorar vandræðalega fá.
Mig langar í svona vinnu sem ég má vera að skíta upp á bak, og allir bara sáttir við það
Það er ekki sjón að sjá þetta Liverpool lið undir stjórn Kenny.
Ég var einn af þeim sem var ekki sannfærður um að draga gömlu goðsögnina á flot og skella honum í stýrishúsið eftir allann þennan tíma frá frá fótbolta.
Ég er ennþá efins, enn ef til þarf kallinn þetta tímabil til að aðlagast sem og allur sá fjöldi leikmanna sem hann keypti inní liðið, allir þurfa sinn tíma til að aðlagast.
Það versta við allt þetta núna er að liðið spilar einsog lið sem er í fallbaráttu, liggjum aftarlega, varnarlega, varfærnislega, leikmenn fara í panik við að lenda undir í stað þessa að eflast, einsog í dag við erum á fokking heimavelli.
Kaupin þessu Bresku/Skosku fá falleinkunn hjá Daglish, ég gef samt Henderson sénsin enda ungur að árum.
Ég gef líka Carroll sénsin og þá líka vegna hversu ungur hann, enn þó fyrst og fremst hversu ömurlega þjónustu hann fær frá meðspilurum sínum.
Það er líka með þessa ensku leikmenn, þeir eru fínir í baráttuna og hlaupin, og .að er einmitt vandamálið með Enska landslið sem getur aldrei neitt, þeim skortir alla tækni til að geta tekið menn á.
Við höfum bara einn leikmann sem getur spilað og leikið andstæðingan uppúr skónum og það er Suarez.
Daglish hlýtur að sjá það að það vantar meiri töfra í liðið, flínkari leikmenn, leikmenn sem geta dregið til sín andstæðingana og búið til hluti uppúr litlu, fleiri leikmenn sem geta dregið vagninn þegar illa gengur hjá öðrum
Eitt af því sem veldur mér miklum áhyggjum er hvað Anfield er búinn að missa gjörsamlega allann FEAR FACTOR lið hræðast okkur ekki lengur, sama hver þau eru í deildinni, lið koma til að sækja stig, ekki bakka og sitja á sér og vonast til að halda stiginu sem þau komu með.
Ég vil fá þessa tilfinningu þegar Rafa var með liðið, maður sá hræðslu andstæðingana í sjónvarpinu þegar þeir komu á Anfiled.
Það er nokkuð ljóst að Liverpool telst ekki lengur til “Big Four” í ensku deildinni lengur, þessu verður að snúa við það er nokkuð ljóst.
Það bíður Daglish mikið verkefni í sumar að finna réttu mennina til að bæta við þann hóp sem hann er með í dag.
Hvort Daglish sé rétti maðurinn fyrir LFC er ég ennþá jafn efins um.
Í fullkomnum heimi þá myndi þessi stýra liðinu í mínum huga og hann biður tilbúinn á hliðarlínunni.
http://tomkinstimes.com/2010/06/some-rafa-benitez-facts-and-record/
YNWA
Síðan í byrjun þessa árs hef ég alltaf staðið með KKD og þeim leikmönnum sem hér er hraunað yfir trekk í trekk! En þessi vörn sem ég ber fyrir liðinu er alveg að dafna!
Það er alltof margt að akkurat núna! Já vissulega erum við á miklu betri stað en við gætum verið hefði allt farið til kaldra kola, en þetta er Liverpool Football Club og þar eiga hvorki stuðningsmenn, leikmenn eða annað starfsfólk að sætta sig við þetta!
Ég held að megin þorri þessara viku ætti að fara í að rannsaka þetta frá grunni og bæta það sem þarf að bæta!!
Dalglish verður að taka ábyrgð sem og leikmenn! Það er toppar allt að hann skuli virkilega afsaka þessa frammistöðu með þreytu! Hefur hann engan áhuga á evrópubolta þar sem leikið er laugardagur/sunnudagur – þriðjudagur/miðvikudagur – laugardagur/sunnudagur!? Einnig þarf maðurinn aðeins að minnka það sem ég tel vera algjöra þvermóðska! Að horfa á liðið í dag, oft á tíðum á hælunum, og önnur skipting kemur á 73 min og það er Shelvey inn fyrir Downing! Þrátt fyrir að Downing var ekki góður þá hefði ég vilja halda hraða hans þarna og taka Spearing útaf. Mér var á þeim tímapunkti drullu sama hvort við töpuðum 1-3 eða 1-2. Ég skil ekki af hverju varnartengiliðurinn var þarna inni þegar við þurftum nauðsynlega að koma boltanum yfir línuna.
Einnig var Dirk Kuyt hreinlega áhorfandi. Ég fattaði að hann væri í byrjunarliðið seint í seinni hálfleik! Að maðurinn skildi hafa verið inná í 83 mínútur er fáranlegt. Sterling gerði meira en hann á þessum 12 mínútum sem hann fékk! Það eitt segir nóg.
Einnig fannst mér Herra Captain Fantastic vera hræðilegur í dag. Hann átti hverja fail sendinguna á fætur annarri og var langt frá því að leiða liðið e-ð í dag!
En ég hef áhyggjur af liðinu eins og er. Ég trúi ekki slúðurblöðum en ég deili áhyggjum mínum yfir fregnum eins og þeim að það sé kominn áhugi á Sterling úr fleiri áttum. Fyrir mitt leiti verð ég að segja að ég skil Sterling og fleiri mjög vel ef þeir fara. Að vera byggja upp hörku akademiu og leikmenn þar fá ekki sénsa þegar stólpar í aðalliðinu eru að skilja eftir sig bremsuför á öllum leikfangum Englands!!
Ég veit ekki hvort fleiri átta sig á því en töpum við gegn Newcastle og Everton og Sunerland vinna, þá erum við komnir einu stigi á eftir þeim niður í 9. sæti. Og ef Swansea og Norwich erum við jafnir þeim að stigum. Það er því ekki langt í 11. sæti deildarinnar!
Sorry þessa langloku en akkurat núna er maður svo mökk pirraður að ég gæti þyrluskallað einhvern!!
Er ekki spurning um að slappa aðeins af. Kenny er örugglega alveg jafn pirraður og við og er að leita lausna. Gullfiskarnir vilja fá Kenny burt og með því að gefa þjálfurum aldrei tíma með liðið þá mun það aldrei geta neitt, viljum við enda einsog Chelsea? Það tók Ferguson nokkur ár að landa fyrsta titli, núna efast enginn um hæfileika hans. Kenny er kominn með einn titill og á séns á öðrum. Ég held ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að hann hafi ekki stýrt liði heilt tímabil án þess að vinna titil.
En úr því sem komið er á fókusinn bara að vera á FACup. Við erum með UEFA cup sæti, eigum ekki séns á CL. Mér finnst að gömlu kallarnir ættu að víkja (Carrah, Kuyt) og Coates, Sterling, Flanagan, Carroll og jafnvel Conor C. ættu að vera fá leiki.
En að öðru. Þegar FSG keiptu liðið þá var talað um 4-5 ára plan. Þeir bjuggust ekkert við flugeldasýningu strax í byrjun. Það tekur tíma að setja saman lið. Liðið er frekar ungt og það var nokkuð um stór áföll á þessu tímabili. Liðið náði aldrei þessu run-i eða momentum sem þarf. Meiðsli tveggja bestu leikmanna liðsins, Gerrard og Lucas setja alveg strik í reikninginn og lætin í kringum Suarez voru ekkert að hjálpa.
Mér finnst allt tal um að selja nýju leikmenn strax fáránlegt. Downing og Adam eru fínir uppá breidd ef við bætum við í sumar. Carroll og Henderson eru ungir og eiga örugglega eftir að bæta sig. Enrique er mjög sterkur bakvörður og það væri fáránlegt að tala um að hann sé ekkert að geta og þurfi að fara sanna sig.
Það sem liðið þarf er “creativity”. Í liðinu eru bara 3 leikmenn sama hafa það, Gerrard, Suarez og Sterling eftir leikinn í dag. Annars er liðið hugmyndasnautt hvað varðar sóknarleik og geta bara spilað reit. Það vantar finisher/slúttara, og alvöru kannt/framherja sem sækja á menn og taka þá á. Þetta getum við ekki með Kuyt og Downing.
En gullfiskanir meiga endilega heimta Kenny burt fyrir mér.
Það er enginn að tala um að Kenny eigi að landa titlinum strax en að Liverpool sé orðið að athlægi leik eftir leik gegn liðum sem eru með 10% af fjárráðum á Anfield er algerlega óásættanlegt.
Ok, back off King Kenny, þetta er ekki honum að kenna og þetta er ekki leikmönnunum að kenna. Þeir voru bara þreyttir (http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=123528).
Þetta er akkurat það sem ég hef óttast síðan KK tók við, ég var algjörlega sammála að það rétta var að KK tæki við eftir hörmulega lægð,en ég óttaðist strax að KK væri ekki maður til að fara með Liverpool á þann stalla sem það á heima (Topp 1-3 alltaf) , ég hef minnst á það 2sinnum hér hvernig ég var vitni á því hvernig KK eyðilagði skemmtilegt sóknarþyngjandi Newcastle lið enda var hann rekinn eftir um ár þar, hann virðist ekki geta skapað lið sem spilar skapandi bolta, lið sem hefur árræðni og þor,hann hefur nokkru sinnum í vetur sýnt kjarkleysi og aumingjaskap, kaup hann eru ekki að ganga,enn ég er nokkuð viss um að hann verði hjá okkur líka á næstu leiktíð og verði síðan rekinn, hann var hreint út sagt stórkostlegur leikmaður, ég hef verið Liverpool maður síðan 1966 og man ekki eftir ömurlegri liði, við verðum að muna að þó að við höfum ekki betra lið en í dag þá getur Liverpool alltaf unnið leiki og stundum stórleiki, það er af því að við erum LIVERPOOL,,,en ef fram sem horfir þá munu lið hætta að bera virðingu fyrir þessum frábæra klúbbi og þá er voðin vís,við höfum enn góðan möguleika á að vinna bikar en þó að við vinnum aðra dollu þá eru við samt á rangri braut og þurfum sem fyrst að taka til í okkar á frábæra klúbbi.
Er það ekki alveg örugglega rétt skilið hjá mér að Liverpool er komið í Evrópukeppnina með sigrinum í deildarbikarnum??
Ef að svo er að þá er ekkert því til fyrirstöðu að leyfa mönnum sem að hafa verið að “spila síðustu leiki” bara að hvíla sig úr því að þeir eru svona þreyttir og fá inn stráka sem að eru ferskir úr varaliðinu og leyfa þeim að spreyta sig síðustu leikina í deildinni, það er orðið nokkuð ljóst að mínu viti að við erum ekki nálægt því að komast í næstu deild fyrir ofan, meistaradeildina!!
Svo má vel athuga að taka Liverpool á þjálfaramálin og láta Carragher fá starfið í sumar, reyndist góð ákvörðun þegar að Dalglish tók við liðinu í fyrsta skiptið og ég er ekki frá því að slík ákvörðun geti verið góð fyrir liðið, veltur þó líka á hvaða menn hann fengi í þjálfarateamið með sér!!
Ég held að það sé að koma betur og betur í ljós að Liverpool er miðlungslið í enska boltanum, og er búið að vera talsvert lengi. Við áhangendurnir höldum í forna frægð og glæsta fortíð og viljum trúa því að liðið sé eitt af toppliðunum, og hlutir eins og sigurinn í Istanbúl og 2. sætið í deildinni undir Benitez kyndir undir væntingunum. En þessir atburðir eru undantekningar fremur en reglan. Ég gæti alveg trúað því að þetta væri eitt af því sem er að hrjá liðið í dag, þessi trú leikmanna að þeir séu í toppliði en eru í raun í miðlungsliði.. Og svo þegar á daginn kemur að liðið ræður ekki við verkefnið, missa þeir trúna og hungrið hverfur. Þarf ekki að byrja á því að horfast í augu við að það var ekki Hodgson, jafn mikill gemlingur og hann er, sem færði Liverpool niður á plan miðlungsliðs, það gerðist mun fyrr? Benitez fékk ekki stuðninginn sem hann þurfti til að færa liðið upp um stall (og hafði kannski ekki getuna á endanum?). Ungliðastarfið sýnir þó að þetta virðist vera á réttri leið
Ég veit svosem ekki hvaða skoðun ég á að hafa á King Kenny, leikir eins og leikurinn í dag efla ekki trú manns á honum (ekki frekar en kaupin í sumar sem leið), en á móti koma leikir eins og á móti Chelsea í fyrra, þar sem taktíkin gekk 100% upp. Manni sýnist eins og Kenny og Clarke viti ekki hvað er að klikka (fyrir utan vöntun á Lucas og Agger) og byrji því núna á að gera tilraunir með liðsuppstillinguna og innáskiptingar (Guardian kallaði skipulagið í fyrri hálfleik í dag 4-1-4-1. Enda allt í rugli). Ég býst við að við fáum að sjá fleiri slíkar tilraunir á næstunni, sérstaklega þar sem ekki er að neinu að keppa í deildinni. Kannski er tími kominn á að KK fari, en það gildir um þetta eins og annað: “Be careful what you wish for”, það voru sumir glaðir þegar Benítez var rekinn og Hodgson tók við og sjáið hvernig það endaði.
Finnst það mætti allveg setja stórt “?” merki við Reina þetta season. Klobbaður í 2 hverjum leik, ver nánast aldrei mikilvægu skotin, seinn út á móti boltum,virðist vanta leikskilning. Eitthvað er í gangi,og ég er ekki að fílaða.
Það tekur flesta góða þjálara 1-3 ár að byggja upp gott lið,enn það sést þó strax fingraför góðra þjálfara þó að stórir sigrar og dollur komi ekki strax, en því miður þá sé ekki þessi pósitífu fingraför hjá KK, #78 ég man ekki betur en KK hafi ekkert unnið hjá Newcastle, og eitt er víst kallin er orðin gamall, gamlir góðir þjálfara geta stundum hangið á sínu en MJÖG sjaldan byggt einkvað nýtt eins og þarf með Liverpool, sú lægð sem Liverpool er í dag þarf einkvað mikið og stórkostlegt, ef við einum að verða aftur topp lið þá þurfum við einkvað stórkostlegt og ég sé það ekki með KK því miður.
Gríðarlega svekkjandi undanfarnar vikur. Mér finnst erfitt að gagnrýna einhvern einn og held frekar að ég skammist út í liðið í heild sinni ásamt þjálfurum sem ekki hafa náð að leysa þau vandamál sem búin eru að herja á liðið allt tímabilið.
Kenny á samt að klára þetta tímabil og vera dæmdur eftir það. Þó svo að árangurinn í deildinni muni að öllum líkindum vera töluvert undir væntingum þá er ekki hægt að horfa framhjá því að liðið er búið að vinna einn titil og gæti landað öðrum.
Það eru engar líkur á því að að aftur verði hreinsað til í leikmannahópnum næsta sumar enda held ég að margir þeirra leikmanna sem við höfum geti gert mun betur en líklegast þarf fleiri tekníska leikmenn til þess að ná því besta fram úr þessum mönnum. Menn eins og Maxi, Aurelio, Aquilani, joe cole gætu horfið af launaskrá og það mun vissulega gefa klúbbnum svigrúm til þess að bæta nýjum mönnum í hópinn. Síðan er spurning með líftíma Kuyt og Carragher. Margir af ofangreindum leikmönnum eru eflaust á frekar góðum samningum og því ætti að myndast svigrúm til þess að bjóða samkeppnishæf laun ef menn eru sáttir við að fá ekki CL fótbolta.
Vonandi girða menn sig í brók og koma vel einbeittir í næstu leiki. Ég treysti því að Kenny láti menn heyra það duglega inn í búningsklefanum og mótiveri menn nægjanlega til þess að þeir snúi við þessari taphrinu.
YNWA.
Með þessu þreytu kommenti sínu náði Kappinn að gera sig að algjöru athlægi, hvílíkt PISS……..
Þetta er höfuðlaus her sem hefur fyrir löngu misst trúna á stjórann sinn, það sjá það allir sem vilja sjá, sama hvaða yfirlýsingar þeir koma með í fjölmiðlum!!! Það sýnir sig bara á vellinum þar sem verkin tala.
#80 ég er að vona að þetta hafi verið kaldhæðni annars er eitthvað að í hausnum á þér
Jæja nú get ég ekki setið á mér lengur, hef lítið látið í mér heyra undanfarna mánuði en þetta gengur ekki lengur, ég held að að sé alveg á hreinu að hugarfar og sjálfstrast leikmanna er ekki neitt. Í fyrsta leik vetrarins skutum við í slá og klikkuðum víti í næstu leikjum þar á eftir hélt þetta áfram, menn að klikka vítum, dúndra stangirnar og brenna dauðafærum, við þetta tel ég að sjálfstraust og trú leikmanna á verkefninu hafi smám saman minnkað og þetta hefur aldrei lagast í vetur. Sennilega hefði átt að senda sálfræðing eða einhvern álíka sérfræðing á Melwood í október eða nóvember en þetta er með hreinum ólíkindum hvað menn virðast hafa ekkert sjálfstraust og ENGA trú á þvi sem þeir eru að gera.
Ég var einn af þeim sem vildi Dalglish í stjórastöðuna en ég eins og fleiri verð bara að játa og éta það ofan í mig að þar hafði ég rangt fyrir mér um að hann væri maðurinn til þess að rífa liðið upp vegna þess að það er hann Augljóslega ekki, liðið leikur æ verr eftir því sem líður á veturinn og áhugi leikmanna er engin og á þessu verður stjórinn að bera ábyrgð á alveg sama hvort hann heiti Dalglish, Villas Boas eda Benitez. Vandamálið er það að ég hef enga trú á að eigendur Liverpool reki Dalglish en ég held að það besta í stöðunni sé að Dalglish klári veturinn, landi vonandi FA bikarnum og stígi svo sjálfur til hliðar og taki eitthvað annað starf innan klúbbsins og menn sýni svo metnað og ráði einhvern alvöru stjóra í djobbið ( Mourinho væri draumurinn en sé það ekki gerast ) Svo er alveg spurning um að skoða það hvort menn vilji halda Comolli áfram í starfi hjá klúbbnum, mennirnir sem hann fékk til liðs við okkur í fyrra geta seint talist vera að gera einhverjar rósir þarna.
Annars held ég að eigendur liðsins hafi mikið um þetta að segja hvað þeir vilja með þetta lið, það mun ekki miklu málið breyta hvort Dalglish, Mourinho, Capello, Benitez eda hver sem það er stýrir þessum klúbbi á næsta tímabili, þessi mannskapur sem er til staðar núna er ekki að fara ná topp 3-4, það vantar meiri gæði og þá er ég ekki að tala um að kaupa 2-3 Adam eða Downing í viðbót því við þurfum bara ekki fleiri meðalmenn í þetta lið. Eigendur félagsins þurfa að taka upp 60-90 milljónir punda og styrkja liðið með 2-3 alvöru nöfnum, mönnum sem geta breytt gangi leikja eða klárað leiki td á Anfield þar sem andstæðingar okkar liggja með 9-10 leikmenn til baka. Ég er heldur ekki tilbúinn til að hlusta á að að það sé ekki hægt að fá alvöru leikmenn án meistaradeildarinnar vegna þess að við vitum allir að það er kjaftæði, að er hægt að fá hvern sem er ef menn eru tilbúnir til þess að borga almennileg laun og uppsett verð.
John Henry, boltinn er hjá þér kallinn minn, villtu lið sem keppir um 5-8 sæti ? ef já keyptu þá lítið sem ekkert í sumar, ef NEI og þú villt 1-4 sæti og samkeppnishæft lið taktu upp slatta af seðlum og gerðu liðið okkar samkeppnishæft við Man City, United og Chelsea td….
Hér er smá staðreyndalisti fyrir þá sem vilja hætta vera í fýlu og vilja brosa smá
Facts of Balotelli :
Survived a usually fatal disease at birth
£10,000 in parking fines.
Car has been impounded 27 times.
£300,000 fine for throwing darts at the youth team.
Won £25,000 in a casino, gave £1,000 to a tramp outside the casino.
Threw tomatoes at a Serie A manager.
Threw Water Balloons at a Serie A disciplinary hearing.
Started a fight with 4 bouncers after breaking the “no touching” rule at a strip club.
The “bib” saga.
Had a £120,000 Audi imported, wrote it off within a week.
Had his friend approach girls in a nightclub and say “Balotelli will see you now”
Sent to the shops by his mother to buy essentials for the house, came back with a giant trampoline and a Vespa and a Scalectrix.
Has started fights at training with Kompany, Boateng, Tevez and Richards.
Was frequently seen at the AC Milan superstore while playing for Inter Milan.
Went on TV wearing an AC Milan shirt with his name on the back while playing for Inter.
Whilst playing for Italy under 21’s, he is fouled, he sits on the pitch for 3-4 minutes ignoring the opposition, his team mates and the referee.
He is then offended when he gets sent off and protests about it.
Winks at Ferdinand after FA cup semi final and celebrates in front of the United fans.
After the cup final on live TV, he says “ I have been sh*t this season, am I allowed say sh*t on TV?
Was stopped by police going around his hometown of Hulme with £ 25,000 cash in the passenger seat. When asked why he replied “ because I’m rich”
Had to be physically hauled away by Zanetti for refusing to let Samuel Eto’o take a penalty that he had earned.
Once broke up with a girlfriend via text whilst she was presenting a live show.
Slept with an Italian model while his girlfriend was downstairs.
Drove his car into a women’s prison because he wanted to “look around”
Has connections with the Italian mafia, he has testified in court at a Mafia trial.
Once accused a child who asked for his autograph on the training ground that he was bunking from school. When child answered that this was the result of bullying, drove the child and his mother to the headmaster’s office, summoned the bully from class and brokered a truce.
Brought his Ipad on to the bench for Italy’s international against the Faroe Islands because he wanted to play games on it.
Was seen in a Manchester shopping centre “hi-fiving” city fans the day after City had beaten United 6-1.
Became the face of a firework safety campaign a few days after setting his house on fire from letting off fireworks indoors.
Hands £50 notes to strangers when out shopping in Manchester.
Chanted “Rooney, Rooney” at the prostitute who claimed to have slept with Wayne Rooney.
Italy had just brought out a brand new home kit, at the start of the second half for their first match wearing the new kit, Balotelli came out in the old kit, claiming he didn’t like the new one. Nobody else had changed.
Turned the landscaped back garden of his house into a Quad bike track
Age: 21
King Kenny þarf að fara gera eitthvað annað en að koma með svona skítaafsakanir eftir leiki.
Ég vill sjá hvern einasta leikmann í þessu liði koma með afsökunarbeiðni yfir þessum leikjum undanfarið og það stax er kominn með svo mikið ógeð af þessi að það er ekki fyndið.
En varðandi hugsanlegan arftaka Kenny, af hverju stingur enginn upp á Borrell? Væri það ekki í anda gamla Liverpool (sbr. Fagan og Paisley)?
Jæja, nú er klukkan orðin hálf níu og það er fyrst núna sem maður er að ná áttum. Það er heill hellingur sem liggur manni á hjarta og kop.is er ágætis vettvangur fyrir það.
Ég var í pollýönnu-hópnum, barðist fyrir KK og því starfi sem hann var að vinna og reif kjaft við alla þá sem reyndu að benda á það þveröfuga. En nú er “the dark side” smám saman að taka völdin.
Það er svoldið merkilegt en þegar leikurinn byrjaði fór um mig ónota tilfinning; liðið virkaði hægt, enginn kraftur og menn virtust ekki hafa nokkurn áhuga á því að spila þennan leik. Menn muna kannski eftir Chelsea undir stjórn Andreas Villas Boas, þannig var bragurinn á Liverpool í dag. Andleysi, meira að segja Stevie G (guð blessi hann) virkaði jafn þungur og Frank Lampard á miðjunni.
Á þessu ber KK ábyrgð. Sóknarleikurinn var hugmyndasnauður og fyrirsjáanlegur. Og á því ber KK ábyrgð. Ég held hreinlega að ég hafi aldrei séð LFC spila svona fyrirsjáanlega knattspyrnu. En svo komu ljósin í myrkrinu; Shelvey og Sterling. Þá kom kraftur og hraði. Ég spyr mig; er Dirk Kuyt búinn að gefast upp? Ég gat fyrirgefið honum boltameðferðina en hann skoraði alltaf í mikilvægu leikjunum og barðist eins og ljón en núna hefur hann bara engan áhuga. Hvað með Jamie Carragher? Hvert fóru hæfileikar Jose Enrique? Og af hverju byrja Carroll, Stevie G og Suares ekki alltaf? Þetta er ekki þreyta, þetta er krísa. KRÍSA!!!!!!!!! Að ekki sé talað um Henderson sem virðist rúinn öllu sjálfstrausti (það kæmi mér ekki á óvart ef Stuart Pierce myndi henda honum útúr 21 árs landsliðinu).
Kenny Dalgish getur ekki falið sig á bakvið þreytu leikmanna, það er bara ógild afsökun knattspyrnustjóra hjá Liverpool Football Club. Og ég held að allir stuðningsmenn liðsins sjái í gegnum þessi orð Dalglish.
Það er ekkert launungarmál að það er krísa á Melwood, meiriháttar krísa. Og nú skulum við bara setja upp dæmið svona; LFC tapar í undanúrslitum, hvað þá? Deildarbikar og sjöunda til áttunda sætið í deildinni. Kannski það níunda?
Nei, þetta gengur ekki. Ef það vinnst ekki sigur á gamla St. James Park á sunnudag, þá er byrjað að hitna ansi verulega undir KK og kannski komin upp sú staða að hann neyðist til að stíga til hliðar og hleypa öðrum að. Því ekki geta stuðningsmennirnir gert sér vonir um að lið, sem er augljóslega rúið sjálfstrausti og hefur glatað trúnni á “Verkefnið”, fari alla leið í úrslit í bikarkeppni og vinni þar annað hvort Chelsea eða Tottenham.
Magnað en satt; kannski er tími Rafa Benitez kominn? Hver annar gæti sannfært spænska gæðaleikmenn um að koma til Liverpool-borgar á ný? Liðið þarf allavega að fara í rækilega naflaskoðun og sjálfur King Kenny þarf að líta í eigin barm og hugsa út fyrir boxið, hann er augljóslega að gera eitthvað rangt….
Ætlaði einmitt að bíða eftir blaðamannafundinum og sjá álit Kenny Dalglish áður en ég tjáði mig um leikinn og varð ekki fyrir vonbrigðum….
Fokking þreyta my ass. Ef liðið var svona þreytt og sumir að spila 3 leiki á rétt rúmri viku af hverju spilar þá t.d. úthvíldur Carroll ekki 90mín í dag? Dalglish getur ekki boðið hugsandi fólki uppá svona kjaftæðis afsakanir, hann er virkilega farinn að hljóma eins og dead man walking. Af hverju notar maðurinn Henderson í enn eitt helvítis skiptið á hægri kanti? Hversvegna eru Kuyt og Carragher enn atvinnumenn í fótbolta? Hvað varð um Bellamy?
Það er augljóslega eitthvað mikið í gangi á bakvið tjöldin og liðsmórallinn í algeru rusli. Það eru sennilega 5 kóngar á Anfield núna. Dalglish, Gerrard, Carragher, Reina og Kuyt. Menn sem telja sig allir með öllu ómissandi sökum stærðar og reynslu sinnar innan liðsins. Dalglish virðist vita að hann sé núna að missa tökin og kaupir sér því vinsældir og líftíma í starfi með að spila smákóngunum í stað þess að gera nauðsynlegar breytingar.
Sá eini af þessum smákóngum sem er enn topp heimsklassaleikmaður er Gerrard og hann er að ná svakalega vel saman við Suarez eins og sást í markinu í dag. Hann má halda áfram en hinum verður að koma frá liðinu nema kannski Reina ef hann skyldi fá áhuga á fótbolta aftur.
Maxi Rodriguez var settur alveg útúr liðinu fyrr í vetur fyrir að kalla Dalglish “stupid manager”, fleiri hafa örugglega fetað þá slóð eftir það. Dalglish er hinsvegar búinn að koma á “The Liverpool Way” varðandi fjölmiðla, það lekur gjörsamlega ekkert út um skærur eða óánægju en það er fyrir mér augljóslega töluverð óánægja innan hópsins, annaðhvort með þjálfunaraðferðir Kóngsins eða illindi milli manna t.d. vegna lítils spilatíma.
Magnað hvað þetta tímabil hefur fullkomlega klúðrast eins og liðið var að spila vel á sama tíma í fyrra undir stjórn Kóngsins. Leikmenn sem litu í fyrra út fyrir að geta sigrað heiminn skelfa núna eins og hríslur inná vellinum.
Eitthvað er að klikka hjá þjálfaraliðinu en við verðum samt að halda Steve Clarke, hann er einn albesti aðstoðarþjálfarinn á Englandi og víðar. Erum með frábæra unglingaþjálfara svo umgjörðin er að mestu góð uppá framtíðina. Vil ekki endurtaka mig en hef lengi talað um hér á kop.is að sennilega væri þessi mjög ólíka Dalglish/Clarke kombinasjón ekki að fara virka til lengdar. Clarke gekk frábærlega að vinna með Mourinho og heimsklassa leikmönnum og ég held að honum gengi betur að smyrja varnarleikinn uppá 10 með þjálfara eins og Rafa Benitez sem hugsar og vinnur eins. Vörn vinnur titla, það er bara þannig
Fyrst Liverpool er ekki í CL þurfum við þjálfara sem er meistari í taktík og kemur á miklum aga í okkar liði til að bæta tímabundinn skort á tækni og gæðum. Rafa Benitez yrði pottþéttur réttur maður í það. Það ætti ekki að telja gegn honum að hafa tapað búningsklefanum síðast. Það verða hreinsanir í sumar og við með nánast nýtt lið. Helst myndi ég þó vilja að við gerðum Jurgen Klupp þjálfara Dortmund tilboð sem hann gæti ekki hafnað. Eða reyna við Guardiola og kannski Villas Boas. Þetta eru þeir 4 þjálfarar sem ég held að gætu pumpað lífi í gamla risann.
Best samt að bíða með endanlegan dóm á þetta guðsvolaða tímabil. Ef við vinnum FA Cup og Man Utd vinnur ekki neitt í ár þá verður þetta fyrir mér alveg fínasta tímabil þrátt fyrir allt. Höldum í gleðina og vonum það besta. Áfram Liverpool.
Sælir félagar
Það er dálítið merkilegur punktir hjá Babú#74. Þar segir hann “Verst er að hann hefur rétt fyrir sér þegar hann talar um þreytu og það er það sem ég hef áhyggjur af.” Þetta minnir mig á annað sem ég hefi áður minnst á. Það er að haft er eftir Babel að hann sé í miklu betra formi núna en þegar hann var hjá Liverpool.
Núna þegar öll toppliðin eru að toppa þá eru góð miðlungslið eins og Liverpool og Tottenham að dala. Hvað er í gangi hjá þessum liðum? Er eitthvað að þrekþjálfun eða er eitthvað að hugarfari leikmanna. Í leiknum í dag sá maður að Kuyt var farinn að rölta um völlinn og þó hann sé aldrei hraður þá var hann greinilega algerlega búinn með eldsneytið. Hvort það var það andlega eða líkamlega veit ég ekki. Bæði þessi lið eru með enska(skoska) stjóra sem eru vel við aldur.
Það er greinilegt að það er eitthvað að hugarfari leikmanna. Liðið gefst auðveldlega upp og brotnar við mótæti. Þegar liðið fékk á sig annað markið í dag þá hreinlega gáfust menn upp. Bæði utan vallar og innan. Ég veit ekki hvort það er íhaldssemi hjá KD að skipta bæði seint og illa. Það getur líka verið að það sé hreinlega hræðsla við að gera eitthvað vitlaust. Í framhaldi af því, af hverju skipti hann ekki Kuyt útaf í hálfleik fyrir Sterling, af hverju var Carroll ekki í byrjunarliði og af hverju ekki Jojo inn fyrir Spearing þegar strax eftir seinna mark Wigan til að auka sóknargetuna. Hvar er þrekið og þorið til að taka ákvarðanir á hliðarlínunni. Taka áhættu og reyna allt til að vinna leiki.
Ég hefi verið þeirrar skoðunar að KD eigi að vera með liðið a.m.k. eina leiktíð í viðbót og auðvitað ljúka þessarri. Ég viðurkenni að ég er farinn að efast. Ég er farinn að hugsa um hvað Rafa Benitez gæti gert við þær aðstæður sem KD hefur. Öflugir eigendur með klár langtímasjónarmið og peninga til að framfylgja þeim. Ég viðurkenni að það er dálítið aðlaðandi sýn til framtíðar.
Það er nú þannig.
YNWA
#74 Babu þú segir allt myndi fara sjóðandi núna ef ekki væri fyrir góðum árangri í bikarkeppnum þá er það mjög kaldhæðnilegt þar sem ástæða fyrir því að Liverpool er ekki lykillmennina Agger & Lucas er útaf því að þeir meiddust í bikarleikjum.
Þess vegna er virkilega sárt að bikarinn sem endaði að 6 ára bikarleysi Liverpool var líka sá sem létt Liverpool missa Lucas & Agger.
Fokk hvað ég meika ekki þetta gengi okkar ástkæra lið!
Því miður eru 98% af ummælum hér fyrir ofan nákvæmlega allt sem þetta félag stendur ekki fyrir.
Í lang flestum tilfellum hef ég verið sammála síðu höfundum,en nú valda þeir vonbrigðum.
Kv.Davíð
Þegar maxi var að spila vel fyrir Liverpool í byrjun tímabils spilaði hann sig aftur inní Argentíska landsliðið en var síðan saltaður af KD mér finnst það algjört rugl
Þetta var mjög slæmt en þetta er nú enginn heimsendir. Og það á ekki að reka KK núna en hann á vita að þetta er komið á ansi hálan ís. Hann reif menn ágætlega upp eftir Bolton tapið, en þá var ennþá séns á meistaradeildinni. KK var oft gagnrýndur fyrir slæm kaup til Newcastle t.d og ég verð að segja að þetta voru slöpp sumarkaup í fyrra.
Henderson – Hef nú trú á þessum dreng þrátt fyrir hversu misjafn hann hefur verið. Það hefur verið mikið álag á honum, að spila stöðu sem hann kann varla, og að vera jafn stór partur af LFC svona ungur er mikil pressa. Hann er hinsvegar með góða sendingargetu, kreatífur og gott boltavit. Halda honum!
Charlie Adam – Einfaldlega í vitlausu liði. Selja hann í sumar, takk!
Downing – Ég skildi ekki hvers vegna hann var valinn á markaðnum umfram Juan Mata. En hann var góður til að byrja með en fór svo að förlast þegar haustaði. Ef hann er rétt mótíveraður spilar hann þrusuvel, en hann er ekki að skila sínu hvortsemer. Það þarf að koma honum í gang, ef það gengur ekki þá má fara að verðmerkja hann.
Enrique – Að mínu mati bestu kaupin, en ég er nú hrifnari af bakvörðum með meira sóknar-edge. Að mér finnst hefur hann sannað sig og á skilið að vera áfram, þrátt fyrir síðustu leiki. Halda honum.
@95 – Bæði Tott og Liv með enska/skoska stjóra já.. United líka?
Annars er þetta tímabil bara ein stór vonbrigði, skítt með spectacular lélegan árángur eftir áramót.. fyrir áramót þá sá maður bara að það voru sprungur í allri heildinni, náðum engum solid sigrum af viti, vorum að tapa stigum grimmt og svo þegar að lykilmenn hverfa, liðið hrynur þá er allur andinn horfinn úr liðinu.
Bæði Kenny og Comolli eru á tæpasta vaði, allir þessir gullmolar sem að Comolli átti að scouta handa okkur og koma með gersemar voru allt gullhúðaðir kúkar. Við gerðum frekar mikið af innkaupum í sumar, losuðum okkur við leikmenn líka, og hópurinn er bara lélegri ef eitthvað er.
Næsti leikur er gegn Newcastle í deildinni.. ég væri frekar til í að sjá meirihlutann af unglingaliðinu okkar inná heldur en þessa andlausu aumingja sem kalla sig atvinnumenn í fótbolta sem voru þarna í dag. Maður veit það allaveganna að strákar sem eru að fá að spreyta sig í fyrsta skipti leggja sig 150% fram.
http://www.liverpoolbanter.co.uk/2012/03/do-you-really-want-to-play-for.html?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+LiverpoolBanter+%28Liverpool+Banter%29
ÉG SPÁÐI ÞVÍ FYRIR TÍMABILIÐ AÐ LIVERPOOL MYNDI ENDA UM MIÐJA DEILD, ÞAÐ ER ÞVÍ MIÐUR AÐ RÆTAST, EN ÞAÐ SEM HEFUR KOMIÐ MÉR Á ÓVART ER GÓÐUR ÁRANGUR Í BIKARLEIKJUM, VIÐ GETUM UNNIÐ FA-BIKARINN Á GÓÐUM DEGI, EN EINS OG LIÐIÐ ER AÐ SPILA ER ÉG MJÖG SVARTSÝNN Á AÐ ÞAÐ HAFIST. KENNY HEFUR BRUGÐIST OKKUR GÍFURLEGA, ENDA HELD ÉG AÐ HANN MUNI SEGJA STARFI SÍNU LAUSU EFTIR ÞETTA TÍMABIL. HANN ER ÞAÐ MIKILL KARAKTER AÐ HANN SÉR ÞAÐ SJÁLFUR. NÚ ÆTTI HANN Í SÍÐUSTU DEILDARLEIKJUM AÐ NOTA SEM MEST AF UNGUM LEIKMÖNNUM OG HENDA ÚT ÞESSUM METNAÐARLAUSU LEIKMÖNNUM SEM HANN KEYPTI OG HUGSA BARA UM KOMANDI BIKARLEIKI, SEM VERÐA KANNSKI BARA EINN.
TAKK KENNY ÞÚ REYNDIR ÞITT BESTA, EN BRÁST VONUM OKKAR.
ÁFRAM LIVERPOOL, VONANDI VERÐUR ÞÚ STÓVELDI AFTUR!!!!!!!!!!!!!!
Sammála #103.. Kenny segir upp ef það er málið. Eflaust eru hlutir sem við sjáum ekki en hann telur sig höndla og heldur áfram.
Þetta er mikið stemmningslið.. Vinnur Everton í deild 3-0 og alla bikarleiki en klikka ílla þar utan. Frekar þreytandi.
Annars sammála þessum mörgum manninum hér að ofan.
(alltaf mikill Rafa aðdáandi)
Þeir sem vilja dæma Commolli strax ættu aðeins að skoða þetta:
“Comolli was responsible for Tottenham’s policy of signing young talents, bringing players such as Gareth Bale, Alan Hutton, Kevin-Prince Boateng, Giovani dos Santos, Adel Taarabt and Younes Kaboul to the club. Comolli was also responsible for the signings of current Tottenham first-team squad members Luka Modri?, Benoit Assou-Ekotto, Heurelho Gomes, David Bentley (now at West Ham United on loan), Vedran ?orluka and Roman Pavlyuchenko, as well as Dimitar Berbatov (now at Manchester United).[10] ”
Hann var rekinn vegna lítils árangurs sem þessir leikmenn voru að sýna. Ég veit ekki betur en að Bale, Modric, Berbatov og Boateng séu með heitari mönnum í boltanum í dag eða hafa verið það síðustu misseri.
Hjá Arsenal fékk hann K. Toure, Clichy og Eboué, Ég veit ekki betur en að þessir menn séu að spila fyrir stærstu lið á englandi með góðum árangri.
Ætti Liverpool að gera sömu mistök og Tottenham og reka þennann mann áður en kaupin eru að sanna sig. Bara það að hafa keipt Modric ætti að vera nóg fyrir klúbb að halda þessum manni.
#103: jújú, LFC gerði í sig og allir skúffaðir.
En please taktu af CAPS LOCK.
ynwa.
#105 comolli á þá heiðurinn af gomez.. sem er lélegasti markmaður í sögu úrvalsdeildarinnar (já taibi meðtalinn) og bara fyrir þau kaup ætti að stjaksetja manninn..
Það þarf að breyta hugarfari hjá leikmönnum,veit ekki hvort Dalglish sé rétti maðurinn en við skulum ekki gefast upp en það þarf að landa hinni dollunni sem er í boði annars er þetta óásættanlegur árangur þeas Carlin cup dollan og níunda sætið eða hvar það er sem liðið er nú statt.
fannst þetta vera algjört rugl í dag! afhverju notar hann Kenny ekki Doni? á gæjinn að rotna á bekknum?
og Sterling? shitt! vil fá að sjá hann byrja í næsta leik takk!
Y.N.W.A
Liverpool er með fínan hóp, marga unga og mjög efnilega. Ég mun aldrei tala illa um Henderson né Carroll. Þeir eru fæddir 90 og 89. Það er fáránlegt að vera tala um að losa sig við þá, ekki fyrr en eftir allavega 2 tímabil. Ætla að minna stuðningsmenn á að kuyt var ömurlegur til að byrja með, lucas líka. Síðan venjast þeir þessu og sanna sig, alltaf sama sagan en það þarf samt alltaf að hate-a á nýja leikmenn ef þeir standa sig ekki á fyrsta tímabili.
Annars þarf lpool að fara versla í winners. Ekki fleira af leikmönnum frá Sunderland, Aston Villa, Newcastle og Blackpool. Tölum nú ekki um að hafa þá enska, hvað er langt síðan það landslið var að gera einhverjar gloríur? Þurfum að kaupa leikmenn sem sitja á bekknum hjá Real Madird, Barcelona, AC milan, Inter Milan eða einhverjum svona liðum. Leikmenn sem hafa verið að vinna eitthvað seinustu ár og eru kannski ekki í náðinni. Ef ég þarf að taka dæmi þá er það einfalt: Rafael Van Der Vaart hefur reynst Tottenham frábærlega þó það hafi aðeins fjarað undan þessu hjá honum undanfarið, hann var keyptur af bekknum hjá Real. Einnig var Sneijder ekki í náðinni hjá Real þegar hann var keyptur í Inter og hefur farið á kostum. Balotelli er annað dæmi, frábært efni sem er óneitanlega einn hæfileikaríkasti leikmaðurinn í EPL um þessar mundir. Mourinho vildi ekki nota hann mikið, City nýtti sér það. Byrjum að gera svona kaup! KAmóon!
Nú er búið að tönglast á hvað nýju mennirnir Carroll, Henderson, Downing, Adam og allir hafa verið slakir. Hvernig væri að menn líta á managerinn sem hefur ekki náð því besta út úr þeim. Liðið er eins höfðingjalaus her. Gjörsamlega gerilsneytt af skipulagi og baráttuanda. Ef svona margir eru að spila illa þá hlýtur að vera eitthvað að stjórnuninni hjá liðinu. Það eina sem heldur Dalglish í starfi núna er þessi Carling Cup sigur og að liðið er ennþá í FA Cup. Það þarf að fá nýjan stjóra sem allra fyrst.
Það er alveg ólýsanlega leiðinlegt að fá þá tilfinningu að manni finnist Liverpool og Kenny Dalglish (í formi knattspyrnustjóra) eigi bara ekki samleið lengur. Það er nú svo sem ekki komið langt inn í þessa seinni dvöl hans við stjórnvölin og kannski einhverjir stórir þættir hafa ekki gert honum auðvelt fyrir, sbr. meiðsli lykilmanna og dramað í kringum Suarez.
Það má réttilega tala um að Liverpool sé ‘work in progress’ – sem það svo sannarlega er. Það eru jákvæðir hlutir (þó þeir gleymist gjarnan síðustu daga, vikur og mánuði) sem má taka frá þessu tímabili og byggja á. Því miður eru líka margir neikvæðir hlutir sem hálf partinn núlla út alla jákvæðu þættina frá tímabilinu. T.d. Liverpool gengur vel að búa til auka pening með því að losa sig við óþarfa leikmenn en þeir leikmenn sem voru keyptir í staðinn (eða voru hér fyrir í einhverjum tilfellum) bara skila ekki sínu og einhverjir gætu jafnvel farið að flokkast sem ‘óþarfa’ leikmenn hjá félaginu. Liðið nær frábærum árangri í bikarkeppnunum en skíta árangur í deildinni. Liðið virðist skapa sér töluvert fleiri færi en á síðustu leiktíð en virðast ganga töluvert verr að skora mörk. Vörnin (lungan af leiktíðinni) hefur verið ein sú besta í Englandi en sóknin ein sú versta. Svona mætti lengi halda áfram. Menn tala um tvö skref áfram en eitt skref aftur á bak, persónulega þá finnst mér þetta eiginlega vera nær því að vera eitt skref áfram og eitt skref aftur á bak.
Leikmannahópur Liverpool í ár, sama hvað einhverjir kunna að segja, er að mörgu leyti sterkari en hann var á síðustu leiktíð og þetta er alls ekki lélegasti leikmannahópur sem Liverpool hefur haft í Úrvalsdeildinni. Þetta Liverpool-lið er ekki ‘skita’ eða ‘meðal lið’ eins og vinsælasti frasinn virðist vera þessa dagana. Liverpool er gott lið, langt frá því að vera eitthvað ‘fimmu-lið’ í deildinni en það er klárlega eitthvað að klikka og liðið er að spila ótrúlega langt undir getu.
Það er eitthvað við Liverpool sem mér bara finnst ekki vera að virka. Ég er ekki alveg viss hvað það er en ég gæti vel trúað að það sé leikkerfið og kannski bara hvernig liðið spilar. Mér finnst oft frábært að sjá hvernig leikmenn liðsins tæta sig í gegnum varnir með einföldum en áhrifaríkum sóknarbolta en stundum finnst mér eins og fókusinn sé oft aðeins of mikið á þann hluta leiksins, þ.e.a.s. að senda boltann og hlaupa í eyður (þetta svo kallaða pass and move).
Mér finnst menn alveg hættir að reyna að skjóta á markið og þetta minnir svona á gömlu krítíkina á Arsenal hérna fyrir nokkrum árum – þeir spila frábæran bolta en gleyma því stundum að skjóta boltanum því þeir reyna bara að spila sig inn í markið. Það finnst mér oft vera málið hjá nokkrum leikmönnum Suarez og það er eins og þeir bara hálf partinn þori ekki að skjóta þó þeir hafi augljóslega góða fætur (nei, Suarez flokkast ekki inn í þennan hóp!). Efstir í huga mér eru þeir Jordan Henderson og Steven Gerrard, þeir geta báðir nelgt honum á markið og í það minnsta látið markvörðinn þurfa að hafa fyrir því að verja boltann en einhverja hluta vegna þá er bara eins og þeir reyni frekar að leita að úrslita sendingunni í stað þess að treysta á gredduna. Það pirrar mig frekar mikið að sjá hve ragur fyrirliðinn virðist stundum vera í að negla á markið rétt fyrir utan teig, finnst hann gera það örsjaldan þessa dagana.
Svo er það hugarfar leikmanna sem virðist oft bara hreinlega vanta – uppgjafir, vonleysi, lítil trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum, einbeitingaskortur og jafnvel bara metnaðarleysi er eitthvað sem maður myndi aldrei búast við að væri ríkjandi í Liverpool liði með Kenny Dalglish við taumana!
Ég veit líka ekki alveg með þetta kerfi hjá Dalglish. 4-4-2, 4-3-3, 4-5-1 eða hvað þetta nú er þá virðist þetta bara yfir höfuð ekkert vera að ganga og sérstaklega ekki þegar leikmenn eru settir í stöður eða hlutverk sem þeir eru ekki vanir að gera og oft miklar breytingar á leikáherslum á milli leikja – ekki bara svona ‘rotation’ heldur virðist þetta oft eiga að vera eitthvað taktískt masterplan.
Skoðum bara t.d. hvernig sóknarlínan er sett upp á milli leikja. Í vetur höfum við t.d. fengið að sjá Suarez einan upp á topp með Downing, Henderson, Kuyt, Bellamy eða Maxi úti á köntunum. Carroll, Bellamy eða Kuyt eina upp á topp með sömu menn úti á köntunum. Suarez frammi með Kuyt eða Carroll (oft ekki tvö leiki í röð, þá sérstaklega þegar kemur að Carroll) og á einhverjum tímapunktum í vetur er ég ekki frá því að við höfum séð Henderson og Stewart Downing (ekki þó á sama tíma) í framlínunni. Þetta er voða mikið af breytingum sem að gerir að ég held leikmönnum oft erfitt fyrir því áherslurnar í leikstílnum virðast oft vera of breytilegar á milli leikja. Það vantar stöðugleika í leikmenn liðsins og það vantar stöðugleika í liðsval.
Ég er á þeirri skoðun að í íþróttum áttu að halda þig við leiðina sem þú notaðir til að ná árangri. Ef þú ert með kerfi sem virkar þá á að halda í það þar til mótherjarnir eru farnir að eiga svör við því, þá breytir maður til og finnur eitthvað nýtt. Það er stór munur á því að breyta úr sigurliði og að breyta um siguraðferð, því miður finnst mér Dalglish oft gera sig sekan um það síðarnefnda. Mér finnst alveg hundleiðinlegt að koma með slíkt dæmi og þið vonandi fyrirgefið mér það en sjáum árangur Man Utd síðastliðna tvo áratugi eða svo, sama hverjir koma eða fara úr þeirra liði þeir halda sig alltaf við þá aðferð sem hefur skilað þeim árangri og árangur þeirra talar sínu máli. Þú getur breytt endalaust um leikmenn ef þess er þörf en það skal láta það vera að óþarflega breyta þeim aðferðum sem eru að ganga vel.
Ég hef í vissan tíma haft mínar efasemdir um að Dalglish sé rétti maðurinn til að taka Liverpool næstu skref, sem eru gífurlega mikilvæg, en ég vona svo innilega að ég sé bara að gerast sekur um almenna fávisku. Það var aðeins einn maður sem gat tekið við Liverpool á erfiðum tímapunkti á síðustu leiktíð og beint liðinu á rétta braut, það var auðvitað Dalglish. Hins vegar þá vakna núna spurningar hvort hann sé í raun rétti maðurinn til að ætla að rífa Liverpool aftur upp á gamlar slóðir, ég vona að hann sé það en er bara ekki viss.
Það var mjög hættulegt og djarft en nokkuð sniðugur leikur hjá FSG að koma Dalglish við stjórnvölin hjá Liverpool. Eins og ég segi þá var hann eini maðurinn sem gat komið inn á þessum tímapunkti en nú eru hveitibrauðsdagar hans hjá Liverpool búnir, hann hefur verið ár í starfi, fengið töluverðan pening til að eyða í leikmenn en ásættanlegur árangur hefur ekki verið að nást (nema þá auðvitað í bikarkeppnunum). Staða Dalglish innan félagsins og í hjörtum stuðningsmanna gerir það að verkum að FSG eiga aldrei nokkurn tíman eftir að geta ‘rekið’ Dalglish frá Liverpool, það yrði allt vitlaust! Þess vegna tel ég þessa ákvörðun þeirra að fá Dalglish til að taka við bæði frábæra og slæma.
Dalglish, leikmenn og fleira starfsfólk Liverpool hefur valdið vonbrigðum í vetur og ef liðið nær ekki að enda tímabilið með prompi og prakt (sigurhrynu, klífa upp einhver sæti í deildinni og koma með annan bikar í hús) þá vona ég að FSG og aðrir stjórnendur Liverpool fari að skoða stöðu mála.
Ég mun aldrei fara í einhvern hóp sem vill láta reka Kenny Dalglish, það mun ég aldrei gera. Dalglish segir sjálfur: “LFC er mikið stærra en einhver ein persóna” og því vil ég að FSG skoði og meti starf Dalglish eftir leiktíðina og skoði framhaldið. FSG hafa haft það orðspor á sér að geta verið frekar “ruthless” þegar kemur að stórum ákvörðunum í fyrirtækjum/félögum sínum svo það er spurning hvort að þeir gætu gert sér kleift að láta Dalglish af störfum ef þeir teldu það nauðsyn. Næsta sumar gæti sagt okkur ýmislegt um þá félaga sem reka og eiga Liverpool.
Ég studdi brottrekstur Hodgson heilshugar og ef aldrei dregið þá ákvörðun í efa. Ég man samt vel þegar þetta spjall logaði eftir tapið gegn Blackpool 3. okt 2010. Hér heimtuðu 9 af hverjum 10 höfuð kallsins og fóru postulanir fremstir í flokki. Þá höfðum við tapað gegn Manchesterliðinum úti, gert jafntefli gegn Sunderland, Arsenal og Birmingham og einungis unnið WBA. Neyðarástand ríkti og yfirvofandi gjaldþrot hafði neikvæð áhrif, Roy var að rembast við að spila 442 án kantmanna. Torres og Gerrard voru gjörsamlega áhugalausir og Roy var rekinn með skömm enda var árangurinn í deildinni ekki nema 25 stig í 20 leikjum og tapið gegn Northampton skrifaðist alfarið á reikning stjórans.
Síðan hefur Kóngurinn fengið að endurnýja liðið eftir sínu höfði, enginn glundroði ríkir lengur og ef við reiknum árangurinn úr síðustu 20 deildarleikjum þá er hann 25 stig og sætið undir kóngnum rétt að byrja að hitna.
Hvernig dettur mönnum í hug að tala um að fá R B aftur. Hann var 5 ár með Liv og vann jú meistaradeild á fyrsta árinu með heppni og komst svo í 2 sæti og svo var allt á niðurleið, Hullier gerði svipaða hluti. Það þarf að fá Móra eða þjálfara sem hefur verið að gera góða hluti undanfarinn ár og R B var ekki vinsamlegur í garð margra leikmanna og var fúll við suma sem vönduðu honum ekki kveðjurnar er þeir fóru,það kom hress strákur inná í gær og virtist vera til alls líklegur (Sterling) og hversvegna hefur KK ekki notað hann fyrr, þegar að þessir framherjar hafa ekki fundið MARKIÐ, jú vegna þess að hann er að réttlæta lélegu kaupin og svo er Carrol skoraði þá brosti kallinn út að eyrum og sagði ég sagði ykkur að þetta sé góð kaup en svo eru þetta yfir allt sisonið 4 eða 5 mörk hjá honum (nenni ekki að fletta því upp). Allir hafa talað um þessi kaup hjá KK en hann ströglar með þá og ég held að engin vilji kaupa þessa menn og Liv situr uppi með miðlungs leikmenn og varla það. FOKKING FOKK.
Mér finnst það persónulega að KK sé búinn að gefast upp þar sem að hann er ekki vanur að gefa kjúllunum séns nema að það sé ekkert að keppast um, sérstaklega eftir að liðið var komið með öruggt sæti í evrópukeppnini og komið í undarútslit í FA-cup
Þess vegna þar sem að það er ekkert að keppast um lengur í deildini þá vill ég að KK fari að gefa kjúllunum sénsa til að undirbúa þá fyrir næsta tímabil 🙂
114#
Hvernig getur knattspyrnulið unnið CL með heppni?
Annað hvort með nógu gott lið til að fara alla leið í þeirri keppni eða ekki.
Liverpool eru með fínan hóp en vandamálið eru ekki verðmiðarnir eða nöfnin heldur hugarfarið. Þetta vita allir sem hafa einhvern tíman komist í tæri við hópíþrótt, með réttu hugarfari getur ,,slakur” hópur gert ótrúlega hluti og ,,sterkur” hópur gert ömurlega hluti með röngu hugarfari.
Ég verð að viðurkenna það að ég hef áhyggjur af þessu fyrst KD virðist ekki geta motiverað þessa milljónamæringja í LFC búningnum okkar.
Það má rífast endalaust um það hver er besti kosturinn til að stjórna Liverpool.
Benitez hefur verið mikið verið varin vegna þeirra eigenda sem héldu um veskið.
Má þá ekki segja það Hodgson sem stjórnaði liðinu einungis þegar allt virtist stefna til helvítis fjárhagslega.
Fyrst Hodgson var rekin á sínum tíma hvernig er þá mögulegt að verja Dalgslh nú.
Deildarbikarinn “please” gengur ekki maðurinn hefur fengið mikla peninga til að leika sér með, og ég man ekki betur en flestir þessara leikmann sem fóru hafi átt að vera einhver hreinsun þar sem þeir voru ekki nógu góðir eða réttir fyrir Liverpool. Það er alveg klárt að þeir sem komu í staðin eru ekki betri. Ungir kannski en þair eru þó allir búnir að fá mikin spilatíma og ættu að skila mun meiru en .þeir gera.
Dalglish er bara ekki með þetta.
Farin í messu, ekki veitir af hjálp frá þeim æðri.
Ekki er ástandið gott og sennilega er ekki hægt að ætlast til að miðlungsleikmenn verði klassa leikmenn bara ef borgað er yfirverð fyrir þá og þeir byrja að spila fyrir Liverpool,ekki frekar en að api er api hvort sem hann er i skóginum eða í dýragarðinum.
Kenny og Comolli bera ábyrgðina á þessu sama hvað hver segir og nú er framhaldðið í höndunum á eigendonum og ég er nokkuð viss um að þar á bæ eru menn að spá í stjóraskiftum í sumar. Þeir voru lengi að hugsa sig um í fyrra hvort Kenny fengi jobbið , ég er ekki viss um að hann fái ekki mikið meira en til enda tímabilsins sama hvernig þessi bikarkeppni fer.
En eigendurnir verða að opna budduna upp á gátt í sumar sama hver verður stjóri og ég er ekki viss um að þeir séu nógu ríkir til að koma klúbbnum á fyrri stall,við sjáum það t.d á hverrsu langann tíma tekur að byrja á nýjum velli sem var þó búið að hanna og fá leifi fyrir að byggja.
Ég er hræddur um að meðalmennskan sé það sem við þurfum að venja okkur við og það burttséð frá því hver stjórnar klúbbnum af því að topp fótbolti í dag snýst um peninga og ef Liverpool getur ekki tekið þát í þeim leik er meðalmennskan í bestafalli það sem við getum búist við.
Svo er gjörsamlega óþolandi að Kenny notar það sem afsökun að margir í liðinu hafi spilað 3 leiki í vikunni. Hvernig væri þá að gefa öðrum sjénsinn??? Hann spilar á sama mannskap leik eftir leik þrátt fyrir að ekkert gangi. Hann skiptir varla leikmanni inná í leikjunum.
En fyrst og fremst er ástæðan fyrir því að Kenny eigi að fara, að hann nær engu út úr leikmönnunum. Skrtel er líklega eini leikmaðurinn sem er að spila betur en hann hefur gert áður.
Má tala ljótt núna? Ég er búinn að fatta þetta með Spearing. Hinir sem eru með honum inni á vellinum hverju sinni eru svo lélegir að Spearing virkar góður.
Þeir láta hann líta vel út. Semsagt við erum fucked.
Ef að leikmennirnir voru svona þreyttir eins og Kenny talar um af hverju spilar hann þeim þá ?
Enrique= Aurelio var á bekknum.
Carra= Coates var á bekknum
Gerrard= Shelvey var á bekknum
Downing= Sterling var á bekknum
Kuyt = Carrol var á bekknum
Hendo = Hvar var Maxi
Ef að mannskapurinn var svona rosalega þreyttur, drullastu þá til þess að spila hópnum.
Við erum að tala um 5 töp í seinustu 6 deildarleikjum, það væru sennilega flest allir þjálfarar í Evrópu boltanum komnir í ansi heitt sæti eftir svona skitu.
Við vinnum bara deiltina næsta vedur slakiði bara á og njótið fótboltans
Sælir „þjáningarbræður“. Ég hef ekki kommentað hér lengi en get ekki setið á mér lengur. Þið sem hrópið á endurkomu Benitez vil ég segja tvennt: Annarsvegar, reynið að fríska upp á langtíma minnið. Á fyrsta tímabili Benitez, eftir 30 leiki, þá var staða liðsins svona:
Jafntefli: 5 Tap: 11 Mörk: 43-31 Stig: 47
Núna er hún:
Jafntefli: 9 Tap:10 Mörk: 36:31 Stig:42
Heimild: http://www.statto.com/football/stats/england/premier-league/2004-2005/table/2005-03-20
Það munar 5 stigum. Liðið hefur tapað færri leikjum. Ef Van Persie hefði ekki stolið sigrinum fyrir Arsenal með stórkostlegri framistöðu og að þessi skita hefði ekki átt sér stað á móti QPR. Þá væri stigafjöldin meiri og liðið undir stjórn Kenny að fá á sig færri mörk heldur en hjá Rafa. Liðið endaði í 5. Sæti og Tottenham og Man. City ekki í hópi þeirra liða sem kalla mætti „Top 4“, er í dag „Top 6-7“ . FACT! 😉
Hins vegar, hverjir muna eftir því að hafa blótað fallhlífarboltunum sem komu frá miðvörðunum, sérstaklega Carragher? Hverjir töluðu um það að það væri ekki nóg að sækja á 2 mönnum (Lesist Gerrard og Torres) og það þyrfti að koma fleirri mönnum inn í teig? Hverjir æptu á fljúgandi kantmenn og bakverði sem gætu tekið menn á, og jafnvel miðverði sem gætu borið upp boltann?
Ég sé ekki þessa fallhlífar lengur. Ég sé sóknartaktík sem byggir á því að sækja á nánast öllum mönnum, með því að láta boltann ganga meðfram jörðinni, upp kantana og út um allt, meira að segja Skertl er farin að koma upp með boltann. Þótt að hún kallist 4-4-2 í einum leik og 4-3-3 í öðrum þá veit ég ekki betur en að Rauðnefur t.d. hafi skipt um taktík á milli leikja ótt og títt í gegnum árin með ágætis árangri.
Kenny hefur keypt leikmenn og mun örugglega kaupa leikmenn sem munu floppa Eigum við að rifja upp leikmenn sem Rafa keypti á sínu fyrsta tímabili. Josemi, Pellegrino, Nunes, Alonso, Garcia og Morientes . Alonso vitum við allt um og Garcia átti sína góðu daga (Adam, Downing anyone?) en sýndi aldrei, að mínu mati, þann stöðugleika sem þarf í svona liði. Munurinn á Rafa og Kenny hvað þetta varðar er að mínu mati bara verðmiðinn á leikmönnunum, enn sem komið er. Megnið af þeim leikmönnum sem Rafa keypti voru spænskir en þeir sem Kenny keypti eru flestir enskir sem hefur hingað til þýtt dýrari leikmenn.
Það er aftur á móti ekki hægt að líta framhjá því að það eru brotalamir í liðinu. Það er augljóst að það vantar meiri stöðugleika og að það vantar meiri gæði í liðið á seinasta þriðjungnum, þ.e. að leikmenn nái að slútta betur. Það vantar stærri og öflugri hóp, en þrátt fyrir það þá er að mínu mati miklu skemtilegra að horfa á leiki undir stjórn Kenny heldur en Rafa og gæðin í sóknaruppbyggingunni margfalt meiri. Það er ekki spurningu um það að Kóngurinn á að vera þarna áfram. Hann kemur til með slípa vankantana af og bæta og stækka hópinn í sumar. Liðið er að mínu mati ekki að spila illa, það er að slútta illa og þar fer Suares fremstur í flokki. Rifjum upp vítaspyrnu nýtnina í vetur og fjölda skota í tréverkið!!!
Þetta er að minnsta kosti mín skoðun og það getur vel verið að ég sé asni og fíbl og viti ekkert um fótbolta, ég er alveg jafn pirraður yfir þessu gengi þessa dagana og þið, en að mínu mati eru svo mörg batamerki á spilamennsku liðsins að mér dettur ekki í hug að hugsa um endurkomu Rafa. Hann er eðal maður og ég þakka honum allt það góða sem hann gerði, en það væri alveg eins hægt að fá Gauja Þórðar, Tony Pullis eða Roy Hodgson til að taka við þessu eins og Rafa ef undan er skilin persónuleiki þeirra.
Ég hef nákvæmlega ekkert um þennan leik að segja, þannig ég vil bara taka smá snúning á þessari umræðu sem á sér stað í ummælunum hér að ofan.
Er ég einn um það að vilja hreinlega ekki að eigendurnir hendi 100 milljónum eða hér um bil í einhverja leikmenn í sumar?
Ekki það að ég sé ánægður með leikmannahópinn okkar. Liverpool var í svipuðum vandræðum á síðasta ári, með of marga of lélega leikmenn sem gerðu ekkert nema hirða launin. Svarið við því var að eyða fullt af pening í nýja leikmenn og svo ætluðust menn til að þeir stæðu sig.
Staðan í dag er alveg eins: Það er augljóst að liðið er með of marga of slappa leikmenn – og ég frábið mér allt tal um “aðlögunartímabil” – sem eiga ekkert erindi í annað en meðallið, í besta falli.
Er svarið það sama og venjulega – að kaupa fullt af nýjum leikmönnum fyrir fullt af peningum?
Ég veit vel að þetta eru ekki mínir peningar sem liðið eyðir, en mér er hreint ekki sama hvernig liðið spanderar sínu fjármagni. Mitt svar yrði nei, ég vil ekkert sjá liðið kaupa fullt af nýjum leikmönnum næsta sumar fyrir 100+ milljónir punda. Við myndum alveg lenda í sömu vandræðum á næsta tímabili, og sami kórinn myndi heyrast.
Það væri alveg sama þó liðið myndi kaupa Messi og Ronaldo, ástandið myndi ekkert skána, því vandamálið liggur ekki síður í hugarfarinu hjá félaginu. Vonleysið sem skín í gegnum allt sem tengist Liverpool þessa dagana er ótrúlegt. Það liggur ekki bara hjá Kenny, og ekki bara hjá leikmönnunum, eða bara hjá Comolli.
Ég veit það ekki – ég gæti alveg haldið langan fyrirlestur um ástandið, en ég nenni því ekki. Ég nenni ekki að svekkja mig á því. Auðvitað sauð á mér eftir leikinn, en ég tek það ekki svo nærri mér að ég láti það eyðileggja fyrir mér daginn – eins og virðist vera með suma hér.
Áfram Liverpool!
Homer
Eftir að Agger meiddist þá hefur Liverpool tapað 4 af seinustu 6 leikjum með Carra í vörninni, er það tilviljun = NEI.
Carragher hefur þjónað félaginu frábærlega en núna er bara kominn tími á að fá Coates í vörnina með Skrtel í fjarveru Agger.
Mátti svo sem vita það að lestur athugasemda í kjölfar leiksins í gær myndu nú ekki lyfta andanum eftir að maður horfði á leikinn loksins í morgun, en í fyrsta skiptið í langan tíma er ég bara orðlaus. Er eiginlega að hugsa um að taka bar Carl Berg á þetta næst og skrifa ekki um það sem pirrar mig mest en ætla að gera það samt.
1) Fótbolti gengur út á að vinna titla. Íþróttir ganga út á það að vinna mót. Það er að mínu mati aðalástæða þess að mikill munur er á því sem við sjáum í deild og bikar hjá okkar liði. Það er sama hugsanaræpan runnin fólki hér í maga sem hafa bara ákveðið að kveðja Carling Cup sem árangur í vetur og er í huga Englendinga sem segjast enn vera með bestu deild í heimi. Stjórinn okkar fór á Wembley, í gegnum mjög erfiða leið og tryggði okkur bikar. Rafa vann FA bikarinn 2006 og fékk þrjú ár áður en klúbburinn fór í meltdown og vann engan titil. Ég ætla að fá að vera í liðinu sem að lyftir bikurum á undan 4.sæti. Veit að maður verður ríkari með að verða í því sæti, en ef það er eitthvað sem hefur eyðilagt fótboltann þá er það peningar.
2) Dalglish “ekki með þetta lengur”. Það þó að í vetur svona títlar eins og Reina, Carra, Downing, Agger, Gerrard, Kuyt og Johnson tali um alveg nýjan veruleika undir hans stjórn hjá félaginu. Hvað er annars að “vera með þetta”. Er t.d. Wenger með “þetta”, þó hann hafi ekki unnið titil í sjö leiktímabil? Eða Redknapp sem hefur unnið einn titil á sínum þjálfaraferli, FA Cup með Portsmouth. Að auki sótti Dalglish sér mest eftirsótta aðstoðarmann enska boltans og breytti uppröðun þjálfara félagsins í þá átt sem við sjáum á Spáni, með því að setja Borrell í stjórastöðu varaliðsins í framhaldi af unglingastarfinu. Dalglish er á æfingavellinum á hverri einustu æfingu, fer á alla leiki unglinga- og varaliðsins í borginni til að fylgjast með hlutum. Mjög margt svipað því sem sá ágæti maður Rafa kom með inn til félagsins og það besta sem Rafa gerði var einmitt að fá kónginn til baka.
3) Kenny Dalglish hefur sameinað klúbbinn allan. Sem var sko alls ekki. Rafa var alls ekki maður allra hjá félaginu, ekki bara eigendurnir voru ósáttir við hann. Að hans tíma loknum kom Hodgson sem var óvinsæl ráðning um allan klúbbinn. Purslow félaginn í sínum kaupamálum og player power að byrja að skjóta rótum. Ef við lesum um það daginn sem Kenny labbaði inn á Melwood þá breyttist þar allt og klúbburinn hefur verið tekinn saman síðan. Auðvitað er Kenny ekki einn i því, en alls staðar þar sem eitthvað er í gangi þá er hann stutt undan. Enda maðurinn sá þeirra sem nú lifa sem mestu hefur skilað til félagsins. Það er bara staðreynd sem við öll verðum að kyngja, þó ég reyndar gleðjist yfir því líka. Það er ekki sami standard settur á slíkar týpur og Hodgson, Houllier eða þann góða mann Benitez.
4) Rekum bara þjálfarann. Finnum annan. Er það alltaf svarið við spurningunum? Ef ég væri að fara að taka við LFC í dag myndi ég væntanlega setjast niður og segja einfaldlega, “ég þarf mitt aðstoðarlið og ákveðna leikmenn”. Það gera allir alvöru þjálfarar og allir alvöru klúbbar hegða sér eins. Chelsea er undantekningin. Frá sumri 2010 hafa verið ca. 10 þjálfarar reknir, einhverjir 15 leikmenn seldir og 10 keyptir. Frá áramótum hefur gengið í deildinni verið ÖMURLEGT og ekki nokkur ástæða til að draga yfir það. En það eru um 20 dagar í Wembley leik þar sem liðið okkar verður að spila, sem verður þá í annað skiptið undir Dalglish í vetur og vonandi tekst að komast þangað í þriðja skiptið. Það er FRÁBÆR árangur eins og Kristján Atli segir í greininni og ef ég á að fara að velja á milli þess að vinna bikara (jafnvel ´bara einn) og lenda í sjöunda sæti finnst eða þess að skíta upp á bak í bikarkeppnum og hanga í fjórða sæti þá vill ég sem stuðningsmaður alltaf vinna bikara. Ég vona að liðið mitt sýni fram á það að því takist bæði en í fyrsta sinn frá því við náðum frábærum deildarárangri 2009 hefur lítið sem ekki neitt glatt mig þangað til í vetur að okkar frábæra Carling Cup run gladdi mig. Mikið. Og ég vona að Dalglish falli ekki í þá freistni að spila Johnson og Agger of snemma, heldur verði vonandi með þá klára til að vinna undanúrslitaleik og komast í úrslitaleik í merkilegustu bikarkeppni heims.
5) Endalaus óstöðugleiki í leikmannahópnum. Við söknum Lucasar, það fer ekki á milli mála. En í síðustu tveim leikjum höfum við líka saknað bæði Agger og Johnson. Skrtel karlinn er farinn að sýna mikil veikleikamerki og ég er farinn að hallast að því sem Steini hefur oft sagt að hlöðuhurð mundi líta vel út með Agger við hlið sér. Það er ekkert hægt að líta framhjá því heldur að við höfum fyrst fyrir alvöru hrunið eftir að Suarez kom til baka, þó mér sé fyrirmunað að skilja út af hverju.
6) Sama hver spurningin er varðandi þjálfun þá er sá góði maður Benitez aldrei svarið. Hann er það vissulega í huga okkar einhverra sem fíluðum hann, en undir lokin var það í mesta lagi helmingur alls Liverpool-fólks, bæði innan þess og utan. Rafa býr í Liverpool og langar til að koma aftur. Pottþétt. En það má heldur ekki líta framhjá því að síðan hann fór hefur hann komið einu sinni á Anfield, til að vera í messunni vegna Hillsborough og sat þá í almennu sæti. Ef fer eins og sýnist á sumum spjallsíðum, þ.á.m. í þessum þræði að upp sé komin sú staðreynd að þolinmæðin fyrir Dalglish er þrotin þá er klúbburinn ekki að fara að ráða aftur mann sem var alls ekki “með’etta lengur” í huga margra. Ég er ekki einn þeirra og hef á honum mikla trú, en ég sakna ekki “Rafa-þráðanna” hér á þessari síðu eða annarri, því vissulega, mjög vissulega hafði Rafa marga galla. Sá alversti, þrjóskan, varð honum að falli og einmitt í svipuðum aðstæðum inni á leikvellinum og við erum að díla við núna.
Og þá ætla ég að snúa mér að því í fari Dalglish sem ég hef áhyggjur af. Ég hef áhyggjur af því að hann sé fallinn í þá gryfju að ætla að treysta “eldri og reyndari” leikmönnum um of. Það er algengur galli íhaldsamra þjálfara og mér fannst birtast í gær. Sérstaklega með Kuyt, sem ég skil ekki hvers vegna fær að byrja leik hjá okkur, en ég hef reyndar enga trú á því að við sjáum hann t.d. byrja undanúrslitaleikinn, þetta hlýtur að vera einhver squad-rotation hugsjón bara. Eða það að þegar gagnrýnin og neikvæðnin dynur á liðinu vilji Dalglish frekar láta þá sem vanari eru gagnrýninni sitja undir henni. Sama á við um Carra. Coates er vissulega “shaky” ennþá að sjá en núna er tilvalið að láta hann hlaupa af sér einhverja veikleika. Flanagan var mjög hræddur fannst mér, en með endalausa meiðslasögu Kelly og Johnson þurfum við að reyna að ýta honum úr vör. Jack Robinson spilaði NextGen leik í gær og ég á von á því að við sjáum hann í vor. Og svo eru það þeir tveir leikmenn sem ég vill sjá fá alvöru hlutverk í deildarleikjum til vors. Það eru þeir Shelvey, sem mér finnst eiga að fá að byrja miklu fleiri leiki, og Sterling sem sýndi í gær að þar er á ferð hæfileiki sem mun skipta okkur feykilegu máli til framtíðar.
En það þarf vissulega að rótera. Það að stilla upp vörn með Flanagan – Coates – Skrtel og Robinson væri mjög líklega bara ávísun á stress og mistök. Miðja með Shelvey og Sterling þar fyrir framan enn stærri. Það þarf auðvitað að rótera OG ég vill sjá Suarez, Gerrard og Carroll spila alla leiki saman fram á vor. Til að skapa fyrir næsta vetur.
EN. Þá er ég líka að segja það að mér finnst í lagi ná okkur í kannski 10 stig í viðbót í deildinni og ná versta deildarárangri efstu deildar í sögu LFC. Því það má ekki verða einhver “kamikaze” leið að henda ungu mönnunum inn núna, þeir tapa fyrir Newcastle og Swansea og þá á bara að henda þeim líka! Það vill nú verða tilhneigingin því miður.
Það er verið að spyrja marga í hópnum stórra spurninga og vissulega Dalglish líka. Það er bjargfast ennþá mitt mat að fótboltinn gangi út á það sama og hann gerði alla síðustu öld. Til að byggja upp lið þá þarf tíma, miklu meiri tíma en vikur. Það þarf mánuði og ár í fleirtölu. Í bulli nútímans hefði Rauðnefur aldrei fengið þann séns sem hann fékk, en það gerði hann vegna þess að þeir sem fylgdust með honum á hverjum degi í vinnunni skildu það “project” sem var í gangi, þrátt fyrir nokkurra ára ömurleika í áttina að því sem við erum að sjá.
Þetta leiktímabil er bömmer í deildinni en sá árangur sem er að nást í bikarkeppnunum sýnir það að liðið hefur ákveðinn standard sem hægt er að byggja á. Dalglish er maðurinn sem tók brotið félag í fangið, bæði á æfingasvæðinu og í umgjörðinni og sameinaði kraftana. Það er sú týpa sem hann er í klúbbnum og ég vona innilega að hann eigi 15 ár eftir í starfi fyrir LFC. Ef að “projectið” hikstar næsta vetur vona ég að það finnist staður í stjórnunarstrúktúr félagsins fyrir þennan dásamlega karakter að vinna.
Í hans stað getur að mínu mati einn maður á heimsvísu komið inn til að bæta það sem félagið vill gera. Ég fæ æluna upp í háls við að nefna nafn hans, en Mourinho er karakter sem kemur inn hvar sem er og eignar sér staðinn, sópar til sín mönnum sem eru tilbúnir að deyja fyrir hann, þó ekki endilega klúbbinn. Það er fáum gefið að stjórna risaklúbbum á heimsvísu, en Strigakjaftur kann það. Ef hugmyndafræði Dalglish gengur ekki upp þá mun ég sjálfur kyngja ælunni og vonast eftir því að Antikristur standi með trefilinn á Anfield, því ég vill sigurgöngu liðsins jafn mikið og þið öll.
En mikið vona ég nú að “projectið” hjá Comolli og Dalglish virki frekar….
Ég hef ávallt stutt Kenny í starfið eftir að hann þáði það. Aðspurður um hvort hann sé sá rétti hef ég sagt já fram að þessu. Ég hef hvatt til þolinmæði enda tekur langan tíma að byggja upp gott lið.
Ég var á hinn bóginn mjög hugsi á sínum tíma í aðdraganda þess að Kenny tók við. Fyrir því voru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi þá var Kenny búinn að vera á golfvellinum í 10 ár sem er langur tími í fótbolta. Í annan stað er Kenny lifandi goðsögn í Liverpool. Það var einkum það síðarnefnda sem vakti með mér áhyggjur. Það var enginn venjulegur atvinnnuþjálfari að taka við félaginu heldur sjálfur gulldrengurinn sem er samofinn sögunni í blíðu og stríðu. Það er miklu flóknara mál að takast á við mótlæti með nánast ósnertanlega helgisögn við stjórnvölinn.
Kenny byrjaði líka vel. Allt yfirbragð liðsins tók framförum til hins betra og hann fjárfesti í ungum og spennandi leikmönnum þótt ég teldi sjálfur að sú strategía að kaupa rándýra breska leikmenn væri ekki sú besta sem völ væri á. Ég hef ekkert á móti breskum leikmönnum nema að ég fylgist reglulega bæði með þýsku og spænsku deildarkeppninni og þar spila ungir menn sem eru einfaldlega betri í fótbolta en breskir jafnaldrar þeirra.
En Kenny var ekkert nema sjarmurinn og það verður ekki af honum tekið að LFC spilar oft frábæran fótbolta. Gallinn er hins vegar sá að hún er ekkert sérstaklega árangursrík yfir marga leikja keppni eins og PL.
Kenny er löngu búinn með sitt grace tímabil. Við vitum í dag fyrir hvað hann stendur og spurningin er hvort það sé nægilega gott? Svari hver fyrir sig en ég tel svo ekki vera að öllu leyti. Ekki svo að skilja að Kenny gefi ekki allt sitt í leikinn. Enginn tekur líklega meira til sín þegar illa gengur heldur en kóngurinn. Það er leiðinlegt að sjá óþverraathugasemdir í garð Kenny á þessum góða vef. Það á hann ekki skilið að mínu mati. Hann leggur sig allan fram en því miður er það ekki alveg nóg. Það vantar rétt herslumuninn. Sad but true!
Í rauninni keyrði samt fyrst um þverbak í gær. Viðbrögð þjálfarans við tapinu voru algjörlega á mörkunum. Þreyta leikmanna til að spila fótboltaleik á heimavelli við bestu aðstæður er ekki gild ástæða fyrir tapi. Að pirra sig á að mark, sem skorað var með hendi , væri dæmt af er örvæntingarfullt svo ekki sé meira sagt. Það er erfitt að horfa upp á þetta þótt maður skilji samt að það er fátt gáfulegt að segja eftir sneypuför eins og í gær. Þarna kikkar inn vandinn sem ég minntist á fyrr; hvað á að gera þegar sjálft goðið reynist bara venjulegur maður sem hefur hugsanlega færst of mikið í fang?
Kenny verður örugglega ekki rekinn enda myndi það skapa fleiri vandamál og nóg er af þeim fyrir. Ég yrði hins vegar mjög undrandi ef hann héldi áfram með liðið í óbreyttri mynd. Formið á liðinu, hlaupagetan og baráttuþrekið í dag bendir til þess að Kenny hafi ekki haft erindi sem erfiði. Vonandi munu menn vinna saman að lausn þar sem Kenny kemst frá verkefninu með fullri sæmd en jafnframt sé ráðinn þjálfari sem getur haldið áfram með það sem karlinn hófst handa um að byggja upp með glæsibrag þrátt fyrir allt.
Þótt ég sé hrifinn af Benitez og myndi fagna honum hef ég samt mínar efasemdir. Ég tel að FSG muni fremur gera líkt og mig minnir að þeir gerðu þegar Boston Red Sox var endurreist. Fyrst réðu þeir reynslubolta að nafni Mike Port sem stýrði liðinu í eitt tímabil. Síðan tók við ungur framkvæmdastjóri (28 ára), Theo Epstein, og Boston fór að vinna titla.
Kenny hefur kannski ekki staðið undir fyllstu væntingum en það væri samt mikil vanvirðing við kónginn að tala niður hans vinnu. Kenny hefur gert margt vel og framtíðin er þrátt fyrir allt björt. Við erum enn í færi við stóran titil, búið er að hreinsa duglega út, fullt af spennandi leikmönnum að koma upp úr unglingastarfinu og svo má ekki gleyma snillingnum Suarez sem Kenny fékk til okkar.
Sá framkvæmdastjóri sem ég vildi helst fá á Anfield er Jurgen Klopp hjá Dortmund en það er líklega óskhyggja. Annar efnilegur Þjóðverji er Heiko Vogel hjá Basel og raunar eru til margir góðir ungir stjórar í Þýskalandi en þessir tveir eru mjög hæfileikaríkir. Ég veit ekki um samkeppnisklásúluna í Villas Boas starfslokasamningnum en þar er mikill meistari á ferðinni sem gæti gert góða hluti fyrir LFC.
Svo er það vitanlega Jamie Carrager?
Munurinn á Liverpool og t.d. Utd.
Við höfum einn natural kantmann, Downing. Utd hefur þrjá, Valencia, Nani og Young, þeir eru allir miklu betri en Downing.
Við höfum einn framherja sem kemur boltanum annað slagið í netið. Hef ekki tölu á hversu marga Utd er með.
Utd er alltaf með einhverjar sultur í liðinu og það hefur alltaf verið þannig undir stjórn Ferguson, hann er hinsvegar alltaf með nokkra burðarása sem hann getur treyst á.
Ég vill frekar hafa minni breidd þannig séð og gefa fleiri ungum leikmönnum sjéns, en í staðinn hafa fleiri klassa leikmenn, Suarez og Gerrard er ekki nóg.
Svo margt rétt Maggi@126.
Er fullviss um að tilstaðar sé 3-5 ára áætlun um að gera Liverpool fc hæfan til að berjast um alla titla. Allt sem vinnst fyrir þann tíma er eitthvað sem ég mun fagna í hvert einasta skipti.
Það getur vel verið að þessi áætlun gangi ekki og þá þarf að gera nýja áætlun.
Ég ætla að bíða þolinmóður. Þ.e 3-5 ár ekki fram yfir næstu helgi
Kv.Davíð
84# smkv Tommo sem er með þeim áreiðanlegri þarna úti er Reina svona slakur útaf markmannsþjálfaranum. Sem hefur reyndar ekki verið í lagi síðan Benitez fór, hann talar um að Reina sé að segja þjálfaranum hvað eigi að gera. Það er mjög slæmt að missa hann útaf við höfum getað treyst á hann seinustu árin þegar á þess þurfti enn við getum það greinilega ekki lengur allavega í augnablikinu…
Það eru nú meiri geðshræringarnar sem menn ganga í gegnum hér, brosið það er sól úti í dag og gleðjist yfir að styðja bestasta klúbb í heimi
YNWA
Tek undir með Magga í skrifum #126. Ef okkur tekst að landa FA-Cup bikarnum og enda í 7.sæti er þá þetta tímabil ónýtt? Varla. Auðvitað er spilamennska liðsins til mikillar skamma núna. Enginn vafi á því. Hins vegar er enn hægt að bjarga þessu tímabili og enda það með sæmd. Hróp á það að fá Benitez aftur finnst mér ekkert nema örvænting og sýnir hvað fólk er fljótt að gleyma. Hef enga trú á því að hann sé lausnin. Ef Dalglish á að víkja þá tek ég undir með Magga að þá vil ég sjá Mourinho. Sama með hrokann og alla hans gall þá nær hann árangri.
Gleymdi aðeins að ræða um leikmannamál. Í vetur töluðu margir um hvað við gerðum mikil mistök að kaupa ekki Demba Ba. Ég var handviss á því að hann væri ekki svarið, enda ekki vænlegt að við ætlum að treysta manni sem Hoffenheim vildi ekki halda. Hann er fínn leikmaður en ekki svarið.
Í janúar voru margir hér að tala um að við hefðum átt að ná í Djibril nokkurn Cissé. Hann vissulega skoraði á móti okkur en fékk í gær sitt annað rauða spjald síðan hann kom til QPR og skaðar þeirra baráttu heldur betur.
Við höfum ekki neitt með leikmenn af þessum gæðaflokki, FSG er alveg pottþétt að stilla markið hærra en þetta, og ef að við í alvörunni berum saman leikmannahópinn hans Kenny núna við þann sem hann fékk í janúar og látum eins og þar séu svipuð mál á ferðinni þá hef ég í alvöru áhyggjur af því að við höfum misst okkur í alvarlega vænisýki…
Mér finnst það full mikil einföldun hjá þér Maggi (og Steina?) að tala um að Skrtle lýti einungis vel út þegar hann spili við hliðina á Agger. Höfum við séð nýlega hvernig Agger lítur út við við hliðina á Carragher? Nei, þar sem sú staða kemur aldrei upp að Skrtle meiðist og Agger er heill. Einnig þarf Skrtle að spila vinstra meginn við hliðina á Carragher. Væri ekki sanngjarnara að tala um Skrtle-Agger parið virki svakalega vel en Carragher-Skrtle síður og að Carragher-Agger sé óreynt? Væri ekki jafn viturlegt að segja að Skrtle hafa látið Agger líta vel út?
Þótt að meistaradeildarvonir séu runnar út í sandinn og fyrir vikið allt hungur í deildarleikjum en ekki bikarleikjum þá vil ég samt sjá liðið spila til að vinna, hvort sem það er deildarleikur við Blackburn, vináttuleikur við Lilleström eða leiki sem margir mundu spila upp á jafntefli (Barcelona á Camp Nou, t.d) – LFC á alltaf að spila til að vinna.
Maggi #133
Hvað með það að Hoffenheim hafi ekki viljað Demba Ba? Þeir vilja ekki Gylfa Sigurðsson en samt hefur hann gjörsamlega blómstrað hjá Swansea…
Ég held að allir hljóti að vera sammála um það að lágmarkskrafa á framkvæmdastjóra LFC sé sú að liðið hans vinni Wigan Athletic á heimavelli. Ef hann ræður ekki við að sigla því verkefni í höfn, þá hlýtur verkefnið að vera honum ofviða.
Nr.123 Baldvin
Við höfum nú oft rætt Benitez og erum alls ekki sammála en vertu nú alveg rólegur í að bera hann saman við Tony Pulis, Roy Hodgson og Gauja Þórða. Það er bara vandræðalegt fyrir sjálfan þig að hugsa svo illa til besta stjóra Liverpool síðan þú fórst að horfa á fótbolta af einhverju viti. Það vita allir að fyrsta tímabil Benitez var ekki gott og baráttan um 4.sætið rétt svo tapaðist. Þetta var samt ekki stórmál því hann vann í staðin MEISTARADEILD EVRÓPU og liðið átti einhver bestu kvöld í sögu klúbbsins á leiðinni að því markmiði. Gott ef við fórum ekki í úrslit deildarbikarsins líka? (eða var það árið eftir). Þeir bjánar sem vilja skrifa þetta afrek á heppni mættu hafa í huga að við fórum aftur í úrslit 2 árum seinna og undanúrslit eftir það.
Þetta tímabil var mikið um meiðsli og Benitez var að læra á enska boltann og virtist eins og ég sagði áðan hafa fundið upp rotation…eitthvað sem Dalglish mætti kannski skoða núna þegar hann byrjar að kenna þreytu um eftir tap gegn Wigan á heimavelli í lok mars. Síðasta tímabil Benitez er talið vera hans versta hjá honum og reyndar klúbbnum sem var ALLUR Í RUGLI. Hann náði í 63 stig og ef King Kenny vinnur 7 af síðustu 8 leikjunum þá nær hann þeirri stigatölu. Maggi talar um fylkinar sem voru á móti Benitez, bæði innanbúðar og meðal stuðningsmanna, ég spyr á móti, hversu margir af þessum innanbúðar eru farnir eða mættu missa sín og hversu margir stuðningsmenn hafa byrjað að meta hans verk betur eftir að hann fór?
En áfram með Baldvin
Þetta er magnaður hugsunargangur og lítið gert úr Carragher finnst mér sem var á sama tíma talinn einn besti miðvörðurinn í boltanum og blómstraði hjá Benitez eftir að hann færði hann í stöðu miðvarðar. Að auki keypti Benitez Daniel Agger sem er í dag ómissandi sem spilandi miðvörður hjá okkur. Hann hinsvegar losaði sig eins og skot við Henchoz. Ég er ekki að segja að allt hafi verið frábært hjá Benitez og að Carra hafi verið óaðfinnanlegur en hann var helvíti góður miðvörður og var notaður sem slíkur, ekki t.d. sem bakvörður.
Að auki keypti Benitez Xabi Alonso sem virkaði eins og leikstjórnandi í Amerískum fótbolta og fékk boltann oftar en ekki frá Carra eða Hamann og hóf spilið, út frá miðju. Þetta var ekkert alltaf háloftaboltar. Benitez keypti Alonso sem var frábær í byrjun. Síðan var hann í meiðslum og lægð í tvö ár þannig að reynt að selja hann og kaupa Barry (sem hefur verið lykilmaður í milljónaliði City). Það gekk ekki Alonso var frábær aftur tímabilið á eftir og enginn vildi selja hann þá. Hann fékk tilboð frá Real sem hann vildi taka og við fengum a.m.k. 30 m fyrir hann.
Þetta síðasta tímabil Alonso var Liverpool oftar en ekki að sundurspila andstæðinga sína líkt og spænsk lið eru að gera í dag, liðið var á fínum aldri og til alls líklegt. Þá eru fótunum kippt undan öllu starfinu, skrúfað fyrir peninga til leikmannakaupa nema með fáránulegum skilyrðum (kaupa frá liðum sem skulda okkur pening) og liðið veikt til muna milli ára í stað þess að styrkja það. Ofan á það var borgarastyrjöld innan klúbbsins með allir á móti öllum lögmálinu. Svona fóru næstu leikmannagluggar á eftir líka og þetta er nr.1.2 og 3 ástæaða þess að Liverpool er í þeirri stöðu sem það er í dag.
Allt tal um eins eða tveggja manna lið var nú eitthvað sem flestir stuðningsmanna liðsins tóku ekki undir enda fáránlegt að tala um þetta þegar við vorum jafnan með góða vörn, og frábæra miðju. Það er eðlilegt að 1-2 skeri sig úr þegar kemur að markaskorun, oftast þeir sem spila fremst á vellinum og það gerðu Gerrard og Torres svo vel að talað var um tveggja manna lið. Það var auðvitað ekki rétt samt. Allt liðið var að pressa og leikur Liverpool byggðist upp á því að vinna boltann strax aftur af andstæðingunum. Eitthvað sem við höfum séð spænsk lið fullkomna undanfarin ár. Þetta var ekki meira tveggja manna lið en svo að Yossi Benayoun var okkar besti maður eftir áramót 08/09 og G&T töluvert í meiðslum.
Ein af stóru ástæðum þess að menn eins og ég væri t.d. til í að sjá Benitez vinna með núverandi eigengum er vegna þess að ég trúi því að þeir myndu styðja hann á leikmannamarkaðnum, eitthvað sem var ekki alltaf gert síðast þegar hann var við stýrið. Ég næ því að einhverjir voru ekki að þola hann þó ég hafi aldrei skilið alveg afhverju…en ekki breyta sögunni þegar það hentar.
Nr 126 Maggi
Þetta er það mesta sem ég hef séð orðlausan mann hafa að segja.
En í stuttu máli erum við að mörgu leyti sammála. Hjó eftir að þú sérð alveg fyrir þér að Dalglish myndi færast “upp” í annað hlutverk hjá félaginu, sammála því ef svo færi að hann myndi hætta með liðið í sumar eða næsta sumar. En ég er nú hálf orðlaus að þú sjáir Mótormouth sem eina valkostinn í hans stað. Eigendur Liverpool eru aldrei að fara eyða svo miklum peningum að liðið verði dýrara heldur en t.d. City og þá er nú staða Morinho strax orðin öðruvísi en hann á að venjast. Svo hló ég nú þegar þú segir að Benitez hafi alls ekki verið allra hjá félaginu en stingur upp á manninum sem flestir stuðningsmanna Liverpool þola ekki. Sé þetta ekki fyrir mér.
Það eru auðvitað titlar sem þetta sport gegnur út á og þrátt fyrir allt er Liverpool að vinna 1-2 titla í ár. Það er gott. En meðan liðið spilar svo illa að það vinnur varla leik í nokkra mánuði í deildinni þá er FULLKOMLEGA eðlilegt að velta fyrir sér stöðu kallsins í brúnni og raunar væri það smá metnaðarleysi að gera það ekki. Það væri fullkomið að sjá Dalglish ganga vel hjá Liverpool en meðan gengið er svona er spurt spurninga. Lið sem endar í 7-10 sæti reglulega fær ekki eins góða leikmenn til sín og lið sem endar í 1-7 og því fleiri tímabil sem við tökum þannig því færri verða þessir bikartitlar og hvað þá stærri titlar en það.
@maggi 126 thumbs up nafni vel skrifað.
Mínus Móra reyndar, aldrei þolað þann mann.
Minn kæri Babú.
Svo það sé nú strax á hreinu þá er ég mikill aðdáandi hans ákveðna (kalda) og skipulagða (vélræna) stíls. Ég var ekkert að ergja mig á að hann fagnaði ekki og er sannfærður um hæfileika hans, þó mér komi á óvart hversu lengi hann hefur fengið að vera atvinnulaus. Ég myndi alveg vera glaður að hafa hann í þjálfaraúlpunni.
En það er einföldun að segja það að þeir sem töldu hans tíma á enda séu allir farnir. Það er til marks um hversu ákveðin stjórnin var að reka hann að þar féllu atkvæði 5-0 og í fjárkröggunum voru honum greiddar skaðabæturnar út í hönd. Einn stjórnarmannanna heitir því góða nafni Ian Ayre og hann er sennilega hinn daglegi hæstráðandi á Anfield þessa dagana. Þannig að það fyrir það fyrsta finnst mér ólíklegt að sjá gerast, þ.e. að Ayre velji Rafa.
Svo er það leikmannahópurinn. Við vitum öll að Gerrard og Carra höfðu sagt sig frá honum og fannst hann eyða alltof miklum tíma og peningum í erlenda leikmenn. Við hér sem erum “erlend” frá Liverpool skiljum þetta viðhorf ekki nema að við heimfærum það upp á okkar heimaklúbba. Þeir eru ennþá. Það er verið að gera framlengingarsamning við Gerrard um það að verða í vinnu hjá LFC áfram fram yfir fótboltaferilinn. Svo hann er ekkert að fara og það er alveg ljóst að hann og Rafa mæta lítið í kaffi hver til annars.
En það eru ekki einu leikmennirnir. Reina og Skrtel t.d. hafa beinlínis sagt tíma hans hafa verið liðinn þetta vor sem hann fór og núna í vetur hafa menn margir hrósað nýjum tímum á Anfield. Menn sem unnu undir hans stjórn.
Aftur og enn segi ég það að með þessu er ég ekki að draga úr Rafa eitt eða neitt, minni aftur á aðdáun mína á honum. En þegar að yfirmaður félags og lykilleikmenn verða ekki líklegir til að vera tilbúnir að vinna með þér, þá finnst mér ekki líklegt að slíkt sé uppi á teningnum. Nema með allsherjarhreinsun þeirra sem hafa þessa skoðun.
Finnst okkur það líklegt? Ekki mér. Viðtölin við eigendurna í klefanum á Wembley bentu nú líka til þess að þeir hafi verið upplýstir um einhvern vanda. Tuggðu um það að eftir SEX ár þar sem fyrirsagnirnar snerust ekki um fótbolta heldur annað í kringum liðið hefði “projectið” gefið fyrstu merki um að nú væri komið að árangri innan vallar. Og það væri allt Kenny að þakka sem hefði snúið klúbbnum við. Það er í dag akkúrat mánuður síðan þessi orð féllu.
Rafa er nagli, sem er svona “no shit” týpa. Hann fór frá Valencia með miklum látum og áður á ferlinum lenti hann í útistöðum við liðseigendur sem ekki voru til í að styðja hann 100%. Hann er alls enginn “málaleitanamaður” heldur vill fullkomna stjórn. Styð það alveg sem stjórnunarstíl, en það er bara alls ekki í anda FSG held ég. Þeir eru “project” miðaðir þar sem nokkra manna teymi kemur að stjórnun félags.
Ég t.d. tel ENGAR líkur á því að Rafa væri tilbúinn að vinna með Comolli. Bara alls ekki neinar líkur á því. Hann ræður.
Aftur segi ég þetta ekki sem gagnrýni heldur bara upplifun mín á þessum frábæra stjóra.
Þetta eru ástæður þess að ég tel nánast engar líkur á endurkomu Rafa, allavega ekki að svo komnu máli. Við sem héldum upp á hann gleymum því líka að undir lok tíma hans hjá félaginu höfðu vinsældir hans mjög dvínað. Rökin sem maður fékk á sig voru mörg hver bull en kannski áttu einhver rétt á sér.
Í kjölfar Aþenu tapsins fékk t.d. Rafa fullt af peningum til að kaupa leikmenn og í kjölfarið enduðum við í 4.sæti í deild, töpuðum fyrir Chelsea í League Cup og heima fyrir Barnsley í FA cup. Í leikjum þar sem Charles Itandje var látinn spila í marki. Þá var ég albrjálaður og bara ferð í undanúrslit CL héldu pressunni frá honum. Og það voru atvik í kringum leikmannahópinn sem vöktu mína furðu. Skildi ekki þegar Bellamy var látinn fara og Alonso málið fór illa.
Svo held ég að menn ofmeti það að FSG hafi endilega valið “ungan” mann, þeir leituðu að manni sem hugsaði á þessari nótu en hafði kjark í að beygja annað. Ég lít þannig á það að þeir eru að smíða i kringum Dalglish, Ayre, Comolli og þjálfarateymin eftir sínu fororði og því séu enn líkurnar á því að slíkt verði teymið áfram.
Og ég hef trú á því – sökum þess að með því að gera þetta svona tel ég að langtímaskipulag klúbbsins sé á réttum nótum. Það þýðir ekki fyrir okkur að benda á að það tók Barcelona 10 ár að rétta úr kútnum en svo henda okkar skipulagi á nokkrum mánuðum.
Ef hins vegar þetta ekki gengur þá verða menn að fara í hina áttina held ég og þess vegna held ég að Móri væri eitthvað sem LFC myndi skoða.
Því ég held að þeir sem stjórna klúbbnum núna muni ekki leita aftur til Rafa undir neinum kringumstæðum, en hugsanlega myndi sá árangur sem Strigakjaftur hefur náð verða til þess að menn döðruðu við hann. Þá ekki síst þar sem það er alls ekki örugg vísun á árangur að erlendir þjálfarar nái árangri í Englandi.
En ég enda á þeirri kjarnaskoðun minni að Rafa Benitez sé í topp fimm stjórum heimsins en þjálfunarstíll hans og karakter sé eins langt frá hugmynd FSG um rekstur Liverpool FC og hægt er.
En það á svo eftir að koma í ljós hvort hugmyndafræði FSG virkar í fótbolta…
Ég var og er mikill stuðningsmaður Rafa Benitez. Það fylgir ákveðin rómantík þeirri hugmynd að Kenny Dalglish taki við Liverpool og haldi áfram þar sem frá var horfið fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Það er þannig líka með Rafa, hann var sá stjóri sem komst næst því að gera okkur að Englandsmeisturum og lið hans virtist stefna á stjörnurnar – allt þar til að pólítísk barátta, svikin loforð og skortur á stuðning og trausti skemmdu fyrir. Báðir stjórar eiga ókláruð verkefni á Anfield og maður myndi auðvitað elska það ef báðum tækist að klára verkefnin.
Dalglish og Rafa eru frábærir kallar sem enginn getur efast um að elski félagið af öllu hjarta. Ég hins vegar held að þegar samningur Dalglish rennur út að þá verði Rafa líklega ekki aftur stjóri Liverpool, ég held að sá kafli hjá honum sé bara búinn.
Rafa er frábær knattspyrnustjóri, líklega bara einn sá besti í heiminum, en eins og segir hér fyrir ofan þá er karakter hans líklega ekki í samræmi við hugsjónir FSG. Maggi í #141 segir að hann telji karakter og þjálfunarstíl Rafa sé langt frá hugmyndum FSG – ég er sammála þér með helminginn af því. Rafa er voðalega þrjóskur, stjórnsamur og jafnvel bara frekur sem knattspyrnustjóri sem getur gert hann að mjög erfiðum manni að vinna með og því er ég sammála þér í því að karakter hans sé kannski ekki að heilla FSG ef þær væru að skoða hann í þessa stöðu.
Hins vegar þá held ég að þjálfunarstíll hans falli algjörlega að hugmyndum þeirra. Rafa er, að ég held, líklega einn besti þjálfarinn í heiminum í dag. Maður hefur lesið ævisögur leikmanna sem hafa spilað undir hans stjórn og þeir tala stöðugt um hve virkur hann var á æfingasvæðinu, hann stoppaði æfingar, ræddi við liðið og leikmenn einslega. Hann var stöðugt að anda ofan í hálsmálið á þeim og segja þeim til. Það getur vissulega farið í taugarnar á einhverjum og maður hefur vel heyrt af því frá leikmönnum en flestir þeirra viðurkenna það þó eftir á að bæting þeirra var í raun ótrúleg. Sjáum bara bætingar margra lykilmanna Liverpool frá hans tíma, hún var oft á tíðum alveg ótrúleg. ‘Kuldaleg’ aðferð hans í kringum leikmenn snérist ekki um það hve leiðinlegur maður hann var eða eitthvað í þá áttina, samband hans við leikmenn var einfaldlega bara af faglegum toga og hann forðaðist miklar persónulegar tengingar við leikmenn (sem er skiljanlegt því það getur verið rosalega erfitt að þurfa allt í einu að segja upp einhverjum sem þú átt í mjög góðu og nánu sambandi við).
Ég held að hann yrði fullkominn ‘head coach’ hjá Liverpool í þessum strúktur sem þekkist í amerískum íþróttum en til þess að það myndi virka þyrfti hann að kyngja svolítið stoltinu, halda sig til hlés og reyna að breyta sínum háttum – það vil ég bara alls ekki sjá!
Ég hef trú á því að Dalglish verði bara þessi þrjú ár sem hann og Liverpool sömdu um (ekki nema þá að hann verði mjög svo nálægt því að hampa deildartitlinum) og eftir það verður leitað að nýjum stjóra til að halda áfram með þar sem frá var horfið. Persónulega vil ég sjá (gefið að þessi Director of Football stefna muni halda áfram) stjóra úr einhverju liði utan Englands koma inn, einhvern sem að hefur rétta nálgun á leikinn, góða taktíska hugsun og það yrði flott ef sá maður þekkir til þess að vinna í umhverfi þar sem hann sinnir ‘aðeins’ hlutverki ‘yfirþjálfara’ og gæti komið beint inn í slíkan strúktur.
Kóngurinn er að verða gjaldþrota með liðið, held ég. Hann kvartar undan álagi og þreytu, jú mikið rétt 3 leikir á sex dögum. En það er ekki alveg að detta í fangið á honum, planið er svona og hann getur skipulagt sig í kringum um það.
Þeir menn sem byrja alla þessa þrjá leiki eru:
Reina,
Carrager,
Skrtel,
Enrique,
Gerrard,
Spearing,
Kuyt,
Downing
og Suarez.
Hann er svo ekki heldur sá frægasti að “skipta” um leikmenn í leik eða að breyta um taktík í leik. Hann er mjög passívur og skiptir iðulega út maður fyrir mann stöðu nema að vísu Carrol kom inn fyrir Henderson en hann færði þá Kuyt niður.
Í einu fótboltaliði eru 11 byrjunarliðsleikmenn og jú kóngurinn velur 9 af þeim í byrjunarlið 3 leiki í röð. Kvartar svo undan þreytu ….. epic. Hefur hann virkilega ekki heyrt um Squad rotation … Hvernig er svo fitness stigið á mönnunum? Jú hann er svosem búinn að fara með þá í gegnum 41 leik frá því í ágúst, eru menn bara að bráðna við að fá smá álag …. ég skil ekki svona afsakanir frá Kónginum.
Wigan og QPR unnu sína leiki á vel útfærðum föstum leikatriðum og pössuðu sig á því að hafa nógu marga menn fyrir aftan boltann. Eitthvað sem félagarnir í MOTD á BBC fóru sérstaklega vel yfir í gær.
Það er eitthvað meira að, eitthvað sem við erum ekki að sjá, þar sem ég hef ekki séð Carrager og Gerrard nánast “hætta” að berjast. Mig grunar að eitthvað sé í gangi á bak við töldin sem við vitum ekki af.
YNWA.
Ég nenni ekki í Benitez rökræðu stríð, ég er sammála því að ég tel ólíklegt að hann sé eitthvað að koma aftur en eins og ég sagði í ummælum #30 þá óttast ég að Liverpool eigi betri stjóra til vara atvinnulausan og búsettan í Liverpool borg. Mann sem ég myndi persónulega vilja fá aftur eins og skot ef Dalglish hættir.
Það að stjórn Liverpool hafi kosið 5-0 að reka Benitez og borga fúlgur fjár fyrir segir mér lítið annað en að þar hafi allir meðlimir stjórnar verið fávitar, ekki bara Purslow og þeir sönnuðu hvað þeir vissu lítið um fótbolta þegar þeir keyptu Roy Hodgson í staðin. Sama stjórn hefði líklega rekið Arsene Wenger 5-0 á þessu tímabili.
Ian Ayre er ekkert ósnertanlegur fyrir mér og ég hef lítið hrifist af honum eftir hann hann tók við því hlutverki sem hann er í núna.
Eins gef ég ekkert fyrir það að Benitez gæti ekki unnið með FSG eða að þeirra hugmynd að stjórnunarstíll sé eins langt frá hans stíl og hægt er, við höfum ekki hugmynd um það.
Benitez lenti upp á kant við stjórn Valencia og það gekk nú heldur betur stórvel hjá þeim eftir að hann fór. Þeir söknuðu hans ári seinna. Hjá Liverpool var hann í basli með að vinna með Rick Parry og seinna Christian Purlsow, ætlar einhver heilvita maður að gagnrýna það og telja það upp sem löst á Benitez? Afsakið meðan ég æli. Það væri gaman að sjá Mótormouth vinna við þær aðstæður sem Benitez vann…nei einmitt hann hefði farið á 0,1 og ekki gefið skít í neitt nema sjálfan sig.
Hjá Inter fékk hann svo engu ráðið undir stjórn Moratti og alls engan stuðning frá honum, að lenda upp á kant við þann vitleysing segir ekkert til um það hvernig þér gengur að vinna með eigendum. Það gengur líka svona stórvel hjá þeim núna.
Ef Benitez yrði ráðinn í það sammvinnumódel sem FSG er með sé ég ekkert gegn því að hann gæti unnið með þessum mönnum. Comolli er ekkert einráður þegar kemur að leikmannakaupum og hefur þegar sagt það að enginn er keyptur nema með samþykki Dalglish, afhverju ætti þetta að vera öðruvísi hjá Benitez, hann hefur þegar sannað að hann er sannarlega enginn vitleysingur og hefur aldrei látið vitleysinga vaða yfir sig. Þvert á móti held ég að FSG hafi þau fjárráð til að klára þau leikmannakaup sem Benitez vill og Comolli gæti verið maðurinn til að ganga frá dílnum, eitthvað sem Parry var ekki (nefni ekki einu sinni Purslow).
…og til að enda þetta á léttari nótum þá er þetta grín gott
Eina sem er öruggt í enska boltanum að enskir þjálfarar ná ekki góðum árangri í sinni eigin deild. Erlendir þjálfarar (Skotar eru ekki Englendingar) stýra eiginlega alltaf liðunum sem vinna eitthvað.
p.s.
Skoðið svo góða grein frá Tomkins um þetta tímabil. Fer svona ca millivegin milli mín og Magga. http://tomkinstimes.com/2012/03/in-depth-why-are-liverpool-struggling/
Spurningin er hvað þarf að breytast til að Liverpool verði þetta vinningslið sem það á að vera ?Ég held að Dalglish sé ekki vandamálið.Okkur vantar meiri breidd og losa okkur við fúna kvisti ef svo að orði mætti komast.Ekki misskilja mig þeir sem þurfa að fara hafa gert góða hluti fyrir Liverpool en þeir eru komnir framyfir síðasta söludag og eldast ekki sérstaklega vel.Nefni Carrager og kuyt sem dæmi.Við þurfum heimsklassa varnarmann í fjarveru Carragers og þegar Agger er meiddur.Það þarf að selja Charlie Adam og kaupa heimsklassa miðjumann og svo þarf heimsklassa sóknarmann inn í hópinn og þá eru okkur allir vegir færir góðar stundir!
Nr. 138 Babu
Hvernig er það Babu sér einhver annar um að tala fyrir þig í podcastinu? Ég var nánast sammála öllu sem sagt var þar og þar á meðal þér en í millitíðinni tapar liðið 2 leikjum og þá er komin heimsendir og Benites sá eini sem getur bjargað þessu. Og lestu aftur það sem ég skrifaði!
Er allt í lagi að 1. Tímabil Rafa hafi ekki verið gott en það er hins vegar afleitt mál þegar 1. Tímabil kenny er ekki gott? Hvað gerist á næsta tímabili? Hvað gerist í sumar á leikmannamarkaðnum? Afhverju í ósköpunum ættu nýir eigendur að ausa peningum í Rafa en ekki Kenny?
Ég er að bera Benites saman við þessa menn að því leyti að mér finnst þeir láta sín lið spila álíka leiðinlegan bolta. Mér er langt því frá illa við hann og eins og ég sagði þá finnst mér hann eðalmaður, hann misti bara punginn eftir hálfleiksskiptinguna í Istanbul og varð eftir það, í mínum augum, fyrirsjáanlegur og leiðinlegur stjóri. Ég ætla ekki að voga mér að taka af honum það sem hann á, Þá meina ég Istanbul, EN hann tók aldrei aftur sénsa, leikmenn gerðu nákvæmlega sömu hlutina aftur og aftur sem gerðu þá að óvinsulæstu mönnum félagsins, Lucas gaf boltan t.d. aldrei fram á við, alltaf aftur. Hvað gerðist hjá honum undir stjórn Kenny? Og það sem ég segi um Carragher er ekki skot á hann heldur taktíkina sem var spiluð. Hvað er Carra að gefa margar fallhlífa sendingar í dag? Og afhverju skildi það vera? Núna eru fyrirmælin bara önnur og Carra er steinhættur þessu.
Varðandi Alonso þá er ég alveg sammála því að hann var og er gæða leikmaður og einn af þeim gæðaleikmönnum sem Rafa keypti. Ég taldi hann upp vegna þess að Rafa keypti hann á sínu fyrsta tímabili og var að mínu mati bestu kaupin, annað var flopp.
Að öðru leyti ætla ég ekki að svara þessu bulli frá þér Babu. Ekki ásaka mig síðan um einhverjar breytingar á sögunni sem þú sjálfur ert að strá glimmeri yfir.
Nr.146 Baldvin
Ég er ekki að segja að allt sé vonlaust og það er ekki bara út af sl. 2 leikjum sem ég hef áhyggjur af stöðunni. Eins er ekki kominn neinn heimsendir og Benitez sá eini sem getur bjargað þessu, hann er sá sem ég myndi helst vilja fá inn ef Dalglish fer. Þér er guðvelkomið að vera ósammála og satt að segja hef ég ekkert útilokað Dalglish neitt ennþá, ég hef bara áhyggjur af stöðunni enda 2012 skítlélegt.
Það er hlægilegt að segja að Benitez hafi aldrei breytt liði eftir Istanbul og ég er ekkert að strá glimmeri yfir söguna með að segja það. Lið Benitez var alltaf að þróast meðan hann fékk stuðning stjórnar og þetta skilaði sér í bestu atlögu Liverpool að titli sem ég man eftir síðan Liverpool vann hann síðast. Af kaupum Benitez, sem oftar en ekki þurfti að fjármagna með sölu nothæra manna og voru ekki alltaf þau nöfn sem voru efst á óskalistanum þá varð til mjög gott lið sem við horfum nú til með söknuði. EInhver af kaupum Benitez eru núna lykilmenn í Barca og Real og annar til ætti að vera það hjá Chelsea. Floppin fengu janfan ekki langan tíma á Anfield.
Varðandi Carra þá sjást nú langspörkin hans alveg ennþá og ég held satt að segja að hann væri ekki lengur í liðinu hjá Benitez. Spilið sem Dalglish var að innleiða í byrjun tímabils fannst mér annars oft á tíðum alveg frábært en það er ekkert gaman að sjá liðið núna, virkar eins og sprungin blaðra. Eins var svekkjandi að sjá hvað þetta góða spil skilaði litlu, því er þó hægt að breyta og Dalglish ætti alveg að vera maður til að finna lausn á því.
147. Babu
Það er ekki spurning að ég ætla að vera ósammála þér í þessu öllu saman. 😀 Og fyrirgefðu þetta með breytingarnar. Rafa skipti alltaf á mín 60, 70 og 80. Það er alveg rétt. Aldrei í hálfleik, nema þá út af meiðslum og tvöföld skipting var alltof mikill séns.
Fannst þér Arsenal leikurinn leiðinlegur? Mér fannst hann frábær skemmtun, hundleiðinleg úrslit. QPR leikurinn var flottur í 75 mín. Everton leikurinn var geggjaður. Þessir leikir voru ekki byrjun tímabilsins var það? þeir voru bara um daginn er það ekki? Eða er ég að rugla? Ég skil bara ekki þessi samasem merki á milli þess að ef liðið tapar leik að þá finnst hellingur af mönnum liðið vera að spila illa. Ég er bara svo einfaldur að ég flokka leik liðsins í góðan og slæman leik og síðan úrslitin í góð og slæm úrslit. Oft hangir þetta saman en er alls ekki sjálfgefið að það geri það. En við ræðum þetta seinna í betra tómi og blöndum kannski Kuyt í umræðuna líka 😉
Fyrirgefur mér Babu, en hvaða millivegur er á milli okkar?
Segi það einu sinni enn. Rafa er topp stjóri og ég væri meira en til í að hann væri að stjórna Liverpool. Um það hélt ég að við værum sammála.
Ef þú ert að meina milliveginn sem tengist því hvort að ég tel hann geta unnið með FSG eða ekki þá er það hið besta mál og ekki til neins að rökræða. Ég bara tel það ólíklegt að Rafa væri til í að vinna í teymi eins og nú hefur verið sett upp hjá klúbbnum. Hann er einfari, hefur alltaf verið og það hefur hjálpað honum að ná árangri og líka komið honum út í horn.
Hann er eins og við flest, hans stærstu gallar eru hans stærstu kostir.
En ég allavega vill hafa það á hreinu að hér í þessum þræði er ekki hálfur snefill í mínim beinum sem yrði fúll með að Rafa tæki við sem stjóri. Það hins vegar myndi þýða kúvendingu frá því sem nú er í gangi tel ég og þar liggur grafinn minn fíni hundur.
Þannig að ég er ekki í neinu rökræðustríði um hann og finnst í raun kjánalegt að vera að ræða um eftirmann Dalglish sem er a.m.k. 100% öruggur fram á sumar.
Svo varðandi grínið sem var hlægilegt er hið besta mál að stroka út enskir og skrifa breskir. Það var kjarninn í því sem ég meinti.
Var á Anfield að sjá þennan leik. Margt af því sem hér er skrifað er gott og gillt, en getur einhver sagt mér hvers vegna hlaupa allir leikmenn Liverpool af leikvelli eftir leik á heimavelli án þess að þakka stuðningsmönnum sínum fyrir að koma ? Aðeins einn leikmaður gerði það, Carra.
Sá á á upphitun leikmanna að eitthvað er að pirra !
Eitt merkilegt atriði sá ég á þessum leik, leikmenn Wigan voru bara í símanum þegar þeir mættu inn á völlinn þegar þeir komu fyrst ! Það virtist ekkert vera hræða þá að mæta á Anfield !
Nr. 150, smá spurning
Hvernig bjóstu eiginlega við að þeir myndu haga sér? 🙂