Ahahahahahahahahahahahahaha!
*draga andann djúpt*
Ha ha ha ha hahahahahahahahahahahaaaaa!
[Jose Mourinho tók ekki í höndina á Arsene Wenger eftir leikinn um helgina](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/4544682.stm) af því að hann er svo fúll yfir því að Wenger svaraði ekki **jólakorti** frá sér. Þetta er það hálvitalegasta sem ég hef lesið í langan tíma.
Sjáið Shankly fyrir ykkur í fýlu útí annan framkvæmdastjóra af því að hann fékk ekki jólakort frá honum? Eða sjáiði Benitez nenna að standa í svona rugli? En haldið þessu endilega áfram, Arsene og José. Þetta er stórskemmtilegt. 🙂
Moaninho stendur undir nafni enn og aftur. :biggrin2:
ég opna ekki mín kort fyrr en um jólin! þannig að það væri í fyrsta lagi eftir jól sem ég myndi fara í fýlu. En það segir nú líka í fréttinni að Wenger hafi ekki tekið í hönd hans fyrir leikinn, ætli það hafi ekki skipt meira máli. æi þetta eru bara tveir vindbelgir. alex ferguson þolir ekki wenger af því hann vill ekki fá sér í glas með honum eftir leiki. Leikskólagrín allt saman
Ég held að það sé ekki jólakortið sem slíkt, heldur þessi skilaboð sem fylgdu sérstaklega með til Wengers, þar sem Mourinho baðst afsökunar á ummælum sínum. Svo og það að hafa ekki fengið handshake fyrir leik. Ég held að jólakortið sem slíkt sé aukaatriði og í þessu tilviki sé þetta moan í Moaninho 🙂 blásið of mikið upp.
Hvar er fréttin um ummæli Sepp Blatters varðandi leikmannastefnu Chelsea og þar sem einnig var komið inn á Liverpool-liðið… það er fréttnæmara en þetta kortamál.
Já blaður Blatters um að einungis einn Englendingur spili í liði Liverpool var áhugavert með meiru, kann maðurinn ekki að telja?
Þessir gæjar eru æði. Og Ferguson líka. Það verður bara að viðurkennast … án þeirra væri boltinn mikið leiðinlegri, svona karakterar eru það sem gefur þessu lit. 🙂
Hins vegar, þá er ég svo feginn að okkar maður skuli halda sig fyrir utan allar svona dylgjur og skot, skuli sýna nægan þroska til að láta liðið um að tjá sig á vellinum. Rafa er bestur! 🙂
Wenger hefur bara gleymt að setja Mourinho á jólakortalistann. Ég hef lent í þessu sjálfur og fengið kort frá fólki sem ég hef ekki sent kort til sjálfur. Það skilar sér í smá móral og ef Wenger bregst við eins og ég verður Mourinho kominn á listann fyrir næstu Jól :laugh: