Það hefur ekki gerst oft undanfarin ár að jafn mikið sé undir í leik þessara liða eins og raunin er með leik morgundagsins. Eins og vanalega er það “bragging right” innan borgarmarkanna, stoltið, heiðurinn og hjartað, en við það bætist leið inn í úrslitaleikinn í elstu og virtustu bikarkeppni veraldar, á sjálfum Anfield South. Það hefur verið hnútur í maganum á manni lengi, eiginlega bara fáránlega lengi vegna leiksins. Ég hreinlega get ekki hugsað þá hugsun til enda að ná ekki að komast í úrslitaleikinn. Það er eitt að komast ekki í hann, en annað að sjá á eftir erkifjendunum þangað. Það bara má alls ekki gerast. Ég geng svo langt að segja að tímabilið sé undir í þessum leik.
Ég hreinlega elska það þegar Liverpool vinnur titla. Tilfinningin er engu lík og ekkert annað, þriðja eða fjórða sæti í boltanum eða í deild, kemur í staðinn fyrir að vinna titla. Liverpool FC er í fótboltanum til að vinna titla og þess vegna mun ég verða bara nokkuð sáttur við tímabilið per se ef við lyftum FA bikarnum í maí. Auðvitað hefur deildin verið ein stór vonbrigði, en ég mun sópa því til hliðar náist þetta markmið okkar. Liverpool hóf tímabilið í þremur keppnum, hefur nú þegar unnið eina þeirra og eiga núna risastórt tækifæri til að vinna aðra. 2 af þremur yrði nú heilt yfir ekki svo slæm niðurstaða.
Mótherjar okkar hafa sigrað Tamworth (2-0), Fulham (2-1), Blackpool (2-0) og Sunderland (1-1 og 0-2) á leið sinni í undanúrslitin, á meðan okkar menn hafa lagt Oldham (5-1), Man.Utd (2-1), Brighton (6-1) og Stoke (2-1). Everton hafa verið á ágætis skriði í deildinni undanfarið, annað en okkar menn, þó svo að sigur hafi náðst í síðasta leik. Öll slík tölfræði skiptir reyndar akkúrat engu málið þegar í leikinn á morgun er komið, þar verður allt undir og ég efast um að nokkur leikmaður eða persóna tengd félögunum, hugsi um hvað hefur gerst síðustu dagana eða vikurnar. Þetta er bara one off leikur þar sem barist verður til síðasta blóðdropa. Bæði stjóri Everton og King Kenny hafa hvílt nokkra lykilmenn sína fyrir leikinn og því ættu menn að vera vel til taks. Hjá andstæðingunum verður enginn Pienaar, þar sem hann hefur leikið með Spurs í keppninni, og eins er vafi með hvort Jack Rodwell verði búinn að klára sig af meiðslum sínum. Að öðru leiti sýnist manni þeir vera með fullskipað lið.
Adam, Lucas, Kelly og Robinson eru svo frá hjá okkar mönnum vegna meiðsla og svo verða þeir Reina og Doni báðir í banni. Það er mjög stór spurning hvernig Kenny muni stilla upp vörninni. Flestir vonast líklegast eftir að sjá þá Skrtel og Agger sameinaða í hjarta hennar á ný, en Kenny gaf svolítið stóra vísbendingu með því að hafa Carra á bekknum gegn Blackburn. Annar möguleiki er svo að hann ætli að setja Carra í hægri bakvörðin upp á varnarleikinn að gera, enda Baines duglegur að krossa boltanum inn í teiginn. Ég vil bara sjá okkar sterkasta lið og það er klárlega Johnson – Skrtel – Agger – Enrique. Gerrard kemur inn á miðjuna og svo er Jay Spearing allan tíman að fara að spila þennan leik. Þá eru eftir 4 stöður og það er afar erfitt að ráða í þrjár þeirra. Luis Suárez verður klárlega inni, en stóra spurningin er hvort Andy Carroll verði treyst. Ég vil svo sannarlega sjá hann í byrjunarliðinu og ég ætla bara að stilla hérna upp mínu drauma liði fyrir leikinn.
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Kuyt – Spearing – Gerrard – Downing
Carroll – Suárez
Sitt sýnist auðvitað hverjum og auðvitað ætti Maxi að geta gert stórt tilkall til sætis í byrjunarliðinu. En ég tel þetta vera sterkasta liðið gegn Everton, þar þarf líkamlegt power og það er mesti veikleiki Maxi. Ég vil að Downing keyri á hægri bakvörðinn hjá þeim og nýti sér hraða sinn. Hibbert er ekki sá fljótasti í bransanum og hann getur svo sannarlega slátrað honum á góðum degi. Það er algjörlega ljóst að oft á tíðum verður ekki boðið upp á neina fegurð þegar kemur að sjálfum fótboltanum, þetta er Merseyside derby leikur af dýrari gerðinni. Það er ekkert til sem heitir að slaka á í svona aðstæðum, nú þurfa menn að vera algjörlega upp tjúnnaðir og klárir strax í byrjun, því það er alveg vitað að blái helmingurinn verður það.
Þetta verður erfitt, alveg fjári erfitt, en það er ekki nokkur vegur í mínum huga að þetta sé að enda á nokkurn annan hátt en að Rauði Herinn stormi áfram og tryggi sér þriðja leikinn á þessu tímabili á Wembley. Það sem hræðir mann allra mest er að Brad Jones stendur í markinu og hann hefur svo sannarlega ekki mikla leikæfingu, varla spilað alvöru leik í nokkur ár. Hann var ekki beint traustvekjandi gegn Blackburn, en núna er hann kominn á stóra sviðið og getur sýnt sig og sannað. Við klárum þetta 2-1 og mætum svo Chelsea í úrslitaleik á Wembley í maí. Steven Gerrard mun halda áfram að hrella þá bláu og setur eitt “kvekende” og Kuyt setur hitt af gömlum vana.
Bara í Fowlers bænum, gerið það fyrir mig drengir að vinna þennan leik. Mín litla sál má hreinlega ekki við svo stórum skakkaföllum að detta út úr bikarnum á morgun. Plíííís.
Sigur og ekkert kjaftæði.
ég held að spearing opni markareikninginn sinn á morgun, svo setur carroll eitt líka, og svo klárlega suarez…. 3-0 fyrir okkar mönnum
Talandi um Brad Jones og leikæfingu þá er Gulacsi kominn með leikheimild og margir púlarar velta því fyrir sér hvort betra væri að hafa hann í markinu:
http://www.thisisanfield.com/2012/04/could-peter-gulacsi-start-the-fa-cup-semi-final/
Nei, Kenny, ekki Carragher í bakvörðinn. Gerðu það fyrir mig. Það er svo mikið “plís” að það jafnast á við “plísið” sem Nina Simone syngur í Sinnerman eftir sólóið.
http://mbl.is/sport/enski/2012/04/13/rush_bikartitill_getur_hjalpad_fyrir_naestu_leiktid/
Finnst afar ólíklegt að hann hafi farið í viðtal við sun
fyrstur……. áfram liverpoll 2 0 carrol og agger
djöfl…. ekki fyrstur
ÁFRAM RAUÐIR!!!!!!
YNWA
Nú er ég afburðagóð í stærfræði. Liverpool hóf leika í 3 keppnum í ár, efað við vinnum FA cup, þá erum við með 6,66 í meðaleinkun.
Scum eru búnir að taka þátt í Meistardeildinni, Evrópudeildinni, Carling Cup, FA Cup og Ensku deildinni. Þeir eiga möguleika á að vinna 1 af þessum keppnum, það er 1 af 5 sem að gera 2 í meðaleinkun, sem jafngildir falli í öllum æðri menntastofnunum.
Því vil ég meina að LFC sé búið að vera MIKLU betra á þessari leiktíð krakkar, stærfræðin lýgur ekki 😀
er downing ekki búinn að sanna fyrir þér steini að hann getur ekki gefið boltann á pönnuna á mönnum ? jújú getur krossað ágætis fasta lága bolta, en hann getur bara ekki komið með góða bolta á hausinn á mönnum. halda honum á bekk takk fyrir
Dísa #9
Víst þú setur þetta svona upp eins og um próf væri að ræða, þá myndi ég segja að Enska deildin myndi vega 70% og hinar spurningarnar í prófinu (keppnirnar) samtals 30%. Þannig að ef scum vinnur PL eru þeir að fá 7 í einkunn og LFC 6.66 – að því gefnu að LFC taki FA bikarinn.
Annars dreymdi mig slæman draum um daginn, þ.e. að Everton vann 0-3 á Wembley. En þar sem ég er nú ekki berdreyminn maður þá hef ég ekki of miklar áhyggjur af þessum draumi.
Spái 1-1, tökum þetta svo í vító eftir markalausa framlengingu þar sem Jones verður hetja dagsins og ver a.m.k. 2 spyrnur..
YNWA
Já reyndar ekki 6.66 miðað við þessa útreikninga, mun minna – nenni ekki að reikna þetta:)
@ 11.Helgi Reynir.
Fyrst að þú notaðir “víst að” nennti ég ekki að lesa restina hjá þér ; )
Auðvitað vinnum við Neverton, við erum komin á þvílíkt rönn : )
Það er stærsta sviðið í boltanum og okkar menn koma rétt gíraðir til leiks, frá fyrstu mínútu. 2-0 í hálfleik og endar 3-1. Suarez með bæði í fyrri, Cahill skallar í 2-1 en Gerrard klárar leikinn á 79. mín. Hljómar týpískt en samt svo fallegt…
KOMA SVO!
Dísa #9
Samkvæmt Dísu er þetta einföld stærðfræði, Liverpool vinnur 2 af þremur titlum, 10 í einkunn fyrir þá og 0 fyrir árangurinn í deildinni og þar af leiðandi 6,66 (Nánar 6,666….)
Þetta er eitthvað það vitlausasta sem að ég hef lesið en einkunnin svo sem ekki í fjærra lagi við rökrétta einkunnagjöf. Sigur í CC veltur kannski á tveimur til þremur erfiðum leikjum og FA í mesta lagi á 5 leikjum. Hins vegar hafa Liverpool verið með allt niðrum sig í deildinni, sér í lagi eftir áramót. Ef ég ætti að gefa Liverpool einkunn fyrir allt heila dótið mundi sú einkunn byggjast á þessu:
CC hefur vægi 10%, þar fá Liverpool 9,5
FA cup hefur vægi 5% (til þessa, vægið eykst auðvitað eftir leikinn á morgun og úrslitaleikinn), þar mundi ég gefa Liverpool 9
Barclays hefur vægi 85% þar er Liverpool varla að skora mikið meira 6 og raunar miklu minna á síðustu og verstu.
Þetta gefur 6,5 í einkunn.
United hafa 10% á Meistaradeild þar fá þeir 4,5
United fá 2,5% á Europa league, fá 3,5
FA cup segjum að það hafi sama vægi og fyrir Liverpool hingað til 5% þar sem þeir fá 4
CC 10%, man ekkert hvernig þeim gekk, segjum 5
Barclays 72,5%, 9
Þetta gefur 7,7625
Ekkert stórglæsilegt en common, miklu fleiri leikir, sérstaklega erfiðir leikir.
Það er ekki hægt að láta eins og tímabilið hjá Liverpool hafi verið í lagi ef þeir ná að vinna þennan FA bikar. Liverpool hlýtur að vilja keppa í Meistaradeildinni og eiga með réttu heima þar og allt annað er óásættanlegt. Allt annað er veruleikafirring.
@13 – Hafliði:
Fyrst þú notaðir “fyrst að” þá datt ég út strax í fyrstu línu 😉
legend= gleðispillir
Jæja stutt í leik, menn mættir til London og miðar klárir! Ég bið ekki um annað en sigur…Liverpool sigur!
YNWA
@ nafni 13.
He he, ég átti alveg von á þessu : )
Fyrsti leikurinn á tímabilinu sem ég get ekki horft á, hvað hef ég gert 🙁
En ég vona að menn mæti gjörsamlega brjálaðir til leiks á morgun enda þýðir ekkert að mæta í svona leik með hálfum huga.
Ég vil sjá vörnina svona Johnson Skrtel Agger og Enrique
Miðjuna Spearing Gerrard og Shelvey
Kantar Downing og Bellamy
sókn Suarez.
Shelvey á skilið að spila í miðjunni í þessum leik eftir að hafa komið sterkur inn undanfarið, helst vildi ég sjá Kuyt úr liðinu en hann er maður stórleikjanna þannig að það er eins gott að hann rífi sig upp.
Fyrsta að víst að þetta er svona stór leikur gegn erkifjendum á Wembley þá hættir maður að hugsa um hrikalegt gengi í deild og treður sér í sófann með kaldann í LFC treyju og öskrar úr sér líftóruna 😉
Áfram LFC!
Um hvern ansk… Var legend ad skrifa um liverpool fær alltaf 10 hjà mèr
Ég myndi klárleg vilja hafa liðið svona
Jonse
Johnson-Skertl-Coates-Agger
Gerrard-Henderson-Shelvey-Downing
Suarez-Carrol
Þetta er lið sem getur varist á mörgum og tekist á við þeirra líkamlega sterka lið. Og þetta lið getur einnig sótt á mörgum mönnum.
Ekki reikna ég nú með að þetta verði uppstillingin en engu að síður mínar tillögur.
Áfram Liverpool
Maxi stóð sig svo illa seinast að hann á natturlega ekki að vera með ..frekar hafa slappan Downing sem getur ekki NEITT. líkamlegur styrkur eða ekki það kemur ekkert frá Downing hvorki sendingar sem rata á réttan stað né mörk hafa hann frekar á bekknum heldur en Maxi.
En ég er sammála ræðumanni Downing er alltaf að fara byrja þennan leik.
Eru allir búnir að sjá þetta? Snildar lag og góð upphitun fyrir morgundaginn!
http://www.youtube.com/watch?v=nzRAQS6UIVA&feature=player_embedded
Get ekki fucking beðið!
Úff hvað ég er orðin spenntur, fyrir mig er allt undir í þessum leik, ef við vinnum þá græt ég af gleði en ef við vinnum ekki þá er þetta orðið algjört aumingja tímabil, ef svo færi að Everton komast í úrslitaleikinn þá munu þeir snúa okkur því um nasir lengi lengi.Við bara verðum að vinna þennan leik…..
Mín óskauppstilling er svona
Jonse
Johnson Skertel Coates Agger
Gerrald Spearing Shelvey Bellamy
Suares Carrol
#11 Helgi og #15 Legend
Ekki láta alvarleikan drepa ykkur, þetta var létt grín, auðvitað vill maður sjá betri árangur en hefur verið á þessari leiktíð. En þrátt fyrir slakt gengi LFC missi a.m.k. ég ekki húmorinn, og reyni ítrekað á slá á létta strengi, fast og laust, með mis-góðum árangri (svona svoldið einsog vinir okkar í LFC).
Stjórnendur: Væri hægt að búa til svona “grín” font, svona svo að fólk tapi sér ekki í hvert skipti sem einhver tekur einhverju alvarlega sem er meint á annna hátt, svona hlutir einsog broskallar og veruleikafirrt rökfræði virðast ekki duga 🙂
Hahaha Legend #15, þú ert sko ekkert að djóka!
Er ekki einusinni orðinn spentur…. Sennilega àhrif sìðustu leikja, við verðum að vinna, annars er kóngurinn fallinn, held ég!
Held að liðið verði svona. .. jones – johnson – skrtel – agger – enrique. .. kuyt – gerrard – henderson – spearing – downing – suarez en eg vona að fremstu 6 verði downing – gerrard – spearing – bellamy – suarez – carroll. Ef bellamy er svo ekki klàr þà mundi eg vilja kuyt inn fyrir hann. Er eigilega alveg klàr a ad carroll fari a bekkinn svona af því hann var nú frabær gegn blackburn. Þeir felagar gerrard, suarez og carroll byrjuðu allir saman innà fyrir mànuði þegar okkar menn slàtruðu everton 3-0 og það væri skandall ef þeir 3 verða ekki aftur saman í byrjunarliðinu a morgun. Annars segi eg eins og steini plís vinniði bara þennan leik a morgun geðheilsan mun ekki þola tap. Þetta verður rosalegt og eg var komin með kvíðahnútinn síðastliðna nótt og eg hreinlega er að drepast ur spenningi…… spài 2-1 fyrir okkur eftir framlengingu þar sem gerrard jafnar fyrir okkar menn í seinni hàlfleik og carroll tryggir sigurinn í framlengingu……
Áfram Sterling……………
Mjög góður pistill og mikið er það rétt að maður er alveg á nálum vrðadi þennan leik, ég er sammála flestu í þessu nema hvað ég vill sjá aðra uppstillingu á liðinu. Ég held að Dalglis hafi skipt Maxi út í Blackburn leiknum þar sem hann ætlar að nota hann í þessum leik. Mitt óska lið er eftir farandi.
Jones
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Maxi – Shelvey / Spearing – Gerrard – Downing
Suarez – Carro / Bellamy
Þetta yrði að ég held sterkasta sem við gætum stilt upp, en fer þó svoldið eftir því hvernig Dalglish setur leikinn upp, en hvernig svo sem liðið verður þá bara verður þessi leikur að vinnast, hvernig svo sem við förum að því…. Ætla að gerast svo djarfur að við setjum 2 jafnvel 3 mörk og fáum á okkur 1, Maxi verður með 1 hið minsta og svo Gerarrd 1 (Suarez 1 ef Maxi skorar bara eitt)… GÓÐUR GUÐ GEFI OKKUR AÐ ÞESSI LIKUR VINNIST….. Eins og pistlahöfundur segir svo réttilega þá er eitt að tapa svona leik en að tapa á móti Everton, það bara má ekki gerst never, never….
Áfram LIVERPOOL… YNWA…
Oh my Fowler, hvað ég er orðinn spenntur! http://www.youtube.com/watch?v=gU67wXOErE8
Er ekki að fo… grínast en hjartslátturinn jókst við að opna þessa blessuðu síðu!
MISSI AF LEIKNUM á morgun, hvað er það? Eins gott að þetta verði allt undir kontrol og að ég fái ánægjuleg sms í vinnunni.
Spái 1-0 og það verður Agger sem skorar með góðu skoti utan teigs á 67.mín!
Koma svo Liverpool! Við eigum alveg inni að vinna þennan leik og fara í úrslit í FA cup og þá er alveg spurning um að semja við yfirvaldið og skella sér í helgarferð til London fljótlega.
Muna… Jákvæðar hugsanir til liðsins og þá gerast hlutirnir 🙂
Engin spurning um að við tökum þennan leik. Erum einfaldlega með betra lið. Þetta fer 3-1 í venjulegum leiktíma. Suares, Carrol og Agger klára þetta fyrir okkur. Það verður þá víst ekkert af Liverpool – Chelsea leiknum á Anfield sem ég ætlaði að fara á þann 5. maí, en okkar menn verða þá á Wembley að spila úrslitaleikinn í FA cup ;=)
Er ad skita a mig ur spennu!!!! Koma svo
Nú er rétta tækifærið til að taka Svölu Björgvins á þetta..! ÉÉÉg hlakka svo til..barambambamm…Eg hlakka alltaf svo til..!
Það er ALDREI tími til að tak Svölu Björgvins á þetta ALDREI!!!
En við bara verðum að vinna þennan leik. Annað bara kemur ekki til greina!
Taka frekar Svala Björgvins á þetta!!!… “Upp með sokkana”!
Jones er alltaf að fara að vera minn maður í markinu… Hann er nefninlega með forlögin með sér, búinn að missa strákinn og svona, á eftir að standa sig eithvað magically vel og það vel að hann fær úrslitaleikinn líka og verður maður leiksins þar… AAAA JONEESS YOU ARE THE MAANNN AND THE CROWD GOES WILD AAAAA AAAAA!!!
já…. kannski bara TAKA svölu björgvins……
in a matter of speaking
Þú átt meiri séns í Krumma.
Ég hef ekkert á móti því að Liverpool FC vinna bikara en í þetta skipti þá gæti mér ekki verið meira saman. Það er búið að vanvirða klúbbinn með vægast sagt skelfilegu gengi í deildinni og persónulega þá væri Roy Hogdson velkominn aftur.
Ég á ekki orð að Comolli sé rekinn, hann er gerður að blóraböggli fyrir RUGL leikmannakaupin hjá KD á síðasta ári.
Ég vill óska þessum svokölluðu alvöru stuðningsmönnum til hamingju með það hafa gjörsamlega staðnað klúbbinn.
Þau eru alltof lík gamla goðinu til að hægt sé að ,,taka” þau á einhvern hátt, nema auðvitað taka lögin þeirra.
Carra er alltaf að fara að spila þennan leik
Sæl öll.
Ég er sammála Sigurði #40# Jones hefur forlögin með sér, reyndar við nánari umhugsun þá hefur allt Liverpool liðið forlögin með sér. Á morgun er 15. apríl 23 ár liðin var Hillsborough slysinu hræðilega sem þýðir að strákarnir okkar hafa 96 eldheita stuðningsmenn hinum megin með sér og 1 lítinn strák sem horfir pabba sinn vinna titil í fyrsta skipti. Þetta gæti ekki verið meira skrifað í stjörnunar…nú ef töpum þá eigum við að læra eitthvað af því.
Ég er spenntari núna en ég var á brúðkaupsdaginn minn fyrir 23 árum og ég vona svo sannarlega að við vinnum…
Við göngum aldrei ein….KOMA SVO
Góðan daginn! Í dag er góður dagur til að vinna everton.
Sælir félagar
Dagurinn í dag er dagurinn. Spennan hleðst upp og tilhlökkunin eykst. Get ekki hugsað heila hugsun treysti mér ekki til að spá um neitt. Bara bíð í offvæni og naga neglur. Annars finnst mér Dísa #27 alveg með þetta og bjarga þessum þræði og losar um spennuna með góðum djókara.
Það er nú þannig.
YNWA
Liverpool : Jones Johnson Carra Srktle Agger Spearing Gerrard Henderson Downing Suarez Carroll
Þetta er orðrómurinn.
Hvernig stendur á því að á mbl.is er nánast öll viðtöl við Liverpoolmenn úr sun?
Ég er ekki sáttur með að spila Agger út úr stöðu í bakverðinum og ef rétt reynist er þetta dæmigert fyrir vald gömlu leikmannanna. Agger og Skrtel eru tveir bestu menn liðsins á leiktíðinni og eiga allan daginn að fá sínar kjörstöður (vinstri og hægri miðverðir). Ef að Carra vill spila ætti hann að þurfa að sætta sig við hægri bakvörðinn og Johnson þá frekar vinstra megin.
slúðrið seigir að byrjunarliðið verði eftirfarandi……
jhnson caragher skrtel agger
henderson gerrard spearing downing
suarez carrol
Ánægður ef satt reynist að Carroll sé í liðinu. Hann skorar tvö í dag ef hann byrjar, klárt mál!
Liðið:
Liverpool: Jones, Johnson, Carragher, Skrtel, Agger, Gerrard, Spearing, Henderson, Downing, Carroll, Suarez. Subs: Gulacsi, Enrique, Maxi, Kuyt, Shelvey, Kelly, Bellamy.
Nýr þráður
http://www.kop.is/2012/04/14/10.36.52/
http://www.express.co.uk/posts/view/314466/Wembley-is-no-show-for-Liverpool-s-ruthless-duo
FSG verða ekki í stúkunni á Wembley í dag. Fóru í staðinn til USA til að sjá fyrsta heimaleik tímabilsins hjá Red Sox. Greinilegt að þetta var bara kaldrifjuð viðskiptaferð til Englands til að reka Comolli o.fl.
Áhugavert byrjunarlið ef satt reynist. Agger í bakverðinum eða þriggja miðvarða baklína? Gæti allt eins verið 4-4-2 með Henderson á hægri væng eða 4-3-3 með Downing og Suarez sem vængframherja. Kemur í ljós. Ekki eins og verið sé að raska föstu vinningskerfi þannig að um að gera að plotta einhverja sigurtaktík.
COME ON YOU REDS!
Doddijr og þessir 7 sem læka komment nr. 41 ættu að skammast sín. Finnst að stjórnendur síðunnar ættu að fjarlægja þetta komment, ekki neitt fyndið við það.
56. Þetta var fyrsti heimaleikurinn, fyrsti leikur nýs stjóra OG 100 ára afmælisleikur leikvangsins þeirra. Ég skil fullkomlega að þeir vilji vera viðstaddir það. Þeir koma bara aftur til Englands fyrir úrslitaleikinn. Rólex.
Ekki vita spekingarnir hér hvar er hægt að horfa á leikinn á ipad2?