Enginn annar er sjálfur Sammy Lee verður heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins um helgina. Hátíðin verður haldin á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Þar mun Sammy stíga á svið og svara spurningum úr sal, og er eflaust margt sem stuðningsmenn Liverpool FC á Íslandi vilja spyrja hann um. Sammy hefur unnið með fjölmörgum framkvæmdastjórum Liverpool, svo sem Kenny Dalglish, Rafa Benítez, Gérard Houllier, Roy Evans, Graeme Souness, Joe Fagan og Bob Paisley.
Hvenær: Laugardaginn 28. apríl
Hvar: Spot
Húsið opnar: 19:00
Heiðursgestur: Sammy Lee
Veislustjóri: Freyr Eyjólfsson
Upphitun: Hreimur og félagar
Hljómsveit: Á Móti Sól
Miðapantanir: bragi@liverpool.is eða í síma 820-9206 (eftir klukkan 16:00)
Forréttur: Rjómalöguð sveppasúpa
Aðalréttur: Lambafillet með bakaðri kartöflu og rótargrænmeti
Verð: 5.900 fyrir meðlimi klúbbsins, almennt verð er 6.900
Um 150 miðar hafa nú þegar verið seldir og stefnir í svaðalegt kvöld. Fulltrúar úr The Kop stúkunni mæta einnig á svæðið og munu vafalaust leggja sitt af mörkum þegar kemur að söngvum.
Þeir sem alls ekki komast á árshátíðina geta hitt á kappann á Úrillu Górillunni, en þar mun hann mæta vel fyrir leik Liverpool og Norwich fyrr um daginn. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega þar sem eflaust verður margt um manninn á svæðinu, enda ekki á hverjum degi sem svona kappar heiðra okkur Íslendinga með nærveru sinni. Kappinn mun mæta á svæðið um klukkan 14:00.
Ég hef mjög mikinn áhuga á því að mæta hef því miður ekki fjárráð til að mæta 🙁 Vegna þessa langar mig til að koma með eina bón til Liverpool klúbbsins á Íslandi, mig langar til að biðja ykkur um að taka upp Q&A með honum og setja á liverpool.is.
Hvað er Q&A? ?
Q&A = Questions and answers = Spurningar og svör:)
Questions and answers !!!!!
Frábær klúbbur og hefur verið það um árabil, fullyrði það að þessi klúbbur er einstakur hvað varðar starfsemi og flottheit!
Væri fjandanum meir en lítið til að mæta en kemst ekki!
Styð heilshugar hugmyndina að vidjeóinu.
Kv. Station
Á sömu blaðsíðu og Svavar, frábær klúbbur, frábært framtak… en kemst ekki.
Video eða bara texti með Q&A væri gríðarlega vel séð. Sammy ætti að geta veitt innsýn í ótrúlega margt í sambandi við þjálfara og leikmenn.
Sælir félagar.
Er á sama plani og Svavar og Bjöddn. Kemst ekki. Þetta er samt magnað hjá klúbbnum að gera eitthvað af þessum standard á hverju ári. Einstakt.
Það er nú þannig.
YNWA
Er ekki málið að taka eitt nett podcast með Sammy?
Carl Berg verður að sjálfsögðu á svæðinu sjálfum sér og öðrum gestum til mikillar ánægju.
Þetta er einhver sú allra mesta og besta skemmtun sem ég hef tekið þátt í og fyrir þá sem eru í einhverjum vafa, þá get ég alveg mælt með þessu.
Það er alltaf gaman að hitta góða Púllara og skemmta sér saman, svo maður tali nú ekki um tækifærið til að hitta sjálfan Sammy Lee…
Insjallah.. Carl Berg
Men! væri sko alveg til að hitta Sammy en það er svona að vera útiálandipakk 😉
Er spenntur.
Karlinn er legend og ekki síðra ef maður nær nokkrum söngvum, verður selt söngvatn þarna haldiði?
Ánægður með 5 upphrópunar merkin í svari númer 4 🙂
mjög ánægður !!!!!!!!
Kristján Atli er ánægður með að Carl Berg skuli tala um sjálfan sig í þriðju persónu. Kristjáni Atla finnst það merki um mikilmenni. 🙂
Set smá spurningamerki við tímasetninguna á árshátíðinni en þetta er tíminn sem flestir eru í prófum, háskólafólk. Finnst að það eigi að taka tillit til þeirra 😉
En endilega skemmtið ykkur sem farið á árshátíðina vilda að maður gæti mætt en svona eru þessi helvítis próf 🙂
Já Örn, blessaðir heiðursgestirnir sem koma á þær eru víst löngu hættir í skóla og því engin próf hjá þeim og komast bara þegar þeir komast 🙂