Breytingar á ummælum

Ég breytti aðeins því hvernig hægt er að skrifa inn ummæli hérna á síðunni.

Einsog þið sjáið þá er komin stika fyrir ofan ummælagluggann með nokkrum tökkum. Með því að velja textann í ummælunum þá er hægt að feitletra, búa til tengil, vitna í önnur ummæli og fleira. Í glugga fyrir neðan sést svo hvernig ummælin munu birtast á síðunni.

Ég hef gert nokkrar tilraunir með svona kerfi á þessari síðu, en þau hafa alltaf valdið meiri leiðindum en mér þótti afsakanlegt, en ég vona að þetta kerfi virki nægilega vel. Fyrir þá sem þekkja Markdown þá er núna hægt að skrifa ummælin með því kerfi beint í gluggann.

19 Comments

  1. Nr. 8

    Jújú, hana vantaði nú ekki. En var Spearing í leiknum?
    Þar gæti vandamálið legið.

  2. Metnaður hjá síðuhöldurum og til fyrirmyndar að leita sífellt að því smáa til að bæta. Þannig næst sá árangur sem Kristján Atli, Einar Örn og félagar eiga svo sannarlega skilið.

    Mig langar til að Púlarar veiti því athygli að Gamla daman, Juventus, er að landa meistaradeildartitli á Ítalíu. Ekki mín uppáhaldsdeild en samt ein af höfuðdeildum heimsins.

    Juventus er félag sem fyrir örfáum árum, þ.e. 2006, var dæmt niður um deild fyrir að rigga leikjum. Fóru strax upp og ströggluðu og ströggluðu en eru núna að uppskera landstitil. Vel gert Gamla!

    Vildi bara minna á að þetta er allt að koma hjá okkur.

  3. ráðið Rafa aftur í sumar, hann kann að stýra miðjuni, hann kann að skipuleggja liðinu… Geviði Konginum bara starvið að stjórna sóknini, mér líður illa ef þeir reka hann.
    120 mill punda fyrir carling cup?…
    Caroll var góður, og er góður leikmaður, enn þegar 60 mill punda sókn, skorar minni enn 3 mill punda sókn (Ba og Cisse), þá er eitthvað að… FUCK YOU Torres!! Ég vona að hann deyr.
    Ég er so pirraður eftir þennan leik… að ég er bara farin að tala um eitthvað alt annað.

  4. Bjarki, Cisse kostaði reyndar í kringum 10m punda.

    En alveg laukrétt að sóknarmenn Newcastle hafa komið mikið á óvart og skorað mun meira en björtustu menn þorðu að vona. Að vísu hefur Demba Ba ekki skorað í seinustu 12 leikjum sem að þeir hafa byrjað saman, en þeir ná mjög vel engu að síður.

  5. Eru dagar Dalglish taldir hjá félaginu?
    Ef marka má þessar myndir sem eru inná
    Liverpoolkop.com þá kæmi það manni ekkert á óvart

    No handshake

  6. Þessi mynd hjá #15 segir meira en mörg orð. Alveg pottþétt að dagar Daglish eru taldir…

  7. Þó svo að mér finnist að dagar Dalglish eigi að vera taldir þá finnst mér að Henry mætti nú taka í spaðann á honum og sýna honum þá virðingu sem hann á skilið. En ætla þó ekki að gera úlfalda úr mýflugu.

    YNWA.

  8. Sæl öll.

    Ég er með þá kenningu að King Kenny hafi gert samkomulag við eigendurnar um að ef bikarinn vinnst þá verður hann áfram ef ekki þá segir hann starfi sínu sem þjálfari lausu . Ég er samt svo sammála þeim sem segja að það verður að finna einhvern betri og hæfari en King Kenny ekki skipta bara til að skipta.

    King Kenny gerði þau mistök að setja Spearing í byrjunarliðið þetta er ungur strákur sem er góður en þetta voru gæjar sem voru einu númeri of stórir fyrir hann. Núna er hann niðurbrotinn og sjálfsálitið í molum, nær hann sér upp úr þessu eða verður hann alltaf svona miðlungsmaður það kemur í ljós. Mér fannst hins vegar bæði Enriuqe og Reina arfaslakir og senda boltann bara eitthvað út á völlinn burtséð frá því hvort einhver var til að taka á móti boltanum.
    En þessi leikur er búin og nýr á morgun sem skiptir gífurlega miklu máli.

    Mér fannst gott að lesa um að Torres hafi tekið í hendina á öllum sínu gömlu félögum það sýnir að það er eitthvað eftir af Liverpoolhugsjónum í honum. Mér finnst hins vega MJÖG slæmt að sjá einn af stuðningsmönnum míns liðs óska honum alls ills og svo dauða (#Bjarki# 12) auðvita er maður enn svekktur en Torres á engan þátt í þessu lélega gengi okkar og maður á alltaf að sýna öðrum virðingu. Svona er okkur ekki samboðið.

    Ég ætla að fylgjast með leiknum á morgun hér á Kop.is svo býð ég bara spennt eftir sumrinum og því sem gerist hjá mínum mönnum.

    Þangað til næst YNWA

  9. Steven Geir… ég heyrði að hann kostaði 3.. enn hvað veit ég þegar ég held með liverpool :(…
    Ba datt í skugga hanns Cisse, og núna hevur hann sama hlutverk og Carroll hjá okkur, starvið hans er að ýta og djöflast aðeins vörn anstæðingsins á meðan cisse skorar mörkin.
    Enn nóg um það… mig hlakkar bara til að rústa chelsea á þriðjudagin. Mig langar svo mikið að vinna á torres…

Liverpool 1 Chelsea 2

Chelsea á Anfield – síðasti heimaleikur