Þar hafiði það. Í kvöld voru kynntir nýju heimabúningar Liverpool fyrir veturinn 2012/13. Þetta eru eldrauðir búningar með gulu letri, Warrior á hægra brjósti og gamli, góði Liverbird með stöfunum LFC undir á vinstra brjósti. Barmmerkinu græna, hvíta, rauða, svarta og égveitekkihvað, sem hefur verið notað síðan 1992 að ég held, er horfið. Bara fuglinn, eins og í gamla daga.
Ég fíla þetta.
Opinbera vefsíðan er að bjóða upp á forpöntun sem verður send heim í byrjun júní en á Íslandi munu þeir hjá Merkjavörum annast sölu á öllum Warrior-vörum og verða með allar Liverpool-vörurnar strax í byrjun júní. Ég hef rætt við þá og þeir lofa mjög lágu og samkeppnishæfu verði þannig að ég hvet alla íslenska Púllara til að styðja íslenskt og versla nýju treyjurnar hjá Merkjavörum í sumar!
Mér finnst hann mjööög töff! Sáttur með þetta Old School look..
Held líka að hann færi Cavani rosalega vel, svo að ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að splæsa í hann í sumar. Bara svona því hann passar öruglega vel í hann.
En good job Warrior með sinn fyrsta fótboltabúning!
Mjög sáttur við þennan! Retro stemming í honum. Einnig saumað 96 aftaná hálsmálið. Sem er nice touch.
Færi þetta comment hingað frá síðasta pósti:
Djöfull er ég ánægður með þetta “nýja” gamla lúkk!
Þetta er svo miklu meira en fótboltatreyja finnst mér, og frábært að losna við þetta tight fit, kemur sér vel fyrir magann minn : )
Hef ekki keypt treyju í mörg ár, en þessi verður keypt for sure : )
En bíddu hvaða auglýsing verður framaná ? var ekki einhvað annað á móti Chelsea ??
@ Líki
Það sem var framan á búningnum í leiknum gegn Chelsea var til styrktar góðgerðarsamtökum.
@ Lóki átti þetta að vera :-/
Eins og mér kveið fyrir því að missa Adidas þá hef ég bara þetta að segja Tussuflott
hvenær verður hægt að kaupa svona kit/treyju á íslandi?
skil ekki þetta fetish fyrir krögum, er ekki að fýla svona kraga á búninga yfir höfuð..
annars skítnettir búningar
Jóhann #8 , ég mæli með því að þú lesir fréttina, en ég skil spennuna í þér. Þetta eru mjög flottir búningar.
En hvað, eru ekki komnir tímar á einhverjar kenningar? Bellamy að auglýsa búninginn en ekki Carragher?
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?!?
Tussufínir búningar eins og skáldið sagði. Ég mun kaupa 1stk.
Oddur, það þýði ekkert meira en það að Jamie Carragher er ekki photogenískasti maður í heimi. 🙂
Tvennt sem ég verð að segja að sé ekki mér að skapi við nýja búninginn, í fyrsta lagi er ég ekki kraga maður nema þá á skyrtu. (kostur við það að búningurinn gengur þá við jakkafötinn) í öðru lagi er græni liturinn á markmannsbúningnum ekki fyrir mig.
En ég er þrátt fyrir þetta nokkuð sáttur, sérstaklega við það að hverfa aðeins aftur til fortíðar, vonandi færir búningurinn okkur einnig sama árangur og smá meistaraheppni sem einkenndi liðið á gullaldar árum Liverpool.
Ég er ekki 100% sáttur við búninginn, bæði er það kraginn og svo finnst mér rauði liturinn of “dimmur”, jafnvel eins og Roma búningurinn. sjá hér
Að öðru leyti finnst mér hann flottur.
Hrikalega góður og ætli kraginn geri þetta ekki söluvænlegra fyrir hinn venjulega stuðningmann. Nú er bara að vona að útivallar búningurinn sé svartur og með þessum gylltu stöfum og þá erum við að tala saman !! Er nokkuð vitað hvenær sá búningur kemur fram á sjónarsviðið ?
Ég er ekki frá því að ég hafi verið nett hræddur þegar ég sá Skrtel brosa. Þetta var svona, “Vertu hræddur, því ég ætla að meiða þig” bros.
Fékk æluna uppí háls þegar ég las textann við fréttina og þegar ég sá í fjarska að það væri kragi á honum, en þegar ég horfði á videoið skánaði hann til muna. Sammála #9 einar, ég skil ekki þetta kragafetish, Þetta er ekki golfklúbbur.
Flotur búningur sýnist mér, ég er eins og margir hér ekki hrifin af kraganum enn allt annað er ég sáttur við, það er td leiðinlega að vera í treyju með svona kraga inn undir öðrum peisum/ treyjum.
Ég sé ekki eftir því að hafa ekki keypt mér treyju í Liverpool um daginn því nú get ég keypt tvær af þessum rosa flottu treyjum. Allt við þær er æði verst að geta ekki fengið einhvern leikmanninn með. Það myndi líta svo vel út að hafa t.d Enrique í stofunni í fullum skrúða þá væru við sko að tala saman:
Þangað til næst YNWA
Hahahaha ég var allt í einu alveg rosalega ánægður með nýja búninginn hjá liverpool.
enter link description here
Þessir búningar eru nokkuð töff, smáatriðin gera hann enn sérstakari eins og 96 í kraganum sem mér finnst flott. Guli liturinn í stað þess hvíta truflaði mig aðeins fyrst en hann er að venjast vel. Það verður síðan gaman að sjá varabúninginn.
Overall flottur búningur, ég mun kaupa mér þessa treyju.
ekki eru allir sáttur við þessar breytingar.
http://www.empireofthekop.com/anfield/2012/05/11/hjc-issues-statement-regarding-the-new-lfc-kit/
Þessi búningur er geðveikur! er bæði að fýla kragann og vintage litinn á honum.
Mjög töff, Bara eitt:
Ekki slim fit = ekki töff
B.
Þið megið vera hrikalega sáttir með þessa treyju, til hamingju með glæsilegan búning fyrir næsta tímabil. Þið munið í það minnsta lúkka vel í tauinu 😉
Kuyt ekki að kynna nýjann búning eins og fyrri ár.
Vonandi þýðir þetta að hann sé að fynna sér nýjann vinnuveitanda.
MJög sáttur við þennan búning, sá flottasti í langan tíma. Verst að núna þarf maður eiginlega að henda öllum IKEA viskastykkjunum sínum því þau eru of lík nýja scum búningnum…..
Flott frumraun hjá Warrior og sáttur við þá. Miðað við þær myndir sem búið var að leka síðasta árið þá kom þetta kannski ekki á óvart að sjá gyllta litinn og Liverbird kominn í sinn klassísk búning. Búið að kasta þeim hugmyndum fram og maður var búinn að undirbúa sig andlega undir þær breytingar 🙂
En kemur vel út og með klassískt yfirbragð án þess þó að vera beint að herma eftir einhverjum einum eldri búning. Rauði liturinn á myndbandinu virkar eldrauður frekar en sá dökkrauði á ljósmyndunum í bardagakappa-fílingnum eflaust gerður með photoshop-filter.
Mér finnst óþarfi hjá HJC að vera svona yfirlýsingaglaðir um breytinguna á merkinu, sérstaklega í ljósi þess að það er flottur minningarvottur aftan á bakinu með logunum eílífu og 96. Official-merkið er frekar stórt og ofhlaðið sem gerir Liverbird frekar lítinn á búningi en núna er hann ansi stór og vígalegur. Svona var merkið á 7.áratugnum og manni þykir það alltaf ansi flott.
Ég er alveg sáttur við kragann en er spenntur að sjá úr hvernig efni hann er og hvort hann sé “frístandandi”. Allt í allt mjög sáttur og nú eru það bara varabúningarnir. Ég geri ráð fyrir íhaldsömum varabúning nr.1 í svörtu eða hvítu en hugsanlega einhverjum djörfum varabúning nr.2 (fjólublátt?). En þeir sem eru ósáttir við þessa treyju þurfa bara að bíða í eitt ár því ég held að nú sé hver heimabúningur bara notaður í eitt tímabil í senn. Gæti jafnvel komið rauður Evrópu-búningur til að toppa þetta.
Mín einkunn: 8,5
YNWA
Já alveg rétt, gleymdi að minnast á það að það verður fínt að sjá Pepe aftur í grænu, kanski rifjast upp fyrir honum gamlir markmannstaktar! 🙂
Búningurinn er í réttum lit og klárlega flott að sjá LiverBird í gulu, það klæðir hann langbest.
Pirrar mig vissulega pínulítið að “Justice flames” eru frekar lítið sýnilegir, bæði vegna stærðar og staðsetningar á búningnum. En það er alveg ljóst að “retro” lookið er í forgrunni og ég held að við séum að sjá einföldun á búningnum, sem er bara nærri einlitur með einföldu logo-i en svo reyndar frekar stóru Warrior merki.
Þetta er því búningur sem er ætlaður í alheimssölu og mun örugglega ná árangri í því, þetta er töff look og mér skilst að varabúningurinn og sá númer þrjú séu líka afar vel heppnaðir, en kannski á kostnað “lókalanna” og tengingunni við Hillsborough.
Ég mun pottþétt fá mér svona treyju, var að bíða eftir Warrior og mun eins og Kristján Atli bíða eftir Merkisvörum með að kaupa mér. Þeir lofa samkeppnishæfu verði og eru auðvitað í rétta liðinu, svo ég mun versla af þeim.
Sigríður : Miðað við spilamennskuna hjá Enrique eftir áramót ætli hann sé þá ekki bara betur geymdur í stofunni hjá þér 😉
Egill…
Þess vegna valdi ég hann. Hann lítur betur út en hann hefur spilað og liðið má alveg missa hann ef hann lagast ekki. Best að láta hann vita að það er nóg pláss í stofunni svo læri ég bara spænsku og við getum spjallað um fótbolta daginn út og inn…brilliant hugmynd…
YNWA
@ Maggi (#29)
Sammála Magga með stærðina á logunum og 96. Mætti vera stærra og hlutföllin önnur (96 mætti vera stærra og álíka stórt og logarnir). En ég er sáttur við staðsetninguna samt og virðingarvotturinn fær aukið vægi að mínu mati að standa svona eitt og sér.
Varðandi varabúningana sem þú segir vel heppnaða, lumar þú á einhverju infó varðandi þá? Litaval og lúkk?
96 merkið aftan á búningnum keypti mig alveg. Þessir menn skora hátt hjá stuðningsmönnum LFC með því að hafa það með, þeir vita sko alveg hvað þeir eru að gera. Hlakka til að sjá varabúningana. Bravó.
Þetta er án efa lang flottasti búningur í nokkur ár (að mínu mati) Finnst fuglinn koma vel út, eins og logarnir 0g 96 sem hefðu kanski mátt vera aðein stærri/sínilegri, en frábært að hafa það með. Eins með græna hans Reina er að koma skemtilega út…. Þetta eitt og sér kemur okkur í topp 4 næsta síson, svo er bara að manskapsins að koma okkur hærra 😀
YNWA
Sýnist þetta vera flottur búningur og kraginn virkar við fyrstu sýn í lagi (er oft pirrandi að hafa kraga). Eins er þessi guli litur ekkert að gera fyrir mig, væri a.m.k. til í að sjá hvernig þetta kæmi út með hvítum stöfum en það er svo mikið smáatriði að það tekur því varla að spá í því.
Varðandi 3. búninginn þá er sú útgáfa af honum sem lekið hefur á netið, þessi fjólbláa hræðileg að mér sýnist, ekki ósvipuð búningunum sem spekingar fótbolta.net virðast hafa haldið að Selfoss spilaði í.
Þetta lofar góðu a.m.k. sérstaklega m.v að þetta er það fyrsta sem við sjáum frá Warrior og gátum átt von á öllu. Ekki að það skipti máli hvað merkið heiti, Nike voru t.d. svo frumlegir að þeir ætla að láta United spila í borðdúk á næsta tímabili.
Sá það svo einhversstaðar að Warrior stefni á að koma með nýjan búning á hverju ári og þannig augljóslega blóðmjólka stuðningsmenn Liverpool ef satt reynist. Minnir reyndar að þetta sé ekki leyfilegt í EPL.
En mér skilst þeir byrji að taka við pöntunum fyrir þessa búninga hér á landi á morgun og á vel sanngjörnu verði m.v. það sem er í gangi í þessum bransa.
Peter Beardsley. Hef engar staðfestar meldingar en á alls konar spjalli sem maður vandrar inn á hefur verið talað um að varabúningurinn verði svartur með gylltu og sá þriðji í einhverjum lit sem við eigum ekki að venjast svo glatt. Sumir hafa talað um lit í neonátt með svörtu en aðrir fjólublátt og hvítt.
En ekkert staðfest, þessar sömu raddir voru þó algerlega spot on með þennan búning, hvort sem var litur, kragi eða logoið (logoin).
Annar búningurinn er kolsvartur með rauðu (bara tveir litir eins og aðaltreyjan sem er rauð með gulu letri) og þriðji búningurinn er fjólubláur með hvítum ermum og hvítu letri.
Babú, United og fleiri lið skipta um treyjur á hverju ári. Það eru engar reglur í EPL sem banna það.
United skipti m.a.s. um treyju einu sinni í hálfleik
Elías Már # 15
Þá er þetta síða fyrir þig:
http://www.facebook.com/pages/Martin-Skrtel-Will-Fucking-Kill-You/206351996069413
@ Maggi & Kristján Atli
Takk fyrir upplýsingarnar félagar. Spennandi að sjá niðurstöðuna þegar hún kemur.
Varðandi búningaskiptin þá voru Liverpool og Arsenal einu liðin í PL sem skiptu um heimabúning sinn á 2 ára fresti. Öll hin liðin gera það árlega og sumir gerðu meira að segja 3 á hverju ári (Tottenham).
Babu, ég veit ekki betur en flest liðin í deildini skipti árlega um treyjur
Djöfull hlakka ég til að sjá 2 og 3 búninginn. Ef sá þriðji er fjólublár þá hlakka ég enn meira til, fílaði 3 búninginn í vetur og mun pottþétt kaupa þann 3 ef hann er fjólublár eða eitthvað álíka, fíla að fá svona nýtt.
Ætli það fari ekki þannig þetta árið að maður þurfi að eiga allar þrjár treyjurnar.
Bjarki og KAR
Ok, minnti endilega að það væru samningar um að lið þyrftu að vera í aðalliðs búningi sínum amk t tímabil (var það ekki þannig?).
Þetta er reyndar einn partur af Liverpool sem ég hef annars lítið nennt að velta mér uppúr utan þess að það far mjög í taugarnar á mér þegar Liverpool búningur er ekki til eða uppseldur í búðum. Þetta hefur lagast undanfarin ár.
úff, þetta er nice!
Æi, þarf þetta endilega að vera svona? Geta ekki öll dýrin í Liverpool-skóginum verið vinir?
http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/18033752
Klúbburinn talar við stjórn Hillsborough Family Support Group varðandi breytinguna en Hillsborough Justice Campaign eru ósáttir við að vera ekki með í ráðum.
A spokesman said: “The club consulted with the HFSG committee and shared a number of alternative designs which were considered.
“The committee selected a design, which includes the number 96 to recognise those who lost their lives. Nobody has more respect for the 96 and their families than this football club.”
Svo finnst manni ekki sem HJC séu endilega ósáttir við hönnunina heldur mest að þeir hafi ekki verið spurðir.
“The continued refusal of the club to acknowledge the HJC is insensitive, divisive and deplorable – 96 is more than a number. LFC would do well to remember that.”
Í það minnsta er merki HJC ansi líkt hönnuninni á treyjunni. Sjá mynd með þessari frétt. Og á merki LFC hefur aldrei verið minnst á 96 þó að allir viti fyrir hvaða logarnir standi fyrir. Þannig að breytingin er ákveðin viðbót að mínu mati og virðingarverð sem slík.
Mér finnst búningurinn hrikalega flottur. Hlakka til að sjá þann svarta.
Ég hef alltaf lúmskt gaman af taktíkinni utan við leikina. Þetta viðtal við Ferguson er alveg kostulegt enter link description here Núna ber gamli freturinn Mancini hiklaust saman við Mourhino sem er líklega besti fótboltastjórinn í dag. Mancini er æðislegur framkvæmdastjóri og ManCity eitt stykki stórkostlegt knattspyrnulið að mati sörsins.
Með því að hefja andstæðinginn upp til skýjanna er karlinn að reyna að draga úr sárindunum sem blasa við þegar og ef City tekur titilinn. City er meiriháttar og stjórinn á pari við þann besta. Ég ætla ekkert að taka frá Mancini og City, og ekki einu sinni ManU, en staðreyndin er sú að af öllum titlum sem hafa verið í boði fyrir þessi félög munu þau samanlagt aðeins vinna einn alvöru titil. Þessi lið fóru hálgerða sneypuför keppni eftir keppni og var rústað hvað eftir annað af lítt þekktum framkvæmdastjórum og liðum með aðeins brot af þeim fjármunum sem Manchester liðin ráða yfir.
Þarna er gamla góða trikkið; þegar maður er á góðri leið með að fokka upp sínum málum þá á maður að segja. “Það er ekki ég sem er svona lélegur heldur andstæðingurinn sem er svo djöfull góður.”
Mér finnst nýji búningurinn alveg ásættanlegur, en full einfaldur og kraginn finnst mér ekki gera sig. Þó liverbird hafi sögulega meiningu þá finnst mér lógóið sjálft (barmamerkið frá ’92) einfaldlega flottara.
En ætli maður kaupi ekki eina Warrior-treyju, klúbbins vegna.
Ian Ayre og FSG vita greinilega hvað þeir eru að gera. Þetta er brillíjant markaðsetning.
Hvað hefur ’92 merkið aftur skilað okkur mörgum deildarmeistaratitilum? Sjáum hvort Liverbird gamli hressi ekki upp á bikaraskápinn okkar fljótlega.
Finnst guli liturinn ekki passa vel, hefði viljað hafa stafina hvíta. Annars töff!
ég er hrikalega ánægður með búninginn flottur litur og lúkkið á honum glæsilegt og mér finnst guli liturinn alveg toppa þetta held að þessi búningur sé upphafið að einhverju rosalegu:)
smá aðstoð hér, ætlaði að reyna kaupa hann á netinu en allt stoppast á einhverjum code numer sem ég þarf að setja til að fá afslátt,,,hef ekki keypt áður en bara finn ekkert númer til að setja,,,getur einhver ráðlagt mér í þessu ??
Retro, and i like it !!
@ Maggi og Kristján Atli
Eruð þið að meina þessa hönnun?
Fann þetta á spjallinu hjá RAWK frá því í apríl. Virðist verra nokkuð nærri lagi miðað við aðalbúninginn og svo ykkar lýsingar.
Sýnist það Beardsley.
En ég var nú ekki með svona flottar myndir af þessu heldur meiri skugga. En þetta er kjaftasagan og glefsur…
Mér finnst dökka (photoshoppaða) útgáfan flottari heldur en þessi horbjóður í myndbandinu
En smá útidúr frá þessum glæsilegum búningum. Skemmtilegt myndband hér á ferð með Gylfa og Gerrard verið að reyna að líkja þeim saman sem leikmenn, hvað finnst mönnum um það
http://www.youtube.com/watch?v=ts7mRuPqhFY
“Pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn”
Það er ekki hægt að líkja þeim saman….
Hefur einhver af ykkur verslað áður hjá laegraverd.is?
Þeir eru að bjóða nýju treyjuna á 9,999kr og afhent 1 júní.
búningarnir líkir þeim sem voru notaðir fra 70 til 80 ef gengi liðsins verður svipað þá segji ég bring it on.Varðandi Gylfa og Gerrard er Gylfi líklegri hvað varðar mörk og stoðsendingar Því miður fyrir okkur nema við kaupum kauða.
Hvaða svarthvíta loga er Claudio að tala um, eitthvað tengt Heysel atvikinu ?
Baldur (#58) – Lægraverð.is er á vegum Merkjavörur.is. Það er sama fyrirtækið.
Skemmtilegt myndband af Gylfa og Gerrard þó að auðvitað séu þeir ekki samanburðarhæfir. En ég rakst á þetta frábæra viðtal við stjórann hans Gylfa, Brendan Rodgers. Þvílíkt stjóraefni. Hvort hann sé tilbúinn nú þegar fyrir stórlið má deila um en hann er ansi líklegur til að taka við einu slíku fyrr en síðar.
http://www.guardian.co.uk/football/2012/may/11/brendan-rodgers-swansea-city
Bíddu verður þá bara hægt að kaupa treyjuna online? Er lægraverð.is ekki bara netverslun..
Bíddu, ég sé að það er búið að fjarlægja ummæli mín sem ég setti inn í dag. Þau voru ekki á nokkrun hátt dónaleg eða óæskileg, aðeins svar við öðrum pósti. Hvað er í gangi? Fyrst fer ég í bann/(straff fyrir lítið sem ekkert, nú á það að vera búið samkvæmt því sem einn stjórnendanna sagði en þá er pósti frá mér bara hent út og engin skýring. Hvað er í gangi?
Svar: Það var ekkert að ummælum þínum, Gulli. Ég ákvað að fjarlægja þau og ummælin sem þau voru svar við (sem og mín eigin ummæli sem svöruðu þeim ummælum) frekar en að leyfa umræðunni að halda áfram. Þetta var umræða sem átti ekki heima í þræði um nýja búninginn. -Kristján Atli
Ahh ok…nú er allavega komin skýring 🙂 Hún er tekin fullgild af minni hálfu og allir sáttir aftur 🙂
En með búninginn, það fer klárlega allavega eitt kvikindi til mín. Geggjaður búningur og sá flottasti í langan tíma. Að því gefnu að myndin sem Peter Beardsley sé rétt, þá mun maður kaupa rauða og svarta…ætla aðeins að bíða með þann fjólubláa, er ekki alveg sannfærður með hann ennþá 🙂
Áfram Liverpool
síðast þegar við vórum bara með fugl án merki á treyjuni, unnum við enska meistaratittilin… just saying.
En glæsiliegur búningur, old school, en “old but gold”. Einn galli við hann. Kragin breytir treyjuni í póloskyrtu, Ekki alveg sáttur við hann.
En flottur. Með þennan búning: “NEXT YEAR IS OUR YEAR”
YNWA
Crazy Ass Búningur vantar að eins eitt á buninginn það er YNWA!!!! EN HINS VEGAR ALLTOF FLOTTUR Polo er Awesome haha
YNWA