Um stöðu knattspyrnustjóra

Ef eitthvað er að marka slúðrið síðustu daga megum við eiga von á að nýr kafli í sögu Liverpool FC hefjist í komandi viku. Þessa vikuna eiga John W Henry og Tom Werner að vera staddir í Englandi til að ganga frá endurskipulagningu klúbbsins og væntanlega tilkynna um ráðningar í ýmsar stöður. Stuðningsmenn bíða óþreyjufullir eftir því að þessu ferli ljúki, menn þola illa óvissuna og hafa kvartað yfir ýmsu, ekki síst þeim mönnum sem orðaðir eru við stöðu knattspyrnustjóra Liverpool.

Mér hefur hins vegar fundist gagnrýnin á þau nöfn fara stundum inn á villigötur og því finnst mér tilvalið að reyna að útskýra aðeins, rétt áður en fyllt er í þessar stöður, að hvaða leyti starf knattspyrnustjóra Liverpool mun breytast. Það er að mínu mati lykilatriði þegar nýir menn eru dæmdir að hafa í huga að sá sem tekur við af Kenny Dalglish sem knattspyrnustjóri mun ekki sinna sama starfi og Dalglish gerði, eða Hodgson, Benítez, Houllier o.sv.frv. þar á undan.

Staða knattspyrnustjóra er að breytast.

Fyrir þessar pælingar skulum við gefa okkur að slúðrið undanfarna daga sé satt. Ef allt reynist rétt sem við höfum heyrt síðustu daga getum við dregið upp eftirfarandi mynd af því sem koma skal:

Luis Van Gaal verður ráðinn “director of football”, eða yfirmaður knattspyrnumála.
Pep Segura verður ráðinn “technical director” eða tæknilegur stjórnandi, hvernig sem þið viljið þýða það.
Roberto Martinez verður ráðinn “manager” eða knattspyrnustjóri.

Við skulum líta aðeins á hlutverk hvers og eins. Ég er enginn sérfræðingur um þessi mál en mér sýnist á öllu sem ég veit og skil og hef lesið mér til um að störf þeirra muni vera skilgreind nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:

Van Gaal er sá sem á að sjá um að samræma stefnu klúbbsins, frá unglingaliðunum upp í aðalliðið. Ákveðin heimspeki verður í gangi (t.d. tiki-taka hjá Barcelona, leikstíll þeirra sem er alinn upp í leikmönnum frá unga aldri) og það er hans starf að sjá til þess að sú stefna sem er tekin sé innleidd á öllum sviðum.

Segura er nú þegar “Academy technical manager” þannig að hans núverandi hlutverk myndi í raun bara stækka og ná yfir allan klúbbinn. Það þýðir í raun að hann myndi starfa náið með Van Gaal við það að innleiða samræmda stefnu yfir allan klúbbinn og Segura myndi sennilega einbeita sér meira að unglingaliðunum og varaliðinu á meðan Van Gaal myndi einbeita sér að aðalliðinu.

Martinez kæmi svo inn sem knattspyrnustjóri en hér kemur stóra breytingin. Hingað til höfum við vanist því að knattspyrnustjórinn sé miðpunktur klúbbsins, í kringum hann snýst allt annað. Það er hann sem leggur línurnar fyrir leikstíl aðalliðsins og vara- og unglingaliðin eiga að fylgja því, það er hann sem leikur aðalhlutverk í að velja leikmenn fyrir aðalliðið og undir stjórn Benítez gekk það svo langt á árunum 2007-2009 (hans bestu ár) að hann réði því nær algjörlega einn. Hann er algjörlega miðsvæðis, höfuðið sem limirnir snúast eftir.

Þetta mun breytast. Síðan Benítez hætti fyrir tveimur árum hefur þetta í raun ekki verið svona og þessi staða knattspyrnustjóra sem algjör miðdepill í raun verið í ólagi. Fyrst var ráðinn já-maðurinn Hodgson sem setti sig ekki upp á móti Christian Purslow og því hvaða leikmenn hann fékk í hendurnar sumarið 2010. Síðan tók Dalglish við en þurfti að vinna með Damien Comolli, þótt stundum væri erfitt að sjá að hvaða leyti stefnur þeirra samræmdust, og eins og hefur komið á daginn var sýn þeirra á stefnu liðsins ekki samræmanleg við sýn eigendanna og því fór sem fór.

Núna mun hins vegar bregða nýtt við. Hvort sem mennirnir í þessum stöðum heita Van Gaal, Segura og Martinez eða eitthvað annað mun áherslan færast frá knattspyrnustjóranum yfir á þennan yfirmann knattspyrnumála. Það er að segja, Van Gaal fær það verkefni að vera höfuðið sem stýrir limunum. Hann verður ráðinn til að framfylgja þeirri sýn sem eigendurnir hafa og á að koma þeirri sýn áfram til knattspyrnustjórans, undirmanna hans og leikmanna.

Þetta finnst mér mikilvægt að hafa í huga ef t.d. Martinez verður fyrir valinu. Það er ekki verið að ráða hann til að móta stefnu klúbbsins frá A til Ö og vera einhver messías sem rífur klúbbinn upp eins og t.d. Arsene Wenger gerði hjá Arsenal fyrir sextán árum. Það er verið að ráða hann til að þjálfa aðalliðið og stýra því í gegnum tímabilið, látandi það leika þá knattspyrnu sem eigendurnir og Van Gaal vilja að það leiki.

Við getum notað Barcelona sem gott dæmi um þetta. Þegar Pep Guardiola tók við þeim 2008, eða jafnvel þegar Frank Rijkaard tók við þeim árið 2003, þá var það ekki þeirra hlutverk að móta klúbbinn og búa til þetta gullaldarlið. Þeir tóku vissulega þátt í að velja leikmannakaupin, sem hluti af hópi, og ég kem betur inn á það á eftir, en þeir voru ekki einvaldir. Þeir þjálfuðu liðið og létu það spila ákveðna knattspyrnu sem var hreinlega krafist af þeim hjá Barca og þeir skiluðu því. Allan þennan tíma unnu þeir undir stjórn forseta – fyrst Joan Laporta og nú Sandro Rosell – og yfirmanns knattspyrnumála – fyrst Txixi Begiristain og nú Andoni Zubizarreta – sem vinna hörðum höndum að því að framfylgja stefnu klúbbsins innan og utan vallar og skapa Guardiola (og nú arftaka hans, Tito Villanova) rétt umhverfi til að ná árangri með aðalliðið.

Að sama skapi myndi Martinez hjá Liverpool vinna undir stjórn eigendanna Henry og Werner og yfirmanna knattspyrnu- og tæknisviða, Van Gaal og Segura, sem myndu allir reyna að skapa rétta umhverfið fyrir hann að ná árangri með aðallið Liverpool.

Þetta er mikil breyting. Í stað þess að vera allt í öllu hjá félaginu eins og við erum vön að líta á knattspyrnustjórann væri hann sá sem fengi liðið í hendurnar (og tekur vissulega þátt í að velja leikmenn sem eru keyptir, en ræður því langt því frá einn) og ætti svo að þjálfa það og undirbúa fyrir leiki svo að það spili sem best.

Það eru fjögur og hálft ár síðan Rafa Benítez gagnrýndi eigendur Liverpool fyrir að heimta að hann einbeitti sér að því að „þjálfa og undirbúa liðið“. Þetta fannst honum vera mikil aðför að starfi hans innan félagsins, og það var það á þeim tíma. En í dag er þetta að verða staðreynd, knattspyrnustjórinn á í raun að einbeita sér að því að þjálfa og undirbúa liðið og láta yfirmenn sína um önnur málefni.

Annað sem er vert að nefna eru leikmannakaupin. Ég hef séð menn víða á netinu vera að býsnast yfir því að Martinez sé ekki nógu stórt nafn til að laða að sér leikmenn, að það að ráða hann sem knattspyrnustjóra muni þýða að við fáum engin stór nöfn í sumar. Þetta er byggt enn og aftur á þeim misskilningi að knattspyrnustjórinn muni vera alvaldur í þessum efnum. Hann verður langt því frá og ég skal útskýra af hverju.

Í bókinni Soccernomics er kafli sem heitir “Wisdom of crowds” og fjallar um velgengni fyrrverandi smáliðsins Lyon í Frakklandi. Þar er farið yfir að ólíkt mörgum öðrum liðum í Frakklandi sé Lyon stýrt þannig að hópur manna taki þátt í að velja leikmenn til kaupa til félagsins. Jean Auel eigandi og stjórnarformaður, yfirmaður knattspyrnumála og knattspyrnustjóri, hverjir sem það eru á hverjum tímapunkti, og svo einn eða tveir aðrir úr stjórn félagsins. Þarna ríkir algjört lýðræði – ef ákveðinn leikmaður fær ekki meirihluta atkvæða í þessum hópi er hann ekki keyptur, jafnvel þótt það séu eigandinn eða knattspyrnustjórinn sem séu í minnihluta.

Þannig verður þetta hjá Liverpool. Martinez myndi vissulega hafa atkvæðisrétt en hann væri langt því frá einvaldur, og Van Gaal ekki heldur. Segjum til dæmis að Martinez myndi mæla með Victor Moses í sumar, þar sem hann hefur þjálfað hann áður og hefur mikið álit á honum. Þá yrði það nafn lagt fyrir hópinn sem væntanlega myndi samanstanda af Henry, Werner, Van Gaal, Segura, Martinez og jafnvel Ian Ayre líka og ef meirihluti eða allir væru sammála um að kaupa Moses væri farið í að bjóða í hann, og þá yrðu það væntanlega Ayre og Van Gaal sem myndu vinna með eigendunum í að semja um rétt verð og laun og allt slíkt til að fá leikmanninn til Liverpool, á meðan Martinez gæti einbeitt sér að sínu starfi á æfingasvæðinu og hliðarlínunni á Anfield.

Auðvitað vitum við ekki hvernig nákvæmlega svona hópákvarðanir munu koma til með að virka hjá Liverpool; verður Henry alltaf með úrslitaatkvæðið, eða mun meirihlutinn ráða? En það er nokkuð ljóst að það er verið að setja upp þennan hóp og hann mun taka svona ákvarðanir að miklu eða öllu leyti saman. Martinez ræður ekki öllu en hann ræður heldur ekki engu, og sama gildir um Van Gaal.

Eitt að lokum finnst mér ég verða að nefna og það eru þessar áhyggjur manna um að Martinez sé ekki nógu stórt nafn og muni ekki laða að sér nógu góða leikmenn. Ég hafði að vissu leyti sömu áhyggjur en ég varð strax rólegri þegar ég sá Van Gaal bendlaðan sterklega við starf yfirmanns knattspyrnumála. Nöfnin gerast ekkert mikið stærri í bransanum en Van Gaal og nærvera hans myndi alveg bæta upp skortinn á þungavigtarnafni í stöðu knattspyrnustjóra. Frank Rijkaard var nú ekkert risanafn í þjálfaraheiminum þegar hann tók við Barcelona en þeir gátu samt samið við Ronaldinho, Samuel Eto’o og fleiri og Pep Guardiola var ekki beint nafn sem laðaði menn að þegar hann tók við Barca fyrir fjórum árum sem hálfgerður nýgræðingur. Ári seinna hafði Guardiola slegið í gegn með liðið og allir bestu leikmenn Evrópu slógust um að fá að spila fyrir liðið.

Kannski er Martinez ekki nafn sem laðar að sumarið 2012 en Van Gaal er það og Liverpool-klúbburinn er ennþá það stórt nafn að það ætti að laða að líka. Ef plan eigendanna gengur upp ætti svo Martinez að standa sig vel með liðið í vetur og þá strax yrði eftirsótt að fá að spila undir hans stjórn, ef liðið er að spila skemmtilegan fótbolta og ná árangri. Þannig að sú hugsun að ungur og efnilegur knattspyrnustjóri muni ekki laða að stór nöfn eða góða leikmenn í sumar fellur um sjálfa sig ef risanafn eins og Van Gaal gengur einnig til liðs við félagið.

Næstu dagar verða athyglisverðir. Verður Van Gaal yfirmaður knattspyrnumála? Verður staðfest á þriðjudag á blaðamannafundi hjá Wigan að Roberto Martinez verði knattspyrnustjóri Liverpool? Við vitum það ekki en ef þeir tveir koma til liðs við Liverpool bið ég menn um að anda aðeins rólega og einblína ekki á þá einu staðreynd að Martinez sé ekki risanafn. Staða knattspyrnustjóra Liverpool er að breytast og í þá stöðu er greinilega verið að leita að ungum, hungruðum og metnaðargjörnum þjálfara sem getur gert rétta hluti með aðalliðið á æfingasvæðinu og hliðarlínunni. Martinez uppfyllir þær kröfur betur en flestir sem hafa verið nefndir til sögunnar og ef hann kemur fær hann stuðning minn allan.

Það er ómögulegt að segja til um, ef þessir menn koma, hvað verður. Van Gaal er þekktur fyrir að hafa mikið skap og sterkan persónuleika og sú ráðning gæti hæglega endað í rifrildum og innanbúðarpólitík. Martinez gæti náð árangri með liðið og hann gæti líka farið lóðrétt á hliðina, við vitum það ekki fyrr en á reynir. Það eina sem við getum gert er að gefa þeim sem verða ráðnir í þessar stöður tíma og dæma þá af því hvernig liðinu gengur á næsta tímabili, ekki fyrr.

Endilega hafið þetta í huga þegar þið metið ráðningu næsta knattspyrnustjóra Liverpool FC. Við erum ekki að leita að messíasi, goðsögninni sem umbyltir klúbbnum frá A til Ö. Við erum að leita að frábærum þjálfara sem samræmist stefnu eigendanna og getur unnið í hópi sérfræðinga að sameiginlegu markmiði. Það er mikill, mikill munur þar á.

Höldum okkur fast. Það er örugglega afdrifarík vika fram undan.

72 Comments

  1. Flott samantekt og góður pistill. Þarna er líka einmitt komin ástæða fyrir því að menn eins og Capello og Benítez verða ekki ráðnir. Af hverju ættu Benítez svosem að vilja gjörbreyta sínum stíl sem knattspyrnustjóri allt í einu? Hann vill hafa mikil völd, það fengi hann ekki hjá Liverpool lengur.

    Menn eru að skjóta á eigendurna að tala ekki við hann (sem við vitum btw alls ekkert hvort sé búið að gera eða ekki), en það hlýtur að vera nokkuð ljóst að hann passar ekki inn í þetta skipulag sem stjórinn. Það er mín skoðun.

  2. Mæli með þessum pistli sem Ziggi92 mælti með á Kop.is fyrir ekki svo löngu í þræðinum um Billy Hogan.

    http://www.theanfieldwrap.com/2012/05/booking-up-our-ideas/

    Það sem þetta módel sýnir okkur fram á er að Liverpool FC er aðeins fyrirtæki. Það á að selja leikmenn þegar farið er að líða á feril þeirra og verðmæti þeirra er í hámarki (FSG hefðu alltaf selt Alonso, annað væri óskynsamlegt). Það er svo sem ekkert slæmt við það svo lengi sem Liverpool verður sjálfbært í rekstri og stendur á sama tíma fast við gildi sín og uppruna.

    Lyon hefur notast við Moneyball kerfi og fór í meistaradeildina í 12 ár í röð (næsta tímabil verður það fyrsta án meistaradeildarbolta á þessu árþúsundi). Það er staða sem er öfundsverð og vona ég að FSG takist vel til verka. Einnig er athyglisvert að hjá Lyon hafa sex knattspyrnustjórar verið frá árinu 2000 en samt heldur liðið áfram að ná árangri ár eftir ár.

    Við megum eiga von á að sjá leikmenn á bilinu 20-22 ára koma til Liverpool næstu sumur:

    Players in that age bracket are considered old enough to be judged but
    young enough to be affordable. And if a big fee is paid out for
    players of that age there is time for them to develop and produce a
    return on the investment.

    Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Liverpool reyni að kaupa t.d. Victor Moses, Junior Hoilett og M´Vila. Auk óþekktra leikmanna frá óþekktum liðum. (Svipað og Comolli gerði hjá Arsenal þegar hann keypti Toure, Cliche, Eboue og fleiri á smáaura).

  3. Ætlaði einmitt að fara að linka þessa sömu grein og Kristján Atli gerði hér að ofan og minnast á það að ef það gengur upp þá lítur þetta hrikalega vel út. Persónulega var ég alltaf meira til í að fá Vilas-Boas heldur en Martinez en ef hann hefur svona sterka menn (Van Gaal) á bak við sig þá er tilfinningin góð.

    Hver sá sem tekur við liðinu fær eindregið minn stuðning þann tíma sem hann er við stjórnvölin en mikið rosalega væri gott ef sá hinn sami myndi einfaldlega brillera (gefa honum lágmark 3 ár).

    YNWA

  4. FSG er ekki ráða knattspyrnustjóra einsog í hinum yndislega leiknum Football Manager þar sem hann ræður yfir öllu heldur eru þeir leita af Knattspyrnustjóra sem passar í því kerfi sem FSG er reyna byggja.

    Mikið hefur verið talað um að viðtal við Barnes sé ekki tilviljun að Barnes notaði samlíkingar við Barcelona heldur að hann sé hálfgerður talsmaður FSG:
    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/barnes-on-lfc-barca-future

    Hér líka önnur góð grein um skipulag sem FSG er reyna setja í Liverpool:
    http://www.thisisanfield.com/2012/05/a-brave-new-world/

    Svo líka greinin sem Loftur postaði fyrir ofan.

    Mæli líka við Hlusta podcast hjá Anfieldwarp :
    http://www.theanfieldwrap.com/2012/05/taw-on-citytalk-episode-11/

    Spennandi Vika Hjá Liverpool

  5. Mér finnst menn heldur skauta léttvægt framhjá Barcelona, þegar þetta er orðræðan:

    Frank Rijkaard var nú ekkert risanafn í þjálfaraheiminum þegar hann
    tók við Barcelona en þeir gátu samt samið við Ronaldinho, Samuel Eto’o
    og fleiri og Pep Guardiola var ekki beint nafn sem laðaði menn að
    þegar hann tók við Barca fyrir fjórum árum sem hálfgerður nýgræðingur.

    Ætla menn s.s. vísvitandi að horfa á það, að Barcelona var á þessum tíma annað af tveimur risunum á Spáni, eitt sigursælasta félag heims, hafði alltaf upp á CL-bolta að bjóða, með gríðarlegan “fan-base” og einn stærsta og glæsilegasta leikvang í heimi? (Svona fyrir utan það að Ronaldinho var ekki besti leikmaður heims þegar hann var keyptur, Eto’o á milli steins og sleggju í sameiginlegu eignarhaldi Mallorca og Real Madrid … þeir urðu bestir eftir að þeir voru keyptir til Barca)

    Hvað af þessu hefur Liverpool?

    Einnig finnst mér menn benda bara á Lyon sem eitthvert dæmi, bara til að nefna eitthvað, en gleyma að minnast á að unglingastarf þeirra síðustu 10-15 ár hefur verið ljósárum á undan öðrum frönskum liðum.

    En hey – ég ætla ekki að sprengja þessa sápukúlu 🙂

    Ég er bara ekki sannfærður um þennan strúktur sem FSG ætlar að byggja. Langt í frá. Martinez er eflaust fínasti þjálfari, en ef við erum bara að leita að góðum þjálfara – í þeirri merkingu að hann eigi fyrst og fremst að sjá um æfingar og leiki – þá er engin þörf á að leita lengra en til Steve Clarke. Hann tikkar í öll sömu boxin og Martinez, Rodgers og hinir “ungu og efnilegu” stjórarnir sem Liverpool hefur reynt við undanfarið.

    Kannski er ég bara Nonni Neikvæði hérna, en ég er bara ekki sannfærður um að þetta sé rétta leiðin, og sú leið sem mun gefa liðinu forskot á önnur lið. Ég held þvert á móti að þetta sé “of amerískt”. Ég vil bara að besti mögulegi þjálfarinn verði ráðinn. Martinez tikkar eflaust í alla réttu reitina en hann er ekki besti þjálfarinn á lausu í dag.

    Að því sögðu þá er ekki eins og ég muni bara hætta að styðja Liverpool þegar/ef Martinez verður ráðinn. Ég styð mína menn til sigurs í hverjum leik, en ég ætla ekkert að kokgleypa þetta verkefni FSG eins og þetta sé eitthvert guðspjall. Alla vega ekki fyrr en ég sé þetta virka.

    Homer

  6. Mæli með Lesa þessar greinar um Roberto Martinez:
    Fyrsta grein er um afhverju Roberto Martinez ætti fá tækifæri

    http://www.kopsource.com/why-fsg-should-be-looking-only-one-way-at-roberto-martinez/

    Hinn greinin er meira um sjálfan Roberto Martinez og hvernig hans Hugmyndafræði er.

    http://www.thisisanfield.com/2012/05/lfc-manager-search-roberto-martinez-in-profile/

    Er það tilviljun að Tveir fyrrum Leikmenn Liverpool Barnes og Henchoz vilja Roberto Martinez:

    Hérna það sem Barnes Lýsti Martinez sinni viðtal við Liverpoool.tv:

    “So regardless of whether Roberto Martinez, who is one manager who has been linked with Liverpool, just kept Wigan up, that means nothing. Could Alex Ferguson keep Wigan up? Could Jose Mourinho keep Wigan up? We don’t know but what Roberto has done is he has maximised the potential of that team and therefore if he goes to a better team, as long as we believe he can maximise the potential for that team, he will be successful.”

    Spennandi verður hvað Martinez um segja á þriðjudeginum.

  7. Homer (#9), þetta eru góðir og gildir punktar hjá þér. Ég skal svara nokkrum af þeim:

    Barcelona eru og hafa alltaf verið risanafn en þegar Rijkaard tók við þeim höfðu þeir ekki unnið neitt í sex ár. Að vissu leyti er Liverpool á svipuðum stað, þótt vissulega sé lengra síðan við unnum deildina (en styttra t.d. síðan við unnum Meistaradeildina (7 ár) en Barca þegar Rijkaard tók við (11 ár)). Þannig að ég sé alveg samstæður með þessum klúbbum ef við berum 2003 og 2012 saman.

    Annað er að auðvitað vitum við ekkert hvort þetta verkefni FSG mun ganga upp og auðvitað væri betra að hafa verið að vinna ótrúlega vinnu í unglingastarfi síðustu árin og allt það. En einhvers staðar verða menn að byrja og ef verið er að gera þessa hluti núna getum við allavega verið því fegnir, frekar en að einblína bara á að þetta hafi ekki verið gert fyrr.

    Um knattspyrnustjórann sjálfan endurtek ég bara það sem ég hef alltaf sagt og sagði í greininni hér að ofan: sá sem verður valinn á minn stuðning allan og ég vona að hann verði frábær fyrir Liverpool, hvort sem mér líst vel á hann fyrirfram eða ekki. Og eins og ég útskýrði í löngu greininni minni get ég alveg séð pælinguna í því að velja knattspyrnustjóra eins og Martinez eða Brendan Rodgers (frábær grein um hann frá því í janúar hér) … eins lengi og yfirmaður knattspyrnumála er þá algjört dýnamít. Og Van Gaal með Martinez er alveg tvíeyki sem vekur spennu hjá mér.

  8. Flottur pistill í alla staði Kristján Atli. Ég held að allir geti verið sammála um að svona grundvallar strúkturbreyting hjá jafn stórum klúbbi og Liverpool gengur ekki í gegn á einni nóttu. Ég hef því mikið velt fyrir mér síðastliðna daga hversu langan tíma ‘á að gefa’ svona strúkturbreytingu áður en við förum að meta raunverulegan árangur hennar.

    Í praksís er það væntanlega svo að eigendur, stjórnendur og ekki síst aðdáendur munu sífellt vera að taka stöðumat og velta fyrir sér hvort breytingarnar hafi verið til góðs, en við hljótum engu að síður að þurfa að draga einhver strik í sandinn strax í upphafi við ráðningu á nýjum mannskap. Eigum við að líta tilbaka strax um næstu áramót og fella dóma yfir Martinez, Villas-Boas, van Gaal eða hverjum þeim sem ráðnir verða til verksins? Eigum við að gera það eftir eitt ár, tvö, þrjú? Og hvaða markmið ætlum við að setja okkur í upphafi? Topp fjögur strax á næsta tímabili? Titillinn eftir fimm ár?

    Margir hafa talað um að gefa þurfi þessum breytingum tíma og undir það tek ég heils hugar. En mér hefur hins vegar fundist vanta í umræðuna hvaða markmið við ætlum að setja okkur og innan hvaða tímaramma. Eflaust hafa eigendurnir lagt þetta allt niður fyrir sig og líkur eru á að við óbreyttir aðdáendur munum aldrei fá að skyggnast inn í þann heim. Hins vegar finnst mér þetta þörf umræða, því þótt þolinmæði sé dyggð og allt það, þá er ég ansi hræddur um að margir aðdáendur muni sýna þessari vegferð litla biðlund og vera farnir að kalla eftir höfðinu á Martinez ef ekki verður róttæk breyting á gengi liðsins strax á fyrri hluta næsta tímabils!

  9. það er eitthvað sem segir mér að Martinez eigi eftir að neita Liverpool, það halda allir að hann eigi bara eftir að segja já

  10. SGud (#12) spyr:

    Margir hafa talað um að gefa þurfi þessum breytingum tíma og undir það tek ég heils hugar. En mér hefur hins vegar fundist vanta í umræðuna hvaða markmið við ætlum að setja okkur og innan hvaða tímaramma.

    Við þurfum að sjá hverjir koma inn, þjálfarar, stjórar og leikmenn, í sumar og svo getum við metið til hvers við ætlumst af liðinu á næstu leiktíð. Það eina sem ég veit núna er að bæting á 8. sæti í deild er lágmarkskrafa. Við verðum að meta það rétt áður en leiktíðin hefst hvaða markmið eru raunhæf og hver ekki.

  11. Ég held að það sé ekki flókið að setja markmið fyrir næsta tímabil. Það er að komast í Meistaradeildina og ekkert annað. Annað skiptir einfaldlega minna máli. Deildin er númer eitt, tvö og þrjú. Held að það sé óraunhæft að biðja um meira, sama hvað gerist í sumar. En það verður klárlega krafan.

    Annað, árangur í bikarkeppnum ofl, verður kærkominn bónus.

  12. Ég ætla ekkert að taka rífa þessa hugmyndarfræði Henrty og co neitt niður.
    gæti virkað gæti ekki gert það kemur í ljós.

    En varðandi Rijkaard dæmið og Svo Martinez þá er fátt líkt með þeim.
    Martinez er hvað þekktastur fyrir að hafa verið orðaður við Liverpool Fc.
    Þegar Barcelona fékk Frank til starfa hjá sér var hann búinn að skapa sér risanafn í knattspyrnu heiminum sem leikmaður! hann hefði einnig þjálfað Landslið Hollands.
    Það starf fékk hann fyrir það að vera Frank Rijkaard goðsögn í lifandi lífi sem einn af heilagri þrenningu hjá Ac Milan.

    En Martinez spilaði einn leik með Zaragoza ætli það sé ekki stærsta lið sem hann hefur spilað fyrir.
    og hann er með 38% árangur á sínum þjálfara ferli.
    Það er ekkert sameiginlegt þegar Barca reði Rijkaard eða ef Lverpool ræður Martinez.

    En ég hef alltaf stutt Þjálfara Liverpool og mun gera það sama með þeirri ráðningu sem mun eiga sér stað næst.

  13. Flottur pistill og er líklega nærri lagi. En ég verð samt að efast um að Henry ætli sér að sitja í einhverjum panel sem ákveður hvaða leikmenn á að kaupa. Hann líklega delegerar því til starfsmanna félagsins. Líklega verður Tom Werner þar hans augu og eyru.
    En þetta er jákvætt og vonandi breyting til batnaðar. En það þarf að ráða þessa menn sem fyrst enda verða engir menn keyptir fyrr en búið er að ráða allavega DoF geri ég ráð fyrir.

  14. Ja þetta verdur sko spennandi vika framundan, maður er farin Að sætta sig við Maetinez EF van gaal kemur með honum. Best væri að fa Gaurdiola og Van Gaal..

    Annars hef eg ekki meira að segja annað en að þessi pistill er FRÀBÆR…

  15. Takk fyrir þennan pistil Kristján Atli, hann svarar ýmsu sem að maður er búinn að velta fyrir sér undanfarna daga varðandi FSG og þeirra plön.

  16. F

    En hvað með Sir Alex Ferguson, Rafa Benitez, Jurgen Klopp, Mourinho ?

    Allir þessir Menn er betur þekktir sem Knattspyrnustjórar en sem Leikmenn meira segja einn Sigursælasti Knattspyrnustjóri heimi hefur aldrei spilað leik sem atvinnumaður og það er Jose Mourinho.

    Þú segir lika:
    Þegar Barcelona fékk Frank til starfa hjá sér var hann búinn að skapa sér risanafn í knattspyrnu heiminum sem leikmaður! hann hefði einnig þjálfað Landslið Hollands.
    Það starf fékk hann fyrir það að vera Frank Rijkaard goðsögn í lifandi lífi sem einn af heilagri þrenningu hjá Ac Milan.

    Þótt þú ert góður Knattspyrnumaður þá merkir ekki það þú verður góður Knattspyrnustjóri kannski fékk Frank Rijkaard starfið í Barcelona vegna þess hann bara búinn gera stórnafn sem Leikmaður þá spyr ég þig hvað eru þá rök Barcelona fyrir ráða sem eftirmann Guardiola Tito Vilanova sem var nú ekki sérstakur leikmaður meðan Martinez getur minnsta kosti sýnd hann vann eitthvað sem Leikmaður þótt það sé bara Football League Trophy.

    Hefur skoðað hvað Frank Rijkaard gerði áður en hann stjórnaði Barcelona :

    Hann byrjaði sem Hollenskur Landliðsstjóri þar náði hann koma liðinu í semi – finals og tapaði á móti Ítalíu svo var hann ráðinn sem knattspyrnustjóri SPARTA ROTTERDAM eitt elsta lið í Hollandi og hvað gerði hann LIÐIÐ FÉLL í Fyrsta sinn í sögu Liðsins og hann var rekinn fyrir það.

    Annað má segja um Roberto Martinez sem hefur verið ALDREI rekinn og hefur haldið Wigan þremur Tímabilum í deildinni.

    Svo Jú við megum bera saman Roberto Martinez við Frank Rijkaard.

    Barcelona tók áhættu með Frank Rijkaard sem var búinn fall lið sínu svo tóku þeir aðra áhættu með því Ráða Guardiola eftir bara stjórnað Barcelona B núna í þriðjan sinn eru þeir fara ráð einhvern sem hefur aldrei stjórnað Stórlið sem Knattspyrnustjóri. Tito Vilanova.

    Ef eitt sigursælasta Lið í Evrópu getur þetta meðan þeir voru í Krísu og nú líka þegar þeir eru Eitt Besta Lið í Heimi afhverju geta Liverpool Liðið ekki tekið sömu áhættu.

    Eitt af því sem Stuðningsmenn Liverpool segja um Roberto Martinez og öðrum ungum knattspyrnustjórum er að fá reynslu áður en þeir koma til Liverpool. ?

    Hvað meinar þeir með að fá reynslu ef þeir fá aldrei TÆKIFÆRI.

    Ef einhverjum hefði dottið í hug á 5. Febrúar 2011 þegar Robert Di Maatteo var látinn taka pokann sem knattspyrnustjóri West Brom að hann myndi leiða Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni. Þetta er gott dæmi um mann sem tók tækifæri þegar honum var gefið sama má segja um Frank Rijkaard, Guardiola og allir þeir Knattspyrnustjórar sem eru stjórna Stórlið.

    Eitt besta ráðning sem Liverpool hefur gert var mjög svipuð og þegar Frank Rijkaard fór til Barcelona var þegar Liverpool réðu Bill Shankly.

    Hér flottur partur af sögu Shankly:

    Shankly was first interviewed for the Liverpool job in 1951

    “In 1951, when I was the manager of Carlisle United, I got a telephone call from Liverpool and was asked if I’d like to be interviewed for the manager’s job. George Kay had just resigned. I stayed in Southport on the Sunday night and went to meet the Liverpool board the next day… ‘The big snag had cropped up when the Liverpool board had said the manager could put down his team for matches and the directors would scrutinize it and alter it if they wanted to. So I just said, “If I don’t pick the team, what am I manager of?” And that was that.

    I was just over thirty-six years old then. I had not long finished playing and I was young and fit and ambitious. Liverpool were in the First Division. They were struggling, but there were a lot of young players knocking about the game. I could have started the job eight years earlier than I did! God Almighty, what I would have done for Liverpool then! But a manager must be a manager. He is in charge of the players and the training staff. He organizes the training and the coaching, lays down the law – and picks the team. Without that he is nothing‘”

    Áhugaverður partur:
    **But a manager must be a manager. He is in charge of the players and the training staff. He organizes the training and the coaching, lays down the law – and picks the team. Without that he is nothing

    Minnir Þetta ekki allt á stöðu sem Liverpool er núna í meira segjar Hr. Liverpool þurfti fara gegnum viðtal til þá stöðu sem Knattspyrnustjóri Liverpool.

    Það eru Spennandi Tímar hjá Liverpool sama hvaða knattspyrnustjóri verður valinn.

  17. Ég verð að játa að ég hef sveiflast mikið í skoðunum mínum varðandi stjóra og þann strúktur sem FSG hyggst innleiða hjá Liverpool. Hvort þetta módel er eitthvað sem virkar í enska boltanum verður einfaldlega að koma í ljós. Það er allavega ljóst að hlutirnir hafa ekki verið að ganga upp síðustu 20 ár, svo hverju hefur félagið að tapa í þeim málum?

    Ef maður gerir hlutina eins og allir aðrir framkvæma þá, er hugsanlegt að maður sé að missa af tækifærinu að gera betur en hinir?

    Ég vil líta þá þessa breytingu sem tækifæri en ekki ógnun. Félagið hefur nákvæmlega engu að tapa í þessum efnum. Ef einhverjir vilja halda því fram að félagið sé aftur komið á núllpunkt þá má alveg færa rök fyrir því að það hafi aldrei farið af upphafsreit frá því að Benitez yfirgaf skútuna og G&H voru búnir að rústa liðinu.

    Mér líst virkilega vel á að fá Van Gaal sem yfirmann knattspyrnumála. Þarna er á ferðinni maður sem hefur bæði verið hjá Ajax og Barcelona sem hafa á að skipa bestu academíur í fótboltanum í dag. Sá ætti að geta innleitt flottan og árangursríkan strúktur inní félagið takist honum að sameina það besta úr báðum þessum skólum í barna- og unglingastarf Liverpool.

    Hvað Martinez varðar hef ég ákveðnar efasemdir en mun hins vegar styðja hann heilshuga verði hann ráðinn. Held að hans stíll og Van Gaal gæti farið ágætlega saman. Hann er kominn með ákveðna reynslu í enska boltanum og er hungraður í að ná árangri og vinna titla sem er klárlega kostur.

  18. Frábær umfjöllun sem slekkur aðeins á þorstanum um upplýsingar um stöðu mála.

    Ef þetta verður niðurstaðan, Van Gaal og ungur, metnaðargjarn og klár stjóri þá verð ég ánægður. Hef fulla trú á þessu verkefni og þessari nútímavæðíngu klúbbsins.

    Luis Van Gaal er reynslubolti og hefur náð miklum árangri og þykir harður í horn að taka. Ef hann kemur og fær að koma sinni hugmyndafræði í gegn með góðu fólki, þá hef ég engar áhyggjur. Myndi helst vilja fá Sweinsteiger með honum.

  19. Ég hef nú á tilfinningunni að menn þurfi ekki miklar áhyggjur af því hvort við fáum nógu stórt nafn í stjórann til að laða að stóru nöfnin. Það eina sem laðar að stóru nöfnin eru evrur og pund. Meistaradeildin er faktor en a endanum tala peningarnir. Ég átti mér draum um metnaðarfullar hetjur sem spiluðu fyrir klúbbinn en hann dó með félagaskiptum F.Torres. Klúbbarnir í CL borga hæstu launin og þar vilja bestu leikmennirnir vera. 99,9% knattspyrnumanna myndu spila fyrir Guðjón Þórðarson ef þeir fengju 150.000 pund á viku fyrir það. Hef ekki áhyggjur af því að Martinez sé of lítið nafn. Hef meiri áhuga á því hvernig hann er í man-management.

  20. Frábær pistill. Líka afburðapistlar sem linkað er á hér að ofan. Nokkur komment á þetta kerfi sem FSG virðist ætla að innleiða:

    Þá verðum við ekki (frekar en vanalega) að bítast um heitustu bitana á markaðnum. Undanfarna leikmannaglugga hefur mann dreymt um menn eins og Aguero, Silva, Mata, Ribery og slíka en nöfn af þessu kalíberi koma ekki til Liverpool í nánustu framtíð. Það er útilokað að t.d. Hazard, Neymar, Leandro eða Lucas Moura komi til Liverpool.
    Við munum ekki vinna titilinn fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Þá erum við að tala um 2017-2018. Ólíklegt er að margir úr núverandi leikmannahópi munu upplifa það. Henderson, Carroll, Jack Robinson og Coates ef þeir verða nógu góðir. Varla Suarez, hann verður örugglega seldur eftir 2-3 ár ásamt Lucas Leiva. Við þurfum að tileinka okkur þolinmæði sem við höfum ekki haft áður.
    Sala á lykilleikmönnum mun verða okkur stuðningsmönnum erfið. FSG mun alltaf reyna að selja dýrt. Það þýðir að hægja mun á möguleikanum á titli. Þeir munu samt alltaf reyna að tryggja að leikmannahópurinn sé nógu sterkur til að vera í Meistaradeildinni.
    Fjárfesting í aðalliðinu á næstu árum verður ekkert brjálæðisleg. Við munum ekki sjá mikið af 30-40 milljóna punda leikmönnum. Ætli þeir verði ekki flestir undir 15 milljónum og lítið spennandi nöfn.
    Mögulega verða “wholesale changes” í sumar. Dirk Kuyt, Maxi Rodriguez, Fabio Aurelio, Charlie Adam, Jamie Carragher og jafnvel Craig Bellamy, Daniel Agger, Pepe Reina, Glen Johnson og José Enrique ættu að verða seldir miðað við stefnu FSG. Ekki verða margir “eftirlifendur” ef þeir ætla sér að innleiða kerfið strax. Ég vonast þó til að þeir geri þetta í smáum skrefum þannig að þeir sem eru 25-30 ára lifi af hreinsanirnar. Það sem getur gert seinni hópnum mögulegt að vera áfram er ákallið um meistaradeildarsæti. Við þurfum auðvitað reynslu og gæði í hópnum til að ná því eftirsótta sæti og ef við verðum með algjörlega nýtt lið þá er útilokað að ná því.
    Tími 600-leikja-mannanna er liðinn. Við munum varla sjá mikið af legends framvegis. Mögulegar goðsagnir verða seldar áður en þær ná þeim status. Leikmenn munu ekki dvelja meira en 7-8 ár hjá liðinu. Breytingar verða hraðari en oftast áður og fleiri breytingar á hverju ári, líklega 5-6 frekar en þessar 3-4 sem er mælt með að eigi sér stað.

    Í heildina er þetta frekar niðurdrepandi kerfi fyrir okkur stuðningsmenn. Við munum varla setja nöfn aftan á treyjurnar okkar því allir sem er eitthvað varið í verða farnir fljótlega. Hlutirnir eiga eftir að gerast mun hægar en við viljum. Deildarmeistaratitill skiptir ekki sköpum hvað peninga varðar og þess vegna verður alltaf hægt að bíða aðeins lengur eftir því. Mér finnst þetta vera miklu meira eins og 10-20 ára plan heldur en 5 ára plan. Það er lítið sem hægt er að gera í því, ég beið í 30 ár eftir að KR tæki titilinn hérna heima þannig að það er svosem alveg hægt að bíða í 10 ár í viðbót. Fögnuðurinn verður bara þeim mun meiri.

  21. Rodgers eða Martinez – það er stóra spurningin, væri gaman að sjá skoðunarkönnun um þessa tvo núna þar sem nokkuð stór vika er framundan.

    En í tilefni þess að það er mánudag:

    Ian Abrahams?@Moose_talkSPORT

    My Liverpool source has also confirmed the Reds are genuinely
    interested in signing Edinson Cavani from Napoli

    Það myndi hver einasti Liverpool maður gleyma hver var ráðin stjóri ef Cavani myndi klæðast Warrior treyjunni á næsta tímabili – það má alltaf láta sig dreyma 🙂

    (IA segir einnig að Dortmund sé “stumblind block” hvað varðar Klopp. Það meikar ekki beint mikið sense ef hann segir nokkrum tvítum áður að við séum mjög áhugasamir um framherja sem fer ekki á undir 30-40mp – þannig að já, fyrirvari ).

  22. Glæsilegur Kristján Atli og flottir linkar í þessum þræði – snilldarbyrjun á deginum að fara í gegnum hann.

    Ég held áfram að vera rispaða platan og vill bíða með að dæma verkefnið, en finnst FSG vissulega afar hugaðir að fara út í svo massíva breytingu hjá sennilega íhaldsamasta liðinu í íhaldssömustu deild heims. Nánast fífldirska að mínu mati, en slíkar hugmyndir skila yfirleitt öðru tveggja, glæstum sigrum eða erfiðum ósigrum.

    Breska pressan bíður spennt eftir því að sjá hvernig dæmið fer, það eru náttúrulega svakalegir fordómar í raun gagnvart Könum (svona pínulítil minnimáttarkennd fyrrum heimsveldis gagnvart núverandi) og það mun ekki vera gefinn neinn tími áður en hamast verður á ef illa gengur.

    Og það verðum við að muna!!! Ég er svo sammála Kristjáni að það er bara ekki nokkur leið að ætla að fara að setja einhverja pressu í gang með árangur. Það er verið að kenna risaeðlu að hjóla og sennilega fær hún ekki hjálpardekk! Kannski bara er þetta eðlunni bara eðlilega eðlislægt – eða það er það bara alls ekki og hún dettur oft og meiðir sig. Mitt mat er að við verðum að sýna verkefninu miklu meiri þolinmæði en við höfum sýnt síðustu tvö ár.

    Það er sjálfgefið og klárt að það verður sama bullið og vanalega að raða saman æfingum sumarsins, leikmenn í fríum fram í júlí og svo fara einhverjir á Ólympíuleika. Það er líka líklegt að við kaupum okkar menn frekar seint, ljóst að til að klára mál þá þarf alla þessa stjórnendur við borðið og því enn líklegra að hópurinn sem kemur til æfinga verði ekki sá sem hefur leiktíðina. Að auki eru kannski Maxi, Kuyt og jafnvel Cole og Aquilani mættir þar til að reyna að ná athygli nýja mannsins.

    Svo mitt mat er í anda þess sem Kristján talar um, bæting í deild er það sem maður horfir til en ég sé í dag bara ekkert sem bendir til þess að við verðum í einhverri góðri stöðu til að komast í CL sæti. Manchesterliðin munu verða þar og Chelsea er á leið í “spending spree” sem mun gefa þeim að mínu mati 6 – 7 heimsklassaleikmenn. Ef að það gerist tel ég okkur verða að slá við Spurs, Arsenal og jafnvel Newcastle. Til að það gerist þarf innkaup. Massív innkaup

    En ekki síður það að þessi stjórnunarstrúktúr virki. Það er alls ekkert víst og hvað þá öruggt að það gangi í fyrsta skrefi. Ég t.d. skil ekki hvers vegna Van Gaal ætlar að taka að sér að verða stjórnandi sem vinnur ekki með leikmönnum á æfingavellinum og velja í liðið. Ég er ekki búinn að sjá það gerast, en ef svo er skilst mér nú á mönnum sem hafa unnið með honum að það gæti nú orðið ansi erfitt að ætla að segja honum til (eigendurnir) eða fara ekki 100% eftir því sem hann vill (stjórinn).

    Þar mun hnífurinn verða grafinn í kúnni. Það er eitt að vera þjálfari / stjóri sem á að fylgja einhverri línu og annað að vera með eitthvert hálftröll yfir sér sem í raun ætlar að ráða því hvernig maður vinnur. Ég sé ekki nokkurn stjóra sem standa vill í lappirnar vinna á þann hátt og hef því ákveðnar áhyggjur af því ef að Van Gaal verður það tröll. Ég hef lesið að verið sé að tala um Segura og Borrell mögulega í þessar stöður og einhvern veginn líst mér betur á það. Held að þar fari snillingar sem gætu einmitt unnið vel með Martinez.

    Ef að hann verður ráðinn! Í dag kemur Belfast Telegraph með frétt um það að Liverpool muni tala við Brendan Rodgers.

    http://www.belfasttelegraph.co.uk/sport/football/premiership/liverpool-arrange-talks-with-swansea-city-manager-brendan-rodgers-16164616.html

    Þar ætti að fara öflug heimild, svona svipað og að Mogginn myndi birta frétt um íslenskan stjóra. Svo ég held að Martinez sé ekki endilega frágengið mál.

    Þó hann sé líklegastur og hafi marga kosti. Óumdeilanlega góður á æfingavellinum, yfirvegaður og skipulagður. Hefur að sögn leikmanna aldrei misst stjórn á skapi sínu (kann semsagt ekki hárþurrkuna) en er ískaldur í ákvörðunum og óhræddur við að taka þær stórar. En ekki með neina reynslu af stórliði og enn frekar þurfum við því að sýna þolinmæði ef að hann kemur með frakkann sinn á Anfield – það er ekki neitt sem í raun gefur í skyn að hann eigi í sínum fórum einhvern töfrasprota sem allt í einu hristir okkur í gang. Enda ekki verið að horfa til þess!

    Guardiola er sá sem við horfum til með töfrasprota en þá megum við ekki gleyma því að hans hugur liggur til þess að fara til liðs þar sem hann hefur fullkomlega stjórn á öllum málum og þarf ekki að taka þátt í teymisvinnu.

    Þar horfir hann til stjóra eins og Ferguson, Wenger, Klopp og Mourinho sem hafa fengið þau völd og ítök. Það langar hann til að gera og því ekki endilega líklegt að hann vilji verða partur af Liverpool-teyminu en bíði eftir starfi sem alráður stjóri.

    Hvort kerfið virkar betur? Kemur í ljós og hægt að búa til endalaus rök í allar áttir. Ég er að mörgu leyti glaður að sjá FSG leggja út í þennan leiðangur, en að mínu mati er hann út í óvissuna og allar mögulegar útkomur framundan!

  23. Ég er nokkuð ósammála því að þetta verkefni megi taka langan tíma. Eigenurnir hafa hreinlega sýnt það að allt annað en meistaradeildarsæti er óviðunandi. Og til þess að við náum þessu blessaða CL sæti þarf ótrúlega mikla bætingu og það strax. En ég er líka ósammála því að það þurfi svo rosaleg innkaup.

  24. Ívar Örn: Þú talar um niðurdrepandi tímabil framundan hjá Liverpool, hvar ert þú búinn að vera seinustu árin spyr ég bara?

  25. KK: Bein leið, gatan liggur greið.

    Ásmundur: Hér og þar, aðallega þar. Ég er aðallega að rýna í það sem ég skil sem afleiðingar af nýju kerfi. Þessi pistill fjallar ekki um fortíðina. Það sem ég á við er að næstu ár verða ekkert ólík því sem við höfum upplifað undanfarið en á endanum munum við vonandi upplifa nýja gullöld.

  26. Menn verða að fara nota heilann aðeins og fatta að í lang flestum tilvikum þá þurfa stjórar að byrja í minni liðum og vinna sig upp í þau stóru.

    Ótrúlegt hvað sumir gagnrýna Martinez fyrir að hafa haldið Wigan upp 3 ár í röð í erfiðustu deild í heimi og samt lætur hann liðið sitt spila fótbolta og er með lélegan leikmannahóp. Flestir af þessum gagnrýnendum stinga svo upp á mönnum eins og t.d. Klopp sem FELLDI lið Mainz 05 í þýsku bundesliguni og mistókst svo að koma þeim upp aftur. Dortmund ákvað samt að taka hann og sjá ekki eftir því í dag.

    Benitez var rekinn frá Real Vallodid með 2 sigra í 23 leikjum, einnig rekinn frá Osasuna. Já hann tók svo við Extremadura og kom þeim upp en FELLDI þá svo aftur. Wenger FELLDI lið AS Nancy í Frakklandi og var að þjálfa í Japan áður en hann kom til Arsenal.

    Martinez byrjaði Swansea ævintýrið en hann setti upp þennan stíl af fótbolta sem þeir hafa haldið sig við síðan með ljómandi góðum árangri. Hann er ungur stjóri og ekki einu sinni reyna að líkja honum við Hodgson þar sem þessir tveir menn eru einar mestu andstæður sem þú getur fundið. Hodgson spilar bara kick and run á meðan Martinez spilar FALLEGAN FÓTBOLTA. Hodgson var og er á lokadropum ferilsins þegar hann var ráðinn og Martinez er rétt að byrja sinn.

    Boðskapur þessi er í raun sá að þó menn séu hjá minni liðum þá eru þeir ekki lélegir stjórar og fer eftir persónuleika og stjórnunarstíl hvers og eins hvort hann nái árangri. Ég er ekkert endilega að segja að Martinez sé einn af þessum sem séu svona góðir en ég vil nú biðja menn um að gefa honum allavega tækifæri til þess að reyna það áður en hann er skotinn niður.

    Með kveðju, Sigurjón.

  27. Mér finnst eitt skrýtið þegar menn tala um Barcelona aðferðina. Eru menn þá að tala um að ala upp Messi, Xavi, og Iniesta? Eru menn að tala um kaupa menn a himinháar upphæðir eins og Villa, Mascerano og guð minn góður Eto’o/Zlatan skiptin?

    Eg er alveg til i að prófa e-h nytt en mer finnst skrýtið að þakka e-h mönnum sem hef aldrei heyrt um, um árangur Messi, Xavi og Iniesta. Með td Messi i LFC værum við aldrei i þessari stoðu, óháð þjálfara / yfirmanns knatspyrnumala!

  28. Þessi aðferðafræði á ekki að virka á Englandi, þú breytir ekki áratuga gömlum hefðum sem eru í gangi á Englandi.
    Næsta tímabil verður enn ein martröðinn fyrir áhagendur Liverpool því miður.

    Svoleiðis er það bara.
    Fact

  29. menn verða einnig að hafa það í huga að þeir sem eru uppaldnir hjá barca hafa verið þar í mörg ár og voru keyptir um 10-11 ára ef ekki yngri. messi t.d. kom til þeirra 13 ára og á þessum 12 árum hefur hann leikið með öllum liðum þeirra og einnig undirgengst rándýrar aðgerðir út af vexti hans sem hefur gert það að verkum að hann hefur sagt að barca mun verða hans lið svo lengi sem þeir vilja hafa hann.

    við þurfum að skoða stærri myndina og einnig að hafa þolinmæði í það að fá leikmenn af hans kalibera og einnig að vera tilbúna að borga þá upphæðir fyrir þessa unglinga/börn sem öll hin liðin eru að berjast um eins og t.d. marga krakka sem hafa ekki náð kynþroska og ekki er vitað hvað mun gerast hjá þeim en þau lið eru tilbúinn að taka áhættuna eins og t.d. barca með nýjasta krakkann sinn sem er 11 ára japani sem þeir segja að sé næsti messi Takefusa Kubo.

    þangað til við erum tilbúnir að taka þessar áhættur munum við aldrei geta barist við ajax, barcelona og álíka útungunar/uppeldisstöðvar um næstu kynslóð sigurvegara.

  30. Glæsilegur póstur hjá Homer og flottur pistill hjá Kristjáni.
    Ég hef enga trú á þessu DoF, auðvitað á stjórinn að vera með fulla stjórn á leikmannamálum þar sem þeir vita hvað best hvaða leikmenn hentar þeirra taktík. Ef Martinez kemur, þá er ég sáttur því ég hef engan rétt á að vera væla um hvaða stjóra Liverpool ætti að fá. Ég bað um Kenny Dalglish seinast en hann stóð sig ekki nógu vel þannig að ég verð bara að treysta FSG að finna stjóra sem hentar þeirra hugmyndafræði.

  31. Held ég yrði mjög sáttur með Van Gaal/Martins comboið frekar en Rodgers, næsta tímabil segir manni hvort eitthvað er í Rodgers spunnið, hversu oft hefur maður ekki séð lið koma upp og gera fanta hluti á fyrsta seasoni PL og árið eftir skitið uppá bak og fallið.
    Þegar FSG ræður loksins stjóra og Dof verður spennan ekki minni á að leggja pening í leikmanna kaup eður ey?
    Þetta er svolítoð make or brake sumar fyrir FSG fyrst stjóra mál svo leikmanna málin,og í lok sumars sjáum við til munum við filkja okkur að baki Henry og vina hans eða stimpla þá í trúðadeildina með G og H.
    Spennandi sumar framundan.

  32. Hverjum dettur í hug að trúa fréttum sem linka Liverpool við hinn og þennan leikmanninn þegar það hefur enginn verið ráðinn til þess að stýra liðinu? Er Ian Ayre á hlaupum um allar koppagrundir bjóðandi í leikmenn? Eða kannski John Henry sjálfur?

    Come on, það er í besta falli fáránlegt að taka mark á fréttum sem greina frá því að Liverpool séu að leggja á ráðin um kaup á Lavezzi eða einhverjum öðrum á meðan staðan er eins og hún er í dag.

  33. Hvað varð um þennan Joao Teixeira? sem við keyptum, af hverju fá þessir drengir engan sjéns? Sterling fékk smá tíma í endann hjá Daglish, timabilið búið.

  34. Mér finnst menn vera að tala fullmikið út um rassgatið og bulla eitthvað um breyttan strúktur, nýja stefnu og fleira sem þeir vita ekkert um. Moneyball er svo að verða alveg ótrúlega þreyttur frasi.

    Menn eins og Klopp og Mourinho nefndir sem einhverjir með öll völdin sem stjórar. Haldið þið að Mourinho hafi verið einhver einráður með Rússadjöfulinn andandi ofan í hálsmálið? Svo stórefa ég að hjá þýsku félagi eins og Dortmund sé Klopp eini maðurinn með eitthvað vald.

    Auk þess er Henry aldrei að fara að sitja í einhverri leikmannanefnd. Hann er bissnessmaður og held hann viti sjálfur að hann er ekkert rétti maðurinn til að segja til um hvort Robbie Keane passi í liðið eða ekki. Hins vegar mun auðvitað þurfa að ræða við hann því hann er jú að borga brúsann á vissan hátt.

    Þessi staða sem Van Gaal er ætluð er svo ekkert eitthvað nýtt í Englandi. Comolli var í þessu og flest félög hafa einn eða fleiri starfsmenn sem væri hægt að kalla director of football.

    Fyrir mér er bara eitt í gangi, menn eru að vanda valið í leit að nýjum knattspurnustjóra. Sem er frábært.

    Einnig er tímabært að hætta að tengja það endalaust við knattspurnustjórann hverjir hafa áhuga á félaginu. Eins og einhver sagði snýst þetta ekki um neitt nema peninga og að spila í meistaradeildinni. Nákvæmlega ekki neitt annað.
    Svo burtséð frá knattspyrnustjóra er það augljóst að Liverpool er ekkert að fara að keppa um heitustu leikmennina. City og Chelsea ásamt spænsku risunum hafa eiginlega líka gengið frá þessum markaði. Ekki einu sinni ManUtd á séns á bestu leikmönnunum. Neitað í fyrra af t.d. Nasri og núna af Hazard.

  35. Lawro ekki sáttur með FSG segir þá vera að fara með klúbbin afturábak ekki áfram. Er ekki frá því að ég sé sammála honum hægt að lesa um þetta hér

  36. Í guðanna bænum hættið með þessa klisju að það sé einhver knattspyrnustjóri sem sé aðalatriðið í að laða að leikmenn.

    Hazard var að velja Chelsea sem er ekki einu sinni með knattspyrnustjóra.

  37. Ingvi (#41) – þessi pistill frá Lawro er stórkostlega vitlaus. Hann sýnir nákvæmlega gamaldags viðhorfið sem FSG eru að reyna að hrista upp í og nútímavæða. Hér eru nokkrir punktar úr þessari grein sem eru sérstaklega kjánalegir:

    I can’t believe they are doing it so publicly. They have basically let everyone know who is on their ­short-list and who they want to interview.

    Rangt. FSG hafa enn ekki sagt orð um nokkurn mann. Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan hefur verið blaðrandi í fjölmiðla á hverjum einasta degi öllu sem Martinez segir honum og Swansea gáfu út fréttayfirlýsingu um að Rodgers hefði neitað viðræðum. FSG hafa ekki sagt rassgat, það eru gömlu góðu Englendingarnir sem geta ekki haldið kjafti.

    That might be the way they do things in America, but this is England and we do things differently.

    Vel gert, Lawrenson. Risaeðluhugsunarhátturinn hefur einmitt gagnast Liverpool svo ógeðslega vel síðustu 20 ár. Er það að furða þótt FSG vilji nútímavæða klúbbinn? Risaeðlur eins og Lawro hafa fengið að stýra honum „upp á gamla mátann“ á meðan United, Chelsea, Arsenal og City hafa öll horft til framtíðar og hvar erum við stödd í dag? Alveg rétt, 20-40 stigum á eftir þessum liðum. Lawro, fokking risaeðla.

    While this process goes on, Liverpool are wasting valuable time.

    Plís, FSG, ráðiði einhvern, bara einhvern! Við þurfum að kaupa leikmenn í sumar!

    Lawro finnst greinilega mikilvægara að við stökkvum út á markaðinn og verslum leikmenn en að réttur eftirmaður Dalglish sé fundinn. Ef auka vika eða tvær er það sem þarf til að þeir finni réttu mennina í stöður stjóra og tryggi að við þurfum ekki að þola svona sápuóperu á hverju ári eins og sl. þrjú ár, þá er það alveg þess virði að missa af einum eða tveimur leikmönnum fyrir. Lawrenson er ekki að horfa á heildarmyndina hérna.

    I look at next season and I think the best they can hope to finish is sixth.

    En ef þeir hefðu ráðið mann um helgina, Lawro? Hefðu þeir þá átt séns á fimmta sæti? En ef þeir hefðu tilkynnt um eftirmann Dalglish daginn sem hann var rekinn? Hefði liðið þá getað barist um fjórða sæti?

    Bjánalegur hugsanagangur. Sjötta sæti? Af hverju ekki annað sætið, eða tíunda, eða átjánda? Leyfðu sumrinu að klárast fyrst og spáðu svo í deildina, maður. Þú veist ekkert hvernig liðið lítur út eftir þrjá mánuði, þegar glugginn lokar (glugginn sem er ekki enn búinn að opna, nota bene) eða hver verður þjálfari. Slakaðu á.

    Þessi risaeðluhugsunarháttur gagnast engum, en hann er því miður til marks um það sem koma skal, held ég. Dalglish var gríðarlega vinsæll og er enn, ekki síst hjá fyrrverandi leikmönnum og félögum hans, mönnum eins og Lawrenson, Hansen, Ronnie Whelan og fleirum sem hafa gagnrýnt FSG síðustu daga. Þeir eru að sjálfsögðu fúlir yfir því að þeirra maður hafi verið látinn hætta, sem vinir Dalglish eru þeir sárir fyrir hans hönd. Og þeir horfa enn með nostalgíuaugum á gullaldartímabilið sem þeir tóku þátt í. Koma reglulega í viðtöl á LFC TV til að rifja þetta allt saman upp og svona.

    En það er nákvæmlega þessi hugsunarháttur sem er hættulegur og menn verða að varast. Klúbburinn hefur nákvæmlega engin not fyrir nostalgíu í dag og þeir gerðu okkur það alveg ljóst með því að láta Dalglish fara og endurstrúktúra klúbbinn eins og þeir eru að gera núna að þeir ætla ekki að láta nostalgíu stjórna klúbbnum lengur.

    Það er lágmarkskurteisi að ljúga ekki upp á þá – þeir hafa ekki sagt orð í fjölmiðla, það eru aðrir menn en Henry og Werner að gera sápuóperu úr þessu ferli – og það er lágmarkskurteisi að bíða þangað til þeir eru búnir að ráða einhvern og kaupa/selja leikmenn áður en sumarið er dæmt.

    Það eru bara bjánar sem dæma sumarið þann 28. maí. Bjánar og risaeðlur. Lawrenson gæti ekki haft meira rangt fyrir sér.

  38. Allir sem hafa horft á Lowro í MOTD ættu að hafa vit á þvi að sleppa þvi að eyða tima i að lesa grein eftir hann.

  39. Jæja nú er Það nýjasta….. Brendan Rodgers í þjálfarastöðuna og Roberto Martinez sem Technical Director

  40. Vissulega þurfa allir stjórar að byrja einhversstaðar, en munurinn á Benitez og Martinez er sá að áður en Benitez kom til Liverpool hafði hann gert Valencia að meisturum.

    M.ö.o. þá held ég að enginn myndi velta málinu fyrir sér ef Martinez myndi fyrst fara til Spánar og gera Valencia að meisturum – og koma svo til Liverpool.

  41. Ég hef verið á báðum áttum með þessa nýju stefnu FSG og er sammála dúlla #40 með að þetta er líklega ekki eins mikil bylting og af er látið. Held að það sé bara alls ekkert alltaf þannig á Englandi (frekar en annarsstaðar í Evrópu/heiminum) að stjórinn ráði alltaf leikmannakaupum sín sliðs einn og óstuddur. City er held ég með mjög öflugt lið á bakvið sinn stjóra og Chelsea þarf ekki einu sinni að hafa stjóra til að laða bestu bitana á markaðnum að sér. Svona átti þetta að vera / var þetta hjá Liverpool líka á síðasta ári.

    Helsta breytingin er að þeir vilja fá betri heildarsýn á klúbbinn og afmarka betur hlutverk við stjórnun félagsins, greinin á Anfield Wrap fer mjög vel yfir þetta. Þannig að ef stjórinn fer þá ætti það ekki að þýða umturnun á félaginu og nýtt 3-5 ára plan sem byrjað er á frá grunni. Stuðningsmenn Liverpool af öllum liðum ættu að fagna þessu alveg gríðarlega.

    Houllier tók U-beygju frá Roy Evans og vildi 5 ár. Benitez tók U-beygju frá Houllier þó hún hafi ekki verið eins afgerandi og var 3-5 ár að koma sér upp mjög góðu liði. Hodgson var heilt hringtorg og svo U beygju frá nútíma þjálfurum eins og Houllier og Benitez og Dalglish var svo enn ein breytingin frá Hodgson.

    Þetta er einn helvítis hrærigrautur og skilur eftir hrærigraut af leikmönnum á góðum samningum sem erfitt er að losna við. Leikmenn sem keyptir hafa verið á mjög mismunandi forsendum og passa misvel í kerfi “mánaðarins” og seljast alls ekki vel enda liðið oftar en ekki að reyna að bola þeim út.

    Eigendur Liverpool hafa sannað að þeir vita ágætlega hvað þeir eru að gera þegar kemur að því að reka íþróttafélag (og fyrirtæki) og þeir hafa séð þetta mjög fljótlega Það að þeir séu að reyna innleiða kerfi sem minnkar líkurnar á að þessi hræirgrautur endurtaki sig á 1-5 ára fresti er MJÖG JÁKVÆTT.

    Það að steingervingur og bara bjáni eins og Lawro sé ekki að kaupa þetta er jákvætt að mínu mati og líklega verður þetta stóra málið hjá bresku pressunni á næsta tímabili, sérstaklega ef þetta gengur ekki frá fyrsta degi.

    Svipað bara og rotation var rót alls ills (jafnvel þó flest félagö hafi verið að þessu). Já eða Zonal Marking…ég get haldið áfram…og eflaust fundið gáfulega gangrýni frá Lawro á allar nýjungar í fótbolta síðan hann var 25 ára.

  42. Brendan Rodgers að koma sterkur inn í orðrómaflóruna núna í morgun. Menn á Swansea spjallborðum eru víst orðnir mjög svartsýnir á að halda honum og blaðamaður BBC orðar hann við okkur. Enginn virðist samt vita hvað er að gerast.

    Annars liðu 3 vikur frá því Houllier fór þar til Rafa tók við á sínum tíma. Held menn verði að anda rólega.

  43. Nu langar mig að æla ef Rodgers kemur, var orðinn pinu spenntur fyrir Martinez en að fa hinn er eins og að ràða owen coyle. Ef Martinez hafnar starfinu þa er ljost að eigendur Liverpool eru ekki að bjoða neitt spennandi, getur það verið að nyr stjori fai litla peninga? Shiit hvað mer lyst ekkert a þetta nuna

  44. Viðar, slakur!
    Hver segir að Martinez hafi verið boðið starfið? Afhverju segir þú að Rodgers sé síðri kostur. Svo að líkja honum við Owen Coyle er bara fyndið!

  45. Nr. 49

    Ekkert bögg bara forvitni, en hvernig sérðu Rodgers sem svona síðri kost heldur en Martinez?

    Ef eitthvað er þá var Rodgers með ódýrara og verra lið heldur en Martinez fyrir þetta tímabil, lið sem hefur farið upp um tvær deildir á ekki svo mörgum árum og var að mig minnir spáð beint niður aftur í ár. Ofan á það náði Rodgers betri árangri og spilaði mun betri bolta en Martinez.

    Hvorugur hljómar neitt rosalega spennandi þó mér lítist alls ekki illa á þá persónulega, en ef eitthvað er þá ætti nú Rodgers að vera meira spennandi en Martinez m.v. árangur beggja. Rodgers tók meira að segja við Swansea eftir að þeir ráku Martinez og ekki hafa þeir grátið það neitt sérstaklega.

    Annars er það bara eins og áður, öndum með nefninu, FSG hefur ennþá ekki sagt eitt aukatekið orð um hver nýr stjóri verður.

    Viðbót
    Mæli svo mjög mikið með þessari grein, sérstaklega fyrir okkur sem erum nokkuð spenntir fyrir því að fá inn stjóra sem hugsar leikinn á svipaðan hátt og Rodgers og Martinez gera:
    http://thepathismadebywalking.wordpress.com/tiki-taka-football-handbook/0-complete-handbook/

  46. Babu,

    Mikið rétt – veðbankar voru svo vissir um fall þeirra að endurkoma kóngsins (Elvis) var með lægri stuðul en að Swansea myndi halda sæti sínu.

    Viðar #49,

    Brendan Rogers vs Owen Coyle. Nú verður þú bara að útskýra það hvernig þér finnst þeir líkir. Finnst þessi samanburður mjög svo furðulegur, vægt til orða tekið.

    Persónulega get ég ekki gert upp við mig hvorn ég vil – mér finnst hugmyndafræði beggja mjög spennandi og vilja spila flottan fótbolta. Báðir koma vel fram og hafa í raun margt til brunns að bera – líkir að mörgu leyti. En þess má auðvitað geta að Martinez kom Swansea upp á sínum tíma og á eflaust helling í þessari uppbyggingu þess ágæta liðs. Ég get ómögulega gert upp við mig hvorn þessara ég vil.

  47. Owen Coyle átti mjög gott tímabil með Bolton á sínum tíma en eftir það var stefnan tekin niður á ferli hans. Brendan Rodgers hefur átt eitt gott tímabil í efstu deild, jafnmörg og Phil Brown fyrrverandi stjóri Hull. Ætlum við ekki að fá hann í atvinnuviðtal líka?

    Mér finnst Martinez vera búinn að sanna sig betur í úrvalsdeildinni en Rodgers. Að forðast fall í þrjú tímabili með ömurlegu liði Wigan er ágætt afrek, Þó að fyrsta tímabil Rodgers hafi verið betra en fyrsta tímabil Martinez í efstu deild þá hafa margir stjórar átt eitt gott tímabil í úrvalsdeildinni og svo ekki meir, t.a.m. Owen Coyle, Phil Brown og meira að segja Sam Allardyce.

    Finnst Brendan Rodgers mun meiri áhætta en Martinez. Mun samt að sjálfsögðu styðja þann aðila sem verður ráðinn enda eru meðlimir FSG klókir og hafa mikla hagsmuni að gæta að koma okkur aftur í meistaradeildina.

    YNWA

  48. Ef að Rodgers skyldi nú taka við stjórastólnum, gæti hann ekki platað United stuðningsmanninn Gylfa Þór með sér? 🙂

  49. Loftur kemur vel inna þessa punkta. Min tilfinning er miklu betri fyrir Martinez. Owen coyle atti nu að vera þviliki snillingurinn og eg hef a tilfinningunni það sama með rodgers, eitt gott timabik i deildinni er ekki nóg að minu mati, nyliðar taka mjog algengt eitt gott fyrsta season og svo buið.

    Bretar hafa nu ekki verið að gera miklar rósir i þessari deild utan við ferguson og eg bara var orðinn eitthvað spenntur fyrir Martinez sem eg var alls ekki fyrst. Eg var farin að sja i martinez einhvern gullmola en það var bara tilfinningin, skemmdi ekkert fyrir að hann er kataloni er þa ekki?

    Ef a að boða rodgers i viðtal ma alveg eins boða owen coyle, steve bruce eða lambert hja norwich að minu mati.

    En auðvitað vita bloðin ekki neitt og maður skynjar að þau bulla öll toma steypu til að reyna að skjota a þann sem verdur fyrir valinu. I raun eins og menn hafa komið inna hafa FSG ekki sagt neitt og maður veit i raun ekkert hvað þeir eru að spà. Vona samt að við förum að heyra eitthvað. Það er komin timi a jakvæðar frettir af okkar monnum. Hvernig væri td að klara þessar raðningar fyrir helgi, koma svo með eitthvað um vallarmalin og statement um það að klubburinn stefnir a toppinn og setja fram risatilboð i lavezzi og cavani hja Napoli….

    ppinn

  50. Loftur (#53) og Viðar (#55) – þetta er að ég held versta samlíking sem ég hef lesið. Hvernig væri að skoða þetta aðeins nánar en “átt eitt gott tímabil eins og XX og YY”. ? (með slíkri einföldun væri alveg eins hægt að segja að Klopp & Rafa hafa fallið með sín lið, einhverntímann á ferlinum, alveg eins og Steve nokkur Keane – þeir eru allir af sama sauðahúsi)

    c/p ykkur til fróðleiks. Eftir lesninguna megið þið endilega benda mér á fleiri samlíkingar með Coyle, Brown & Rodgers. Aðra en að vera karlmenn, knattspyrnustjórar & eitt tímabil (af einu hjá Rodgers) sem flokkast sem gott (þrátt fyrir augljósan mun, t.a.m. í þeirri knattspyrnu sem félögin spiluðu). Sérstaklega er ég þó áhugasamur varðandi samanburðin við Big Sam.

    Brendan Rodgers, Why He Makes Sense as The Next Liverpool Manager

    If reports are to be believed Liverpool’s search for a new manager has
    been narrowed down to two likely candidates, Roberto Martinez of Wigan
    and Brendan Rodgers of Swansea. Karl Matchett had a look at how
    Martinez and his lauded 3-4-3 formation might fit at Liverpool the
    other day. While the support for the Martinez appointment has grown
    over the last week or so, my belief is that Rodgers is the better fit
    for Liverpool.

    The key to my belief is the structure that FSG appear to be putting in
    place with a Sporting Director and a Technical Director to be
    appointed along with Manager who’s more likely to be a Head Coach than
    the traditional English style Manager. Martinez is believed to be
    demanding control over the footballing side of the club, which is
    something that in my opinion he’s not ready for. Not at a club like
    Liverpool. I don’t believe Rodgers is ready to have full control over
    the footballing side of the club either, but my thinking is that he
    may be ready to have control of the team and I don’t think he would be
    as demanding as Martinez because I think he’d be far more comfortable
    in a coaching role than the Spaniard who has no real coaching
    experience and has always been given free reign at the clubs he’s
    managed. Rodgers as worked in a variety of positions at the clubs he’s
    been at, so a Head Coach position, where he handles mainly the
    training, tactics and team selection, while be just part of the
    decision making process on things like transfers, might be more to his
    liking than Martinez’.

    It has been said that the method and structure Liverpool are planning
    to adopt is that which clubs like Lyon, Bayern Munich, Ajax, Juventus
    and others have been using for years. It’s a set-up where the
    traditional manager’s role is split up among three or four people with
    the premise being that many great minds working together can make for
    great ideas and great decisions. With the Sporting Director and the
    Technical Director being in place to not only share the workload but
    also to act as sounding boards for the Head Coach and support him in
    whatever ways he requires.

    I thought I’d take a look at the different factors which have led me
    to believe that Rodgers is the better fit for the Liverpool job from
    the apparent two remaining candidates.

    Coaching Background

    With the role being largely centred around the coaching aspect,
    Rodgers truly stands out from the crowd. Having retired from football
    at the age of 20 due to a combination of injury and not believing he
    was ever going to be good enough to play at the highest level, Rodgers
    began coaching at Reading. He began by coaching at the youth level and
    worked his way into the job as youth team manager. He served the club
    in this role for almost nine years whilst also being involved in the
    coaching of the first team, and the reserve team as he continued his
    coaching education. During his time at Reading he also spent
    significant time travelling around Spain picking up ideas and
    philosophies which would help shape the type of manager he became. He
    spent quite a bit of time at Barcelona, where he took note of the
    clubs philosophy of football. He also traveled to Holland and spent
    time at Ajax which gives you an indication of the type of football he
    wants his teams to play.

    He was plucked from Reading and brought to Chelsea by Jose Mourinho
    who was clearly impressed with Rodgers and his work at Reading as he
    made him his first external appointment after taking over at Chelsea.
    Rodgers has said the following about making the move to Chelsea,

    “Jose played 4-3-3, or a 4-4-2 diamond, and he wanted a coach to
    implement his methodology. As you can imagine I was nervous meeting
    him, a guy I’d read a book about. But he was brilliant, and made me
    his first external appointment. He took me under his wing a wee bit,
    maybe because he saw something different in me, or maybe there was a
    bit of empathy because, like him, I hadn’t had the big playing career.
    Anyway, that started one of the best times of my life. Jose had learnt
    from his mentor, Louis van Gaal, and I learnt from him, that there
    must never be a lazy day in training, and that preparation is vital.”

    Mourinho’s influence on Rodgers is a huge factor in my thinking,
    Mourinho methods on the training ground are widely praised and Rodgers
    is believed to have gleaned quite a lot from them and implemented them
    in his own regimes.

    When Rodgers moved into management at Watford in 2008, he had fifteen
    years as a coach, youth team manager and reserve team manager under
    his belt. That’s a rarity in football, even moreso in someone who was
    only 35 years old at the time.

    Man-Management

    Another aspect of Rodgers make-up for which he has received
    significant grounding from Jose Mourinho is the man-management side of
    things. Mourinho is widely regarded as one of the best man-managers in
    world football. He makes a connection with his players that few others
    can even dream of. Rodgers has made a similar connection with his
    players at Swansea who are all fiercely loyal to him. An example of
    that is the young Icelandic midfielder Gylfi Sigurdsson who seems set
    to turn his back on moves to bigger clubs to make the permanent move
    to Swansea, as long as Rodgers is still at the club. Rodgers strikes
    the right balance between being the players friend, and being their
    boss. It’s a difficult balance to get right but Rodgers seems to have
    managed it at Swansea.

    A key aspect in man-management is getting the players to buy into a
    philosophy and at Swansea the players have done just that with
    Rodgers. Swansea’s players have embraced his ideas and teachings, and
    the results speak for themselves. Players who, before being managed by
    Rodgers, had often been seen as being slightly lazy – Scott Sinclair
    to name one, Danny Graham to name another, are now totally committed
    to working hard for the good of the team every time they set foot on
    the pitch. The work rate of Swansea’s midfield and attack is truly
    exceptional and is often overlooked due to their attractive style of
    play.

    Philosophy

    When Kenny Dalglish returned to Liverpool as manager one of the things
    that fans were most excited about was the idea that the pass and move
    style of football that was such a big part of the success in the past
    would return to the club. Rodgers is the sort of manager who plays the
    type of football that Liverpool fans love to watch. His team play a
    fantastic style of football based on making the ball do the work when
    you have it which allows you to have more energy to get it back when
    you don’t have it.

    Rodgers is on a crusade to rid the world of long ball football. He
    believes that if you keep the ball, and pass it well, you win football
    matches. Here’s an excerpt from an article in the Guardian earlier
    this month which is well worth reading.

    ”I like teams to control and dominate the ball, so the players are
    hungry for the ball,” Rodgers says. “You’ll see in some of our
    exercises this morning, a lot of our work is around the transition and
    getting the ball back very quickly. Because I believe if you give a
    bad player time, he can play. If you give a good player time, he can
    kill you. So our emphasis is based around our positioning both with
    and without the ball. And for us, when we press well, we pass well.”

    Winning the ball back quickly and high up the pitch was a key feature
    of Barcelona’s approach under Pep Guardiola and, as Rodgers explains,
    is much more sophisticated than it may appear. “You cannot go on your
    own,” he says. “You work on zonal pressure, so that when it is in your
    zone, you have the capacity to press. That ability to press
    immediately, within five or six seconds to get the ball, is important.
    But you also have to understand when you can’t and what the triggers
    are then to go for it again because you can’t run about like a madman.

    “It’s decision-making and intelligence. And this was always the thing
    with the British player, they were always deemed never to be
    intelligent, not to have good decision-making skills but could fight
    like hell for the ball. I believe they have all of the [attributes]
    and, if you can structure that, then you can have real, effective
    results.”

    That’s very much the same idea that the Liverpool teams which
    dominated played under. It’s something that Liverpool fans can relate
    to.

    Rodgers team sets up as a 4-2-3-1 when they don’t have the ball, but
    when they are in possession they take more of 3-4-3 formation with
    the fullbacks pushing forward, the central defenders moving ten yards
    in either direction, Leon Britton dropping back between them, Joe
    Allen and Sigurdsson as dual attacking midfielders, and Nathan Dyer
    and Scott Sinclair pushing forward either side of Danny Graham. That
    3-4-3 variation is something that Rodgers has been doing at Swansea
    for two years without people falling over themselves to credit him,
    instead preferring to credit Roberto Martinez for apparently
    re-inventing the wheel by taking on a 3-4-3 in desperate times at
    Wigan.

    Rodgers style of football is one that works very well and translates
    well to all levels. While Arsene Wenger amongst others have made note
    of Swansea “not being brave” and often “not doing much with the ball”.
    that’s quite short-sighted and ignores the fact that for the most
    part, that Swansea team was made up of players who had never played in
    the Premier League before, yet managed to outplay many of the best
    teams in the country, and finish comfortably in mid-table without ever
    looking likely to become entrenched in a relation battle. With a
    higher calibre of players, Rodgers style of play would be more
    effective and more difficult to contain.

    Against teams that “park the bus”, rather than try to bludgeon them
    into submission as Liverpool attempted to do last season and in
    previous seasons, it’s a more measured approach aimed at creating
    chances rather than forcing chances. One of Liverpool’s big problems
    last season was that while they had huge amounts of shots on goal, a
    lot of them were not clear chances. Luis Suarez, for example, was
    often guilty of trying to do too much because his team-mates weren’t
    able to create clear chances for him. With Rodgers more patient style
    of build up, and his creative style of passing football, that should
    not be an issue.

    Against the higher calibre of teams, Rodgers’ style of play is
    suffocating. He likes to starve the opposition of the ball, and then
    force them into mistakes when they do have the ball. That high
    pressing style is something Rafa Benitez was noted for during his time
    at Valencia and Liverpool but his sides were never as good at keeping
    possession as Swansea are. Rodgers believes in tactical discipline,
    mixed with creative attacking play. It’s the perfect blend when
    correctly put into practice.

    Preparation

    In my opinion, one of the reasons Liverpool struggled last season was
    a lack of preparation for matches against teams outside the top four.
    Far too often it just seemed that Liverpool went into matches with the
    mindset that they should just be walking through their opponents
    because “We are Liverpool, and they’re not”. In the matches against
    United, City and Chelsea, Liverpool came out with clever tactics and a
    set gameplan. In matches against the likes of Swansea, Sunderland and
    others, they did not. And it cost them.

    Rodgers is noted for his meticulous preparation for both training and
    each individual matches. This again is something he learned working
    under Mourinho, but a lot of what he learned came from a certain Andre
    Villas-Boas who, depending on who you believe, is either in the
    running for the job or has been ruled out/ruled himself out. Rodgers
    helped Villas-Boas in the scouting of future Chelsea opponents and
    preparing reports for Mourinho who would then adjust his tactics
    accordingly. Rodgers operates in a similar way, having his assistants
    prepare reports as per his instructions and then tailoring tactics and
    training accordingly.

    He also puts a large amount of time and effort into preparing his
    training program in order to make sure players don’t go stale by doing
    the same things day after day. His players look forward to going to
    training because he puts in that time and effort and makes sure they
    while they work hard and are constantly learning and improving,
    they’re also having fun.

    Existing Relationship With Van Gaal

    Rodgers learned his craft as a manager under Jose Mourinho after
    getting a solid basis through his experience as a coach. But Mourinho
    alone is not the only man who’s shaped the mind and helped him
    develop. When Rodgers was beginning his career as a coach he spent a
    lot of time at Barcelona studying how they did things. The Barca
    manager at the time was one Louis Van Gaal who is widely regarded as
    one of the best teachers of potential managers in the world. His star
    pupil is Jose Mourinho, to whom he served as a mentor for many years
    but Frank DeBoer, Frank Rijkaard and a number of others have also
    turned to Van Gaal for advice.

    With Van Gaal looking likely to arrive as Sporting Director, having
    that existing relationship in place could be of huge benefit. Van Gaal
    would not be the only person at the club that Rodgers already has an
    existing relationship with. He worked very closely with Steve Clarke
    during their time together at Chelsea and that could be highly
    beneficial if Clarke is retained as assistant manager. Clarke is
    someone Rodgers knows and trusts and having Clarke at the club might
    help put his mind at ease if he does have any doubts about not
    bringing his entire backroom team with him from Swansea.

    Ambition, Dedication, Determination

    These are three things you want to see in any up and coming you
    manager and Rodgers displays them all. His ambition is to manage at
    the highest level of the game, he’s stated that openly in the past.
    This is generally the aim of every manager but Rodgers has gone about
    it the right way. He got his experience as a coach at a good club in
    Reading, travelled and learned the methods of others managers and
    coaches in other countries, spent his time learning Spanish, and now
    Italian in order to not only be able to go and manage in Spain or
    Italy at some point, but also to be able to speak with Italian or
    Spanish-speaking players at any club he went to. He went and worked
    under one of the best managers in the world and used the opportunity
    to learn as much as possible. All of this shows the type of dedication
    he has towards achieving his ambition. As does his hard work
    throughout his coaching and managerial career. Rodgers has his
    footballing principles and won’t change them. It would have been easy
    for Swansea to come into the Premier League and play an ugly brand of
    football and fight their way through a relegation dogfight, Rodgers
    never even entertained the idea. That, to me, shows a man determined
    to do things his way, using his philosophies and his tactics. That’s
    admirable.

    A Risk That Others Have Taken

    Jurgen Klopp at Borussia Dortmund in 2008, Rafa Benitez at Valencia in
    2001. Two managers who had not had what you might call “stand out” careers prior to getting those jobs. Two men who before they got those
    jobs were never mentioned in discussions about being among the best
    managers in world football. Klopp is many people’s favourite choice to
    be the next Liverpool manager, but that looks highly unlikely.
    Benitez, of course, would leave Valencia in 2004 to join Liverpool and
    write himself into Anfield lore by winning the Champions League in his
    first season. There are many people who want Benitez back at the club
    but he’s not in FSG’s thinking for one reason or another.

    The point about the two managers I’ve just mentioned was made to me on
    Twitter during the last week or so and initially my thinking was that
    Liverpool are a bigger club than both Dortmund or Valencia and
    therefore it was less of a risk those clubs to appoint Klopp and
    Benitez than it would be for us to appoint someone like Rodgers. As
    I’ve already said, I don’t believe Rodgers is ready to manage a club
    like Liverpool, but having given it a lot of though I’ve realized that
    we’re not looking for someone to manage the club, we’re looking for
    someone to manage the team. That’s what this structure gives us. It
    separates the team from the overall club and the man who takes over as
    Manager/Head Coach is being asked to take care of the team.

    Van Gaal, one of the most respected and successful managers in the
    world, is likely going to be the man who takes over the running of the
    club. He will likely be aided by Pep Segura and Rodolfo Borrell.
    Having those three men in place would allow the Head Coach to focus
    solely on the team. I believe Rodgers is ready to manage Liverpool as
    a team. Whilst, as a club, Liverpool remain amongst the worlds
    biggest, as a team they are currently nothing more than a mid table
    team fighting to get back amongst those challenging for the title.
    While you can excuses for why Liverpool finished 8th last season, the
    fact remains that in the last three seasons Liverpool have finished
    7th, 6th and 8th. That’s mid-table. Rodgers is more than ready to
    manage a mid-table team.

    Kristian Walsh made the point on the Redmen TV season review that when
    Liverpool are targeting players they should be looking to get them
    before they become stars. He used the examples of Falcao and Alexis
    Sanchez, rather than buying players like them from Porto or Udinese,
    Liverpool should be looking to buy them from River Plate or Cobreloa.
    Porto made a profit of about £30million on Falcao, whilst Udinese made
    a similar profit on Sanchez. Liverpool could therefore save themselves
    that sort of money by buying those players directly from South America
    and developing them in-house. It’s a great point and one that could
    also be put towards the Head Coaching role in this circumstance.
    Rather than getting Benitez or Klopp from Valencia or Dortmund, get
    them from Tenerife or Mainz. To translate, get Rodgers from Swansea
    before he goes elsewhere and becomes more of a known quantity. Get him
    now and allow him to become a great manager at Liverpool, rather than
    letting someone else get him and then trying to get him at a later
    date where bigger compensation, large wages and more competition for
    his signature would all be a factor.

    With Van Gaal at the club to act as a guiding hand, Rodgers could
    thrive, learn and develop into something very special. With the
    structure that’s going to be in place, the internal pressure on him
    will be lessened and he can focus on the team and getting the best
    from them.

    I don’t know for certain if Brendan Rodgers is one of FSG’s two or
    three favourites for the job, nobody knows for certain who’s on that
    list of what jobs people are actually being interviewed for. But if
    Rodgers is a candidate for the Head Coaches job, I can see why and I
    hope that after reading this article, you can see some logic in it as
    well. My own personal preference would be Villas-Boas, but I think
    Rodgers is the next best thing with the potential to be just as good

  51. Þetta er flottur pistill en var svosum ekki neitt að útskýra fyrir mér neitt. Ég var búinn að átta mig á hvað er í gangi og hver framtíðarsýn FSG er. En þegar kemur að þeim sem mun koma til með að sitja á hliðarlínunni myndi ég ekki gera eins lítið úr eins og Kristján Atli. Ég held að það skipti gríðarlegu máli hver það verður sem kemur til með að sjá um þjálfun liðsins. Við sjáum hversu miklu máli það hefur skipt Barcelona. Samband Guardiola og Messi er tildæmis gott dæmi um það. Brendan Rogers er ágætur þjálfari eflaust en hann hefur einungis átt eitt gott tímabil í deildinni. Hann hefur í raun ekkert afrekað. Þess þá heldur er ég á þeirri skoðun að hann sé ekki sá þjálfari sem komi til með að höndla stóra leikmenn sem mpgulega gætu komið. Það er eins með Martinez að mínu mati. Ég held þú þurfir sterkt repp og sterkan aga til að ná árángri sem þjálfari, sama hvaða kerfi er verið að vinna eftir. Ég mun auðvitað styðja þann sem ráðinn verður og vona að ég hafi rangt fyrir mér ef það verður annaðhvort Rodgers eða Martinez sem verður ráðinn. Fyrir mitt leiti þá er Guardiola eini maðurinn sem kemur til greina í þetta starf en hann er auðvitað ekki fáanlegur, eða hvað?

  52. Svo að menn geti hætt að bera saman Rodgers og Coyle, þá má benda á það að Bolton hafa ekki beint verið að spila neinn fljúgandi sambabolta undir hans stjórn. Coyle er áreiðanlega fínn stjóri í miðlungsliði, en ég sé það ekki ná lengra en það.

    Rodgers hinsvegar fór ungur til Barcelona og kynnti sér allt sem þeir höfðu verið að gera á þeim tíma, leggja grunninn að einu besta liði sögunnar, og var seinna í þjálfarateymi Mourinho. Hann hefur byggt upp sinn feril hægt og bítandi og er að láta liðið sitt spila frábæran fótbolta sem hann myndi reyna að innleiða hjá hvaða liði sem er.

    Síðan er hérna áhugavert viðtal við Rodgers og hvað hann verður að bardúsa í sumar:

    http://www.guardian.co.uk/football/2012/may/11/brendan-rodgers-swansea-city

  53. Nr. 51 Sammála þér með Brendan Rodgers en ég held samt að Martinez var ekki rekinn heldur var gefinn leyfi til tala við Wigan.

    Þótt ég hef fundið Martinez aðeins meira spennandi vegna reynslu á Úrvalsdeild á tel ég Brendan Rodgers ekki minni spennandi.

    Eitt af því sem er mjög áhugaverður kostur hjá Brendan Rodgers er hann hefur verið grannskoða spænsk lið einsog Barcelona og Valencia svo kannski mun virka betur með Director of Football þar sem bæði þessi lið sem hann hefur litið upp eru að nota Director of Football í liðinu sínu svo er það annar kostur sem Hann og Van Gaal gætu virkilega unnið saman þar sem þeir virðast hafa mjög sameignlegan grunn sem er total Football svo bætir það ekki að maðurinn sem tók Mourinho undir væng og gerði hann að knattspyrnustjóra sem hann er tæki við manninn sem Mourinho gaf traust til þess að stjórna varalið Chelsea.

    Mæli með lesa þess flott grein um Brendan Rodgers gert af This is Anfield:
    http://www.thisisanfield.com/2012/05/lfc-manager-search-brendan-rodgers-in-profile/

    Einsog ég sagði áður það eru Spennandi Tímar hjá Liverpool sama hvaða knattspyrnustjóri verður valinn.

    Innskot Babu: Ahh auðvitað, hann var ekki drekinn heldur lokkaður til Wigan…sem segir meira en margt um stærð þessa Swansea liðs sem Rodgers var að ná árangri með í EPL.

  54. Virkilega sammála þér Nr. 56

    Sérstaklega greinin um Brenda Rodgers sem ég sagði bara í stuttu máli 🙂

    Þetta gerir bara Brendan Rodgers virkilegan áhugaverðan jafn við Roberto Martinez tel ég þessir tveir vera einn af heitustu Knattspyrnustjórum í Evrópu.

    Það er verður spennandi skoða hvað gerist í þessu viku.

    gætir þú sett linkinn sem þú tókst þess grein um Brendan Rodgers frá

  55. Eyþór:

    Það sem ég er aðallega að benda á er að Brendan Rodgers er mikið wildcard. Þessi pistill lætur Brendan Rodgers hljóma mjög vel. En ég hef áður lesið pistla um Villas Boas og Martinez sem lét þá hljóma mjög vel. Þá er ég viss að góður penni gæti komið með rökstuðning fyrir því að Allardyce ætti að vera ráðinn til Liverpool.

    Rodgers hefur bakgrunninn til að verða frábær en mitt mat er að hann þarf allavega eitt tímabil með Swansea í viðbót til að sanna sig almennilega og losna við one season wonder fyrirbærið sem hefur herjað á marga efnilega stjóra. Rodgers er augljóslega mikið efni og margt sem ég vissi ekki um hann sem ég veit núna, t.d. að hann hefur tengsl við van Gaal og að hann hafi unnið náið með Mourinho og kynnst knattspyrnunni hjá Ajax og Barca.

    En eins og ég segi mun næsti stjóri Liverpool fá stuðning minn, ég geri hins vegar þá kröfu að FSG hafi sama metnað til Liverpool og ég.

    YNWA

  56. Þá er ég viss að góður penni gæti komið með rökstuðning fyrir því að
    Allardyce ætti að vera ráðinn til Liverpool.

    Nei

  57. Halda menn virkilega að þessi Brendan Rogers hjá swansea sé að koma til LFC. Hann er nýbúin að kaupa Gylfa Sigurðs og er að byggja upp skemmtilegt lið hjá þeim. Af hverju ætti hann að vilja hætta því verkefni ? Hann er búin að segja að hann sé ekkert að koma, og hann neitaði viðræðum við LFC.

    Eru menn að apa allt upp eftir ógeðispressunni í litla bretlandi ????

  58. Þá er ég viss að góður penni gæti komið með rökstuðning fyrir því að Allardyce ætti að vera ráðinn til Liverpool.

    Þetta er bara alveg eins og með gömlu Nintendo tölvuleikina. Ef þú finnur svona öflugan blaðamann/penna þá væri sú grein ígildi þess að klára leikinn og viðkomandi ætti að finna sér nýjar áskoranir.

  59. duncan jenkins?@duncanjenkinsFC

    i’m getting in and dated with abuse. by revealing i’m risking loosing my mole but i am hurt by the abuse. contract stage with rodgers #lfc

    Þar hafið þið það 🙂

  60. A Dutchman, a Spaniard and a Northern Irishman walk in to a bar…

  61. Eins og ég hef skilið þessa strúktúr breytingu þá er verið að reyna koma í veg fyrir það að það séu þessi endalausu new project í gangi.

    Þegar Benitez kom til Liverpool þá tók hann alla þjálfara, scouts og alla aðra með sér og þegar hann fór þá fór einnig næstum því hver einasti maður með honum.

    Með þessari breytingu þá er verið að koma strúktúr sem helst og mangerinn verður að þjálfara fyrst og fremst, þar sem taktík, motivation og vinningshlutfall skipta mestu máli.

  62. duncan jenkins?@duncanjenkinsFC

    i’m getting in and dated with abuse. by revealing i’m risking loosing my mole but i am hurt by the abuse. contract stage with rodgers #lfc

    Varla búin að sleppa orðinu herra Höddi B. #lol

  63. Ben Smith ?@BenSmithBBC

    LFC have renewed attempts to speak with Rodgers. No deal done yet but Rodgers taking the approach much more seriously.

    Það er þá BBc, Dunkan og Ben Smith.

  64. hafa þessir apaheilar sem sjá um rekstur klúbbsins ekkert pælt í að kaupa Asíu búa helst einn Kinverja og einn Indverja annars Japana eða kóreu búa!! þessir gæar geta skilað inn svo rosalegu magni af peningum og það skiptir engu hvað þeir geta !! pæliði bara í þessu http://fotbolti.net/fullStory.php?id=127215

    bara að þeir seu ágætir og láta þá spila alla leikina í europa leak !! það þarf enginn að seigja mer að þeir hafa ekki vitað þetta það hefur oft verið talað um þetta. sjáiði bara þessar tölur 88% stuðningsmanna united eru frá asiu og þeir hafa tvöfaldast á fimm árum. og hvenar kom Park til þeirra fyrir svona fimm árum og það hefur haft einhver áhrif !

  65. Èg myndi nú seint kalla þá apaheila. Þetta eru menn sem vita nákvæmlega hvernig á að markaðssetja klúbb. Þeir redduðu okkur Warrior dílnum og svo ætla þeir að láta gera einhverja raunveruleikaþætti um LFC. Ef það mun virka að þá fagna ég því, enda er kaninn sjúkur í raunveruleikaþætti. Það er ekki nóg að kaupa einhvern Kínverja/Japana/Kóreumann, hann verður að vera góður. Park er alls ekki lélegur leikmaður.

    Svo lengi sem við erum með þessa scouta, að þá erum við ekki að fara fá einhverja rosa talenta. En með tilkomu Van Gaal að þá gæti það breyst.

Warrior-treyjan á Lægraverð.is

Heysel