Luis Suarez skrifar undir nýjan samning

Það eru ekki bara slæmar fréttir af leikmannamálum Liverpool þessa stundina.

Luis Suarez skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem er ekkert nema rétt rúmlega frábært. Ef þeir geta sannfært hann um að vera áfram trúi ég að það sé meira jákvætt í gangi bak við tjöldin heldur en við höfum kannski fengið að sjá undanfarið.

Kappinn hafði þetta að segja af þessu tilefni

“To sign a new contract with Liverpool is unbelievable for me because I am so happy here at both the club and also in the city.

“That is important for me and I am very happy with my new contract.

“When you are a kid, everybody wants to play for Liverpool. I am here now and it is a dream for me, and now I am a Liverpool fan.

“I am happy off the pitch because the people of Liverpool are good with me and my family. I try my best on the pitch and when you are happy off the pitch, you are happy on the pitch.

“I want to say thank-you to the fans because they are our 12th player. The supporters of Liverpool are unbelievable.

“Five or six years ago I watched on TV the stadium and the club, and now I play here and the supporters have helped me. That’s very important for me.”

Frábært a.m.k. að hann sé ekki að fara eins og slúðrað hefur verið um í allt sumar og maður hefði nú ekki getað sagt mikið hefði hann viljað yfirgefa þessa eyju eftir sl. ár. Förum yfir þetta og meira í podcast þætti sem verður tekinn upp á eftir. Leyfum þessari færslu að lifa þar til sá þáttur kemur inn.

 

28 Comments

  1. Meiriháttar góður dagur hjá okkur núna til Hamingu með þet Liverpool mein+konur!!!kv ykkar besti vinur Siggi Mey=Kóngur…

  2. Ég hreinlega trúi því ekki að L.Suarez hafi skrifað undir langtíma samning við Liverpool Fc
    Ef staðan sé eins og við sjáum hana gegnum fjölmiðla.
    Kuyt,Maxi,Aurelio,Aquilani farnir og verið er að reyna að selja Carroll og Agger er til sölu fyrir rétt verð.
    Menn hafa verið að tala um að þarna hafi verið að losa um launakostað, kannski til að semja betur við þá bestu?
    En afhverju ættu bestu að vilja vera í liði sem losar sig við alla aðra frambærileguleikmennina sína?
    Agger til sölu? er þá Skirtel og Gerrard jafnvel Lucas líka til sölu?

    Ég held að hann viti meira en aðrir hvað sé í gangi þarna.
    Og hann sé nokkuð sáttur við það.
    er þetta kannski að fara hækka stuðulin á að Ramirez komi?

    Ég veit það ekki en það verður gaman að heyra hvað menn segja í Podcastinu.

  3. Þetta eru frabærar frettir, fyrstu frabæru frettir sumarsins, vonandi fylgja fleiri frabærar frettir sem allra fyrst.

    Kemur podcastið inn i kvold?

  4. Frábærar fréttir af Suarez, greinilegt að það er fullur vilji og geta til að borga máttarstólpum liðsins og tryggja þá á langtímasamningum. Þeir sem lesa eitthvað annað í það sem gerst hefur í leikmannamálum ættu bara að endurskoða hug sinn og aðeins að reyna að horfa á heildarmyndina…

  5. Tja, við vitum að strákurinn er einn af hættulegri sóknarmönnum Evrópu um þessar mundir, sem gerir hann ákaflega verðmætan. En staðreyndin að hann virðist ekki hafa neinn áhuga á að spila fyrir annað lið en Liverpool, á þeim árum þegar klúbburinn er svo sannarlega ekki að upplifa eitthvað gullaldartímabil, gerir það ekki hann ekki ómetanlegan?

  6. Bestu frettir af leikmannamálum síðan poulsen var seldur! Skella nýjum samningum á borðið fyrir Agger og Skrtel.

  7. Mig langar aðeins að kommentera á þá neikvæði sem hefur svifið yfir vötnum hér að undan förnu, ég er nefnilega (sennilega svo vitlaus) að ég hef alveg trú á að liðið sem Lfc hefur núna eigi að ver mun betra en við sýndum á síðustu leiktíð, hvers vegna:
    1: Nýr stjóri eins mikið og ég studdi Kenny olli það áhyggjum að þegar illa gekk virtist ekkert plan vera í gangi þ,e liðið var eins og höfuðlaus her
    2: Ef nokkrir leikmenn sýna hvað þeir geta/haldast heilir t,d missum Lucas megnið af tímabilinu einn af lykilmönnum okkar.
    Suarez stönginn inn í stað stöngin út og ekkert evra kjaftæði
    Downing er betri en hann sýndi á síðasta tímabili kannski ekki jafngóður og síðasta season hjá Aston villa en heilt yfir var hann að spila undir getu.
    Henderson er miðjumaður ekki hægri kantari á mikið inni.
    Reina átti að mínu mati versta tímabilið sitt í treyju Liverpool.
    Carroll á vonandi eftir að geta eitthvað lika(algjört spurningar merki þó)
    Þetta lið getur gert betur en það gerði í fyrra það er að sjálfsögðu ekki sjálfgefið en með smá heppni gæti liðið verið berjast um 4 sætið.
    Fyrir mér er þetta því ekki bara svartnætti held reyndar það þurfi að bæta svolítið við til að koma okkur uppí 4 sætið en núverandi mannskapur er ekki bara garanterað 8 sæti.
    Aðeins til að færa rök fyrir máli mínu þá bíst ég alls ekki við því að allir leikmennirnir sem ég taldi hér upp eigi drauma season þá geta ekki allir verið jafn ömurlegir og á síðasta seasoni, það bar t,d hlegið að Gareth Bale fyrstu seasonin hans hjá TH því þeir töpuðu alltaf þegar hann var í byrjunar liðinu.

    P.S tala ekkert um Adam því ég hef enga trú á honum vonandi afsannar hann þá kenningu mína

    Góðar stundir

  8. Fínar fréttir af Suarez. Gott að klára þetta og sýnir að eigendurnir eru alveg til í að gefa réttu mönnunum góða samninga. Vona að Suarez hafi fengið launahækkun.

    Annars sá ég þetta á Twitter:
    Craig Metz ?@Metz84
    Sooo, Tello, Sahin, Dempsey, Allen and Walcott are this summers targets. I f we got them all would you be happy? #LFC

    Ekkert nýtt þarna í raun. Verst að sjá engan vinstri bakvörð (ekki það að þetta sé einhver opinber innkaupalisti).

    Það er ljóst að við munum spila 4-3-3 leikkerfið. Það er ólíklegt að allir þessir menn koma.

    Hópurinn okkar núna er ekki með neinn kantmann hægra megin, Surez og Downing vinstra megin. Bellamy fer til Cardiff. Dempsey og Walcott eru hugsaðir hægra megin væntanlega og Tello fremstur. Sterling gæti þá hugsanlega farið á láni, eða komið inn í nokkra leiki. Við erum nú í Evrópudeildinni og það verða margir leikir í boði.

    Það væri augljóslega í lagi að selja Carroll ef allir þessir menn koma. Margir fyrir utan Borini sem gætu spilað fremstir, td Tello (ef hann kæmi), Dempsey og Suarez.

    Sahin kæmi væntanlega að láni og kannski Tello líka. Hugsanlega eru þetta lánsmennirnir sem BR talaði um um daginn. Sahin er samt miðjumaður og við höfum ekkert að gera við hann, ef Allen kemur. Held ég amk. Við reyndar seljum væntanlega Adam, en miðjumenn okkar væru þá Lucas, Allen, Gerrard (byrjunarliðsmennirnir), Shelvey, Cole, Henderson, Spearing og Suso.

    Þó gæti Shelvey verið lánaður (við buðum í Allen þannig, að Shelvey yrði lánaður) og spurning hvort Suso sé nokkuð tilbúinn. Er ekki viss um það. Þá gæti verið pláss fyrir Sahin.

    Ég ætla amk ekki aðö örvænta neitt fyrr en 1. september, ef lítið hefur gerst. En ég treysti á BR, og ætla ekki að missa mig núna. Það er ekki til neins.

    Smá vangaveltur 🙂

  9. Þessi maður er kominn svo langt með það að verða guð. Ef það er einhvern sem gæti orðið svipað mikið goð og Daglish,Gerrard,Fowler og co. Þá er það hann

  10. Sælir félagar

    Afar góðar fréttir og nú er morgunljóst hvað nafn verður á mínum næsta bol.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  11. hjúkket, mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag, ekki spurning!!!

  12. Eiit off topic, en djöfull fer í taugarnar á mér að stafirnir aftan á treyjunum og á stuttbuxunum séu ekki gulir líka! lítið vandamál en samt svo stórt;)
    Suares verður eins og kóngur í ríki sínu þetta tímabil!

  13. Þetta er svolítið sérstakur tími fyrir mig ef ég má segja ykkur frá því 🙂

    Þegar ég fór á minn fyrsta leik með Liverpool þá keypti ég mér Michael Owen treyju, hann var seldur sumarið á eftir.

    Þegar ég sá að Owen var farinn þá ákvað ég að fá mér treyju með Milan Baros, hann var seldur sumarið á eftir.

    Svo ákvað ég að vera öðruvísi en aðrir og kaupa mér treyju með Mark Gonzalez, hann var seldur sumarið á eftir.

    Næsta treyja sem ég fékk mér varð ómerkt og hefur enn ekki skartað nafni leikmanns Liverpool, mér var farið að líða ílla yfir þessu. Tíminn leið og ég ákvað að merkja mér aldrei neinar Liverpool treyjur sem ég kaupi, þrátt fyrir það að ég er ekki hjátrúafullur maður þá var þetta samt svolítið pirrandi!

    Ég fæ á hverju ári Liverpool treyju frá konunni og hún hefur alltaf haft þær ómerktar því hún veit að ég vill engin nöfn aftan á treyjurnar, en eitt árið leyfði ég mér að íhuga það að setja S.Gerrard aftan á eina slíka… Þá kom slúður um að hann ætlaði að yfirgefa okkur!! Mér leist ekkert á blikuna og ákvað að láta ekki verða að því að merkja hana.

    Svo núna í fyrra fékk ég svörtu adidas treyjuna að gjöf frá konunni og mér stökk ekki BROS! Hún var merkt Suarez!!! Svo byrjaði tímabilið og þið vitið hvernig það fór, hann var í ruglinu með Evra málið og átti erfitt uppdráttar. “Þarna var ég farinn að hugsa að hann væri pottþétt að fara næsta sumar..” HAHA

    Núna er drengurinn búinn að gera nýjan langtíma samning og mér líður alls ekkert ílla eftir allt saman, mun ganga stoltur í treyjunni og fagna ég því að hann vill vera með okkur um ókomin ár! 🙂

  14. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hvað þetta er mikilvægt fyrir klúbbinn.

    Eigendur eru greinilega tilbúnir að borga góðum mönnum almennileg laun og vera samkeppnishæfir og….Suarez hefur trú á Liverpool! Þetta sendir núverandi Liverpool mönnum og þeim sem klúbburinn vill fá til sín afar jákvæð skilaboð!

    Frábær frétt og akkúrat það sem við þurftum núna! Þið þarna “svartsýnis” Púlarar….in your face 😉

  15. Spurning med ad vid slaum allir saman i Spearing treyju fyrir Ingimund no. 23…. 🙂

  16. Bara af gefnu tilefni fyrir þá sem eru að missa sig í tístinu og ámóta þá er þetta ágæt áminning að við vitum svo sáralítið hvað er að gerast bakvið tjöldin hjá Liverpool og “fjölmiðlar” vita fæstir (frekar en við) hvað er raunverulega er að gerast.

    Hvað margar fréttir voru birtar um að Suarez væri að fara framlengja samninginn ? Ég alla vega las enga, en síðast í kvöld birtist þessi “frétt”

    http://www.cleansheetsallround.co.uk/2012/08/italian-giants-switch-attentions-to-suarez

    En að því sögðu, gríðarlega ánægjulegt og ætti að peppa um stemmninguna í hópnum og væntanlega eru svonefndir blaðamenn í Bretlandi einnig hæstánægðir að hafa Suarez áfram svo þeir geta haldið áfram að leggja hann í einelti í samvinnu við Ferguson.

Hugsað upphátt og slúður – opinn þráður.

Kop.is Podcast #24