Byrjunarliðið gegn W.B.A.

Hér er byrjunarlið Brendan Rodgers í fyrsta Úrvalsdeildarleiknum tímabilið 2012/13:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas – Allen

Downing – Suarez – Borini

Bekkur: Jones, Carragher, Henderson, Shelvey, Adam, Joe Cole, Carroll.

Jose Enrique eitthvað lítillega meiddur og Martin Kelly kemur inn í staðinn, Joe Allen kemur beint inn í byrjunarliðið á kostnað Jonjo Shelvey. Annað er eins og búist var við og bekkurinn er ágætlega sterkur.

Koma svo, áfram Liverpool!

119 Comments

  1. Verulega spenntur. Bara sáttur við að sjá Allen byrja þarna í dag, miðjan flott, sóknin flott og vörnin fín þó maður hefði nú viljað hafa Enrique í vinstri bak.

    Tökum þetta í dag, ekkert rugl.

  2. Fínt lið. Hugsa samt að það verði Carroll sem kemur af bekknum og setji sigurmrkið

  3. Gaman að sjá að Allen er tilbúinn og talinn passa beint inn í þetta. Vorkenni Shelvey ögn en vona að Allen sýniokkur ástæðuna fyrir því að labba beint í liðið. Nýi maður ekki í hóp, það hefði verið gaman að sjá hann fá nokkrar mínútur en Rodgers er væntanlega skynsamur með það. Hefði einnig verið gaman að sjá Sterling á bekk en In Rodgers We Trust.

    Hlakka mest til: Að sjá Allen, Gerrard, Borini og Suarez vinna saman. Veit að Lucas mun gefa teim friðinn til þess!

    Ooog… fá í magann!

  4. var að keppa á móti íbv rétt vann með einu marki

    áfram liverpool !!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  5. England er klukkutíma á undan okkur vegna Daylight savings time. Þannig að hann byrjar 14:00 GMT (Zulu), 15:00 GMT (Daylight+1)

  6. Flott uppstilling og nú var að vonast eftir sigri í fyrsta leik. Koma svo LFC


  7. er einhver sem veit hvar er hægt að sjá leikinn á Sauðárkróki.
    við vinnum þetta 2-0

  8. Flott uppstilling og fiðrildi í maganum, kaldur á kantinum. KOMA SVO!

    YNWA

  9. Mig dreymdi að Liverpool tapaði 2 – 7 á móti Derby. Þýðir það að við vinnum West Brom?

  10. er á ljósleiðara en þrátt fyrir allt er bloodzeed ekki að virka, er þetta að gerast hjá fleirum?

  11. Jú Bloodzeed er að svínvirka hjá mér, reyndar var ég tengdur mjög snemma og hélt bara straumnum

    sop://broker.sopcast.com:3912/132927

  12. Suarez er allt í öllu og hefur átt fullt af skotum, allskonar galdrar hjá stráknum en hann klikkar alltaf í síðasta hlutanum, þ.e. skotinu/skallanum sjálfum !!!

    Þetta hlýtur að fara að koma hjá honum.

    En WBA eru að spila fantavel

  13. Bloodzeed virkar hjá mér en hann spilar bara sömu 30 sek aftur og aftur :/

  14. Borini alveg tyndur. Er ekki nogu sattur með Gerrard enn sem komið er.

    Allenn flottur og Suarez i formi og oheppinn að vera ekki buin að setja 1-2 mörk

  15. Bloodzeed farið að hökkta illa hjá mér…get ekki mælt með því eins og er…

  16. Haha er þetta ekki grín!!

    Hvað eigum við að þurfa mörg færi til að drulla boltanum í markið á meðan andstæðingarnir nýta once in a lifetime færi til að skora!!

  17. Ég elska að þið séuð strax farnir að væla yfir því að þetta breytist ekkert.

    Það var bara ekkert hægt að gera í þessu marki.

  18. Virkilega slakur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Verðum að rífa þetta upp frá fyrstu mínútu í seinni.

  19. Hvernig hefði nú verið að kaupa markaskorara í staðinn fyrir þennan ítala sem hefur í rauninni ekkert sannað á sínum stutta ferli.

    Phil Dowd í ruglinu eins og svo oft áður.

    vonandi verðum við betri í seinni hálfleik

  20. Jæja Liverpool hefur ekkert breyst klúðra færunum sínum og fá á sig skíta mörk gleðinn er hafinn ætli við verðum enþá með 0 stig í byrjun september erum ekki að fara að gera neitt á móti shitty og manure með svona spilamennsku.

  21. Mér líst vel á þessa spila mennsku þrátt fyrir órtúlegt mark hjá þeim

  22. Jæja, ólíkt því sem ég átti von á – þá hefur ekki nokkur skapaður hlutur breyst frá síðasta seasoni.

    Okkur gengur illa að búa okkur til færi og fáum á okkur mörk sem bestu menn þyrftu 100 tilraunir til að klára.

    Kallið þetta tiki-taka, bíum-bamba eða hvað sem er … þetta “spil” er svona 2-3 sinnum of hægt og of fyrirsjáanlegt. Sóknarmennirnir okkar eru gersamlega týndir eins og oft áður. Borini gæti allt eins verið heima hjá sér..

    Það sem við þurfum í þetta er hraði … og einn af fáu leikmönnum okkar sem hafa hraða … sá sami og hefur spilað alla leikina á pre-season … Raheem Sterling … hann er örugglega heima hjá sér að panta sér pizzu í hálfleik og bíður spenntur eftir seinni hálfleik – að sjá nákvæmlega sömu spilamennsku og hann fékk að sjá í sjónvarpinu 38 leiki í röð í fyrra…

    Eins gott að menn fari að gera eitthvað í seinni hálfleik svo ég geti tekið þessi orð mín til baka…

  23. Hjartanlega sammála #25… kannski ekki sú óska byrjun sem maður vonaðist eftir en þetta er nú bara fyrsti hálfleikur í fyrsta leik tímabilsins. Vona nú samt að við tökum þetta í seinni hálfleik.

    YNWA

  24. Ég er nú ekki að horfa á leikinn, en svaaaakalega geta menn vælt og tuðað…

    Ég efast um að þetta sé svona slakt hjá þeim

  25. Ekki hægt að verjast þessi freak marki. Svona gerist örsjaldan en datt akkúrat þennan daginn hjá honum. Hefur ekkert að segja með frammistöðu LFC eða framhaldið í vetur enda liðið að halda skipulaginu nokkuð vel.

    Vantar aðeins meiri ákefð í leik LFC en þó erum við að skapa nokkur ágætis færi. Ef liðið heldur svona áfram er bara tímaspursmál hvenær virkilega góða færið dettur inn – þá er bara að klára það.

    Spái 1-2 miðað við fyrri hálfleik og viss um að Suarez setji alla vega eitt.

    Áfram LFC

  26. breyta nafninu á þessari síðu í grátur og væl. is.

    Muna. Þolimæði.

  27. Suarez frábær! Hann skapar sér yfirleitt færi/hálffæri ef hann fær boltann í námunda við teiginn. Málið er bara að hann þarf yfirleitt ca 3 til 5 færi til að klára eitt. Samt erfitt að erfa það við hann þar sem hann skapar sér þau yfirleitt sjálfur.

  28. Þetta er nú ekki það hræðilegt, ótrúlegt mark hjá Gera en spilamennskan nokkurn veginn á pari miðað við það sem maður bjóst við. Suarez við sama heygarðshornið, djöflast og djöflast og er yfirburðamaður á vellinum en nær ekki að slútta nógu vel. Gerrard er frekar rólegur, sem og Borini. Miðjan og vörnin eru í nokkuð góðu lagi.

  29. Ég ætla nú bara að leyfa mér að hrósa West Brom fyrir góðan fyrri hálfleik. Þeir hafa pressað vel án bolta og eru fastir fyrir, þeir eru búnir að leyfa okkur að vera með boltann á eigin vallarhelming en þegar komið er yfir miðju þá kemur mikil pressa sem gerir okkur erfitt fyrir.

    Eina sem hefur reynst hættulegt er þegar við stingum boltanum inná Suarez, sem er ekki nóg. Downing og Borini eru týndir því staðsetningar Gerrard eru hreint út sagt skelfilegar.

    Erfitt fyrir liðið að byrja fyrsta leik án Enrique þar sem hann er buinn að spila ALLA leiki á undirbúningstímabilinu og við erum ekki beint með góðan backup í hans stað. Það sést langar leiðir að WBrom ætlar að sækja á GlenJohnson og hefur það virkað ágætlega hjá þeim og náð að fá gult spjald á hann í þokkabót. Suarez er kominn með gult og gefur það strax merki um það hvernig dómararnir munu koma fram við okkar besta mann, hann á að þegja meira en hinir.

    Ég hef þó mikla trú að leikar munu breytast í seinnihálfleik því okkar menn eiga helling inni, en er það bara ég eða finnst mér bekkurinn hjá okkur frekar bitlaus framávið?

  30. Það er hörmulega leiðinlegt að lesa sumt sem er skrifað hérna! Getiði ekki bara sleppt þessu? Vælið endilega annars staðar en hér.

  31. Vilmar 36… Hér eru menn að ræða leikinn sem þeir eru að horfa á.
    Þannig að, horfðu á leikinn eða steinþegiðu.

  32. Inná með Carroll! Suarez klúðrar allt of miklu af færum og getur ekki verið einn inn í teignum.

  33. Suarez er allavega sá besti í að skapa sér færi, er ekki viss um að þú myndir vera eitthvað sáttari með Carrol. Voðalega geta menn vælt, þetta er fyrsti leikurinn af 38 í deild. Slakiði á.

  34. Þetta jákvæða, fyrir utan auðvitað snillinginn okkar frammi, er Joe Allen. Hann er miklu betri en ég þorði að vona.

  35. LOL…. c´mon guy´s væl væl væl væl væl væl….. það eru 37 leikir eftir, menn eru að pússa sig saman, ekki vera svona vitlausir og setja útúr ykkur aðra eins þvælu og hér ofar… það var akkúrat ekkert hægt að gera við þessu annars frábæra marki Gera, óverjandi í alla staði, þýðir ekkert að ráðast á reina eða Borrini eða hvern sem er….. shit happens 🙂 smile það kostar ekkert…..

    YNWA !

  36. Phil Dowd er í kláru rugli…. sænska kyntröllið Olsen fær að vaða fram eins og naut í leit að þurfandi kú, og sleppur með það, sem og aðrir meðspilarar hans,, Liverpool menn virðast fá spjald á fyrsta broti…….. eru það kannski bara augun í mér eða ?

  37. REINAAAAAAAAAAAAAA. Reyndar eitt versta víti sem ég hef séð, en samt, REINAAAAAAAAAAAAA.

  38. Siggi 44, rosalega ertu vinalegur maður, ef þú lest yfir hérna, þá sérðu að þetta er 50/50 hvað menn segja, hvort liverpool séu að drulla í degið eða með fínann leik, þannig að ég þakka boðið þitt um að steinþegja, en afþakka það um leið.

  39. Reina!

    Nu er tækifæri til ad koma til baka og klara thetta!!

    p.s. Pliiiiis slaka a vælinu.

  40. Jesús minn… Annað víti, hvað er í fokking gangi? Vörnin er í algjöru rugli.

  41. þetta lið getur bara ekki neitt, burt með fl þarna, og lika lucas sem allir virðast elska her hvað er malið

  42. Agger fékk rautt fyrir fyrra vítið. Skrtel fékk síðan seinna vítið á sig.

  43. Menn eru gjörsamlega sofandi inná vellinu! Hversu lélegt getur þetta orðið???

  44. Jæja, þá er maður búinn að reyna að vera jákvæður og bjartsýnn. En mikið svakalega á Brendan Rodgers mikið verkefni fyrir höndum. Þessi vinna mun taka töluverðan tíma. Miðað við glórulaus mistök í seinni hálfleiknum þarf að taka mikið í gegn þarna.

  45. Jæja. Þetta er svo sem viðbúið þegar verið er að reyna að breyta spilastílnum. Menn verða þó að átta sig á því að það þíðir lítið að labba með boltann inni í sínum eigin vítateig og halda að maður komist upp með það.

    Gaman annars að heyra í stuðningsmönnunum á vellinum núna þegar við erum 0 – 2 undir. Spurning hvort að sumir hér ættu að skella sér út í smá skóla hjá þeim hörðustu þarna úti?

  46. Sælir drengir þetta er að fara eins og allir fyrstu úti leikirnir í deildinni siðan 1974. Liverpool hefur ekki unnið fyrsta leik í deildinni síðan 1991 og á útivelli síðan 1974

  47. Jæja nýtt tímabil að byrja eins og það gamla endaði. Ekki alveg það sem var á óskalistanum…

  48. Sami skitur ar eftir ar. Forskot med leikkerfinu? Var rodgers ekki ad tala um tad dises

  49. Var thetta verdskuldad rautt og var seinna vitid rett?

    Er aldeilis ekki sattur en thad er hægt ad skora morg mork a 20min!

  50. Það skiptir engu þó að þetta sé fyrsti leikurinn af 38 á tímabilinu, við Liverpool aðdáendur gerum einfaldlega kröfu á það að liðið vinni WBA 24/7!!

    Brendan Rogers og leikmennirnir fá 38 próf í deildinni og þeir eru að falla á því fyrsta og það er engan veginn nógu gott og verulega slæmt veganesti inní tímabilið. Það þarf að vinna fyrsta leikinn til að fá sjálfstraustið í botn eftir síðustu 3 – 4 slæmu tímabil, ef að við fáum ekki góð úrslit úr næstu 2 – 4 leikjum að þá getum við átt von á löngum og erfiðum vetri að mínu viti.

  51. Báðar vítaspyrnudómarnir hárréttir, því miður.

    Skulum ekki fara að saka dómarann um að eyðileggja leikinn þar sem það voru leikmenn Liverpool sem sáu alfarið um það með miklum sofandahætti.

  52. Mér virðist sem svo að varnarmennirnir ráði mjög illa við hápressu, og að staðsetja sig framarlega. Því miður hentar Carragher engan veginn í þetta, og Skrtel er ekki nógu góður í fótbolta.

    Annars ágætis punktar í leik Liverpool, gefa þessu tíma.

  53. Hvað er það sem er ólíkt með Liverpool og öllum öðrum liðum á Englandi? ………………………………………………..algjört hugmyndaleysi

  54. Jæja, ég er hættur að horfa í dag. 3-0, og það alveg gjörsamlega verðskuldað, verð ég að segja. Liverpool búnir að vera skelfilegir.

  55. Mikið rosalega tekur það alltaf á að vera stuðningsmaður LFC. Alveg magnað alltaf hreint hvað maður er alltaf bjartsýnn í upphafi tímabils og svo er maður bara sleginn í andlitið og hver helgin á fætur annari ónýt. Dómararnir alltaf á móti okkur, markmenn andstæðinganna alltaf með leik lífsins, endalaus óheppni sem eltir okkur og núna verður Clark eflaust stjóri ársins…..ohhh 3:0 hjá Lukaku.

    Hvar endar þetta eiginlega???

    grrrrrrrrrrrrrrrrrr “#$”%#$&$%/$&

  56. Það vantar allt hugmyndaflug fyrir framan markið…..

    Hvers vegna í anskotanum lætur Liverpool öll þessi skítalið í Englandi líta úr eins og Barca þegar þeir spila við þau??!!??

  57. Að þeir fái borgað fyrir að klæðast þessum búning fáir þarna inná sem eiga það skilið!!

  58. þessi kaup hjá BR voru dauðadæmd frá byrjun, maður hefði haldið að síðasta tímabil hefði átt að vera skýr skilaboð um að okkur vanti markaskorara.

    hörmulegt, enginn að vinna fyrir laununum sínum í dag…..

  59. W.B.A. verður efst í deildinni eftir þessa umferð 🙂 er það ekki nógu góð kveðjugjöf til Steve Clarke.

  60. Menn eru bara í ruglinu. Hvað er í gangi þarna? Verður maður ekki bara að vona að fall er fararheill. En svo er líka málið að KD er góður stjóri. Við sáum svona leiki marga í fyrra. Liverpool stjórnuðu leiknum, en gætu samt ekki rass. BR er líka góður og efnilegur stjóri með sama mann skap og KD hafði. Þanni er það ekki bara frekja að ætla til þess að eitthvað hafi breyst. Ekki get ég séð það að við höfum stuðning eiganda til að styrkja hópinn, góðir menn hafa farið og efnilegir menn hafa komið. Laun hafa lækkað Fyrirtækið Liverpool á að vera vel rekið með hagnað. Mér finnst að eigendunir séu að reyna að sanfæra mig um það að það sé það sem skiptir máli fyrir mig sem stuðningsmann. Jújú það skiptir máli, en samt ekki. Þegar ég er að rökræða við félaga minn sem stiður Man Und og hann montaði sig af RVP. Og ég sagði á móti. Já en við (LFC) skuldum ekkert og við ætlum sko ekki að borga á laun, við rekum klubbinn skynsamlega. Hvaða helvítis rugl er þetta. Ég hef eingan áhuga á rekstur fyrirtækja. Ég hef á huga á fótbolta. Liverpool er?

  61. Liv. mættu ekki til leiks í síðari hálfleik – hrikalega dapurt.

  62. Þessi kaup eru samt bara það sem okkar menn vilja (eigendurnir), kaupa ódýrt, þeir verða að átta sig á því að það verður að kaupa heimsklassa leikmenn til að koma þessu klúbb aftur á kortið

  63. Eigendurnir eflaust ánægðir með sig og sauðtrygga aðdáendur Liverpool FC. Ég sé líka að þeim hefur tekist að sannfæra Gerrard um það að það sé ekkert nauðsynlegt að ná 4. sætinu. Þetta er ekki í lagi – sama hvað þessi nýji (markaðs?)stjóri segir eftir leik.

  64. Strax farið að hlakka til næsta undirbúningstímabils og silly season :/

  65. Flottur leikur hjá okkar mönnum, klárlega framför frá því í fyrra!

  66. Jæja Henry, taktu nú upp helvíts veskið og kauptu 2-4 klassaleikmenn annars kem ég út og rasskelli þig!

  67. Vá, heppnir ef við sleppum með 3-0, gæti auðveldlega verið 5-0. Menn virðast bara hreinlega ekki nenna að hafa fyrir þessu. BR fær fullan stuðning frá mér til að rétta þetta við. Enginn þarna inná verðskudar rauðu treyjuna eins og er miðað við þessa frammistöðu.

  68. Þoli ekki þessa endalausu umræðum að það þurfi að kaupa “heimsklassa” leikmenn. Liverpool hefur keypt heimsklassa leikmenn en þegar þeir byrja að spila fyrir Liverpool þá er eins og þeir gleymi hvernig á að spila fótbolta.

    Man einhver eftir Morientes? Maðurinn var ON-FIRE í Frakklandi, kom til Liverpool og gat ekki rassgat, það var eins og maðurinn hefði gleymt hvernig átti að skalla bolta.

  69. Agger, Skrtel drulluhægir, Lucas hræddur í nágvígi, Gerrard sést ekki nema þegar hann tapar boltanum á stórhættulegum stöðum, Downing alltof einfættur, Borini tíndur á kantinum, Suarez reynir og reynir en fær ekki hjálp, Allen save, Reina ver víti og getur ekki mikið gert við mörkunum, Johnson á röngum kanti, Kelly bara ekki nógu góður.
    Þetta er mín niðurstaða eftir þennan leik.

  70. Eina góða við þetta er að þessi glugggi er ennþá opin!
    Ef menn sem stjórna þessu liði sjá ekki að ef það verði ekki verslað eitthvað stærra en það sem hefur komið þótt þeir séu fín kaup líka.
    núna er bara að henda Downing og fleirum og versla eitthvað af viti.

    Eða að komandi kynslóðir fyrir utan Liverpool, munu ekki velja Liverpool sem uppáhaldsfélag! og það kostar peninga

  71. Ætlaði ekki að vera neikvæður, og já ég veit að þeir eru einum færri, en þetta lið er bara ekki í líkamlegu formi.

  72. At the end of the storm There´s a Golden sky..! Nóg eftir af seasoninu til að rífa sig í gang! YNWA

  73. Liverpool byrjar tímabilið með látum. Suarez getur ekki skorað þótt hann fái borgað fyrir það. Stewart Downing verður lélegri með hverjum leiknum sem hann spilar, vörnin er kjánalega illa skipulögð. Þetta er klárlega tímabil Liverpool !

  74. Fall er fararheill, þeir koma sterkari til baka eftir þetta, varla hægt annað. Held að við aðdáendur LFC séum flestallir nokkuð bólusettir fyrir grískum harmleik í gengi okkar ástkæra félags. Gefum þessu allavegna fram yfir áramót áður en við förum að hengja haus.

  75. þetta er bara skítléleg frammistaða hjá okkar mönnum,þeir virðast ekki hafa neinn vilja eða trú á þessu verkefni.

  76. alls ekki nógu gott, en hvað var málið með þennann dómara ? West brown voru að gefa olbogaskot hægri vinstri og enginn spjöld, svo gefur hann mjög svo vafasamt víti og rekur agger útaf. Getum ekki kennt dómaranum um þetta tap, en svona slappir dómarar eiga ekki að sjást, ekki einu sinni i yngri flokkunum…

  77. Það er á brattan að sækja. Verst að Agger er á leiðinni í bann. Það var vitað mál að þetta mundi ekki smellpassa frá byrjun. Reynum að vera jákvæðir. Byrjunin á leiktíðinni gæti orðið soldið slæm en svo þegar fer að líða á tímabilið þá munu úrslit batna vonandi. Við fengum kalda vatnsgusu núna og nú þurfa leikmenn liðsins að leggja enn harðar á sig á æfingum.

  78. Eitt sem ég skil illa, ef Suarez er varaður við fyrir “dýfur” og svo spjaldaður þegar hann mótmælir því afhverju fékk Shane Long þá ekki rauða fyrir lööööööngu síðan.
    Einnig, true víti á Skrtel en ef hann dæmir á það ætti hann líka að hafa dæmt á hindrunina á Borini í fyrri.

  79. Ég hugsa ég fylgist meira með Gylfa í vetur en þeim ef þetta verður svona..

  80. Þetta fór eins og það fór. Leikmenn voru bara ekki tilbúnir í verkefnið og það þarf heldur betur að hrista upp í þeim. Það að gera kröfur um að Liverpool eigi að vinna hitt og þetta lið er einfaldlega ekki sanngjarnt lengur. Liverpool er bara ekki með betra lið en það að við getum gert einhverjar kröfur um hitt og þetta. Verðum bara að vona að menn taki sig saman í andlitinu og fari í það minnsta að berjast inn á vellinum og nýta færin sem þeir fá, það er eina krafan sem við getum gert í dag! Fall er fararheill sagði einhver, vonandi er það rétt.

  81. Hái – Þetta var alls ekki meint sem bögg heldur sem hrós, því ég veit að ég myndi ekki geta lagt þetta á mig. En auðvitað á maður að grjóthalda kjafti þegar illa liggur á mönnum.
    Bottom line þið eruð öflugir stuðningsmenn og eigið skilið meira.

  82. Jæja eigum við ekki bara að gleyma þessum leik,slökkva á tölvunni og skella okkur út í góða veðrið helst niðrí bæ og vonast eftir að næsti leikur verði betri.

    P.s. Vá hvað Lukaku er mikið tröll, aldrei er þessi maður fæddur 1993.

  83. Ég hafði trú á sigri fyrir leik, ég hafði trú á sigri í hálfleik, í lok leiks þá sætti ég mig við úrslitin. Þessi lélegur og hinn góður, dómarinn þetta og dómarinn hitt, blabla bla..

    Ég þarf að gíra mig fyrir næsta leik á fimmtudaginn, alveg eins og leikmenn liðsins. Leikurinn er búinn og mér var kennt að líta ekki um öxl og væla yfir því sem ég gerði vitlaust, heldur læra af því.

    Nóg eftir og þessi hópur á nóg inni, menn þurfa bara að halda haus og koma sterkir í næsta leik. Ég óska eftir sigri í evrópudeildinni og mæta sprækir í næsta leik í deildinni.

  84. Það þarf ekkert að gráta. Töpuðum bara 0 – 3.

    Það eru aðrir sem skilja ekki Tiki Taka. Guð hjálpi þeim. Það er þeirra.

    God loves America.

    Ég frétti af einum góðum fótboltamanni frá Mónakó. Gríðarlega lipur og hæfileikaríkur. Aðeins tuttuguogeins. Getur hlaupið fram úr manni. Það er best að kaupa fótboltamenn sem eru tuttuguogeins. Huga þarf til framtíðar. Það er bara þannig. Vinsamlegast deilið til FSG.

    Annars frábær leikur hjá tveimur frábærum liðum þar sem sigurinn hefði geta lent öðru hvoru megin. Aldrei spurning um jafntefli.

    Klofið kuntuhár bar þar bara á milli.

  85. 103

    Því alvöru stuðningsmenn styðja lið sitt, hvernig sem gengur. Ég reikna með að þú haldir með þeim sem sitja á toppnum hverju sinni. Svo í dag ertu þá….Fulham maður væntanlega?

    Congratz!

  86. Bara til að benda svartsýnustu mönnum á að Bill nokkur Shankly tapaði fyrsta leiknum sínum með liverpool 4-0. Þetta ævintýri er bara rétt að byrja. Áfram liverpool!

    YNWA

  87. 115 – Ef að liðið mitt ylli mér stanslausum vonbrigðum að þá myndi ég svo sannarlega ekki nenna að eyða jafn miklum tíma í boltagláp og ég geri í dag. Ef það gerir mig að lélegum stuðningsmanni þá bara so be it. Myndi aldrei skipta um lið bara minnka glápið.
    Ég lít á það þannig að fótboltagláp eigi að veita manni ánægju ef það gerir það ekki, þá á maður frekar að eyða tíma sínum með familíunni eða whatever. En auðvitað eru mismunandi viðhorf í þessu.
    Ég ætla annars að kalla þetta gott í bili hjá mér, ætlaði mér aldrei að vera með einhver leiðindi þó mig grunaði auðvitað að best væri að þegja.

Spá Kop.is – seinni hluti

WBA 3 Liverpool 0