Nuri Sahin kominn á láni!

Opinbera síðan tilkynnti nú rétt áðan að samningar hafa tekist um árslán á Nuri Sahin til Liverpool frá Real Madrid.

http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/reds-agree-sahin-loan

Hann fer nú í læknisskoðun og verður væntanlega kynntur fyrir stuðningsmönnum fyrir leikinn gegn Manchester City á morgun. Ekki kemur fram hvað er greitt fyrir hann eða hvort einhver kaupklásúla er í samningnum.

En mér er nákvæmlega sama um allt slíkt – eða hvort á einhverjum tímapunkti hann vildi fara eitthvað annað.

Við höfum með þessu fengið leikmann sem klárlega styrkir liðið okkar í vetur og allt frá fyrsta degi myndi ég telja. Sahin getur leyst allar stöðurnar á miðjunni okkar þó líklegast sé að hann muni minnst spila djúpu miðjustöðuna.

Sahin má ekki leika gegn Hearts þar sem hann var ekki kominn fyrir fyrri leik liðanna í Europa League en verður gjaldgengur í riðlakeppninni ef við komum okkur þangað.

Hans fyrsti leikur ætti því að verða sunnudaginn 2.september gegn Arsenal.

Er það ekki eilítil kaldhæðni?

Velkominn Nuri Sahin, frábært að fá þig í hópinn!

67 Comments

  1. Frábærar fréttir! Leikmaður ársins í Þýskalandi fyrir bara einu ári!

    Ég held að þessi samningir geti skipt miklu máli varðandi hvort við verðum fyrir ofan Arsenal í vetur.

  2. Loksins loksins!! Þessi samningur er svo mikilvægur að mínu mati því Sahin er leikmaður sem smellpassar inn í þetta kerfi BR. Og svo ef hann stendur sig vel, og Liverpool gengur vel í vetur (7,9,13) þá ætti hann að fást keyptur næsta sumar þar sem Real kemur ekki til með að nota hann neitt frekar þá.

    Til hamingju við allir!!

    YNWA

  3. Þvíllík snilld. Þetta Sahin mál var farið að setjast á mann og á tímabili þegar maður hélt hann væri kannski að koma þá varð allt í einu alveg öruggt að hann færi til Arsenal. Að fá hann núna er svipað sárt og það var að “missa” hann til Arsenal fyrir um viku síðan.

    En hver er okkar besta miðja núna.. Væri gaman að fá smá pælingar um það hérna

  4. Frábært að fá góðann leikmann inn, sérstaklega eftir að hafa heyrt að adam johnson fór til sunderland, hafi Liverpool ekki reynt að fá Johnson þá er það klúður og ef hann hefur valið sunderland framyfir Liverpool þá er það lika áhyggjuefni.

  5. Virkilega góðar fréttir.

    Held að okkar sterkasta miðja núna sé: Lucas, Allen og Sahin. Frábær miðja og Gerrard út á “vænginn”.

    Nú er bara að bæta einum alvöru vængmanni/framherja í hópinn og þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn fyrir veturinn.

  6. Frábærar fréttir.

    Það sem maður heyrir og les um leikmanninn getur ekki annað en gefið til kynna að hér sé verulega sterkur leikmaður á ferð og engin spurning að hann styrkir miðjuna mikið.

    Mér finnst áhugaverðar pælingar um að nota Gerrard sem kantframherja og miðjan myndi samanstanda af lucas, allen og Sahin.

    Ég tel að þeir leikmenn sem hafa komið inn í sumar séu mjög spennandi og alls ekki síðri en þeir sem við misstum í sumar. Er bara nokkuð ánægður með þennan glugga, við sjáum kannski ekki árangurinn alveg strax en vonandi fljótlega.

  7. Guillem Balague, sem verður að teljast nokkuð rock solid heimild segir að stóra U beyjan sem var í þessu máli hafi verið vegna þess að Liverpool kom með 5 mp tilboð í hann á meðan Arsenal bauð einungis 2 mp.

    Ef að Liverpool er að borga 5 mp fyrir það eitt að fá hann að láni og svo að borga einhverja X prósentu af launum hans er eins gott að hann skili góðu verki.

    En gæti verið að þetta tal um 5 mp sé heildarpakkinn, það er greiðsla til RM + launagreiðslur?

  8. Þú kaupir ekki leikmann frá Spáni fyrir pund, þessi samningur hljóðar upp á 5 miljínir evra sem gara 3.96 miljónir punda og það er flottur samningur við leikmann sem gæti hjálpað okkur í topp 4.
    Nuri Sahin er topp klassa miðjumaður og ég geng svo langt að segja að hann sé núna okkar besti miðjumaður.

    Suarez Borini
    Gerrard
    Allen Lucas Sahin

    Þetta er rugl flott byrjunarlið en ég væri samt til í að fá inn annan slúttara þarna framm með Suarez.

  9. Það var nú kominn tími til að við fengum leikmann frá Real Madrid miðað við hrúguna sem þeir hafa fengið frá okkur í gegnum tíðina 😉 Frábærar fréttir og vonandi hann styrki liðið til muna.

  10. Menn á Twitter eru að tala um að við höfum borgað 5mp fyrir lánið plús 6mp fyrir laun hans fyrir árið sem gerir 11mp fyrir að hafa Sahin í vetur. Ef við kaupum hann næsta sumar fer 5mp borgunin upp í verðmiðann þá, annars var það bara eingreiðsla og hann fer aftur til Real.

    Mér er skítsama hvað menn þurftu að leggja á sig eða borga eða gera til að fá Sahin hingað. Það eru þrjú ár síðan Xabi Alonso fór frá Liverpool og í dag erum við skyndilega komnir með þann unga leikmann í Evrópu sem er líkastur honum á velli! Ég hef séð mikið til Sahin, eins og ég hef tíundað bæði hér áður og í podcasti, og þetta eru klárlega fyrir mér kaup sumarsins hjá Liverpool og þau kaup sem umfram önnur munu lyfta okkur strax upp á hærra plan.

    Okkar sterkasta miðja verður klárlega Lucas, Allen og Sahin. Með þessum kaupum hlýtur Rodgers að vera að hugsa með sér að geta fært Gerrard í framlínuna með Borini og Suarez enda hefur hann verið að spila nánast sem framherji undanfarið. Þannig að ef við hugsum um okkar sterkasta lið undanfarna daga er Sahin að fara að hirða stöðuna af Downing og Gerrard færir sig út á hægri kantinn.

    Þetta er svo frábært mál að ég ræð ekki við mig. Einu sinni vorum við með miðjuna Alonso, Mascherano, Sissoko og Gerrard. Svo kom niðursveiflan og skyndilega var Gerrard að spila með mönnum eins og Spearing og Poulsen. Nú er Rodgers búinn að leggja mikla áherslu á miðjuna og auk þess að fá Lucas inn úr meiðslum erum við líka komnir með Allen og Sahin.

    Alonso, Mascherano, Sissoko, Gerrrad.

    Spearing, Poulsen, Adam, Gerrard.

    Lucas, Allen, Sahin, Gerrard.

    Sjáiði muninn? Við erum komin með miðju sem öll önnur lið ættu að óttast á nýjan leik!

    Djöfull hlakkar mig til í vetur. Nú fyrst er ég spenntur. Maggi hefur talað í allt sumar um þörfina á einum WOW-kaupum. Þetta eru WOW-kaup fyrir mér. Gæti ekki verið ánægðari.

  11. Góðar fréttir!

    En miðjan gæti líka verið
    Lucas
    Henderson Shelvey Spearing
    Sahin

    Hmmm….

  12. Miðjumenn er augljóslega eitthvað sem BR leggur mikla áherslu á, og staðfestir að hann vildi fá Gylfa Sigurðsson. Held að Sahin séu betri “kaup” og vona það svo sannarlega. En ég ætla ekki að missa mig strax, hann á alveg eftir að sanna sig annarsstaðar en í Þýskalandi, ekki gleyma því, þó hann hafi svo sannarlega sannað sig þar með stæl.

    Þetta eru vonandi endalok Spearing, sem er sagður á leið til Bolton (LFC vill þrjár milljónir punda) og Adam, sem vonandi fer til Fulham svo við fáum Dempsey.

  13. Þetta eru frábærar fréttir!
    Og ef það sé rétt sem Kristján ýjar að við gætum mögulega keypt hann, gerir þetta en meira frábært!

  14. Að mínu mati er þetta mun betri dílil en að kaupa Adam Johnson. Erum við ekki nóg af efnilegum Bretum? Það gefur manni klárlega von að við skyldum næla í hann fyrir framan nefið á Arsenal. Rodgers og hans crew eiga hrós skilið fyrir þetta! Vonandi fer Spearing og svo væri flott að fá Dempsey inn og Adam út á móti.

  15. Sælir félagar

    Í einu orði sagt FRÁBÆRT. Og þetta með að Gerrard verði kantframherji hægra megin er eitthvað sem mér líst sérstaklega vel á í ljósi sögunnar.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  16. jesssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssss

    fuck yeah vúúúúúúú´

    sahin er bestur !!!

  17. Svo það sé alveg á hreinu þá finnst mér þessi díll vera WOW-kaup þar sem ég stóla á að Gerrard fari nú framar á völlinn.

    Ég vill fá önnur WOW kaup og nú mann sem mun skapa 20 mörk í vetur, bæði með að skora og leggja upp. Koma svo…

    Muniain,Muniain,Muniain,Muniain,Muniain…..

  18. Hefur enginn áhyggjur af því ef við vorum að yfirbjóða samning Arsenal (sem var samþykktur samkvæmt allskonar ótraustum heimildum)? Yfirboðið er líka allsvakalegt, 2 millur með kauprétt vs 5 millur og enginn kaupréttur (skv sömu heimildum).
    Mér finnst þetta svo mikil munur að ég eiginlega trúi því ekki.

    Á móti kemur, miðað við launatöluna sem Kristján Atli gefur upp (6 millur eru ca 115 þúsund á viku, í evrum líklega, svo það eru 90 þúsund pund á viku). S.s. við erum að borga honum Aquilani laun. Þá er reyndar gott að geta bara skilað honum aftur!

  19. Ég er allaveg mjög sáttur með að fá hann lánaðan og það væri ekki verra ef það væri möguleiki á að kaupa hann eftir tímabilið en hann er kominn og það er það EINA sem skiptir máli fyrir mér.
    Hugsið ykkur breytinguna frá því í fyrra og reynið að brosa ekki aðeins………
    Við erum komnir með 2 fína menn i hverja stöðu nema kannski frammi.

    Lið 1:

    Borini Suarez Gerrard
    Sahin Lucas Allen
    Enrique Agger Skrtel Johnson
    Reina

    Lið 2:

    Assaidi Carrol Downing
    Adam Hendo Shelvey

    Robbo Coates Carra Kelly
    Jones

    Þarna erum við komnir með 3 nýja mjög góða miðjumenn (endurkoma Lucas) og Gerrard kominn framar á völlinn sem ætti að styrkja sóknarleikinn til muna.
    Lið 2 er svo alls ekki svo slæmt og minnir mig meira að segja bara aðeins á lið 1 í fyrra gæðalega séð.

  20. Finnst þetta vera skref í rétta átt hjá Brendan, það var kominn tími á þetta og nú þarf að fá öflugan 20-25 marka mann í framlínuna og þá ætti að vera raunhæft að fara að setja stefnuna á 4 sætið. ?

  21. Nr. 19 til að keppa við Arsenal um leikmenn þá verðurðu alltaf að bjóða þeim meiri peninga. Arsenal eru í CL og enduðu í 3 sæti í fyrra á meðan við enduðum í 8 sæti. Mun meira aðlaðandi að fara til þeirra. Liverpool verður að bjóða meiri peninga til að fá leikmenn ef CL liðin eru að bjóða þeim samninga líka. Þannig er þetta bara og svona hefur þetta alltaf verið. Forráðamenn Liverpool skilja þetta og ég er ánægður með að menn hafi ekki bakkað útúr þessu heldur bara borgað það sem þarf til að fá þennan gæðaleikmann á Anfield. Við þurfum svona menn til að komast aftur í topp 4 sætin.

    Ég bara hæstánægður með að hafa náð að klára þennan díl. Loksins ALVÖRU leikmaður sem öll lið væru til í að hafa innan sinna raða.

  22. Geggjadar frettir og gerir mann virkilega spenntan!

    List alltaf betur og betur a hopinn okkar og thegar kerfid fer ad virka almennilega hja strakunum okkar ad tha mega hin lidin fara ad passa sig.

    HEIA LIVERPOOL!

  23. Frábærar fréttir að öllu leiti. Eitt annars Maggi, af hverju Muniain? Hann hefur skorað 24 mörk í 152 leikjum á Spáni…

  24. Það eru einhverjar raddir um að Liverpool séu að reyna að fá Daniel Sturridge frá Chelsea, mér finnst þessi leikmaður mjög spennandi en ég sé ekki Chelsea vilja láta hann fara frá þeim en spurning hvort hann vilji ekki fara að spila meira og hann gerir það ekki á næstunni hjá þeim bláu með Torres frammi sem val númer 1,2 og 3.
    Annars ef ég á að vera eins og rispuð plata þá óska ég eftir Huntelaar.

  25. Nei Daði #19. Ég hef engar áhyggjur – er aðallega glaður að sjá að það er líf og kraftur í að fá svona menn inn.

    Eru leikmannakaup (+ lán) sumarsins ekki að slaga í það að vera bara mjög góð? Sahin er eins öflugur leikmaður og hægt er að fá á þessum tímapunkti þó svo að enginn ofur kanóna frá seinustu leiktíð sé að detta inn en fyrir lið sem endaði langt frá Meistaradeildarsæti í fyrra er afar erfitt að fá slíka men.

    Brendan Rodgers virðist hafa gert afar vel úr því sem hann hafði og spennandi leikmenn inn. Allen finnst mér styrkja liðið töluvert og á eftir að verða betri – þar er á ferðinni leikmaður sem ég sé verða orðinn í algjörum toppklassa eftir 2-3 ár. Sahin lofar góðu og er þetta akkúrat dæmið sem hann þurfti að komast í. Hjá LFC fær hann fleiri leiki og er í dauðafæri á að komast í fyrra form án þess að ofur pressa sé á honum.

    Auðvitað vildi maður bæta við einum leikmanni enn í fremstu víglínu auk þess sem stöður, t.d. í vörninni, eru ekki alveg eins og maður vildi hafa helst hafa þær. Hins vegar finnst mér BR og co. vera á réttri leið með þetta og hafa styrkt miðjustöðuna verulega en hún er sú mikilvægasta á vellinum auk þess sem þú var okkar helsta vandamál lengst af í fyrra.

    Áfram LFC

  26. Hvenær fékk liverpool mjög góðan leikmann lánaðann síðast? Annars er þetta besti leikmaður sem við höfum fengið síðan Suarez var keyptur. Verst að við getum ekki keypt hann eftir leiktíðina. Munum við bæta við fleiri andlitum fyrir lok leikmannagluggans?

  27. flottur leikmaður hér á ferð. skv youtube virðist hann samt vilja senda langa háa bolta í hvert skipti sem hann fær tækifæri til, er það í takt við leikstíl BR?

  28. Glæsilegt!….verður vonandi lykilmaður. Dempsey næstur?..vona það allavega, hefur alltaf virkað markheppinn.

  29. Fràbærar frettir.

    Mundi helst vilja hafa carroll i boxinu með Gerrard og Suare i frjalsum hlutverkum fyri aftan hann og svo a miðjunni Lucas, Allen og Sahin.

    Borini finnst mer við fyrstu sýn alls ekki nogu goður til að vera i byrjunarliði Liverpool en vonandi skànar hann.

    Það er klarlega verið að reyna að losa Carroll út enda nefnir Rodgers hann ekki a nafn þegar hann talar um framherjana sina og i oðru viðtali nefni hann carroll heldur ekki a nafn þegar hann talar um hverjir munu skora morkin i liðinu. Allavega ef a að selja hann þarf að koma klassa senter i staðinn og helst maður sem skilar 20-25 morkum i deild.

    En Sahin eru frabærar frettir og eg hlakka rosa til að sja hann spila gegn Arsenal næstu helgi en naum i 3 stig fyrst gegn City.

  30. Ég elska BR!!! Nú er byrjunarliðið orðið sterkt. Draumamaðurinn minn væri Falcao hjá atletico. En það eru bara draumórar sem mun ekki rætast. Hvað um það þá elska ég BR.

  31. Hver á að skora mörkin? Ef það fæst ekki markaskorari í þetta lið þá er þetta vonlaust tímabil.

  32. Þetta er leikmaður sem má senda háa og langa bolta ala Alonso ef að sendingargetan er slík að 80-90% af þeim sendingum rata á samherja.
    Hörku spilari og styrkir miðjuna all svakalega. Ég verða brosandi það sem eftir er af helginni 🙂

  33. meiriháttar til Hamingu með þeta,kv ykkar besti vinur Siggi Mey=Kóngur

  34. Gerrard er nú einn besti skotmaðurinn í deildinni ásamt því að getað skorað með skalla og sent boltann duglega frá sér. Suarez þarf að bæta slúttið og þá verður hann markakóngur í deildinni því enginn leikmaður hefur eins mikla tækni og hann í PL. Sahin er með stórkostlega sendingargetu og Allen einnig. Svo er Lucas kominn til baka!
    Ég hef pínu áhyggjur af vörninni okkar miðað við startið en nýja kerfið er að lærast.
    Þetta með staðsetningarnar hjá Barca sem neville systirin var að tala um er ansi hreint magnað dæmi, svona til að vera algjörlega hreinskilinn að þá finnst mér það algjört óðs manns æði að stunda þetta á móti sterkum framherjum en hei, hvað veit ég! Ef þetta gengur upp þá er heldur betur veisla fyrir okkar menn fyrir ofan miðju! Guð hjálpi þá andstæðingunum.

  35. Djöfull eru þetta glæileg tíðindi. Sahin er frábær leikmaður sem styrkir byrjunarliðið strax! Það voru svona viðskipti sem maður beið eftir að sjá. Mann sem styrkir byrjunarliðið!

    Annars held ég að miðað við ástandið á Lucas sem spilaði lítið að undirbúningstímabilinu og er að jafna sig á erfiðum meiðslum er okkar sterkasta miðja: Allen, Sahin og Gerrard (í holuni).

    Nú er bara að halda áfram og tryggja okkur eitt stykki markavél fyrir veturinn!

    Þá gæti liðið litið út:

    Reina

    Enrique Agger Skrtel Johnson

    Sahin Allen Gerrard

    Suarez MARKAVÉLIN Borini

  36. Kristján Atli.
    Ef við erum að borga 6 m pund fyrir launin hans þá er hann með 500 þús pund á mánuði. Það getur ekki staðist. Þá væri hann launahæstur í heimi.
    Er þetta ekki frekar samtals?

  37. snilldar move hjá Rogers……….nú er útilokað að Henderson, Shelvey, Adam og Spearing verði á miðjunni hjá okkur nema í hvíldar eða meiðsla tilfellum…….óska miðjan mín er
    Allen
    Gerrard Sahin , svo frammi
    suarez Dempsey Sturridge ( vonandi er slúðrið rétt) vörnin yrði
    johnson agger skrtel enrique keeper
    reina

    öll meðaljónin á bekkinn eða selt,þið vitið hverja ég er að meina

  38. Gleði gleði er ekkert lítið sáttur og fyrsti leikur á móti Arsenal hehe þar að segja ef hann hoppar í byrjunarliðið sem ég bíst við loksins fengum við einhver leikmann þó svo að annað lið hafi viljað hann 😀

  39. Smá off topic, ég er að horfa á gamla liðið hans Brendan Rodgers og það er greinilegt að þeir fengu fullkominn arftaka hans í Michael Laudrup sem lætur liðið spila glimrandi sóknarbolta enda sést það að liðið er með markatöluna 8-0 eftir 2 leiki og virkilega gaman að fylgjast með þessu liði.
    Þeir eru að snýta Enska liðinu West Ham og þarna sér maður kannski muninn á liði sem er fullt af Enskum leikmönnum eins og West ham hafa og svo Swansea sem hafa verið að flytja inn mikið af mönnum frá Spáni og boltameðferðin er yndisleg.

    HÆTTUM AÐ KAUPA ENSKA YFIRVERÐLAGÐA LEIKMENN SEM EKKERT GETA.

  40. 38

    500 þús pund á mánuði eru 125 þús pund á viku…það er eðlileg tala þó hún sé kannski fullhá að mínu mati

  41. Frábært að miðjan sé orðin svona svakaleg á pappírum, vonadi geta þessir menn skilað klúbbnum fram á við á komandi tímabili. Er kominn með nóg að leikmönnum sem maður er endalaust að bíða eftir að geta eitthvað eða springa út. Menn hafa bara verið að gera á sig í staðinn. Spearing og Adam út og 1-2 í staðinn. Sturridge eða Dempsey frammi og svo einn til að bakka Enrique upp.

  42. Frááábær kaup, og liðið orðið talsvert sterkara en í síðasta leik.

    Svo er eitt sem gleður mig og það er það að Suso fái að læra af Sahin í allavega eitt ár, gæti ekki fengið betri mann til að horfa á og æfa með daglega og vonandi miðlar Sahin reynslu sinni með honum.

  43. Nú þegar stóru klúbbarnir kaupa alla sem hönd á festir, sbr. Sahin til Real, Lukaku til Chelsea, Adam Johnson, (reyndar allir sem City keypti þegar þeir urðu ríkir), er gott að benda á að ungir leikmenn fá lítil sem engin tækifæri í þessum liðum.

    Fín grein um hvern?;

    http://soccernet.espn.go.com/columns/story/_/id/1140345/john-duerden:-the-curious-case-of-dong-fangzhuo?cc=5739

    Vonandi mun Sahin standa sig vel hjá Liverpool, og fá að spila í framtíðinni.

  44. Djöfull er ég sáttur með WBA í dag tóku 2 stig af spurs sem betur fer svo við lendum ekki langt á eftir.

  45. Hann styrkir liðið til muna. En við þurfum að fá gæði í sóknarlínuna og á vængina.
    Annars endum við ekki fyrir ofan Spurs eða Arsenal.

  46. Flott að fá hann inní hópinn. En mér finnst menn vera alltof bjartsýnir á að þarna sé kominn einhver bjargvættur í heimsklassa.
    Vil bara minna menn á að hann hefur ekki ennþá spilað einn einasta leik fyrir Liverpool og við skulum bíða og sjá áður en við hysjum hann uppí hæstu hæðir. 🙂

    Annars býð ég hann hjartanlega velkominn!

  47. Voru menn ekki að tala um að Rodgers yrði að fá fljótari vængmenn til að geta spilað sitt kerfi? Þá veit ég ekki alveg með að ætla að setja Gerrard (árið 2012) í þá stöðu. Ég hugsa að þetta sé meira gert til að styrkja miðjuna svo við eigum amk. einn alvöru miðjumann á bekknum. Ég er hrikalega ánægður með þennan samning, þetta er alvöru spilari.

  48. Bond Nr.42:

    Ef ég vissi ekki betur en Enskur Leikmaður skoraði seinasta Mark leiksins ámóti West Ham var nú að nafni Danny Graham svo voru nú lykilmenn Swansea í leiknum voru Nathan Dyer sem líka enskur og svo Wayne Routledge á líka rætur frá Englandi.

    Ekki má neita samt bestu kaup sumarsins voru frá Spáni það er Michu og vonandi mun Assaidi slá í gegn einsog hann Michu enda komu þeir báðir keyptir af svipuðum Verði.

  49. Fylgdist mikið með Dortmund og Sahin þegar þeir rúlluðu upp þýsku deildinni. Afburða leikmaður hérna á ferð nái Rodgers að mótivera hann. Hef lengi talað fyrir því hér á kop.is að við keyptum góða leikmenn sem hafa verið undir stjórn Jose Mourinho eða frá Real Madrid og Barcelona. Þetta er akkúrat snarpa leikskilningsríka miðjumanns týpan sem okkur hefur vantað síðan Xabi Alonso fór. Nú getur Gerrard líka farið í frjálsu hægri kantframherja stöðuna eins og ég stakk nýlega uppá.

    Mér er slétt sama hvað við borgum fyrir Sahin að láni svo lengi sem drengurinn skilar okkur í Meistaradeildina þar sem Liverpool á heima. Dásamlegt líka að gera Arsenal að litla fjárhagslega vanmáttuga liðinu fyrir leikinn mikilvæga gegn þeim næstu helgi.

    Við sýnum pung með þessum viðskiptum. Nú er bara upp með hökuna, út með kassann og pressa Man City í drasl á morgun og sýna hversu frábært Liverpool getur verið á heimavelli.

    Áfram Liverpool.

  50. Ég sá Sahin í horninu á Mánabar,

    hann minnti mig á Xabi.

    Ég skellti krónu í djúkboxið og hækkaði vel í því.

    Hann þagði bara og snakkaði við Wengerinn

    og þóttist ekki taka eftir mér.

    Í hægðum mínum labbaði að Bernabeu og sagði hátt:

    Komdu með, ég bið þig

    Komdu með, ég bið þig

    Ég vona að þú segir ekki nei við mig

    því trúðu mér Kop dáir þig.

    Það eina sem skiptir máli ert þú & LFC.

    YNWA

  51. 26: Við þurfum ekki að yfirbjóða Arsenal, Real er alveg saman hvaðan peningarnir koma. Leikmaðurinn fær sín laun svo 100%, meistaradeild eða engin meistaradeild, hann er með samning upp á það. Ég átta mig ekki á afhverju þessi saga er að segja að við höfum yfirboðið Arsenal (s.s. tilboðið sem Real fær), nema að okkar tilboð hafi verið það gott að Real hafi neitað að semja við Arsenal.

    39-44 ég ætla að reikna með að þetta sé í evrum, 90 þúsund pund á viku er ekki ólíklegt að Real sé að borga leikmanni sem var valinn leikmaður ársins í þýski deildinni árið sem hann fer til Real.

  52. mega sáttur…. nú er bara að vona að við getum samið við hann til frambúðar!!!

  53. LFC virðist ætla að spila leikkerfið 1-9-0 a la Barca. Er ekki komin tími til þess að kaupa sóknarmann eða vængmann.

  54. Maggi minn # 18, er ekki þessi Muniain varamaður hjá A. Bilbao ? á hann að vera svar okkar við lélegri nýtingu marktækifæra okkar og markaþurrð ?

  55. Við gætum keypt Alonso aftur, en okkur vantar ennþá mikilvægasta púslið og það er maður sem getur klárað blessuð færin.

  56. Höddi minn, “þessi” Muniaín var 54 sinnum í byrjunarliði í 63 leikjum Athletic síðasta tímabil. Er hann varamaður? Really?

  57. það sem ég er sáttur við hjá okkur að við tökum góðann tíma í að fá til okkar menn. Engin panic kaup einsog hjá rauðnefnum sem keypti bara e-ð úti loftið í sumar.

Hearts 0 – Liverpool 1

Man City á morgun!