Arsenal á morgun

Mikið skelfing er erfitt að mótivera sig fyrir einhverja pepp upphitun núna eftir atburði, eða ættum við að segja ekki-atburði gærdagsins. Vonbrigðin með lokun gluggans voru svo gríðarleg að ég man varla annað eins. Andy Carroll farinn úr sóknarlínunni og enginn kom inn í staðinn. Óskiljanlegt, gjörsamlega óskiljanlegt. Maður er búinn að bölva svo mörgum og svo mikið, FSG, John Henry, Tom Werner, Ian Ayre, Brendan Rodgers, Damien Comolli, Kenny Dalglish, Christian Purslow…en maður er lítið bættari með því að bölva öllum þessum aðilum, sem líklega eiga allir sinn þátt í því að þetta endaði allt eins og það gerði, mis stóran, en allir sinn þátt.

En hvað bætir það að sitja hér á Íslandi og svekkja sig á hlutum sem maður fær engu við ráðið? Jú, það er nú bara þannig að þetta hefur áhrif á mann, hvort sem manni líkar það betur eða verr. Engu að síður þá er kannski gott að setja hlutina aðeins í samhengi. Við vildum svo sannarlega hafa smááááá breidd þegar kemur að framlínunni og helst að styrkja liðið milli ára, það var ekki gert og það er nokkuð sama hvað maður bölvar eða tuðar, glugginn opnar ekki fyrr en í janúar. Stjórnendur félagsins koma til með að þurfa að svara erfiðum spurningum næstu dagana því reiðin yfir þessum félagaskiptaglugga er langt því frá bundin við stuðningsmenn Liverpool FC hér á Íslandi. Við verðum núna bara að vonast til þess að hvorki Suárez eða Borini meiðist fram að áramótum. Við höfum ágætist dæmi frá Newcastle, þó svo að alltaf sé erfitt að heimfæra aðstæður á milli liða. Þeir misstu nokkra af sínum bestu mönnum (það höfum við reyndar ekki gert núna) og keyptu einn framherja og stóluðu verulega á hann (Ba). Þeir áttu hörkugott mót og bættu svo við öðrum framherja í janúar glugganum (Cisse). Við þurfum bara að vona að eitthvað svipað verði uppi á teningnum hjá okkur þegar kemur að framlínunni.

En hvað um það, það er hörkuleikur á Anfield á morgun. Arsenal menn koma í heimsókn og veit ég að margir úr þeirra röðum eru ekkert yfir sig sáttir með lokaútkomuna úr félagaskiptaglugganum. Þeir hafa byrjað tímabilið rólega með tveimur 0-0 jafnteflum, enda misstu þeir sinn aðal mann fyrir leiktíðina, Robin Van Persie. Þeir reyndar bættu við sig 3 sóknarmönnum, eða allavega sókndjörfum mönnum í þeim Cazorla, Podolski og Giroud og eru það allt fínir leikmenn, sér í lagi Cazorla. Þeim hefur þó ekki tekist að finna leiðina í markið í þessum fyrstu tveim leikjum, vonandi að áframhald verði á því á morgun.

Persónulega finnst mér skrítið þegar stuðningsmenn Arsenal hafa verið að svekkja sig yfir því að vera ekki í baráttu um titilinn á Englandi. Mér hefur fundist þetta lið þeirra vera að skila fleiri stigum í hús en efni standa til, það er Wenger sem er bara snillingur í að koma þeim ofarlega sama hversu slakt lið þeir eru með. Mannskapur Arsenal er og hefur verið að mínu mati, nær okkur í Liverpool heldur en liðum eins og t.d. Man.City og Chelsea. Wenger hefur aftur á móti aðeins verið að breyta innkaupastefnu sinni síðasta árið eða svo, byrjaður að fá inn leikmenn sem actually hafa orðið hár á vissum stöðum, farinn að senda útsendara sína á stóru mótin í staðinn fyrir að einblína á lokakeppni U-12 liðanna. Vandamálið þeirra er fyrst og síðast það að þeir halda aldrei leikmönnum sínum þegar þeir byrja að blómstra og geta eitthvað að ráði.

Spili okkar menn eitthvað svipaðan leik og þeir gerðu gegn Man.City um síðustu helgi, þá er ég ekki í neinum vafa með það að 3 stig koma í hús. Verði menn aftur á móti meira í svona Hearts gír, þá er ekki von á góðu. Ég er mest hræddur við Cazorla í þeirra liði, en það er klárlega mikil ógnun víða hjá þeim þegar horft er fram á völlinn. Þrátt fyrir markaleysi þeirra, þá eru þeir með afar öfluga sóknarlínu í þeim Gervinho, Podolski, Giroud og Cazorla, með Arteta þar rétt fyrir aftan. En það er aðeins aftar sem ég tel veikleika þeirra liggja og það þurfum við að nýta okkur. Diaby hefur verið að spila inni á miðjunni hjá þeim og Jenkinson í bakverðinum. Ég er svo sannarlega að vona að hinn ungi Sterling verði hafður inná og látinn djöflast í þeim gaur allan leikinn. Hinum megin í vörninni er svo líklega Gibbs, sem mér finnst heldur ekki sá traustasti í bransanum. Vermaelen stýrir svo öllu dæminu þarna aftast og þar fer að mínum dómi einn allra besti varnarmaður deildarinnar. Við hlið hans er svo Mertesacker sem er stór og stirður varnarmaður, en afar sterkur í loftinu og fyrir aftan þá verður líklegast Mannone, sem er 2-3 markvörður þeirra. Það er því algjörlega ljóst mál í mínum huga hvar veikleikar Arsenal liggja.

En að okkar mönnum, eða þeim sem eftir eru á Melwood. Eitt jákvætt við ástandið eins og það er núna (jú, maður reynir að tína allt til) er að ungir strákar fá aukna ábyrgð og meiri spilatíma. Vörnin er sæmilega vel sett hvað varðar byrjunarlið og breidd, allavega á þessum tímapunkti getur maður ekki leyft sér að óska sér meiri breiddar í vinstri bakvarðarstöðunni þegar ástandið er eins og það er í framlínunni. Mér skilst að Enrique sé heill heilsu á ný, þannig að aftasta línan ætti að vera nokkuð klár (með þeim fyrirvara að enginn hafi meiðst á æfingu í gær eða í morgun). Þrátt fyrir fínan leik Coates gegn City, þá held ég að Agger komi inn í hans stað. Lucas er eins og allir vita frá í 2-3 mánuði því finnst mér miðjan hjá okkur líka nokkuð sjálfskipuð með Allen aftastan og Sahin og Gerrard þar fyrir framan. Nú þarf maður ekki lengur að óttast það að Spearing byrji inná. Frammi verður svo Suárez með Borini rétt fyrir aftan. Þá er komið að stöðunni sem ég tel vera einu óvissuna, Sterling vs. Downing. Ekki misskilja mig, ég persónulega tek Sterling fram yfir hinn alla daga vikunnar, en ég tel þetta vera einu spurninguna í huga Brendan Rodgers. Sterling búinn að spila mikið undanfarið (reyndar bara inná sem varamaður gegn Hearts) og Downing átti fínan leik í bakverðinum síðast. Ég ætla samt að tippa á að Sterling byrji leikinn.

Svona ætla ég því að stilla þessu upp:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard – Allen – Sahin

Borini – Suárez – Sterling

Vonandi sjáum við Sahin í byrjunarliði og ekki væri heldur leiðinlegt að fá að sjá eitthvað af Assaidi. Eins og ég sagði hér að ofan þá eru veikleikar Arsenal aftarlega á vellinum og því þurfum við að pressa hátt, halda bolta og í rauninni spila svipað og við gerðum gegn City. Hægri bakvörðurinn þeirra er mjög veikur og ef menn herja á þessar veiku stöður, þá er vel hægt að brjóta þetta Arsenal lið. Við þurfum þó að vara okkur á skyndisóknum þeirra, því þeir eru með hraða menn sem koma boltanum hratt upp völlinn. Pepe Reina, Martin Skrtel og þið hinir, svona mistök eins og við höfum séð í síðustu tveim leikjum, þau eru einfaldlega ekki í boði. Einbeitning í 90 mínútur plús og ekkert annað.

Ég ætla að vera bara bjartsýnn og segja að við sigrum þennan leik 2-1. Sterling setur sitt fyrsta mark í deildinni og Gerrard bætir öðru við. Nú er bara að gleyma leikmannakaupum þar til í janúar, vona það besta og styðja liðið til góðra verka. Það er fullt af flottum fótboltamönnum hjá okkur og þrátt fyrir að vera búnir að losa okkur við alla þessa kalla þá er engu að síður talsverð barátta um að komast á bekkinn þegar allir eru heilir. Það væri frábært boost að laga vonbrigði gluggans með góðum sigri á Nöllurum á morgun.

91 Comments

  1. Dagurinn í gær sýnir svart á hvítu í hvaða ástandi okkar elskulega félag er í. Erum í verulega vondum málum með eigendur sem hvorki geta né vilja setja peninga í þann nauðsynlega gjörning að styrkja liðið með þeim gæðaleikmönnum sem okkur vantar. Þetta virðast vera sömu svikahrapparnir og þeir sem keypt var af en kemur þetta eitthvað á óvart. Ameríkanar eru snillingar i að segja allt það rétta en um leið og þeir snúa sér í hina áttina þá er veruleikinn allt annar. FSG skulda skýringar og fullt af þeim. Þeim sem fylgjast með baseball og Red Sox ætti ekki að koma þetta á óvart, eru búinir að losa sig við nokkra af sínum bestu leikmönnum þar á bæ, er reyndar ekki svo alvarlegt hjá okkur núna,þeir eru allir hér en það vantar viðbótina. Get vel ímyndað mér að fólkið í Liverpool sé gjörsamlega brjálað og ég vona svo innilega að þeir sýni það í verki með kröftugum mótmælum á morung.
    Að sama skapi þá hefur liðið verið að eyða stórfé í algert drasl undanfarið að það hlýtur að vera hægt að gleðjast yfir því að slíkt hefur ekki gerst núna en að sama skapi þá er með ólíkindum að fara inn í veturinn með einungis einn alvöru framherja, Borini hefur ekkert sýnt mér ennþá nema klúðra færum.
    Þetta er samt til háborinnar skammar, vona að FSG sjái að þeir eru bara að gera félaginu slæmt og selji það til einhvers sem hefur burði og vilja til að legga pening í félagið því til að keppa við stóru og nýríku félögin þá VERÐA þeir að legga umtalsverða peninga í LFC, annars verðum við bara áfram miðlungsfélag að berjast um 6-10 sætið. Það virðst vera það sem þessi andsk. vilja.
    Er ég svona vitlaus en sjá þessir menn þetta ekki?

  2. Ofunda þog ekkert steini að hafa þurft að gera þessa upphitun en matt fa hrós þvi hun er frabær og eg er eigilega sammala nanast ollu sem þu segir.

    Tippa a sama byrjunarlið og þú og er buin að vera allann timann klar a að 3 stig komi i hus a morgun en eins og Maggi segir i færslunni fyrir neðan mun eg hafa meiri ahyggjur af minni leikjunum.

  3. Við getum endanlega hætt að reyna þykkjast að vera einhverjir keppnautar við mu eða hin big four liðin eftir brandara gærdagsins.

    Miðlungs leikmenn muna bara skila miðlungs árangri

    Það er komið nóg af þessum pollyönnuleik ekki nema mönnum finnst lítið mál að bíða önnur 20 ár eftir Englandsmeistaratitli !

  4. Persónulega finnst mér að FSG séu varla búnir að opna budduna fyrir leikmönnum síðan þeir komu. Hvað hefur t.d mikið verið selt og keypt fyrir mikið (fjárhæðir) síðan þeir tóku við, er einhver sem getur sagt mér það? Er þetta ekki c.a á sléttu? Ekki eru þeir búnir að fá mikin pening fyrir ruslið sem þeir seldu og hafa keypt fyrir mismuninn.
    kv. Einn sem stendur á gati.

  5. Erum við ekki að borga fyrir eyðslufyllerí Kenny og Comolli í dag? Auðvitað var gærdagurinn gríðarleg vonbrigði en mér finnst allt of margir tala eins og liðið hafi þurft 3-4 leikmenn til að teljast samkeppnishæft. Við þurftum í raun bara einn markaskorara en eins við allir vitum, þá vaxa þeir víst ekki á trjánum….að mínu mati var betra að kaupa engan heldur en að kaupa bara einhvern. Hættum að tala um að gefa ungu strákunum tækifæri, en samt eru þeir ekki tilbúnir. Hættum að tala um “miðlungslið” og “meðalmennsku” því Liverpool FC er aldrei meðallið!! Liverpool FC er stærsti klúbbur í heimi að mínu mati og gærdagurinn breytir því sko alls ekki. Ég styð þennan klúbb, og Brendan 100% og er bara bjartsýnn á þetta tímabil.

    YNWA

  6. Saelir braedur…

    Carl Berg er staddur i Liverpool tessa stundina og aetlar ad sja okkur slatra Arsenal a morgunn.

    Eg ma til med ad lysa andrumsloftinu herna adeins, i ljosi tessara fretta (ekki fretta) ur leikmannaglugganum.

    I’ll put it shis way : tetta er svipad og ad vera staddur vid jadarinn a kirkjugardinum, tegar jardafor er tar i fullum gangi… menn eru bara i halfgerdu sjokki herna !!

    Hvad gerdist ?? Glugginn er lokadur, voru menn ekki orugglega bunir ad atta sig a tvi ??

    Anyway… ta er high profile leikur a sunnudaginn sem menn verda ad maeta i, og tad er eins gott ad menn verdi klarir i tann leik,og klari tad verkefni. Ad tapa tessum leik, yrdi bara hraedilegt fyrir klubbinn og okkur studningsmennina eftir tennan leikmannaglugga.

    En eg aetla ad treysa managernum, og lidinu til ad takast a vid tetta verkefni eins og fagmenn, og er maettur hingad til Liverpool til ad sja lidid mitt na ser i 3 stig, og ekkert minna en tad.

    Berum hofudid hatt felagar, og missum ekki truna….

    YNWA
    Insjallah…

    Carl Berg

  7. Sælir félagar

    Þá er manni runnin reiðin frá í gær. Það sem fór mest í taugarnar á mér var fyrst og fremst tvennt. Í fyrsta lagi yfirlýsingar BR sem hann gat svo engan veginn staðið við (mínus í kladdann hjá honum) og svo í annan stað ótímabært framsal á AC sem tvímælalaust veikir stöðu liðsins amk. fram yfir áramót (annar mínus í kladda BR). En Þetta er að baki og því ber að snúa sér að nútíðinni og framtíðinni. Ég á von á að BR muni ná sér í marga plúsa á þessarri leiktíð og hann á minn stuðning allann.

    En að deginum í dag og á morgun. Frábær upphitun hjá Steina (á erfiðum tíma) og ég hefi í sjálfu sér engu við hana að bæta. Er í öllu falli sammála og hlakka til morgundagsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur og vonbryðgi allra með niðustöðu síðustu daga er mikil.
    Hópurinn er vægt sagt mjjög þunnur og það vita það allir núna að eitthvað verður að gera í glugganum í jan.

    Hvað með Owen – hefði hann ekki verið betri en enginn
    ynwa

  9. Þá getur lífið loksins farið að snúast um fótbolta á nýjan leik. Líkt og langflestir Liverpool aðdáendur þá er maður allt í senn reiður, svekktur, undrandi og hundfúll með niðurstöðu sumarsins í leikmannamálum. Atburðarrásin í gær kórónaði svo vandræðaganginn og ruglið sem hefur verið í gangi. Eftir gærdaginn þó missti ég trúna á FSG, það apparat er ekki að fara setja neinar fjárhæðir til þess að styrkja liðið. Klárt að flest önnur lið hafa styrkt sig umtalsvert frá síðasta ári, meira að segja Everton. Liverpool hefur losað sig við haug að mönnum, réttilega í mörgum tilfellum, en því miður þá hafa ekki komið inn nægjanlega margir leikmenn inn á móti. Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvernig nýju leikmennirnir koma til með að spjara sig.

    Þá fær lánið á Carroll mann til þess að setja spurningamerki við BR enda hafði maðurinn gefið það út opinberlega að hann væri “Nutcase” ef að myndi lána AC. Ég get hreinlega ekki skilið þetta move, eins og margir hér eru búnir að benda á, hvað ætla menn að gera ef Suarez eða Borini meiðast?

    Nú er eins gott BR og FSG vegna að liðið fari að vinna leiki og það ekki seinna en strax. Ég er ansi hræddur að andrúmsloftið verði ansi þvingandi og erfitt ef úrslitin verða ekki hagstæð og liðið verði í efri hlutanum allt fram að áramótum.

    Arsenal leikurinn verður áhugaverður, við yfirspiluðum þá í vor en töpuðum engu að síður (hljómar kunnuglega). Annars treysti ég mér engan veginn að spá í leikinn enda er maður bara einhverri þoku eftir atburði gærdagsins. Þetta verður mjög áhugaverður leikur, svei mér þá ef það verða einhverjir stuðningsmenn á Anfield búnir að dusta rykið af borðunum sínum “Yanks Out!”

  10. Eru nokkuð sömu menn að bölva gærdeginum, og kvörtuðu yfir því að Carroll var keyptur fyrir 35m við lok gluggans… Því betra hefði verið að bíða fram á sumar og velja sér striker þá.

    Sjálfur er ég ansi bjartsýnn fyrir tímabilið og bara ágætt að fá að sjá hvað Rodgers getur gert með lítinn hóp plús unga upprennandi menn.
    Svo hlýtur Gerrard að vera að færast ennþá framar á vellinum sem eru frábærar fréttir.

    Við skellum Arsenal á morgun!

  11. Við getum alla veganna huggað okkur við það að það er pottþétt mál að klúbburinn gerði ekki jafn svakalega upp á bak í leikmannakaupum þetta sumarið og þeir gerðu síðasta sumar þegar þeir eyddu um 80 milljón punda í hvern getuleysingjan á fætur öðrum. Kannski væri nú bara jákvæðast í stöðunni að fá Owen til baka og láta hann vera í hópnum allaveganna fram að áramótum (nú veit ég að einhver æsir sig) svona rétt til að auka breidina.

  12. Carroll er nú að byrja þokkalega hjá West Ham, ótrúlegt að við gáfum hann frá okkur ! Óskiljanlegt !

    Afsakið þráðránið, en ég geri bara ekki annað en að hrista hausinn af skilningsleysi !

  13. Djöfull líst mér vel á þetta byrjunarlið sem þú settir upp, vona innilega að það verður svona

  14. Þeir sem eru eftir hjá Liv verða að þjappa sig saman og spila eins og þeim er lagið og engin mistök, sendingar pottþéttra og Reina, vera með góða vettlinga með lími á.Koma svo og gera mörk, heyrirðu það Suares. 3-1.

  15. Mjög spenntur fyrir leiknum en langar að spyrja; getum við kallað carroll aftur úr láni hvenær sem er, ef allt fer til fjandans?

  16. Ég er nokkuð hræddur um að Arsenal “kicki” í gang, bara svona af því að þeir eru að keppa við okkur á heimavelli og að þetta endi 2-0 fyrir Arsenal.
    (vonandi er þetta ekki rétt)

    Ég er svo sem ekkert að stressa mig yfir þessum leikmönnum sem við höfum.

    varnarlínan er frekar öflug hjá okkur. Johnsson – Skrtel – Agger Enrique. /rest.
    Miðlínan er ekkert verri…

    Gerrard/Shelvey – Allen/Sahin Henderson/Lucas

    svo er sóknarlínan okkar frekar slöpp… Allavega er hún ekkert til að hrópa húrra fyrir

    Borini – Suarez/Morgan – Assaidi/sterling/downing

    þetta lið er fínt af mínu mati!

    YNWA!

  17. Ég ætla aðeins að taka jákvæða pólinn á þetta. Ég er ósammála því að liðið hafi ekki verið styrkt milli ára.

    Liðið í fyrra:

    Reina

    Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

    Gerrard – Lucas – Adam

    Henderson – Suarez – Downing

    Bekkur: Doni, Carragher, Kelly, Spearing, Kuyt, Bellamy, Carroll.

    Utan hóps: Coates, Maxi, Shelvey, Flanagan

    Liðið í ár:

    Reina

    Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

    Lucas – Allen – Sahin

    Gerrard – Borini – Suarez

    Bekkur: Doni, Coates, Assaidi, Shelvey, Downing, Sterling, Morgan

    Utan hóps: Carragher, Kelly, Flanagan, Robinson, Cole, Pacheco.

    Hver sem er hlýtur að sjá að byrjunarliðið er allavega sterkara en í fyrra. Þar fyrir utan eigum við sex sóknarsinnaða leikmenn á bekknum eða utan hóps – og Morgan getur varla verið mikið verri en Carroll var í fyrra.

    Þeir leikmenn sem eru í hópnum í dag passa mun betur inn í leikkerfi Brendan Rodgers og vonandi er það leikkerfið og góð liðsheild sem mun skila okkur árangri í vetur en ekki einstaklingar.

    Eins mun þessi vetur verða frábært tækifæri fyrir menn eins og Kelly, Shelvey, Sterling, Morgan, Robinson, Flanagan og jafnvel einhverja fleiri unga leikmenn til að koma á óvart og verða stórstjörnur upp úr engu. Við erum jú alltaf að kalla eftir því að “kjúklingarnir” fái séns. Þetta er algjörlega tímabilið þar sem það mun gerast!

    Aðallega er ég kominn með leið á allri þessari neikvæðni í stuðningsmönnum og halda að allt sé ómögulegt því við fengum engan nýjan leikmann í gær. Eftir ömurlegt gengi Liverpool undanfarið bjóst ég alveg eins við að missa gæðaleikmenn í sumar eins og Reina, Agger, Skrtel, Suarez og fleiri. Þetta hefði getað verið miklu verra!

    Auðvitað er ég hundfúll yfir að hafa ekki fengið nýja leikmenn til liðsins í gær og að Tottenham sé farið að hafa betur í kapphlaupum við okkur um leikmenn. Það breytir því ekki að við erum ennþá með nógu góðan hóp og nógu gott skipulag til að vinna hvaða helvítis lið sem er!

    Þannig að ég segi bara bring on Arsenal! …og svo koll af kolli. Við erum nógu góðir til að fara í alla leiki með það að upplagi að vinna leikinn!

    YNWA

    Nesi Pollýanna.

  18. Andy bara búinn að leggja upp tvö mörk og er maður leiksins so far hjá Sky !

  19. Clint dempsey fór til tott á 6 milljónir tímdum við ekki 6 milljónum!! vá þið verðið bara að afsaka en þetta er allgerlega óafsakanlegt!

  20. 20 fór hann ekki á 7 mp? Chris Bascombe sagði að ástæðan fyrir því að við fengum ekki Dempsey var innkaupastefna FSG. Ekki tilbúnir að setja meira enn 4.5 mp í 29 ára gamlan leikmann og þeir stóðu fast á því.

  21. Verið róleg börnin mín, West Ham er bara að halda Carroll heitum fyrir okkur, hann verður kallaður til baka þegar við þurfum hann húha!

  22. Er að horfa á West Ham v.s. Fulham .. 3-0 í hálfleik og Andy Carroll er alltaf með tvo menn á sér og á stóóórann þátt í tveimur mörkum, ég er bara hálf klökkur yfir því að þessi drengur sé ekki lengur hjá okkur,, þetta er bara algerlega ótrúlegt,, það er nokkuð ljóst að BR fær EKKERT gefins lengur hjá mér, hann er ,að mínu mati, búin að vaða út í drullupollin og byrjaður að sökkva. En mikið vona ég að þetta verði rekið aftur ofan í mig… Frábær upphitun annars á frábærum vef.
    YNWA.

  23. ég er bara nokkuð bjartsýnn þrátt fyrir svekkjandin dag í gær.
    Ég sendi Reina krukku af Konráðs gæða klístri í vikuni og þá fer ekkert inn, allavega meðan krukkan endist.
    En byrjunar liðið í dag er klárlega betra en á síðasta tímab en vantar breidd.
    Vona það besta ;D

  24. Ætla ekki að falla í einhverja neikvæðni hérna eins og margir! Kop menn munið eftir hvað þið sögðuð með þolinmæði. Er sáttur með styrkingu Liverpool á miðjunni erum aftur komnir með klassa miðju eftir 4 ár!! þurfum ekki að treysta Spearing þegar Lucas meiðist. Vörnin okkar er góð vantar ekki mikið uppá þar og markvörðurinn okkar á að vera í heimsklassa sem vonandi finnur sitt gamla form.

    Nú eru allir að kvarta yfir sóknini, ég persónulega leist ekkert á Dempsey eða Sturridge. Demspey lyktaði eins og annar Keane og Sturridge þoli ég ekki. Frekar langar mig að gefa yngri leikmönnum séns allavega fram í janúar.

    Munið bara að BR fékk 4 ára samning ekki 6 mánaða.

  25. Ekkert bestu heimildir en :Liverpool will restart their search for a new Managing Director next week following a disastrous transfer deadline day at the club.owners are disappointed with the way failed conclude the deals and FSG held Iyre as responsible

    (Goal)

  26. Ég horfi klárlega á glasið hálffullt því liðið er töluvert mikið sterkar en á síðasta tímabili, það nægir að horfa á miðjuna og vita til þess að Spearing og Adam sem að mínu mati voru lang verstu leikmenn liðsins í fyrra eru báðir farnir og í staðinn er við búnir að fá tvo frábæra spilara sem eru þekktir fyrir gríðarlega góða sendingargetu og að vera hugsandi leikmenn, þetta ætti að skila sér í fleiri betri og auðveldari færum fyrir framherja okkar sem er að vísu þunnskipaður hópur í dag en Rodgers er þannig stjóri að hann er ekki hræddur við það að gefa ungu strákunum tækifæri á að þroskast og bæta sinn leik.

    Eigum við ekki að gefa þessu tækifæri á að anda fram að áramótum áður en við kæfum þetta við fæðingu.

    Leikurinn á morg verður walk in the park:)

  27. Takk fyrir flotta upphitun, skil þig veeel að það var erfitt að koma sér í gírinn eftir gærdaginn!

    Málið er samt að við erum alveg með þokkalega gott byrjunarlið, og ef þeir halda sér heilum og svona þá erum við ekkert í það slæmum málum.
    En það er aðalega þegar einhver dettur út í meiðsli, bann eða bara getur ekkert, þá erum við í djúpum…

    En ég held að við tökum þennan leik 3-1, bara svona til að láta stuðningsmenn líða aaaðeins betur í sambandi við sóknarlínuna. Suarez, Gerrard og Borini með mörkin.

    YNWA – In Brendan we trust!

  28. 2-0 sigur á Skyttunum.
    Ég held að Shain skori í fyrsta leik og Suarez svo.

    Wenger sagði að hann vill gæði umframm magn.

    Þetta ættu Liverpool menn að taka með sér í tímabilið.
    félagið keypti ekki bara eitthvern í glugganum enginn kaup bara til að kaupa.

    það þarf að vinna í stöðuleika og ég hef fulla trú á að Rodgers nái honum á þessu tímabili.
    Og þá er betur hægt að meta hvaða leikmenn félagið virkilega þarf.

    Það hafa stjörnur verið að semja til lengri tíma í sumar og þarna mun myndast kjarni sem þarf svo að bæta við.
    og verður vonandi gert.

    Svo kæmi manni ekki á óvart að heilagður Júdas kæmi heim eftir langt og mikið fylleri, bara spurning um hvort eiginkonan(Lfc) hleypi honum inn

  29. Caroll að standa sig vel hjá West Ham sem er bara gott. Þá aukast líkurnar á því að við getum fengið fínan pening fyrir hann ef Brendan vill hann ekki.

  30. Við förum í þennan leik með sterkari hóp en á móti City og vinnum þennan leik. Hef engar áhyggjur og ætla bara ekki að láta klúðrið í gær pirra mig, það er bara ekki til neins, það hefði samt verið sniðugt að nota síðustu mínúturnar þegar glugginn var opinn og henda Ian Ayre út um hann….. Vinnum þennan leik.

  31. Rodgers er með sama lið í höndunum og var betri aðilinn á móti City um daginn. Nema nú er Sahin möguleiki á miðjuna, og já Agger er kominn úr banni. Við erum með alvöru byrjunarlið, og þó svo sumir haldi Suarez geti ekki skorað þá minni ég á að hann er með 2 mörk úr síðustu tveim leikjum.

    Svo finnst mér í meira lagi undarlegt að kalla Rodgers nutcase, maðurinn hálf fórnar mannorði sínu til að setja pressu á eigendur að styrkja liðið. Það eru ekki við stuðningsmenn Liverpool sem eigum að taka þetta upp. Við eigum að styðja við bakið á Rodgers, það var hann sem fékk sparkið í punginn. Og ef til dæmis Suarez meiðist, þá er komið að okkur að styðja við bakið á næsta manni inn.

    Ef maður hefði ekki legið eins og asni yfir þessu í allt sumar, þá mundi maður bara vera nokkuð sáttur með þessi skipti á leikmönnum og þennan glugga, svo fáum við vonandi sóknarmann inn í janúar. Það verður ekki Clint Dempsey, en miðað við skrif margra þá var hann hvort sem er í meðallagi spennandi.

    11 á móti 11 á morgun, 3 stig í boði.

    Koma svo Liverpool !!!!

  32. Ég held að Rodgers og leikmenn Liverpool verði enþá í sjokki eftir skitu gærdagsins og eigi eftir að tapa þessum leik 0-4

  33. Það er allavega búið að rífa stuðningsmenn Liverpool niður á jörðina eftir að hafa verið búnir að upphæpa Rodgers sem einhvern rosa stjóra og núna kemur þetta! geggjuð spilamennska og grjótharður snillingur ! En NEI hann er ekkert nema smá peð sem hefur bara stjórnað smá klúbbum. Ekki komin sigur enn og strax komin þvílík drulla uppá bak. Hann stjórnaði kannski ekki moneyinu en hann lét Carroll fara frítt !!! þvílíkur bjáni !!! Þetta er ekki gott fyrir móralin og klubbinn og stuðningsmennina sem sýnir sig á morgun þegar við töpum leiknum 2-0

    Er drullu fúll með Rodgers og eigenduna AUMINGJAR að mínu mati ! byrjaði að sakna Benitez í september þegar Hodgson var. Svo aftur með Kenny og núna strax ennþá ágúst og ég er farin að sakna Benitez! eini sem kunni þetta !

  34. Er barasta þokkalega bjartsýnn á þennan leik. Á meðan Suarez er heill þá eigum við góðan séns. Við gætum alveg skorað 2 mörk, vonandi að vörnin geri bara ekki einhverjar gloríur á morgun.
    Annars fattaði ég það þegar ég las liðsuppstillinguna hversu mikill léttir það er að þurfa hvorki að óttast innkomu Adam eða Spearing. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.

  35. Góð upphitun og sammála liðsuppstillingu.

    Svo sem lítið að segja um gærdaginn, auðvita hefði verið gott að fá framherja en það þýðir ekki að tala um það núna.
    Núna þarf bara að horfa fram á veginn og vona að sá hópur sem við erum með í dag standi seg vel, mér fannst liðið standa sig vel í síðasta leik á móti Man City og við voru í raun óheppnir að vinna þann leik ekki.

    Ég alla vega ætla að horfa með jákvæðu hugarfari og bjartsýni á veturinn enda þýðir ekki að vera að svekkja sig yfir þessu í gær það er búið og gert.

    Spái 3-1 sigri á morgun og það verða Borini, Sahin og Suarez sem skora.

    KV JMB

  36. Sælir
    Miða við óheppni gærdagsins þá væri ég alveg til í að fá Owen heim aftur.
    Gæti þá allavega farið í gömlu treyjuna mína aftur. En í alvöru þá eigum við fullt að ungum leikmönnum sem ég get alveg séð fyrir mér að geti komið í framlínuna.
    Miða við fyrstu leiki þá sé ég alveg Sterling framanlega með Suarez. Einnig er ég spenntur að sjá Assaidi og Suarez saman. Annars er miðjan orðin nokkuð þétt þannig að Gerrard gæti verið framanlega fyrir aftan Suarez. Líka væri hægt að setja Sterling á toppinn og Suarez í sína gömlu stöðu á hæri kanti. Margar aðrar uppstillingar eru í boði. Ég er sammála Rodgers í að eiga leikmenn sem geta spilað meira ein eina stöðu. Ég vona að okkar mönnum gangi vel á morgun og nái allavega stigi á heimavelli. Við eigum allavega ekki að tapa á heimavelli í vetur. Helst að vinna alla heimaleiki. Við áttum leikinn á móti City en því miður þá voru gerð 6 ára krakka mistök sem kostuðu okkur sigurinn. Ég persónulega finnst leiðinlegt að horfa á fótbolta þar sem alltaf er spilað á markmanninn aftastann. Mér var kennt það sem krakki að við eigum að skora í hitt markið hinumegin. Vítateigurinn er hættu svæði og burtu með alla bolta þaðan og það strax. Stilla svo upp og meta stöðuna. Meðan boltinn er á vallarhelmingi andstæðingsins þá skora þeir ekki hjá okkur á meðan. Sókn er besta vörnin og hápressa sem allir taka þátt í en ekki bara 3 fremstu. Góða helgi kæru vinir og góðan morgundag. Hann verður það hjá mér.
    YNWA

  37. Já já ég veit að einhverjir eru að djóka með þetta en ég er nú samt líka búin að vera að lesa komment hérna og á Liverpool.is þar sem menn eru að leggja þetta til í fullri alvöru. Bara skil það ekki.

  38. Tottarar að gera jafntefli við Norwich á heimavelli, nú er bara að sigra Arsenal og komast fyrir ofan þessi helvíti!

  39. Sá viðtal við Sahin á 433 og þar kom hann inná það sem við Liverpoolmenn ættum aðeins að staldra við.

    Við náðum árangri hjá Dortmund því við vorum ein liðsheild. Á fyrsta tímabilinu undir Klopp vorum við í sjötta sæti, síðan í því fimmta,“ bætti Sahin við.

    „Svo urðum við meistarar og á síðasta tímabili endurtók Dortmund leikinn.“

    „Það er vegna þess að við vorum með langtímamarkmið. Brendan vill bæta Liverpool á sama hátt og ég held að liðið verði einungis á uppleið undir hans stjórn.“

    Allavega finnst mér þetta vera málið, að vinna leiki sem liðsheild það er málið og hætta að hugsa alltaf um kaup á einhverjum stjörnum eða dýrum leikmönnum.

  40. Var frekar pirraður í gær , ný hættur að reykja … næturvakt til 08.30 og var við tölvuna allan daginn hahahaha shitt ..
    Verð að viðurkenna að ég var frekar svartsýnn þegar ég var að festa svefn en vaknaði bara frekar jákvæður í morgun , Kenny eyddi helling en að vísu fékk hann helling fyrir sölur líka , BR var ósáttur við að fá ekki framherja í gær enn kommonn það var ekki eins og það væri bara hægt að versla inn í gær er það ??
    Nú er bara komið að því að byggja upp og nota ungu strákana okkar , gefa þeim tíma og byggja upp egoið hjáþeim .
    Við fengum líka mjög góða leikmenn inn þó svo Borini eigi eftir að sanna sig , allavega fyrir mér ..
    Nú er bara að standa saman og sýna það sem er staðreynd … VIÐ ERUM BESTU STUÐNINGSMENN Í HEIMI OG OKKUR ER EKKI SAMA UM OKKAR LEIKMENN .

    Svo hlakka ég til að eyða tíma með ykkur , bæði hér og á górillunni 🙂
    því það bara svo að maður getur labbað inn á bar þar sem POOLARAR eru , fengið sér sæti hvar sem er og það er eins og allir hafi þekkst í langan tíma 🙂
    Góða helgi og frábærann leikdag á morgun 🙂

  41. Nenni ekki að pæla í þessum glugga heitnum. Hann er lokaður, og verður ekki opnaður aftur fyrr en á nýju ári. Það er bara þannig. Ég er á því að þeir leikmenn sem eru hjá LFC séu sko alls ekkert í einhverju sjokki yfir því að engin var keyptur, þeir eru örugglega bara glaðir með það, því þá skynja þeir að þeim er treyst fyrir verkefninu allavega fram í janúar.
    Ég var ánægður með spilamennsku liðsins á móti shytti, við áttum að vinna þann leik ef ekki hefði verið fyrir tvenn varnarmistök. Ég held áfram að með sömu tugguna, ég vill að Anfield verði algjört “virki” fyrir LFC og að lið hræðist áfram að koma þangað að spila. Ég vill að leikmenn Liverpool yfirspili hvert einasta lið sem kemur í heimsókn, eins og þeir séu andsetnir 😉 Ég vonast eftir sömu spilamennsku og í síðasta heimaleik, bara án varnarmistakana, og því 2-0 sigur hjá LIVERPOOL.

    Llítum framávið, og reynum að bera höfuðið hátt þrátt fyrir “vonbrigði” gærdagsins.

    YNWA

  42. Ég var að henda út nokkrum ummælum úr þessum þræði af því að þau fjölluðu á engan hátt um leik Liverpool og Arsenal.

    Það er opinn þráður fyrir neðan þennan þar sem enn er verið að ræða leikmannagluggann og allt annað á fullu. Hér erum við að ræða leikinn á morgun. Haldið ykkur við efnið, annars verða ummælin ykkar fjarlægð.

  43. Steini reyndar talar um aðra hluti en bara leikinn í færslunni hjá sér en bara leikinn sjálfan. Hlýtur að vera í lagi að ræða það ? Ekki að ég sé að segja ykkur fyrir verkum 🙂

    Svar (KAR): Hann nefnir gærdaginn í inngangi að upphitun leiksins. Það gefur mönnum ekki leyfi til að ræða Drogba, Owen, Carroll og Ian Ayre í þessum þræði þegar það er þegar annar þráður fyrir neðan til að ræða alla þá hluti. Höldum okkur við leikinn hér.

  44. Getum alveg gleymt því að við munum ná stigi á morgun. Arsenal eru ekki komnir í gang en þeir eru með mikið betri mannskap og Arsene veit alveg hvað hann er að gera, vörnin þeirra lýtur út fyrir að vera sú besta í deildinni þrátt fyrir að vera spila með Mertesacker sem er varnarmaður #2 og Jenkinson sem er ungur leikmaður að fylla upp í skarð Bacary Sagna sem er klárlega besti hægri bakvörður heims. Ég hef horft á síðustu 2 Arsenal leiki og Jenkinson hefur staðið sig frábærlega og einhver Sterling á ekki roð í hann að mínu mati.

  45. Hef enga trú á Rodgers, gef honum hálft season, Liverpool ættu að fá alvöru stjóra s.s Allardyce eða Sven Erikson

  46. hlakka til …. langar persónulega að sjá Coates í liðinu …. svo er spurning hvort Enrique sé tilbúinn að byrja spái þessu svona

    Reyna

    Johnson – Coates – Agger – Enrique/downing

    Gerrard – Allen – Sahin

    Borini – Suárez – Sterling

    4-1 🙂 koma svo

  47. Liverpool vilja vinna móti Arsenal á morgun. Liverpool fá 3 stig!! Ég skil ekki hverju Liverpool ekki kaupa leikmann lið ?

  48. Ég vil ólmur fá að sjá Sahin á morgun.

    Þú þekkir mig ekki mjög vel ef þú telur að ég myndi fara eitthvert
    vegna peninga,“ sagði Sahin.

    „Ef þetta snerist um peninga, þá væri ég ekki hérna.“

    „Ég fékk fjölmörg tilboð sem hefðu gert mér kleift að þéna þrefalt
    meira en ég geri hérna.“

    „Mér er alveg sama um peninga. Ég veit að ég mun þéna mikinn pening á
    mínum ferli, ef allt gengur að óskum.“

    „Ástæðan fyrir því að ég er hérna er sú að ég veit að ég get fengið að
    spila fótbolta. Ég er með stjóra sem treystir mér og svo er þetta
    risastórt félag.“

    Þessi ummæli auk þess sem BR segir um hann http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/rodgers-sahin-in-contention gerir mig ennþá spenntari fyrir honum. Hann var fyrirliði hjá Dortmund 21árs þegar þeir urðu meistarar ekki satt? Virkar á mann eins og drengur sem keyrir áfram og gæti verið leaderinn sem okkur vantar til þess að rífa sig upp þegar illa gengur í leikjum

  49. Ég væri til í að sjá liðið svona :
    Pepe Reina
    Glen Johnson-Martin Skrtel-Daniel Agger-José Enrique
    Joe Allen-Nuri Sahin-Steven Gerrard
    Raheem Sterling-Luis Suarez-Stewart Downing

  50. eins og alltaf gaman að lesa svartsýnisrausið hérna. og svo dagin eftir kemur spáin (að meðaltali 4-1) og þvílík bjartsýni í gangi

    ég held að annað liðið vinni 1-0 eða 2-1 á morgun og vona að það verði Liverpool en leikurinn verður jafn.

  51. Veit einhver um gódan bar i bidborg Barcelona til ad horfa a leikinn

    YNWA!

  52. ég vil láta hasadi vera inná fyrir borini á morgun ef þessar youtube klippur er eitthvað réttar þá á Arsenal vörnin ekkki séns í hann .

    good luck liverpool

  53. Spái jafntefli á morgun. Eins og staðan er í dag er liðið nokkuð sterkt. Það þarf þó ekki mikið meira en tvenn meiðsli á framherjum og þá verður liðið skyndilega mjög veikt. Það eru of fáir frambærilegir sóknarmenn hjá klúbbnum. Þetta mun koma hvað verst niður á okkur í desember og janúar fram að því að liðið verður (vonandi) styrkt svo um munar.

  54. kæmi mér heldur ekki á óvart ef Shelvey fái að byrja var flottur á móti shity

  55. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að þú getir ekki mótíverað þig fyrir eitt stykki leikskýrslu heldur hvort leikmennirnir geti það fyrir eitt stykki Arsenal leik og hvað þá aðra leiki framundan. Þeir hljóta að skynja það að eitthvað er að. Ég sé ekki í fljótu bragði að það verði bjart yfir okkur á næstunni og kommenta kerfið hérna getur orðið sjálfsvígs-hvetjandi á þeim stundum. Ég vona að ég treysti mér hingað hinn fljótlega en nenni ekki að lesa volæðið hérna.
    Kisskiss!!

  56. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir morgundeginum. Búinn að læna öllu upp, frá morgni til kvölds. Byrja daginn á hefðbundinni fánahyllingu og svo er það morgunverður meistara, þ.e.a.s. súrmjólk með púðursykri og þrumari með osti. Það verður allt að vera eftir hefðinni á leikdegi. Annars erum hjónin bæði með bannsetta steinsmugu og búin að glíma við þennan fjanda síðan á fimmtudag, það hlýtur samt að sjá fyrir endann á þessum fjára fljótlega. Þetta mun þó ekki gera það að verkum að ég mæti ekki prúðbúinn til leiks á lókalinn.
    Við tökum þennan leik á morgun og ég reikna fastlega með því að Stebbi okkar setji mark sitt á leikinn.
    p.s. hvernig er best að losa gallabuxnarennilás úr forhúð?

  57. Vési; þegar þetta vandamál kemur upp er best að kippa rennilásnum snögglega niður. Síðan að láta frúna smyrja græðandi vendilega á fermingarbróðurinn og nudda vel. Mjög mikilvægt er að stækka þann flöt sem hér um ræðir til að smyrslið virki sem best. Um leið og svæðið hefur stækkað svo nemur þreföldun láréttrar stöðu að lengd og ummáli hefur frúin unnið sitt verk vel og sársaukinn vikið (í bili) fyrir ánægju og vellíðan. Þetta þarf síðan að endurtaka reglulega uns sárið er gróið að fullu

    Leikurinn fer 2-0 fyrir LFC.

  58. Þann 3. mars sl. kom Arsenal í heimsókn á Anfield, í leik sem við viljum væntanlega helst gleyma!

    Í þeim leik stillti Kenny Dalglish upp eftirfarandi byrjunarliði:

    Reina

    Kelly – Skrtel – Carragher – Enrique

    Henderson – Spearing – Adam

    Kuyt – Suarez – Downing

    Kannski er það bara ég, en mér finnst liðið sem Steini stillir upp í upphituninni talsvert sterkara en byrjunarliðið í fyrra.

    Ég er bjartsýnn á morgundaginn!

  59. Takk kærlega fyrir hjálpina. Ég vil þó koma því á framfæri að ég leitaðist eftir þessum upplýsingum fyrir seinheppinn vin minn.

  60. Alveg ótrúleg neikvæðni í öllum þeim sem koma að pistlaskrifum á þessum annars ágæta spjalli. Las nokkur komment í gærkveldi við leikmannagluggann og það var alveg ótrúleg neikvæðni. Það er ekki tilviljun að þau komment hér að ofan sem hlotið hafa lang lang lang lang flesta þumla fjalla einmitt um að þetta lítur bara ágætlega út hjá BR. Byrjunarliðið okkar er sterkara en það var í fyrra, ekki nokkur spurning.

    Ég vil frekar bíða í nokkra mánuði og fá rétta framtíðar strikerinn sem við erum að leita að en að gera enn ein Adam kaupin. ( Dempsey)

    Verið aðeins rólegir drengir, uppbygging tekur tíma og skyndilausnir eru eitthvað sem við höfum bara ekki áhuga á í auknablikinu.

    Við vinnum þetta Arsenal lið á morgun 2 0, það er bara þannig !

  61. Fyrir þá sem halda því fram að núverandi eigendur séu ekki að leggja nógu mikinn pening í leikmannakaup.

    Síðan þeir tóku við hefur Liverpool keypt fyrir : 139,35 milljónir
    Svo höfum við á móti selt leikmenn fyrir : 86 milljónir punda
    Heimild lfchistory.net

    Það er því búið að styrkja hópinn um 53 milljónir punda. Mér sýnist að núverandi hópur sé bara töluvert mikið sterkari en þegar Roy Hodgson lagði af stað í 2010-2011 tímabilið. Þetta eru 3 leikmannagluggar og er meðal eyðsla í glugga því á milli 17 og 18 milljónir. Skuldir klúbbsins voru greiddar niður og það er búið að styrkja reksturinn, tryggja nýja og betri sponsora osfrv. Auk þess er búið að hreinsa út flesta af eldri hálaunamönnunum sem voru flestir farnir að dala og voru búnir að missa sitt fastasæti í liðinu. Ss, búið að rétta reksturinn af og leggja grunninn að því að klúbburinn verði með þeim best reknu í deildinni.

  62. http://fotbolti.net/fullStory.php?id=132607
    Af hverju reynum við ekki að krækja í Drogba? hann myndi reyndar örugglega biðja um e-h himinhá laun en mér finnst við klárlega eiga að reyna að fá hann til okkar. Það bara verður að bæta þennan hrikalega þunna sóknarmanna hóp!

  63. 2-1 fyrir okkar mönnum vona það besta

    erbjartsýnn #miklubetrienífyrra

  64. Egill #65:

    Ef þú tekur saman launalækkanir og aðrar kostnaðarlækkanir síðustu tveggja ára, leggur svo við þær stórauknar tekjur vegna nýrra kostunarsamninga (Standard Chartered, Chevrolet ofl.) – ertu þá ekki kominn upp í þessar 50 milljónir punda sem eigendurnir eiga að hafa lagt LFC til, og jafnvel vel það?

    Eru þá eigendurnir nokkuð búnir að leggja eitthvað af peningum í leikmenn, í raun og veru?

    Þar fyrir utan eru 16-17mp. í hverjum glugga ekki stór upphæð þegar litið er til þess hvað bestu lið deildarinnar eru að gera. Við ættum, og þyrftum að eyða meiru en þau, til að vinna upp það bil sem er orðið á milli LFC og top 4 liðanna – en ekki rétt hanga í þeim í gluggunum.

    Veit ekki með aðra en þessir blessuðu FSG menn eru farnir að lykta eins og H&G. Vonandi eru þeir bara óheppnir í rakspíravali – en þeir eru á skilorði, það er klárt.

  65. Með fullri virðingu fyrir konum þá óska ég eftir því að þeir sem væla mest hérna merki póstana sína “Kellingavæl og aumingjaskapur” efst svo maður geti skautað framhjá þessum viðbjóðslegu leiðindum.

    Takk fyrir seinni hlutan af upphituninni SSteinn. Þetta verður þvílík skemmtun á morgun. Það er langt síðan mig hefur hlakkað jafn mikið til að sjá Liverpool spila eins og á þessu tímabili. Undanfarin ár hefur maður hugsað fyrir flesta leiki “Ahhh…vonandi spilum við skemmtilegan fótbolta í dag ólíkt undanförnum leikjum”. En núna er þetta allt annað og Brendan er að reynan að byggja upp lið sem spilar skemmtilegan OG árangursríkan fótbolta.

    Fótbolti snýst nefnilega líka um skemmtanagildi þó úrslitin skipti auðvitað mestu máli. Einmitt þess vegna hef ég gríðarlega trú á Rogers en vorkenni Tottenham stuðningsmönnum gríðarlega með Villa-Boas sem spilar leiðinlegan og óárangursríkan bolta. Enda verður búið að reka hann fyrir áramót.

    Ég þakka eigendum kærlega fyrir að ráða Brendan Rogers í starfið. Bjartir tímar framundan…..hvort sem við fáum súper-strækerinn sem kemur með jólin í næsta eða þarnæsta glugga.

  66. ég held að það yrði sniðugt ef LFC myndi fá Owen á eins árs samning þar sem okkur vantar að styrkja sóknarlínuna og félagskiptagluggin er lokaður og hann er FREE AGENT

  67. Leikurinn gegn Arsenal verður án vafa skemmtun, liðið hefur alltaf stillt hátt sína einbeitingu gegn Wenger og félögum og ég er sannfærður um það að þeir sem koma að leik morgundagsins vilja leggja mikið á sig til að létta brúnina á öllum í kringum Liverpool.

    Spái flottum leik þar sem þó mér finnst líklegast að eitt stig verði uppskeran, eigum við að segja 1-1 í þetta skiptið???

  68. Ef þú tekur saman launalækkanir og aðrar kostnaðarlækkanir síðustu tveggja ára, leggur svo við þær stórauknar tekjur vegna nýrra kostunarsamninga (Standard Chartered, Chevrolet ofl.) – ertu þá ekki kominn upp í þessar 50 milljónir punda sem eigendurnir eiga að hafa lagt LFC til, og jafnvel vel það?

    Myndirðu taka undir þá fullyrðing að hópurinn í dag sé sterkari en hópurinn þegar FSG keypti Liverpool? Ef þú gerir það þá er bara ein niðurstaða sem maður fær. Sterkari leikmannahópur með minni rekstrarkostnað og meiri tekjur. Er það ekki yfirlýst markmið og það sem við viljum öll sjá, Liverpool FC sem vel rekinn klúbb sem getur styrkt sig í hverjum glugga án þess að sökkva sér í skuldir, já eða kaupa gamla leikmenn á feitum langtímasamningum?

    Þess fyrir utan þá hefði mér fundist óeðlilegt ef að nýr stjóri gjörbreytti öllu í leikmannamálum fyrstu tvo mánuðina í starfi. Það er búið að hreinsa út leikmenn sem voru ekki skila árangri í samræmi við risavaxina samninga og keyptir/lánaðir fjórir menn. Auk þess munum við sjá (kærkomin breyting) ungu strákana okkar fá mun fleiri tækifæri í vetur, sbr Sterling, Shelvey, Suso ofl (Robinson, Flanagan, Morgan, (Pacheco?), Coady). Auðvitað mismikill tími sem þessir strákar fá en við fáum pottþét að sjá Sterling og Shelvey spila marga marga leiki í vetur. Þetta eru amk sex leikmenn sem við erum að fara sjá í hópnum sem voru ekki í fyrra (eða fengu ekkert að spila)

    Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta bara hellngs breyting og jákvæð frá síðasta tímabili og eiginlega bara ekki hægt að ætlast til meiri breytinga á einu sumri. Í vetur mun færast jafnvægi á þennan hóp og ég er alveg fullviss um það að sóknarlínan okkar verður styrkt ef ekki í janúar nk. þá næsta sumar.

    Leikurinn á morgun verður örugglega keyrður á fullu tempói af okkar mönnum, mín spá er að þetta fari 3-2 þar sem að Suarez klárar þetta í uppbótartíma.

  69. Liverpool hefðu átt að bjóða í Falcao, hann segir sjálfur ólmmur vilja ganga til liðs við liverpool

    ,,Liverpool is the only club i would ever leave AM for, the supporters are clearly the best in the world and i would like to link up with the best striker in the world, Suarez. If Barcelona came knocking on my door i would say no im waiting for Liverpool. They have many other great players like Henderson, for me he is one of the best talents in the world”

  70. Þurfti að rifja upp hvernig maður tekur út fyrir sviga þegar ég las commentið þitt Egill 🙂
    En algjörlega sammála þér.

  71. Sögðu ekki FSG þegar þeir keyptu klúbbinn að þeir ætluðu að láta hann reka sig sjálfan og ekki vera setja sjálfir peninga í reksturinn, þ.m.t. leikmannakaup?
    Enda verða lið að vera sjálfbær ef nýju reglurnar, sem settar voru sambandi við fjármál knattspyrnuliða, koma til með að virka, þó maður eigi eftir að sjá það gerast.

  72. Ennþá mjög svekktur í dag, ekki beint við leikmannagluggann í heild eða skipti á þjálfurum samt. Síðustu tveir dagarnir sitja rosalega í manni og þetta lán á Andy Carroll til fokkings Sam Allardyce og blaðamannafundir Rodgers fyrir og eftir þann gjörning sýna að einhver fokkaði virkilega illa upp. Ég held samt ennþá að FSG sé í þessu af heilum hug og sætti sig alls ekki við þetta. Ian Ayre á líklega langt video símtal við Boston fyrir höndum ef hann tók það ekki í dag.

    En þessi upphitun segir nákvæmlega allt sem segja þarf og er líklega sú besta frá vitleysingnum sem hana skrifaði í lengri tíma. Hef í raun bara eitt út á hana að setja og það er skortur á líkamlega hræðilega vondum brandara. Aðdáendur þínir eiga betra skilið en að vera snuðaðir um þetta! Eins hafa nokkrir bætt við góðum ummælum sem þekkjast á fjölda þeirra sem smelltu þumal við.

    Það heltist töluvert úr glasinu góða í gær og var orðið hálftómt en það þíðir ekkert annað en að hella aftur í það og vera jákvæður áfram. Maður græðir ekkert á því að sökkva sér í þunglyndi fram að áramótum, drulla ítrekað yfir þá sem sjá stöðu félagsins ekki sem algjört svartnætti og reyna fá þá með sér niður í sitt þunglyndi.

    Eins og Steini segir þá gerði einhver stór mistök og líklega var þetta sameiginlegt átak hjá núverandi og fyrrverandi stjórnendum þessa liðs. Breytingin milli tímabila hefur meiri en mig grunaði að hún yrði og öll leikmannakaup Kenny Dalglish eftir Suarez líta vægast sagt hræðilega út núna. Miklu verr heldur en ef hann væri ennþá með liðið. Hann og Rodgers hafa bara svona mikið ólíka sýn held ég og FSG tók alfarið þá ákvörðun að breyta svona um stefnu.

    Ég var sáttur við þessa stefnubreytingu í sumar og það hefur ekkert breyst, núna verða þeir að styðja sinn mann og nýta næstu glugga í að styrkja liðið.

    Þeir hafa í sumar rétt eins og í fyrrasumar ekki farið á bak við “loforð” sín um að kaupa yngri leikmenn og á gáfulegri launum og rétt eins og í fyrra hafa núna fjölmargir eldri leikmenn á háum óverðskulduðum launum yfirgefið félagið. Það hjálpar okkar líklega ekki á þessu tímabili en setur okkur líklega/vonandi í mikið betri stöðu til framtíðar.

    Eftirmálar gærdagsins eru klárlega þeir að FSG er komið á skilorð hjá stuðningsmönnum Liverpool, við erum illa brennd af síðustu eigendum og það er lítil þolinmæði fyrir kjaftæði. Tími jákvæðra frétta af vallarmálum Liverpool er kominn, held að fáir hafi áhuga á að heyra um það lengur að verið sé að vinna í þeim málum.

    Það lendir líklega á Rodgers að svara fyrir klúður (Ian Ayre) frá því í gær, hann hefur að ég held verið frekar hreinskilin hingað til og það verður því áhugavert að heyra hvað hann hefur að segja eftir leik.

    Hvað leikinn sjálfan varðar er ég hrikalega stressaður, þetta er heimaleikur og nú verðum við að fara ná í þrjú stig, sama hvað. Hrikalega spenntur fyrir því að sjá Sahin og eins kæmi mér ekkert á óvart ef Assaidi væri í byrjunarliði, jafnvel á kostnað bæði Sterling og Downing.

  73. Ég held að við eigum ágætis byrjunarlið sem getur á góðum degi unnið öll lið. Leikurinn í dag er geysilega mikilvægur uppá framhaldið. Ef við vinnum kemur kanski þetta sjálfstraust og auka boost sem .þarf til að vera í efri hlutanum. Hins vegar með tapi á heimavelli getum við lent í þunglyndi og hreinlegast í mikilli fallbaráttu. Ég ætla að vera bjartsýnn og spái okkur 2-1 þar sem Suarez skorar bæði.Eigið góðar stundir.
    Come on Reds!!!

  74. Annars er vert að minna fólk á, svona mitt í öllu þessu doom-and-gloom, að LFC er enn með mennina 11 innanborðs sem spiluðu gegn ManCity og hefðu átt að vinna þann leik. Síðan þá hafa þrír nýir og efnilegir leikmenn bæst við, og a.m.k. einn þeirra er líklegur til að byrja (á kostnað Shelvey, væntanlega). Ég sé því ekki neina ástæðu fyrir því af hverju LFC ætti ekki að vinna Arsenal í dag… Leikurinn í dag er ekki áhyggjuefnið, frekar næstu mánuðir fram að jólum. Og nú er að vona að FSG sjá að sér og spreði á eitt stykki Falcao í janúarglugganum, fair play eða ekki fair play, það er virðingarvert hjá FSG að vilja halda sig við þá pólisíu en svolítið kjánaleg stífni þegar þeim ber engin skylda til þess.

  75. Sökudólgarnir sem verið er að draga fram núna eru Comolli, Dalglish, Ayre og jafnvel Rodgers.

    Stóra málið í gær var að eigendurnir vildu ekki greiða það sem þurfti fyrir Dempsey og bara fá Sturridge að láni. Ekkert sem neinn framangreindra fékk breytt – bara ekkert sem bendir til neins annars en að ákvarðanirnar sem skiptu máli hafi legið hjá FSG.

    Ég reyndar skil ekki enn hvers vegna þeir eru ekki sjálfir staddir í Liverpool á Deadline Day eins og undanfarin ár hafa leikið okkur þann dag!

    En það er sól úti og ég er því bjartari í dag, einhvern veginn held ég að Rodgers nái að hrista galdra út úr erminni í dag og því vill ég breyta um brag. Sigur, leikurinn fer 2-1.

    KOMA SVO!!!!!

  76. 79

    Ég held að glugginn núna hafi verið mikilvægur til að sýna að Liverpool mun ekki borga hvað sem er fyrir leikmenn eins og orðspor klúbbsins bendir til eftir Downing, Henderson og Carroll ævintýrið í fyrra. Klúbburinn þarf að byggja upp trúverðuleika sem mótaðili í samningum, það þýðir að hann þarf að ganga frá borðinu þannig að tekið er eftir. Ég tel að loka dagar þessa glugga hafi mjög jákvæð áhrif þegar horft er til lengri tíma. Vonandi að menn styrkji sóknina ef þörf er á í Janúar og geti þá landað mönnum á sanngjörnu verði þar sem samningstaða Liverpool verður betri, þar sem þegar þeir segja að um lokatilboð sé að ræða þá er það að öllum líkindum raunin.

  77. 73 Hvar eigum við að fá peninga furir FALCAO? Það var ekkert big name signing hjá okkur í ár og ekki liklegt að svona meðalklúbbar eins og LFC fari að spreða einhverju nema hafa efni á því við erum ekki CFC eða MCFC. Við erum fyrirtæki en ekki leikfang einhverra vitleysinga sem skíta peningum og þurfa ekki að útskýra það í bókhaldi sýnu.

  78. Nuri Sahin can be bought for £11million by Liverpool FC should his loan spell go well -( Sunday Times.)

    vonandi 🙂 jæja er bjartsýnn og á leið á pubbinn 🙂

  79. Viktor nr 82
    hættu að tala um Liverpool sem meðallið
    LIVERPOOL er stærsti fótboltaklúbbur í heimi og hvorki abamovits eða olíufurstar geta eyðilaggt það.
    allt tal um meðalmennsku er bull.

  80. Hef engar áhyggjur, liðið á eftir að þjappa sig saman og verum nú jákvæð á þessum afmælisdegi hans SHANKLY og þeir eiga eftir að brillera.

  81. Sælir félagar.

    Held að það þýði lítið fyrir okkur að öskra út af félagsskipta glugganum. Þetta er mannskapurinn sem B.R hefur úr að spila í haust. Hann ætlar örugglega að nota Sterling meir en okkur grunar, og sjálfsagt fleiri jafnaldra hans. Annars sá ég leik West Ham og Fulam í gær og er ekki frá því að Carrol virkaði sáttur við skiptin, átti þátt í tveimur mörkum lagði upp annað þeirra, og var líflegri en ég sá hann allann tímann hjá Liverpool. Vinnum 2-0 í dag!

    Y.N.W.A

  82. Staðfest lið : Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Allen, Sahin, Gerrard, Sterling, Borini, Suarez
    þjöpum okkur saman og vinnum 3-1 sahin leggur upp öll !!!!!!!!!!

Gluggavaktin (sumar 2012)!

Liðið gegn Arsenal