Ég hugsaði það fyrir tímabilið að ég þyrfti að hafa þolinmæði. Brendan Rodgers myndi ekki gera nein kraftaverk. Ég var þó sannfærður um að hann myndi á endanum bæta þetta lið.
Á því hef ég ennþá trú, en það er alveg ljóst að verkefnið er gríðarlega stórt og mun stærra en að maður hafði gert sér grein fyrir í bjartsýniskasti í sumar. Ég vissi að ég þyrfti að vera þolinmóður en þegar að við svo upplifum stjarnfræðilega vitlausa lokadaga á leikmannaskiptaglugganum hjá Liverpool þar sem allt var gert til að veikja liðið, þá minnkar ekki þörfin fyrir þolinmæði.
Niðurstaðan eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins er að við erum með nákvæmlega jafn mörg stig og eftir sömu leiki í fyrra. Tap gegn WBA úti og Arsenal heima – og jafntefli gegn City heima. En það segir ekki nærri því alla söguna því að við vorum yfirburðalið í öllum leikjunum þremur í fyrra. Í ár höfum við hins vegar varla átt meira skilið en það sem við fengum útúr leikjunum.
Rodgers stillti þessu upp svona í upphafi. Ég fílaði uppstillinguna – þetta var það sterkasta, sem við höfðum uppá að bjóða.
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Gerrard – Allen – Sahin
Borini – Suárez – Sterling
Á bekknum: Jones, Carragher, Shelvey, Downing, Henderson, Kelly, Coates.
Semsagt, á bekknum voru þrír miðverðir, einn miðjumaður og einn vængmaður, sem að Rodgers vill breyta í vinstri bakvörð. Þegar við þurftum á mörkum að halda þá var okkar verðandi vinstri bakvörður okkar helsta vopn. Ég get varla skrifað þetta ógrátandi.
Liverpool liðið var að mínu mati ögn betra liðið í fyrri hálfleik, en þegar að Arsenal fékk boltann þá skapaðist mun meiri hætta en nokkurn tímann hjá Liverpool. Oftar en einu sinni fengu Arsenal menn skyndisóknir þar sem að vörnin hjá Liverpool galopnaðist. Og úr einni þeirra skoraði Lucas Podolski eftir góðan undirbúning frá Santi Cazorla, sem fékk boltann uppúr afleitum mistökum hjá Steven Gerrard.
Í byrjun seinni hálfleiks var Liverpool svo betra liðið þrátt fyrir að skapa sér engin rosaleg færi. Howard Webb var algjörlega útá túni í leiknum og hefði ekki dæmt aukaspyrnu fyrir Luis Suarez þótt að Mertesacker hefði stungið hann með sveðju í bakið. Santi Cazorla gerði svo út um leikinn þegar að hann skoraði eftir gott hlaup. Enn einu sinni hefði Pepe Reina geta gert betur.
Var þetta allt ómögulegt? Vorum við ógeðslega lélegir og eigum við að reka Brendan Rodgers á morgun? Nei. Svosem ekki. Við vorum meira með boltann en Arsenal, við áttum 15 skot gegn 9 hjá Arsenal og við fengum 10 horn gegn 2 hjá Arsenal og 87% sendinga rötuðu á réttan mann. En málið er að 5 af 9 skotum Arsenal voru á rammann meðan að bara 4 af 15 hjá okkur rötuðu rétta leið. Og þegar að Arsenal sótti þá stressaðist maður upp, en hjá okkur virtust allar sóknarloturnar byggjast uppá því að Luis Suarez var einn frammi með boltann bíðandi eftir hjálp.
Maður leikins: Annan leikinn í röð var Joe Allen okkar besti maður. Jonjo Shelvey átti svo verulega góða innkomu og ég myndi velja hann á undan Steven Gerrard þessa dagana.
Hvað getur maður sagt jákvætt í þessari stöðu? Við erum í 17. sæti deildarinnar eftir þrjá leiki. Við höfum fengið á okkur sjö mörk í þessum þremur leikjum og bara skorað tvö, sem komu bæði eftir föst leikatriði. Við höfum ekki enn skorað úr opnu spili.
Við erum með markmann, sem við getum ekki treyst á lengur og sem lifir algjörlega á fornri frægð. Við erum með (á pappírnum) ágætis vörn, sem er alls ekki að ná sér á strik og er búin að fá á sig sjö mörk í þremur leikjum. Við erum með fína miðju, en okkar besti varnarmiðjumaður er frá næstu 3 mánuðina. Og svo erum við með sókn þar sem að enginn er sérstaklega líklegur til að skora mörk. Okkar sókndjarfasti varamaður í dag var Stewart Downing og við treystum að miklu leyti á 17 ára gamlan strák, sem enginn átti von á að myndi hafa mikil áhrif í vetur. Þetta þrátt fyrir að það sé enginn sóknarmaður meiddur! Hvernig verður þetta þegar að menn byrja að meiðast?
Næst er það erfiður útileikur gegn Sunderland og svo heimaleikur gegn Manchester United. Við gætum vel staðið uppi með bara eitt stig eftir fimm leiki. Þetta er nú þegar versta byrjun Liverpool í einhver 50 ár. Á meðan að Man U geta stillt upp Wellbeck, Rooney, Van Persie og Hernandez í framlínuna og auk þess búist við mörkum frá Nani, Valencia, Giggs og Kagawa, þá erum við kannski með tvo leikmenn sem eru jafn líklegir að skora og þessir 8 leikmenn Man U.
Ég verð að játa að eftir þennan félagaskiptaglugga átta ég mig ekki alveg hvað planið hjá FSG er. Þeir gera sér grein fyrir því að tekjur félagsins aukast ekki til muna nema að við séum í Meistardeildinni. Og það hlýtur einhver að hafa sagt þeim að við eigum ekki sjens á að komast í Meistaradeildina nema að við séum með menn, sem geta skorað mörk. Samkvæmt slúðrinu vorum við á eftir tveim slíkum mönnum í Sturridge og Dempsey og hefðum geta fengið þá báða fyrir undir 20 milljónir punda. Báðir hafa sannað sig sem markaskorarar í deildinni. Með þá tvo í liðinu þá hefði þetta lið átt möguleika. En ekki án þeirra.
Og hvað er þá planið? Við komumst væntanlega ekki í Meistaradeildina á þessu tímabili og í byrjun þess næsta hvað gerist þá? Gerrard verður enn eldri og Carra sennilega hættur. Luis Suarez mun sennilega gefast upp á Meistaradeildarleysinu og Sahin fer þá mögulega tilbaka til Real Madrid. Hvernig eigum við að vera í betri stöðu eftir ár en núna?
Eftir vonbrigði undanfarinna ára þá er ég tilbúinn að sætta mig við ansi mikið ef ég bara sé hvað planið er. Í bandaríska hafnaboltanum voru Red Sox að losa sig við alla sína dýrustu leikmenn í sumar, en það var auðvelt að sjá af hverju það var. Í deildinni er launaþak og þessir leikmenn gerðu liðinu ómögulegt um að styrkja sig. Ef liðið á eitt slæmt tímabil, þá breytir það ekki öllu.
En í fótbolta er þetta öðruvísi því svo mikið snýst að komast í Meistaradeildina. Nú höfum við ekki verið þar síðan að Rafa var þjálfari okkar. Hvert ár sem við erum utan hennar verður það erfiðara að halda okkar bestu leikmönnum og hin liðin, sem við keppum við, fjarlægjast okkur í getu. Við höfum ekki efni á að vera áfram fyrir utan þessa keppni.
Eflaust gera einhverjir grín að okkur að við séum búnir að gefast upp strax í september. En þessi lok á félagaskiptaglugganum voru bara svo vitlaus að það fór nánast allur kraftur úr mér. Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvað gerðist. Það vissu allir að markaleysi var aðalvandamálið okkar í fyrra og líka í upphafi þessa tímabils. Hvernig það meikar þá sense að losa okkur við 35 milljón punda framherjann okkar á láni án þess að tíma svo mikið sem 5 milljónum í einhvern í staðinn.
Hvað er planið? Það má FSG gjarnan útskýra fyrir mér. Verður það áfram svo að við munum eyða 7 milljónum í leikmannakaup á ári? Gott og vel, en þá verða menn að gera sér grein fyrir því að við munum aldrei nokkurn tímann verða enskir meistarar. Ekki á meðan að liðin í kringum okkur eyða einsog enginn sé morgundagurinn.
Ég lofaði í byrjun einhverju jákvæðu um þetta ástand og verð ég ekki að enda á þeim punkti.
Jú, það er að koma landsleikjahlé.
Liverpool vantar greinilega fleiri menn á miðjuna sem geta gefið þversendingar. Eigum greinilega ekki nóg af þeim, og skil ekkert í BR að hafa ekki reyna að fá fleiri slíka miðjumenn í glugganum. Svoleiðis menn vinna titla!
Sælir félagar.
Nú ætla ég að segja ykkur hvernig málin standa – svo lesið vandlega það sem á eftir fer.
Versta byrjun Liverpool frá stofnun úrvalsdeildar er staðreynd. Ekki nóg með það, heldur er þetta versta byrjun liðsins í 50 ár.
Liverpool voru einfaldlega lakara liðið í dag og töpuðu þess vegna. Það má ræða leikinn fram og til baka en málið er ofureinfalt; betra liðið vann, punktur.
Hvers vegna er Liverpool með lakara lið en eitt lélegasta Arsenal-lið sem menn hafa séð í áratugi?
Svarið við því er einnig ofureinfalt: Liverpool er ekki með nógu góða fótboltamenn innan sinna raða.
Til þess að ná árangri þá þarftu hágæðalið og til þess að búa til hágæðalið þá þarftu hágæða einstaklinga.
Ég hef trú á Brendan Rodgers, þó hann hafi ennþá allt að sanna – og ég er viss um að hann getur búið til hágæðalið sem skilar árangri. En það er ekkert öðruvísi með hann en aðra þjálfara; þú gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít.
Veruleikinn er því miður sá að við erum með fáa hágæða einstaklinga – og hópurinn í heild er mjög slakur og árangurinn mun verða eftir því. Þetta eru engin geimvísindi.
Það er eitt að byrja rólega, menn þurfa jú að læra á nýtt kerfi og nýir menn þurfa að spila sig saman – en eitt stig og aðeins tvö mörk í þremur leikjum, þar af tveimur á heimavelli – versta byrjun liðsins frá stofnun úrvalsdeildar – er fullmikið af því góða. Skelfileg byrjun og hlutirnir líta bara alls ekki vel út fyrir okkar ástkæra fótboltaklúbb.
Niðurstaða: Við stuðningsmenn þurfum að draga niður væntingar okkar fyrir tímabilið – amk ætla ég að gera það – en ég mun halda áfram að vera brjálaður út í alla sem eiga ennþá eftir að sanna sig og þá á ég sérstaklega við eigendur liðsins, Fenway fokking Sports Group.
Geymið þennan póst. Þumlið hann upp. Lesið hann aftur og aftur. Því nákvæmlega svona standa málin í dag hjá Liverpool Football Club.
Þetta er sorglegt. Við vorum að fara mæta frekar slöku Arsenal-liði (að mér fannst) á heimavelli fyrir leikinn. En þetta slaka Arsenal-lið vann okkur 2-0. Segir þetta ekki okkur ALLT um okkar lið?
Ég vil Gerrard á bekkinn. Hann er bara ekki nógu góður þessa dagana. Shelvey í byrjunarliðið.
Æi, ég ætla ekki að eyðileggja daginn minn. Ég nenni ekki einu sinni að pirra mig á þessu. Farinn í sund! later
Ég var megadjammaður í gær og svaf yfir mig fyrstu 86 mínúturnar … Djöfull er ég feginn!!!
Versta byrjun Liverpool frá árunum 1962-63 því staðreynd.
ynwa
Jæja, takk howard webb og takk liverpool. Veturinn verður ekkert smá erfiður. Vona að LFC haldi sér uppi. Hefði verið gott að hafa einhvern til að SKORA , fuck 🙁
Sælir félagar
Frekar ömurleg úrslit á Anfield. Berlega koma afleiðingar síðasta dags gluggans í ljós. Mjög góðir oft á tíðum á fyrstu tveimur þriðjungunum en fremsti þriðjungurinn ömurlegur. Sanngjarn sigur Ars sem hafa menn sem geta skorað mörk en Liverpool hefur ekki þann mann sem allir vissu að liðið vantaði. Þetta eru afleiðingarnar og liðið á eftir að fá marga skelli þess vegna.
Reina þarf að gera betur en í tveimur síðustu leikjum, Suares getur ekki skorað, Enrique er algjörlega sóknarheftur og Sterling og Allen langbestu menn liðsins. Tyrkinn olli vonbrigðum í leiknum og Jojo hefði mátt koma miklu fyrr inná.
Það er nú þannig
YNWA
Reina – Átti lítinn séns í þessum mörkum, en óheppinn í því seinna.
Johnson – Átti að gera betur í fyrra markinu og hugsanlega því seinna líka
Skrtel –
Agger –
Enrique – Lenti nokkrum sinnum í vandræðum, en var ekki refsað fyrir þau
Sahin – Fyrsti leikur með nýju liði, spilaði 6 leiki fyrir RM í fyrra, ekkert leikform, en það kemur vonandi
Allen – Besti maður okkar í dag, BY FAR, átti varla feilsendingu og stóð sig vel varnarlega
Gerrard – Annar tveggja lélegustu manna vallarins í dag, hrikalega slappur, á ekki að byrja næsta leik, vona að BR hafi pung í að henda honum á bekkinn
Sterling – Ljósið í myrkrinu, þessi strákur á vonandi stóra framtíð á Anfield
Borini – Sýndi ekki mikið, en ég vil ekki afskrifa hann strax
Suarez – Hinn lélegasti maður vallarins í dag, ömurlegar móttökur, sendi illa, gat ekki þvælt og ætlaði, eins og svo oft áður, að vera sniðugur þegar hann komst í besta marktækifæri okkar manna í leiknum, en vippaði yfir í staðin fyrir að dúndra honum í nær hornið
Downing – Sýndi lítið, en var skárri en Borini
Shelvey – Var ferskur eftir að hann kom inná, vildi að hann hefði byrjað á kostnað SG
Howard Webb – Kannski rangt hjá mér að segja SG og LS lélegustu menn vallarins, því að Howard “vinur okkar” Webb, var ÖMURLEGUR. Eins og mér leiðist að “kenna” dómurum um, að þá var hann alls ekki að auðvelda okkur lífið.
Þetta snýst ekkert um að liðið se lelegt eda að það vanti fleiri leikmenn sem ju vissulega er rett en að horfa a leikmenn leggja sig ekki fram, syna engan ahuga a að vinna þetta Arsenal lið sem er virkilega lelegt er àhyggjuefni. Þetta er brandari að horfa uppa þetta. Stemmningin i stukunni var einnig enginn og alveg ljost þar að menn eru ósàttir við ganh màla hja felaginu….
Eg ætla ekki einu sinni að svekkja mig a þessu þvi það verða svo margir svona dagar i vetur að það halfa væri nóg…. þetta er algjorlega óàsættanlegt…
Ritskoðað EÖE: Ef menn geta ekki sleppt því að uppnefna þjálfarann okkar eftir þrjá fokking leiki þá geta þeir sleppt því að kommenta á þessa síðu.
Þessir 11 sem byrjuðu plús þeir sem komu inná eru fínir fótboltamenn. Það er bara eins og þeir nenntu þessu ekki. Gáfust upp þegar þeir fengu markið á sig. Létu mótlætið fara í taugarnar á sér. Alltof margar feilsendingar. Og það er ekki spurning að vera með einhverja svaka framherja þegar það er ekki verið að skapa færi. Þessa fyrstu þrjá leiki hefur liðið ekki fengið eitt einasta opið færi.
Eitt stig eftir þrjá leiki og fimm mörk í mínus er óásættanlegt. Þessi hópur verður að rífa sig upp.
Það er verk að vinna……
Best að hafa ekki fleiri orð um það
Brjálaður!
Engan veginn Webb að kenna!
eins og vitur maður sagði nokkru sinni…
HELVÍTIS FOKKING FOKK !!!
Aðeins 3 ljósir punktar úr þessum leik, Jonjo, Allen og svo undrabarnið okkar Sterling.
Gerrard þarf að fá að sitja á bekknum og hugsa sinn gang, náði ekki 2 metra sendingum á samherja. Borini lagast þegar hann fær smá sjálfstraust.
Og auðvitað má ekki gleyma sköllótta united manninum sem hefði getað dæmt 3 víti og ÁTTI að dæma 1 víti og rautt spjald þegar mertesecker lagðist ofaná suarez ala rauða spjaldið á agger í fyrsta leik!!En honum verður nú ekki kennt um það að okkur er fyrirmunað að skora.
Glasið mitt er samt enn hálffullt, eigum mikið af talentum en þurfum að fara skora og ég hef fulla trú á að það fari að gerast!
YNWA
p.s. ég nenni ekki að hlusta á pollýönnu hérna sem mun segja að ef við getum ekki stutt liðið þegar það tapar bla bla bla. Það að við horfum á alla leiki og kvörtum þegar illa gengur þýðir ekki að elskum ekki okkar lið, okkur er bara ekki sama hvernig liðinu gengur.
Vá hvað Liverpool voru lélegir, eru menn eitthvað grínast með Sahin, eigum við eitthvað ræða það. Gerrard þarf að skoða sín mál varðandi hvort hann hafi áhuga á að spila fótbolta.
Hvað er í gangi með þetta Liverpool lið, maður er algjörlega dauður eftir þessa fokking spilamennsku hjá steindauðu liði,,, sendingar alveg út í hött,, nenni eki að segja meira, ætla að taka pásu frá þessu drasli……
Ætla að henda inn nokkrum spurningum sem ég vona að hægt sé að finna svar við:
Hvenær hætti Gerrard að geta sent sendingar skammlaust?
Af hverju er Gerrard svona fljótur að hengja haus? (Margra ára saga)
Af hverju nennir Gerrard ekki að sinna varnarvinnu?
Af hverju fær Gerrard sæti í liðinu eftir frammistöðu undanfarinna leikja?
Hvað þarf að gerast til að Webb Utd. dæmi víti fyrir Liverpool?
Fyrir utan þetta er ég tiltölulega rólegur. Ég hef bitið það í mig að sýna þessu liði þolinmæði, en leti og andleysi mun ég aldrei hafa þolinmæði fyrir. Brendan Rodgers fær séns til að byggja upp þetta lið fyrir mína parta, en S.Gerrard er hratt að ganga á þolinmæðina í hans garð.
Betra liðið vann í dag. Jamie Redknapp hitti naglann á höfuðið á Sky eftir leikinn. Sagði að það skiptir engu máli þó að BR hafi verið lofað leikmaður í stað Carrol. Hann átti aldrei að leyfa Carrol að skrifa undir fyrren annar framherji væri búinn að skrifa undir hjá okkur og ef stjórnendur Liverpool vilja gera heiðarlega tilraun til að redda þessu fyrir horn þá eiga þeir að fá Owen og gefa honum annan séns á Anfield.
Ég er nú bara nokkuð sammála Redknapp.
TAKK FSG fyrir að redda okkur ekki framherja á deadline day við hefðum sko getað notað hann í dag.
Svona btw hvað er með HW og Liverpool. Það er eitthvað í gangi hjá kallinum sem ég skil ekki. Annars var þetta tap ekki honum að kenna – en samt skrítið. SG er örugglega eitthvað lasinn blessaður. Hann verðu búinn að jafna sig um jól ef hann fær að hvíla sig á bekknum.
Það er nú þannig
Var þetta ekki víti á arsenal áðan því ég sá pure hendi inni í teig áðan
Sterling er frábært efni og á eftir að eiga frábæra spretti í vetur, hann er 17ára gamall og félagið getur ekki ætlast til að hann verði burðarrás.
Borini hefur hreinlega ekki sýnt að hann hafi mikið framyfir maxi eða kuyt.
Shain var að spila sinn fyrsta leik og þarf frekari leikæfingu.
þeir sem eiga að draga liðið áfram eru Gerrard og Suarez því miður áttu þeir báðir frekar slappan dag og liðið spilaði eftir því.
Arsenal sækir hratt framm og ef það vinnur boltan þá skapa þeir mikla hættu.
Liverpool hefði þurft sópara í dag sem því miður er meiddur og það í 2-3 mánuði.
mest af öllu þarf mann sem er alltaf að koma sér í færi, maður sem þarf að dekka endalaust.
En þetta er þolinmæði og Liverpool á eftir að tapa leikjum í vetur, Og það vita menn samt er allt vonlaust þegar menn sjá það svo.
Ef væntingarnar eru svo litlar fyrir tímabilinu afhverju eru menn þá hissa á að tapa fyrir Arsenal?
eru menn að tala um að væntingarnar séu litlar en innst inni trúa menn að liðið sé frábært?
Það er ekki svoleiðis. liðið er ekki gott, En liðið er að vinna í að verða betra og vonandi nær það að taka 1-2 skref í vetur.
Tharf ekkert ad raeda thad meira, vorum ekkert serstaklega godir i dag.
Asnlegt ad kenna Webb um. Asnalegt ad vera of svekktur med tap gegn Arsenal med thennan hop. Asnalegt ad afskrifa timabilid eftir thrja leiki og fara hlakka til naesta. Asnalegt ad hafa bara einn striker. Asnalegt ad skora tvo i thremur leikjum. Asnaleg 105 stig eftir i pottinum. Asnaleg komment. Asnaleg braedi. Asnaleg tholinmaedi.
Thad er nu bara thannig, asnalegt ad vera poolari i dag.
Sá seinnihálfleik…..ýmislegt jákvætt en samt fátt sem gladdi mitt litla hjarta. Fannst vanta baráttu og sigurvilja….og svo má alveg fara að auglýsa eftir Gerrard. Væri líka skemmtileg tilbreyting að skot á mark færu að fara í netið (hversu lengi flokkast þetta undir óheppni). BR á mikið verk fyrir höndum, en það þýðir ekki að hengja haus strax. Sammála þessu með Carrol, átti aldrei að fara fyrr en frágengið væri með arftakann í sókninni…..
Skýrslan er komin inn. Vinsamlegast slakið á í ummælum. Öllu ómálefnalegu skítkasti á leikmenn og þjálfara verður eytt út.
Við erum öll jafn pirruð á þessari ömurlegu byrjun, en umræðan verður leiðinlegt ef hún er á barnaskólastigi.
Næstu tveir leikir verða erfiðir en svo fer að birta til. Slökum á. Okkar ástkæri klúbbur var næstum því gjaldþrota fyrir stuttu og það tekur tíma fyrir klúbbinn að jafna sig eftir svo stóra dýfu. Margar slæmar fjárfestingar hafa verið gerðar síðastliðin 3 ár eða svo og við höfum ekki verið heppnir í leikmannakaupum. Liverpool mun ná fyrri hæðum aftur það tekur bara tíma og já þetta gæti orðið erfiðari vetur heldur. Ég get ekki trúað því að Joe Cole hafi góða samvisku að vera aldrei í liðinu en samt þiggja svimandi há laun.
Eru allir ekki búnir að lesa handritið senda bolta nógu oft skorar mörk??
Hver hefur ekki heyrt þessi sending var lesin í gær!
Leikur okkar var þannig í dag.
Sorry.Gerrard var ömurlegur! Súares var vælandi , pepe úff
Voru þetta ekki mennirnir sem eiga að bjarga okkur.
Sterling og Selby þokkalegir
Megi guð vera með ykkur!
Þetta er ein besta leikskýrsla sem hefur verið skrifuð á Kop.is. Ég ætti að vita það, ég hef skrifað þriðjung þeirra og lesið allar hinar. Einar Örn orðar hlutina eins vel og hægt er og það er lítið annað eftir en að taka undir hvert einasta orð.
Ég er bara alveg gáttaður. Um miðjan seinni hálfleikinn datt einhvern veginn úr mér allur vindur og ég áttaði mig á að auðvitað erum við ekki að fara að vinna Arsenal, þeir eru með betra lið en við. Þeir voru betri en við í fyrra og við gerðum ekki nóg í sumar til að breyta því.
Ég bara skil þetta ekki.
Webb átti 110% að dæma víti á mertesacker eða hvad sem hann heitir þegar hann fellir Suarez í teig og kemur þannig í veg fyrir að hann nái fyrirgjöf. Ef þetta hefði verid dómarinn sem dæmdi WBA leikinn þá hefði hann gefid rautt og jafnvel rautt á næsta varnarmann líka, webb er viðbjóður, en það var líka margt í spilamennsku LFC í dag. Ég á eftir að eiga bágt í vetur.
YNWA
Þetta var jafn leikur þar sem Arsenal nýtti færin en við ekki. Maður er svona nett svekktur að ekki tókst að skora í leiknum. Það sköpuðust nokkur flott tækifæri sérstaklega framan af, en liðið var ekki mjög sannfærandi í dag. Vonbrigði.
Brendan Rodgers hefur viðurkennt í viðtölum eftir leikinn að hann hefði aldrei lánað Carroll ef hann hefði vitað að staðan yrði eins og hún var eftir föstudag.
Og já, þeir sem eru á móti því að fá Owen ættu að fletta uppá sögu í hinni góðu bók, Biblíunni, og lesa þar um svínahirðirinn. Ég held að L’pool verði að kyngja einhverju smá stolti og fá þann smávaxna á ný…
Ég saknaði þess að hafa stóran target-striker í dag. Enn og aftur eru Sterling og Allen afburðarmenn í liðinu. Liðið verður að hætta að treysta um of á Gerrard. Hann hefur bara verið skugginn af sjálfum sér undanfarin ár (ég veit allt um meiðslin) en mér finnst hann ekki vera að bæta ástandið upp með góðum leiðtogahæfileikum. Virkilega leiðinlegt að horfa upp á þetta.
Vonbrigði,,,,
Ljósu púntanir eru að Allen og Sterling eru framtíðar topp leikmenn Liverpool,Shelvey sýndi að hann á heima í þessu liði,
Enn og aftur Gerrard,,,tókuð þig eftir þegar fór að líða á leikinn þá,,,,,, já þá vantaði sárlega fyrirliða sem öskraði á menn að halda áfram,við vorum á réttri leið í leiknum framan á en við smá mótlæti þá fóru menn að draga haus og svei mér þá var ekki Gerrard þar fremstu í flokki ,,,,,,hvar er andinn í kallinum, hann sem var okkar aðal driffjöður áður fyrr,kom til manna og hvatti bæði leikmenn og áhorfendur til dáða,,,,,, þetta er horfið hjá honum, ég er ekki að segja að hann sé lélegur leikmaður,en hann þarf að hugsa sinn gang vel, bæði er hann ekki með þessa miklu yfirferð sem einkenndi hann og eins virðist hann vera allt og oft með hangandi haus, líklega væri gott að hvila hann í nokkra leiki ( ó meiddan) og sjá hverju það skilar, ef það virkar ekki á hann þá er mikið að hjá honum, það gæti verið gott td að láta Skrtel fá fyrirliða bandið og sjá hverju það skilar.
Við eigum að bara það mikla virðingu fyrir leikmönnum og þjálfar okkar að við séum ekki að uppnefna þá eins og sumir eru að gera hér með B R,sínum okkur sjálfum og liðinu okkar virðingu þó að við séum að gagnrýna liðið (td ég ) ,það er mikil munur að vera með gagnrýni eða vera með skítkast eða uppnefningar.
YNWA
Er ekki hægt að kalla AC úr láni á einhverjum tímapunkti, vitið þið það spekingar… það er alltaf hægt í Championship að fá menn samdægurs heim… langar að forvitnast
Annars er ég bara bjartsýnn sko á veturinn… uhhh þetta gæti verið verra…
Móðurharðindin 1700 og súrkál, það var slæmt
Já, Guði sé lof fyrir landsleikjahléið. Ég var fullur bjartsýni fyrir þetta tímabil. Auðvitað bjóst ég ekki við því að Liverpool ynni titla, en ég bjóst við því að hópurinn tæki á sig betri mynd og liðið myndi gera atlögu að fjórða sætinu með vönduðum vinnubrögðum innan vallar sem utan.
En eftir lokun félagaskiptagluggans líður mér eins og boxara sem er sleginn niður í fyrsta höggi. Það þýðir auðvitað ekkert annað en að halda áfram að styðja sína menn, en það er einfaldlega ekkert vit í þessu. Það má vel vera að þetta lagist og hörmungar síðasta tímabils endurtaki sig ekki. En eftir sannfærandi tap á heimavelli og hvernig staðan er á klúbbnum þá er erfiðara og erfiðara að sjá ljósu punktana í því hvernig FSG stýrir skútunni og ætlar að stýra henni inn í framtíðina.
Eina sem bjargar okkar liði er að fá sykurpabba-eigendur með fulla vasa fjár. Veit að eignarhald Chelsea og Man City hefur verið í taugarnar á mörgum, en þetta er bara það sem þarf. Undantekningin á þessari reglu er Barcelona sem hefur náð að ala upp c.a 3 af bestu knattspyrnumenn sögunnar, og það allt á sama tíma (Messi, Iniesta, Xavi).
Auh, Man Utd. að lenda undir gegn Southampton.
Fyrir þá sem misstu af því þá kvartaði ég yfir lokadegi gluggans í viðtali hjá útvarpsþætti Fótbolta.net í gær. Mitt viðtal byrjar eftir u.þ.b. 15 mínútur. Ég stend við allt það sem ég sagði þarna í gær.
Og ég er langt því frá mest pirraður af okkur. Strákarnir eru allir jafn gáttaðir og ég og Maggi er svo brjálaður að ég held hann sé lagstur í hýði. Podcast-þátturinn okkar á þriðjudag verður áhugaverður, svo ekki sé meira sagt.
Það er klárlega eitthvað að liðinu þegar besti leikmaður þess er sautján ára gutti.
Allen var líka rosa flottur, og Shelvey á svo klárlega að byrja næsta leik í stað okkar ástkæra fyrirliða.
Allt annað var ömurlegt.
Annars var Rodgers spurður beint út um Carroll og leikmannakaupin eftir leik í dag:
Q: Would you have let Carroll go if you knew Liverpool would not sign anyone?
Rodgers: No.
Q: Were you confident you would sign someone?
Rodgers: Very.
Það þarf ekki að segja meira. Einhver lofaði Rodgers einhverju og skeit svo á sig, og nú þarf Rodgers að spila fram að áramótum án bæði Carroll og staðgengils.
Nú situr King Kenny heima hjá sér og hlær og hugsar,, já já þetta var all mér að kenna,, mmuuhahahaha. En strákar horfið á björtu hliðarnar,, það styttist alveg örugglega í sigur, spurning hvort það verður í sep eða okt 🙂
Winter is coming…
Hroðalegt. Suarez okkar eini framherji og hann mun aldrei skora meira en 10 mörk í deild í vetur.
Hvað gerist svo ef hann meiðist?
Hópurinn er svo þunnur að það er grín. Tveir miðverðir á bekknum í dag , ásamt varnarsinnuðum bakverði. Sem sagt , enginn sóknarmaður til að koma inná.
Erum með 1 stig eftir 3 leiki. Tveir af þessum leikjum heima , með tvö skoruð mörk og 7 fengin á okkur.
Ég á allavega mjög erfitt með að vera bjartsýnn. Þvílíkt klúður !
Ekkert sérstakt Arsenal lið lagði okkur á Anfield. Aftur sér maður fínt spil á miðjunni hjá okkar mönnum, oft líklegir að skapa færi en allt koðnar niður við vítateig andstæðinganna.
Deja vu frá því í fyrra.
Snjallt múv hjá klúbbnum að losa sig við Carroll og fá engan alvöru leikmann í staðinn…….
Síðan vil ég ekki sjá Owen aftur, einfaldlega vegna þess að hann getur ekki ra..gat. Frekar að næla sér í Drogba.
Ég vil bara að Rodgers leggi alla sína krafta í að reyna að fá Drogba til félagsins, það er eiginlega eini leikmaðurinn sem getur virkilega styrkt þetta lið e-h úr þessu.
Ef það er ekki hægt þá vil ég klárlega fá Owen frekar en ekki neitt. Ég held að hann geti komið inn af bekknum og sett nokkur mörk. Owen er allavega betri en Morgan, við höfum mikið val!
Af hverju eru menn að tala um Drogba?? Hann er ennþá í Kína, allt tal um að samningnum hafi verið rift var kjaftæði sem einhver Twitter bjáni byrjaði. Það er afskaplega lítið í boði núna, veit reyndar ekki hvenær lánagluggin lokar. Owen, Eiður og Diel Piero, úff 🙁
Mér fanst vanta allan neista og hjá flest öllu byrjunar liðinu menn voru einhæfir í aðgerðum sínum og gáfust of snemma upp og fóru að reyna erfiðar sendingar.
Mér fanst leikmenn L.F.C ekki leggja sig næjanlega fram í hápressu og vori of langt frá sínum mönnum
Arsenal liðið var betra allan leikinn. Liverpool var heft sóknarlega. Sterling sýndi lipra takta en aðrir sem voru frammi voru bara ekki nægjanlega góðir til þess að vinna með honum. Gerrar átti að ég held að vera framarlega, sérstaklega í seinni hálfleik. S.s. ekki box to box enda maðurinn að eldast.
Ég held að það væri ráð að geyma Borini á bekknum í upphafi næsta leiks. Setja Gerrard á hægri kantinn og reyna að fá flæði á milli hans, Sterling og Suarez frammi. Sahin ( fyrsti leikur slakur en það segir ekkert), Allen og Shelvey halda þá miðjunni. Með færslu á Gerrard á kantinn breytist hans hlutverk til muna og vonandi nýtist hann betur þar. Hann er ennþá besti leikmaður liðsins þó hann hafi byrjað illa í upphafi tímabilsins og við þurfum á því að halda að hann komist í gang.
Eina sem ég hef að segja er að 17 ára drengur(Sterling) er augljóslega besti maður liðsins, eldri leikmenn ættu að taka hann til fyrirmyndar og reyna að læra af honum, en ekki öfugt.
Jæja, Paul Tomkins er ekki par sáttur með klúbbinn sinn. Krítiserar Rodger að hafa látið Gerrard og Suarez spila í 90 mínútur í leik/keppni sem skiptir engu máli. Sá er reiður.
Úff, hrikalegur dagur.
RVP að skora þrennu og sigurmarkið í uppbótatíma. Eigum við ekki að hlægja meira að þessum ‘desperate’ og óskynsamlegu kaupum hjá man united?
Er Andy Carroll virkilega verri en enginn frammi hjá okkur? Furðuleg vika í leikmannamálum og hræðileg helgi.
van Persie er mættur, þrenna, og við eigum Carra kláran á bekknum og Owen á leiðinni. Frábært að vera Poolari í dag!!
Sælir félagar
Í leik Soton og MU sást greinilega hverju það munar að hafa þrjátíu marka mann í framlínunni. Hvað er hægt að borga fyrir mann eins RvP. Hverju munar það í peningum að komast í meistaradeildina? Það er hvað er óhætt að borga fyrir alvöru framherja sem kemur liðinu í deild hinna bestu? Mér er spurn.
Það er nú þannig.
YNWA
lánaglugginn lokar á þriðjudag í úrvalsdeildinni því þá þurfa felögin að klára að skila inn 25 manna leikmannalista sem gildir til áramóta. Held að þeir bara verði að fá Del piero og jafnvel svikaran líka til öryggis en þeir klúðra öllu svoleiðis örruglega líka
S’oton eru allavega fyrir neðan okkur núna í töflunni, verður maður ekki að líta á björtu hliðarnar í þessu 😉
Hvað er að frétta af þessum Oussama Assaidi ? Hann er ekki einu sinni í hóp. Og að fá Owen aftur í Liverpool, frekar vil ég sjá Gilles Mbang Ondo í rauðu treyjunni en Micheal Owen.
Persie bara með þrennu og klúðraði meira að segja víti. Auðvitað skoraði mutd tvö mörk á síðustu 3 mínútunum. Hvernig tilfinning ætli það sé að liðið manns vinni leik og skori tvö mörk á 3 mínútum til þess? Ekki hef ég allavega hugmynd
Í mörg ár tókst RB að láta klúbbinn líta betur út en efni stóðu til. Undir hans stjórn var CL sæti regla frekar en undantekning. Þeir tímar koma ekki aftur án hans. Eins gott að sætta sig við það strax.
BR er góður stjóri en á meðan Stevie G. er stillt upp á miðjunni án Lucas verður hún gatasigti. BR hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því í dag.
Takk fyrir góða leikskýrslu EÖ. Þú ert yfirleitt pollrólegur í þínum skrifum og nú er þörf á að halda rónni!! Okkar menn voru langt í því frá sannfærandi í dag. Mér fannst við miklu betri í City leiknum. Tilfinningin í dag var alltaf einhvernveginn sú að okkar menn voru ekki að fara gera neinar rósir við mark andstæðingana og það þrátt fyrir að hafa hraða og tekníska leikmenn til verksins! Suarez er enginn “slúttari” og verður sennilega aldrei. Síðan er grátlegt að horfa upp á þennan pirring í Suarez leik eftir leik. Þetta virðist sitja í honum. Ég held að þetta sé ein af stóru ástæðunum afhverju þessi frábæri leikmaður er ekki betri í því að klára upp við markið.
Hvernig væri að setja Gerrard fremstan? Taka hann út úr miðjuspilinu og gefa honum ekkert annað hlutverk en að koma tuðrunni í netið! Láta Suarez detta aðeins neðar og láta hann finna Gerrard í lappirnar. Gerrard hefur ennþá sprengikraftinn og ég hef á tilfinningunni að það þurfi að gefa honum alveg nýtt hlutverk í þessu liði.
Nú er aðeins eitt í stöðunni og það er að bíta í skjaldarrendur og búast við hinu versta. Stundum heldur maður að hlutirnir geti ekki versnað en ég sé það sem raunverulegan möguleika að hlutskipti Liverpool í vetur geti orðið botnbarátta. Kannski ekki alveg einhver nauðvörn en botnbarátta engu að síður og þá mun reyna sem aldrei fyrr á stuðningsmenn Liverpool. Það eru bara allt of mörg spurningamerki í gangi núna með hvernig liðinu mun reiða af á næstu mánuðum. Eins og hefur verið bent á, þá hjálpi okkur Fowler (Já.. eða Owen!) ef fleiri lykilmenn detta í meiðsli! Breiddin er skelfilega lítil og bekkurinn í dag var með því erfiðara að horfast í augu við. Samanber við bekkinn hjá þeim sem við viljum keppa við þá er spurning um að setja upp hauspoka og horfast í augu við raunveruleikann.
YNWA
Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart. Og þar af leiðandi er ég tiltölulega rólegur yfir þessum leik per se. Hitt hefur margoft verið rætt síðustu daga, með mannskapinn sem við búum yfir í dag.
Það sem mér finnst hins vegar verst við þetta lið akkúrat núna og í síðustu leikjum, er að svokallaðir lykilmenn, sem eiga að bera liðið upp, stappa í aðra leikmenn stálinu og taka af skarið þegar á þarf að halda, eru að klikka all verulega. Í síðasta leik var það Skrtel. Þar áður Agger, Gerrard og Suarez. Núna Gerrard, Suarez og Reina. Ég væri miklu sáttari ef nýju gæjarnir væru að klikka.
Þótt mér sé meinilla við það, þá held ég að við séum ekki í neinni annarri stöðu en að fyrirgefa og taka Owen til baka. Jafnvel Eið Smára og Del Piero líka. Ekki veitir af. Ástandið í sóknarleiknum er skelfilegt og það mun ekki skána. Allavega ekki meðan Rodgers treystir ekki öðrum unglingum í hópinn en Sterling.
Við getum búið okkur undir það sem menn töluðu um í sumar, erfið byrjun, fá stig, liðið að læra á nýtt kerfi og er viðkvæmt. Við verðum eflaust ekki fyrir ofan miðju um áramótin. Mér finnst eins og við séum að verða eitthvað fornt stórveldi sem má muna fífil sinn fegurri. Erum orðnir eins og fjölmennur hópur Leedsara sem er milli fimmtugs og sextugs. Stuðningsmenn annarra liða eru farnir að klappa á öxlina á manni og segja…æ æ, leiðinlegt hvernig þetta er hjá ykkur.
En vonandi verður þessi launasparnaður til þess að liðið geti keypt alvöru menn í janúar og næsta sumar. Reyna svo að vinna Evrópudeildina eða aðra bikara og reyna bara að ná þolanlegum árangri í deild, fyrir ofan miðju helst.
Það sem mér finnst vera mest scary er að liðið hefur verið á stöðugri niðurleið síðustu þrjú árin, allt frá því að við náðum 2. sæti 2009. Sem virðist vera óralangt síðan.
“Now it’s dark.”
Sæl öll.
Vitur maður sagði eitt sinn við mig að búast aldrei við neinu þá yrði maður aldrei fyrir vonbrigðum. Ég ætla hér eftir að hafa þetta að leiðarljósi þegar mitt elskaða lið á í hlut. Ég styð mína menn í gegn um súrt og sætt og ég sætti mig við það gerist. Það þarf að byggja upp og það tekur tíma, það er engin pressa frá mér og ég bíð þar til góðu stundirnar koma, þær koma við verðum bara að bíða þolinmóð. Við þurfum að senda jákvæða strauma og sýna æðruleysi Róm var ekki byggð að einum degi gefum Brendan og strákunum hans tíma og við munum uppskera að lokum.
Þangað til næst
YNWA
Nokkuð ljóst að BR var illa svikinn af þessum amerísku ruslaköllum með Jóakim sindrumið og greinilega vondur pirringur í liðinu fyrir vikið, hópurinn illa þunnur 19 menn á æfingu í gær. Og ekkert óeðlilegt að BR þurfi að tala við Owen til að pota inn nokkrun,allavega er Suarez ekki að fara að gera það hoppandi og skoppandi út um allan völl heimtandi hendi á þetta brot á hitt strunsar svo í allar áttir bölvandi og ragnandi eins og illa upp alinn krakki sem fær ekki það sem hann vill.
Það verður að berja þennan skítamóral úr þessum leikmanni, það er viðbjóður að vera með svona manni í liði sem einbeitir sér mest af því að fá eitthvað ódýrt frá dómara leiksins heldur en að leggja á sig fyrir liðið.
ErAlvegAðFáÓgeðÁSuarez 🙁
Tomkins bendir á góðan punkt. Liverpool notaði Gerrard og Suarez okkar hættulegustu menn í 90 mínútur á móti Hearts á fimmtudaginn og aftur í dag á móti Arsenal, með enga framherja á bekknum. Þessi Evrópudeild er ekki að fara gera okkur neina greiða fram að jólum, það er nokkuð ljóst.
Fyrst menn eru að minnast á RVP hérna þá má velta upp þeim vinkli að Arsenal missir þar sinn langbesta mann á síðasta tímabili en á samt ekki í teljandi vanfræðum með að vinna okkur á okkar eigin heimavelli!!!!
Hate to break it to you guys (and girls) en liðið okkar sem einu sinni var stórlið á alla mælikvarða er nú orðið meðallið sem er ekki að fara að gera rassgat í fyrirsjáanlegri framtíð.
Ohh hvað ég fékk mikið nöldur fyrir að segja fyrir helgi að Gerrard ætti að vera á bekknum, og miðað við frammistöðuna hans í dag þá hefði hann betur átt að vera þar.
ég er búinn að segja það lengi að gerrard er ekki með þetta lengur jújú á kanski einn og einn leik en ekkert meir en það…… hann gerði lítið í fyrra! meira og minna meiddur…… svo hefur hann varla átt góða sendingu í 3 deildaleikjum í röð getur ekki haft hvetjandi áhrif á liðið þegar hann er að spila svona endilega að setja hann á bekkinn….. persónulega vill ég sjá suarez sem fyrirliða var góður sem slíkur hjá ajax!!! en afhverju var morgan ekki á bekknum var þörf fyrir alla þessa varnarmenn ??
Ég er hjartanlega sammála Einari Erni í hans inngangspistli. Það er allt gott og blessað að hreinsa til af launaskrá leikmenn sem eru á háum launum og ekki inn í framtíðarplaninu. Það er hinsvegar heimskulegt að hreinsa út þessa leikmenn ef við fáum ekki aðra í staðinn! Sturridge og Dempsey hefðu geta verið LFC leikmenn í dag fyrir þessar litlu 18-22m sem FSG hefðu léttilega geta reitt fram til að laga liðið eins og þeir lofuðu BR. En þeir í raun eru að refsa BR fyrir eyðslufyllerí sl. árs sem er dómgreindarleysi og verður okkur að falli á þessu tímabili. Bíðið bara.
Annars vildi ég koma með punkt inn í umræðuna á skort á framherja/skorara en miðað við leikinn í dag er það engan veginn okkar vandamál. Okkar vandamál í fljótu bragði er einfalt. BR á ennþá eftir að hreinsa út 8-10 leikmenn og kaupa inn 15 nýja sem passa inn í þetta blessaða “Tika Taka” sem hann reynir að innleiða. Ég er oft búinn að vera vondur við Suarez um hversu lélegur “klárari” hann er en gef honum kredit fyrir hversu mikið hann getur skapað. Spiliði hjá LFC er allt of fyrirsjáanlegt þar sem við látum Suarez fá boltann til að skapa eitthvað sem í raun er allt of mikið lagt á herðar á einum leikmanni. Það er AKKÚRAT ENGINN sem skapar neitt fyrir liðið nema Suarez og í fáeinum undantekningum er það Sterling sem hnoðar sig í gegn og gerir eitthvað. Hvar er Steven Gerrard? Borini? Hvar er þetta svo kallaða “possession” spil sem þetta blessaða “Tika Taka” á að framkalla? Pressa án bolta þangað til við náum honum og svo gefa boltann og hlaupa sig fría til að skapa færi…….Hvar hefur þetta blessaða nýja system glatast? Það ætti ekki að taka mikinn tíma að breyta slíkum hugsanagangi hjá mönnum sem vinna við þá iðju að sparka bolta. Steven Gerrard virkar allavega eins og leikmaður Glasgow Rangers þessa stundina og engan veginn tilbúinn í slíkt kerfi. Er ég of harðorða því þeir hafa haft lítinn tíma til að æfa? Nei, alls ekki! Það ætti að vera farið að sjást meira en við höfum séð af leikstíl BR á liðinu.
Ég ætla að vona svo sannarlega að þessi Assaidi sem kom frá Herenveen í Hollandi sé meiddur því það réttlætir allavega þá ákvörðun að hann sé ekki einu sinni í hópnum. Þessi maður virkar allavega með nægilega mikla tækni og sneggð að hann ætti að hoppa beint inn í þetta slaka LFC lið.
Farið svo að tussast til að ákveða stefnu klúbbsins, FSG! LFC er ekki “cash cow” sem hægt er að strippa algjörlega án þess að þurfa að laga innviði klúbbsins. LFC er á hraðri leið í að verða að miðlungs klúbbi ef ekki verða settar milljónir í kaup á leikmönnum til að fylla skarð þeirra sem farið hafa. Of reiður til að skrifa meira……
Samkvæmt Fotbolta.net getur LFC kallað Andy Carroll tilbaka hvenær sem er… Helst í gær sko! Hann hlýtur að koma tilbaka áður en að helgin er liðin!
UFF Díses ef þetta verður svona í vetur er Liverpool í miklum vandræðum!!! Þvílík meðalmennska!!Ef þetta verður svona áfram þá er bara fallbarátta í boði.Ég er bara orðlaus!!!!
Ég verð að viðurkenna að í fyrsta skipti eftir að þessi roller coaster hell ride hófst með burtvikningu Rafa hef ég beisiklí gefið upp vonina. Ekki er nóg með að frammistaðan inni á vellinum sé ósannfærandi. Ekki nóg með þá frumlegu hugsun, sem líklega er einsdæmi í nokkurri fyrstu deild í heiminum. að tefla ekki fram slúttara í framlínunn!.
Það er nógu slæmt út af fyrir sig. Þó er verra að félagið sýndi loks öllum sem það vilja sjá hvað tannlaust það er orðið. Ég meina; hvað munu líða mörg ár þar til LFC verður rankað sem stórt félag á ný? Brendan, Ayre og FSG gátu ekki einu sinni landað Clint Dempsey! Gátu ekki einu sinni landað Gylfa Sigurðssyni! Létu Sturridge og Chelsea hlæja sig máttlausa af því sem höfðu fram að færa! Ég yrði ekki hissa þótt niðurlægingin yrði fullkomnuð og Michael Owen ráðinn á morgun eða hinn. Klúður á klúður ofan fullkomnað með því að kyssa á hönd svikarans af því að ekkert annað er í boði! Hin endanlega staðfesting á að félagið er á fullri ferð í áttina óendanlegu metnaðarleysi meðalmennskunnar. Þessi sneypuför virðist engan enda ætla að taka því miður. LFC minnir mig á Hornbjargsvita. Glæsilegur á að horfa utanfrá, glæsileg saga og allt það en fullkomlega gagnslaus og úreltur í dag. Get ekki á heilum mér tekið að sjá félagið mitt svona.
Ótrúlegt að lesa sum kommentin hérna. Sumir benda á að liðið okkar sé einfaldlega ekki með nægilega mikið af hágæðaleikmönnum. Ég get nú ekki betur séð en að flestar stöðurnar séu ansi hreint vel mannaðar en auðvitað vantar upp á breiddina. Það sér hver hálfviti.
Einn hérna talar um að bersýnilega kom í ljós fokkuppið hvað varðar leikmannakaupin á föstd. Ég hreinlega stórefast um að Andy nokkur Carroll hefði gert einhver kraftaverk í dag enda er hann gríðarlega ofmetinn og þá sérstaklega ef miðað er við verðmiðann á honum. Spurning samt um að fá hann til baka fyrst menn gátu ekki krækt í einhvern stræker.
Liverpool var að spila fínan bolta mestallan leikinn en arsenal voru klókir og nýttu sína styrkleika vel. Við áttum t.d. alveg skilið að fá vítaspyrnu þegar Suarez er rifinn niður og menn voru tilbúnir að láta vaða á rammann. Vildi gjarnan í næstu leikjum fá Shelvey í byrjunarliðið á meðan Gerrard nær upp betra formi. Hann er eitthvað annars hugar kallinn. Eins er einbeitingarskortur á Pepe.
Hef fulla trú á BR og því starfi sem hann er að vinna. Þetta tekur tíma!
Bill Shankly hefði orðið 99 ára í dag, flott afmælisgjöf sem hann fékk í dag 🙁
SANNLEIKURINN
Afskaplega er sorglegt að sjá fullorðna menn kenna dómaranum um. Voru þetta víti í dag? ég held að ef að dæminu væri snúið við þá væru þið ekki á því máli að þetta væru vitaspyrnur. Talandi líka um slakt Arsenal lið, það er kannski ekki eins sterkt og liðið sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil en þetta er feyki sterkt lið. Ekki búnir að fá á sig mark í 3 leikjum og þau lið eru Sunderland, Stoke og Liverpool, það fara ekki mörg lið á brittania völl og koma út þaðan án þess að fá á sig mark, sama með Anfield. Ef þið hefðuð horft á leikinn með öðrum augum en að vera þessi barnalegi poolari hefðu þið séð klassan í liði Arsenal, eitthvað sem maður sér ekki í Liverpool. Tökum sem dæmi Santi Cazorla, leggur upp mark og skorar annað og dreifir sendingum út um allan völl og gefur ekkert eftir í vörn. Klárlega einn besti miðjumaður deildarinnar. Mikel Arteta þessi maður er ekkert nema frábær knattspyrnumaður. Liverpool menn áttu í afskaplegum erfiðleikum þegar þeir mættu honum, hann getur allt þessi leikmaður, hann er frábær varnarsinnaður miðjumaður sem hann sannaði í dag þrátt fyrir að það sé ekki hans uppáhaldsstaða, hann skorar mörk, leggur upp og dreifir spilinu út um allan völl. Abou Diaby, maður hefur ekki séð mikið af honum en hann sýndi hvað í honum býr. Hann var fullkominn, ætla ekki að eyða frekari tíma í að lýsa því. Nú er ég búinn að taka saman miðju Arsenal, ef við berum hana saman við miðju okkar Liverpool manna sér maður að það þarf að vinna í henni. Gerrard er kominn á aldur og er ekki sami leikmaður og hann var, hann virðist áhugalaus og er ekki að gefa sig allan fram í leikinn. Liverpool ættu að finna arftaka hans núna og koma honum í liðið. Gerrard getur ekki átt fast byrjunarliðssæti, það er ekki gott fyrir klúbbinn né hann. Hann er einn besti miðjumaður sögunnar en það má ekki eiga sér stað að hafa áhugalausa leikmenn í liðinu. Allen hann er frábær leikmaður og það þarf ekki að segja neitt frekar um hann nema að hann á bjarta framtíð með Liverpool. Nuri Sahin, arfaslakur í dag en hann er frábær leikmaður en hann er líka frábær lánsmaður. Við getum alveg GLEYMT ÞVÍ að hann mun skrifa undir annan samning til lengri tíma nema að við náum meistaradeildarsæti í vetur sem við erum ekki að fara gera með þetta lið. Lucas, góður leikmaður en leikmaður sem við gerum allt of mikið úr, hann var bjartasti hlekkur liðsins áður en hann meiddist en það voru heldur ekki margir aðrir sem að voru að spila svo lítið sem sæmilega. Hann er meiðslapési og ég get ekki séð að hann muni gera neina stórkostulega hluti með Liverpool á komandi tíð. Gópur leikmaður en enginn klassi. Henderson, fengum þennan strák á 20 milljónir og hvað hefur hann sýnt? það eina sem hann hefur sýnt er að hann er svo venjulegur leikmaður að það tekur sér varla að tala um hann hérna,enginn klassi.
Sóknin okkar lýtur vel út með Suarez og Borini frammi en Borini á en eftir að sanna sig. Hann var arfaslakur í leiknum í dag en ég vill ekki dæma hann fyrir lélega frammistöðu gegn feyki sterkri vörn Steve Boulds. Suarez hann getur skorað mörk, hann getur skorað fleiri mörk en hann hefur gert en hann er ekki að gera það. Af hverju er hann ekki að gera það? Klassa leikmaður knattspyrnulega séð, af hverju er þessi knattspyrnusnillingur ekki að skora fleiri mörk? Ef að hann myndi hætta að henda sér niður í hvert einasta skipti sem hann sér svo lítið sem nánast engan möguleika á að fá víti/aukaspyrnu myndi hann ábyggilega hafa fleiri mörk á markareikningnum. Í hvert skipti sem hann lætur sig detta og reynir að fiska úr því vítaspyrnu/aukaspyrnu er hann með óvirðingu gagnvart Liverpool og ensku deildinni. Ég veit að hann er ekki sá eini um þetta en ég er ekki að tala um annara manna leikmenn. Að liverpool leikmaður þurfi svindl og hjálp til að koma helvítis knettinum í netið er svo lítilmannlegt að mér ofbýður í hvert einasta skipti sem hann reynir þetta. Knattspyrnumenn eiga hlaupa og ekki detta fyrr en þeir geta ekki hlaupið lengur. Howard Webb dæmdi þennan leik frábærlega að mínu mati og mér fynnst sorglegt að fullorðnir menn fari beinustu leið í tölvuna og kenni dómaranum um að við fengum ekki vítaspyrnur. Það áttu engar vítaspyrnur að vera í þessum leik. Og að menn séu að tala um lélegasta lið Arsenal í áratugi, arfaslakt Arsenal lið, það er ekkert nema fáránlegt. EF svo væri að Liverpool hefðu verið að tapa á móti einhverju skítaliði Arsenal þá er engin ástæða til að nefna það því að Liðið sjálft er bara með 1 stig eftir þrjá leiki og þá er ekkert skrýtið að það sé að tapa á móti skítaliði. Sem var þó ekki málið í dag heldur töpuðum við á móti góðu liði sem langaði meira að sigra en við svo þeir tóku í taumana og stjórnuðu leiknum og sigruðu. Það sem við þurfum að gera er að ef við viljum klifra upp töfluna þurfum við að gera það, eitt skref í einu. Liverpool þarf að byggja velgengni, ekki ætlast til að hún gerist að sjálfu sér og það segir Brendan sjálfur. Ná stöðugleika og ekki ætla okkur of stóra hluti. Nýtt upphaf er það sem við þurfum, þurfum að taka hverjum leik sem úrslitaleik. Meistaradeild er eitthvað sem klúbburinn ætti ekki að vera ergja sig á að vera ekki í. Við þurfum að setja okkur stefnu til að ná 4 sæti og án trúar og stöðugleika er það ómögulegt. Við þurfum að fá leikmenn sem fara ekki eftir tímabilið (Nuri Sahin) fá leikmenn sem eru alltaf með eitthvað í pokahorninu, eitthvað sem menn eins og Henderson,Downing og Lucas eru ekki með. Erum blankir á sköpunargleði og útsjónasemi. Við ættum að taka klúbb sem Arsenal til fyrirmyndar og ekki tala um hann sem lélegt lið, það er bara ótrúleg fáfræði. Þeir byggja ekki velgengni á peningum og hugsa ekki um það sem sjálfsagðan hlut. Ef að Arsenal hefðu meiri pening sem gæti haldið þessu stóru nöfnum hjá klúbbnum til lengri tíma væri klúbburinn ekki núna að berjast um 3-2 sætið. En þeir dreyma um að einn daginn mun sá sagur koma að þeir lyfta titli, Fólk er duglegt að minna Arsenal menn á það að það eru 8 ár liðin síðan þeir lyftu titli en það er akkurat þessi tími sem það tekur, öll ár hafa þeir verið nálægt að landa titli en ekki tekist það, en það styttist í það. Ég er tilbúinn að sætta mig við það að bíða í mörg ár eftir titli þó mig langi ekki til þess, það er alveg ljóst að þetta er ekkert kraftaverkalið sem mun sanna að allir höfðu rangt fyrir sér og vinna titil. Þetta er bara lægð sem við þurfum að vinna okkur upp úr og það tekur tíma…. Svo hættiði að tala með rassgatinu og sýnið betri hegðun en þið gerðuð þegar þið voruð 7 ára að tapa í HM…Þetta tekur tíma
Afskaplega er sorglegt að sjá fullorðna menn kenna dómaranum um. Voru þetta víti í dag? ég held að ef að dæminu væri snúið við þá væru þið ekki á því máli að þetta væru vitaspyrnur. Talandi líka um slakt Arsenal lið, það er kannski ekki eins sterkt og liðið sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil en þetta er feyki sterkt lið. Ekki búnir að fá á sig mark í 3 leikjum og þau lið eru Sunderland, Stoke og Liverpool, það fara ekki mörg lið á brittania völl og koma út þaðan án þess að fá á sig mark, sama með Anfield. Ef þið hefðuð horft á leikinn með öðrum augum en að vera þessi barnalegi poolari hefðu þið séð klassan í liði Arsenal, eitthvað sem maður sér ekki í Liverpool. Tökum sem dæmi Santi Cazorla, leggur upp mark og skorar annað og dreifir sendingum út um allan völl og gefur ekkert eftir í vörn. Klárlega einn besti miðjumaður deildarinnar. Mikel Arteta þessi maður er ekkert nema frábær knattspyrnumaður. Liverpool menn áttu í afskaplegum erfiðleikum þegar þeir mættu honum, hann getur allt þessi leikmaður, hann er frábær varnarsinnaður miðjumaður sem hann sannaði í dag þrátt fyrir að það sé ekki hans uppáhaldsstaða, hann skorar mörk, leggur upp og dreifir spilinu út um allan völl. Abou Diaby, maður hefur ekki séð mikið af honum en hann sýndi hvað í honum býr. Hann var fullkominn, ætla ekki að eyða frekari tíma í að lýsa því. Nú er ég búinn að taka saman miðju Arsenal, ef við berum hana saman við miðju okkar Liverpool manna sér maður að það þarf að vinna í henni. Gerrard er kominn á aldur og er ekki sami leikmaður og hann var, hann virðist áhugalaus og er ekki að gefa sig allan fram í leikinn. Liverpool ættu að finna arftaka hans núna og koma honum í liðið. Gerrard getur ekki átt fast byrjunarliðssæti, það er ekki gott fyrir klúbbinn né hann. Hann er einn besti miðjumaður sögunnar en það má ekki eiga sér stað að hafa áhugalausa leikmenn í liðinu. Allen hann er frábær leikmaður og það þarf ekki að segja neitt frekar um hann nema að hann á bjarta framtíð með Liverpool. Nuri Sahin, arfaslakur í dag en hann er frábær leikmaður en hann er líka frábær lánsmaður. Við getum alveg GLEYMT ÞVÍ að hann mun skrifa undir annan samning til lengri tíma nema að við náum meistaradeildarsæti í vetur sem við erum ekki að fara gera með þetta lið. Lucas, góður leikmaður en leikmaður sem við gerum allt of mikið úr, hann var bjartasti hlekkur liðsins áður en hann meiddist en það voru heldur ekki margir aðrir sem að voru að spila svo lítið sem sæmilega. Hann er meiðslapési og ég get ekki séð að hann muni gera neina stórkostulega hluti með Liverpool á komandi tíð. Gópur leikmaður en enginn klassi. Henderson, fengum þennan strák á 20 milljónir og hvað hefur hann sýnt? það eina sem hann hefur sýnt er að hann er svo venjulegur leikmaður að það tekur sér varla að tala um hann hérna,enginn klassi.
Sóknin okkar lýtur vel út með Suarez og Borini frammi en Borini á en eftir að sanna sig. Hann var arfaslakur í leiknum í dag en ég vill ekki dæma hann fyrir lélega frammistöðu gegn feyki sterkri vörn Steve Boulds. Suarez hann getur skorað mörk, hann getur skorað fleiri mörk en hann hefur gert en hann er ekki að gera það. Af hverju er hann ekki að gera það? Klassa leikmaður knattspyrnulega séð, af hverju er þessi knattspyrnusnillingur ekki að skora fleiri mörk? Ef að hann myndi hætta að henda sér niður í hvert einasta skipti sem hann sér svo lítið sem nánast engan möguleika á að fá víti/aukaspyrnu myndi hann ábyggilega hafa fleiri mörk á markareikningnum. Í hvert skipti sem hann lætur sig detta og reynir að fiska úr því vítaspyrnu/aukaspyrnu er hann með óvirðingu gagnvart Liverpool og ensku deildinni. Ég veit að hann er ekki sá eini um þetta en ég er ekki að tala um annara manna leikmenn. Að liverpool leikmaður þurfi svindl og hjálp til að koma helvítis knettinum í netið er svo lítilmannlegt að mér ofbýður í hvert einasta skipti sem hann reynir þetta. Knattspyrnumenn eiga hlaupa og ekki detta fyrr en þeir geta ekki hlaupið lengur. Howard Webb dæmdi þennan leik frábærlega að mínu mati og mér fynnst sorglegt að fullorðnir menn fari beinustu leið í tölvuna og kenni dómaranum um að við fengum ekki vítaspyrnur. Það áttu engar vítaspyrnur að vera í þessum leik. Og að menn séu að tala um lélegasta lið Arsenal í áratugi, arfaslakt Arsenal lið, það er ekkert nema fáránlegt. EF svo væri að Liverpool hefðu verið að tapa á móti einhverju skítaliði Arsenal þá er engin ástæða til að nefna það því að Liðið sjálft er bara með 1 stig eftir þrjá leiki og þá er ekkert skrýtið að það sé að tapa á móti skítaliði. Sem var þó ekki málið í dag heldur töpuðum við á móti góðu liði sem langaði meira að sigra en við svo þeir tóku í taumana og stjórnuðu leiknum og sigruðu. Það sem við þurfum að gera er að ef við viljum klifra upp töfluna þurfum við að gera það, eitt skref í einu. Liverpool þarf að byggja velgengni, ekki ætlast til að hún gerist að sjálfu sér og það segir Brendan sjálfur. Ná stöðugleika og ekki ætla okkur of stóra hluti. Nýtt upphaf er það sem við þurfum, þurfum að taka hverjum leik sem úrslitaleik. Meistaradeild er eitthvað sem klúbburinn ætti ekki að vera ergja sig á að vera ekki í. Við þurfum að setja okkur stefnu til að ná 4 sæti og án trúar og stöðugleika er það ómögulegt. Við þurfum að fá leikmenn sem fara ekki eftir tímabilið (Nuri Sahin) fá leikmenn sem eru alltaf með eitthvað í pokahorninu, eitthvað sem menn eins og Henderson,Downing og Lucas eru ekki með. Erum blankir á sköpunargleði og útsjónasemi. Við ættum að taka klúbb sem Arsenal til fyrirmyndar og ekki tala um hann sem lélegt lið, það er bara ótrúleg fáfræði. Þeir byggja ekki velgengni á peningum og hugsa ekki um það sem sjálfsagðan hlut. Ef að Arsenal hefðu meiri pening sem gæti haldið þessu stóru nöfnum hjá klúbbnum til lengri tíma væri klúbburinn ekki núna að berjast um 3-2 sætið. En þeir dreyma um að einn daginn mun sá sagur koma að þeir lyfta titli, Fólk er duglegt að minna Arsenal menn á það að það eru 8 ár liðin síðan þeir lyftu titli en það er akkurat þessi tími sem það tekur, öll ár hafa þeir verið nálægt að landa titli en ekki tekist það, en það styttist í það. Ég er tilbúinn að sætta mig við það að bíða í mörg ár eftir titli þó mig langi ekki til þess, það er alveg ljóst að þetta er ekkert kraftaverkalið sem mun sanna að allir höfðu rangt fyrir sér og vinna titil. Þetta er bara lægð sem við þurfum að vinna okkur upp úr og það tekur tíma…. Svo hættiði að tala með rassgatinu og sýnið betri hegðun en þið gerðuð þegar þið voruð 7 ára að tapa í HM…Þetta tekur tíma
Ég segi nú bara eins og Batman sagði:
“The night is darkest just before the dawn. And I promise you, the dawn is coming.”
YNWA
Reyndar var það nú Harvey Dent sem átti þessi orð…..skilaboðin standa engu að síður 🙂
Er búinn að reyna berja það í hausinn á mönnum hér lengi hvað Steven Gerrard er slakur fyrirliði, liðið hans sé eins og höfuðlaus her og hann eigi að spila hægri kantframherjastöðuna frekar enn á miðjunni. Leikurinn í dag ætti að vera góð sönnun þessa.
Kæmi mér líka ekki á óvart (bara mín getgáta) að það sé Gerrard sem verji ofdekraða ólátabelginn Suarez innan leikmannahópsins í von um að eini leikamaðurinn sem Gerrard telur á sínu leveli fari ekki frá liðinu. Með þeirri afleiðingu að Suarez er hálf stjórnlaus og óagaður inná vellinum og því nýtast hans afburða tækni og hæfileikar liðinu lítið. Það er bara eitthvað andlega að stemmningunni í liðinu. Liverpool er klúbbur sem þarf 100% aga hjá leikmönnum til að ná árangri. Sá agi var t.d. síðast hjá Rafa Benitez en er ekki til staðar í dag.
Á meðan liðið hefur engan alvöru leiðtoga og við enn að fóta okkur í nýju leikkerfi getum við ekki stjórnað leikjum og fundið þann stöðugleika sem Liverpool sárlega þarf. Það er bara þannig. Alveg spurning að gera Joe Allen að fyrirliða Liverpool ef Rodgers hefur pung í það. Ég tel að Sterling og Enrique sé líkamlega og varnarlega of veikburða núna til að spila 4-3-3. Ég er hræddur um að Liverpool verði að breyta í 4-5-1 eða 4-4-1-1 til að þétta miðjuna og koma varnarvinnunni aftur í gang. Rodgers verður bara að spila eftir því liði sem hann hefur í höndunum vilji hann fá eitthvað útúr Sunderland og Man Utd leikjunum. Ef við erum með viðvarandi skort á sóknarmönnum og hæga miðju verðum við bara að bregðast við því tímabundið.
Er ég einn um að sjá pínu eftir að hafa ekki fengið Benitez tilbaka eða Van Gaal í vor? Hefðu menn eins og þeir látið ljúga sig fulla af loforðum og leyft svona stjarnfræðilegu klúðri í leikmannakaupum að gerast?
Rodgers er virkilega spennandi og efnilegur þjálfari en það er Villas Boas líka og báðir hafa byrjað virkilega illa með stórliðum í ensku deildinni. Þú þarft einfaldlega að vera 100% maðurinn sem ræður og með gamaldags risahreðjar ef þú ætlar að stýra liði í baráttu um enska meistaratitilinn og vinna daglega í kringum oflaunaðar prímadonnur í þessum enska testósterón fótbolta. Rodgers fær sennilega ekkert mikið meiri tíma en Villas Boas ef hann nær ekki stjórn á stórstjörnum Liverpool og þeirra virðingu, sama hversu mikinn stuðning þeir fá frá eigendunum ef leikmenn og aðdáendur eru þeim andsnúnir. Á endanum snýst þessi íþrótt á topp-leveli um liðsheild, samheldni í hópnum og botnlaust sjálfstraust. Þetta 4-3-3 leikkerfi Rodgers verðum frábært til að vinna smáliðin á Anfield (eitthvað sem hefur í 2 áratugi verið akkilesarhæll Liverpool) en sá herslumunur mun litlu skipta ef stjörnur liðsins eins og Gerrard/Suarez sem eiga að bera leik liðsins uppi og gera hina leikmennina betri eru ekki agaðri og betri fyrirmynd en nú er.
Vonandi sýnir Rodgers að hann sé ekki one-trick pony og geti vel aðlagast aðstæðum og kemur með einhverja taktíska snilld í næstu leikjum. Hef enn trú á kappanum.
Upp með hökuna og höfum trú á þessu. Áfram Liverpool.
Leikmenn sem við höfum alltaf þurft að treysta á eru að bregðast okkur núna. Ég vona að Rodgers taki Fergie á þetta og hendi Reina á bekkinn ásamt Gerrard. Flæðið var lélegt, engin hápressa og svo voru hellingur af fyrirgjöfum sem fóru á engan.
Borini á að spila frammi en ekki hægra megin, hann er of mikill Kuyt. Hann á erfitt með að taka menn á og skapa færi.
Annars er ég mjög þolinmóður gagnvart þessu verkefni Rodgers. Ég er hinsvegar ekki þolinmóður gagnvart eigendunum sem eru búnir að eyða 7mp í hverjum glugga sem telst ekki gott.
76…I know
Webb frábær, Lucas ekkert sérstakur, Suarez dífari. Hljómar eins og messa a la Ferguson!!
76 I know
Flest allt sem þú segir um Arsenal finnst mér vera rétt, þeir eru með flottan mannskap og mun breiðari hóp en við því miður.
Hvað dómarann varðar þá verður maður að taka alla dóma hans gegn okkur( í dag) eða þau skipti sem við vorum ekki sammála honum, og þá kemur bara ein niðurstaða, hann dæmir ekki okkur í vil nema hann sé tilneyddur, það má vera umdeilt eitt og eitt víti en þegar nokkur umdeildir dómar eru ekki dæmdir þá kemur bara ein niðurstaða ,,,,, hann er bara hreint út sagt algjör …….. og þar hafið þið það.
Eins skil ég ekki þann barnaskap að halda að Carrol sé ekki klassa góður leikmaður, hann er algjör hákarl, þvílíkt öflugur leikmaður sem var alls ekki farinn að sýna okkur sínar bestu hliðar, þeir sem ekki fyldust með honum hjá Newcastle vita ekki hvaða gæða leikmaður er þarna á ferð, það hefði verið gott að geta sett hann inn hja okkur í stöðuni 1-0 þegar margir leikmenn okkar voru farnir að hengja haus ( td Gerrard) .
Enn koma tímar koma ráð ég set traust mitt á BR og held að hann sé á réttri leið með þetta , ég hef sé batamerki á spilamensku okkar núna og aðal vandamálið núna virðist vera þetta dugleysi og uppgjöf sem hellist yfir leikmenn þegar virkilrga reynir á . Þegar við höfum komið eistunum í púnginn aftur og við spilum sem Karlmenn en ekki sem Pissudúkkur þá fara hlutirnir að gerast, við höfum marga góða leikmenn ( mættu vera allir) en við höfum líka nokkrar Pissudúkkur í hópnum okkar sem þurfa að fullornast td Henderson/ Downing /Enrique /Johnson /Kelly , þetta eru ágætir leikmenn en samt Pissudúkkur, við þurfum menn með eistun niðri, leikmenn sem sýna kraft og dug ásamt árræðni, menn sem spýta í lófana við mótlæti .
koma svo þetta er ekki endirinn á neinu!!!
Nú verða allir Liverpool menn og konur að sameinast um það að vera jákvæðari. Það er ekki bjart í dag en við getum vel verið í allt öðrum gír um áramót. Hverjum datt í huga fyrir ári síðan þegar Arsenal þá nýbúið að selja Nasri og Fabregas var búið að gera jafntefli við Newcastle á heimavelli 0 – 0, tapa fyrir ManU 8 – 2 tapa fyrir Liverpool 0 – 2, reyndar sigur svo á móti Swansea 1 – 0 en tap á móti Blacburn strax í kjölfarið 4 – 3, svo tap fyrir Tottenham 2 – 1 og svo jafntefli við Sunderland 1 – 1 og þarna erum við komin inn í október og markatalan orðin 17 – 8 Arsenal í óhag og einungis 5 stig í hús að þeir myndu enda í 4 sæti. Ég trúi því vel að við getum snúið þessu við og komist á gott skrið, þolinmæði er það sem þarf til. Auðvitað hefði verið gaman að fá einhverja leikmenn inn, ég hef trú á að þessi kafli verði til að efla liðsheildina og gefa þeim sem ungir eru allan séns á að sýna hvað í þeim býr.
Áfram Liverpool!!!!!
Nú er bara að setja sig í gírinn og fylgjast með fallbaráttunni og vona það besta 🙂
Svona svona þetta kemur allt saman en samt þó ég sé yfirleitt jákvæður skil ég ekki þetta mál með Carrol. Ef að Ian ayre á sök á því að enginn var fenginn í staðinn þá á hann náttúrulega að fjúka!
Árni Jónsson 85..
Arsenal enduðu reyndar í 3 sæti sem sýnir að það er trúin sem skiptir máli
Ég er á því að þrátt fyrir allt þá munu menn reyna girða sig í brók og henda einhverjum inn af free transfer, held að menn hafi ekki efni á öðru upp á óvænt meiðsli að gera.
Umræðan hérna kristallast á pirringi yfir leikmannaglugganum sem var þegar allt er tekið inn ekkert alslæmur. Það sem við höfum er öflugusta miðjan í ensku deildinni enda er spilið gott og possessionið mjög gott og verður bara betra. Á meðan við höfum það þá hef ég góða trú á að framherjarnir okkar skili því í mörkum.
Ég auglýsi hinsvegar eftir Reina kallinum. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem hann er skugginn af sjálfum sér.
Gerrard virkaði þreyttur eftir Hearts leikinn og það verður skráð á Brendan Rodgers.
Takk fyrir ábendinguna I know 88…smá blokkering þegar ég var að rifja þetta upp
Allt sem ég segi núna getur verið rugl en þetta er það sem mér finnst !
ég hefði viljað gefa kk annað ár, hann tók við ónýtu liði en náði því sem hann náði, bikar og næstum annan + við vorum að yfirspila öll lið en skoruðum að vísu bara í stangirnar hjá þeim og markmaðurinn þeirra átti yfirleitt leik tímabilsins.EN engin úr liðinnu hafði spilað nokkuntíman saman, þeir sem voru í liðinu áður höfðu verið meiddir meira og minna…. núna kemur brendan rogers með aðrar áherslur og selur allt sem kk keypti og fær það sem hann telur sig vanta, bara eðlilegt. EN það sem kk fékk ekki vil ég að BR fái og það er TÍMI……meira en 1 ár,,, eina leiðin til að gera gott lið á einu ári er að taka við toppliði…. og svo þetta með barcelona boltan, er það ekki ofmetið ? hvar væru þeir án messi, iniuesta og xavi ? barca eru svona góðir af því að þeir eru með góða leikmenn…… ja, yfirburðaleikmenn sem hafa spilað saman í 100 ár….
og svo í sambandi við leikmennina :
losa okkur við suarez, það kemur meira úr úr dripplinu hjá sterling en honum, okkur gekk mikið betur í fyrra þegar hann fór í bann og svo hræðilega eftir að hann kom aftur eftir áramót,,,, hann gerir flotta hluti en það kemur bara ekkert út úr því…..
Taka fyriliðabandið af gerrard og láta joe allen fá það, hann er framtíðin, + það gæti kveikt í gerrard ( það hafa allir gott af breytingu annars staðnar maður, þetta er svona í allri vinnu)
svo segi ég fyrst svona er komið fyrir okkur afhverju ekki að leifa suso, morgan og plachio eða hvernig þetta er skrifað að koma inn, þeir eru búnir að spila saman með sterling…..
ef við lendum í segjum 12 til 14 sæti munum við missa alla þá sem við viljum halda og ekki fá þá sem við viljum fá…. það er bara þannig…. eins og sumir segja…..
Að lokum væri ég til í að fá owen eða del piero eða bara hvern sem er á pay by play díl anytime…….
ég hef stutt Liverpool og verið jákvæður með stöðuna í langan tíma. og það er alveg hægt að taka pollýönu á þetta eins og Rodgers gerir nú, “þetta er hópurinn sem við erum með og við gerum það besta úr honum”.
EN, þetta er bara djók og ekkert annað, að fara inn í þetta mót með Suarez sem eina framherjann, (veit ekki til þess að Borini hafi mikið sýnt sem framherji) er grín. Eigendur félagsins eru bara vitleysingar, ég er endanlega búinn að átta mig á því.
Hvar er Utd. með marga framherja, City ? Hvað er Sunderland með marga ?
Og já við erum með einn. Ég er brjálaður útí þessa Kana, ekki Rodgers. Innantóm orð og yfirlýsingar hjá þeim um að við ætlum að gera Liverpool að……, það verður ekki gert með þessum hætti.
Og ég er sammála þér að mestu í pistlinum Einar Örn, vel að orði komist.
Mér sýnist á viðtölum eftir leikinn að BR geri sér grein fyrir því að hópurinn er alltof lítill og það vanti uppá gæðin. Carroll málið snérist algjörlega í höndunum á þeim á föstudaginn og þeir vita uppá sig skömmina.
Vissulega þurfti að grisja í hópnum og menn hafa verið duglegir að fagna brotthvarfi manna eins og Spearing, Kuyt, Adam, Maxi o.fl. Vissulega máttu einhverjir af þeim fara en spurningin er hins vegar hvort að farið hafi verið of geyst í hreinsanir. Ekki gleyma því að Liverpool mun ekki bara spila deildarleiki fram að áramótum heldur líka EL og deildarbikarleiki. Helst vill maður ekki sjá lykilleikmenn eins og Gerrard, Suarez, Reina, Skrtel eða Agger spila þessa leiki en eins og staðan er í dag er hópurinn orðinn svo þunnskipaður að BR telur sig þurfa á þeim að halda í þessa leiki sbr. Hearts. Þá má heldur ekki gleyma því að þó að þessir leikmenn séu ekki þeir menn sem maður vill alltaf sjá í byrjunarliði þá halda þessir leikmenn uppi ákveðnum standard á æfingum, þannig að gæði æfinganna verða betri og lykilleikmenn fá aukna samkeppni.
Segjum sem svo að við missum 4-5 leikmenn í byrjunarliðinu í bönn eða meiðsli á svipuðum tíma (ekki ósvipað og ástandið er núna hjá Man Utd.) Getið þið ímyndað ykkur byrjunarliðið í þeim leik, hvað þá bekkinn?
Eitt af því sem BR var gagnrýndur fyrir hjá Swansea var að hafa ekki plan B gegn liðum sem Swansea gekk illa að spila á móti. Með brotthvarfi Carroll henti BR frá sér mikilvægu vopni sem hefði getað nýst í dag. Carroll sýndi það í fyrra að hann getur breytt leikjum eins og hann gerði á móti Everton í undanúrslitum bikarsins og Chelsea í úrslitunum, þrátt fyrir að herslumuninn hafi vantað að klára dæmið í það skiptið. Ég get ekki annað lesið í fjölmiðlum en að Liverpool geti kallað Carroll úr láni hvenær sem er og BR ætti að íhuga það alvarlega. Þá myndi það ekki skaða að heyra hljóðið í Drogba ef hann er á lausu.
Því miður eru margir þættir að bregðast um þessar mundir, lykilleikmenn eru að spila langt undir getu og væntingum, Lucas dettur strax út, liðið getur ekki skapað sér færi, vafaatriði falla ekki með liðinu, varnarleikurinn er óöruggur, klaufagangur á leikmannamarkaðnum og versta byrjun liðsins í 50 ár er staðreynd.
Vissulega má finna eitthvað jákvætt eins og frammistöðu Joe Allen og Sterling en frammistaða þeirra tveggja fleyta ekki 11 manna liði langt.
Nú er bara að treysta á að allir skili sér heilir heim eftir landsleikjahléð og að tíminn fram að Sunderland leiknum verði nýttur vel. Eitt stig eftir þrjá leiki er staðreynd og framundan eru Sunderl. (úti) Man Utd (heima) og Norw.(úti) í þessum mán. Ekki auðvelt prógramm og ljóst að ansi margir þættir þurfa að fara smella saman ef liðið ætlar sér að fá eitthvað útúr þessum leikjum.
Veit að það er ekki vel liðið að vera neikvæður á þessari síðu og vissulega getur maður skrifað vinsælann pólýönnu pistil hérna til þess að fá fullt af þumlum. En ég mín skoðun er að “neikvæðir” pistlar eiga rétt á sér ef gagnrýnin er málefnaleg.
og svo fyrir ( Pollyönnur) sem eru svona jákvæðar….
Ég man að við áttum svona mann sem þjálfara í fáa mánuði. Roy Hodgson…
ég man að allir voru ekkert smá brjálaðir þegar hann sagði að jafntefli hefði verði gott … við spiluðum vel en vorum óheppnir….. allir hér brjálaðir yfir að hann sætti sig við jafntefli……hann sá eitthvað jáhvætt úr öllum okkar töpum eða jafnteflum gegn lélegum liðum vegna þess að við spiluðum vel !!!!
ef við viljum að eigendurnir kaupi virkilega góða gaura þá þurfa allir ALVÖRU liverpool aðdáendur að láta í sér heyra að þeir séu ekki ánægðir, þá munu þeir ekki þora öðru…afturámóti ef við segjum öll þetta er bara í lagi við tökum þetta bara að ári eða árið á eftir eða bara árið þar á eftir þá munu þeir ekki gera neitt nema hugsa ,,,hvernig getum við grætt á þessu …..
Ég sakna 2008/2009 🙁
Allt saman málefnalegt og gott hjá ykkur en það sem er farið að pirra mig mest er bara alment getuleysi leikmanna yfir höfuð!
Það er talað um TikiTaka blabla 4411 433 442 og allt það.
En ég bara man ekki eftir einhverju alvöru stræki allvöru skotum samanber Ben Harfa í í dag og Dembélé í gær td.
Þettað eiga að heita atvinnumenn og hef séð betri skotmenn í firmamótum heldur en það sem Liverpool býður upp á í dag, hreint út sagt hörmulegt
Þegar boltanum var rúllað á Gerrard í dag úr aukaspyrnunni í dag var hann að fara að klína hann í þaknetið eins og gerði fyrir 4-5 árum síðan að mig minnir á móti N.U.F.C eða Aston Villa….NEINEINEI ég var ekki einu sinn spenntur!
Glatað form á S.G OG HANN Á AÐ FARA BEINT Á BEKKINN Í NÆSTA LEIK.
Þettað er held ég orðið eitthvað andlegt þarna á Melwood eða e-ð það er e-ð mikið mikið að þarna!
94:
Mikið afskaplega er það þreytt þegar menn telja sig þess að komna að skipta stuðningsmönnum niður í “alvöru” stuðningsmenn og svo hina.
Svona dilkadráttur er asnalegur, og segir meira um viðkomandi einstaklinga en þá flokkast sem “ekki-alvöru-stuðningsmenn”.
Tek samt fram að þessu er ekki beint sérstaklega að #94 heldur tók ég þessa setningu bara sem dæmi. Svona þreytandi klisjur heyrast við hverja einustu færslu hérna, það eru alltaf einhverjir sem telja sig “betri” stuðningsmenn en aðra, m.a. þeir sem þurfa sífellt að benda á gamalt og úrelt komment frá Bill Shankly. Og ég bara neita að trúa því að ég sé sá eini sem er mikið þreyttur á því.
Með vinsemd og viðringu
Homer
Svei mér. Sveimérþá.
Dæmdi leik í dag og missti af þessu Live. Fór hratt í gegnum leikinn, viðurkenni það.
Skrifa algerlega upp á skýrslu Einars Arnar frá upphafi til enda, yfirvegað skrifað og flott. Rodgers karlinn tók ákvarðanir um Carroll og Adam út frá upplýsingum sem ekki voru réttar. Hann mun læra af því og hefur nú áttað sig á að ekki er að treysta á yfirmennina.
Ég hef nú að undanförnu viðrað þá skoðun að ég telji FSG ekki hafa nægilegt vit á því hvað þarf til að draumur þeirra, og okkar, um að komast í Meistaradeild nái fram að ganga.
En þeir hafa sjálfir að mestu sloppið, með því að reka undirmenn sína þó rétt áður þeir hafi hrósað þeim og farið í drottningarviðtöl talandi vel um framtíðina, slettandi flottum orðum eins og “future project”, “vision” að ekki sé minnst á “value for money”.
Í dag sáum við okkur vanta ógn sem stjórinn taldi sig fá með að kaupa 29 ára leikmann sem átti að kosta 6 millur. FSG sagði nei, sökum virði-miðað-við-aldur. Já nefnilega það, einn 29 ára setti þrennu í dag. Nennum ekki að ræða það.
En Rodgers á allt gott skilið og leikmennirnir eru að reyna. Rodgers sagði best sjálfur í viðtalinu, til að liðið nái lengra þarf það hjálp og fleiri leikmenn. Það voru 19 leikmenn á æfingu gærdagsins – SPÁIÐ AÐEINS Í ÞAÐ!!!
Þá hjálp reynir að hann að finna núna á frjálsa markaðnum fram á þriðjudag og ég mun bakka hann upp sama hvað hann gerir, því hann er að reyna að bjarga skitu sem hann fékk í arf frá yfirmönnum sínum og við þurfum að standa með því.
Og það þarf að fara að þrýsta á FSG. Svo einfalt, þeir eru ekki að standa sig!!!
YNWA!!!
Ég henti inn blaðamannafundi Rodgers á netinu: http://lfcmediacenter.com/rodgers-post-arsenal-press-video/
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=132711
Spurning um að refsa Reina aðeins og kippa honum úr markinu bara í næsta leik, Doni? eða Brad Jones gera nú varla fleirri mistök í þeim leik…
Bara pæling, allavega sýnist mér hann þurfa á samkeppni að halda kallinn. Eins mikið og ég elska hann, þá er hann alveg búinn að missa einbeitinguna.
Algerlega sammála Magga #99. Við skulum ekki skella þessu klúðri FSG á BR. Hann kom ótrúlega vel út úr viðtalinu eftir leikinn og passaði sig á að styggja ekki eigendurna. En djöfulli held ég að það sjóði á honum, ég meina hvernig í fjandanum gátu þeir klúðrað málunum svona herfilega þann 31. ágúst?? Ég hef margoft sagt hér að menn ættu ekki að með einhverjar óraunhæfar væntingar varðandi þetta season, þ.e. að 4. sætið náist. Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af lykilmönnum okkar, Gerrard, Suarez og Reina. Þeir áttu svakalega dapran leik. Við megum bara alls ekki við því að þessir menn klikki svona leik eftir leik því breiddin er engin. Úff, þetta gæti orðið erfitt season en EKKI skella sökinni á BR. Þetta er flottur þjálfari og er að gera sitt besta með þá fáu leikmenn sem hann hefur. Það á greinilega að laga fjárhagsstöð klúbbsins ansi hratt, kannski of hratt?? Vonandi náum við einhverjum “samningslausum” fyrir þriðjudag. Owen?? Getur hann enn sparkað bolta? Drogba?? Var þetta bara ekki einhver vitleysa með að hægt sé að ná í hann? Er hann ekki bara í góðum málum þarna í Asíu?
Arsenal byrjaði ekki ósvipað í fyrra og við núna. Þeir gerðu jafntefli í fyrsta leik við Newcastle, töpuðu svo fyrir okkur og skít töpðu svo 8-2 fyrir United. Unnu svo Swansea en töpuðu næst fyrir Blackburn 3-2.
Ætli tímabilið hafi ekki verið ónýtt þá og best að reka Wenger !……eða lenda bara í 3 sæti næsta örugglega ! Svo getum við líka huggað okkur við það að Tottenham er með 2 stig eftir léttara program en við erum búnir að vera í.
Hefði Arsenal skotið í stöng, Pepe varið og við drullað inn einu marki, í nákvæmlega eins spiluðum leik þá vær þvílika hamingjan í gangi hérna að það hálfa væri nóg. Þessi leikur var í járnum allan tímann og hefði auðveldlega getað endað á annan veg, með örlítilli heppni.
Auðvitað vantar okkur firepower en við verðum bara að vera þolinmóðir og bíða eftir okkar framtíðar striker sem við fáum í janúar.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/john-henry-s-open-letter-to-fans
97.. það sem ég meinti með þessu:
ef við viljum að eigendurnir kaupi virkilega góða gaura þá þurfa allir
ALVÖRU liverpool aðdáendur að láta í sér heyra að þeir séu ekki
ánægðir, þá munu þeir ekki þora öðru ……….
ástæðan fyrir þessu ALVÖRU með stórum stöfum var bara skot á þá sem kalla liverpool aðdáendur sem gagnrína ekki “alvöru” aðdáendur…. en auðvitað erum við allir “ALVÖRU”
en í sambandi við hitt þá eru eigendurnir greinilega búnir að heyra óánæjuraddir og eru orðnir smeykir….. 😉 með kveðju Tommi