Okkar menn mæta West Ham í deildinni á morgun á Upton Park en umtalað er að þetta sé upphitun fyrir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þann 13. maí. West Ham er með ágætis lið og marga skemmtilega leikmenn en liðið hefur hrifið mig á tímum.
Anton Ferdinand er góður varnarmaður sem á bara eftir að verða betri, ég er á því að hann muni fara fram úr bróðir sínum. Nigel Reo-Coker er líka góður leikmaður og Marlon Harwood á sína spretti. Hamrarnir sigla lygnan sjó um miða deild, hafa 49 stig í tíunda sætinu. Þeir eru nokkuð erfiðir heim að sækja, hafa meðal annars haldið hreinu í tveimur síðustu leikjum og fjórum sinnum í síðustu sex.
Það þarf ekki annað en að lesa smá viðtal við Rafatil að sjá að hann mun gera breytingar á liðinu fyrir leikinn. Tímabilið er svo gott sem búið hjá okkur, það eru litlir möguleikar á öðru sætinu og allir leikmenn eru orðnir þreyttir eftir langt tímabil. Undirbúningur okkar mun nú að miklu leiti fara fram til að vinna leikinn á Þúsaldarvellinum í Cardiff þann 13. maí.
Ekki misskilja samt, auðvitað er eitthvað í veði fyrir bæði lið. Við getum jú enn náð Man U en West Ham er þegar komið í UEFA bikarinn þar sem við förum í Meistaradeildina. Ég ætla að skjóta á að Rafa stilli liðinu svona upp:
Kromkamp – Carragher – Hyypiä – Warnock
Cisse – Sissoko – Hamann – Riise
Luis García
Fowler
Semsagt, nokkrar breytingar, meðal annars fyrir fyrirliða vor sem og Xabi Alonso. Það þarf þó auðvitað ekkert að vera, en þrátt fyrir að Liverpool beri enga ábyrgð á landsliðum má ekki gleyma því að margir eru að fara að keppa á HM strax eftir tímabilið þegar undirbúningur landsliðanna hefst.
Mín spá: Við unnum fyrri leikinn 2-0 og ég held að við munum gera það aftur á morgun. Fowler heldur áfram að skora og Luis Garcia bætir svo um betur 🙂 Ég held að ef við náum að skora fljótlega munum við ráða ferðinni þrátt fyrir að vera með hálfgert varalið.
YNWA
Fyrirgefið off-topicið hjá mér en hvað finnst mönnum um þetta? Og þá er ég aðallega að tala um það sem er feitletrað:
>ATLETICO LOOK TO GONZALEZ Atlético Madrid have identified Chilean winger Mark Gonzalez as a summer transfer target to help supply front man Fernando Torres next season. Gonzalez belongs to Liverpool, though is currently playing on loan at Real Sociedad while he is waiting for a work permit allowing him to play in England. Current regulations state a player must be playing international football for a country in the top 70 of FIFA’s world rankings. Although Chile have recently climbed to 67th, they will not be present at this Summer’s World Cup and can expect other sides to overtake them, making any move unlikely until January 2007. Atlético are looking to take advantage of this complicated situation, and try and lure the player who has scored 5 goals in 12 games for Real Sociedad from midfield, and helped haul the club away from the relegation zone.
Þetta er alveg ferlegt ástand ef þetta fer svona eins og sagt er þarna.
Fær hann ekki spænskt vegabréf í sumar? Þá þarf hann engar áhyggjur að hafa.
Þetta er ekki alveg svona einfalt með Mark kallinn. Það verður sótt um upp á nýtt í sumar og vel getur verið að þess þurfi meira að segja ekki. Ef hann fær vegabréf á Spáni í sumar, þá verður þetta ekkert mál og engin umsókn. En gallinn þar á gjöf Njarðar er sú að ekki er víst að Spánverjar gefi honum vegabréf, vegna þess að hann ætli sér að nota það til að komast strax úr landi og í vinnu annars staðar.
Annars er það ný umsókn og þá þurfa okkar menn í Liverpool að tala betur hans máli og sannfæra menn um að hann sé sérstakur talent sem þeir ætli sér svo sannarlega að nota. Ég er afar bjartsýnn á það, vegna þess að þegar þeir sóttu um síðast, þá var hann meiddur og var ekkert væntanlegur á næstunni. Núna er hann heldur betur búinn að sanna talent sinn á Spáni, án vafa.
Það þyrfti ekkert að ræða þetta ef Chile væri búið að vera á topp 70 síðustu árin, en það er ekki það sem sker endanlega úr um þetta mál. Hvað skrifað er í þessari grein er greinilega lítið hugsað, og viðkomandi greinilega afar lítið inni í málunum.
Afsakið fáfræðina en er Agger meiddur? Hefði viljað sjá strákinn í þessum þremur leikjum sem eftir eru.
Það má líka taka það fram að heimsóknir okkar manna til London hafa ekki gefið mörg stig það sem af er vetri: 1 stig ef mér skjátlast ekki. Þetta verður erfiður leikur því West Ham eru með skemmtilegt og gott lið, þeir eru nú komnir í bikarúrslitin. Sjálfstraustið í botni hjá báðum liðum og hörkuleikur framundan. Ég hugsa að Morientes fái sjénsinn á morgun eftir kraftmikla innkomu um síðastliðna helgi.
Ég hélt að Agger væri meiddur, en í Echo var eitthvað verið að tala um að hann væri líklegur til að spila.
Ef hann er heill, þá myndi ég þora að veðja að hann yrði inná í báðum deildarleikjunum, sem eftir eru til að gefa Carra og Hyypia frí.
Ég spái því að Hamrarnir taki þetta 2-1
Liðið sem ég myndi vilja sjá:
Dudek
Kromkamp Carra Agger Traore
Cisse Hamann Alonso Warnock
Fowler Morientes
Subs: Carson, Anderson, Garcia, Crouch og Riise.
Semsagt hvílum Gerrard, Hyypia, Riise, Crouch, Garcia, Reina, Finnan og Kewell.
Agger kom fyrst til baka á æfingu síðasta laugardag. Heimildarmaður er danski 21 landsliðsþjálfarinn Flemming Serritslev. Agger er alls ekki í formi. Efa stórlega að við sjáum hann meira á þessu tímabili
Rafa búinn að ákveða hvort að hann bjóði Fowler samning áfram.
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152169060426-0958.htm
Ég spá því að hann fái samning í 1 ár í viðbót með ákvæði um framlengingu um 1 ár en. 😯
Agger kvartar víst enn yfir verkjum. Læknastaff anfield veit ekki hvad er að honum. Spurning hvort Traore verði í miðverðinum
ég vil liðið svona
dudek
kromkamp,carragher,hyypia,riise.
garcia,sissoko,alonso,gerrard,kewell,
fowler,
sub:reina,finnan,traore,hamann,cisse.
🙂 🙂 🙂 🙂 🙂
ég vil liðið svona
dudek
kromkamp,carragher,hyypia,riise.
garcia,sissoko,alonso,gerrard,kewell,
fowler,
sub:reina,finnan,traore,hamann,cisse.
🙂 🙂 🙂 🙂 🙂
eða
dudek
finnan,carragher,hyypia,riise,
hamann sissoko,gerrard,alonso,kewell,
folwer/cisse
sub:reina,agger,kromkamp,garcia,cisse/fowler/crouch/morientes