Næst síðasti leikur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar hjá okkar mönnum fer fram á Anfield annað kvöld og með sigri gæti Liverpool tryggt sig áfram upp úr riðlinum. Til þess að svo megi verða þá þarf leikur Anzhi og Udinese, sem fram fer í Rússlandi, annað hvort að enda með sigri heimaliðsins eða með jafntefli. Það væri afar ánægjulegt að geta farið bara afslappaðir í síðasta leikinn á Ítalíu og þurfa ekki neitt úr leiknum. Þar með gæti Brendan haldið áfram þeirri stefnu sinni að fara með tiltölulega óreynt lið í útileikina og sleppa lykilmönnum við löng ferðalög.
Í rauninni má segja að þessi Evrópudeild hafi bara verið í ágætis lagi hjá okkar mönnum. Margir ungir fengið að spreyta sig og fínir sigrar á Young Boys á útivelli og heima gegn Anzhi. Í rauninni var heldur lítið hægt að segja við naumu tapi í Rússlandi (allavega að mínum dómi) og svo féll þetta engan veginn með mönnum heima gegn Udinese. Ekkert frábært dæmi, en heldur ekkert alslæmt. Ég er nokkuð viss um að Brendan muni fara að spila meira á lykilmönnum þegar lengra verður komið í þessari keppni, þ.e.a.s. ef menn komast áfram upp úr riðlinum.
Ég viðurkenni það fúslega að ég veit harla lítið sem ekki neitt um Young Boys (annað en í sögulegu samhengi eftir lestur pistils Babú fyrir fyrri leikinn). Þeir hafa komið á óvart með því að leggja Udinese tvisvar að velli í þessari keppni. Heimafyrir hafa þeir ekki verið að gera neitt sérstakt mót, eru þar um miðja deild eða í 5. sæti af 10 liðum. Ef horft er á tölfræðina þá er Raul Bobadilla þeirra lang hættulegasti maður þegar kemur að mörkum sem þeir skora. Í 3-5 tapi gegn okkur þá átti hann 2 stoðsendingar. Hann setti svo þrennu á heimavelli gegn Udinese í 3-1 sigri og svo skoraði hann eitt mark í 2-3 sigri á þeim á útivelli. Hann er einnig fjórði markahæstur í Svissnesku deildinni með heil 5 mörk í 15 leikjum.
Það er þó algjörlega ljóst að þetta lið kann alveg að skora mörk, það hafa þeir sýnt í Evrópudeildinni. Það var bara í Rússlandi sem þeir hafa ekki náð að skora í riðlakeppninni, í hinum leikjunum hafa þeir sett þrjú kvikindi. En þeir hafa líka sýnt það að þeir eru ekkert alltof sterkir á svellinu þegar kemur að varnarleiknum. Það ætti því ekki vera neitt að óttast þannig lagað á morgun á Anfield, svo framarlega sem menn mæti til leiks og í réttum gír. Það er þó ekki þar með sagt að það verði raunin, en á venjulegum degi á sigur að vera það eina sem kemur til greina.
Ég er á því að Brendan komi til með að stilla upp nokkuð sterku liði, og hann hefur í rauninni staðfest það. En hann mun samt ekki stilla upp sterkasta liðinu. Ég held að hann muni nota tækifærið og hvíla bæði Reina og Agger, enda eru þeir báðir búnir að vera í smá meiðslaveseni undanfarið. Eins hefur talsvert mætt á Glen Johnson og held ég að hann verði einnig hvíldur. Aðal spurningin í mínum huga þegar kemur að vörninni er hvort hann gefi Coates sénsinn aftur. Ég er hreinlega að vona að svo verði og að við sjáum varnarlínuna með þá Wisdom, Coates, Carra og Enrique með Jones fyrir aftan þá.
Nuri Sahin mun koma inn á miðjuna og ég ætla að tippa á að Henderson verði þar með honum ásamt Joe Allen. Suárez verður svo frammi með þá Shelvey og Assaidi sér við hlið. Ég er á því að Gerrard þurfi að fá smá pásu núna, bæði til að hlaða batteríin og eins til að horfa á eitt stykki leik frá hliðarlínunni. Hann á mikið inni og vonandi bara að hann fari að koma sér í sem best form, því við þurfum svo sannarlega á því að halda. Eitthvað segir mér nú samt að Joe Cole komi til með að koma eitthvað við sögu, en vonandi fær Assaidi sénsinn fram yfir hann. Ég ætla því að spá liðinu svona:
Jones
Wisdom – Coates – Carragher – Enrique
Sahin – Allen – Henderson
Shelvey – Suárez – Assaidi
Eins og áður sagði, ekki nærri því sterkasta liðið, en þó talsvert reynslumikið, allavega nógu gott til að taka þetta Young Boys lið ef allt er eðlilegt. Henderson átti fína innkomu í síðasta leik og þó svo að sjálfur væri ég til í að sjá hann í sóparahlutverkinu hans Allen (á meðan Lucas er frá) þá held ég að honum verði stillt upp framar á miðjunni. Suso hefur verið að fá tækifærið undanfarið, en hann hefur verið að koma mun sterkar út að koma af bekknum heldur en þegar hann er að byrja leikina.
Ég veit ekki með ykkur en ég hlakka mikið til þessa leiks (eins og reyndar allra um þessar mundir). Liðið hefur verið að spila fínan bolta, Suárez í miklum ham og ég hef tröllatrú á að það sé ákveðin uppsveifla í gangi sem muni halda áfram á Anfield annað kvöld. Ég ætla að spá því að við vinnum annan 3-0 sigur á stuttum tíma og að það verði Suárez, Henderson og Sahin sem skori mörkin. Ég hreinlega dýrka það þegar leikirnir koma svona á færibandi.
Eigum alla daga að klara þennan leik,
Spai 4-1 suarez 2 , assaidi eitt og sahin eitt
Væro frabært að klara þennan leik orugglega og na að tryggja okkur uppur riðlinum 🙂
Það væri rosalega gott að geta tryggt okkur áfram á morgun og ég vona að hann muni samt hvíla leikmenn eins og Gerrard, Suarez, Sterling og Johnson.
Ég vil sjá liðið svona.
Reina
Wisdom Coates Carra Enrique
Hendo Sahin Suso
Shelvey Morgan Assaidi
Reina þarf að fá þennan leik til þess að hrista af sér riðið eftir meiðslin og ég vil sjá Suso fá 90 mín á miðri miðjunni í sinni bestu stöðu.
Suarez þarf vonandi ekki að spila þennan leik, það er ekki hægt að láta gaurinn spila alla leiki í öllum keppnum því það er bara ávísun á meiðsli.
Við ættum með öllu eðlilegu að sigla þessu nokkuð örugglega í land og ég segi 3-0
Bond sagði það sem ég ætlaði að segja:-). En með liðið væri ég til í að sjá Ngoo á toppnum, Coady í stað Allen og Morgan og Pacheco á bekknum.
Flott upphitun
Sammála með uppstillinguna. Vil sjá Suarez í liðinu bara klára dæmið og komust uppúr riðlinum og hvíla svo lykilmenn í síðasta leiknum á móti Udinese. Væri flott ef Liverpool væru komnir í góða stöðu um miðjan seinnihálfleik til að taka menn útaf eins og Suarez t.d. og leyfa mönnum eins og Ngoo eða Morgan að spreyta sig.
Spái 3-1, Suarez, Sahin og Shelvey með mörkin. Young Boys setja eitt undir lokin.
Ég vona að Suarez verði á bekknum og við þurfum ekki á honum að halda í þessum leik. Hann þarf að spila alla deildaleiki fram í janúar.
Vill sjá lidid svona
brad jones
wisdow carra. coates robinso
hendo shelvey
ngoo. suso. assaidi
pacheco
ngoo. suso. assaidi
Djöfull setti þessi pistill þinn mikið kapp í mann – koma svo !!!!!! Andskotinn hafi það !
Flott upphitun.
Liverpool Echo segir frá því í dag að Jonjo Shelvey verði látinn spila frammi í þessum leik með Joe Cole og Oussama Assaidi sitt hvorum megin við sig. Þar segir einnig að Suarez, Gerrard, Allen, Sterling, Agger og Johnson verði hvíldir. Ætli það þýði ekki að Enrique, Wisdom og Skrtel verði í vörn (líklega með Carra), Sahin, Suso og Henderson verði á miðjunni og þrír fyrrnefndu frammi. Svo kannski verður eitthvað af hetjunum á bekknum ef við þurfum á þeim að halda.
Þetta leggst vel í mig. Það er ofboðslega sterkt að geta unnið í kvöld og tryggt okkur áfram með leik til góða og þótt það sé leikur á sunnudag hlýtur Rodgers líka að sjá hvað hann græðir á því að geta sent nánast varaliðið til Ítalíu eftir hálfan mánuð í miðri leikjatörn.
Vinnum þennan leik í kvöld og svei mér þá ef Joe Cole verður ekki bara þolanlega góður líka. Kveðja, Herra Jákvæður.
Það er jákvætt ef fleiri fara detta í gang. Hlakka virkilega til í að sjá einhvern annan en Suarez skora. Liðið á móti Young Boys. Shelvey skorar pottþétt, Gerrard og Henderson líka.
Shelvey
Assaidi Gerrard Henderson Suso
Sahin
Robinson Coates Carragher Flanagan
Jones
Kristján Atli nr 8, Þetta rímar ekki við það sem Rodgers segir á heimasíðunni
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/rodgers-stevie-and-co-in-contention
“Out there, we never took Steven Gerrard and one or two other players but they’ll all be involved tomorrow night,” the boss explained at his press briefing on Wednesday.
“We’ll have a strong team. I will make changes in the game – I have to respect that we’ve got a really busy schedule now over the course of the next 10 days.
Gerrard og félagar verða í það minnsta á bekknum miðað við þetta.
Þetta eru liðin sem koma inn í keppnina eftir riðlana.
Dynamo Kyiv; Olympiacos; Bate; Zenit/Anderlecht; Ajax/Man. City; Juventus/Chelsea; Benfica/Celtic og CFR Cluj/Galatasaray.
Hvers vegna ætti ekki að vera spennandi að fá að keppa við þessi lið?
Við tryggjum okkur áfram í kvöld, förum afslappaðir í síðasta leikinn og fáum spennandi lið í útslættinum 🙂
Er einhver síða sem að endursýnir leiki? Ég er ekki með stöð 2 sport, þannig að ég næ ekki endursýningunni þar.
Erum tæknilega séð ekki 100% öruggir áfram þó við sigrum, en þetta myndi vissulega fleyta okkur langleiðina, það verður allavega spennandi lokaumferðin ef Udinese vinnur Makhachkala.
Erum áfram ef við vinnum og Udinese vinnur ekki.
Vil nokkuð sterkt lið í þennan leik ekki alla varamennina,, verðum að taka þessa keppni alvarlega þó þetta sé enginn meistaradeild þá yrði það rosalega merkur áfangi fyrir Liverpool að vinna dolluna,,, tala nú ekki um að ná 4 sætinu líka, þá yrði þetta eitt af bestu season í langan tíma. Sammala með liðið sem talað er um í upphitunini.. finnst jose og suarez vera að spila vel saman þessa dagana þannig vil hafa jose á bekknum ef ílla gengur.. ef við náum 2-0 þá má alveg skipta varamönnum inn eins og Morgan ofl. væri til að sjá Assaidi Suarez og suso frammi,, Henderson til að bakka þá upp og rest aftarlega.
Sorglegt að menn vilja ekki ræða leikinn meira bara verið að tala um Benitez eitthvað sem skiptir okkur engu máli.
Af hverju eru allir leikir Tottenham í þessar keppni í opinni dagsskrá en enginn leikur Liverpool, maður bara skilur ekki svona, þetta er ekki vel fallið til þess að maður haldi áfram að vera áskrifandi á stöð 2 sport 2, ég er allavega alveg á nippinum með að segja áskriftinni upp vegna þessa
“Af hverju eru allir leikir Tottenham í þessar keppni í opinni dagsskrá en enginn leikur Liverpool” Svar: Gylfi
Þetta er bara fáranlegt
http://fotbolti.net/news/22-11-2012/gylfi-byrjar-gegn-lazio-leikurinn-i-opinni-dagskra
3 eða 4 leikurinn í röð þar sem að Spurs leikur er í opinni dagskrá.
það er skilda að hafa einn leik í umferðinni í opni dagskrá. Það eru svo fáir tottenham aðdáendur þannig þess vegna er þessi leikur sýndur hehe
Það er ein ástæða fyrir þessu og hún heitir Gylfi Sig.
Liðið komi.
Reina, Wisdom, Downing, Carragher, Skrtel, Suso, Sahin, Henderson, Assaidi, Cole, Shelvey.
Eru menn ekki að grínast með J. Cole!? Er allt í einu að spila eins og engill.