Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!
Liverpool fékk John Arne Riise og félaga í Fulham í heimsókn í dag og vann einn þægilegasta sigur tímabilsins gegn Fulham liði sem hefur verið að spila ágætlega í vetur en var látið líta mjög illa út í dag.
Það er spilað þétt í desember og Rodgers gerði nokkrar breytingar á liðinu fyrir þennan leik.
Reina
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Gerrard – Lucas – Shelvey
Downing – Suarez – Suso
Bekkur: Jones, Carragher, Wisdom, Henderson, Sahin, Sterling, Allen.
Það helsta var að Allen og Sterling fóru á bekkinn, Shelvey kom inn á miðju og Suso og Downing voru með Suarez í sóknarleiknum. Miðjan var með þessu mun sóknarsinnaðari heldur en oft áður í vetur og spilaði þannig í dag að Fulham sá aldrei til sólar.
Fyrri hálfleikur var eins og svo oft áður eign Liverpool frá fyrstu mínútu. Núna hafðist það að skora snemma og eðlilega hjálpaði það mikið til. Skrtel afgreiddi boltann í netið með stæl eftir hornspyrnu á 8.mínútu sem var ákaflega hressandi endir á þéttri pressu Liverpool mínúturnar á undan.
Daniel Agger átti að bæta öðru marki við á 25.mínútu en náði á ótrúlegan hátt að skjóta yfir markið úr dauða dauðafæri. Þetta var svo lélegt hjá Agger að Suarez sem átti fyrirgjöfina á hann gat ekki annað en brosað að þessum tilburðum danans.
Það hafðist þó að skora annað mark fyrir leikhlé og voru bestu menn Liverpool í dag þar að verki. Stewart Downing sem var óheppinn að skora ekki úr langskoti stuttu áður átti flotta sendingu innfyrir vörn Fulham á Gerrard sem hljóp á bakvið vörnina, náði að koma boltanum fyrir sig og afgreiddi glæsilega í bláhornið. Mjög gott mark og líklega kemur það beint af æfingasvæðinu.
Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum og sá fyrri og strax á 46.mínútu átti Suarez að skora þriðja markið er hann fékk flotta sendingu frá Downing og var einn fyrir opnu marki en skaut framhjá við litla hrifningu hjá sjálfum sér.
Stewart Downing sem var að spila sinn langbesta leik sem leikmaður Liverpool tók málin í sínar eigin hendur á 52.mínútu er hann skoraði þriðja markið með föstu skoti. Hann fékk boltann út á hægri kantinn, Riise var víðsfjarri að vanda í dekkningunni þannig að Downing gat brunað inn á teig óvaldaður þar sem hann hamraði boltann í markhornið á blautum vellinum. Eins sorglegt og það hljómar þá var þetta fyrsta mark Downing í deildinni fyrir Liverpool, eftir rúmlega 3000 mínútur ef ég heyrði þetta rétt.
Yfirburðir okkar manna héldu áfram eftir þetta þó Fulham hafi aðeins reynt að færa sig ofar á völlinn. Raheem Sterling vildi fá víti á 75.mínútu sem hann átti ekkert skilað að fá, ekki að það skipti neinu máli enda Liverpool ekki fengið víti 31 leik í röð núna.
Liðið hélt áfram að sækja til síðustu mínútu og var Gerrard t.a.m. mjög óheppinn að skora ekki á 90.mínútu er hann komst einn í gegn en lét verja frá sér. Luis Suarez náði hinsvegar að setja blöðruna í netið í uppbótartíma eftir fyrirgjöf frá Jose Enrique. Þar við sat og mjög þægilegur 4-0 sigur staðreynd. Mjög jákvæð úrslit og frábær frammistaða m.v. hvað var boðið uppá gegn Aston Villa í síðustu umferð.
Liverpool endar í 8.sæti fyrir jólin og er núna 5 stigum á eftir liðunum í 3.-4.sæti.
Maður leiksins:
Það kemur bara einn til greina í dag og það er Stewart Downing, hann skoraði loksins og átti stoðsendingu í dag og var að vinna mjög vel. Rodgers sagði í viðtali eftir leik að hann vilji halda honum en eitthvað segir mér að svona leikir séu vel séðir á Anfield upp á að hækka verðmiðann á honum því eins og Downing sagði sjálfur í þessari viku er hann til sölu. Þetta er þó eitt af því sem hefur verið svona pirrandi við Downing því að hann getur þetta þegar sá gallinn er á honum. Líklega kemur þetta allt of seint hjá honum en guð minn góður hvað hann má endurtaka þetta fljótlega.
Annars verð ég að koma inn á Steven Gerrard líka því þetta var hans besti leikur í ár. Hann átti miðjuna í dag og það er gríðarlega augljóst hvað honum líður vel að hafa Lucas fyrir aftan sig. Hann skoraði líka í þessum leik og með hornspyrnunni (Skrtel) átti hann líka stoðsendingu.
Suso kom ferskur inn eftir að hafa ekki verið í liðinu undanfarið og Shelvey var að spila vel einnig og gefur okkur meiri ógn sóknarlega en aðrir miðjumenn Liverpool í dag. Eins var frábært að halda búrinu hreinu til tilbreytingar, ef allt væri eðlilegt ættu báðir miðverðirnir meira að segja að hafa skorað líka. Satt að segja ekki margt neikvætt við þennan leik og nákvæmlega engin ástæða til að reyna að finna eitthvað.
Flottur sigur og mjög gott að vinna svona rétt fyrir jólin. Með þessum leik er hræðilegu ári lokið á Anfield Road og vonandi gefur þessi sigur fyrirheit um jákvæðar breytingar á næsta ári. Ég vona að ég sjái aldrei aftur svona mörg stig fara í súginn á Anfield Road eins og við sáum árið 2012.
En þessi frammistaða gera jólin klárlega töluvert gleðilegri.
Babu
Jæja, ég sætti mig við 4-0 🙂 þrátt fyrir 7-0 spá. Gleðileg Jól.
Downing er maður leiksins, ekki spurning!
Gleðilega hátíð félagar, það var bara eitt lið sem mætti á Anfiled í dag. Gaman að njóta þess að sjá þá spila svona glæsilega. Meira að segja Downing tók fram sparifötin og skoraði og gaf stoðsendingu! Fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin sýnist mér á tölfræðinni.
Svo er að klæða sig í boxhanskana og setja upp munnstykkið, Stók er næst á útivelli.
Glasið er aftur hálffullt.
VARÚÐ!! Enga bjartsýni og kjaftæði. Það virðist virka miklu betur ef væntingar, bjartsýni og tilhlökkun er í lagmarki. Það ætti að vera tveggja vikna bann á kop.is ef þú verður uppvís af einhverju af ofantöldu.
En annars, Tsssssss!! Glugg-glugg-glugg-glugg!!! Ahhhhhhhh!!
Skál og til hamingju með daginn.
Flott frammistaða í dag og sjálfsagt að fagna frábærum og sannfærandi sigri.
Við skulum þó ekki missa okkur í gleðinni. Enn er mikið verk að vinna.
Nú er málið að halda haus, halda kjafti og láta verkin tala.
Gleðilega hátíð kæru félagar!
Frábær leikur og virkilega góð skemmtun fínt að fara ekki í fótboltalegu þunglyndi inn í jólin.
Frábær sigur og undirstrikar það sem hefur verið að: Joe Allen.
Lucas var frábær og Gerrard líka, sem sýnir hvað miðjan skiptir öllu máli!
Downing maður leiksins og vonandi er þetta það sem koma skal!
Gleðileg jól og YNWA!!!
Virkilega flottur leikur hjá okkar mönnum og kærkomin 3 stig.
Upp um 4 sæti og 8 sætið okkar fram á annan í jólum, að því gefnu að Swansea vinni ekki Man Utd á morgun.
Vonandi að okkar menn byggi ofan á fínan leik í dag og mæti fullir sjálfstrausts í útileikinn gegn Stoke.
Get ekki annað en valið Downing sem mann leiksins, stoðsending og langþráð mark hjá honum plús baráttu um allan völl gerir hann að manni leiksins hjá mér ????
Loksins sýnir hann sitt rétta andlit og það þegar honum hefur verið sagt að hann megi fara í janúar, ef hann heldur áfram svona er hann líklega ekki að fara neitt.
Nú geta jólin komið
Frábær sigur góð 3 stig;) gleðileg jól félagar!!!
Þolinmæði, þolinmæði!
Hver var meðalaldur liðsins í dag?
LOKSINS!!!!!LOKSINS!!!!!!
Flottur leikur. Mér fannst það segja allt um sjálfstraustið þegar Suarez bara hló að Agger þegar hann klúðraði dauðafærinu. (“Aggervating” er ný, skemmtileg útgáfa af aggravating sbr. lýsingu amerísku þulanna)…
Vonum bara að Downingstræti verði áfram opið. Þá er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað varnarmennirnir eru allir með í sóknarleiknum, bakverðirnir og kantmenn farnir að vinna mikið betur saman.
Flott mörk en Kafteinninn og Downing fá verðlaunin fyrir mark #2.
Liverpool spilaði vel og Fulham mjög illa, vantaði víst alla miðjuna hjá þeim. Við spyrjum ekki að því og tökum rugbyinn á þetta í næsta leik við Stoke. Gleðileg Jól!
Sælir félagar
Missti af þessum leik eins og þeim síðasta. Var feginn síðast en hefði svo sannarlega viljað sjá þennan. Frá bær úrslit og frábær leikur skilst mér.
Það er nú þannig
YNWA
Sammála skýrslunni. Þetta var frábær leikur en ef við hefðum þurft að bíða lengur eftir fyrsta markinu hefði þetta getað endað eins og Aston Villa leikurinn. Ekki gleyma því að við fengum færin þá áður en Villa skoraði. Því miður virðist ekki vera mikill karakter í þessu liði okkar, menn hoppa á vagninn þegar vel gengur en ná ekki að rífa sig upp í leikjum þar sem hlutirnir falla ekki með okkur. Þetta var líka rætt á síðunni fljótlega eftir að ágústglugginn lokaði, með svona þunnan hóp verður lítill stöðugleiki.
Ok, neikvæðnin búin. Aftur á móti var frábært, og bráðnauðsynlegt fyrir liðið að rífa sig upp eftir síðasta leik. Mark snemma losaði pressuna töluvert á okkur og menn gátu spilað án þess að vera smeykir við að gera mistök. Nú er málið eins og Dude segir, halda kjafti og fara að taka inn stig. Við getum áfram búist við óstöðugleika, ég hefði viljað sjá Rodgers taka Gerrard út af svo hann fengi smá hvíld.
Stoke næst, vonumst eftir þremur stigum þótt búast megi við einu. Höldum áfram að spila okkar leik og látum ruddana frá Stoke ekki hafa áhrif á það. Það verður mjög erfiður leikur en svo heimtum við sigur gegn QPR. 7 stig úr jólatörninni verður fínt. Og ekki fara að tala um einhver sæti núna.
Mjög jákvætt að byrja þessa jólatörn með þessum hætti, læknar mann líka aðeins af þeim bölmóði sem var kominn í mann eftir leikinn á móti Aston Villa.
Tja. Fínasta jólagjöf og takk fyrir mig segi ég bara. Nú er bara að vona að þessi törn verði góð fyrir okkur. Svo segir maður bara gleðilega hátið og til lukku með næsta ár. Vonandi verður það gott frá byrjun þ.e. góður janúargluggi, góð restin af tímabilinu, góður sumargluggi og svo osom byrjun á næsta tímabili.
Gerrard var með tvær stoðsendingar og mark en ekki valinn maður leiksins, sérstakt. En hann sendi a Downing þegar Downing skoraði. En allavega Liverpool frábærir í dag og vonandi að þeir vinni sigur a Stoke i næsta leik.
Gleðileg Jól
Það er eitt sem ég er ekki viss um eftir þennnan leik, er hve lélegir voru Fulham. Voru þeir það lélegir að Downing leit vel út á móti þeim eða voru Liverpool bara svona góðir. Ég veit ekki en finnst eins og Fulham hafi bara ekki nennt þessu. En það svosem skiptir ekki máli, kóngurinn er mættur á Anfield #DOWNING!
Kæru félagar.
Rogers var ekki með þennan hryllilega trefil og því fór sem fór.
Jólagjöf okkar Poolara kom snemma í ár og endist vonandi fram á næsta ár.
Gleðileg jól og munið nú, að við göngum aldrei ein.
Þangað til næst.
Góður leikur hjá okkar mönnum, góð pressa um allan völl og menn voru hlaupandi til baka í vörnina sem skilaði sér í mjög fáum tækifærum hjá Fulham, svo kom Reina með fína markvörslu í aukaspyrunni hjá Fulham alveg út við stöng og sýndi að hann getur þetta enn.
Sammála þér með að vera sammála skýrslunni 😉 En 100% ósammála að öðru leyti. Munurinn á þessum leik og AV leiknum var fyrst og fremst vörnin og pressan sem við settum á leikmenn Fulham. Gegn AV virkaði hver einasta sókn þeirra hættuleg þar sem við vorum hvergi sjáanlegir í pressunni á meðan Fulham fékk aldrei tíma á boltann í dag og voru ekki einu sinni líklegir til þess að skora. Menn voru einfaldlega tilbúnir til þess að vinna “skítavinnuna” í dag, og gerðu það með stæl.
Að vinna 4-0 og Suarez einn okkar slakasti leikmaður, það er bara jákvætt m.v. það sem á undan er gengið. Downing átti auðvitað stjörnuleik, Gerrard var frábær, jonjo og Lucas voru virkilega flottir – miðjan mjög grimm eins og hún lagði sig. Svo voru Enrique og Glen frábærir í bakverðinum / kanntinum. Agger og Skrtel stigu ekki feilspor og Reina hélt athyglinni og var tilbúinn þegar á hann var kallað (aukaspyrnan frá Rodalega).
Að öðru – það er raunhæfur möguleiki að það gangi tvenn kaup í gegn 1. janúar, en Sturrdige fer víst í læknisskoðun á morgun skv Echo ( http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/12/22/daniel-sturridge-to-have-liverpool-fc-medical-ahead-of-12m-transfer-100252-32482239/ ). Flott kaup held ég, það er ekki langt síðan menn voru að blóta því að hann hefði ekki komið sem hluti af Torres dealnum, hann skoraði 8 í 12 leikjum hjá Bolton og 13 mörk & 7 stoðsendingar í fyrra þrátt fyrir að vera í raun bara fastamaður undir stjórn AVB. Er á besta aldri og bætir okkur svo sannarlega sóknarlega séð, bæði hvað varðar breidd og gæði.
Það væri mjög hressandi að vera ekki á refreshinu 31. janúar eins og síðustu ár. Klára þetta bara snemma, gott mál.
Hættum nú að tala okkur niður (þetta var nú bara XXX) eða upp ( 2 sætið here we come) og einbeitum okkur að næsta leik. Það væri virkilega sterkt (og ljúft) að sækja 3 stig þangað.
Frábært yndislegt gleði og hamingja inn í jólinn 🙂
auðvitað er maður sáttur með Downing og bara alla í okkar liði í dag. En það sem mér fannst best að sjá hvað Fulham voru yfirspilaðir gjörsamlega, og látið þá líta vandræðilega út. Sem mér fannst svo ótrúlega góð tilfining.
Geggjuð úrslit, Geggjaður leikur og geggjuð frammistaða.
Áfram Liverpool.
YNWA
Mark og assist frá Downing … Ekkert jákvætt við það. það tók hann eh 40+ leiki að na assisti i deildinni … seljannnnnnnnnnnnnnnnnn
Frábær leikur, líklega sá besti á leiktíðinni hjá Liverpool. Stewart Downing frábær og vonandi nær hann að byggja á þessu og koma sér skrið. Hef enn trú á að Cole og Downing geti skilað helling til liðsins. Vona að þeir fari ekkert í janúar.
Frábært að fá svona öruggan heimasigur til að geta jarðað HÖRMUNGINA fyrir viku síðan.
Echo að greina frá því að Sturridge sé á leiðinni í læknisskoðun á mrg. Eitthvað til í því?
Mér fannst liðsuppstillingin vera miklu nær því að vera 4-2-3-1 með Lucas og SG fyrir aftan Suso, Shelvey og Downing. Þegar Allen kom inná fyrir Shelvey færði SG sig framar og lá fyrir aftan Suarez.
Mjög góður sigur og langbesti leikur Downing fyrir LFC.
Flottur leikur vonandi sjáum við Meira svona um jólin.
Vona að þeir selji engan um jólin bara kaupi, Downing er fín viðbót fyrir breiddina en ekki ef hann fer.
flottur sigur, Babu hvenær í leiknum var Shelvey góður ? hann er AM í þessum leik og er ekki hættulegur í 90 mínútur, þurfum miklu betri mann íþessa stöðu
Fínasta frammistaða í góðum skyldusigri. Vorum beittari í síðasta þriðjunginum en leikinn áður og þetta er svo oft spurning um fyrsta markið hjá okkur. Ég er nokkuð viss um að ef við hefðum drullast til að skora á fyrsta hálftímanum gegn A.Villa þá hefði það orðið þægilegur sigur eins og þessi. Nú þarf bara að spila til sigurs gegn Stoke og bæta sig hægt og sígandi. Viss um að Suarez sér um þá.
Annars segir leikskýrslan allt sem segja þarf og litlu við það að bæta annað en að óska gleðilegra jólahátíðar.
YNWA
Nú mega jólin koma fyrir mér.
Frábær sigur og gott veganesti fyrir leiðinlegasta lið í heimi (stoke)
snemmbúin afmælis og jólagjöf handa mér, ég þakka fyrir það og verð kátur næstu 2 daga. Mikið var gaman að horfa á þennan leik. Ég ætla að hrósa Peppe Reina fyrir stórkostkega markvörslu úr aukaspyrnunni.. Hann á skilið smá hrós kall anginn.. Maður leiksins í dag var Gerrard.
Spila vel eða illa, hver er munurinn?
allt snýst um að koma leðurknetti með gúmíblöðru inn fyrir afmarkaða hvíta línu í marki óvinaliðsins, sem afmörkuð er með spýtum og neti, a.m.k. einu sinni oftar en óvinaliðið.
Ekki flókinn leikur.
Við veljum (og borgum allt of há laun fyrir vinnu) 11 manna til að sinna þessu einfalda verkefni.
Svo eru há laun einnig greidd fyrir varamenn, alls kyns stjóra og hliðarlínufólk, sem er misjafnlega mikilvægt. Umboðsmenn eru dæmi um ruglið sem farið er að skemma alvöruna í keppninni um stolt, heimahaga, ætterni og uppruna.
Við sem erum stuðningsmenn besta knattspyrnuliðs síðustu aldar vitum að þegar þessi öld verður könnuð , sigrum við hana einnig.
Aukaliðið sem er að sprengja upp laun og umbanir missir fótfestuna í framtíðinni.
Stoltið sigrar!
Besta lið allra tíma í 200 ár!
Látum ekki peninga og hégóma villa um fyrir okkur!
Gleymum ekki að Fulham spilaði sérstaklega vel í dag en það dugði ekki til.
Þolinmæði kæru félagar!
YNWA
Downing átti mjög góðan leik, sýndi hversvegna hann kostaði svona mikið og hversvegna hann var fenginn, þar sem þetta var reglulegt hjá honum þegar hann lék með Aston Villa.
Athyglisvert að Brendan virðist vera að ná að rífa upp hálfgerð dauðyfli hjá liðinu Enrique var bara kominn í Playstation allt þetta ár en hefur fundið taktinn, Cole hefur verið að koma inn á og setjann og eiga fína leiki, Henderson hefur líka verið að koma inn sterkur og ef Downing ætlar loksins að rísa upp og standa undir 20 mill verðmiðanum þá veri hann velkominn (aðeins 1 leikur ekki komin reynsla) allavegna virkar Brendan vel á mann með þetta, verst að hann treysti sér ekki til að gera almennilegan striker úr 35 mill manninum
Menn munu bölva liðinu í sand og ösku eftir leikinn gegn Stoke!
Ég frétti að aðdáendur Liverpool (þ.m.t. ég) væru með allir komnir með geðhvörf samkvæmt íslensku læknasamtökunum.
Áfram Liverpool – nú er stutt í fjórða sætið 🙂
Flottur leikur og gríðarlega mikilvæg 3 stig. Downing klárlega maður leiksins. Veit eiginlega ekki hvaða skoðun ég á að hafa á þessum leikmanni. Var með gríðarlegar væntingar til hans þegar hann var keyptur en hann hefur hins vegar valdið miklum vonbrigðum, en er vonandi að koma til. Tel persónulega alveg glórulaust að selja hann núna því við mundum fá svo lítið fyrir hann og þannig værum við fara hrikalega illa með peninginn. Vonandi heldur hann áfram að spila svona eins og í dag, því það gaurinn er með heilmikla hæfileika, engin spurning.
Annars skulum við vera með báða fæturna á jörðinni þrátt fyrir frábær úrslit í dag. Framundan eru tveir mjög erfiðir útileikir gegn QPR og Stoke. Sá megnið af seinni hálfleiknum hjá Spurs og Stoke fyrr í dag og það er alveg djöfullega erfitt að opna þetta leiðindalið. Svo spila þeir kraftabolta sem hentar okkar liði ekkert sérstaklega vel. Stórhættulegir í föstum leikatriðum.
Ég met það þó þannig að ef við ætlum að eiga einhverja möguleika að vera nálægt topp 4 liðunum þá verðum við að ná lágmark 4 stig úr þessum tveimur leikjum.
Margt gott við þennan leik í dag. Breytingarnar á liðinu svínvirkuðu og svo sannarlega tímabært að hvíla Sterling og Allen. Ágætt að þeir átti sig á því að þeir eiga ekki áskrift að sæti í byrjunarliðinu. Gerrard stakk upp í marga hér sem eru búnir að vera að rakka hann niður undanfarið. Hann var frábær í dag.
Game on! Get ekki beðið eftir næsta leik. Finnst liðið heilt yfir búið að vera í mikilli framför síðustu 6-7 vikurnar þrátt fyrir ófarirnar á móti Villa í síðustu viku. Skulum samt búa undir áframhaldandi rússíbana út tímabilið. Aðalatriðið er þó að við erum að sigla í rétta átt. Engin spurning!
Heldur Martin Jol eftir svona útreið?
Sturridge að koma fyrir 12 mills skv BBC
http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/20828488
Gott, vont? Menn eru alla vega að dílivera alveg í upphafi gluggans eins og lofað var. Ekki worldclass striker samt…
Frábær sigur, sá ekki leikinn en það skiptir ekki máli. Ætla ekki að fyllast einhverri ofurbjartsýni en mig langar samt að halda þessari góðu tilfinningu. Vonandi ná menn að gíra sig svona upp í næsta leik en ekki halda að heimurinn sé unnin þó svo sigur hafi unnist. Áfram Liverpool Y.N.W.A !!!!!!! 🙂
Eitt sem ég hef verið að spá í. Rodgers sagði að Allen væri hugsaður sem maður fyrir framan Lucas. Ok allt í lagi, þá skil ég það sem svo að Lucas eigi að vera ancor í þriggja manna miðju með Allen og Gerrard fyrir framan sig. Allt í góðu með það en virkaði miðjan í dag ekki miklu betur en hún hefur gert allt tímabilið, virkaði hún ekki betur en hún hefur gert lengur en það?
Ég er hrifinn af því að treysta miðvörðunum okkar og Lucas fyrir því að verjast og allir hinir eiga að horfa fram á völlinn, eitthvað sem Allen hefur vantað og það sást greinilega í þessum leik þar sem Gerrard, Shelvey og jafnvel Lucas sendu alla bolta fram á völlinn í stað þess að senda örugga boltann á næsta mann til hliðar.
Algjörlega frábær sigur!!
Verulega ánægjulegur sigur. Ég er alls ekki sammála þeim sem telja það að með marki gegn Aston Villa hefðum við náð svipuðum úrslitum og gegn Fulham. Frá fyrstu mínútu í í þessum leik var liðið áræðið og náði að skapa sér fullt af góðum færum.
Auðvitað skipti máli að skora á undan en mér fannst leikmennirnir svo ákveðnir í að sparka nú frá sér að jafnvel það að lenda undir hefðu þeir ráðið við.
Að öðru leyti er ég ákaflega sammála leikskýrslu Babú, auðvitað var Steven Gerrard að leika vel en Stewart Downing virkilega negldi þennan leik fastan, var frábær frá fyrstu sekúndu og til þeirrar síðustu, sending hans á Gerrard var móment leiksins og síðan kom neglan sem við höfum séð til hans stundum í öðrum leikjum en í deild sér að góðum notum og gróf leikinn.
Það var ljóst þegar að við keyptum Downing að þar færi afskaplega öflugur knattspyrnumaður og í honum væru hæfileikar sem liðinu vantaði, það er áræði í að hlaupa á varnarmenn og skapa og skora. Því miður hefur hann ekki náð stöðugt að sýna okkur það, en það hafa komið leikir inn á milli, t.d. Stoke í bikarnum í fyrra og ekki gleyma að hann var valinn maður leiksins í Carling Cup final þar sem við höfum séð gott til hans. Í vetur finnst mér hann hafa verið vaxandi og nú er að vona að hann sé kominn bara í gír og gang og nái að spara okkur pening í janúar.
En nú mega jólin koma elskurnar!
Ég er pínu efins varðandi Sturridge, allavega fyrir þennan pening
Sá ekki leikinn nema smá brot en ROSALEGA er ég glaður.
Ég er einn af þeim sem ekki sá leikinn, en miðað við það litla sem maður hefur séð úr leiknum og það sem menn hafa talað um, þá lítur út fyrir að BR sé að takast að mótívera menn sem þurftu þess við, sbr. Downing, Enrique og jafnvel Cole. Ég spái því að svipað gerist með Sturridge, þ.e. að hann muni ekki ná að setja mark sitt á liðið strax, stuðningsmenn missi þolinmæðina mjög fljótlega, en eftir svona ár fari hann að brillera.
MOTD samantekt fyrir þá sem ekki sáu leikinn:
http://www.dailymotion.com/video/xw5lrh_match-of-the-day-22nd-december-2012-liverpool-vs-fulham_sport?search_algo=2
Hóhóhó
Fínn sigur og kemur manni í gott jólaskap:) Ég vill samt sjá miklu meira frá Downing en mark á 3000 mínútna fresti. Mér finnst hann hafa verið aðeins að koma til í síðustu leikjum en í þessum leik verða menn að sjá á móti hverjum hann var að spila. Rise var búinn að missa það þegar hann var hjá okkur fyrir einhverjum fimm árum og ekki er hann búinn að batna mikið síðan þá. Hann var hörmulegur og sérstaklega í markinu hjá Downing var hann bara… ehh ég veit eiginlega ekki hvað hann var að gera þar. En eins og ég segi er þetta vonandi það sem koma skal frá Downing en hann verður að sýna okkur þetta stöðugt og gegn betri andstæðingum. Sendingin hans á Gerrard var samt alger snild og klárlega ein sú besta hjá okkur á þessu tímabili og sýnir að hann hefur þetta í sér.
Tablr leikur i gær og mjog fin jolagjof. Downing atti sinn langbesta leik fyrir okkur og mikið rosalega væri gaman ef hann mundi spila reglulega svona.
Er med viðbjoð af tilhugsuninni við stoke a annan dag jola, það verður drullu drullu erfiður leikur, verðum að ga kraftaverk þar.
Er illa sattur að menn eru að vinna vinnuna sina a anfield og að klara kaupin a sturridge og vonandi einjverjum fleirum, eftir skituna i lok agust hefdi maður aldrei truað þvi að vip fengjum að sja eitthvað gerast fyrr en i fyrsta lagi 28 januar. Mer list vel a sturridge en hann er ekki box senterinn sem okkur vantar lika, eg vil demba ba lika i januar og ince svona i auka pakka. Þratt fyrir goðan leik downing i gær þa væri eg alveg til i að forna honum i januar ef við fengjum þessa þrja leikmenn, joe cole ma svo fara lika ef einhver vill þiggna hann fritt…
Takk kærlega Eyþór (47) flott að sjá þetta loksins (loxins) 🙂
Er ég eini sem er smá spenntur fyrir Sturridge þó hann hefur auðvitað sína galla, en hann hefur líka stóra kosti.
Munið líka að hann selst alltaf á a.m.k. 65-75% af þessu verði þannig að þetta er ekki jafn stór áhætta og allir virðast halda.
4-0 gerist ekki betra og loksins loksins skorar downing og leggur upp,nú fer hann að hrökkva í gang og vid gætum alveg ná 4-5 sætinu ef Suarez,Gerrard og downing spila vel á””seasoninu” besti leikurinn seasoninu sammála? Man of The Match er klárlega Downing að mínu mati.
Mig dreymdi í nótt að við fáum viti gegn Stoke, og ég er mjög berdreyminn…….eða ég er ber þegar mig dreymir : )
MOTM er klárlega Steven Gerrard. Hans besti leikur síðan 2009 fyrir Liverpool. Er ekkert samt að reyna að taka neitt af Downing, hann var einnig frábær.!
En plís ekki fara að tala um að við getum náð 4 sætinu, þá töpum við pottþétt fyrir Stoke 😉
Nú er slúðrið farið að hitna all verulega enda farið að styttast í næsta silly-season. Galliano hjá AC Milan segir að bæði Robinho og Pato vilji fara og séu að fara til Brasilíu. Pato fyrir 15 milljónir evra. Það er svipaður peningur og Sturridge er að koma á, hvernig væri nú að reyna að hi-jacka þeim díl. Það virðast fullt af flottum leikmönnum vera að losna, nú verða menn að koma sér upp á tærnar og klófesta einhvern af þessum gæjum.
Nr. 51
Mikið til í þessu og margt við Sturridge sem gæti reynst okkur vel og vonandi fellur hann ekki jafn rosalega í verði og Downing, Carroll (og Henderson) hafa gert.
Ætlaði að gera sér frétt um þetta í gær þegar lak út að hann væri á leið í læknisskoðun en þar sem Liverpool var að vinna 4-0 og bara af gamalli reynslu ákvað ég að gera það ekki. Það er ekki búið að ganga frá kaupum á neinum leikmanni, sama hvað það er líklegt fyrr en hann er búinn að skrifa undir.
Þegar það er búið skoðum við og ræðum Sturridge í þaula.
aston villa að sýna hvað þeir eru virkilega lélegir, skelfilegt að tapa 3 stigum til þeirra um síðustu helgi. Bara svona til þess að koma okkur niður á jörðina fyrir rugby liðið í næsta leik 😉
Hvað finnst mönnum um Jonjo í holunni? Væri það kannski góð staða fyrir Suarez í framtíðinni með Sterling upp á topp? Jonjo var reyndar fínn í leiknum og ég vill halda miðjunni óbreyttri en ég væri alveg til í að hafa tæknigúru í Maradonastöðunni inn á vellinum.
Svo finnst mér góður orðrómur að markmaður sé kannski að koma inn. Veit náttúrulega ekkert hver staðan er á Doni og Gulasci en mér finnst eins og Reina er ekki alveg að fara gera sig með liðið lengur. Brad Jones er líklega ekki að fara verða markvörður nr.1 heldur.
Djö.. fúllt að tapa fyrir A V og svo rótburstar ce!””##$##” þá 8-0 geta ekki þessi lið verið stapil????
Það þýðir ekki að svekkja sig yfir leiknum gegn AV. Liverpool spilaði langt undir getu og á sæmilegum degi á það að taka AV í bakaríið.
En er ég einn um það að fá óbragð í munninn að sjá Benitez og Torres gera góða hluti hjá Chel$ea? Mér væri bara sáttur við það ef það væri hjá liði utan Englands, en Chelsea… fæ sting í mitt litla hjarta.
Nei Kristján.
Þú ert ekki einn. Ég er að verða líkamlega veikur að sjá Rafa troða gulrót ofan í kokið á öllum orðhákunum sem rökkuðu hann og hans starf í svaðið.
Hann er frábær stjóri sem mun sýna það áfram með þann mannskap sem hann hefur í höndunum og því miður hef ég trú á því að hann verði á PlastBrúnni til framtíðar.
Sem er viðbjóðsleg tilhugsun….
Nei Kristján. Hann virðist lika vera buin að finna Torres fyrir abramovic, því er nú verr. Áður en Benitez fór til celski var ég að gera mer vonir að við gætum fengið Torres aftur á kolaportsverði.
Flottur leikur en það er svo oft sem liverpool er að spila svona vel en tapa samt stigum. En auðvitað vonast maður til að þeir fari að skora reglulega, fjögur mörk frà fjórum markaskorurum og átta mörk i þrem leikjum fra sjö markaskorurum gefur tilefni fyrir bjartsýni.
Breaking : Ashley Williams has been arrested for attempted murder.
Maggi nr. 62 ef mér skátlast ekki þá hefur Rafa stjórnað Chelsea í 5 deildarleikjum, og niðurstaðan þar er 2 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap. Svo mistókst honum að vinna heimsmeistaratitil félagsliða. Upp í hvern er hann búinn að “troða gulrót”?
Annars bara held ég að sárafáir hafi rakkað niður Rafa og allt hans starf eins og þú orðar það. Þó að menn tilbiðji ekki Rafa sem almáttugan guð eins og sumir þá þýðir það ekki að þeir hafa enga trú á hans starfi.
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=EPL4521
Af hverju í fjandanum fáum við aldrei svona víti?