Hér er þáttur númer þrjátíu og tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Babú og Maggi.
Í þessum þætti ræddum við leikjatörnina yfir hátíðarnar, bikarleikinn gegn Mansfield, söluna á Joe Cole, kaupin á Daniel Sturridge og leikinn fram undan við Man Utd.
Yess buin að biða lengi eftir næsta podcasti, hlakka til að hlusta a eftir. Skora a ykkur að koma med podcast einu sinni i viku.
Minno svo alla a að fara inna 433.is og kjosa suarez betri en persie i skoðanakonnuninni þar, suarez er að tapa sem er fraleitt og vantar okkar aðstoð
Viðar minn slakaðu á með þessa blessuðu kosningu, það skiptir nákvæmlega engu hvort RVP eða LS vinni svona kosningu á 433.is. Tók þetta sama út frá þér úr tveimur þráðum áðan þannig að núna ertu búin að koma þessu að fjórum síðustu þráðum hér á kop.
Fallegt podcasti:)
Alltaf hressandi að hlusta á ykkur.
Fínt podcast. Lukkudísirnar verða að fara að standa með okkur þegar kemur að leikmannakaupum. Við erum eflaust englands og evrópumeistarar í slæmum kaupum og leikmannasamningum síðastliðin ár. Vonandi að við náum að snúa þeirri þróun við.
Er ekkert rætt um hugsanlegar breytingar á leikmannahópnum? T.d. Ince og Sahin og meira slúður.
Takk fyrir frábæran þátt.
Bara snild að hlusta á ykkur 🙂
Áfram kop.is
YNWA!
Takk fyrir góðan hlaðvarpa.Sammála flestu en ég er ekki eins svartsýnn og þið eruð varðandi Coates,hann þarf bara að fá smá traust og spilatíma.Hann á eftir að verða mikill fengur fyrir þetta lið.Við erum alltaf að fara að vinna þennan leik um helgina Sturridge kemur inná á 70 mín og skorar sigurmarkið!
Flottir strákar, gaman að hlusta á ykkur. Ég hlakka til að hlusta á Sigurstein tala um hinn “frábæra” leikmann Tim Cahill á mánudaginn. 🙂
Sorry babú og afsakaðu að þetta skildi fara svona i taugarnar a þer en fyrir mig þa skiptir þetta bara i alvorunni sma mali enda eg buin að rifast mikið undanfarið við helling af man utd felogum um það hvor er betri suarez eða persie og ef suarez tapar þessari kosningu þa verður þessu klint i andlitið a mer i allan vetur af ollum þessum felogum, þeir eru nu þegar byrjaðir a þvi reyndar. En best að lata þetta ekki vera að fara i taugarnar a ser enda veit eg og liklega allir heiðarlegir menn hvor þeirra er betri knattspyrnumaður.
Eg ætlaði nu alls ekki að moðga neinn og fannst bara alltilagi að eg bæði menn að kjosa i þessari konnun, hef nu bara ansinoft sed her a þessari og oðrum siðum þegar menn eru beðnir að kjosa hinn eða þennan i einhverjum könnunum. Þo að þer babu se kannski slett sama un þetta þa er mer það ekki og her gætu alveg þess vegna leynst fleiri en eg sem verða fyrir einelti man utd felaga sinna og hefdu ahuga a þvi að kjosa suarez i þessari konnun.
Eg held a þu babu sert alveg buin að syna það her oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að eg fari i taugarnar a þer þvi i ansi oft seturu uta eitthvað sem eg skrifa her a þessa siðu. Mer finnst þu bara oft dónalegur þegar þu ert að setja uta mig herna. kannski likar þer ekki við mig af þvi eg er a moti fsg eda af þvi eg var buin að fa nog af benitez eg veit það ekki en þu matt gjarnan hætta að skipta þer af þvi og akveða fyrir alla inna þessari siðu hvort það sem eg skrifa hafi eg sagt nogu oft eða ekki. Ef mig langar td að skrifa inna þessa siðu að mer finniat fsg ekki vera að valda sinu hlutverki þa þarft þu ekki að kommenta a eftir mer og segja mer að eg hafinu sagt þetta aður og þurfi ekki að skrifa þetta i hverri einustu færslu, eins og i sumar þegar eg skrifaði hvað mer fyndust að fsg ætti að eyða miklu i leikmannakaup og sagði það i 3-4 þraðum af kannski 50 sem eg svaraði a nokkrum vikum þa komst þu babu og sagdir að eg þyrfti ekki að segja þetta i hverjum einasta þræði og gerðir þar ansi litið ur mer fyrir allra augum. Mer finnst þu babu bara alls ekkert vera yfir aðra hafin herna þo þu sert soldið farin að haga þer a þann hatt.
Ætli maður taki ser ekki bara pasu nuna fra kommentakerfinu i einhvern tima svo maður se nu ekki að trufla þig neitt babu minn 🙂
Í guðanna bænum viðar… Það er nú tæpast vegið að mannorði þínu þegar þú ert beðinn um að síendurtaka þig ekki. Og ef þér er ekki drullusama um hvað e-erjir scummarar segja þá þarftu að fara í alvarlega naflaskoðun. Svo finnst mér að lokum ekki vera rétt að sletta eineltishugtakinu af værukærð inn í hvaða samhengi sem er.
Viðar minn, slakaðu aðeins á. Babú er ekkert illa við þig persónulega. Það stendur skýrt í reglunum að menn mega ekki stunda þráðrán og menn mega ekki setja inn sömu ummælin copy/paste í marga þræði. Þú braust þessar reglur, Babú fjarlægði ummælin, þú settir inn fleiri ummæli og þá ávítaði hann þig og bað þig að hætta að brjóta reglurnar.
Óþarfi að taka því persónulega. Það er ég sem sem reglurnar á Kop.is, ekki þú. Vinsamlegast hlýddu þeim, hvort sem eitthvað skiptir þig persónulega máli út af rifrildi við United-stuðningsmenn eða ekki.
Endilega haltu áfram að tjá þig hér inni. Það er enginn á móti þér. En virtu reglurnar.
Setja inn færslu til að sá
Veit ekki hvar annarstaðar ég á að setja svona inn.
Svo ég skelli þessu bara hér. Liverpool komin með íslenskan leikmann: http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/ladies-sign-iceland-international
hvað er málið með þetta Sahin dæmi, minnir á Robbie Keane hér um árið (nema hvað Sahin er enn ungur og hefur alla burði til að aðlagast og bæta sig)? Mér fannst það lélegt í dæminu með Robbie og ennþá verr með hann Sahin kallinn að menn fái ekki tækifæri til að bæta sig eftir aðeins hálft tímabil og það er varla hægt að saka hann um að lenda í smávægilegum meiðslavandræðum. En ef það kæmi til þess að lánasamningurinn við hann verði riftur og hann fer, hver á þá að koma í staðinn?
Hey, þetta er surprise frétt dagsins, Katrín Ómars í kvennalið Liverpool !
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/ladies-sign-iceland-international
Nr. 5
Jú jú það er komið aðeins inn á þetta í þættinum.
Nr. 10
A – Ég hef alls ekkert á móti þér persónulega enda þekki ég þig ekki neitt og þó ég svari því sem þú hefur sett inn í gegnum tíðina hefur það vonandi verið efnislega um það málefni ekki persónulegt. Biðst afskökunar ef svo hefur ekki verið. Var nú búinn að gleyma þessum samskiptum okkar í sumar en finnst smá á þessum pistil að gagnrýni fari almennt illa í þig.
B – Eins og KAR bendir á þá er svona spam ekki velkomið hér inni, það er skýrt í reglum og fyrir tilviljun var ég sá fyrsti af okkur sem sá það í þetta skiptið. Ég hefði kannski getað orðað þetta betur og vísað í reglurnar en endapunkturinn er sá sami.
C – Við höfum nú að ég held ekkert á móti svona ábendingum og þær fá að ég held
oftast að lifa en það er óþarfi að ýtreka þær mörgum sinnum, hvað þá á nokkrum mínútum í nokkrum færslum.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/ladies-sign-iceland-international
aldrei nóg af íslendingum í lfc
Nr. 14
Þetta er frekar skrítið með Sahin og maður spyr sig hvort Rodgers hafi haft allt að segja með komu hans. Efa það einhvernvegin m.v. hversu litla sénsa hann hefur fengið.
Ný staða Gerrard, kaupin á Joe Allen, endurkoma Lucas, traustið sem Shelvey fær og uppgangur Henderson gera það síðan allt að verkum að líklega er minnst áhersla lögð á að vinna með lánsmanninn. Vona að við sjáum hann svo ekki brillera í öðru liði næstu 5-8 árin því hann hefur hæfileikana í að verða mjög stórt nafn í boltanum.
Sá á twitter að einhver var að velta fyrir sér hvort hann færi í flokk með Litmanen, Moriantes og fleiri leikmönnum sem klárlega höfðu hæfileikana og hefðu með réttu átt að svínvirka hjá Liverpool en voru ekki notaðir rétt eða nýttu ekki tækifærið. Held að það sé eitthvað til í þessum samanburði utan þess að Sahin er ennþá mjög ungur.
Eins og alltaf; frábært podcast og ánægður að þið getið tekið “the high road” og sleppt því að ræða pjésa eins og Howard Webb, sem kæmist ekki einu sinni í topp10 af dómurum heimsins.
Þetta blessaða Sahin mál er allt hið furðulegasta enda ekki nema bara til þess að velta því fyrir sér hvers vegna leikmaður með hans hæfileika kemst ekki einu sinni í hóp hjá okkur. Nefið á honum hefur nú varla verið svo mikið brotið að það hafi leitt til annara meiðsla.
Að lokum ætla ég rétt að vona að Rodgers velji umfram allt duglega leikmenn í leikinn á móti United þar sem að ég er eins og Maggi (?) og hef séð nokkra leiki með þeim í vetur. Þeir leikir sem þeir hafa verið að lenda í vandræðum með eru þegar andstæðingarnir eru duglegri og með meiri yfirferð en þeir á miðsvæðinu. Þess vegna held ég að það sé nauðsynlegt að hafa Lucas, Gerrard og Henderson þar og Downing, Suarez og Sturridge í sókninni. Leikmenn eins og Suso, Sterling, Allen o.fl. hafa ekkert erindi í þetta verkefni.
Þakka skjót svör Babu. Eftir að hafa hugsað þetta aðeins og lesið svarið frá þér að þá velti ég því fyrir mér hvort Sahin hafi átt að koma inn í staðinn fyrir Henderson sem var hugsanlega á leið frá félaginu í sumar http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/9662510/Liverpools-Jordan-Henderson-was-shocked-to-be-told-he-could-leave-Anfield.html
Það varð svo að sjálfsögðu ekkert af þessu og Hendo hefur heldur betur girt sig í brók á þessu tímabili, það skilur því eftir stórann möguleika á því að Sahin fari hreinlega burt núna. Ég er hins vegar viss um að BR hafi haft mikið um það að segja að Sahin kom, helsta ástæðan fyrir því er góðu sambandi milli BR og Mourinho að þakka.
Ég er líka einn af þeim sem furðar sig á því að nota Sahin ekki meira. Mér held að hann sé topp spilari ásamt því að virka á mig sem skynsamur gæi.
En ég velti því einnig fyrir mér hvað sé að frétta af Andy Carroll? Ég er ekki ennþá búinn að gefast upp á honum. Það er alveg hægt að vera sláni en samt flinkur einsog Cavani, ekki að ég sé að bera þá saman.
Flott podcast
Takk fyrir mig,
Alltaf gaman að taka Kop.is podcastið með sér í mp3 spilarann og hoppa á hjólið í ræktinni með.
Búinn að átta mig á því að ég tek meira á í ræktinni þegar ég hlusta á ykkur. 🙂
Biðst fyrirfram afsökunar á þessu þráðráni, en vill endilega heya hvað menn segja um þennann leikmann og hvort þeir viti e-ð meira um hann en ég: http://en.wikipedia.org/wiki/Modibo_Diakité
Fyrir mína hönd er ég nokkuð spenntur, en það sem stingur í augað (veit ekki hversu Wiki er marktaækt með þetta) er aðeins 64 leikir síðan 2006 með Lazio. Hann lýtur annars vel út, hávaxinn og nautsterkur.
gleymdist að taka það fram að þessi gaur er í umræðunni akkúrat núna um hugsanleg skipti til LFC. Miðlarnir eru hins vegar ekki sammála um hvort að hann sé í raun á leiðinni, að ekki hafi náðst samkomulag um kaupverð og laun, eða að Lazio sé að undirbúa nýjann samning.
Takk fyrir, mjög gaman af þessu, væri gaman ef þid kæmud
med næsta þátt á lokadegi félagsgluggans.
Nr. 27
Það kemur podcast stuttu eftir að glugganum lokar. Við komum samt ekkert til með að halda niðri í okkur andanum á lokadegi félagsskiptagluggans sem mun líklega að mestu snúast um það hvort Tom Ince komi eða ekki og hann komi svo á endanum ekki.
LFC TV tóku eina vandræðalegustu útsendingu seinni ára á lokadegi síðasta glugga og ég efa að nokkur vilji endurtaka þann leik.
Smá þráðrán hér, Lucas á 26 ár afmæli í dag. Hér er stutt myndband á heimasíðu LFC sem sýnir vel afhverju við elskum þennan leikmann okkar 🙂
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/why-we-love-birthday-boy-lucas
Afhverju í ósköpunum vill Rodgers skila Sahin til baka?
Var hann ekki að kvarta yfir því að hópurinn væri of þunnur í svona margar keppnir?
Sahin er gæðaleikmaður. Á því leikur enginn vafi.
Hvernig væri að gefa honum smá þolinmæði?
Hann er allavega búinn að skora eitt og leggja upp tvö í deildinni. Annað en eftirlæið hans Rodgers, Joe Allen.
Ég er svo sammála þér Krummi #30. Ég trúi þessu varla og ætla að vona að þetta sé ekki satt. Mér finnst hann svo augljóslega hafa meiri gæði heldur en Allen, ekki það að Allen sé slappur heldur er Sahin bara drullu flottur.
Það hlýtur að vera eitthvað sem að við fáum ekki að vita. Hann er auðvitað að vinna með þessum mönnum alla daga og kannski er Sahin bara ekki að skila því sem að þarf til þess að réttlæta Þessi 50.000 pund á viku.
Gerrard er búinn að spila alla leiki og það spilar kannski inní að Sahin hafi ekki fengið fleiri tækifæri. Eða frammistaða Henderson á æfingum og undanfarið á miðjunni í seinustu leikjum.
Sahin er flottur leikmaður en kannski er hann ekki að smella í liðið eins og haldið var fyrst, ég hefði þó viljað sjá hann spila t.d bikarleikinn um daginn.
Sahin er á 90 þúsund pundum á viku og hefur einfaldlega ekki ráðið við hraðann og lætin í enska boltanum. Átti tvo góða leiki, gegn WBA í Carling og Norwich í deildinni. Leit vandræðalega út í sumum leikjunum. Real vill að hann sé hjá liði sem spilar honum og við erum ekki að því, skil alveg ef hann fer. Við munum alls ekki kaupa hann og þá er töluvert minna vit að spila honum en Shelvey, Hendo og Allen sem eru allir á langtímasamningi.
Var samt ekki talað um að Liverpool væru bara að borga 50.000 af laununum hans og Real Madrid restina eða erum við að borga öll launin ?
Svo virðist vera samkvæmt sky sports viðtal við Paul Ince. Þá væri hann ekkert hrifinn að sonur hans færi frá Blackpool til Liverpool ef hann er ekki spila week in and week out. Beri væri að spila áfram reglulega hjá Blackpool enn vera varamaður í Liverpool. Besta fyrir Liverpool ef þeir virklega vilja fá hann væri að kaupa Ince og lána hann til Blaclpool.
Varðandi Sahin þá veit ég svo lítið um hann til að dæma ef hann er nógu góður fyrir Liverpool. Eins og staðinn er þá er kannski best að láta hann fara.
Ég persónulega væri til að fá Frank Lambard. Hann er 34 eða 35, en á pottþétt 2 góð ár eftir og hann er winner sem okkur sárlega vantar. Við munum öll hvað Gary Macca gerði fyrir félagið, en hann var 35 þegar hann kom og er legend á Anfield. Megum ekki fylla liðið af óreyndum kjúllum, sem þekkja ekki hvernig það er að vinna titla. Hann yrði frábær liðsauki og við þyrftum pottþétt aldrei þurfa að borga honum Joe Cole/Nuri Sahin laun. En bottomline-ið er að hann er winner sem myndi smita út frá sér
Held því miður að Lampard fari til Manchester borgar í sumar, held að það sé alveg borðliggjandi eins mikið og ég væri til í að fá hann. Þá mun hann alltaf taka Scum fram yfir okkur og sennilega A.Cole með honum. Rauðnefur veit alveg hvað hann er að gera. Scholes og Giggs pottþétt á sínu síðasta tímabili og vill kallinn fá aðra reynslubolta sem vita hvað er að vinna titla. Held að þetta sé blákaldur veruleikinn. Þó veit maður aldrei hvað gerist!