Gluggavaktin: janúar 2013

Uppfært 23:35 (KAR): Glugginn er lokaður. Liverpool keypti Daniel Sturridge og Philippe Coutinho og lét Joe Cole, Nuri Sahin, Alex Doni, Danny Wilson, Dani Pacheco og Michael Ngoo (lán) fara. Þetta heitir á góðri íslensku að skera fituna utan af kjötinu. Það fækkaði í hópnum en það fjölgaði í raun um tvo hvað varðar nothæfa leikmenn. Sahin og Cole voru klárlega aukabitar og hinir varaliðspjakkar en í Sturridge og Coutinho höfum við tvo menn sem ættu að geta spilað flest alla leiki fram á vorið og vonandi hjálpað okkur að berjast um Evrópusætin.

Ég er sáttur við þessi kaup. Ég viðurkenni að ég hefði viljað sjá ein kaup í viðbót en ég hef líka skilning fyrir því að réttu mennirnir voru ekki á lausu núna og í sumum tilfellum var réttara að bíða fram á sumarið (sjá: Tom Ince). Svona uppbygging tekur tíma. Þetta var fínn gluggi í bili, held ég.

Látum þetta nægja. Mig grunar að þetta verði vaninn hjá Liverpool á deadline-degi framvegis, að vera ekki í einhverri sápuóperu og rugli fram á síðustu mínútu. Menn virðast vera með hlutina á hreinu á Melwood núna. Loksins.


Uppfært 14:35 (KAR): Það er afskaplega lítið að frétta. Harry Redknapp fer hamförum eins og venjulega, stefnir QPR niður í næstefstu deild með ótrúlegan launapakka á bakinu og lætur sig svo hverfa í vor. Hjá Liverpool er búið að lána Dani Pacheco til Huesca í spænsku 2. deildinni þar til í sumar, þegar samningur hans klárast. Þar með er hann farinn eins og Danny Wilson fyrr í mánuðinum. Svo er búið að rifta samningum við Doni sem hefur víst verið í Miami í vetur og kvartað yfir Liverpool. Þannig að enn fækkar í leikmannahópnum. Ef við kaupum ekkert í dag (sem er mjög líklegt) gæti maður horft á allar brottfarirnar og tekið bjartsýnina á þetta og látið sig dreyma um annríkt sumar. Sjáum til.


Í dag er síðasti dagur viðskipta í þessum leikmannaglugga. Viðskipti Liverpool virðast liggja nokkuð ljóst fyrir: Nuri Sahin og Joe Cole fóru og í staðinn komu Daniel Sturridge og Philippe Coutinho. Í gær sagði Rodgers að það væri ólíklegt að fleiri leikmenn kæmu inn í þessum glugga, þrátt fyrir kláran áhuga á Tom Ince hjá Blackpool.

Þetta er opinn þráður. Við getum fylgst með deginum hjá öðrum liðum hérna og rætt um það sem þið viljið. Það er enn verið að ræða leikinn í gær í næstu færslu og við uppfærum þessa færslu ef það er eitthvað að frétta hjá Liverpool fyrir dagslok.

71 Comments

  1. Hvað er eiginlega málið með þetta Icesave? Getiði útskýrt það fyrir mér?

  2. Af hverju þurfa þessir menn alltaf að skemma fyrir manni lokadaginn.
    Í gær sagðist hann ekki ætla að versla neitt og í seinasta glugga voru þeir farnir af skrifstofunni um kvöldmat.
    Það verður lítil sala á F5 tökkum þennan mánuðinn.

  3. Fínt að fá Coutinho og Sturridge en vissulega væri maður til í einn left back í dag takk fyrir! Vonandi helst Enrique heill og þá erum við í fínum málum út þetta sesong.

    Annars er þetta voðalega blásið upp þetta með lokadaginn í þessum gluggum. Góð viðskipti eiga að gerast á góðum tíma en ekki í panik-svitakasti undir takthljóði klukkunar.

    Að leiknum í gærkvöldi:
    Arsenal voru drulluheppnir að tapa ekki leiknum stórt.
    Við áttum klárlega að fá víti þegar fimman hjá Arsenal handlék boltann með báðum höndum. Að sama skapi var það aldrei víti þegar Podolski reyndi að fiska víti á Wisdom. Hann hljóp aftan í lærið á Wisdom og henti sér niður. Gult spjald fyrir leikaraskap hefði verið sanngjarnt.

    Eins fannst mér fimman hjá Arsenal eiga skilið spjald þegar hann lemur niður Sturridge í stoðsendingunni á Henderson.

    Skallinn hjá Agger, skotið yfir hjá Henderson, klaufagangurinn í vörninni hjá Arsenal og fleiri góð færi hefði getað komið Liverpool í 5-6 mörk fyrir hlé.

    Reina var góður í markinu og hann varði svínvel amk tvisar í fyrri hálfleik. Ég get ekki kennt honum um markið hjá Walcott, skotið var einfaldlega of fast, því miður.
    Carragher var frábær, hægur en hefur svo margt annað sem vegur það upp. Les leikinn ótrúlega vel og gefur allt í þetta. Er ekki að segja að Skretl gefi ekki allt í leikinn en það eru fáir eins og Carra.

    Leikurinn við Man City verður svakalegur og ég er bjartsýnn fyrir þann leik. Ef við vinnum þann leik þá erum við alvarlega komnir í pakkann og að sama skapi svo gott sem búnir að afhenda manjú titilinn, því miður :/

    Stutt í Evrópukeppnina og mjög spennandi tímar framundan hjá okkur Púllurum. Upp með hökuna!

  4. Ánægður með gluggan…fá inn einn framherja og svo einn miðjumann er gríðarlega gott. Þetta fer allavega fram úr mínum björtustu vonum.

    Arsenaleikurinn var leikur þar sem við vorum að reyna að nýta okkur hraða Sturridge…nota skyndiskóknir. Við lágum í vörn í nánast 70 mínútur í þessum leik og mikið gríðarlega vona ég að ég þurfi ekki að vera svona stressaður aftur á þessu tímabili….þetta tók á ef satt skal segja!!!

    Btw => Djöfull er Walcott fljótur!!!

    YNWA – Rogers we trust

  5. Kæmi mér ekkert á óvart ef þessi kæmi í dag , ef ekki vona ég að hann komi í júní . ´Liverpool are our first choice,” said the agent of Lazio defender Modibo Diakite, although only on a free transfer in June. Hann er allavega með hausinn í lagi 🙂

  6. Eftir jafntefli við Arsenal þá er bara að girða í brók og klára city.
    Ef við fáum einn classa leikmann þá vonast ég til að fá sterkann varnarmann, jú tel að varnarleikurinn hjá okkur sé of brothættur og þurfum mann sem hefur sama karma og Carra 😉

    Verum bjartsýn og jákvæð og þá gerast góðir hlutir.

  7. Hvernig er það með strákana þá Jay Spearing og Andy Carroll, hafa þeir verið að gera góða hluti hjá sínum láns liðum að menn ættu að skoða það að fá þá heim? Ég hef ekkert verið að fylgjast með þeim.

  8. Okkur vantar miðvörð, topp miðvörð það myndi breyta mestu fyrir okkur, sást mjög vel í gær þegar við neyddumst til að hafa Carra í liðinu vegna getuleysis hinna miðvarðana hjá okkur ( fyrir utan Agger ) þó svo að Carra hafi staðið sig vel þá liggjum við alltof aftarlega með hann því að það er ekki hægt að pressa með allt liðið með einn í vörninni sem er svona rosalega hægur eins og Carra er.. Það hefði verið flott að fá Samba en efast um að við færum að borga honum eins há laun og hann er að fá hjá QPR.. en það hljóta að vera einhverjir miðverðir þarna úti sem hægt er að fá… þeir þurfa nú ekki að vera svakalegir til að styrkja liðið…

  9. Oldham voru að krækja í Chris Iwelumo. Við björguðum starfinu hjá stjóranum þeirra og greinilega allt á uppleið þar. Sem betur fer höfum við Suarez og tekur pressuna af öllum nýliðunum í starfinu. Borini, Sturridge, Sterling, Coutinho, Downing, Henderson þurfa bara að skora annað slagið þá erum við golden…svo lengi sem vörnin heldur.

  10. Ok, góðir hlutir gerast hægt. Ég er að mestu sáttur með gang mála. En hvernig stendur á því að ekki er hægt að tryggja sér þjónustu Tom Ince, greinilegur áhugi, sama með Jack Butland, þetta eru ungir strákar sem mundu byrja ansi nálægt byrjunarliðinu í stóru liði eins og Liverpool. Mjög gott skref hefði ég haldið miðað við aldur og getu. Eru þessir menn að bíða eftir betra tilboði eða er Liverpool að hika?

    Rodgers hefur farið ansi hratt í breytingar á leikskipulagi, og það hafa orðið tölverðar mannabreytingar, mikið losað. En leikmannakaup eiga að taka langan tíma greinilega, væri til dæmis ekki miklu betra að kaupa Ince strax þannig hann gæti verið nokkuð klár fyrir næsta tímabil. Bara sem dæmi.

    Ég er sáttur við þá sem hafa farið, hefði alveg viljað halda Kuyt eitt tímabil í viðbót. Og nokkuð sáttur við kaupin hingað til (menn þurfa tíma, sjáið bara Lucas og núna Henderson) en það verður seint aukin breidd ef það á alltaf að selja einn til að kaupa einn.

    Djöfull var gaman að sjá Carra í byrjunarliðinu. Hef saknað hans í mörgum leikjum á tímabilinu.

  11. Ince hefur náð að heilla mig með flottri tækni og miklum hraða en það er bil á milli fyrstu og úrvalsdeildar klárlega, sem hann gæti fallið í. Hinsvegar þar sem hann er samningslaus eftir þetta season er algjör óþarfi að gefa Blackpool einhverjar milljónir punda bara af því að. Díllinn stendur fastur í því að LFC vill borga 6 fyrir hann sem þýðir að Blackpool fær 3,9 nettó fyrir hann á meðan Blackpool vill fá 8. Þeir borguðu síðan 350 þúsund fyrir hann þegar þeir keyptu hann af LFC þannig að það þarf ekki neinn súperbreiner að þetta er fínt cashout fyrir þá. Þannig að mín fimm sent eru að þá er bara að bíða og fá hann vonandi frítt í sumar frá þeim. Sumir vildu þó meina í gær að Suso væri á leið til þeirra í lán sem væri ekki galið, þannig að hann fái einhverja leiki undir beltið.

    Ég held að Ince væri fín viðbót við liðið og gæti alveg með réttu tækifærunum orðið prýðilegasti hægri kantari en ég hef þó sagt áður að hærra í forgangsröðinni eru vinstri bakvörður og cover fyrir Lucas.

    En já, minn F5 takki er verður væntanlega í fínu standi eftir daginn.

  12. Til gamans óska ég eftir að fá greinagerð frá Magga þegar glugginn hefur lokast um stöðuna hjá Liverpool eftir janúargluggann 2013. Þá kannski helst hvort að FSG hafi bætt sig (redeemed themselves) í hans augum og bjargað sér eða hvort þessi gluggi skilji félagið eftir á svipuðum stað og breyta þurfti til á toppnum.

    Nefni þetta því pistlarnir frá Magga eru með þeim allra bestu hérna og myndi þetta varpa skemmtilegu ljósi á stöðu félagsins. Sér í lagi því Maggi hefur verið (oft réttilega) gagnrýninn á kanana.

    Lifið vel.

  13. Þessi Liverpool sign Bent er svona átta ára gamall og fer að verða þreyttur 🙂

    Með Pacheco. Þvílík vonbrigði að fá hann ekki í betra lið en þetta. Segir kannski meira en margt um hvað er spunnið í hann? Það er búið að lána hann innan Englands áður (Norwich) og í betra lið á Spáni (Atletico Madrid og svo Rayo Vallecano) en hann endar þarna.

    Sorglegt, en segir kannski að nöfn og ferilskrá segja ekki allt. Hann kom til okkar frá Barcelona og hefur spilað með öllum landsliðum Spánar, nema A-liðinu. Maður væri ansi spenntur fyrir þannig leikmanni ef hann yrði orðaður við okkur í dag….

  14. James Pearce á Echo var að segja á Twitter að samningi Doni hafi verið rift. Væri til í Butland og selja Jones í sumar.

    Enginn veit enn hvað olli því að Doni fór heim til Brasilíu, en það voru persónulegar ástæður og það kemur bara ekki nokkrum manni við. Move on.

  15. Svona í tilefni þess að það er félagaskiptadagur í dag – og væntanlega lítið um að vera hjá Liverpool í dag … þá langar mig til að nota tækifærið og hvetja ykkur til að lesa ævisöguna hans Zlatan. Þar er oft á köflum farið djúpt ofan í samningamálin hans og hvernig þau gengu fyrir sig. Það er virkilega skemmtileg lesning, því að hann hefur jú spilað með 4-5 af 15 stærstu fótboltaliðum heims.

    Virkilega skemmtileg lesning fyrir þá sem hafa áhuga á fótbolta og þessum málum öllum saman.

  16. Mikið er nú ljúft ef þessi saga með Doni og hans 60-80 þúsund pund er lokið.

    Hins vegar er þetta ekki alveg svona einfalt með Ince eins og menn vilja meina að fá hann frítt í sumar, þar sem hann er enn undir aldri þá verður Liverpool að borga fyrir hann eitthvað fee sem tribunal þar sem leikmenn undir held ég 23 ára aldri fara aldrei frítt nema samning við þá verði rift, þannig að þótt hann sé samningslaus getur hann ekki farið frítt til okkar nema Blackpool leysi hann undan samning. Flókið en samt er þetta þannig að þótt leikmaður undir 23 ára aldri sé samningslaus getur hann ekki tekið Bosman á þetta!! Sama var upp á teningnum þegar hann fór frá okkur, hann var samningslaus en Blackpool varð að borga okkur 250þúsund pund fyrir hann. Eitthvað funky reglur en svona var þetta allavegana.

    Verður aldrei 6-8 milljónir en gæti orðið eitthvað í kringum milljón pund ef tribunalið metur hann vel.

  17. Siffi ef málin standa þannig, þá er nú illskiljanlegt afhverju þeir selja okkur hann bara ekki á þessar 6 mp (eða hvað það var) nema nátturúlega að sú upphæð sé algjörlega uppspuni.

  18. Ætli þeir horfi ekki á það þannig að þetta sé maður sem gæti komið þeim upp um deild og þá er það meira virði heldur en að “tapa” 5 millum á honum. Annars er ég ekki með þetta alveg á hreinu en þetta gæti ég trúað að væri meiningin hjá þeim.

    Annars hef ég líka lesið að við eigum rétt á 35% af kaupverðinu en veit ekki hvernig það er, hvort við höfum selt hann á 250þúsund pund + 35% af næsta kaupverði í stað þess að þeir hafi farið í gegnum tribunal réttinn og þar hefðu þeir líklegast þurft að borga meira út strax en sloppið við 35% söluréttinn!

    En mér þykja það frekar furðulegir viðskiptahættir að fara borga fleiri milljónir fyrir mann sem á 6 mánuði eftir af samning og hefur aðeins staðið sig í stuttan tíma í neðri deild sama hvort við höfum látið hann frá okkur á spottprís.

  19. Bara til að koma hlutum á hreint varðandi Ince, þá er það rétt að samningur hans rennur út næsta sumar, en líkt og í samningi hjá Charlie Adam á sínum tíma, þá er Blackpool með klásúlu um að geta einhliða framlengt hann um eitt ár og það munu þeir gera líkt og í tilviki Adam. Það má því í rauninni segja að Ince eigi 18 mánuði eftir af samningi sínum við þá.

    En það er rétt að við eigum 35% af næsta söluverði á kappanum og mér skilst að hann hafi farið á talsvert meira en 250.000 pund á sínum tíma.

  20. Þekki svo sem ekki hvernig samningsmál Inch standa en þessi peningur sem þarf að greiða fyrir samningslausa leikmenn undir 23 ára, er í rauninni að lið þurfi að greiða “uppeldisbætur” við enda samnings leikmanna á aldrinum 16 – 22 ára.
    Eða eins og stendur í dómi evrópudómstólsins sem varð til þess að þett varð að reglu innan EU.
    “The amount of compensation is to be determined “by taking account of the costs borne by the clubs in training both future professional players and those who will never play professionally,” the court ruled.”
    Svo það er alltaf spurning:
    Hversu mikið lögðu Blackpool í fótboltauppeldi hans og hversu mikið lagði Liverpool…

  21. Jack Butland farinn til Stoke en verður lánaður til Birmingham út tímabiið.

    Af hverju fór Liverpool ekki á eftir honum og lánaði han svo áfram út ef svo færi að Reina myndi enda hjá Barcelona næsta sumar eins og ég hef trú á.
    Þessi strákur fór á um 3-5 millur.

  22. Held að ég hafi aldrei spáð eins lítið í lokadegi félagsskiptagluggans og það er gott mál að það sé í glugga þar sem Liverpool er að koma sterkar út (geri ég ráð fyrir) heldur en þegar hann opnaði.

    Fyrir deadline day fíklana mæli ég bara með þessari færslu
    http://www.kop.is/2011/01/31/06.38.54/
    Þetta verður ekkert toppað í ár.

  23. Ég held að ég sé í miklum minnihluta hér því ég vill endilega að Liverpool næli sér í einn til tvo varnarmenn. Vörnin hjá Liverpool hefur ekki verið uppá marga fiska og þeir dagar eru ekki lengur þar sem við gátum vonast til þess að halda hreinu leik eftir leik, m.a.s. ekki einu sinni á móti neðri deildar liðum. Hvernig væri að fá einn gullmola til okkar eins og þegar við keyptum HYYPIA.

    Þessir njósnarar sem Liverpool hefur hljóta að vinna eitthvað, eða hvað ?

  24. Fulham voru líklega að fá góðan vinstri bakvörð í Urby Emanuelson á lán frá AC Milan. Sá kappi getur líka spilað vinstri kant, skruggufljótur og með mjög góðar fyrirgjafir. Það er staða sem Liverpool sárvantar byrjunarleikmann í. Kominn með nóg að því að menn okkar séu að spila útúr stöðum og Glen Johnson sé hent þangað í hallæri. Afhverju vorum við ekki að reyna fá þennan leikmann?

    Einnig virðast Newcastle hafa gert mjög góð kaup í að fá Moussa Sissoko á aðeins 2m punda, hann var mjög atkvæðamikill með þeim í gær. Gerði sennilega meira þar en Joe Allen hefur gert allt tímabilið hjá okkur.

    Annars er þetta alveg ágætis gluggi fyrir Liverpool þó ég hefði viljað einhvern “Wow” kaup eins og t.d. Sneijder. Þetta er búið að vera svo mikið aðhald undanfarið að FSG hefðu mátt henda til okkar einni jólagjöf. En hvað um það, maður bíður bara bjartsýnn til sumars og vonar að Coutinho sé ekki of lightweight fyrir enska boltann. Maður herðir sultarólina áfram og væntir stórra þungaviktar innkaupa í sumar. Vil þó árétta… Okkur vantar ekki cover í stöður. Okkur vantar byrjunarliðsmenn sem gera núverandi leikmenn að coveri/varamönnum.

  25. Íslensku fótboltafréttasíðurnar að standa sig vel á lokadegi félagaskiptagluggans. Báðar niðri 🙂

  26. 30 athugasemdir núna, yfir 1000 í lok gluggans árið 2011. Aðeins meira að gerast þá…

  27. 30 Ívar, ég er viss um að eins og í fyrra, þá eru BR og IA báðir farnir heim. Ekkert gerist meira hjá Liverpool á leikmannamarkaðnum fyrr en næsta sumar.

  28. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við þurfum að sætta okkur við núna en vitið til. Það eru að sparast feitar summur í hverri viku með þessari stefnu okkar manna og ekki er nú vænlegt að kaupa bara til að kaupa sbr Carroll sem voru ein verstu kaup í sögu klúbbsins okkar.

  29. Slúður um að Liverpool hafi gert lokatilraun á Ince á 7,5m !
    Kannski….

  30. Vonandi eru menn ekki fúlir yfir þessum glugga. Fengum byrjunarliðsmann í Daniel Sturridge og svo ungan Brassa sem að fer örugglega mjög fljótlega að sjást í leikjum liðsins. Út fór lánsmaður sem náði aldrei að komast á flug með okkur og útbrunninn Englendingur sem enginn saknar. Tveir gagnslausir út og tveir ungir og sprækir sóknarmenn fengnir í staðinn, þar af einn sem er nú þegar kominn með fast byrunarliðssæti. Framtíðin er björt.

    Vörnin verður væntanlega styrkt í sumar.

  31. Ég gleymdi reyndar að Doni er formlega farinn frá félaginu en það er nú það langt síðan hann spilaði leik að maður telur hann eiginlega ekki með.

  32. Ég er svo sem ekkert fúll yfir þessum glugga þó svo að ég vilji alltaf fá meira en ég fæ.
    Spurning samt hvort að það hefði ekki mátt reyna að fá vinstri bakvörð til þess að leysa Enrique af enda hefur Robinson ekki staðið sig sem skyldi og ég hefði viljað sjá hann lánaðan út til þess að fá reynslu og þá væri hægt að dæma hvort að hann eigi erindi í liðið aftur.
    Svo hefði ég viljað sjá sterkan miðvörð koma inn en það má kannski bíða fram á sumarið.

    En með Ince, spilar hann sem sóknarmaður eða er hann kantmaður ? Ef kantmaður þá hvoru megin spilar hann.

  33. Hvað var eignlega málið með Doni? Hvar er hann búinn að vera?

  34. Tek undir með AEG hérna, get ekki með nokkru móti skilið af hverju BR amk. reyndi ekki við Moussa Sissoko fyrir skitnar 2 kúlur. Sá gæi er algjört beast og gæti veitt liðinu nauðsynlegan líkamsstyrk sem myndi koma sér vel í baráttunni gegn stórum og sterkum liðum, við sáum nú bara t.d. hvernig Diame hjá WH fór með miðjuna hjá okkur áður en hann fór meiddur útaf. Svo þarf náttúrulega ekki að tala um hversu vel okkar menn réðu við kraftabolta Stoke og Oldham (já fokkings Oldham!). Þessi gæi er engu síðri en P. Vieira var á sama aldri. Fyrir 2 kúlur er það vel áhættunnar virði.

  35. Tek eftir að margir eru búnir að vera spyrja út í Doni,…Orðið á götunni segir að hann hafi átt erfitt með nefið á sér og hafi verið að vinna bug á því.

  36. Annars er það bara kjaftasaga. Veit ekki hvort það er e-h til í henni.

  37. Menn þurfa ekki að fjárfesta í nýjum F5 takka þetta árið 🙂

  38. Henderson er búin að vera frábær finnst mér í pressunni og er alltaf hlaupandi inn í vítateig. Sendingarnar hans eru ennþá hálfvonlausar og það er spurning hvort hann og Coutinho eru að fara berjast um sömu stöðuna. Segir líka margt að Downing spilaði í 90 mínútur í síðasta leik með alla menn heila í stórleik. Ætli það sé búið að taka hann af sölulista eða á Coutinho að keppa við hann um stöðu?

    Allt í einu með kaupunum í janúar er komið yfirdrifið nóg af leikmönnum

    Suarez, Gerrard og Lucas sennilega þeir einu sem eru með áskrift. Hinar 3 stöðurnar dreifast á Sturridge, Borini, Sterling, Allen, Coutinho, Henderson, Shelvey og Downing.

    Það er allavega ekki hægt að tala um afsökun lengur að það er ekki til breidd i liðinu. Ókei vörnin er fáliðuð en þessi mannskapur á að geta skorað fleiri mörk heldur en andstæðingurinn.

    4.sætið er klárlega ON sama hvað hver segir.

  39. Ég hélt kannski að við næðum að landa einum í viðbót sem gæti hjálpað okkur að láta rætast eitthvað úr þessu tímabili, 4. sætið eða Evrópudeildarsigur. Við vorum frekar heppnir með önnur úrslit í deildinni í þessari umferð og hún fellur nánast dauð niður hvað varðar þessa semi-toppbaráttu.

    Það verður eitthvað keypt í sumar, væntanlega sterkur miðvörður og vinstri bakvörður. Eitt stykki flottur striker með frekar dýran verðmiða plús launapakka, með S-Amerískan uppruna. Einn súper miðjumann sem er helst eldri en 25 ára og getur létt smá ábyrgð af Gerrard – það væri ekkert verra ef hann væri þýzk-ættaður. Markvörð í stað Reina? Barca hlýtur að heilla og hver myndi lá honum það að fara þangað – vona þó sjálfur að hann verði með Liverpool næst þegar þeir spila meistaradeildarleik (og næst þegar við vinnum PL).

    Annars er ég sæmilega sáttur við janúar viðskiptin á pappírunum. Sturridge lofar ágætu, en Coutinho á ég eftir að sjá. Sá var töluvert ódýrari en Allen og Borini og án þess að ég vilji dissa eða afskrifa mína menn (sem ég er alls ekki að gera), þá vona ég að ástæðan fyrir þeim verðmun sé ekki gæði leikmannsins. Venjulega fær ekki hver sem er (eða hvað?) 10-una, þannig að einhver hefur trú á honum…

    Fyrir forvitnis sakir renndi ég lauslega yfir það hvað FSG eru að gera hjá Red Sox, þótt það sé önnur menning í hafnarbolta og íþróttamenn almennt dýrari í Ameríku. Rak mig á það að ég hef enga þolinmæði í að eltast við staðreyndir um hafnarboltaliðamenninguna. Ef einhver er fróður um það sem gert hefur verið þar, t.d. varðandi leikmannakaup, þá má sá hinn sami gjarnan deila því hér ef hann má vera að.

    Og ein loka athugasemd, varðandi Doni sem við höfum auðvitað margir verið að spá í, þá finnst mér frekar við hæfi að sleppa því bara að breiða út kjaftasögur og sætta okkur við óvissuna um hann. Sérstaklega nú þegar hann er farinn.

  40. Hahahaha, ok gæti verið svefngalsi en djöfull hló ég þegarég las komment nr 44. frá Dassanum ! .. Góða nótt

  41. Odemwingie “Sign Me Maybe”… “Hey, I just drove here. And this is crazy. I’m in your car park. So sign me maybe”

  42. Nr. 44 Dassinn

    Haha þetta kemur sér vonandi vel næsta sumar, m.v. orð Rodgers og eigenda ætti sumarglugginn að verða spennandi hjá Liverpool.

  43. Kop.is menn vitið eitthvað um það hvort Doni fékk laun greidd frá félaginu með hann var í Brasilíu?

  44. Næsti gluggi, næsti gluggi, næsti gluggi. Draumar verða ekki að veruleika með þessa eigendur. Því miður. Þeir fitna bara í Boston.

  45. Örn (fuglinn) (#50) – Ég hef ekki hugmynd. Þetta Doni-mál er allt mjög dularfullt. Hann var hjá Liverpool á síðustu leiktíð og Dalglish notaði hann sem nr. 2, bæði í fjarveru Brad Jones og líka eftir að Jones kom inn. Það var bara út af leikbanni Doni (rekinn út af gegn Blackburn í næsta leik eftir að Pepe Reina hafði verið rekinn út af gegn Newcastle) að Brad Jones spilaði gegn Everton á Wembley í undanúrslitunum.

    Svo kemur sumarið og allir mæta aftur úr sumarfríi og Doni er hvergi sjáanlegur. Það var talað um að hann væri fjarri af fjölskylduástæðum og ekkert heyrðist meira um það. Síðan í síðustu viku skaut hann allt í einu upp kollinum í Miami, USA í einhverju viðtali við brasilíska fjölmiðla minnir mig og skaut þar föstum skotum á Liverpool, sagði klúbbinn hafa svikið sig og eitthvað fleira í þeim dúr. Því var ekkert svarað frá Englandi nema bara með stuttri yfirlýsingu í gær um að samningi hans hafi verið rift.

    Ég geri ráð fyrir að hann hafi verið á launum allan þennan tíma, en hver veit? Steini hefur heyrt slúður um að hann hafi átt í sínum eigin vandræðum með fíkniefni og það verður eflaust meira slúðrað á næstu dögum. Við fáum eflaust að heyra nokkuð rétta frásögn fyrr en síðar.

  46. Höddi B. Hvað áttu við með að þeir fitni bara í Boston. Þeir hafa ekki tekið krónu útúr félaginu. Satt best að segja held ég að það séu ekki mjög margar krónur sem hægt er að taka út úr því. Ég held að þeir séu frekar að spá í því að halda sér í kjörþyngd og grennast ekki of mikið.

  47. Ég veit ekki á hverju þeir eiga að fitna Höddi, ja þeir gera það allavega ekki út af gróða af fjárfestingu sinni í Liverpool Football Club. Við erum pottþétt öll sammála um það að við viljum styrkja liðið mun meira en raunin hefur verið, en ég er líka á því að menn þurfi nú að vera pínulítið sanngjarnir þegar kemur að þessari gagnrýni. Það vill stundum gleymast svolítið að þeir punguðu út verulegum fjármunum til þess að koma félaginu aftur á byrjunarreit. LFC var gjörsamlega skuldum vafið vegna þeirra lána sem trúðarnir tóku og settu á klúbbinn. Það var hreinsað upp og sú upphæð sem reidd var fram var ekki talin í einhverjum tugum milljóna punda.

    Síðan þá hefur talsvert verið verslað af leikmönnum:

    Luis Suárez – 22,8m
    Andy Carroll – 35m
    Jordan Henderson – 16m
    Charlie Adam – 6,75m
    Stewart Downing – 18,5m
    Jose Enrique – 6m
    Sebastian Coates – 4,9m
    Fabio Borini – 10,4m
    Joe Allen – 15m
    Oussama Assaidi – 3m
    Samed Yesil – 1m
    Daniel Sturridge – 12m
    Philippe Coutinho – 8,5m

    Samtals hafa þeir pungað út tæpum 70 milljónum punda nettó síðan þeir keyptu félagið, það á um 2 árum og þar fyrir utan hefur það kostað heilan helling að losa sig við leikmenn á fáránlegum samningum miðað við getu sem hefur kostað skildinginn. Ég efast því stórlega um að þeir séu að fitna mikið vegna LFC.

    En eins og áður sagði, þá auðvitað viljum við meira. Það sem þeir hafa sagt frá upphafi er að þeirra ósk er sú að Liverpool reki sig sjálft, að félagið standi undir sér. Það hefur verið tap á rekstrinum, en búið er að byggja módel sem gerir félagið samkeppnishæft. Stórir samstarfssamningar í húsi og búið að hreinsa talsverða fitu og koma launapakkanum niður í samræmi við gæði leikmanna.

    Ég er því ekki jafn harður í andstöðu við eigendurna eins og greinilega margir, því ef undan eru skyldir klúbbar eins og Man.City og Chelsea, þá eru okkar eigendur ekkert að leggja minna til málanna en önnur lið, þó síður sé. Ég ber þó þá von í brjósti að sumarglugginn verði vel notaður og við náum að bæta við okkur leikmönnum sem taka okkur upp á næsta þrep, eða jafnvel þrepið þar fyrir ofan.

  48. Væri fróðlegt að fá færslu um leikmannahópinn núna eftir gluggalok og meta getu hans til að ná hagstæðri stöðu í deildinni í lokin….

  49. Kaupin á Doni voru alltaf fáránleg. Maðurinn var gjörsamlega búinn á því út í Róm og þar borguðu menn vel með honum til að losna við hann.

  50. Ég held að menn ættu að taka öllum þessum fréttum af Doni og fíkniefni/hjartagalla með smá fyrirvara, sérstaklega ef það er að koma frá einhverjum spjallsíðum. Á sínum tíma var talað um að Agger hefði átt í fíkniefnavandræðum (umræða sem dúkkar alltaf upp reglulega) og þess vegna hafi Hodgson ekki valið hann í liðið, einnig átti það að útskýra af hverju hann var alltaf meiddur og eitthvað. Svo kom þessi umræða aftur þegar það lak út að margir leikmenn úr ensku deildinni hefðu fallið á lyfjaprófi í gegnum tíðina en það hafði verið þaggað niður.
    Við munum örugglega heyra hlið Doni á endanum og þá mun eitthvað koma frá klúbbnum, ég efa að klúbburinn fari að tala um þetta að fyrra bragði.

  51. Steini hefur heyrt slúður um að hann hafi átt í sínum eigin vandræðum með fíkniefni og það verður eflaust meira slúðrað á næstu dögum.

    Hef aldrei heyrt þetta með fíkniefnadæmið og stórefast um það, en ég var búinn að heyra um eitthvað fjölskylduvesen, en vissi ekki vegna hvers það var. Nú virðist þetta eitthvað tengt veikindum.

  52. SS Steinn 54
    Athyglisvert að sjá aðeins tvo leikmenn keypta á heimsmeistara verði Suarez og Carroll. Henderson og Downing eru þarna ofalega en aðrir bara billegir

  53. Mjög góð umræða hér í gangi og ég sem grjótharður púllari í 35 ár hef örugglega aldrei verið eins mikið inn í málum og nú, þökk sé þessari frábæru síðu og auðvitað meiri nálægðar við umheiminn að öðru leiti.

    Hvað varðar þessa eilífu gagnrýni á FSG að þá þykir mér hún mjög hörð. Vilja menn í alvörunni fara dummý leiðina og kaupa bara til að kaupa sbr QPR og fleiri snillinga. Það mun opna margar dyr hjá LFC þegar þessi enduruppbygging verður komin á laggirnar og þegar klúbburinn verður sjálfbær. Ég sé bara bjarta framtíð hjá okkur eins og haldið er á spilunum núna.
    Ég las í einhverju slúðurblaði að spákona segir að Liverpool verði keypt af billjarðamæringi frá fyrrum Sovétríkjunum. Ef það myndi gerast að þá má kannski segja að við séum að fara í chelskí/man city-pakkann en þangað til hef ég 100% trú á BR sem þjálfara og FSG sem eigendum liðsins.
    Eins og SSteinn bendir á að þá voru þetta engir tíkallar að hreinsa upp skítinn eftir fyrrum eigendur! Þegar ég fór á Liverpool-Aston Villa í janúar 2007 og hlustaði á John Aldrigde og fleiri góða tala um eigendurna og stöðuna sem þá var uppi að þá var þungt hljóðið í mönnum. Skuldir eru dýrar og hefta frekari uppbyggingu. Sjálfbærni opnar á frekari leiðir til að byggja LFC upp og þangað eigum við að fara. Engin spurning.
    Auðvitað er hundfúlt að sjá okkar lið ekki ofar í töflunni og detta út úr bikarnum snemma en gefum þessum mönnum smá tíma til að koma sinni í réttan farveg!

    YNWA!

  54. Skuldir eru dýrar og hefta frekari uppbyggingu.

    Þarf virkilega að segja Íslendingum þetta árið 2013? 🙂

    En ég tek algerlega undir með Svavari, 61 og Steina, 54.
    Þessi gluggi hefur verið ágætur. Búnir að losna við óþarfa rekstrarkostnað og bæta við okkur Sturridge og Coutinho. Sturridge hefur byrjað þokkalega og ef brasilíski guttinn spilar vel má segja að þessi janúargluggi hafi verið rífandi success.

    Menn þurfa að koma sér upp úr hyldýpinu og sjá margt hið jákvæða sem er að gerast hjá Liverpool FC.

    YNWA

  55. enginn yaya og kompany á sunnudaginn! 🙂 vonandi náum við að nýta okkur það.

  56. 54 Ég veit það ekki Steini, kannski er ég of gagnrýnin á FSG, ég veit að þeir hafa sett peninga í klúbbinn. Þeir keyptu þennan klúbb alls ekki til þess að fá einhvern skyndigróða, heldur vilja þeir hagnast af FJÁRFESTINGU sinni til lengri tíma. Þetta eru ekki einhverjir karlar með “golden halo´s”. Þetta eru harðir business menn, alveg eins og Knoll og Tott sem áttu klúbbinn á undan þeim. Þeir kaupa Liverpool FC ekki til þess að leika sér í raunveruleika Champion Manager eins og eigendur man shitty eða celski, hvað þá til þess að þvo peninga. Þetta er fjárfesting ! ! og alveg eins og með flestar fjárfestingar, þá þarftu að eyða peningum til þess að græða pening.

    Það er bara eitthvað við þetta eignarhald sem fer ekki vel í mig, vonandi hef ég rangt fyrir mér og þarf að éta hattinn minn og ykkar allra næstu árin. Vonandi komumst við í CL fyrr en síðar, vonandi dettum við ekki út úr bikarkeppnum í þriðju eða fjórðu umferð, vonandi vinnum við bikara og fullt af þeim, vonandi tökum við framúr scum hvað varðar Englandsmeistaratitla, VONANDI, VONANDI. Held að það séu bara því miður mörg, mörg ár þangað til. Sérðu það gerast Steini ? næstu fimm, næstu tíu árin ? í allri hreinskilni ? Fáum við eitthvað betri leikmenn í sumar en við gátum fengið síðasta sumar ? Assaidi ? Er Liverpool með sama njósnarateymi og spurs ? eða hvað ? ég spyr mig ? Fokk, því líkur pirringur hjá mér á föstudegi, hvernig verð ég eftir leik á sunnudaginn ? 😉

    Over and out until then….

  57. Í mínum huga var þessi gluggi að mestu leiti jákvæður. Við fengum inn einn mann sem fer nokkurn veginn beint í byrjunarliðið og annan sem virðist vera með töluvert potential en engu að síður óskrifað blað.

    Það fóru menn í burtu sem ég held að flestir geti verið sammála um að séu ekki að veikja mikið liðið.

    Eitt annað sem mér finnst jákvætt er að glugginn var mjög yfirvegaður, það var eins og markmið klúbbsins hafi verið mjög skýr með hvað þeir ætluðu sér og þeir hafi fylgt þeirri stefnu. Engin panic kaup. BR hrósar eigendum mjög, þetta er allt saman jákvætt því það voru vissulega ekki sama flæðið í samskiptum milli eigenda og þjálfara í haust þegar verið var að ljúka þeim leikmannaglugga.

    Reynsla leikmanna
    Mörgum þykir nóg komið af ungum piltum í hópinn og nú þurfi að fá meiri reynslu. Ég er að einhverju leiti sammála því. En þó þegar ég hugsa um hópinn þá er hann að mörgu leiti á mjög flottum aldri, leikmenn eins og : Reina, johnson, skrtel, agger, johnson, enrique, lucas, suarez, sturridge eru allir á topp aldri. Til viðbótar bætist síðan reynsla gerrards og carra ásamt því að henderson og allen eru nú engin smábörn.

    Yfirveguð kaup í sumar halda vonandi þessu jafnvægi ásamt því að auka breiddina.

    Það er bjartsýni yfir mér núna, vonandi helst það framyfir helgi 🙂

  58. http://liverpool.no/newspg.aspx?id=35906&zone=1

    Doni er búinn að staðfesta þetta hjartavandamál, hann fékk hjartastopp í 25 sek. meðan hann var í einhverjum prófum hjá læknum Liverpool þann 3. júlí í fyrra. Líklegasta orsökin er einhver vírus sjúkdómur sem hann fékk þegar hann var yngri.

    Eftir þetta allt saman lenti hann í þunglyndi í 3 mánuði og dvaldi mikið hjá fjölskyldu sinni í Brasilíu meðan hann var að ná sér.

    Læknar hafa beðið hann um að setja fótboltaferilinn á ís allavega fram til 2014.

    Fínt að þetta er komið upp á yfirborðið & vonandi nær hann fullri heilsu aftur.

  59. Það má alveg gagnrýna leikmannakaup Brendans eins og hvað annað. Það virðist vera einhver ofurtrú núna á value á leikmannamarkaðnum. Leikmenn eru fengnir til framtíðar sem eru efnilegir, sæmilega ódýrir og hægt er að selja aftur ef þeir standa sig ekki. Ég efast ekki um að Sturridge, Allen, Coutinho og Borini eru fínir leikmenn en þeir eru ansi langt frá því að vera í einhverjum Alonso, Garcia, Torres, Mascherano klassa sem náðu að hífa okkur upp í meistarabaráttuna.

    En ég held að þetta komi samt til með að lagast. Carroll verður seldur á 20 millz næsta sumar og þá verður annar nagli keyptur fyrir þann pening sem dæmi.

  60. Fara þessar 20 mills fyrir Carroll ekki bara upp í skuldina sem myndaðist við að kaupa hann? Er búið að greiða fullt verð fyrir hann 35 mills? Spyr sá sem ekki.

  61. Góður gluggi hjá REdknapp. Aston villa, aldrei þessu vant Wigan og 3 liðið verða menn að finna út. QPR og Reading eru ekki að falla miðaða við spilamennsku. QPR og Man City var bara dæmi. QPR lokuðu miðjununni (Harry) og dýrasta lið á Englandi komst ekki lönd eða strönd eða Ibisa. Reading hefur hugsjónina og virðist hafa eginleikann að vinna eða jafna á lokamínútum(Man U einhver). Southampthon er 3 liðið að mínu áliti. Kannski Argentínumaðurinn geri kraftaverk. Legg 1 pund að QPR haldi sér uppi.Veit að fjárhættuspil er bannað en 1 pund telst ekki. YNWL

  62. 68.

    Ég er alveg sammála þér í því að þetta muni lagast. Klárt mál.

    Þess má geta að þeir leikmenn sem þú nefndir, voru flestir “efnilegir” og allir nema Luis Garcia yngri en 23ja ára. Xabi var t.d. 23 þegar við keyptum hann, Mascherano var sömuleiðis 23ja ára þegar við fengum hann, og hið sama gildir um Torres. Allir 23ja ára og allir það ungir að þeir voru gjaldgengir í sín Ólympíulandslið, t.d. Garcia var 26 ára og varla búinn að sanna sig (búinn að flakka milli liða á Spáni).

    Allir þessir leikmenn eiga það sammerkt að hafa blómstrað hjá LFC og Xabi og Torres skiluðu okkur uþb. 50 milljónum í endursölu hagnað. Mér sjálfum finnst það reyndar ekkert lykilatriði, en meira segja árin 2007 (og 2005) voru menn greinilega að kaupa value.

    Er svo líka sammála þér með það að peningurinn fyrir Carroll nk sumar mun væntanlega verða vel nýttur. Vona það amk.

    69.

    Mig minnir að ég hafi lesið að Newcastle hafi krafist þess að 35 milljónirnar yrðu greiddar út í einni summu þannig að það ættu ekki að vera neinar eftirstöðvar eftir af því. Einhver mér fróðari gæti kannski leiðrétt mig.

    Góða helgi,

    YNWA

Arsenal – Liverpool 2-2

Manchester City á morgun