Eigum við ekki að segja þetta gott af umræðu um fjölmiðla og leik gærdagsins, viðbrögðin við honum voru hlaðborð fyrir þá sem hafa hlustað á misgáfuleg skot stuðningsmanna erkifjendanna undanfarið, raunverulegar “þjóðfélagsperlur” hafa opinberað sig og hvaðeina.
Það er svosem ekki mikið í gangi hjá Liverpool annað en “stórfréttir” þess efnist að við erum ýmist heppin að hafa Suarez í okkar röðum eða þá að Juventus ætli að kaupa hann í sumar. Það var Bayern í síðustu viku og ég ætla að tippa á Real Madríd í næstu viku.
Það skemmtilegasta sem ég hef séð í þessari viku tengt Liverpool er pistill Lee Mooney sem var birtur á Tomkins Times þar sem hann er áskrifandi. Þetta er svo spennandi samantekt hjá honum að þeir ákváðu að gera hann opinn öllum eftir góð viðbrögð og mæli ég mjög mikið með því að þeir sem hafa áhuga á væntanlegum leikmannakaupum Liverpool renni yfir þetta.
Hann er semsagt að búa til módel sem heldur utan um tölfræði og annað sem hjálpar honum að skilja betur hvaða leikmenn Liverpool kemur til með að reyna að fá á næstu mánuðum. Eins skoðar hann hvernig Sturridge og Coutinho passa inn í þetta módel og var niðurstaðan úr þeim samanburði áhugaverð.
Þetta er eins og hann segir sjálfur ekki fullkomið eða einhver heilagur sannleikur en líklega mun betra tól til að stilla af væntingar fyrir næsta leikmannaglugga heldur en órökstuddar skoðanir. Hann bendir svo á nokkra leikmenn, suma sem maður hefur aldrei heyrt um áður og verður gaman að sjá hvort einhverjir þeirra verði orðaðir við stóru liðin í sumar.
Annar góður pistill í þessari viku frá svipuðum slóðum kom á opinberu síðuna á mánudaginn er Paul Tomkins fór yfir sögu okkar sl. áratugi hvað sóknarmenn varðar. Liverpool virðist alltaf vera með 1-2 mjög góða sóknarmenn í liðinu. Það sem mér fannst áhugaverðast í þessum pistili var þó er hann fór yfir árin þrjú þar sem við vorum ekki með neinn framúskarandi sóknarmann (Baros, Cisse, Crouch, gamlan Fowler…):
This three-year period coincided with two Champions League finals and FA Cup success, plus the highest league points tally since 1988, which shows that getting the balance of the team right can make a huge difference, and that it’s not all about star strikers. That said, you’d always want an outstanding No.7 or No.9 than a mediocre one, so long as the team’s game doesn’t become one-dimensional as a result.
Góður punktur að mínu mati og setur kannski tal um eins manns lið í samhengi. Þannig bull á sjaldnast við þó þeir geti ekki litið fram hjá þannig einföldun á Sky (og öðrum miðlum).
Orðið annars nokkuð frjálst um málefni tengd Liverpool.
Daily Mirror reporting Daniel Agger has been earmarked as a replacement for Carles Puyol at the Camp Nou.
Barcelona have put Daniel Agger on top of their shopping list as they look to rejuvenate their defence.
The Spanish giants made a preliminary enquiry about Liverpool’s Danish defender last summer, but didn’t follow up when he signed a new four-year contract.
With veteran defender Carlos Puyol now 34 years old and coming to the end of the line, Barca want to reduce their age profile and are ready to return with a firm bid at the end of the season.
The Anfield club seem certain to resist, with manager Brendan Rodgers already facing up to the prospect of signing THREE central defenders in the summer.
Það er oft erfitt að vita hversu vel maður á að trúa því sem stendur í blöðum. Oft fær maður þó á tilfinninguna hversu vel blaði er treystandi með því að horfa á forsíðuna.
Hér er dæmigerð forsíða á Daily Mirror (sem segir Agger kannski á leið til Barcelona): http://tinyurl.com/d7xwpm4
Pistill Lee Mooney er stórkostlegur og allir sem lifa í einhverjum Football manager darumaheim ættu að lesa hann og fá loksins skilning á því að það fæst ekki allt keypt með dýrustu og þekktustu leikmönnunum og í lang flestum klúbbum heimsins er ekki til ótakmarkað magn af peningum. Var það ekki meistari Benitez sem talaði alltaf um það að finna rétta fótinn undir borðið og það er eitthvað sem ég hef alltaf verið hrifin af.
Þetta snýst ekki eingöngu um peninga, þeir spila auðvitað stóra rullu í þessu en þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um það að finna rétta leikmanninn í kerfið sem að stjórinn vill að liðið spili.
Mjög gott dæmi um þetta finnst mér td kaupin á Sturridge vera, hann kostaði ekki hálfan handlegg en er búin að vera frábær í sínum fyrstu leikjum fyrir liðið, þarna er leikmaður sem passar mjög vel inní þá taktík sem Rodgers lætur liðið spila og hann á bara eftir að verða betri.
Ég á ekki von á neinum risakaupum(25-30m fyrir einn leikmann) í sumar. Það er búið að taka hressilega til í herbúðum liðsins í síðustu gluggum og kjarninn í liðinu er býsna sterkur eins og hann er í dag og vonandi fær þessi kjarni að halda sér og með réttum viðbótum þá er framtíðin gríðarlega björt.
Já þetta er sannarlega áhugaverð grein frá Lee Mooney, en í þetta kerfi vantar klárlega þætti eins og reynslu í deild, aðlögunarhæfni í nýjum kúltúr o.s.frv. Samt ágætis “indication” aðferðarfræði. Sem dæmi um frábæran bakvörð sem fékk heimþrá er Arbeloa kallinn, sem væri nú gott að eiga ennþá.
Hann lætur þess getið í upphafi greinarinnar að liðið sem mætti Swansea hafi verið það heilsteyptasta sem hann hefur séð, og það er líklega rétt. Swansea lét líka liðið líta allt of vel út, þar sem Laudrup kom verulega “undirmannaður” á Anfield. Við sjáum svo hvað setur á móti Spurs. Það verður dálítið próf ef Brendan stillir upp sambærilegu liði.
Eitt í þessu sem þarf að hafa í huga með Sturridge er að hann varð að komast í lið þar sem hann fengi að spila, og eins og ég hef sagt áður, þá þurfti hann meira LFC að hald en LFC honum. Hann var búinn að vera frystur í mörg ár á undan og ef LFC hefði ekki keypt hann hefði hann farið niður í 1 deild og mögulega verið sparkaður í drasl þar. Kerfið hans Mooney tekur ekki utanum þetta.
Hinsvegar, er ég sammála því að það þurfi að bæta við sóknarmanni, vinstri bakverði og hafsentum í liðið okkar, það þurfti ekki tölfræði til að lesa það út. Það þarf líka öflugra cover á Lucas en Allenn er bara ekki með það þar. Henderson gæti hinsvegar komið hægt og rólega inn í Gerrard rulluna eða mögulega Shelvey. Downing er svo týpan sem dettur út ef Ince kemur frítt frá Blackpool, sem er allt eins líklegt, og tekur hægri kantinn. MacLachlan ætti að geta komið svo inn í hægri bakvörðin með tíð og tíma fyrir Johnson eða þá eins og hann bendir á hann Mooney að það ætti að færa Johnson á hægri kant. Allavega með þá þrjá mögulega (MacLachlan, Ince og Johnson) og mögulega Wisdom, er hægri vængurinn orðinn nokkuð góður.
En það besta er að LFC er núna að spila einn besta boltann sem ég hef séð lengi, og sumir segja að LFC sé að spila einn besta boltann í deildinni. Það þarf bæði að gera það á móti litlum liðum og stórum og þó menn hafi ekki að miklu að keppa þarf að hafa mótiveringu í alla leiki.
Ergó: Sjáum hvað setur, en þetta eru allavega mín fimm sent.
Mér finnst þetta konsept að leikmenn sem koma erlendis frá þurfi lengri tíma til að aðlagast en að leikmenn sem koma úr ensku deildinni eigi að geta dottið beint inn í liðið vera algert bull. Ég get alla veganna ekki séð að Stewart Downing, Joe Cole eða Andy Carroll hafi bara smollið inn í hópin en tú og tre. En Luis Suarez kom frá Hollandi og þurfti engan tíma til að aðlagast. Jose Enrique kom innan deildar en keyrði svo sannarlega á vegg eftir hálft tímabil. Svo má nefna dæmi eins og Fernando Torres, Xabi Alonso, Pepe Reina og fleiri sem aðlöguðust mjög fljótt. Einnig virðist Coutinho ætla að smella inn í kerfið strax á meðan Fabio Borini sem ætti að kannast ágætlega við enska boltann og jafnvel Joe Allen þurfa lengri tíma.
Málið er bara að einstaklingar eru misjafnir og smella misvel beint inn í það leikkerfi sem notað er og það hefur ekkert endilega með það að gera hvort þeir hafi spilað í Englandi eða annars staðar. Það væri því ansi flókið mál að ætla að skella því inn í einhverja formúlu.
Mér líður hálfpartinn eins og ég sé alltaf að lesa einhverjar lærðar greinar eftir sérfræðinga sem eru að reyna að setja leikmannakaup (og bara rekstur fyrirtækisins Liverpool Football Club) í eitthvert fræðilegt samhengi. Öllu heldur, að smíða kenningu um það hvernig Liverpool Football Club er/ætlar að starfa.
Þetta eru ekki flókin fræði. Þetta er bara rekstur á fyrirtæki. Rekstur á knattspyrnufyrirtæki er afar erfiður, því það er eðli fyrirtækjareksturs að skila hagnaði. Og það er ekki auðvelt að gera það, og það hangir á svo mörgum óvissuþáttum að það er ekki einu sinni fyndið. Það er oft sagt að erfiðasti bransinn til að vinna í, sé bílaiðnaðurinn. Ef þú ert ekki VW eða Toyota, þá er nánast ómögulegt fyrir þig að láta fyrirtækið skila hagnaði.
Knattspyrna er eins. Við sjáum trekk í trekk, ár eftir ár, félög á borð við okkar ástkæra, skila tapi. Og um leið kemur “fjármálamaður” félagsins fram og segir að þetta sé allt í góðu, þarna vanti inn í þessa og hina hlutina sem komi inn á næsta fjárhagsári o.s.frv. Lesið til dæmis viðtalið við Ayre frá því um daginn í þessu sambandi.
Staðreyndin er einfaldlega sú, að gæðaleikmenn kosta pening. Það er alltaf hægt að finna einhverja ódýrari, en um leið er liðið að dæma sig til að spila á lægra stigi – til meðalmennsku – um ókominn tíma.
Akkúrat. Ef gæðaleikmaður finnst, þá þarf að punga út. Hér er t.d. verið að segja að Eriksen sé á leiðinni frá Ajax í sumar. Verðmiðinn (tekið með miklum fyrirvara um að vísir.is rati loksins á rétta frétt!) sé í kringum 14 milljónir punda. Persónulega myndi ég glaður vilja sjá hann á Anfield, því hann tikkar í öll boxin sem okkur hefur hingað til verið talið trú um að skipti öllu máli (ungur, reynslumikill frá toppbolta, ekki frá landi þar sem dýrustu leikmenn heims koma, og afar líklegt að hann eigi eftir að bæta sig enn meira). En trúum við því raunverulega að hann komi til Liverpool, ef við lítum raunsætt á málin?
Annars var pistilinn frá Tomkins afar fróðlegur, og ítreka ég bara það sem pistlahöfundur sagði, og hvet menn (og konur) til að lesa hann. Og afsakið þessa rommsu 😉
Homer
Það verður gaman að sjá hvað gerist á móti Tottenham. Það virðist alltaf eitthvað klikka hjá okkur þegar mest reynir á og ég myndi segja að veiku punktarnir hjá okkur eru markvarsla, vörn og einhæfur sóknarleikur.
Miðað við liðið núna er hægt að treysta á Suarez, Gerrard, Sturridge og Coutinho í sóknarleiknum. Aðrir leikmenn eins og Sterling, Shelvey, Henderson, Downing og fleiri eru ekki nógu góðir í augnablikinu en fínir upp á breiddina og framtíðina. Fyrir næsta tímabil verður að fjölga betri sóknarmönnum jafnvel þótt við eigum Borini inni sem hlýtur að koma sterkur inn.
Varðandi markvörsluna þá vill ég ekki treysta á Reina allt næsta tímabil, einn og einn góður leikur breytir ekki að mér finnst hann slappur. Miðverðirnir eru í ruglinu sömuleiðis, Agger kann ekki að dekka horn, Skrtel er búinn að vera eitthvað voða stressaður á þessu tímabili og dottinn út úr liðinu, Coates hefur engan kraft að standa vaktina og Carragher er að leggja skóna á hilluna. Þarna vantar klárlega nýtt blóð og leiðtoga og meiri samkeppni.
Ég er aftur á móti nokkuð ánægður með bakverðina, sérstaklega Johnson sem er í heimsklassa finnst mér.
Annars er ég bara nokkuð ánægður með liðið og Brendan, síðasti leikmannagluggi heppnaðist mjög vel og liðið að spila sæmilega. Tottenham fá litla hvíld á móti okkur um helgina og við hljótum að geta nýtt okkur það. En það er samt alltaf sama sagan (ennþá) með Liverpool, það er ekki hægt að fara sigurviss í neina leiki einhverja hluta vegna.
Ég trú ekki öllu slúðri en ef það reynist rétt að Barcelona vilji fá Agger þá væri ég til í að skifta á honum og Alexis Sanchezs. Það er þrusu leikmaðu sem myndi fitta vel í okkar leik. Hann er með mikinn hraða og mikla tækni. Kaupa svo 2 miðverði líka í sumar. Þá væri ég sáttur. Svo að lokum þá vinnum við tottinham um helgina 4-1
spurs svakalega goðir, taka inter í nefið..
Já Spurs on fire en það er Liverpool líka! Get ekki beðið eftir sunnudeginum 🙂
Ekki frá því að þetta inter lið myndi falla í ensku úrvalsdeildinni, engu að síður verða spurs erfiðir. Framherjar þeirra þó drasl og þessi vinstri bakvörður enn meira drasl.
Ertu að segja að Benoit Assou-Ekotto og Jermain Defoe séu drasl?
já, þetta inter lið myndi sennilega falla í epl …
Hlakka svo til að sjá Bale og félaga gera lítið úr Liverpool!
Halldór lifir í draumi. Lifðu í draumi fram að leik á sunnudegi. Spjöllum saman eftir hann. 🙂 bale að ´”gera lítið úr” Liverpool, þú meinar þá væntanlega með því að tottenham vinni Liverpool. Ég veit ekki hvaða ánægju menn fá með því að gera lítið úr einhverjum öðrum, hvaða hvatir eru að baki því ? líður viðkomandi þá eitthvað betur ?
Ég held að Liverpool vinni tottenham á sunnudaginn, en til þess að gera það þurfum við að koma fram við þá af virðingu, (ekki of mikilli samt ) því þeir eru með gott lið, en það er Liverpool líka. Sigur er nóg, en við fáum ekkert auka fyrir það að gera lítið úr þeim.
Það er nóg af Halldórum nr. 14 á kommentasíðum 433.is. Er ekki hægt að eyða þeim út hér. Bara með stæla og leiðindi.
Halldór……ekki enn búinn að jafna þig eftir Man Utd. leikinn þriðjudaginn?
Kannski getur þessi linkur hjálpað
http://www.almannavarnir.is/displayer.asp?cat_id=150
Þetta er skemmtileg pæling að baki þessari grein hjá Lee Mooney. Þetta er kannski svona search criteria – eða leitarforsendur – sem hægt er að halda sig við, innan skynsemismarka. Því talan sem hann nefnir, 11 milljónir, er of lág tala ef kaupa þarf leikmenn sem hafa sannað sig í efstu deildum. Að öðru leyti er þetta flott formúla en hann bendir líka sjálfur á gallana við hana, það eru skekkjumörk, bæði hvað varðar gæði leikmannanna og líka verðið. Þannig að ef menn setja sér þennan ramma, hugsa aðeins út fyrir hann, ekki of mikið, þá gæti þetta virkað. En maður þarf auðvitað að sjá þetta virka for real (ekki Madrid) til að fara að trúa á svona formúlur.
Sleppið því bara að svara svona gæjum eins og Halldóri. Við sem rekum síðuna hendum svona ummælum út en við erum ekki við 24/7, þurfum einhvern tíma að sofa og lifa lífinu utan tölvunnar líka. Þessi ummæli náðust ekki fyrr en 2-3 voru búnir að svara honum. Þá er það í raun of seint. Ef þið sjáið ummæli sem fara yfir strikið er langbest að láta eins og þau séu ekki þarna og treysta því að við eyðum þeim um leið og við sjáum þau. Ef ykkur finnst þið verða að gera eitthvað getið þið sent einhverjum okkar tölvupóst og látið þannig vita af slæmum ummælum. EKKI SVARA ÞEIM því þá þurfum við bara að eyða svörum ykkar líka.
Annars er það helst í fréttum í dag að Luis Suarez er góður í fótbolta og fékk launahækkun, og já að Gylfi Sigurðsson telst bara nokkuð líklegur til að búa til mark eða mörk fyrir Tottenham á sunnudag. Ef Gylfi gerir gæfumuninn hef ég áhyggjur af SSteini. Það yrði mikið áfall fyrir hann. 😉
Er fyrir mitt leyti vægast sagt orðinn spenntur fyrir sunnudeginum. Hættum þessari minnimáttarkennd, auðvitað á það að vera krafa Liverpool-stuðningsmanna að við vinnum þennan leik, enda á Anfield, come on! Kærkomið tækifæri til að stimpla okkur rækilega inn gagnvart liðunum fyrir ofan okkur í deildinni. Það mun líka klárlega vinna með okkur að Spurs var að spila Evrópuleik í gærkveldi.
Framtíðin er björt hjá okkur púlurum, koma svo!
Bale er góður en hann er ekki einu sinni skugginn af Suarez sorry tottarar þetta er bara staðreynd.
Hvernig væri ef lesendur Kop.is myndu nú halda sig við umræðuefnið sem pistlahöfundur hefur lagt metnað og vinnu í að skrifa?
Þessi endalausu þráðrán eru algerlega óþolandi að mínu mati, og hreinlega spurning hvort ekki væri ráð að hafa alltaf opinn þráð efst á síðunni þar sem kommetarar geta farið í “rökræður” við aðdáendur annara liða sem þvælast hingað inn ásamt því að ræða annað en það sem færslan fjallar um?
Persónulega hef ég dregið verulega úr því að kommenta hér á síðunni, og á orðið í mestu erfiðleikum með að lesa það sem skrifað er í kommentum nema hjá einstaka manni/konu.
En svona er nú mín skoðun 😉
þetta comment var þráðarán á af þinni hálfu 🙂
Nr. 22
Sammála svona alla jafna en það er lítið að frétta um þessar mundir og þetta er opinn þráður þannig að smá “þráðrán” er í lagi. Er samt sammála að slík tilfelli mættu vera um eitthvað skemmtilegt sem hægt væri að skoða og skapa skemmtilega umræðu út frá.
En einnar línu speki um eitthvað allt annað er vanalega alls ekki málið og eyðileggur bara fyrir umræðunni. Á jafnvel betur heima á spjallborðum.
@Hafliði
“Orðið annars nokkuð frjálst um málefni tengd Liverpool.”
Svona endar pistillinn…….Rólegur bara
He he, ég er alveg rólegur Steingrímur A.
Var einfaldlega að viðra mína skoðun ; )
En ég játa að það fór framhjá mér að þetta væri líka titlað sem “opinn þráður” þar sem pistillinn sem fylgir færslunni var efnismikill og að mínu mati um eitthvað sem gæti skapað góða umræðu.
Stend að öðruleiti við það sem ég skrifaði um kommentakerfið ; )
Æjjj nei!!!!! Suarez er að tala um möguleika á meistaradeildarsæti sem þýðir bara eitt, við skíttöpum fyrir Tottenham um helgina!!!!! arrrrrggggggg
http://fotbolti.net/news/08-03-2013/luis-suarez-sma-moguleiki-a-meistaradeildarsaeti
Sælir félagar
Ég er sammála Hafliða um að vandaðri komment svona almennt séð eru til bóta. Þau afdrífaríku mistök hans að telja einhver komment þráðrán eyðileggja auðvitað allt annað sem hann segir. það sjá allir menn (og konur).
Nei – í alvöru. Auðvitað eigum við að vanda okkur og halda við efnið þegar það á við. Einnig eigum við að sýna andstæðingum okkar virðingu þó einhverjir misvitrir stuðningmenn þeirra komi með bullathugasemdir hér inn. Það er ástæðulaust fyrir okkur, bestu stuðningmenn í heimi, að falla í þann fúla pitt.
Það er engum vafa undirorpið að Tottenham liðið or gott lið. Og meira að segja bara helvíti gott því miður. Það eru nefnilega fá lið í deildinni sem mér fellur jafn illa að tapa fyrir. Helst MU og CFC. Því tel ég eðlilegt að nálgast leikinn við þá af varfærni og virðingu fyrir þeim en samt um leið af fullri reisn og trú á að við vinnum þá. Því það getum við alveg á góðum degi.
Það er nú þannig
YNWA
ég held að menn ættu að gagnrýna sigur okkar á móti Wigan eithvað minna.. þeir eru að rassskella Everton á GP í augnablikinu..
Sæl öll.
Ég sé að það er komin önnur kona á Kop. is og hún heitir líka Sigríður….hjartanlega velkomin nafna mín ég hef skrifað hér inn nokkrum sinnum og til að aðgreina okkur ætla ég að nota G líka svo skrifum okkar verði ekki ruglað saman. Það er bara gaman að sjá að fleiri konur en ég hafi áhuga á fótbolta og nenni að tjá sig á síðunni okkar .
Þangað til næst
YNWA
Wigan 3-0 yfir í hálfleik gegn Everton. Þetta spilast bara allt eftir bókinni 🙂
neverton – wigan 0-3 og 49min bunar! Hahahhahah!!
Ja og Macmanananan skoradi fyrir wigan. Eitthvad held eg ad thad seu margir fulir i stukunni nuna :p
Haldið þið ad sturridge byrji gegn tottenham
hvað meinar þú að þetta spilist allt eftir bókinni? þessi leikur hjá Everton og Wigan var bikarleikur og Liverpool eru að sjálfsögðu dottnir útúr þeirri keppni.