KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!
Brendan Rodgers sagði fyrir leik að Liverpool hefði lært af reynslunni frá því í fyrra og hitti fyrra og það væri ekki á dagskrá að skíta á sig gegn liðum í þessum klassa. Því var byrjunarliðið sterkara en margir bjuggust við og bekkurinn einnig sterkur.
Það er skemmst frá því að segja að þessi leikur var náskyldur leikjunum gegn Northamton og Oldham og með öllu afleitur undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn. Þrátt fyrir sigur fór þetta verr en maður leyfði sér að óttast.
Byrjunarliðið var svona:
Mignolet
Johnson – Touré – Wisdom – Cissokho
Allen – Gerrard
Ibe – Alberto – Sterling
Sturridge
Bekkur:Jones, Agger, Aspas, Coutinho, Henderson, Lucas, Borini
Raheem Sterling hóf leikinn með látum og skoraði glæsilegt mark á 4.mínútu er hann keyrði sjálfur í gegnum miðja vörn gestanna þar sem hann komst í færi sem hann kláraði af öryggi.
Aly Cissokho var í byrjunarliði Liverpool í fyrsta skipti og því miður fyrir hann eru álög Fabio Aurelio ennþá yfir stöðu vara vinstri bakvarðar, hann entist í heilar 6 mínútur áður en hann lenti illa og meiddist á ökkla. Hann reyndi að halda áfram en var greinilega sárþjáður og fór útaf stuttu seinna. Inn fyrir hann kom Daniel Agger sem maður hefði viljað sjá hvíla allann leikinn. Þetta riðlaði vörninni þannig að Johnson fór í vinstri bakvörðinn, Wisdom hægra megin og Agger í miðvörðinn með Toure.
Agger var reyndar óheppinn að skora ekki á 19.mínútu er hann skallaði aukaspyrnu Gerrard í stöngina og út. Vel gert hjá báðum samt en Gerrard var að stjórna gjörsamlega öllu inni á vellinum í þessum fyrri hálfleik og ljóst að ungu strákarnir litu mikið til hans í þessum leik.
Annað markið kom líka eftir frábæra sendingu frá Gerrard sem fann glufu á vörn gestanna sem hann nýtti til að finna Sturridge sem komst í gegn og heldur áfram að skora fyrir Liverpool. Hann hefur núna skorað svo oft að maður er farinn að líka vel við þennan hroðalega dans hans. Megi hann dansa sem mest í vetur.
Gerrard átti svo skot í stöng áður en fyrri hálfleikur var allur og Ibe hefði alveg getað fengið víti en yfirburðir Liverpool voru algjörir.
Staðan 2-0 og Notts County varla verið með. Ég leyfi mér að efast um að það séu mörg lið verri í þessari stöðu heldur en Liverpool undanfarin ár. Seinni hálfleikur hefur reyndar verið áhyggjuefni undanfarið og það átti svo sannarlega við í þessum leik.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn eins og þessi leikur væri búinn og voru ekki sannfærandi fram á við. Það fór líka þannig á 63.mínútu að tæplega tveggja metra sláninn í framlínu þeirra skoraði. Notts County fékk aukaspyrnu sem sóknarmaður fékk að skalla óáreittur inni á teig, þaðan fór boltinn á Arquinn sem skallaði boltann í netið fram hjá Mignolet. Rangstöðulykt af þessu en það felur ekki slæman varnarleikinn.
Tveimur mínútum seinna fór Allen útaf meiddur fyrir Henderson og ekki bætir það breiddina í liðinu.
Kolo Toure átti að klára þennan leik á 69.mínútu er hann fékk góða fyrirgjöf frá Gerrard inn á markteig. Boltinn hrökk af Toure í stöngina og framhjá. Þriðja stangarskotið.
Síðasta skipting Liverpool í leiknum kom stuttu seinna og það var eitthvað sem enginn vildi sjá í þessum leik, Coutinho kom inná fyrir Alberto sem var ekki mikið sannfærandi í dag. Ekkert hræðilegur en þetta var ekki merkilegt gegn Notts County. Þar með var ljóst að Gerrard og Sturridge voru að fara klára þennan leik.
Notts County afrekaði svo það sem Liverpool virðist bara ekki geta hrist af sér og jöfnuðu metin á 84.mínutu. Johnson var einhversstaðar vel úr stöðu sem gestirnir nýttu sér þaðan barst boltinn til Adam Coomes sem skoraði af öryggi. Hrottalega ósannfærandi og hrikalega mikið Liverpool. Sama sagan bara annað ár. Eins og þetta leit vel út í fyrri hálfleik.
Liverpool með megnið af sínum lykilmönnum inná missti leik gegn Notts County í framlengingu eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik…á Anfield. Þetta var hreint og klárt vanmat hjá okkar mönnum og eitthvað sem á ekki að sjást með þetta sterkt lið inná. Rodgers verður líklega alveg hoppandi klikkaður með að þessi leikur hafi farið í framlengingu.
Það kom líka heldur betur í bakið á liðinu á 99.mínútu er eitthvað það versta sem gat gerst fyrir sunnudaginn gerðist er Kolo Toure meiddist. Hann virðist hafa meiðst á nára og fór útaf á börum. Ég stórefa að við sjáum hann á næstunni og ef þetta er nárinn þá eru það ansi þrálát meiðsli.
Þar með voru okkar menn aðeins með 10 menn inná og virtist það aðeins kveikja í þeim jafnframt því að leikmenn Notts County fóru að þreytast.
Daniel Sturridge skoraði á 105.mínútu er hann komst inn að marki eftir sendingu frá Coutinho. Markmaðurinn var í boltanum en hélt honum ekki og blaðran lak í netið. Þetta losaði pressuna gríðarlega.
Henderson kláraði svo leikinn á 110.mín er hann fékk boltann frá Ibe sem gerði vel að halda boltanum og koma honum á Henderson sem fann glufu á vörn gestanna og komst einn í gegn og skoraði. Mjög vel gert hjá Henderson.
Lokatölur 4-2.
Gerrard og Sturridge sem báðir hafa verið meiddir nýlega spiluðu 120 mínútur í þessum leik, Sturridge var m.a. nuddaður á vinstri löpp um leið og leik lauk. Agger spilaði 114.mínútur. Cissokho er meiddur eftir sex mínútur og ætti ekki að vera svo lengi frá skv. Rodgers. Joe Allen er líklega tognaður aftan á læri og Kolo Toure er meiddur á nára og líklega frá í langan tíma. Mikið verr var ekki hægt að undirbúa sig fyrir leikinn gegn United.
Ef að þetta er alvarlegt með Toure og Cissokho er ljóst að FSG hefur ekki fleiri nísku afsakanir fyrir því að bæta við varnarmanni. Skrtel, Toure, Kelly og Coates eru allir meiddir og við eigum United í næsta leik. Það þarf helst að fá inn mann sem getur spilað þann leik.
Uppfært: Rodgers sagði eftir leik að Skrtel er klár í næsta leik. Það er mikill léttir en samt ljóst að þessa stöðu þarf að bæta.
Fyrir utan það er hópurinn greinilega ekki nægjanlega góður og næstu dagar því ansi spennandi.
Maður leiksins: Það eru ekki margir sem koma til greina í dag. Vörnina afskrifum við eins og skot. Mignolet gat ekkert gert í þessum mörkum en vörnin var illa saman sett og ósannfærandi. Gerrard var langbestur í fyrri hálfleik og stjórnaði leiknum á meðan Alberto og Allen voru ekki sannfærandi. Ibe og Sterling byrjuðu mjög vel en hurfu með öllu í seinni hálfleik og gátu bara ekki neitt. Þeir komu svo ágætlega frá framlenginunni.
Coutinho fattaði ekki að leikurinn væri byrjaður fyrr en framlengingin byrjaði. Henderson kom ágætlega inn í þennan leik og var góður í framlengingunni.
Maður leiksins er samt alltaf Daniel Sturridge. Hann bjargaði okkur í dag.
Ég var stressaður fyrir næstu helgi fyrir þennan leik. Ég er þrefalt stressaðari núna.
Andskotinn.
Eitt orð.. Dapurt
Hrikalegt að missa mögulega tvo sterka varnarmenn í meiðsli…korter í manjú. Það er ekki eins og við syndum í öflugum varnarbuffum. Stressaður.
prayforkolo
Vona að ég þurfi aldrei að sjá Glen Johnson spila vinstri bakvörð aftur.
Ótrúlega dýr leikur og það skrifast nánast eingöngu á leikmennina, þeir verða að fara að drullast til að klára svona leiki komnir í 2-0 í staðinn fyrir að fara ALLTAF erfiðu leiðina.
En, ýmislegt jákvætt við leikinn þó það sé líka hellingur af neikæðum hlutum, Sterling skoraði og var góður og Henderson með flott mark
P.S Sturridge er ÆÐI
Þýðir þetta ekki bara annar leikur og Suarez missir þ.a.l. af færri leikjum í deildinni? 😀
Þetta var töft og dýrt!
En það er hægt að draga jákvætt út úr þessu… Núna mun BR berja fast í borðið og krefjast þess að kanarnir rífa upp veskið. Þetta var stórt gult spjald á hvað hópurinn okkar er þunnskipaður!
Bið til Fowler´s um að Kolo og Sissokho séu ekki mikið meiddir!!
Já… ég horfði ekki á leikinn og hélt af einhverjum sökum að hann hefði endað 2-2 … hehe
Það sem stendur i mer er það að það er mer óskiljanlegt að misaa unninn leik niður a okkar besta liði og það kostar okkur einn okkar besta leikmann i meiðsli fyrir storleikinn a sunnudag.
Hvar er skrtel ? Atti hann ekki að vera klar i upphafi timabilsins ? Er hann klar a sunnudag ?
Maður getur sleppt leiknum a sunnudag ef wisdon a að taka helvitis miðvorðinn þar.
Eg hefði frekar valið að tapa a 90 mínútum 3-2 ef það hefði þytt að toure yrði heill um helgina ..
Juju agætis karakter að klara leikinn manni færri ur þvi sem komið var en mer er óskiljanlegt af hverju okkar menn hætta að spila leikinn i seinni halleik, hleypa þeim inni leikinn og það kostar toure i meiðsl.
Nu þarf að kaupa miðvorð strax og sa maður þarf að vera það góður að hann stokkvi i byrjunarliðið a sunnudag..
Þetta kvold er martroð fyrir mer…
Andskotans sama hvernig þessi leikur fór. Ég hrissti hausinn yfir þessari uppstillingu hjá BR og er ennþá pirraðri núna. Ef þið ætlið að biðja fyrir Kolo þá þurfið þið að muna að hann er múslimi. Hérna má finna upplýsingar um hvernig maður biður til Allah.
http://www.youtube.com/watch?v=kScrL8m1qMs
Ef við tökum meiðslin útúr dæminu (eftir að koma í ljós hversu alvarleg þau eru)
Þá var þessi leikur bara til góðs, ef við hefðum valtað yfir þá 5 – 0 þá hefðu menn farið í man utd leikinn rosalega kokhraustir, því við erum nánast búnir að vinna alla leiki síðan á undirbúningstímabilinu og örugglega kúkað uppá bak á móti utd.
Nú afturá móti halda utd menn að við séum með ræpu og vanmeta okkur og við völtum yfr þá 😉
Ég held persónulega að þessi framlenging hafi engin úrslitaáhrif á þreytu manna, virtust vera bara mjög margar ferskar lappir inná, og svo held ég að Steven Gerrard sé bara í formi lífs síns, hann spilar gjörsamlega alla leiki alltaf enda er hann kóngurinn.
Hef á tilfinningunni að allir sem eru alveg hrikaleg leiðir í dag verði alveg hrikalega glaðir á sunnudag 🙂
Svo er lík aspurning hverni Sturridge verður á sunnudaginn. Var farinn að haltra í restina. Vonandi bara þreyta.
Hafið þið tekið eftir því að öll mörkin 6 á tímabilinu eru bara virkilega flott. Það er ekki hægt að segja að þau hafi lekið inn eftir eitthvað hnoð.
Jess komumst áfram í bikarnum!!!!
Daprasti kaflinn var að renna yfir kommentin í upphitun 😉
er að mörgu leit sammála Trausta 10# ef að menn geta ekki spila í 120+ 5 dögum fyrir leik svona í upphafi leiktíðar, þá er ekki bjart yfir ef vel geingur í bikurum.
Frábær megnið af fyrrihálfleik og hefð vel geta verið fleirri mörk skoruð þá, en datt svo niður í seinni sem er eiginlega allt of algengt finst mér nú.
En hlakka samt til sunnudagsins
YNWA
Fannst þetta dapurt, vægast sagt. Með tveggja marka forystu á Liverpool að sigla svona leik heim án teljandi vandræða. Okkar lið virðist bara alltaf þurfa að fara erfiðu leiðina. Johnson, Sterling og Ibe alls ekkert að heilla mig í leiknum og Luis Alberto ekki heldur. Veskið upp takk. Center, miðvörð og kantmann á diskinn minn takk
Henderson var með Bale takta í dag. Munum að hann er rétt orðinn 23.
Glæsilegt að vera komnir áfram. Alltaf sami sjarminn yfir þessum bikarkeppnum og alveg einstaklega gaman að fylgjast með stuðningsmönnum Notts County eftir að þeirra menn náðu að jafna, reikna með að stemningin hjá þeim hafi verið ekki ósvipuð og hjá okkur í seinni hálfleik í Istanbul.
Bottom line..vel gert Notts County, enn betur gert Sturridge og Henderson að klára þetta upp á eigin spýtur. Þá er bara að bíða og sjá hvaða lið við fáum í næstu umferð 🙂
Skilaboð mín til Sturridge http://www.youtube.com/watch?v=2Abk1jAONjw
Legg til að Kop.is sé fyrir 25 ára og eldri !!! Veit um nokkra sem nenna ekki lengur að koma hérna inn,,,, það er líka hægt að hafa eina 25 ára og yngri,,,,,
Vont kvöld í kvöld, það eina sem ég vonaðist efir var að allir kæmust heilir frá leiknum, en rúmlega fjórðungur leikmanna okkar meiddust. Vont kvöld
Er ekki ágæt að ná okkur niður á jörðina fyrir leikinn við Manchester…. menn eru alltof mikið að velta fyrir sér hvað ef þetta og hvað ef hitt. Við eigum að vinna Utd með varaliðið…. við þurfum bara að hafa trú á verkefninu.
Ég er eyðilagður yfir meiðslum Toure. Að það sé ekki búið að klára kaup á varnarmanni er skandall, og það skrifast á BR og aðra sem sjá um það. Eins og ég sagði í upphituninni að allir sem eru að fara byrja leikinn gegn Man utd ættu að fá hvíld í kvöld. Auðvitað viljum við bikara, sama hversu cheap þeir eru. En Toure gæti verið frá í marga mánuði og þá eru möguleikarnir á CL sæti minni. Það er bara staðreynd. Jájá. tímabilið nýbyrjað og menn ferskir. En lykilleikmenn eiga ekki að spila League Cup leik á móti Notts County á Anfield. Af hverju? Af því svona shitt gerist.
Einn illa pirraður:-(
Jæja það er alltaf næsta tímabil…………………………………………
Eða róa okkur niður og tækla næsta leik. Þetta er bara rétt að byrja og hef enga trú á að BR sé að lána og selja svo marga leikmenn án þess að vera með einhvern hauk í horni. Þetta reddast og er allt á réttri leið. Flottur fótbolti sem liðið er að spila á köflum og svo eigum við SVANGAN framherja sem er að koma úr banni 🙂
Siggi Donna bölvaði alltaf ef liðið hans skoraði snemma. Það er nefnilega alveg point í því að gegn slakara liði veldur það vanmati. Sem gerðist í kvöld. Sérstaklega eftir annað markið og öll færin. Menn verða bara að klára fleiri færi til að ganga frá svona leikjum, rétt eins og gert var oft í fyrra.
Í grunninn hefði átt að klára þennan leik á 90 mínútum. Þannig lagði Rodgers þetta upp og það hefði ekki átt að hafa nokkur áhrif á stand manna á sunnudaginn. Menn verða aðeins lengur að jafna sig en koma auðvitað algjörlega fullfrískir í þann leik. Stóru tíðindin eru auðvitað þunnildin í hópnum. Tek undir með Viðari Skjóldal að það að fara með Wisdom gegn Van Persie yrði bara djók. Vonandi sjá menn þetta, kaupa sterkan haffsent sem kemur klár í liðið gegn United. Treysti Skrtel líka frekar illa í það verkefni, nýstiginn upp úr meiðslum.
En sjáum hvað setur, við erum amk. með þrjá sigra í þremur leikjum og það er í öllum tilfellum hægt að gleðjast yfir því. Ég er samt ekki að meika þennan ofursteikta dans hans Sturridge :/
Skráist alfarið á eigendur félagsins. Afhverju í ósköpunum er ekki búið að kaupa miðvörð? Héldu þeir virkilega að Agger og Toure myndu haldast heilir út tímabilið með alla sína meiðslasögu?
Það er minna en vika eftir af glugganum og við eigum eftir að gera a.m.k. tvö kaup. Miðvörð og vængmann. Það fer allt púður í að finna miðvörð eftir meiðslin hans Toure og lið sjá sér leik á borði að blóðmjólka okkur þar sem þau vita að við verðum að fá slíkan.
Eigendurnir verða að sýna það í verki að þeir hafi metnað og getu til þess að koma félaginu á hærra stall. Allt annað er staðfesting á getuleysi þeirra.
Af hverju var ekki búið að kaupa miðvörð spyr Krulli? Hvaða djók spurning er þetta? Var ekki Toure keyptur til að fylla skarð Jamie? Það þýðir að það eru fjórir til sex miðverðir í hópnum (tveir kjúllar). Vandamálið er að það eru bara óvenju margir miðverðir meiddir og þeir liggja bara ekki inni á einhverjum lager. Og það er verið að leita að einum í viðbót. Ég bara meika ekki svona hallærislegt og óþolinmótt komment eins og hér fyrir ofan. Fokk, ég er farinn að sofa.
Er það bara ég, eða átti Wisdom ekki bæði mörkin?
Vissulega vantar okkur miðvörð og sérstaklega núna. En fyrir stuttu síðan vorum við með Skrtel og Coates fullfríska upp á að hlaupa og þannig séð ekkert afleitt cover í miðverði, Toure var að fara fram úr öllum væntingum líka og líklegur til að spila meira en við héldum í fyrstu. Núna hefur það breyst mjög mikið og ljóst að þeir þurfa að kaupa nýjan mann inn og taka á sig höggið að hafa ekki náð að selja Coates (eða Skrtel) fyrr. Við höfum misst ansi marga menn í meiðsli á stuttum tíma, rosalega tæpt þegar Agger er eini heili miðvörðurinn í liðinu. Skrifa þetta ekki á eigendur félagsins, en geri það ef þeir bregðast ekki við áður en glugganum lokar.
Ef að Skrtel er leikfær er það ekkert svakalegt áhyggjuefni fyrir United, betra en að hafa hann ekki eða þurfa að henda nýjum manni inn í þann leik.
@26 Kristján Kristjánsson.
Við erum með Kolo og Agger sem hafa verið þjakaðir af meiðslum undanfarin tímabil.
Daninn var að ná meira en 30 deildarleikjum í fyrsta sinn síðan hann kom til félagsins í fyrra. Þá hefur Kolo ekki spilað yfir 30 deildarleiki í sex ár!
Finnst það ansi kalt að fara inn í tímabilið með þá sem byrjunarliðsmenn þegar við erum með Skrtel sem Brendan virðist hafa litla trú á. Ásamt Coates (meiddur) og Wisdom.
Það verður a.m.k. gaman að sjá FSG gera núna. Boltinn er hjá þeim.
Mér sýnist það augljóst að FSG ætlaði Rodgers ekki sent til að kaupa leikmenn í sumar, juju við buðum í Mkhitaryan en eg er sannfærður um það að ef Mkhitaryan, Costa eða Willian hefðu komið þá hefði Suarez verið seldur á stundinni fyrir 45-50 milljónir punda, sa leikmaður hefði verið borgaður og restin notuð til að kaupa senter og kannski varnarmann.
Við erum 5-6 milljónum í plús í sumar svo það má reikna með varnarmanni sem kostar 5-6 milljónir, sá maður dettur inn um dyrnar nuna fyrir helgi og meira kemur ekki nema að Suarez fari til Real Madrid sem er eitthvað sem Rodgers útilokaði ekki alfarið i viðtali fyrir helgi, þar sagði Rodgers að það yrði erfitt fyrir Real að fá hann núna, hefði gengið fyrr í sumar kannski og blablabla, er að pæla hvort Rodgers se jafnvel komin á þá skoðun nuna að hann sé til í að selja Suarez til að geta fjarmagnað eitthvað af þeim leikmönnum sem hann hefur viljað fá til liðsins í sumar.
Okkar menn virðast komnir i nkl sama pakkann og fyrir ári síðan en þá reyndum við í grið og erg að fá leikmenn lánaða á þessum tímapunkti, nú er Cissokho komin á láni, sagan segir að við viljum Moses á láni og einhver frett i dag sagði að okkar menn hefðu spurst fyrir um Mata á láni sem eg vona að se ekki satt því það hljómar ákaflega heimskulegt að bjalla á Stamford Bridges og biðja um einn besta leikmann deildarinnar á láni þegar vitað mál er að mörg bestu lið evrópu væru til í að borga stórfé fyrir þennan leikmann væri hann á annað borð falur.
Ég veit ekki með ykkur en ég er með stóran kvíðahnút í maganum fyrir síðustu dögum gluggans og orðinn svipað svartsýnn og fyrir ári síðan….
Lýst ekkert a leikinn sunnudag eftir meiðsl Toure, hvernig getur Skrtel verið klár á sunnudag þegar hann fær ekki minutu i kvöld ? hann er i engu leikformi og ég se ekki hvernig sa maður á að byrja á sunnudag, ekki er það gæfulegra að vera með heilalausan wisdom i miðverðinum.
þetta vanmat og kæruleysi okkar manna í kvöld var hugsanlega að kosta okkur 1-3 stig á sunnudag að mínu mati….
Jöfnunarmarkið minnti á leikskólabolta – allir með augun á boltanum, hlaupandi í halarófu á eftir honum og enginn að pæla í restinni af vellinum.
Henderson markið minnti mig hins vegar svo mikið á gamla góða Gerrard rispu að ég fékk gæsahúð, frábært mark.
Annars vona ég að Rodgers hafi hringt út njósnateymið strax eftir leik, pantað pizzu og sé núna á næturfundi svo það sé hægt að bjóða í varnarmann en, to, tre í fyrramálið.
Spái þvi að Brendan hringi í Carra og hann verði mættur á Melwood í fyrramàlið.
Ég ætla að spá því að þetta verði allt til góðs. Ef enginn hefði meiðst og leikurinn unnist hefðu allir verið helsáttir, sérstaklega þó eigendurnir sem hefðu sagt við BR: “já nei blessaður þú þarft ekkert fleiri menn, þeir sem þú ert með eru fullfærir um að sjá um hlutina þessa leiktíðina”. Nú er þó fjandakornið komin virkileg pressa á að fá inn fleiri menn.
Já og liðið fer vonandi ekkert allt of cocky inn í næsta leik. Held að sá leikur sé alltaf mest spurning um hvor stjórinn nær að mótívera sína menn betur.
Til Barkar #19: Ég er sammála. Það væri fínt að fá sér sandkassa fyrir okkur unga fólkið, og vera þá laus við gömlu tuðarana. Eða kannski væri bara hægt að hafa sér Kop.is fyrir þig einan, hvernig hljómar það?
Svakalegur leikur annars; komumst áfram, en það kostaði svo sannarlega sitt.
Pyrrískur sigur.
Sigrum þessa orrustu en það gæti kostað okkur hið raunverulega stríð.
Okei, það er tvennt.
Bad að missa 3 leikmenn í meiðsli og vonum að þau séu ekki alvarleg.
Hitt er að ég er einhvernveginn mjög sáttur að þessi “skita” átti sér stað. Koma mönnum niður á jörðina. Auðvitað verður enginn þreyta í Gerrard og Sturridge og öllum þeim sem spiluðu 100 mín+, enda 3ði leikurinn á tímabilinu og heilir 5 dagar í næsta. Kolo mun að öllum líkindum missa af einum leik ef meiðslin hans eru ekki alvarleg enda er landsleikjahlé eftir næstu helgi.
Eina breytingin frá fyrstu tvem deildarleikjunum er að Skrtel kemur inn fyrir Kolo og boltinn er hjá Martin núna. Við vitum öll að Skrtel er ekkert lamb að leika sér við og ég er fullviss um að hann sé graður í að sanna það að hann sé miðvörður númer 1.
Koma svo!
Þvílíkur leikur, liðið er komið í 2-0 og svo missir það einbeitingu. Það sama gerðist gegn Stoke og Aston Villa. Við megum ekki missa svona einbeitingu gegn Man Utd þar sem munurinn á liðunum liggur að þeir eru með menn sem þurfa einungis eitt færi til að gera útaf við leikinn. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Glen Johnson og finnst hann lélegur varnarmaður nema þegar hann spilar með Enska landsliðinu. Hann er slappur fram á við þótt hann geti farið framhjá einum eða tveimur mönnum, hann er með slæmar ákvarðanatöku og virðist eiga erfitt með að dekka menn. Ef ég fengi að velja að þá myndi ég spila Kelly í bakvarðarstöðuni gegn Man Utd, en þar sem Kelly er í litlu sem engu leikformi að þá efast ég um að hann komist á bekkinn í þeim leik.
Eins og Babú sagði að þá er erfitt að kenna eigendunum um kaup á varnarmanni þar sem við lentum í erfiðum aðstæðum með Skrtel og Coates. Hinsvegar bráðvantar okkur kantara, ég trúi því ekki að Rodgers ætli að fá Moses. Moses fer á Afríkumótið í janúar og gagnast okkur lítið þá. Heldur getum við ekki treyst á Sterling og Ibe. Mér finnst að Liverpool eigi að fá leikmenn inn áður en þeir fara að lána menn samanber Assaidi því frekar vill ég hafa hann þarna en engann. Annars eru nokkrir dagar eftir af leikmannaglugganum og við getum talist heppnir ef við náum að landa einum.
Menn virðast vera í þvílíku bjartsýniskasti hérna þar sem við höfum unnið tvo fyrstu leikina okkar í deildinni. Það eru 36 leikir eftir og ég hef litla trú á að við getum barist um topp fjögur með viðbótum eins og Moses og Ilori. Ég vona innilega að staðallinn sé hærri hjá okkur.
Í hvaða deild er Notts county ??? Þvilik hörmung sem þetta var, . Nú kemur að þætti fsg “með litlum stöfum” að bæta og gera þennan hóp stærri. Ég sagði í þræði hér fyrir nokkrum dögum að það væri ekki sjens í helvíti að byrjunarliðsleikmenn okkar kæmust heilir í gegnum tímabilið, og að við þyrftum meiri breidd , ég held að ég þurfi að fara til Boston og kenna henry aðeins út á hvað enskur forbolti og liverpool gengur.
Einn not impressed ! !
Já ekki gott með meiðsli hjá okkur en róum okkur aðeins og lítum björtum augum á svartnættið, það er brtra en væl.
Margir ansi svartsýnir og neikvæðir hérna inni. Það eru heilir 5 dagar í næsta leik, og næstu mótherjar okkar spiluðu erfiðan leik degi á undan okkur. Kæmi mér á óvart ef munurinn á formi liðanna væri einhver – þetta eru atvinnuíþróttamenn sem eru fljótir að jafna sig.
Fannst Rodgers gera rétt í því að stilla upp frekar sterku liði. Við höfum séð það alltof oft að leikir gegn minni liðum í bikarkeppnum eru mjög erfiðir, og að tapa svoleiðis leik er ekki gott fyrir móral liðsins. Fyrir utan að þetta snýst jú allt saman um að vinna bikara. Ef við hefðum séð varaliðið tapa í gær væri andrúmsloftið í kringum klúbbinn mun verra, eru menn nokkuð búnir að gleyma Northampton?
En það er aldrei hægt að gera öllum til geðs; sterkt lið valið og stjórinn fær skömm fyrir að hvíla menn ekki fyrir næsta deildarleik – varalið valið og stjórinn fær skömm fyrir að sýna mótherjunum ekki virðingu og e.t.v. detta snemma útúr bikar. Þá vel ég fyrri kostinn.
En meiðslin eru klárlega það eina slæma sem ég tek úr þessum leik, þá sérstaklega að missa Toure. En meiðsli eru hluti af sportinu og eru alltaf áhætta, sama hvort menn eru á Anfield, Melwood eða í fríi.
Því finnst mér rétt að gleðjast yfir góðum sigri, að við séum enn ósigraðir og vonum að bílasalinn verði ekki lengi frá vinnu.
Það er plenty tími til að jafna sig, þetta mun hafa góð áhrif á fittness-levelið hjá þeim sem lifðu þetta af… Virtumst ekki eiga mikið eftir um miðjan seinni hálfleik gegn Villa…
Þvílíkt væl í mörgum hérna…held þið ættuð að skrifa orðið “Stuðningsmaður” 20 sinnum á vegginn í stofunni ykkar áður en þið haldið áfram að gráta.
Sturridge var ekkert farinn að haltra, hann hefur bara svo ofboðslegt svægi. #swagger
Ég þoli það ekki þegar menn skrifa endalaust að menn séu að VÆLA..
Þetta orð fer virkilega í taugarnar á mér því að það viðist vera gjörsamlega ofnotað.. Þó að menn séu ósáttir og vilja segja sína skoðun þá eru menn ekki að væla.
Og ef að menn eru að gagnrýna liðið sitt þá eru þeir ekki stuðningsmenn, það væri lítið gaman að vera alltaf sáttur við sitt lið og hafa ekkert neikvætt að segja, þá gæti maður alveg eins látið konuna negla sig með strap on!
Hvernig er td ekki hægt að segja sína skoðun á Glen Johnson. Maðurinn var gjörsamlega vonalaus þarna í gær og hann er gjörsanlega búinn að missa það sóknarlega og varnarlega hefur hann alltaf verið slakur.
Ég hafði vonda tilfinningu fyrir þessum leik þegar ég sá byrjunarliðið. Að spila Gerrard, Toure og Sturridge er hrein heimska og ekkert annað!
Brendan skeit uppá bak í gær!
Hvernig skeit Rodgers uppá bak í gær ?
Hann stillti upp sterku liði sem hefði átt að geta klárað þetta í fyrrihálfleik en leikmennirnir stóðu ekki vaktina eins og þeir áttu að gera og því fór sem fór. Ef þetta hefði farið í 90 þá væri t.d Toure í heilu lagi í dag.
Nú ef þér finnst Rodgers hafa stillt upp of sterku liði þá skjátlast þér illa því þú getur rét ýmindað þér hvernig stemningin væri hjá öllum núna ef við hefðum dottið út á Anfield með því að hafa hvílt bestu mennina okkar.
Meiðsli eru bara eðlilegur partur af þessu og núna hafa menn nokkra daga til þess að redda þessu. Við fórum áfram í gær og fögnum því.
Já tek undir Hallur, virðum skoðanir hvers annars enda er það bara hollt og gott að skiptast á skoðunum um okkar ástkæra fèlag. Hugsa og veit að stuðningsmenn annara fèlaga öfunda okkur af þessari síðu, hèr eru ávallt líflegar og fjörugar umræður. Blanda af vel skrifuðum, oft hnyttnum og skemmtilegum vangaveltum. Vissulega læðast hérna inn òvönduð og illa rituð tilsvör en það er bara gangur lífs og tilveru.
Hvað málið varðar tel èg það kristaltært að FSG verða að hrækja hressilega í lófana núna enda sjá það allir (m.a.s Stevie Wonder) að hopurinn okkar er of lítill. Vissulega eru úrslitin í upphafi góð en þegar lidur a skiptir breiddin öllu. FSG eru í PLÚS í þessum glugga! Okkur vantar menn og fròðlegir verda næstu dagar. FSG verða að sanna fyrir okkur að Liverpool stefni i raun a topp4.
Ansi fór þetta tilboð frá Liverpool í Christian Eriksen eitthvað hægt og hljótt.
http://www.mbl.is/sport/efstadeild/2013/08/28/tottenham_buid_ad_bjoda_i_eriksen/
28 ágúst FGS, það er 28 ágúst. Kominn tími til að koma heim af golfvellinum og millifæra smá pening yfir atlandshafið.
FSG átti það að vera, en þessir FGS mega bara henda til okkar pening líka.
Miklar sveiflur.
Flottur fyrri hálfleikur, vandræðalega dapur seinni hálfleikur, framlenging sem byrjaði rólega en endaði með tveimur frábærum mörkum og við áfram. Sem er alltaf lykilatriðið því bikarkeppnir í Englandi líkjast fáu.
Og maður sveiflast með, ég hef sjaldan verið eins ógeðslega fúll eins og á tímabilinu frá jöfnunarmarki County og þar til Sturridge setti hann. Var beinlínis óður af reiði enda fannst mér á þessum tíma liðið okkar algerlega búið að missa hausinn, hélt ekki bolta og virtist brotið. Nokkuð sem er óafsakanlegt á Anfield gegn C-deildarliði.
Liðsuppstillingin var vissulega sterk en kom hún á óvart? Nei. Við eigum einn heilan hægri bakvörð. Tvo heila hafsenta og svo Wisdom sem er að sveiflast á milli þessara leikstaða. Meiðsli Cissokho hjálpuðu vissulega ekki til, vörnin öll sett á haus. Skiljanlega. En samt virkaði fínn taktur og auðvitað áttum við að leiða minnst 3-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var að mestu arfadapur. Miðjunni var algerlega haldið uppi af Gerrard, Alberto var gjörsamlega út úr sinki og þessi leikur varð enn ein vonbrigðin með Joe Allen. Strákanginn meiddist svo og maður vill ekki vera með leiðindi en frammistaða Henderson í bland við þessi meiðsli held ég að hljóti að verða til þess að Allen er varaskeifa. Og býsna dýr þá.
Það var svo líka ferlegt að þurfa að nýta skiptingu númer þrjú til að taka út lítið þreyttan mann sem ekki mun spila stóra rullu á sunnudaginn. Jöfnunarmark County var að hluta tengt því að vörnin og miðjan okkar var orðin einfaldlega allt önnur en í upphafi leiks og enginn samhljómur.
Svo kom framlengingin og tímabilið eftir að Kolo meiddist var posession á 10 mínútna kafla LFC 25% – NCo 75%. Ég svitna bara við að skrifa þetta. En sem betur fer sýndu fyrst Sturridge og svo Hendo úrvalsdeildargæði og kom okkur áfram, annað hefði verið viðbjóður!
Svo situr maður í dag og refreshar twitter yfir veiku barni, vildi eiginlega meir en oft áður bara gleyma mér í vinnunni. Viðtalið við Rodgers í gær sýndi okkur enn að hann ætlast til leikmannakaupa. Hann talaði um að vilja “a few players in” sem við myndum væntanlega þýða “nokkra” leikmenn inn er það ekki?
Sakho væri frábær kostur sem örvfættur hafsent sem hefur leyst bakvarðarstöðu, nú er slúðrað um að Napoli sé komið í hann og að Tottenham hafi boðið í Eriksen. Frábært.
Leikur gærkvöldsins hlýtur að gera okkur öllum ljóst að liðið okkar er mjög veikt um leið og við sleppum fyrstu 11. Við sáum of lítið til Cissokho en ég held að þar fari maður sem við getum nýtt okkur. En Wisdom, Allen, Ibe og Luis Alberto nýttu þennan séns sinn til að sýna okkur illa og því hljóta FSG að sjá það sama og við hin, að það þarf að styrkja liðið með gæðaleikmönnum fyrir mánudaginn.
Að því sögðu þá er næst erkifjendaslagur við United og þá leiki reiknar maður aldrei út. Væntanlega fer Skrtel karlinn beint í byrjunarlið sem væntanlega mun bara blása honum í brjóst. Við munum sjá Enrique inn aftur, Lucas sem við söknuðum heldur betur og Aspas og Coutinho með Sturridge. Þetta 11 manna lið á alveg að geta tekið á Gollum og félögum. En þetta lið þarf aðstoð til að klára heilan vetur, mun öflugri en þá sem við sáum varamennina koma með í gær!
Aldrei verið jafn svekktur eftir sigurleik 🙁
Held að á þessum tímapunkti sé best að anda aðeins með nefinu og telja uppá tíu. Það er eðililegt að það séu skiptar skoðanir á hvernig stilla á byrjunarliði í leiki í deildarbikar. Sumir vilja gefa ungum leikmönnum tækifæri, aðrir vilja stilla upp sterkasta mögulega liði. Í gær var stillt upp sterku liði með nokkrum unglingum. Leikurinn vann og það er e.t.v. það sem mestu máli skiptir. Ég styð val BR 100% í þessum leik þar sem hann er enn að þróa leik liðsins og koma mönnum í leikæfingu. Einnig notaði hann svigrúmið og gaf nokkrum reynsluminni og nýjum leikmönnum tækifærið. Auðvitað átti liðið að klára leikinn á 90 mín. í gær en einbeitningaleysi/kæruleysi kostaði liðið framlengingu sem reyndist dýrkeypt þar sem að Toure meiddist.
En hvaða möguleika átti BR aðra en að láta Toure eða Agger spila leikinn? Coates og Skrtel hvorugir með? Þarna gafst honum tækifæri að láta ungan Wisdom öðlast reynslu og spila með reynslumiklum miðverði en vegna meiðsla Cissokho varð hann að setja Agger mun fyrr inná en hann hefði ætlað. Ég er nokkuð viss um að Toure hefði fengið skiptingu síðar í leiknum ef ekki hefði komið til þessara breytinga í byrjun leiks.
Persónulega hef ég engar áhyggjur af þessum 120 mín. sem fóru í þennan leik í gær. 5 dagar í recovery er alveg nóg á þessum tímapunkti og það verður ekki erfitt að mótivera leikmenn í 90 mín. gegn Man Utd.
Eins fáranlega og það hljómar en þá má taka ýmislegt jákvætt útúr þessum leik eins og að koma tilbaka einum færri í framlengingu, algjörir yfirburðir í fyrri hálfleik og allur aðdragandinn að öðru markinu. Þessi leikur var einnig góð áminning á margan hátt. Ég held að hann hafi náð liðinu niður á jörðina eftir góða byrjun auk þess fram komu nokkrir veikleikar sem þarf að vinna í eins og t.d. staðsetning bakvarða í varnarleiknum, ómarkvissar dekningar og hve lengi liðið er að endurskipuleggja sig þegar það tapar bolta. Þá hlýtur að vera áhyggjuefni hvernig spilamennska liðsins dalar í seinni hálfleikjunum auk þess sem spilamennska einstakra leikmanna var slök.
En, það sem uppúr stendur og vandamálið sem helst þarf að tækla eftir þennan leik er hvernig skal bregðast við meiðslum Toure. Á að hlaupa til og kaupa nýjan miðvörð á lokametrum gluggans? Er einhver möguleiki á að fá miðvörð að láni? Á að nota tækifærið og gefa ungu leikmönnnum sénsinn?
Skv. Rodgers þá á Skrtel að vera klár fyrir næsta leik og ætti hann því að geta verið klár með Agger. Wisdom mun því væntanlega vera til vara. Kelly mun væntanlega fjórði kostur eins og staðan er núna þrátt fyrir að eiga töluvert í land.
Ég held að BR bíði nú átekta frétta af heilsu Toure. Ef hann verður frá í einhverja mánuði þá hann ekki aðra kosti í stöðunni en að fara leita af nýjum miðverði. Ef hann missir einungis af næsta leik (sem verður að teljast ólíkegt m.v. fyrstu fregnir) þá væri hugsanlega hægt að nota fjármagn í að styrkja aðrar stöður á vellinum.
Ég held að það segi alveg sjálft að það er ekki hægt að fara inní fyrri hluta mótsins með Agger, Skrtel, Wisdom og Kelly. Það þarf ekki að hugsa fjarstæðara dæmi en hvað ef Agger meiðist?
Fyrir þá sem voru ekki búnir að sjá þessa á reddit:
http://i.imgur.com/uux8gh9.jpg
Bromance í hæsta gæðaflokki.
Varðandi það að liðið verði þreytt í leiknum á móti United, þá hefur maður á tilfinningunni að þegar Liverpool kemst í meistaradeildina, þá verði álagið talsvert meira en þetta, og styttra á milli leikja.
Ég er sáttur í dag enda liðið búið að vinna fyrstu þrjá leiki tímabilsins. Þetta var því að mestu jákvætt en þó tek ég undir með mörgum hér að auðvitað var margt neikvætt líka við þennan leik. Þrjú neikvæð atriði helst:
01 – Meiðsli Kolo Touré og hinna. Mér skilst að Cissokho og Allen séu ekki illa meiddir en Touré verður frá í tvo mánuði segja óstaðfestar fregnir. Það er rándýrt bikarkvöld gegn neðrideildarliði.
02 – Hugarfarið. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem við komumst yfir í fyrri hálfleik en slökum verulega á eftir hlé og hleypum (óæðri) andstæðingum inn í leikinn. Í þetta sinn fór það allt of nálægt því að enda illa enda manni færri í framlengingu langt því frá að vera þægileg staða. Sem betur fer hafðist þetta þó að lokum og vonandi, vonandi var þetta þörf lexía á hárréttum tíma fyrir stórleikinn um helgina þar sem mun alls ekki duga að ætla að slaka á í seinni hálfleik. United slátra okkur ef það gerist þannig að vonum að þetta hafi verið jákvæð lexía fyrir liðið.
03 – Breiddin. Það kom mér á óvart hvað Rodgers stillti upp sterku liði í gær en í rauninni er bara ekki úr mikið meiru að moða. Utan hóps í gær voru Enrique, Kelly, Skrtel, Coates og Suarez. Coates er meiddur mest allt tímabilið, Skrtel er að detta inn úr meiðslum, Kelly er enn ekki fit til að spila og Suarez á eftir þrjá leiki í banni. Þetta er öll breiddin.
Skiptir engu þó þetta séu að mestu leyti góðir leikmenn og búið að losa allan óþarfa úr hópnum, þarna eru samt fullt af leikmönnum sem þurfa ekki á pressu að halda á þessum tímapunkti á sínum ferli (Ibe, Sterling, Wisdom), og leikmenn sem erfitt er að treysta á að spili heilt tímabil m.v. meiðslasögu (Sturridge, Agger, Skrtel, Kolo Toure, Johnson, Kelly, Lucas, Gerrard, Allen, Borini etc.) og leikmenn sem við vitum ekkert hvernig munu spjara sig (Aspas, Alberto, Cissokho, Mignolet).
Þetta er einfaldlega of þunnt. Ef við myndum t.d. bæta við Sakho í vörnina og Victor Moses í sóknina liði mér strax betur en það er algjört lágmark. Helst myndi ég vilja fá varnartengilið í samkeppni við Lucas og jafnvel fjölhæfan varnarmann (Tiago Ilori til dæmis) líka til að eiga góða breidd í þrjár keppnir í vetur.
Það eru fimm dagar eftir af glugganum og svo skoðar maður hvernig breiddin lítur út. Ég er gríðarlega sáttur við byrjunina í deildinni og þrátt fyrir hikstann í gær erum við komnir áfram í bikar. Sturridge er sjóðheitur og það styttist í Suarez og okkar sterkasta lið í dag getur lagt hvaða lið sem er í Englandi á góðum degi. Það vantar bara aðeins upp á gæðabreiddina til að geta treyst þessu liði til að halda dampi næstu níu mánuðina og skila sér í topp fjóra og þess vegna er svo pirrandi að sjá það ekki gerast í sumar. Það vantar svo lítið upp á að styðja við þetta flotta lið sem Rodgers er búinn að setja saman.
Koma svo FSG!
okei fyrst þessi mynd Daniel er náttúrlega bara snilld 😀
Ég var eins og margir aðrir í gær frekar pirraður yfir þessum leik, eiginlega yfir allt of mörgum atriðum til að nenna að vera að skrifa það upp daginn eftir sigurleik.
en það er eitt sem að situr eftir blendnar tilfinningar gærdagsins og það er að þessi meiðsli KOLO gætu nú einfaldlega verið falin blessun ! jú málið er að ég held að það sé öllum ljóst að hann var aldrei að fara að spila alla leiki liverpool, er einfaldlega ekki með skrokkinn í það. Betra er að hann hafi meiðst núna á meðan að glugginn er ennþá opinn en í miðju seasoni og kannski annar miðvörðurinn okkar meiddur á sama tíma ( sem er alls ekki ólíklegt miðað við meiðslasögu manna hjá okkur)
þannig að nú mega kannarnir bara spýta í lófana og klára þessi kaup takk
http://fotbolti.net/news/28-08-2013/mamadou-sakho-ordadur-vid-liverpool#ixzz2dGSBnNN1
og í guðanna bænum klárum eriksen líka … þó það væri nú ekki bara nema til að eyðileggja fyrir tottenham
Kv, G
Þetta átti klárlega að vera kanarnir en ekki kannanir … fail
Hvernig væri einn opinn þráður um síðustu metrana í glugganum?
Nýji uppáhalds Liverpool maðurinn minn hann Henderson fékk góða hvíld í gær (ekki það hann þurfi á hvíld að halda á þessum tímapunkti). Ekki nóg með það heldur fékk hann að koma inná og skora glæsilegt mark til að stilla miðið. Drengurinn á eftir að vera óstöðvandi á Sunnudaginn og mynda svakalega miðju með brössunum Lucas og Coutinho. Sem báðir ættu að vera í topp formi.
Sturridge fær svo bara að taka því rólega á æfingum ef hann er eitthvað þreyttur.
Vont að missa Touré, klárlega, en ekki hægt að kanna Rodgers um, hann hefur reiknað með náðugum degi í vörninni og þetta var bara óheppni.
Nú er bara málið að halda boltanum og að Lucas eigi góðan leik, þá er allt hægt. Allavega pottþétt hægt að vinna Man U.
Koma svo !!!
Það bara rignir bröndurum núna OMG
http://www.sportsdirectnews.com/premier-league/31108-liverpool-news-rodgers-lines-up-lescott-bid.php
Og næst verður það örugglega Bendtner 🙂
Í einu orði til háborinnar skammar. Vont að missa bílasalann í næsta leik, en kanski var þetta bar pungstuð hahahahahaha
Ég er sammála nokkrum hér að ofan varðandi fammistöðu ákveðina leikmanna, þó aðalega Alberto og Allen. Ég er ennþá að átta mig að þessum kaupum á Luis Alberto, hann er fæddur 28. september 1992 og á að vera leikmaður fyrir framtíðina. Liverpool borgaði næstum 7 milljónir punda fyrir hann. Á samning hjá Liverpool er leikmaður að nafni Suso Fernandez sem er fæddur 19.nóvember 1993, Suso er því árinu yngri og að mínu mati mun betri leikmaður og á eftir að verða það um ókomna tíð.
Afhverju héldu eigendurnir ekki Suso og notuðu 6.8 millj punda í varnarmann eða upp í dýrari kant-/sóknarmann. Nú er talað um að Christian Eriksen sé á leiðinnni til Tottenham fyrir 8.5 -13 milljónir punda sem er lítill peningur fyrir þetta góðan leikmann. Og talandi um menn fyrir framtíðina þá er Eriksen fæddur 14. febrúar 1992 og því jafngamall Alberto, hvað finnst mönnum um það.
Annars sást best í gær að Liverpool verður að bæta gæðum við hópinn, tímabilið er 9 mánuðir og þau lið sem enda í 4 efstu ná þangað með góðri breidd. Vonandi eru FSG 100% á bakvið Rodgers nú þegar við þurfum hvað mest á því að halda.
Framvegis mun ég segja skilningsleysi í staðin fyrir væl.
Það mætti ætla að kröfurnar séu þær að Brendan eigi að hoppa inn í framtíðina og skoða leikinn eftir á. Hugsa svo “Tjaahh…best að sleppa að spila Kolo því hann meiðst, láta Jonhson, besta bakvörðinn minn, sitja heima og setja hitakrem á lærin Sturridge svo hann stífni nú ekki upp í lok leiksins”.
Sammála krizza í innleggi númer 61.
Við vorum með Suso í okkar herbúðum sem hefur alla burði til að verða stórkostlegur leikmaður. Kaupum Luis Alberto sem er 21 árs gamall og með enga reynslu úr efstu deild. Skrítnasta af þessu öllu er svo að Brendan sagði hann vera skotmark nr. 1 í þessa stöðu.
Hann spilaði vel með Barcelona B í “Segunda Division” á Spáni í fyrra. Það gerði leikmaður að nafni Daniel Pacheco líka með döpru liði Huesca og skoraði 5 mörk í 19 leikjum. Ég vona a.m.k. að Alberto eigi eftir að skila einhverju framlagi til liðsins á þessari leiktíð enda fer ég fram á að leikmenn upp á 7m punda geri það.
Væri alveg til í að fara að heyra eitthvað af leikmannamálum hjá okkar mönnum, bæði Lamella og Eriksen að ganga í raðir Tottenham en við erum að rembast við að fá Victor Moses að láni.
Er að verða svolítið áhyggjufullur um að það sé ekki til neinn peningur á heimilinu. Þó annað sé sagt við okkur í fjölmiðlum þá eiginlega skín það í gegn og ég ætla að spá því að Rodgers fái ekki úr fleiri leikmönnum að moða.
Eriksen að fara á 8,5 millj sem er gangverðið á þeim leikmönnum sem við erum að versla, ég er allavega ekki bjartsýnn í dag en vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Ætli BR sé ennþá með númerið hjá Carra ?
Man Utd-Liverpool í deildarbikarnum, bara gaman að fá fleiri leiki við þá 🙂
http://fotbolti.net/news/28-08-2013/ljajic-kominn-til-roma-stadfest
Þar fór það.
K.Toure varð í 2 leikjum besti varnarmaður Liverpool síðan Sami Hyypia.
Það er á hreinu að varnarmaður kemur annars verður vörnin í ár eins og sóknin var í fyrra.
FSG má ekki klúðra málunum aftur eins og í fyrra að fara of þunnskipaðir inn í sísonið.
Á ekki að ná annars í topp 4?
Hvaða rugl er þetta!?!? Á ekki einu sinni að reyna við Eriksen? Þetta er gjafaprís því hann er á síðasta samningsári. Hver bitinn á eftir öðrum fer annað. Milan komst í CL í kvöld og bjóða því væntanlega í Sakho. LFC dregur lappirnar stanslaust og auðvitað gerist ekkert.
@30 – Babu
Já við vorum með Skrtel og Coates fullfríska, en Skrtel er ekki búinn að vera með functional heila núna að verða í 2 tímabil og Coates er so far algjört fret, hefur ekki verið góður í einum leik fyrir liverpool.
Svo er Agger búinn að vera hrikalega mistækur í öllum leikjunum í deildinni og KingKolo búinn að vera hreinsa upp ítrekað mistök eftir hann. Eins mikið og ég elska Agger þá er gaurinn bara ekki cb, væri vafalaust betri sem cdm.
Án Carra, eru Skrtel og Agger eins og gatasigti, án Kolo þá er það sama sagan.
Það er ekkert hægt að skamma Rodgers fyrir þennan leik, ekki nema að hann sé að segja alltaf í half-time ræðunni sinni “jæja strákar, kick back and relax þetta er búið” því það er svona nokkurnveginn það sem er búið að vera gerast í ÖLLUM leikjunum so far á tímabilinu, að liðið er að éta leikinn í fyrri hálfleik, svo mæta menn bara sultuslakir í seinni hálfleik og við höfum verið að sleppa skrambi vel.
Ég vona bara að Rodgers stilli upp hrikalega leiðinlega varnarsinnuðu liði um helgina og stefni á jafntefli, tattú kóngarnir í vörninni okkar eiga eftir að þurfa alltof mikla hjálp.
Gleymdi að bæta við..
Það þarf alvarlega að fara blasta FSG fyrir að sitja svona á buddunni, erum búnir að missa af nánast öllum bitum sem við höfum reynt að fara á eftir.
Vonaði að eg myndi aldrei þurfa að segja þetta aftur en here goes, mín skoðun er: Yanks out
Sammála síðasta ræðumanni.
Það er nú ennþá tími fyrir þá að redda þessu sumri ef t.d að þessi Yarmolenko og Sakho koma inn þá er þetta orðið flottur gluggi en það er ennþá of stórt EF.
En það er ennþá fullt af spennandi slúðri í gangi þannig að ég ætla allavega ekki að fara að búa til eitthvað skilti (Yanks out) sem ég þarf svo kannski að éta ofan í mig ef þeir skyldu nú standa við stóru orðin fyrir mánudaginn.
Liverpool have made €23m(£19.6m) bid Andriy Yarmolenko. [VIA @dimarzio sky Italy]
Liverpool to make offer for £7.5m rated Man City defender Joleon Lescott
Liverpool step up £12 million will get Sakho, deal for Montoya unlikely
Liverpool to make late bid for Kyriakos Papadopoulos from Schalke as Real Madrid certain to make Suarez offer
Liverpool linked with shock move for Fernando Torres
Þetta er tekið af Echo nema þetta efsta.
Ég spái því að þessi vika eigi eftir að verða algjört rugl enda mörg stórlið ennþá eftir að versla.