Verulega slæmar fréttir berast úr herbúðum fyrir leik með tilkynningu um að Daniel Sturridge verður frá næstu 6-8 vikur og hann missir því af lang mikilvægasta mánuði tímabilsins, sem hófst í dag. Ferlegar fréttir.
Liðið gegn Hull er svona:
Mignolet
Johnson – Toure – Skrtel – Flanagan
Johnson – Toure – Skrtel – Flanagan
Henderson – Lucas – Gerrard – Sterling
Moses – Suarez
Á bekkun: Jones, Agger, Sakho, Allen, Alberto, Aspas, Coutinho.
Agalegt með Sturridge
Ég ætla samt að vona að við séum að fara nota kantana í þessum leik og spila 4-2-3-1.
Moses á vinstri kanti, Sterling á hægri og Henderson fremstur á miðjunni.
Skil svo ekki alveg þetta með Sakho, hann spilaði alla leiki eftir að hann kom en svo þegar hann skorar tvö mörk og tryggir Frökkum sæti á HM þá er hann tekinn úr liðinu?
Já mann grunaði að þetta væri eitthvað fokk þegar Sturridge fer heim af æfingu á föstudaginn á hækjum, örugglega hvíldur framan af vikunni og ætlað að reyna á hann á föstudeginu. Djöfluls fokk, takk kærlega Roy Hodgeson. Þú ert æði. Það væri svosem hægt að gagnrýna það Sturridge dregur sig ekki sjálfur út úr leiknum / leikjunum.
En ég trúi að þetta lið sem er komið á pappírinn geti klárað verkefnið í dag, vona að minn maður setji þrennu [Suarez] og Sterling komi svo með eitt í byrjun, á milli eða í lokinn.
YNWA!
Ekkert meiðslavæl hér, nú taka bara aðrir við keflinu og kominn tími á að Aspas sýni okkur hvað hann getur.
0-3 sigur (Suarez með allavega tvö)
Sturridge meiðist reyndar ekki útaf Roy Hodgson heldur vegna þess að hann snéri sig illa á ökkla á æfingu 🙂
Annars athyglisvert að Coutinho sé ekki í byrjunarliðið Liverpool en svo sem skiljanlegt, leikur strax á miðvikudag.
Það sem við erum ekki að drukkna í framherjum þá eru þetta ömurlega fréttir að Sturridge verður svona lengi frá. Þetta kemur líka á versta tíma þar sem það eru fullt af leikjum í desember og tímabil ráðast dálítið á þessum tíma, hvort að menn ætla í alvöruni að vera nálagt toppnum eða dragast afturúr.
Skrítið að sjá Coutinho á bekknum en hann var reyndar ekkert merkilegur á móti Everton og ætlar Rodgers kannski að keyra Moses og Sterling í gang fyrir leikjatörnina.
Hull eru virkilega góðir varnarlega og skipulagðir en eiga í vandræðum sóknarlega og vona ég að þeir halda þessu áfram.
Í sambandi við miðverðina þá er ekki hægt að taka út Skrtel sem hefur verið einn og besti maður á tímabilinu, Aggar nýtist betur þegar við erum að sækja en ég er á því að Toure og Sakho nýtast betur varnarlega. Mér finnst allt í lagi að láta Toure inn í liðið í dag.
Það er annar leikur á miðvikudaginn sem hann spilar ekki og annað hvort Agger eða Sakho kemur inn þá.
Ég spái hörkuleik í dag og vona ég að menn hjálpi Suarez aðeins þarna frami.
Sælir félagar
Þetta eru auðvitað slæmar fréttir af Sturridge en þetta lið sem þarna er ætti samt að klára þennan leik. Ég vil svo taka undir með Babu hvað Sakho varðar. Alveg stórmerkilegt að hann skuli detta út úr liðinu eftir þann landsleik. Einnig svolítið hissa á að Coutinho skuli byrja á bekknum.
En hvað um það. Ég er samt viss um að við vinnum þetta þrátt fyrir óvænt(?) afföll í liðinu og mín spá er eftir sem áður og öllum á óvart 1 – 3.
Það er nú þannig.
YNWA
Er einhver með stream á leikinn?
Af hverju í ósköpunum erum við í varabúningnum???
Verð að hrósa Flanagan, Hann hefur staðið sig með prýði undanfarið.
Góður dagur…United vann ekki
og þegar við vinnum þennan leik verður hann enn betri.
…grís
Moses er búinn að vera hörmung í hvert skipti sem hann fær tækifæri, og á meðal annars stóra sök í þessu marki.
Meigum allveg vakna við þetta.
Þetta mark skrifast algjörlega á Moses! alllveg stórfurðuleg tilraun til að leika mann!!
Hverslags fótbolti er þetta sem liðið er að spila. Ekki ein einasta alvöru sókn enn sem komið er. Hrein hörmung að horfa áþetta.
Þetta reddast þegar Moses og Sterling skipta um kant
Jæja neikvæðnishaugar hérna að ofan. Slakið á og reynið að njóta leiksins og muna að hann er 90 mínútur.
Koma svo Steven Gerrard!
Who Else Steven Gerrard !!!!
Gerrard !!!
Ég held ég hafi ekki séð Gerrard fagna svona mikið og innilega í mörg ár! ! Gleður hjarta manns
Vá vekjið mig þegar þessi leikur er búinn.. einn sá allra leiðinlegasti.
hvað er í gangi með moses samt
Sjaldan séð áhugalausara og baráttulausara lið en liðið sem er inná vellinum í dag
Þetta er ekki alveg samkvæmt uppskriftinni finnst mér…. Þeir eiga að geta gert miklu betur…. Það eru allir sòknatilburðir hjá liðinu voðalega þungir og hægir
Jafnt í hálfleik….mætti kippa G.Johnson útaf, hann er ekki að gera neitt. Coutinho eða Allen í staðinn. Ég hef góða tilfinningu fyrir seinni hálfleik.
Hvar finn ég góða textalýsingu á leiknum?
Liðið þarf að auka sóknarþúngann verulega. Alttof hægir og fyrirsjáanlegir í öllum sínum aðgerðum. Krafa um meiri vilja og karakter sem saght meiri sigurvilja. Liðið hefur nú hvílt sig í viku fyrir þennan leik og ætti að geta sýnt miklu meiri hreifanleika og kraft en sést hefur í fyrri hálfleik.
Sky Sports klikka ekki á textalýsingunni http://live.skysports.com/ScoreCentre/football.html
Skelfileg framistaða hjá Liverpool. Þeir pressa okkur við eigum í vandræðum að komast yfir miðju en þau fáu skipti sem það tekst þá gerist ekkert.
Ég held að Moses ætti að hafa sig hægan í fjölmiðlum ef þetta er það sem hann hefur uppá á að bjóða eftir að verið að væla um spilatíma.
Suarez með sinn versta hálfleik
Glen er sókndjafur bakkvörður sem hefur ekki farið yfir miðju og virkar tæpur með boltan.
Sterling er með miklan hraða en sendingar og boltatækni er ekki merkileg hjá stráknum.
Þetta er einn lélegasti fyrrihálfleikur sem liverpool hefur spilað, ég vona að menn rífa sig upp í síðarihálfleik og að við sjáum Couthinho fljótlega inná.
Haflidason, Soccernet.com er oft med fínar textalýsingar. Tékkadu á thví.
Hvar er Sako
Vantar tilfinnanlega upp á sóknargæðin okkar, fínir aftarlega og upp að miðju.
Kæmi mér ekki á óvart að sjá Aspas og Coutinho fljótlega í seinni hálfleik. Því miður hefur hann Moses átt alveg hræðilegar 45 mínútur, gaf í rauninni þetta mark og er alveg týndur. Hann fær kortér til að stimpla sig inn í þennan leik.
Svo verður Suarez ekki aftur svona rólegur í 45 mínútur. Náum þessu í lokin held ég…en verður alveg erfitt, Hull er með blóð á tönnunum!
útaf með moses , Coutinho inn takk
Fátt gleður augað það sem af er þessum leik. Nokkur dæmi þó um flott spil sem hefði getað leitt til dauðafæra ef hæfari menn en Sterling og Móses væru til að taka við boltanum. Mikill söknuður að Sturrige! Er Kútinjó meiddur?
Er Liverpool ekki með 100% skotnýtingu???
Nú þarf að taka alvöru sessjón í klefanum – skipuleggja og mótivéra liðið almennilega.
koma svooooo!!!
Út af Sterling og Moses. Inn með Coutinho og Aspas!
Moses og Sturrige hafa sennilega fengið bara vinstri fótar skó að láni hjá Sturrige, eru í þeim á báðum. Annar þeirra þarf útaf í hálfleik, Johnson á kantinn, Flana í hægri og Shako í visnstri………
toure er með þetta
en móses er ekki með þetta
Skipta núna!
Uss uss uss þetta er leikur að eldinum…
Nei, Kútínjó? Gaman að sjá þig!
Coutinho inn, núna tökum við þetta. Koma svo piltar!
Jæja, eitthvað að gerast…..hann nær vonandi að jumstarta Suarez
þetta endar bara með hull marki
hvað andskotans bull er þetta .. !!!!!
Jæja, kraftur seinustu 20?
Skelfilegt
Kolo Toure er ekki alveg í konungsskikkjunni í þessum leik…
Og við eigum ekkert skilið miðað við þetta núna, 20 mínútum fyrir leikslok…
Reka Rodgers
Jæja furðuleg staða sem við erum í Hull á útivelli eru að taka okkur 2-1 20 mins eftir. Svo grátlega nærri því að koamst yfir! SVipuð staða og móti Everton áttum séns að klára leikin! næsta sókn lioggur Við MARK á okkur! jæja 20 mins nú þurfa sumir að finna Magic takta á þessa firnisterku vörn hull!!! ARRGG
Yanks out!
Þetta er nátturlega alveg sorglegt það eru svona leikir sem þeir eiga að vera taka auðveld 3 stig en allt í góðu þetta er bara classic liverpool leiðin
Ég sagði hér ofar að þetta lið ætti alltaf að vinna þennan leik þrátt fyrir að Sturridge væri ekki með. Það er reginmisskilningur hjá mér. Menn mæta inná með hálfum huga og óþarflega margar breytingar BR fara illa með liðsheildina. Baráttu- og þrekleysi í leik liðsins er skelfileg staðreynd. Moses ætti auðvitað að skila aftur með kærri þökk fyrir lánið.
Þvílíkur aumingjaskapur
Set þetta á BR. Hann hrærir of mikið í liðinu.
Þetta verður erfiður mánuður
Greinilega tigers og pussycats að spila
Drasl, þetta verður rosalega langur mánður.
niðurlæging
ER þetta eitthvað djók ársins í gangi ?
Fokking ömurlegt!
Suma daga eigum við bara ekkert skilið!!!
Ekkert CL að ári Rodgers út.
Áttum ekkert skilið úr þessum leik!
Áttum ekki skilið stig út úr þessum leik.
Of litlir, léttir og hræddir.
Held að ég hafi ekki séð hafsentapar LFC eiga svona lélegan leik lengi. Ef Sakho byrjar ekki næst þá er mikið að.
Áfram höldum við!
jæja.. skita ársins staðreynd. Aumingjaskapur og ekkert annað. Vona að BR hafi mann í sér að viðurkenna það og vera ekki með neinar afsakanir. Gæti verið að veikasta hlið BR sé að mótivera leikmenn. Fá bara Holloway inn og titillinn verður í höfn.
Toure og Skrtel fá aldrei aftur að vera saman í byrjunarliðinu! Alger hörmung. Þetta gæti orðið langur og erfiður mánuður hjá okkur.
Djöfulsin endemis aumingjaskapur ekki bara tap heldur niðurlæging.
Jæja, gamla “góða” Liverpool liðið mætt! Það hlaut að koma að þessu… 6 sætið okkar
Það er alltaf eitthver ólukkans ára í kringum Skrtel. Alveg góður og allt það en ég veit ekki, bölvaður klaufi.
Málið er bara að liðið er ekki búið að eiga nema kanski einn góðan leik… og það er 1/3 af tímabilinu búinn ! Andskotans eitt tímabil í rugli enn… svosem ekki eins og að það skipti máli eftir 23 léleg í röð.
Sælir félagar
Mér er nokkuð sama hvað hver segir. Þessi frammistaða liðsins er gersamlega fyrir neðan allar hellur. Þegar 5 mín eru eftir þá eru menn bara að dúlla sér eins og allur heimsins tími sé til staðar. Marki undir og ekkert reynt til að berja fram jöfnunarmarkið.
Það kemur í ljós að BR gerir fullkomlega í buxurnar og mætir á þennan útivöll með það eitt í huga að halda stiginu. Það endar auðvitað með skelfingu, mótivering liðsins í druslum og búið að hræra þannig í liðinu og leikmönnum að ekki stendur steinn yfir steini. Í sannleika fullkomlega ömurlegt og engum þó frakar til skammar en BR.
Stjóri Hull gerir grín að BR á öllum sviðum fótboltans og vinnur ömurlegt lið Liverpool sanngjarnt og án þess að BR hafi nokkur svör né ráð enda búinn að stilla þannig upp leiknum að skelfilegt er upp á að horfa.
Það er nú þannig.
YNWA
Skeflileglegur leikur hjá Liverpool. Liðið náði aldrei að opna Hull að neinu viti , liverpool var mikið með boltan á meðan að Hull gat eiginlega ekki rassgat þangað og skoruðu þrjú mörk eftir varnamisstök okkar manna.
Fyrsta markið var Moses að missa hann klaufalega og skotið í Skrtel og inn.
Annað markið þá var Toure að skíta á sig
Þriðjamarkið þá var Toure að drulla á sig, lá aftarlega á vellinum og gerði það að verkum að það var ekki rangstæða og svo skorar Skrtel þetta ömurlega sjálfsmark.
Mignolet 6 – lítið hægt að setja út á hann
Flanagan 5 – lélegur á boltan og kom ekkert úr honum í þessum leik
Toure 2 – gjörsamlega handónýttur með og án bolta.
Skrtel 7 – já skoraði þetta ömurlega sjálfsmark en var okkar besti maður fram að því
Glen 3 – ömurlegur leikur.
Lucas 5 – ekkert í gangi
Gerrard 6 – fínt mark en maður vill sjá meira
Henderson 4 – skelfilegur leikur og ekkert að gerast hjá honum. Held að við þurfum að fara að fá einhvern sem getur skapað eitthvað svona framarlega á vellinum.
Moses 2- í haðri baráttu við Toure um að vera lélegasti maður vallarins
Sterling 4 – var alveg skelfilegur. Kom ekkert út úr honum og er best geymdur í varaliðinu. Mikil hraði en getur ekki haldið bolta eða sent bolta
Suarez 5 – ekkert í gangi hjá honum í þessum leik, var að reyna en ekkert gekk.
Coutinho 7 – kom með líf í þetta
Luis Alberto 5 – kom með ekkert inní þetta.
Maður hafði áhyggjur fyrir þennan leik því að þetta er týpískur Liverpool leikur til þess að klúðra og viti menn þetta varð að Liverpool klúðri. Það vantaði allan kraft í þetta og ég vona að ég sjái Moses ekki aftur í liverpool búning.
Ég vill sjá Coutinho, Joe Allen, Aspas og Agger inn fyrir Henderson, Sterling, Moses og Toure.
Algjört skipbrot hjá okkar mönnum. Hull var betri enn við á öllum sviðum nema í possesion. Þar voru við með yfirburði en það eru MÖRKINN sem gilda máli. Halló