Enn einn leikmaður frá Houllier farinn.

Þá hefur Carl Medjani skipt formlega til [franska liðsins Lorient](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152931060812-0917.htm) en þar var hann á láni tímabilið 2004-05. Houllier keypti Medjani fyrir tímabilið 2003-04 og sagðist þá hafa haft betur í baráttu við Man U og fleiri lið um drenginn. Medjani spilaði aldrei leik með aðalliðinu og var oftar en ekki í láni heilu tímabilinn. Í fyrra var hann í láni hjá Metz. Ég sá þennan dreng aldrei spila en skilst að hann hafi verið fastamaður í yngri landsliðum Frakklands sem og verið fyrirliði þar einnig. Ég vona bara að það sama gerist ekki með hann og gerðist með Alou Diarra en hann spilaði aldrei leik fyrir okkur, var lánaður og síðan seldur. Korteri síðar var hann kominn í franska landsliðið og við áfram með Diao hjá okkur!

Þá eru eftirfarandi leikmenn eftir sem Houllier keypti til félagsins:
Jerzy Dudek, Steve Finnan, John Arne Riise, Sami Hyypia, Harry Kewell, Anthony Le Tallec, Florent Sinama-Pongolle, Salif Diao, Drijbil Cisse og Chris Krikland.

Af þessu hópi eru 2 leikmenn sem geta talist fastamenn í byrjunarliðinu hjá Rafa í vetur þe. Finnan og Hyypia og tveir eru ávallt öruggir í 16 mannahóp þe. Kewell og Riise. Aðrir eru á leið í burtu (Tallec og Diao), í láni (Cisse og Kirkland) eða ekki notaðir nema í deildarbikarnum.

4 Comments

  1. Mér finnst að stjórar Liverpool mættu nú vera óhræddari við að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Við kaupum franska demanta og aðra unga leikmenn sem “öll helstu stórlið Evrópu” eru á eftir eins og kemur oftast fram í fréttum um kaup á efnilegum mönnum. Gefa þessum strákum tækifæri! Wenger er óhræddur við að gefa strákum tækifæri hjá Arsenal sem mér finnst alveg frábært. Sjá t.d. Fabregas, Kolo Toure, Senderos, Diaby – allt gaurar sem fá tækifæri og trú stjórans. Vil fá sjá meira af þessu hjá Liverpool því þetta er eitt það skemmtilegasta sem maður vill sjá. Annars er svo eiginlega efni í annan pistil af hverju seljum yfirleitt alltaf leikmenn ódýrara en við keyptum þá á – væri gaman að sjá menn keypta á milljón en selda á t.d. fimm. Oft koma þeir á ágætan pening en fara svo ódýrt eða frítt (Diouf, Diao (mun örugglega fara), Cisse (hefði farið ódýrara en 14 mills þó hann hefði ekki fótbrotnað) o.s.frv. Veit að til eru dæmi um hitt (t.d. Traore) en það er ekki eins algengt.

Rafa: Bilið að minnka!

Samfélagsskjöldurinn á morgun!