Chelsea, mun vera í toppbaráttunni í allan vetur en samt alls ekki með afgerandi forystu líkt undanfarin tvö ár. Þeir eru komnir með stór nöfn á meðan minni og jafnvel betri leikmenn hafa farið. Lætur Mourinho þá Ballack og Shevchenko hvíla? Þetta eru leikmenn með stórt egó og sætta sig vart við að spila annan hvern leik. Mun Gallas vera með í vetur, ég tel það er lykilatriði. Ég tel að þetta tímabil verði það erfiðasta fyrir þjálfara þeirra frá því hann kom til Chelski.
Man U, Alex Ferguson keypti Carrick á uppsprengdu verði frá Tottenham en getur hann orðið nýr Keane? Þrátt fyrir að vanta almennilega miðju í fyrra þá náðu þeir 2. sætinu. Núna eru þeir komnir með Carrick, Scholes klár eftir augnmeiðslin og jafnvel kemur einn miðjumaður til viðbótar. Seldu Ruud (sem ég skil ekki) því verður gaman að sjá hvort hans verður saknað eða munu Saha, Rooney og Solskjær sýna fram á að Sir Alex er ekki orðinn elliær.
Arsenal, þeir verða í toppbaráttunni að vanda eftir slakt tímabil heima fyrir en frábært í Meistaradeildinni. Fer Reyes? Bæta þeir við sig leikmönnum? Kemur enn og aftur einhver óþekktur Afríkumaður upp hjá þeim? Wenger hefur náð ótrúlega miklu út úr þessu liði og verið duglegur að byggja upp unga og efnilega leikmenn. Hvernig Fabregas spilar og hvort Rosicky tekur við kyndli Bergkamp verður gaman að sjá. En ef Henry er heitur þá vinnur Arsenal, oftast.
Liverpool, Kristján Atli mun gleðja okkur með ítarlegum pistli um okkar ástkæra félag.
Tottenham, Martin Jol er á góðri siglingu með þetta lið og var það lið sem ég bjóst við að myndi koma mest á óvart EN síðan seldu þeir Carrick og á Zakora á taka við hans hlutverki. Ef hann er svipaður Diouf eða Diao… verði þeim að góðu. En með hepppni þá getur Spurs brotist inn í topp 4. og þ.a.l. í Meistaradeildina að ári. Berbatov gæti verið sá leikmaður sem gerir útslagið fyrir þá.
Bolton, hefur spilað leiðinlegan en afar árangursríkan bolta undanfarin ár. Big Sam er að breyta um taktík og er byrjaður að reyna að kaupa leikmenn sem eru ekki lengur 35+ en gengur illa að sannfæra þá um ágæti liðsins t.d. fór Andy Johnson frekar til litla bróðurs. Halda þeir áfram að komast í UEFA Cup eða munu þeir missa dampinn og vera fyrir neðan miðju?
Everton, David Moyes náði frábærum árangri fyrir 2 árum og náðu þeir 4.sætinu eftir hörkubaráttu við okkur. Þeim gekk afar ílla á síðasta tímabili. Tel að þeir séu búnir að ná áttum og ef Andy Johnson gerir það sem James Bettie hefur ekki gert þá verða þeir öflugir í vetur. Tel að Moyes sé einn efnilegast þjálfari Bretlandseyja og er hann þeirra besti “leikmaður”.
Blackburn, Mark Hughes hefur náð frábærum árangri með þetta baráttulið. Gefa aldrei neitt eftir og munu án efa ?sjokkera? eitt af toppliðunum í vetur líkt og undanfarin ár. Morten Gamst Pedersen var frábær seinni hluta síðasta tímabils, mun hann endurtaka leikinn? Mun Benni McCarthy fylla GATIÐ sem Cragi Bellamy skilur eftir sig? Það er lykilatriðið fyrir þá.
Newcastle, búið að vera erfitt undanfarið hjá þeim. Núna verður liðið að gefa sér tíma, fá alla leikmenn heila og stefna markvisst á næsta tímabil. Glenn Roeder getur alveg náð langt með þetta lið ef hann fær tíma til þess. Ef þeir fá topp framherja til að fylla skarð Shearer þá getur verið að liðið slefi í UEFA Cup. Það er lykilatriði að Parker, Emre, Owen, Luque og nýja stjarnan þeirra Duff nái vel saman og meiðst ekki (hhmmm).
Man City, Stuart Pearce er að gera fína hluti með þetta lið og er kominn með klassa miðjumann í Hamann sem og markverðinum Andreas Isakson. Lið semvel getur nælt í evrópusæti. Lið sem hefur alla burði til að vera “surprise” tímabilsins.
Aston Villa, David O´Leary er farinn, Martin O´Neill er kominn, sem er mikill plús fyrir félagið. Nýjir eigendur = meiri peningar. Ætli þetta ár fari ekki í breytingar en ef O´Neill er klókur í innkaupum þá getur Villa unnið deildarbikarinn og fara í UEFA Cup innan tveggja ára. Þei eru sofandi risi.
Charlton, eftir áratug undir stjórn Alan Curbisley þá er Charlton ?on its own!? Ian Dowie tekinn við liðinu og núna er spurninginn hvort liðið heldur áfram og bætir sig þar sem Alan komst ekki lengra með liðið eða allt hrynur? Eru komnir með Carson og Traore frá okkur og einnig góð viðbót í Hasselbaink.
Portsmouth, Harry Redknapp náði að krækja í Sol Campbell en er hann heill? Klár til að berjast í allan vetur í botn/miðjuþófi? Þeir halda sér pottþétt uppi og verða líklega aldrei í neinni fallhættu. Gæti breyst ef Redknapp eyðir olíupeningum rússneska eigandans skynsamlega t.d. í Manuel Fernandes fá Benfica.
Middlesborough, McClaren tekinn við landsliðinu og er það ekkert endilega slæmt fyrir Middlesboro hins vegar tók Gareth Southgate við liðinu og ég sé það ekki enda vel. Liðið er ágætlega mannað en virkar ávallt á mig sem óttarlegt “loosera” lið og enginn ástæða að það breytist… ennþá.
Wigan, komu öllum á óvart með góðum árangri í fyrra. Paul Jewell gerði frábæra hluti með liðið. Það gerist ekki tvö ár í röð, þá vantar einfaldlega meiri gæði í liðið. Verða í botn/miðjubaráttu en falla alls ekki.
West Ham, með afar ungt og skemmtilegt lið. Komu á óvart með að komast í FA Cup úrslitin í fyrra. Verða um miðja deild og er það óskandi að liðið haldi áfram þroskast undir stjórn Alan Pardew. Dean Ashton missir af næstu 3-4 mánuðum eftir að hafa ökklabrotnað, það munar um minna.
Fulham, þetta verður erfiðasta tímabil Chris Coleman til þessa. Getur brugðið til beggja vona sérstaklega eftir að ljóst er að Steed Malbranque er á leið frá þeim.
Reading, lið sem við Íslendingar þekkjum vel til enda Brynjar Björn og Ívar Ingimarsson að spila þar. Munu eiga erfitt uppdráttar í úrvalsdeildinni og falla líklega.
Sheff. Utd, með marga unga og efnilega leikmenn en verða örugglega í botnbaráttunni. Þjálfari þeirra, Neil Warnock, er með mikinn karakter en getur hann leikið eftir það sem Pardew og Jewell hafa gert fyrir West Ham og Wigan eða endar þetta eins og Sunderland hjá Mick McCarthy?
Watford, vantar gæði og peninga. Ekki nóg að vera duglegur og hafa Elton John sem fyrrum formann til að halda sér í Úrvalsdeildinni. Falla 100%.
Ég vil sjá Blackburn, Everton og Bolton niður…..en það er náttúrulega ekki séns að þau fari niður.
Bull að hafa West Ham svona neðarlega og Wigan eiginlega líka.
“Tel að Moyes sé einn efnilegast þjálfari Bretlandseyja og er hann þeirra besti leikmaður.”
Ekki vissi ég að Moyes væri leikmaður. Vissi heldur ekki að Bretlandseyjar ættu sameiginlegt lið.
Ég er svona í stórum dráttum nokkuð sammála þessari spá nema að ég held að West Ham endi töluvert ofar, sennilega í UEFA sæti.
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir frábær greinaskrif á þessari síðu. En sem unnandi íslenskrar tungu vil ég þó kurteisislega benda á að í þessari grein var óþægilega mikið af stafsetninga-, málfars- og innsláttavillum, ég taldi 32 í fljótu bragði :rolleyes:. Æ, nú er ég ógeðslega leiðinlegur en almennt eru pistlarnir mjög vandaðir og vel skrifaðir en þessi hefði mátt vera aðeins betur skrifaður.
Ég er nú eiginlega sammála þér Þröstur varðandi málfarið. Það þyrfti eiginlega að prófarkarlesa allt sem Aggi skrifar. Einar og Kristján eru aftur á móti góðir pennar.
Sammála spánni í meginatriðum, held þó að West ham verði ofar sem og Sheff. utd. sem mig grunar að eigi eftir að ná jafntefli á laugardaginn gegn Liverpool. :confused:
Ég held að Aston Villa muni koma mönnum á óvart og enda í 6 sæti.