Þetta kallar maður viðsnúning. Eftir Chelsea-leikinn leit allt út fyrir að Mamadou Sakho yrði lengi frá vegna tognunar í læri og fyrir vikið stefndi allt í að Daniel Agger fengi loksins tækifæri til að sanna sig á ný sem fastamaður í liðinu.
Það þurfti aðeins einn leik til að snúa þeirri stöðu aftur til baka. Fyrst í dag bárust þær fréttir að meiðsli Sakho væru ekki eins alvarleg og fyrst var óttast og að hann verði jafnvel með gegn Stoke um næstu helgi.
Í kvöld var svo staðfest að Agger mun missa af Stoke-leiknum þar sem hann reif eitthvað í lærvöðva sínum í stað þess að togna bara. Slúðrið segir að hann gæti verið frá í a.m.k. fjórar vikur, jafnvel allt að tvo mánuði, en það hefur ekki fengist staðfest ennþá.
Þannig að miðvarðarúllettan hjá okkur heldur áfram. Ég er ekki viss um að það verði tekinn séns á að setja Sakho strax í byrjunarliðið ef hann er tæpur þannig að við getum búist við því að Kolo Touré spili við hlið Martin Skrtel gegn Stoke og að Sakho komi svo inn viku seinna með þeim þeirra tveggja sem spilaði betur gegn Stoke.
Ætli við getum ekki líka slegið því á fast að Tiago Ilori verði ekki lánaður í janúar með bæði Agger, Sakho og Touré í meiðslavandræðum í vetur og tæpa núna? Kemur í ljós.
Já, og Sakho-fréttin segir einnig að Daniel Sturridge sé byrjaður að æfa á fullu og komi til greina gegn Stoke. Það eru frábærar fréttir.
Af slúðrinu er það annars helst að frétta að það er ekkert að frétta. Xabi Alonso framlengdi í dag samning sinn við Real Madrid til 2016 þannig að rómantíkerarnir á meðal ykkar geta hætt að láta sig dreyma um þá endurfundi.
Ekkert annað að frétta. Sölur, kaup, lán, lánaskil, zip, nilch, nada, núll. Þessi janúarmánuður ætlar að verða rólegur. Ekki nema einhver önnur Úrvalsdeildarlið fari að reka þjálfarana sína. Það yrði nú eitthvað bíó ef það gerðist. Nefnum engin nöfn, samt.
Þurfum að fara losa okkur við Agger, önnur eins meiðslahrúa er vandfundinn. Hrikalega mikið meiddur á alltof góðum launum miðað við spilaðar mínútur.
Sælir Kop félagar,
Svo ég fari út fyrir efnid tá er ég á leid til London seinni hluta næstu viku og er ad velta fyrir mér leiknum gegn Aston Villa thann 18.jan. (Bara skjótast til Liverpool) Veit einhver hvort møguleiki er ad fá mida med svo stuttum fyrirvara án tess ad verdid sé glæpsamlegt, eda hvort tad er hægt yfir høfud. Nú ef thetta er allt of dýrt eda ómøgulegt, Er thá einhver pøbb í London ødrum betri til ad horfa á Liverpool leiki?
Flottar fréttir af Daniel Sturridge og maður er strax farinn að hlakka til 😉
Þú þarna Bíbí (Örn Fuglinn) maamamamama maður má nú alveg kommenta á þig sko….
Agger hefur verið lykilmaður hjá okkur svo lengi og átt þátt í hreinum (klín sjít) leikjum að maður bara sko… þótt hann sér meiddur þá er hann bara flottur, það þarf sko krafta í kögglana til að geta haldið hreinu eins og þú veist 😉 (plís ekki taka mig alvarlega 😉
AVANTI LIVERPOOOOOOOOOOOL
Ég geri nú ekki mikið af þessu en í tilefni af “góðu” gengi ManU á þessu ári þá kíkti ég á manutd.is … og þar hefur ekki verið updaterað síðan í fyrri hluta desember 🙂 … I wonder why.
Don menn verða samt að vinna fyrir laununum. Agger er ekkert einn í vörn þegar hann spilar og það eru oft samverkandi þættir sem valda því að hann sé í liðið sem heldur hreinu. Einnig er ég ekki búinn að gleyma mistökum hans gegn Stoke, Aston Villa og Man utd í fyrstu 3 leikjum tímabilsins þegar Mignolet varði allt og bjargaði honum, þar á meðal víti. Ég er nokkuð viss um að ef Skrtel hefði gert eins mistök hefði allt orðið vitlaust.
Við megum ekki láta það blinda okkur að hann sé með YNWA flúrað yfir hnúna á sér, hann er bara leikmaður hjá félaginu og er svo sannarlega ekki að borga sig ef hann er alltaf meiddur. Frá því að Agger kom til liðsins hefur hann aðeins einu sinni náð að leika yfir 30 leiki á tímabilinu. Tímabilið í fyrra lék hann 35 leiki(í deild). Annars hefur hann nánast alltaf leikið í kringum 20-25 leik. Þau 8 ár(tek ekki fyrsta) sem hann hefur spilað með Liverpool er hann með meðaltal upp á 20.25 leiki á tímabili sem er ekkert sérstakt.
Menn þurfa að átta sig á því að Agger er launahár leikmaður og kostara félagaði mikla peninga, Sakho er betri en Agger og mun verða okkar framtíðaramaður í miðverði. Ég held að við kaupum miðvörð í sumar og seljum bæði Agger og Skrtel.
Af hverju að selja Skrtel ?
Hann er búinn að vera nokkuð stöðugur í vetur fyrir utan einstaka sjálfsmark sem hefur komið upp úr því að hann er að teygja sig fyrir skot.
Hann hefur verið að spila vel við hliðina á Sakho en ég er nokkuð sammála þér með Agger því miður þá er hann einfaldlega of meiðslagjarn miðað við laun og ef það fæst þokkalegur peningur fyrir hann í sumar þá segi ég go for it.
Hann er Liverpool nagli en mínusarnir eru þessi fjandans meiðsli hjá honum.
Hr. Örn (fuglinn) Takk fyrir þetta, gæti ekki hafa orðað þetta betra, hélt samt að þú sæi kaldhæðnina mína en vel skrifað hjá þér 😉
AVANTI LIVERPOOL
PS: Hlakka til að fá Borini til baka 😉
Fuglinn ég er samt mjög sammála þér í að Agger er mjög oft meiddur og er oft með mistök í leikjum en skulum ekki gleyma það sem hann gerði líka í þessum fyrstu þremur leikjum m.a. að leggja upp markið fyrir Sturridge í leiknum gegn utd, skora mikilvægt mark gegn Hull var gott að komast í 1-0 á þessum tíma gegn liði eins og Hull.
En aftur ég er sammála þér að hann er oft meiddur en hann hefur samt gert frábæra hluti síðan hann kom og sýnt tryggð við klúbbinn, þótt stór klúbbur eins og Barcelona vilji fá hann þá hefur hann alltaf viljað vera áfram 🙂
Hvað er Coutinho að gera á svona lista. Skil ekki svona rugl.
http://www.433.is/frettir/england/topp-10-mestu-vonbrigdin-i-ensku-urvalsdeildinni/
Á ekkert að kaupa 1 miðjumann í glugganum? Gerrard orðinn eldri borgari og Lucas og Henderson með honum búnir að spila nánast allar mínútur. Alberto eini varamaðurinn nema Coutinho sé settur á miðjuna og hvað myndi eiginlega gerast ef hann meiðist?….finnst okkar menn tefla full djarft með þunnskipaðan hóp ef ekkert breytist.
Eru lið ekki tryggð fyrir meiðslum leikmanna, þ.e.a.s. borga tryggingarnar ekki hluta af launum meiddra leikmanna?
Ég er alveg sammála því að Coutinho sé á þessum lista. Ef að hann hefði verið keyptur í ágúst á þessar 8.5 millj. punda. væru örugglega allir á því að við hefðum bara keypt fínan leikmann. Hinsvegar, eftir það sem hann sýndi frá janúar og fram í ágúst í fyrra, átti ég persónuleg von á honum miklu sterkari í vetur. Virkilega líflegur og skemmtilegur en vantar miklu meira frá honum á síðasta 1/3 vallarins. Eins tekniskur og flottur hann er að þá er alveg ótrúlegt hversu mikið panik kemur á hann í skotsénsunum, bara lokað augum og dúndrað. Eins finnst mér hann enn í basli með að klára leiki almennilega.
Frábær leikmaður sem að við förum vonandi að fá meira frá.
Nokkrir punktar þarna á ferð þó ekkert nýtt hafi komið fram í þeim.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/live-liverpool-fc-transfer-webchat-6481696
Sá sem telur Coutinho vera eitt af topp tíu vonbrigðum tímabilsins á Englandi veit ekkert um fótbolta og hefur líklega ekki séð leik hjá Liverpool. Sarah Winterburn á 365 er annað hvort með létt wind up eða þá að hún er bara svona heimsk.
En þetta er nokkuð góður punktur hjá Brian Reade um janúargluggann 2011.
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/brian-reade-column-liverpool-laughing-3002856
Off topic: Eru menn búnir að lesa þessa grein eftir Graeme Le Saux? http://reflectionsasia.wordpress.com/2007/09/11/graeme-le-saux-how-gay-slurs-almost-wrecked-my-career/ Robbie Fowler kemur nú ekkert sérstaklega vel út úr þessari umfjöllun.
Held nú að Fowler hafi meira verið að æsa hann upp sem tókst bara frekar vel, það er stutt milli hláturs og gráturs
Kobbih. Coutinho er aldrei nokkurntíman nálægt því að vera á þessum lista. Hann kom til okkar fyrir ári síðan og sýndi flotta takta algjörlega óþekktur leikmaður. Á þessu tímabili hefur hann verið partur af einni hættulegustu sókn deildarinnar (Þegar hann er ekki meiddur eftir fólskubrot Stoke-ara, 7,9,13) og er að valda usla fyrir varnarmenn hvað eftir annað. Hann hefur ekki verið lélegur fyrir utan einhverja fáa leiki í byrjun tímabils, annað en menn eins og Fellaini, Torres, Demba ba, Schurrle, Etoo, Papis Cisse, Jelavic, Persie, Vidic, Michu og miklu fleirri sem voru alveg 100% gerðar miklu meiri væntingar til, allir eldri og með meiri reynslu úr enska boltanum og enginn af þeim á listanum.
Tala nú ekki um menn sem neðar en hann á listanum, Soldado sem hefur bara skorað úr vítum, Lamela 30m punda maðurinn sem kemst ekki í liðið og Osvaldo sem hefur skorað eitt mark og þykir nú góður framherji.
Skiptir engu máli þó Coutinho hafi klúðrað einhverjum færum. Það eru miklu meiri vonbrigði að vera talinn þokkalega góður framherji og skora ekkert og/eða komast ekki í liðið.
Að Coutinho sé talinn hafa valdið meiri vonbrigðum heldur en Lamela og Fellaini……
ynwa
Takk fyrir að benda á þessa grein, Daníel Brandur, sammála því að Folwer líti ekki vel út eftir lesturinn.
Kemur líka vel fram hvers vegna það er næstum óhugsandi fyrir samkynhneigðan fótboltamann í þessum umhverfi að stíga fram – líklegt líka að þeir hafi síast út fyrr í yngri flokkunum.
Það er verulegur munur á léttu gríni og svona hegðun, vona að allir sjái það (ég er að horfa á þig Malebiker…) Stöðug niðurlæging innan og utan vallar er ógeðfelld, sama af hvaða tilefni hún er. Sérstaklega er það viðbjóðslegt þegar samkynhneigð er notuð sem skammaryrði, eins og menn eigi þetta skilið fyrir að finnast Becks sætari en Posh…
Hjartanlega sammála Babu með að það er tóm tjara að setja Coutinho á einhvern vonbrigðalista, sérstaklega á miðju tímabili og pjakkurinn búinn að missa 1,5 mánuð úr vegna meiðsla það sem af er. Vissulega var hann klínískari í að klína tuðrunni í netið og samherjar að slútta hans stoðsendingum á síðasta tímabili. Tölurnar tala sínu máli í því og stundum finnst manni hann taka of mörg skot í flýti. Eins og hann sé að reyna of mikið á köflum en maður er viss um að þegar ein bomban syngur í netinu þá fyllist á tankinn í sjálfstraustinu með skotvísina.
Hins vegar er margt í hans heildarleik sem hefur batnað á milli tímabila en fyrir þá sem horfa bara goals/assists eru það væntanlega stórtíðindi. Skv. http://www.whoscored.com þá hefur meðaleinkunn hans hækkað (úr 7,26 í 7,46) og það þrátt fyrir færri mörk og stoðsendingar. Það liggur í því að sendingarhlutfallið hefur batnað mikið (74% í 79%), varnarvinna skánað (einvígi unnin, hreinsanir o.fl.) og um helmingi fleiri dribbl og lykilsendingar einnig aukist. Þetta er því allt í áttina hjá honum nema skotprósentan.
Þá er hann einnig að halda betur út leikina núna, en oft á síðasta tímabili þá þurfti að taka hann útaf á 60-75 mín. því að hann var einfaldlega sprunginn á limminu eftir fyrri hálfleik. Hann er einnig sá leikmaður í leikmannahópnum (10 leikir fyrir LFC eða fleiri) sem hefur hæsta vinningshlutfallið eða heil 60% sigrar þegar hann spilar. Til samanburðar er Sturridge með 50% og Suarez (46%).
Eins og Babú segir að þá er það af sérlega illa skoðuðu máli að tala um frammistöðu Coutinho sem massíf vonbrigði og viðkomandi hefur varla horft á leik með gleraugum í réttum styrkleika eða að vonir og væntingar til hans hafa verið yfirdrifið óraunsæjar til að byrja með. En lengi má gott batna og vonandi að kúturinn setja nokkrar snuddur í netið og líka upp í túllann á óánægjuröddunum.
YNWA
Ok ok, kannski ekkert rétt að hann eigi að vera á þessum blessaða lista en bottom line-ið er það að Coutinho er búinn að valda mér og mörgum öðrum vonbrigðum í vetur. Hann er ekkert lélegur og búinn að vera skrambi góður í mörgum leikjum en eins og drengurinn var að spila á síðustu leiktíð að þá vill maður meira núna. Beardsley segir að allt sé í áttina hjá honum nema skotprósentan. Get alls ekki verið sammála því að það sem að hann hefur varla átt stoðsendingu í vetur. Á síðustu leiktíð henti hann inn stoðsendingunum eins og hann vildi. Hann er með flotta sendingaprósentu úti á velli en þegar það er komið að því að senda úrslitasendinguna er hann að klikka. Bæði er hann að taka ranga ákvörðun eða að einfaldlega klikka á “einfaldri” loka sendingu. Í fyrra var hann oftast tekinn útaf á 70 mín enda greinilegt að drengurinn var ekki í nógu góðu formi. Þetta hefur ekkert batnað hjá honum. Hann lenti jú í meiðslum fyrr í vetur en bæði fyrir meiðslin voru þetta vandræði hjá honum og einnig í dag er hann yfirleytt búinn á því á 75 mín.
Í fyrra spilaði drengurinn eins og leikmaður sem kostaði 25 millur en í dag er hann að spila eins og leikmaður sem kostar 8 millj.
“Football’s a tough sport and to get to the top you have to be incredibly thick-skinned. A bit of name-calling never hurt anyone and the truth is I wasn’t being homophobic, merely trying to exploit a known weakness in an opponent who had done me a number of times.”
Fowler er bara af þessum tíma sem það var í lagi að segja þessa hluti, þeir þóttu fyndnir, þýðir ekkert að vera að drulla yfir hann í dag útaf einhverju sem hann gerði árið 99, tímarnir breytast sem betur fer … en bottomlineið er að Fowler meinti ekkert illt með þessu og á ekkert að vera merkja hann sem einhvern hommahatara(horfi á þig Bassi)
Sælir félagar
Meiðslasaga Daggersins er meiri vonbrigði en Goutinho. Þessi litli stubbur hefur meiri fótbolta í öðrum fætinum en til dæmis allt liðið i sjöunda sæti. Öll tölfræði nema skotnýting er upp á við og skotnýtingin kemur – það er ég viss um.
Það er nú þannig.
YNWA
@KobbiH
“Get alls ekki verið sammála því að það sem að hann hefur varla átt stoðsendingu í vetur. Á síðustu leiktíð henti hann inn stoðsendingunum eins og hann vildi. Hann er með flotta sendingaprósentu úti á velli en þegar það er komið að því að senda úrslitasendinguna er hann að klikka. Bæði er hann að taka ranga ákvörðun eða að einfaldlega klikka á „einfaldri“ loka sendingu.”
Það er óumdeilanlegt að hann hefur átt færri stoðsendingar það sem af er miðað við sína flottu innkomu á síðasta tímabili. En að hann sé að klikka á úrslitasendingunni er einfaldlega ekki rétt, í það minnsta þá er hann í efsta klassa í allri deildinni hvað varðar að skapa dauðafæri (clear cut chances eða “sitters”) í deildinni og var efstur á þeim lista þegar tölfræðitröllin á EPLindex tóku hann síðast saman á jóladag.
“Philippe Coutinho impresses as he creates a clear-cut chance most frequently. A lot of the attention at Liverpool has gone to Luis Suarez and Jordan Henderson of late however the little Brazilian has been going about his business and these stats indicate that he’s the best in the Premier League at creating clear-cut chances.”
Þá erum við að tala um dauðafæri en ekki fjölda allra misgóðra færa líkt og Downing brilleraði stundum í. LFC er einmitt það lið sem hefur hingað til skapað flest dauðafæri en liðið er undir meðaltali deildarinnar í að nýta þau (þar á Coutinho hlut að máli líkt og nokkrir aðrir sökudólgar). Og þegar um dauðafæri er að ræða þá er ekki alveg sanngjarnt að kenna þeim um sem leggur færið upp á silfurfati að það verði ekki að stoðsendingu. Það er því ekki bara úti á velli sem sendingarnar eru að batna hjá Kútnum heldur er hann að skila þeim líka nær marki andstæðinganna.
Ég er sammála því sem augljóst er að hann sé ekki að slútta sem skyldi og manni finnst sem hann sé að reyna of mikið, kannski til að sýna sig fyrir brasilíska landsliðsþjálfaranum í aðdraganda HM í heimalandinu ef maður skellir sér í eldhúskrókasálfræðina. Eða kannski hitti hann bara boltann illa.
Mæli með að þú rennir yfir þessa ágætu greiningu hjá Anfield Index og kannski snýr það skoðun þinni…. eða kannski ekki.
http://anfieldindex.com/6974/drop-coutinho.html
“Had Liverpool finished all of the clear-cut chances Coutinho would have the 2nd most assists in the Premier League this season. So whilst it looks like Coutinho isn’t contributing what everyone misses are the clear-chances he’s creating for this side.”
YNWA
Var að lesa á Echo slúðrinu áðan að Salah væri main target hjá Rodgers, mv við fyrri reynslu þá þýðir það væntanlega að ekkert verður úr þessu, það virðist vera trendið.
Sérstaklega þar sem fleiri og fleiri lið koma inn í baráttuna eftir því sem lengra líður. Hlýtur að vera að Liverpool menn séu að gera eitthvað rétt á markaðnum, eitthvað sem Tottenham menn eru búnir að vita í þó nokkurn tíma.
Ég myndi segja að Coutinho væri ekki að valda neinum Liverpool mönnum vonbrigðum það sást á meðan hann var meiddur hvað hann spilar ótrúlega mikilvægt hlutverk í spilinu hjá okku. Hann er kannski ekki að leggja upp eða skora en hann er oft þriðji maður sem kemur að markinu og hann er allavegana með nógu mikinn pung til að láta vaða á markið ég veit ekki hversu oft ég hef gargað á Henderson og Allen að láta vaða oftar, svo er spurning hvort hann sé að spila í sinni stöðu hann var mikið notaður fyrir aftan suarez og sturridge á síðasta tímabili núna er hann meira að spila vinstra megin, svo hann hefur alls ekki valdið mér vonbrigðum það vantar svo marga á þennan lista til dæmis michu, Jelavic, einhverjir 14 nýjir leikmenn tottenham, welbeck, Evra, Fellaini og það mætti lengi telja.
YNWA
Sælir félagar
Skemmtilegar pælingar svo sem en það er þannig að gamli Liverpool hátturinn er á upplýsingum. “Ekkert blaður fyrr en eitthvað er fast í hendi” og mér líkar það vel. Svo geta allir pælt og kýlt en að lokum kemur eitthvað frá klúbbnum og það er þá markatækt.
Svo svona í framhjáhlaupi vil ég þakka fyrir númerun kommenta. það finnst mér til mikilla þæginda.
Það er nú þannig.
YNWA
Var að reka augun í þetta magnaða graf hér yfir mörk skoruð og skottilraunir í ensku í vetur… Talandi um að vera í sérflokki: https://twitter.com/Squawka/status/421301696908652544/photo/1