Liverpool heimsækir Stoke City F.C. á Britannia Stadium á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 16:10.
Liverpool hefur aldrei unnið Stoke á Britannia í úrvalsdeild. Síðustu 5 tímabil, eða síðan þeir unnu sér sæti í úrvalsdeildinni (2008), hefur uppskeran verið 2 stig af 15 mögulegum. Tvö jafntefli, þrjú töp og markatalan 7-2.
Hingað til hafa þeir unnið Chelsea á Britannia 3-2 í desember, gert jafntefli við Southampton og City en þeirra eina tap kom nokkuð óvænt gegn Norwich. Þeir skiptu auðvitað um stjóra fyrir þessa leiktíð, við mikinn fögnuð okkar Liverpool stuðningsmanna (og þá sérstaklega Steina). Út fór Tony Pulis og inn kom Mark Hughes. Frekar skrítin breyting ef deildarárangur Stoke er skoðaður s.l. 5 ár, en mjög skiljanleg ef maður hefur skemmtanagildi fótboltans í huga.
Stoke er að koma inn í þennan leik eftir svekkjandi jafntefli gegn litla liðinu úr Liverpool borg, þar sem að fyrrum Liverpool maðurinn Pennant var samur við sig og gaf Everton víti í uppbótartíma. Þeir lögðu svo Leicester í bikarnum um síðustu helgi. Liverpool hinsvegar gat hvílt nokkra lykilmenn í sigrinum gegn Oldham og komust auðvitað aftur á sigurbraut með góðum sigri gegn Hull í byrjun árs.
Þetta verður því langt frá því að vera auðveldur leikur. Útivallarformið hjá okkur verður að batna, inn í þessari töflu hér að ofan er auðvitað mjög erfiðir leikir en við höfum samt verið að klikka í leikjum eins og gegn Hull City, Newcastle (einum fleiri) og svo mætti áfram telja.
Fyrri leikur þessa liða var auðvitað fyrsti leikur tímabilsins. Það er eflaust sætasti sigurinn á þessari leiktíð, amk hoppaði ég hæð mína og vel það þegar Mignolet stimplaði sig inn undir lok leiksins.
Stoke City
First things first. Það vantar auðvitað agent Assaidi. Hann má ekki, reglum samkvæmt, spila gegn Liverpool. En á móti kemur að þarna eru þó nokkrir púllarar fyrir. Crouch, Charlie Adam og Jermain Pennant.
Já, og ekki má gleyma vini okkar Róbert Huth. Hann er ekki með, og verður ekki saknað. Það vantar svo auðvitað þeirra besta mann síðustu 2 tímabil eða svo, hann Begovic. Hann hefur reynst okkur erfiður í gegnum tíðina, ef ekki hefði verið fyrir vörslurnar hans í ágúst þá hefðum við unnið þann leik með 3-4 mörkum+. Butland spilaði í vikunni gegn Leicester og stendur eflaust á línunni á sunnudaginn.
Eftir að Hughes tók við hafa þeir breytt um stíl. Það tekur auðvitað tíma en þeir eru farnir að reyna spila fótbolta og hefur vörnin þurft að gjalda fyrir það. Þeir hafa þrátt fyrir það átt í talsverðu basli með að skora, rétt eins og Suarez. Stoke með 19 stykki eftir 20 leiki en Suarez 20 í 15 leikjum. Svipuð lið það.
Mér finnst líklegt að liðið hjá þeim verði einhvernveginn svona:
Cameron – Shawcross – Wilson – Pieters
N´Zonzi – Whelan
Walters – Adam – Ireland
Crouch
Sem sagt að Ireland komi inn í stað Assaidi, því ekki fær Pennant sæti eftir frammistöðu sína gegn Everton. En nóg um Stoke.
Liverpool
Þetta var nánast eins og landsleikjahlé. Ein og hálf vika síðan maður horfði á Liverpool leik, hlustaði reyndar á einn í millitíðinni en það er ekki eins.
Það eru góðar fréttir úr okkar herbúðum. Menn eru að koma til baka eftir meiðsli. Sakho jafnaði sig á mettíma eftir að hafa tognað gegn Chelsea og átt að vera frá í 6-8 vikur. Gerrard kom auðvitað til baka í leiknum gegn Hull City á nýársdag og fékk svo Oldham leikinn til að ná sér í fleiri mínútur undir beltið en eitthvað lengra er í Enrique, Allen og Flanno.
Svo er leikmaður að koma til baka. Daniel Sturridge heitir hann. Munið þið eftir honum? Þessi sem er kominn með 19 mörk í 26 deildarleikjum (9 mörk í 12 deildarleikjum á þessu tímabili). Það er auðvitað engin Suarez tölfræði, en það er engu að síður fáránlega gott. Og þrátt fyrir að hafa spilað vel höfum við saknað hans á köflum. Hann og Suarez voru auðvitað að ná fáránlega vel saman og það verður virkilega spennandi að sjá þá saman á vellinum aftur. Nú er kominn tími að Sturridge nái svona eins og 10 leikjum í röð án meiðsla. Ég bið ekki um mikið, byrjum bara á 10 leikjum.
Liðið fyrir helgina verður nokkuð svipað liðinu gegn Hull City. Ef Sakho er heill verður aftasta línan óbreytt með þá Johnson og Cissokho í bakvörðunum. Ef ekki þá verður það King Kolo sem kemur inn. Lucas, Gerrard og Henderson standa vaktina á miðjunni og Coutinho, Sterling og Suarez verða fremstu þrír. Ég held að Sturridge byrji ekki þennan leik, bæði er hann að koma sér í stand og svo hefur Sterling verið einfaldlega frábær í síðustu leikjum. Ef drengurinn heldur áfram á þessari braut þá verður hann sko leikmaður! Hann varð 19 ára í desember. Hvað voruð þið að gera 19 ára? Gerrard var ekki einu sinni orðinn fastamaður á þessum aldri, menn gleyma oft hve ungur hann er (þar á meðal ég).
Liðið verður sem sagt svona, að ég held:
Pælingar og spá
Britannia! Ég hata Britannia! En þetta er ekki sama Stoke lið og það hefur verið síðustu 5 ár og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þennan leik. Við förum inn í leiki vitandi það að við erum að fara skora. Eina vandamálið er hvað við ætlum að leyfa þeim að skora mörg mörk.
Auðvitað væri það týpískt að Charlie Adam myndi allt í einu fara að hitta á markið aftur úr aukaspyrnu eða drífa yfir fremsta mann úr hornum. En staðan í dag er einfaldlega þannig að ef við ætlum að vera í topp fjórum, tala nú ekki um að láta okkur dreyma um eitthvað hærra en það, þá verðum við að sækja 3 stig á svona velli. Það eru jafnmörg stig í Man City eins og það eru í Man Utd. Nú er bara spurning, hvar ætlar Liverpool að keppa.
Leikjaprógramið okkar í deildinni er sem hér segir: Stoke (ú) – Aston Villa (h) – Everton (h) – WBA (ú) – Arsenal (h). Úr þessum leikjum á síðasta tímabili tókum við eitt stig. Eitt stig af fimmtán mögulegum. Allt undir 10 stigum að þessu sinni er að mínu mati veruleg vonbrigði. Að klára þennan Stoke leik myndi gefa okkur virkilegt boost fyrir næstu leiki. Ef við myndum ná því, 10 stigum +, þá værum við líklega í top 3/4 um miðjan febrúar. Ef og hefði. Við sjáum til. Byrjum á leiknum á sunnudaginn.
Þessi hérna. Hann var að fá verðlaun sem leikmaður desember mánaðar með 10 mörk. Kemur svo sem engum á óvart.
Ég mæli svo að lokum með þessu viðtali fyrirliðans
En ég náði í gegnum heila upphitun gegn Stoke án þess að nota orðið djók. Því dreg ég línuna hér og spái okkur 0-3 sigri með mörkum frá Suarez (x2) og Sturridge. Ég veit, ég er villtur.
Þetta verður ekki flókið á sunnudaginn. Við verðum í ESS-unum: Suarez, Sterling, Sakho,Skrtel, Sturridge og Steven Gerrard. Spurning með Simon í markinu 🙂 Hvað eru mörg S í því ? Annars held ég að þeir fái Byrgið hans Guðmundar lánað og setji fyrir teiginn en það dugar ekki. Setjum 3 og höldum hreinu.
YNWA
Flott upphitun, Suarez samt með 20 mörk. Höfum það alveg á hreinu.
Ja ég veit ekki með ykkur en mér finnst prógrammið framundan vera skuggalega erfitt. Jafntefli á sunnudaginn finnst mér líklegustu úrslitin og í þessum fimm leikjum sem framundan eru væru 7-10 stig góður árangur. Þá er ég að tala um sigur gegn Aston Villa og jafntefli úr öllum hinum. Það yrði samt frábært að vinna Everton eða Arsenal og sigur gegn WBA er auðvitað alveg mögulegur þótt hann sé langt í frá öruggur. Það sem verst er við það er að við missum þá líklega Man City og Arsenal töluvert frá okkur og jafnvel Chelsea líka.
Það er auðvitað frábært búst að fá Gerrard og Sturridge aftur inn í hópinn og vonandi verður það nóg til að taka fleiri stig en ég reikna með hér að ofan.
Ein hugmynd – kannski þráðrán; væruð þið pennarnir kannski til í að koma með upphitanir að helginni allri, kannski tveimur dögum fyrir upphitun á okkar leik? Væri gaman að fá spekúlasjón um hvað er að gerast í öðrum leikjum og þá sérstaklega hjá liðunum í kringum okkur. 1-1 segi ég, erfitt, leiðinlegt og strembið.
Hélt að stuðningsmenn Liverpool væru farnir að læra það að ekki að spá neitt í næstu 5-6 leiki hehe 🙂 Þá fer allt í rugl.
En eins og margir þá þoli ég ekki heimavöll Stoke og það væri algjör snilld að fara þarna með 3 stig alveg sama hvernig bara að þessi 3 stig koma í hús 🙂
Suarez með 2 , Coutinho með 1 og málið dautt 😉
Ég vonast eftir sigri, en hann fæst ekki gefins. Þetta lið er alls ekkert grín.
Ég bar btw að skoða Everton fixtures í vor:
5. apr Arsenal heima
19. apr Man Utd heima
26. apr Southampton úti
3. maí Man City heima
11. maí Hull City úti
Höldum okkur fyrir oftan Manchester United og Tottenham og þetta verður ekkert mál. 😉
Er þetta fyrsta upphitun á kop sem inniheldur kl hvað leikurinn byrjar?
Færð prik fyrir það.
Annars spái ég að Liverpool muni vinna þennan leik 0-2
Suarez og Henderson með mörkin.
Flott upphitun . Finnst þetta frábær hugmynd hjá Ívari Erni. Spurning samt með tíma hjá ykkur skrifurum. Money talks og allt það. Væri til í að borga 1000 kall extra fyrir árgjaldið. Mjög gott á fá umræðu um þetta. Þráðrán hvað!? Stoke er alltaf Stoke. Höfum átt í erfiðleikum með þá. Kannski var vítaspyrnan sem sá belgíski varði vendipunkturinn. Mark Hugsi er að gera góða hluti með þetta lið. Spá samt 2-3 fyrir okkar mönnum.Suares með 5 mörk en 2 dæmt af!
Við tökum þennann leik, erum það góðir og vorum óheppnir að taka ekki 1 stig af Chel#”#$ og MC en þar var dómarinn með mótherjum. Ekkert VÆL, tökum þetta með STÆL.
Frabær upphitun og hrikalega spennandi rønn ad fara i gang nuna. An vafa eitt mest spennandi timabil sem eg man eftir i langan tima!
Thetta verdur allt i lagi. Hef goda tilfinningu fyrir thessum leik og næstu leikjum hja okkar mønnum. Svo ma ekki gleyma ad CL fer ad bresta a med tilheyrandi alagi a ars, mc, mu og skitalabbana hans murinhjo.
Mikilvægast er ju ad halda sjo, koma iskaldir i thessa leiki og fullir sjalfstrausti, rett eins og undanfarid.
Spai 1-3 sigri okkar manna. Hef tru a ad Suarez, Coutinho og Hendo skipti mørkunum brodurlega sin a milli.
KOMA SVO LFC!!
Áhugaverð tölfræði sem kemur fram hjá Geoff Shreeves í viðtalinu við Gerrard á SKY. Fyrir utan 1 tímabil (síðasta) hafa 21 sigrar dugað til að taka 4 sætið. Útfrá þessu er LFC 9 sigrum frá því markmiði þegar 18 leikir eru eftir.
Það er rétt, útivallaárangur liðsins hefur verið mjög slakur, sérstaklega að undanförnu, einungis 4 stig af 18 mögulegum sem er með því lélegasta af liðunum í efri hlutanum. Eitthvað sem þarf að kippa í liðinn. Þó verður að horfa til þess að flestir leikir á útivelli hafa hingað til verið gegn liðum í efri hlutanum (mínus ManU og Southampton) og því erfiðir leikir. Við verðum því að gera þá kröfu á miklu fleiri stig á seinni hluta tímabilsins.
Á pappírunum er þetta erfiður leikur. Stoke hefur tapað einungis einum leik á heimavelli á tímabilinu svo erfitt er að sækja þar sigur. En einhvern vegin hef ég trú á því að þetta hafist nokkuð auðveldlega 3-0 eða 4-0 sigur okkar manna.
Sælir félagar
Einhvernveginn hefi ég ekki áhyggjur af þessum leik. Það er svo mikill munur á þessum liðum í fótboltalegri getu að þetta á bara að vera formsatriði að klára. Þá á ég auðvitað við að menn mæti til leiks og vinni sína vinnu af fulllri einurð og einbeitingu.
Þó Mark Huges hafi verið að reyna að kenna leikmönnum Stoke fótbolta hefur það ekki gengið alltof vel. Það þýðir einfaldlega að menn verða að vera tilbúnir að mæta þeim líkamleg ekki síður en knattspyrnulega.
Sem sagt. Ef allir mæta til leiksins fullir af einbeitni, sigurvilja og því þreki sem þarf í svona leiki þá eru úrslitin ráðin. Spái því 1 – 3 (öllum á óvert) og Coutinho með fyrsta markið og Suarez með 2. Ég hefi ekki áhuga á hver skorar fyrir Stoke.
Það er nú þannig.
YNWA
Það er virkilega skemmtilegt að þú sért að linka í myndbönd í sömu andrá og þú ert að segja frá þeim hlutum.
Og shit hvað þetta SAS myndband er geðveikt! Get ekki beðið eftir að sjá tvo clutch spilara inn á vellinum hjá okkur aftur !
Spái 2-0 sigri.
http://www56.zippyshare.com/v/3865980/file.html
Ég elska hvað Rodgers er alltaf að minna fólk á hversu stór klúbbur Liverpool er. Þetta segir hann um Moses: “You come from a really good club like Chelsea to a massive club like Liverpool where there is expectancy every day. For any player to go into a big club there is a big difference in terms of mentality.”
Þetta er snilld.
Mjög flott upphitun og ljóst að sigri þarna yrði fagnað vel og innilega. Þetta er ennþá einn mest óþolandi staður deildarinnar og nánast sömu leikmenn og undanfarin ár hjá Stoke. Þeir virðast fá að komast upp með svona helmingi meira hjá dómaranum hverju sinni, svona eins og hann vorkenni þeim fyrir að vera ekki jafn góðir í fótbolta og andstæðinguinn. Stundum með ólíkindum hvað þarf til að þeir fái svo mikið sem bara gult spjald.
En talandi um Stoke og ömurlegan fótbolta. Munið þið þegar við vorum að pirra okkur á heimskulegum skoðunum helsta andlits Sky Sports? (sem síðar var rekinn) Ég er að fylgja honum á twitter og held stundum að þetta sé parody, toppaði sig þó alveg hérna
Já og varðandi tíma á næsta leik þá er það jafnan líka auðsjáanlegt hérna hægramegin á síðunni.
Ég mundi allt í einu eftir því þegar ég las upphitunina að mig dreymdi í nótt Crouch kominn aftur í Liverpool og allir voru að fagna honum þegar það var verið eitthvað að kynna hann. Örugglega eitthver mikill fyrirboði en get ekki ákveðið mig hvort þetta sé gott eða slæmt. Annars eru menn full bjartsýnir, þá verð ég svartsýnn, spái 2-1 í þriðja leiknum í röð.
Alltaf erfitt að fara á Brittania. En ég held að við höfum þetta í erfiðum leik, 2-1 sigur.
Gylfi Sig á leið í Liverpool.
Þessi leikur verður að vinnast, annars hætta á að liði verði í sjötta sæti eftir helgina.
Gylfi passar nú heldur betur inn í hópinn, alltaf meiddur!
Staðan er einfaldlega þessi. Þessi leikur VERÐUR að vinnast. Ég er ekki að segja að þetta sé make or brake leikur fyrir okkur en hann er engu að síður gríðarlega mikilvægur. Staðan er bara þessi að Arsenal, City, Chelsea, Everton og meira að segja Spurs eru á gríðarlegu runni. United á síðan eftir að vinna sig upp töfluna. Þessi lið vinna sína leiki á útivelli gegn liðum um miðja deild. Við verðum bara að gera svo vel að gera hið sama. Það þýðir ekkert að dvelja við það hvernig okkur hefur gengið á móti Stoke í gegnum tíðina. Ef okkur er alvara með því að berjast um þetta 4. sæti þá er bara sigur í boði hér, einfalt mál.
Vil að BR stilli upp sókndjörfu liði og hjóli strax í þá. Klára helst leikinn í fyrri hálfeik. Vona að SAS verði í byrjunarliðinu. Blússandi sóknarleikur er lykilatriði hér. Við erum ekki að fara að spila þennan leik með það í huga að tapa honum ekki. Við ætlum að vinna þennan fucking leik. Koma svo LFC!!
Tottenham drullu heppnir að vera 2-0 yfir á móti Crystal Palace, og það á heimavelli. CP búnir að klúðra víti og Tottenham skora rangstöðumark. En það spyr engin um það svosem
Chelsea vann í hádeginu öruggan sigur.
Tottenham var að vinna Palace eftir að Palace var miklu betri í fyrihálfleik og átti að skora 2-3 mörk á þá.
Everton eru að spila frábæran fótbolta og verða ekki síðri andstæðingar um 4.sætið heldur en Man utd og Tottenham.
Ég veit að við höfum verið að drulla á okkur gegn Stoke en við verðum að ná í stig gegn þeim.
Í ljósi úrslita í dag er þetta orðinn svakalega mikilvægur leikur hjá okkar mönnum á morgun!
Vill pota því hér inn að það er í raun mjög skiljanlegt að Stoke hafi skipt um stjóra ef þú horfir á árángurinn hjá Stoke í samanburði við það sem þeir hafa eitt í leikmannakaup síðustu 3-4 ár, En vonandi verður Suarez í banastuði og ætla að spá 2-0 Sigri, Suarez með eitt og leggur upp eitt fyrir Henderson.
In Brendan we Trust.
Já það er óhætt að segja að maður sé orðin vel kvíðin leiknum á morgun! Tek undir því sem hefur komið fram hér að ofan að þetta sé gríðarlega mikilvægur leikur sem einfaldega verður að vinnast! Kannski ekki make og brake leikur, en gæti verið það! Alveg eins og það er enn drullusvekkjandi að hafa tapað fyrir Hull city í desember! Stend sjálfri mér að þvi að hugsa – hvað ef helv… Hull leikurinn hefði unnist! Vona að ég svo innilega að ég þurfi ekki að hugsa svoleiðis um leik morgundagsins!
Hef trú á að liðið mæti hungrað til leiks á morgun og sýni fram á a fjórða sætið sé þeirra!
Eftir leiki dagsins er Liverpool í 6. sæti. Það er hrillilegt að sjá þetta. Síðan eru bara 2 stig í United. Hrikalegt.
Sigur á morgun, takk.
Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skrýtið timabil. Erum nokkuð sáttir við okkar lið en samt eru Everton fyrir ofan okkur, Tottenham sem eru búnir að vera slakir í allan vetur fyrir ofan okkur og man utd sem eru nánast búnir að vera hlægilega slakir í allan vetur aðeins tveimur stigum á eftir okkur. Eins og þetta blasir við manni, þegar deildin er um það bil hálfnuð, að þá gætu við unnið deildina eða þess vegna lent í 6-7 sæti.
Spes deild maður!
Stoke 0-2 Suarez og Gerrard skorar úr víti .Shawcross rautt.
Please ekki Gylfa Sig, hann styrkir bara hópinn. Við þurfum einn topp mann a miðjuna.
Eg er ekki alveg öruggur með Stoke. Vona það besta.
Vona að mínir menn mæti til leiks með sama hugafari og ég, vinna. Þegar ég sest í sófan og horfi á Liverpool þá hugsa ég alltaf, við erum að fara að vinna þennan leik og ef leikmennirnir koma með sama hugafari og ég þá vinnum við þennan leik, nokk sama hvernig.
“Our aim is to win every match, we know that we have a lot of very difficult matches but we start each match with confidence to win at all times,” said the playmaker.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/153036-coutinho-our-aim-is-simple
Var farin að hlakka til að byrja að horfa á leikinn klukkan 15 en þá var það bara einhver helv… handboltaleikur sem byrjaði þá.
Þarf að bíða í klukkutíma í viðbót eftir alvöru leik!!!
Þetta er alveg hræðilegt en samt helvíti fyndið
https://twitter.com/YouveBeenHodged/
t.d.
Það er ekkert gefið í þessum bransa. Útivallarárangur okkar sýnir það, þó hann hafið verið erfiður á köflum. Hallast samt að sigri í dag. Erum bara með betra lið. Það er samt einn leikmaður sem er að draga okkur niður eins og kemur fram í þessum pistli. Verð bara að vera sammála honum.
http://sabotagetimes.com/reportage/liverpool-fan-glen-johnsons-appalling-sulking-is-letting-the-club-down/?#_
koma svo Ísland, nei jóke, Koma svo Liverpool