A.F.C. Bournemouth

Stuðningsmenn Liverpool mega hafa sig alla við ef þeir ætla að syngja sig í gang fyrir næsta leik liðsins. Hádegisleikur á laugardegi og það í Bournemouth sem er í besta falli rúmlega fimm tímum í lest frá Liverpool. Öllu nær væri fyrir þá að skella sér daginn áður og kíkja út á lífið í Bournemouth sem er skemmtileg borg á suðurströnd Englands.

Íbúar Bournemouth eru tæplega 200 þúsund þó sú tala sé frekar villandi því borgin er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður með um 5 milljón gesti árlega. Þá eru Poole og Christchurch nánast samliggjandi Bournemouth og ef það er tekið með ásamt svæðinu í kring er íbúafjöldinn yfir 400 þúsund að staðaldri. Auk þess að vera vinsæll sumarleyfisstaður er borgin mikil skólaborg með háskólum og mörgum tungumálaskólum fyrir fólk allsstaðar að. Næturlífið er öflugt alla vikuna enda djammar skólafólkið á tilboðum virka daga og bretinn ferðast til Bournemouth að auki. London er í um 150 km fjarlægð en næstu borgir við með fótboltalið eru Southampton, Portsmouth og Brighton.

Bournemouth er ekkert þekktasta nafnið í íþróttaheiminum á Bretlandseyjum þó vissulega sé hægt að finna lið í flestum stóru íþróttakeppnunum. Knattspyrnuliðið er líklega helsta íþróttakennileiti borgarinnar en liðið á þann heiður að hafa verið lengst allra samfellt í þriðju efstu deild á Englandi og saga þess glæsileg eftir því.

Byggð í Bournemouth fór ekki að myndast fyrr en 1810 og tók ekki kipp fyrr en um 1870. Fyrstu heimildir um stofnun knattspyrnuliðsins eru frá 1890 en þá lék félagið í local áhugamannadeildum undir nafninu Boscombe St. John’s Institute FC. Það félag leystist upp árið 1899 og stofnað var nýtt félag sem bar nafnið Boscome FC. Stofdagur félagsins er því sagður vera 1899 og Bournemouth því jafngamalt og KR.

Frá þriðja tímabili lék félagið leiki sína á velli í King’s Park þar sem félagið spilar ennþá. Árið 1910 fékk félagið langtíma leigusamning á auðu landi við King’s Park frá forseta félagsins, J.E. Cooper-Dean. Heimavöllurinn fékk nafnið Dean Court til honum til heiðurs.

Gælunafn félagsins “The Cherries” varð einnig til um þetta leiti. Félagið spilaði í kirsuberjarauðum búningum og einnig vegna þess að Dean Court völlurinn var í nágrenni landsvæðis sem Cooper-Dean notaði til að rækta kirsuber í stórum stíl.

Boscome FC. var í local deildum til ársins 1920 er þriðja deildin var stofnuð og þeim boðið að spila í suður deildinni. Nafni félagsins var breytt árið 1923 í Bournemouth and Boscombe Athletic Football Club sem átti að vera meira heillandi nafn fyrir fólk á svæðinu! Það ár var félaginu fyrst boðið að spila í ensku deildarkeppninni og hóf langa veru sína í þriðju efstu deild.

Nafn félagsins er ennþá skráð Bournemouth and Boscombe Athletic Football Club en því var breytt í fjölmiðlum árið 1972 og gert meira markaðsvætt, A.F.C. Bournemouth. Eins var skipt um merki og búninga, liðið fór að spila í sömu litum og AC Milan.

Harry Redknapp með allt á hreinu

Bournemouth þurfti á kraftaverki til að komast nokkurntíma upp um deild og til að leysa það réðu þeir galdramann árið 1893 1983, hinn 36 ára gamla Harry “Houdini” sem leikið hafði einn leik með félaginu árið áður. Harry Redknapp stýrði félaginu í einum af þeirra glæstustu sigrum árið 1984 þegar liðið sló Man United út úr bikarnum og kom þeim síðan loksins upp um deild árið 1987. Félagið hélt sæti sínu í næst efstu deild undir stjórn Harry næstu 3 tímabil á eftir. Liðið féll eftir æsilegan lokaleik við Leeds árið 1990 en Redknapp var við stjórnvölinn tvö ár til viðbótar áður en hann tók við West Ham. Þetta voru bestu ár félagsins fram til þessa og er Redknapp ennþá vinsæll í borginni.

Fyrir mér hefst saga Bournemouth samt ekki fyrr en tímabilið 2001/02 því seinnihluta þess tímabils bjó ég í Bournemouth og það rétt hjá vellinum sem þá var nýbúið að endurgera frá grunni og snúa um 90 gráður. Hann hét þá Fitness First Stadium. Local barinn minn var The Queens Park Pub sem er næsti bar við völlinn og aðal stuðningsmanna pub Bournemouth. Ég heimsótti hann ca. 40 kvöld í röð.

Einn eftirminnilegasti leikurinn það tímabil var gegn Stoke þar sem ég studdi mína menn í Bournemouth af heilum hug gegn Gauja Þórðar og félögum sem telfdi fram þremur Íslendingum. Einu sinni héldu allir Íslendingar með Stoke, pælið í því!

Þetta tímabil var þó aðeins mis þar sem liðið féll um deild en leiðrétti það ári seinna. Þarna var King Eddie Howe í hjarta varnarinnar og fyrirliði liðsins, hann er í dag stjóri Bournemouth og einn efnilegasti stjórinn á Englandi. Jason Tindall sem er aðstoðarmaður hans var einnig leikmaður liðsins á þessum tíma sem og Steven Purches og Neil Moss sem eru í þjálfaraliði félagsins. Sendiherra félagsins er svo markamaskínan Steve Fletcher sem var aðalmaðurinn fyrir 12 árum og hefur félagið nefnt suður stúkuna á Dean Cout Steven Fletcher Stand. Þar var ég einmitt þegar ég fór á völlinn.

Félagið lenti í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum í febrúar 2008 og var lýst gjaldþrota með meðfylgjandi -10 stigum sem varð á endanum til þess að félagið féll um deild. Félagið skuldaði £4m og var mjög nálægt því að vera lagt niður eins og það leggur sig.

Fyrir tímabilið leit út fyrir að Bournemouth fengi ekki að taka þátt vegna fjárhagsvandræða en þeim tókst að koma því í lag á elleftu stundu með hjálp eiganda félagsins en byrjuðu þó tímabilið með -17 stig. Hér er hægt að hlusta á eiganda félagsins lýsa þessum tíma nokkuð vel, gefur ágæta mynd af því hversu tæpt þetta stóð hjá mínum mönnum.

Stjóri Bournemouth – Eddie Howe

Eddie Howe og Jason Tindall aðstoðarmaður hans

King Eddie Howe og Jason Tindall tryggur aðstoðarmaður hans.

Kevin Bond stjóra félagsins var sagt upp í byrjun tímabilsins 2009/10 og fyrrverandi leikmaðurinn Jimmy Quinn tók tímabundið við. Þegar hann hætti nokkrum mánuðum seinna var leitað til hins 31 árs gamla Eddie Howe að klára tímabilið á skammtímasamningi. Hann varð þar með yngsti þjálfari deildarinnar, þegar hann tók við var félagið neðst tíu stigum frá öruggu sæti.

Howe tók við í desember og fékk þau skilaboð að ef liðið næði ekki að halda sæti sínu í deildarkeppninni væru gríðarlega miklar líkur á að þetta yrði síðasta tímabil í sögu félagins, engin pressa sem sagt.

Eddie Howe er ekkert venjulegur maður og tókst að kreista 39 stig út úr næstu 23 leikjum og það dugði til. Chester City og Lutun féllu í staðin og hafa ekki sést síðan. Chester fór á hausinn og þurfti að vinna sig upp úr áttundu efstu deild á meðan Luton er ennþá í utandeild. Howe er á því að þetta hafi verið hans langstærsta afrek í þjálun til þessa.

Hann hefur samt alveg náð árangri því árið eftir fór hann með Bournemouth beinustu leið upp um deild og liðið var í þriðja sæti þegar helvítis Burnely nappaði honum frá uppeldisfélaginu. Hann hafði hafnað tilboðum frá Southamton, Crystal Palace og Charlton áður.

Lee Bradbury tók við og kom liðinu í úrslitakeppni þar sem Huddersfield vann eftir vítaspyrnukeppni. Bradbury náði ekki að koma liðinu í úrslitakeppnina árið eftir og var rekinn. Unglingaliðsþjálfarinn Paul Grooves tók við liðinu síðustu leiki tímabilsins en var rekinn strax í október tímabilið 12/13 eftir hræðilega byrjun þar sem Bournemouth var í botnsætinum.

Á þessum tíma var Eddie Howe stjóri Burnley og gekk alls ekki vel. Burnley komst ekki í úrslitakeppni tímabilið sem Howe tók við og var aldrei í baráttu um það árið eftir, eina heila tímabilið hans hjá Burnley.

Howe sagði þetta um þennan tíma í viðtali við Liverpool Echo:

“I probably should have stayed at Bournemouth, looking back it was too early for me to go. I’d been managing for 18 months but when you’re presented with opportunities it’s sometimes difficult to say no.”

Snaggaralegur endir á ferli Howe sem stjóri Burnley var útskýrður þannig að hann væri með heimþrá en þetta var ekki alveg svo einfalt, hann missti mömmu sína óvænt í mars 2012 og hafði ekki tíma til að takast á við það og vera með fjölskyldunni sem var öll í Bournemouth.

“It was the darkest time of my life,” “I just wasn’t prepared for what happened.

“But I was in a high profile job. My mum died on the Saturday morning and I missed the game against Crystal Palace, but on Monday and Tuesday you are expected back at work. I found that very difficult when I was so far away from people who were very distressed.

“I was back at work, you just can’t take time off. Burnley needs you, the players need you and you are there to do your job.”

Eddie Howe yfirgaf því Burnley og næst efstu deild sjö mánuðum seinna og fór aftur til Bournemouth sem var í botnbaráttu í næstu deild fyrir neðan og hafði unnið aðeins einn leik af fyrstu ellefu. Óvænt move hjá einum efnilegasta þjálfaranum í boltanum fannst mörgum (þ.á.m. mér) sem vissu ekki alla söguna.

Fyrsti leikur hans var gegn Þór Bæring og félögum í Leyton Orient sem vannst 2-0 og liðið leit ekki um öxl eftir það og flaug beint upp aftur og var grátlega nálægt því að vinna deildina, Doncaster skoraði á lokamínútinni til að koma í veg fyrir það. Þar með var Howe búinn að takast það sem aðeins Harry Redknapp hafði tekist áður í sögu félagins, koma Bournemouth upp í næstefstu deild. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru þar síðan 1990.



Þeir tóku því bara alveg ágætlega að komast loksins upp um deild.

Bournemouth er núna í 16.sæti deildarinnar sjö stigum frá fallsæti og hafa aðeins tapað einum leik í síðustu sjö.

Þannig að, já, það er engin tilviljun að Eddie Howe er gríðarlega vinsæll í Bournemouth og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hann verður tekinn við Úrvalsdeildarfélagi. Ef hann fer þá ekki bara með Bournemouth upp um deild. Skulum ekki útiloka það.

Dean Court

Heimavöllur félagsins heitir eins og áður segir Dean Court og allir tala um Dean Court, svipað eins og enginn talar um Vodafone völlinn (heldur Hlíðarenda). Eftir gríðarlegar endurbætur á vellinum árið 2001 þar sem hann var svo gott sem byggður upp frá grunni var nafnið selt til styrktaraðila. Hann hét því Fitness First Stadium til 2011 og ég er lifandi sönnun þess að svona lagað virkar enda styrkti ég Fitness First á tíma (í gegnum ónotað líkamsræktarkort). Nýtt nafn kom á völlinn 2011 en það félag fór á hausinn og núna næstu tvö árin heitir völlurinn Goldsands Stadium.

Völlurinn tekur í dag 12 þúsund manns í sæti, þrjár stúkur eru nokkurnvegin eins á meðan ein er hálfgerð bráðabirgðastúka sem var hent upp í fyrra fyrir tímabilið í næst efstu deild. Stuðningsmenn Liverpool verða þar á morgun.

Lið Bournemouth

Eddie Howe vill að sín lið spili alvöru fótbolta og stillir vanalega upp einhverskonar afbrigði af 4-3-3 / 4-2-3-1

Markmaður liðsins er Lee Camp sem gekk til liðs við Bournemouth í þessum mánuði eftir að hafa verið á láni frá West Brom. Hann hefur mikla reynslu af því að spila í næst efstu deild með liðum eins og Derby, QPR og Nottingham Forest. Verst er að Camp tók sæti Ryan Allsop vinar okkar en kappinn sá var að spila með Hetti á Egilsstöðum árið 2012 og var búinn að vinna sér fast sæti í liðinu, kappinn sá ku vera einn sá besti sem spilað hefur í marki hér á landi skv. manni þjóðarinnar.

Öftustu fjórir eru nokkuð sjálfvaldir og solid. Elphick kom frá Brighton og er fyrirliði liðsins, kappinn sá er mikill stuðningsmaður Liverpool en ætlar ekki að láta það trufla sig í þessum leik. Elliot Ward er gömul Football Manager kempa sem kom frá Nottingham Forest og Daniels í vinstri bakverði var í liði ársins í þriðju efstu deild eftir að hafa komið frá Leyton Orient. Hægri bakvörðurinn Simon Francis er sókndjarfur og nær vel saman við Fraser á hægri kantinum.

Á miðjunni verða líklega Arter, O’Kane og Surman. Arter er öflugur miðjumaður sem spilaði lykilhlutverk þegar liðið komst upp í fyrra og skoraði m.a. í leiknum sem liðið tryggði sér upp, honum er spáð nokkuð bjartri framtíð í boltanum. O’Kane hefur spilað fyrir bæði Írland og N-Írland í yngri flokkum og var á mála hjá Everton þegar hann var yngri, hann er í hörku formi núna og var leikmaður mánaðarins hjá þeim í desember. Surman er á láni frá Norwich en þetta er í annað skipti sem hann spilar með Bournemouth, tippa á að hann fái séns í þessum leik út á reynslu af EPL.

Kantarnir eru góður hjá Bournemouth. Matt Ritchie á vinstri kantinum var leikmaður tímabilsins í þriðju efstu deild í fyrra. Fraser er síðan efnilegur hægri kantmaður sem kom frá Aberdeen í Skotlandi.


Marki frá Grabban fagnað

Frammi er svo Grabban sem hefur skorað 11 mörk á þessu tímabil og skrifað tvisvar undir nýjan samning. Síðast núna á laugardaginn eftir að hafa talað við Brighton sem lýsti yfir áhuga á að fá hann. Hann fagnaði þeim samningi með því að skora jöfnunarmarkið gegn Watford og er skærasta stjarna félagsins í dag.

Svona tippa ég á lið Bournemouth:

Camp

Francis – Elphick (C) -Ward – Daniels

Arter – O’Kane

Fraser – Surman – Ritchie

Grabban

Til að komast í þennan leik gegn Liverpool þurfti Bournemouth að vinna Burton Albion, lið sem þeir voru í baráttu við í fjórðu efstu deild fyrir ekki svo löngu. Leiknum gegn Burton var upphaflega frestað eftir að stuðningsmenn þeirra voru komnir til Bournemouth þannig að stuðningsmenn Bournemouth tóku sig til og söfnuðu pening til að covera kostnað við rútuferðina hjá stuðningsmönnum Burton í seinna skiptið, sannarlega vel gert það. Leikurinn fór hinsvegar 4-1 og því er Bournemouth að fá Liverpool í heimsókn í þriðja skipti í sögunni. Hinir tveir leikirnir hafa einnig verið í FA Cup og enduðu báðir með jafntefli og aukaleik á Anfield. Fyrri viðureignin var sko árið 1927 og seinni árið 1968 þannig að þessi lið eru ekkert að mætast á hverjum áratug.

Liverpool

Brendan Rodgers var á reglubundnum blaðamannafundi fyrir leik sem sjá má hér.

Saga Liverpool í FA Cup er glæsileg og við höfum unnið þessa keppni 7 sinnum. Á móti hefur liðið náð að misstíga sig glæsilega gegn minni spámönnum á þessari öld og það er því með öllu vonlaust að spá fyrir um leiki eins og þennan. Liverpool á að vinna en andstæðingurinn hefur engu að tapa og er að spila sinn stærsta leik á árinu (og jafnvel ferlinum).

Mansfield var erfitt fyrir okkur í fyrra, það er ekki svo langt síðan Havant & Waterlooville voru 0-2 yfir á Anfield. Oldham sló okkur út í fyrra og á þessari öld hefur Liverpool tapað í öðrumhvorum bikarnum gegn Barnsely, Bolton, Burnley, Crystal Palace (þrisvar!), Grimsby, Reading, Northampton og það þurfti framlengingu gegn Luton Town.

Liverpool hefur ekki í mörg horn að líta þetta tímabil en engu að síður gæti þessi leikur ekki komið á mikið verri tíma og ástandið á hópnum hjá okkur er hræðilegt með einn stærsta leik tímabilsins framundan strax á eftir þessum.

Kenny Dalglish getur frætt okkur um að FA Cup í dag er keppni sem gaman er taka þátt í og spila vel. Það getur gefið félagi mikið boost að komast á Wembley og smitað sigurhefð út frá sér að vinna hana. En þetta er alls ekki neinn forgangur hjá liði sem ætlar sér að keppa um efstu fjögur sætin í deildinni til að komast í meistaradeildina. Gott run og jafnvel sigur í FA Cup sparslar engan veginn almennilega upp í slæman árangur í deildinni, svo lítið meira að segja að hægt er að reka sjálfan Kenny Dalglish eftir þannig tímabil!

Sigur gegn Bournemouth er “nice to win”-leikur á meðan sigur gegn Everton er miklu meiri “MUST WIN”-leikur. Ég veit að einhverja svíður að lesa svona skoðun og auðvitað viljum við öll að Liverpool taki Bournemouth létt, en ef ég þyrfti að velja veikara lið í bikar til að geta mætt Everton að fullri hörku þremur dögum seinna þá tæki ég því samstundis.

Rodgers og FSG reyndar gerðu hreinlega ekki ráð fyrir meiðslum á þessu tímabili þegar mótið var planað og eru því í tómu tjóni núna enda meiðist nýr lykilleikmaður í hverri viku hjá Liverpool á meðan aðrir eru látnir spila meiddir svo vikum skiptir þar sem ekki er til neitt almennilegt til vara. Hópurinn er glæpsamlega þunnur og þeir félagar virðast vera fastir í því að prútta við smálið um leikmenn og þá helst í stöður sem liggur ekki mest á að styrkja.

Þetta fer að verða komið gott af 1-2 mánaða viðræðum milli Liverpool og annara liða um leikmenn sem vilja koma og gætu styrkt okkar lið verulega en fara síðan til keppinauta okkar eftir nokkra klukkutíma viðræður. Það er eins og félög séu farinn að stíla inn á það að Liverpool kannar markaðinn og fær verð í leikmann og prúttar það eitthvað niður til að geta svo komið, boðið aðeins hærra og klárað málið á innan við sólarhring og á verði sem lítur mjög vel út því það er svo mikið hærra en Liverpool var til í að bjóða.

Sérstaklega svekkjandi núna að vera með Aspas sem þriðja kost eftir að hafa reynt við Costa, Aspas síðasta árs er síðan í láni hjá Sunderland.

Hvað þá að vera með Alberto eftir að hafa gert sér vonir um Mkhitaryan.

Já eða Moses (á láni) þegar við vorum orðuð við Willian (og núna Salah).

Það eru margar (skiljanlegar) ástæður fyrir því að Liverpool nær ekki í sín target og sjaldnast vantar afsakanirnar en það breytir því ekki að þetta er orðið verulega pirrandi og maður hefur áhyggjur að næstu viku, þeirri síðustu sem er opinn á leikmannamarkaðnum.

Að því sögðu er spurning um að skoða hvort við eigum í lið fyrir þennan leik.

Brad Jones kemur í markið, það er ljóst. Johnson hefur verið að spila með meiðsli í nokkrar vikur eins og flesta var farið að gruna og hann verður frá í óákveðinn tíma. Það skilur okkur eftir með Kelly eða Flanagan sem gæti verið í lagi gegn Bournemouth en Guð hjálpi okkur eftir það.

Toure og Skrtel eru einu miðverðirnir okkar sem eru heilir. Sakho var sagður vera mættur til æfinga fyrir nokkrum vikum en hefur ekki sést síðan nema til að kenna frönsku á Anfield.

Enrique er ennþá nokkrum vikum frá því að geta byrjað að æfa og því spurning hvort Cissokho verði í liðinu eða jafnvel Brad Smith (eða Flanagan).

Miðjan er orðin verulega þunnskipuð, svo þunnskipuð að við þurfum jafnvel að nota Luis Alberto í þessum leik. Lucas er frá í 1-2 mánuði sem var það síðasta sem við máttum við. Eitthvað slúður er um að bakslag hafi komið í meiðsli meiðslahrúgunnar Joe Allen sem við máttum hreint ekkert heldur við. Gerrard þyrfti að hvíla svona stuttu fyrir nágrannaslaginn en fær það líklega ekki. Sama má segja um Henderson.

Coutinho þarf hvíld og fær hana vonandi í þessum leik, hópurinn er svo þunnur að Moses þyrfti að fá einn sénsinn enn á vinstri vængnum. Sterling er í hörkuformi og ætti að byrja inná en persónulega væri ég líka til í að sjá Ibe fá séns.

Frammi ætla ég svo að vona að Suarez verði á bekknum og helst Sturridge líka. Aspas ætti a.m.k. að byrja þennan leik.

Set þetta svona upp og er þá meira að vona að Suarez og Gerrard verði á bekknum án þess að búast sérstaklega við því.

Jones

Kelly – Toure – Skrtel – Cissokho


Henderson – Alberto

Sterling – Aspas – Moses

Sturridge

Spá: Við vinnum þennan leik 1-3. Það er leikurinn á eftir sem ég hef áhyggjur af. Aspas, Moses og Toure skora eftir að Grabban kemur þeim yfir.

Áfram Liverpool (og Bournemouth)!

36 Comments

  1. Neikvæðar fréttir af Liverpool undanfarna viku en jákvæðar fréttir af klúbbum í kringum okkur í deild. Ætla eigendur og stjóri virkilega ekki að setja einhverja vinnu í að ná í einn eða tvo leikmenn þessa síðustu viku gluggans. Eigum við virkilega að skíta á okkur enn eina ferðina með að ná þessu fjórða sæti, og enda í að “berjast” um 5 til 7 sæti í deild, er það allur metnaðurinn ? Við eigum að vinna þetta lið , þó svo að Babu sé stuðningsmaður þess, ég vill sjá 11 leikmenn sem eru að berjast fyrir sæti sínu í liði Liverpool, ekki einhverja farþega.

    Fjandinn hafi það síðan ef FSG hysjar ekk upp um sig buxurnar og styrkir byrjunarliðið, annað hvort með lánsmönnum eða þá að kaupa. Ekki er Henry enn með niðurgang eftir að hafa borðað á Anfield í hálfleik í leiknum á móti Villa.

    Vinnum þetta 2-3, getum aldrei haldið hreinu, þó svo við værum að spila á móti Hvöt, með allri virðingu fyrir þeim.

  2. Glæsileg upphitun og alveg í sérflokki.
    Við verðum einfaldlega að sigra þennan leik og ná að hvíla nokkra lykilmenn. Ég er samt ekkert alltof bjartsýnn á að Alberto, Aspas og co. hafi getuna í að klára þetta lið. Ótrúlegt hvað þessir leikmenn hafa náð að nýtast okkur illa sé tekið mið af kaupverði.

    Spái 2-3 sigri í hörkuleik þar sem heimamenn komast yfir í tvígang. Vona að ný stjarna stígi upp í öllu þessu breiddarleysi og klári dæmið.

  3. Stórkostleg upphitun, takk fyrir mig!

    Við vinnum þetta eftir barning 1-2 og förum áfram.

    Núna er kominn tími á að kaupa 1-2 gæðaleikmenn, takk fyrir. Ég hreinlega trúi því ekki að slíkt verði ekki gert í þessu ástandi.

    Annað, við getum allavega þakkað fyrir að hafa ekki ráðið David Moyes fyrir tveimur árum 🙂

  4. Glæsileg upphitun, alltaf skemmtilegt að fá smá kennslu um mismunandi staði og klúbba.
    Ég vona að Liverpool nái að klára þetta snemma í fyrri hálfleik og taka því rólega í seinni til þess að vera hressir á móti Everton.
    Ég myndi vilja sjá leikmenn eins og Ibe, Rossiter og Wilson fá séns í þessum leik til þess að sjá hvort að einhver af þeim geti ekki hjálpað okkur í gegnum þetta meiðslatímabil.

  5. Snilldar upphitun, takk fyrir það.

    Þessi leikur á að vera formsatriði að klára og vonandi verður Suarez á bekknum allan tímann ásamt Gerrard.

    —————-Aspas
    Moses——–Alberto——–Ibe
    ———-Hendo—Rossiter
    Cissoko—Toure–Skrtel–Kelly
    —————Jones

    Ég myndi halda að þetta lið ætti að geta klárað þetta verkefni og þá gætum við hvílt leikmenn eins og Gerrard, Suarez og Sturridge.

    Klárum þetta 0-3

  6. Sæll,
    Hvenær er Harry Redknapp eiginlega fæddur ? Mættur til Bournemouth 1893, er hann raunverulega galdrakall? Eru að koma fram nýjar sögulegar staðreyndir hér sem eiga eftir að rata í bresku pressuna.

    Innskot Babu: haha ég lagaði þetta en langaði að halda þessu óbreyttu.

  7. Ég vona að hrósin hlýi þér um hjartarætur því þetta var, enn á ný, stórkostleg upphitun. Ég hafði vit á því að gleðjast ekki upphátt með okkar manni Borini, sem var frábær gegn rústrauðu rústinni, og félögum vegna þess að neðri deildar liðin hafa einfaldlega verið að ná úrslitum gegn okkur. Ég ætla hinsvegar að skjóta á að Aspas taki sér Borini til fyrirmyndar og eigi stórleik. Hlaði jafnvel í tvö, þrjú mörk. Ég ætla að spá þessum leik 1-4. Aspas tvö, Sturridge eitt úr víti og Touré fær hann í hnakkann og inn. Hver skorar fyrir andstæðingana veit ég ekki en það eru þó nokkrir leikir síðan Skrtel fann sín eigin netmöskvu.
    y.n.w.a

  8. Snillingur Babú minn að venju.

    Ég er með mikil ónot fyrir þessum leik. Ég er sammála liðsuppstillingunni hans Babú og þarna eru margir leikmenn sem hafa spilað mjög lítið og nær ekkert saman.

    Á móti okkur er lið sem er í bullandi fínum gangi, samæft og mun berjast 1000% allan leikinn fyrir framan troðfullan völl. Við erum veikir í báðum bakvarðarstöðunum og þar verður keyrt á okkur allan leikinn. Henderson er lykilmaður í þessum leik því hann þarf að verja svæðið fyrir framan vörnina okkar.

    Að því sögðu þá erum við með sóknarþunga og hann vonandi fleytir okkur áfram. Ég er samt alveg haugstressaður fyrir þessu verkefni af fyrrnefndum ástæðum, hæfileikar skipta auðvitað miklu máli en samæfing, leikform og sjálfstraust er að mínu mati lykilþáttur í árangri liða og mér finnst það vera veikleiki í þessu liði sem við munum stilla upp snemma á laugardaginn.

    Ég tippa á jafntefli og replayleik á Anfield, en vonast til að sóknarmennirnir fleyti okkur í gegnum leikinn til sigurs.

  9. Ég held með Bournemouth héðan í frá næst á eftir Liverpool. Þetta var yndisleg upphitun að lesa.

    Við vinnum samt 3-0

  10. Góð upphitun. Ég heyrði einhvernstaðar að Brad Smith og Jordan Rossiter myndu vera í hóp og kæmi mér ekki á óvart að Smith myndi byrja þennan leik.

    Hvað varstu annars að gera þarna út í Bournemouth annað en að drekka bjór Babu?

  11. Sæl og takk fyrir framúrskarandi upphitun.

    Bournemouth mun vonandi bera nafn með rentu í þessum leik þegar Aspas og félagar mæta með markskot í matskeiðavís. Mér segir svo hugur að sá B-liðsmaður sem fær það tækifæri að spila leik með A-liðinu hlýtur að gefa sig allan í hann. Að öðrum kosti hefur sá hinn sami sungið sitt síðasta í þessari göfugu íþrótt.

    Það er því ekkert um það að ræða að andstæðingarnir einir mæti með 1000% elju. Okkar menn hljóta að gera það líka.

    Krafan: Markið hreint, vörnin sterk, miðjan klár og sóknin beitt. 0-4 í leik sem opnar okkur sýn inni hugskot BR og við sjáum loks hvað hann sá í sumum.

  12. Heyrði að Bayern hefði boðið Liverpool að kaupa Robben en FSG hafi sagt að þeir vilji að tímabilið verði spennandi. 2-1 fyrir okkur Suarez með nokkur mörk.

  13. afhverju er ekki hægt að kaupa/fá lánað shaqiri hjá byern?? hann fær ekkert að spilla og vill mjög líklega fá leiktíma annarsstaðar þá.. en er samt annsi hræddur um að moyes hafi verið í þýskalandi til að skoða hann… kom on Liverpool reynið að taka puttan úr rassgatinu á ykkur og kaupið leikmenn því Fowler veit að við höfum þörf á því……….

  14. takk fyrir frábæraupphitun. Erfitt að einbeita sér fyrir þennan leik svo maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er fyrir leikmenn Liverpool að mæta dýrvitlausum köllum frá Brunakjafti fjórum dögum fyrir Derby slag vona að menn sýni metnað og sigri þennan leik.

  15. Þetta er bikarleikur, alveg drullu sama hverjir spila leikinn og hvernig við spilum á meðan að við komust áfram.

    Það er svo merkilegt við þennan fótbolta að þegar maður gluggar í gömul úrslitt þá stendur bara Liverpool sigur, Liverpool jafntefli eða liverpool tap.
    Það stendur ekkert um það að liverpool hafi notað varaliðið sitt eða þessi og hinn voru meiddir.
    Það skiptir bara engu máli þetta er Liverpool vs hvaða lið sem er og úrslitinn eru það eina sem skiptir máli.
    Ég vill að Liverpool taki þessa keppni alvarlega og reyni að vinna þennan bikar. Ekki horfa of mikið á Everton leikinn. Maður er búinn að vera að horfa á LFCTV og eina sem kemst að er Liverpool vs Everton og ég held að menn verða að átta sig á því að þetta er fínt lið sem við erum að fara að spila við(bara deild fyrir neðan) og þurfum við að eiga fínan leik til þess að slá þá út.

  16. Og við skulum fara saman með bæn vors frelsara og segja saman:

    Fowler Vor!
    Þú sem ert á Anfield
    verði þín snilld
    tilkomi þín markamet
    gef oss í dag vort daglegt mark
    og vér fögnum marki því sem þú skorar
    Eigi leið þú oss í tapleik
    heldur frelsa oss frá Man shitty
    því að þinn er Anfield, borgin og leikurinn
    um allar leiktíðir spilaðar
    YNWA!

  17. Frábær upphitun og fyrst Harry Redknapp bar á góma þá gerði hann okkur stóran greiða árið 1991 þegar hann seldi okkur son sinn Jamie þá 17 ára á aðeins 350.000 pund.

  18. Þetta var svo tilfinningaþrungin upphitun að ég var næstum því farinn að halda með Bournemouth. Hlakka til að sjá leikinn og efast ekki um að okkar menn taki þetta, en Howe og félagar berjast vel. Spái 3-1 eftir líflegan leik.

  19. Alltof löng upphitun fyrir þennan drasl leik og það þarf hreinlega frussuskitu ef menn vinna ekki þetta lið.

  20. ég er orðinn nokkuð þreyttur af þessari meðalmennsku hjá okkur í leikmannnakaupum united að landa Mata og búnir að bjóða í Luke Shaw og arsenal búnir að bjóða í Draxler og hvað erum við búnir að gera.. ef við ætlum að komast í meistaradeildinna þá þurfum við að styrkja okkur….. en annars reikna ég með skemmtilegum marka leik á eftir þar sem að Luis Alberto skorar eitt og Aspasinn 2 😉

  21. Það er ekki formsatriði fyrir lið eins og Bond stillir upp í athugasemd nr. 5 að vinna lið í næst-efstu deild. Styrkleikamunurinn er ekki alveg svo mikill.

  22. Við ætlum ekki einu sinni að reyna, við ætlum bara að fá einhverja kalla sem maður hefur sjaldan eða aldrei heyrt um á meðan United eru að bjóða í Shaw og Arsenal í Draxler, 2 leikmenn sem mig hefur hvað mest langað í og myndu gera Liverpool að þrusuliði!

  23. Þetta er bara fáránlega góð upphitun og skemmtileg að lesa. Manni langar bara að skella sér á suðurströndina.
    Get nú sagt að ég hafi ekki sömu tilfinningu fyrir leiknum. Það kannski vegna þess að það er ekkert að gerast á þessum helvítis leikmannamarkaði. Ef við náum ekki styrkja okkur um 2-3 leikmen þá getum við kvatt þetta 4 sæti. FSG þurfa að fara að girða sig því það er farið að sjást óþægilega mikið í óæðri endann.

    Despair is a bitch. Maður heldur samt í vonina. YNWA

  24. Ef toppstykkið verður rétt skrúfað á þá erum við að tala um allt að tveggja stafa tölu, því sem næst 🙂 . Þó svo að þetta lið komi dýrvitlaust í leikinn þá á það ekki að skipta máli. Vonandi fá ungu strákarnir að spreyta sig og sanna að þeir séu með pung ekki einhverja helvítis pungstöppu, CillitBang í markið til að halda því hreinu og eins og umferðarstofa segir ” komum heil heim ” 🙂 meiðslalistinn nógu langur.
    YNWA

  25. Hvar er hafið bláa hafið grænt? : Í Bournemouth
    Hvar liggja loserar á strönd í janúar? : Í Bournemouth
    Hvar er best að gráta þegar Liverpool vinnur Bournemouth? : Í Bournemouth

    Jamm, Bournemouth

  26. Sælir félagar

    Þakka fyrir frábæran fróðleikspistil um menningarsögu suðurstrandarinnar. Þessi upphitun setur þennan leik í allt annað samhengi en áður og er maður jafnvel á sumum stöðum í vafa um með hvoru liðinu skal halda. Og þó . . .

    Staða liðsins okkar (LFC) er hörmuleg í ljósi meiðsla og frammistöðu eigenda á leikmannamarkaði. Það er því við að búast að erfiðleikar séu framundan og það fjari jafnt og þétt undan liðinu þar til það situr botnfrosið í 6. til 7. sæti. Jafnvel þessi leikur verður liðinu erfiður og alls ekki gefið að hann vinnist en jafntefli jafnvel líklegast.

    Ef BR setur ekki pressu á eigendurna og lemur þá til verka á leikmannamarkaðinum er ýmislegt yfirvofandi. Við missum okkar besta leikmann í sumar ef svo heldur framsem horfir því Suarez mun fara og lái honum hver sem vill. Liðið hefur ekki í mörg mörg ár haft aðra eins möguleika á að ná meistaradeildarsæti (og ég sleppi bullinu í BR um efsta sætið sem heyrðist á dögunum). Það er hins vegar verið að eyðileggja þá möguleika með afburðaslakri innkaupastefnu sem snýst fyrst og fremst um það að lækka verð á leikmönnu svo önnur félög fái þá fyrir sanngjarnt verð.

    Í sambandi við leikmannakaup er ég ekki endilega að tala um missi á Salah heldur bara sögu leikmannakaupa undanfarið. Sú saga er ömurleg og svekkjandi. Að menn skuli ekki bara klára þá samninga sem þeir vilja ná án stöðugra undanfærslna og deilna um örfá pund er ömurlegt í besta falli og heimskulegt þar að auki. Mér er spurn um hvað má kaupa dýra leikmenn til að jafna þann kostnað við þá upphæð sem liðið fær fyrir að spila í meistaradeild. Svo einfalt reikningsdæmi virðist vefjast fyrir eigendum liðsins og segir það nokkuð um virknina í hausnum á þeim kónum.

    Leikurinn í dag verður okkeur drulluerfiður og fer ekki vel en heldur ekki endilega illa. Í því samhnegi gengur mín hefðbundna úrvalsdeildarspá ekki því miður. Af þessu öllu leiðir að ég spái jafntefli þar sem okkar menn ná að jafna tvisvar. Sem sagt 2 – 2

    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Jæja….. dagurinn byrjar “vel” á því að lesa um að Joe Allen verði ekki með í dag og tæpur fyrir Everton leikinn vegna meiðsla á æfingu.

    Og ekki batnar það þegar rennt er yfir morgunslúðrið að MU er hvergi nærri hættir, tilboð í Luke Shaw frá Southampton, Moyes í Þýskalandi að skoða Toni Kroos, leikmaður sem menn hér hafa verið hrifnir af! Og svo mega samningur við Rooney.

    Mér er svosem drullusama um hvað MU eru að gera en á sama tíma heyrir maður sömu lummuna frá okkur að verið “sé að vinna hörðum höndum á bakvið tjöldin”!! Hverju hefur það skilað utan Sturridge og Couthino??

  28. @Sigkarl

    Ég tek heils hugar undir með þér varðandi innkaupastefnu liðsins.

    Mér er enn í “fersku” minni þegar Benitez var með liðið á sínum tíma og þá einnig með ammrískt eignarhald eins og nú. Liðið með úrvalshóp, Stevie G. uppá sitt besta, Alonso með honum á miðjunni og fleiri góðir. Við gerðum 15 millj. punda tilboð í G. Barry hjá Aston Villa, þeir vildu 18 en við gátum ekki samþykkt það. Urðum að selja til þess að kaupa! Þetta náttúrulega fór útum þúfur eins og flestir vita. Á þessum tíma vorum við í “skotfæri” við ensku meistaradolluna og maður spyr sig hvað ef ……..

  29. Bournemouth er fínn staður heim að sækja.
    Og svo verður líka í dag.

    Meira þarf ekki um þau mál.

    En blessaður leikmannaglugginn. Vænn kvíðahnútur að myndast. Það er að komast hreyfing á hlutina og Mata-dorið kannski domino kubbur sem fellur.

    En allt eitthvað svo blahh kringum okkar menn, neikvæðu fréttirnar í meirihluta. Og þá myndast kvíðahnútur.

    Fyrir liðið sjálft og innri móral þá verður að detta inn sannreyndur DM með pung núna, orðið critical, topp bakvörður nr. 2. Ég hefði viljað sjá fljúgandi væng líka og Salah eða Tello voru draumarnir þar en því miður virðist það ekki ganga. Blautir draumar um að Salah sé í raun með eldrautt hjarta og neiti að skrifa undir. Þannig mórölsk skilaboð mega alveg kosta tvær millur í viðbót.

    Mikið vona ég að jákvæðir hlutir detti inn fyrir Everton leikinn, sá verður svakalegur og jafnvel make or brake.

    En aftur til nútíðar, það verður bikarhasar og við þurfum jafnvel að taka á þeim heima. Annars vinnum við með einu eftir að hafa lent undir.

    YNWA

  30. Maður er hálf lamaður (eins og Vigdís mundi orða það) stuðningsmaður Liverpool þessa dagana, þessi frábæra leikskýrsla fær mig til að langa á barinn í Bournemouth og svo á Stoke leik en ekki horfa á Liverpool í tölvunni. Þessi Janúargluggi er glataður.

  31. Klassa-upphitun maður fer bara að sjá eftir því að hafa ekki keypt miða á leikinn og verið þarna á djamminu í gær 😉

  32. Byrjunarlið: Jones, Cissokho, Kelly, Toure, Skrtel, Gerrard, Henderson, Coutinho, Moses, Suarez, Sturridge.

    Bekkur: Mignolet, Alberto, Aspas, Sterling, Ibe, Flanagan, Sama.

    Ansi sterkt lið.

  33. Þú finnur ekki betri upphitun fyrir þennan Bournemouth leik á internetinu í dag. Babu er með´etta. Frábær lesning!

  34. Frábær upphitun. Virkilega gaman að fá innsýn í sögu og menningu borgarinnar ásamt sögu fótboltaliðsins, þjálfara þess og leikmanna.

    Takk fyrir mig, Babu.

    Tek einnig undir orð flestra hér, um að innkaupa- og launastefna félagsins er að verða stórt áhyggjuefni. Höldum þó áfram að vona það besta; sex dagar eftir af glugganum.

Johnson frá um óákveðinn tíma, leikmannaslúður (opinn)

Liðið gegn Bournemouth