Liverpool tekur á móti Arsenal í hádegisleiknum á laugardag og hefjast leikar kl. 12:45.
Leikirnir gerast ekkert mikið stærri. Toppliðið í heimsókn og Liverpool í fjórða sæti með fjórtán leiki eftir. Það er bara eitt vandamál: þetta er Arsenal. Svona er heimavallarformið okkar gegn þeim í deildinni síðustu 5 ár: Jafntefli – Jafntefli – Tap – Jafntefli – Tap – Tap. Ég vissi nú að árangurinn gegn þeim á Anfield síðustu misseri væri slakur, en þetta slakur? Nei vá.
Fyrir mér eru þetta erfiðustu leikir tímabilsins; þegar við tökum á móti Arsenal á Anfield og heimsækjum þá á Emirates. Við höfum verið, nánast undantekningarlaust, skrefi eða tveimur á eftir þeim síðustu ár, varla fengið boltann og litið frekar illa út þessar 90 mínútur. Þeir spila alltaf eins. Þeir pressa hátt upp völlinn, eru með 3-5 menn á miðjunni og bakverði sem koma hátt upp.
Við erum búnir að reyna að liggja í vörn gegn þeim, það hefur ekki tekist neitt sérstaklega. Og ég get ekki sagt að ég sé sleikjandi á mér varirnar yfir tilhugsuninni um þá félaga, Cissokho og Toure gegn Özil, Cazorla, Giroud og Podolski. Vandamálið er að þegar við höfum verið að mæta þeim síðustu ár þá núlla þeir okkur algjörlega út. Suarez og Sturridge fá varla boltann, nema til að taka miðju, og miðjumenn okkar virka sem keilur á vellinum sem Arsenal menn spila í kringum.
Og hvað, eigum við þá ekki séns? Auðvitað eigum við séns! Þó að árangurinn gegn Arsenal á Anfield sé nánast eins slæmur og hann mögulega getur verið þá er Anfield ekki sami staður og hann hefur verið síðustu 3-4 ár, eða síðan Rafa var með liðið á sínum hápunkti. Anfield er loksins farinn að líta út fyrir að vera ljónagryfja aftur! Við erum með 31 stig af 36 mögulegum á Anfield með markatöluna 33-8 í 12 leikjum. En á meðan Liverpool hefur verið hrikalega sterkir á heimavelli þá hefur Arsenal ekki verið síðri á útivelli með 26 stig af 36 mögulegum. Það er því ljóst að eitthvað verður undan að láta, en formtaflan lítur svona út:
Arsenal:
Eins og sést á formtöflunni hér að ofan þá er Arsenal ekkert að gefa eftir, þvert á móti. Þeir hafa verið funheitir undanfarið með 16 stig af síðustu 18 mögulegum og hafa ekki tapað síðan þeir fóru í heimsókn á Etihad um miðjan desember.
Þeir hafa verið að missa lykilmenn á síðustu vikum; Flamini náði sér auðvitað í rautt spjald gegn Southampton og svo eru Ramsey, Wilshere, Diaby (ótrúlegt en satt) og Kallstrom allir frá vegna meiðsla. En á móti kemur að Oxlade-Chamberlain er kominn til baka og stimplaði sig heldur betur inn um síðustu helgi ásamt því að Podolski er auðvitað kominn á skrið aftur.
Ég ætla að tippa á að liðið verði óbreytt frá því í 2-0 sigrinum gegn Crystal Palace. Sé Wenger ekki breyta miklu nema þá hugsanlega Rosicky inn í stað Oxlade-Chamberlain eða Podolski.
Þeirra hættumenn eru auðvitað miðjan eins og hún leggur sig. Ég er ekki frá því að hún sé ein sú sterkasta í deildinni og það er engin smá breidd sem þeir hafa. Við þurfum að treysta á unglinga sem nánast þurfa að fá far á leikinn ef við lendum í einhverjum meiðslum. Þeir geta verið án Ramsey, Flamini og Wilshere og samt haft Rosicky á bekknum og stillt upp þetta sterku liði:
Sagna – Mertersacker – Koscielny – Monreal
Arteta – Chamberlain
Cazorla – Özil – Podolski
Giroud
Liverpool:
Okkar menn eru að koma inn í þennan leik eftir vonbrigðin gegn WBA. Eitthvað sem var nánast óhjákvæmilegt eftir líka svona frábæran sigur gegn Everton vikuna áður.
Það er víst eitthvað að styttast í hann Agger og Glen Johnson, en lengra í þá Sakho og Enrique. Sem sagt öll okkar varnarlína er enn meidd. Það er náttúrulega hörmulegt. Ef að City liðið getur spilað afleitlega án Kompany, þá á ekkert að koma á óvart að við lekum mörkum án allra fyrstu kosta í öftustu línu. En það þýðir ekki að gráta það, við verðum að gera gott úr því sem við höfum. Það eru tvö byrjunarlið sem koma til greina, að mínu mati. Ég er skíthræddur að Brendan fari í þessa útfærslu af 4-4-2 sem var jafnfrábær gegn Everton og hún var slök gegn Aston Villa & WBA. En það eru bara ekki margir möguleikar í stöðunni þegar þetta margir eru frá vegna meiðsla. Annaðhvort treystir hann á kerfið sem niðurlægði Everton eða hann verður aðeins varfærnari í liðsvali og tekur Allen inn í stað Coutinho eða Sturridge.
Ég ætla að skjóta á síðari kostinn:
Coutinho hefur verið slakastur af okkar fremstu mönnum undanfarið. Sterling er búinn að vera með okkar bestu mönnum síðan í desember, Suarez er betri en flestir þegar hann á slakan dag og Sturridge er búinn að vera frábær síðan hann kom til baka, fimm mörk í fjórum leikjum (þar af einn sem varamaður). Ég gæti líka alveg setið hérna og fært fín rök fyrir því að Sturridge ætti að víkja á kostnað Allen og jafnvægis í liðinu. En þá skoða ég recordið hans hjá Liverpool, 28 mörk í 35 leikjum! Það er ótrúleg tölfræði!
Spá og pælingar:
Þetta verður erfitt. Þetta verður drulluerfitt! Þarna er næstbesta sóknin að fara mæta bestu vörninni (ef horft er á markatölu). Þeir hafa einungis fengið á sig 21 mark í 24 leikjum (þar af 6 gegn City). Við mættum reyndar öðru liði um daginn sem var búið að fá á sig 20 stykki, þar skoruðum við fjögur og hefðum vel getað skorað fleiri.
Við verðum að mínu mati að pressa þá. Þeir eru einmitt frábærir í því en við öllu slakari að spila úr pressunni. Við verðum því að pressa þá ofarlega á völlinn og sækja hratt á þá þegar boltinn vinnst. Við höfum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar talað um að Suarez og Sturridge nýti sér það hve hægur Þjóðverjinn í vörn Arsenal sé. Hingað til hefur það ekki sést. Þvert á móti þá hafa þeir tveir verið saltaðir, aðallega með því að Arsenal hefur klippt á allar tengingar á milli miðju og sóknar. Þessu verður Brendan að ráða bót á ef ekki á illa að fara!
Ég er ekkert allt of bjartsýnn fyrir þennan leik, ég viðurkenni það fúslega. Deildin er það jöfn þetta árið að ein slæm vika getur skilað manni úr fjórða sæti í það sjötta (já eða fyrsta í fjórða eins og var raunin hjá LFC um jólin). En það veit þó (vonandi) á gott að þeir tveir leikir sem ég hef verið hvað mest stressaður fyrir og alveg eins átt von á tapi voru einmitt útileikurinn gegn Tottenham og heimaleikurinn gegn Everton. Ég ætla því að tippa á að við náum öðrum stórleik og sigrum Arsenal 2-1 með mörkum frá Henderson og Suarez.
Öll stóru liðin eiga eftir að koma á Anfield áður en sú feita syngur í vor, hvar við endum í töflunni er því í raun í okkar höndum. Höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera síðan í september, það er kominn tími til að kveða niður enn eina grýluna á laugardag. KOMA SVO!!!
YNWA
http://youtu.be/PeX_Kde6QNw
Þetta verður svakalegt, tvö frábær lið að mætast í einum mikilvægasta leik tímabilsins! Ég sé enga ástæðu til að vera svartsýnn fyrir þennan leik, arsenal er aldrei að fara að mæta á Anfield og rúlla yfir okkur eins og þeir gerðu fyrr í haust á emirates. Það verður spennandi að sjá hvaða leið Brendan fer í liðsuppstillingu, í mínum huga er þetta spurning um hvort að hann fórni Coutinho fyrir Allen, hann er aldrei að fara fórna Sturridge eða Sterling enda á okkar sóknarlína alltaf að samanstanda af Sturridge – Suarez – Sterling þegar kostur gefst. Best væri held ég að stilla þessu upp eins og þú gerir, hafa Coutinho á bekknum er sterkt vopn og fá hann ferskann inn í seinni hálfleik til að hressa upp á sóknina ef þess þarf, annars er þetta lið okkar ekkert slakara en Arsenal og heimavöllurinn klárar þetta fyrir okkur, 4-2 við lendum 1-2 undir en komum til baka og setjum 3, Sturridge, Sterling og Suarez 2!
Mig dreymdi að þetta færi 3-2 og Giroud myndi skora sjálfsmark á 90 mín og tryggja okkur sigurinn. Það var frábær draumur og verður ennþá betri ef hann verður að veruleika.
Af hverju ekki bara að ÉTA þessa miðju hjá þeim með því að spila 4-5-1 til að byrja með og vinna þennan 6 stiga leik, ONCE AND FOR ALL ! !
Við getum vel unnið þetta lið með svipuðum leik og á móti everton. Wenger veit 99,9% hvernig okkar lið verður af því við höfum ENGA breidd, og rétt náum í lið. Hann er búin að liggja yfir hvernig við spilum undanfarna daga, en hvernig væri að koma honum á “óvart” og sækja bara á þá, vinna þetta síðan 5-3.
Hlakka til og vona að BR nái að galdra fram sömu taktík og á móti evratún.
KOMA SVO ! ! !
það er kominn tími á eitt svona gott fólk!!!
http://youtu.be/NdgKLfAYrZI
YNWA
Frábær upphitun. Ég er ekki alveg viss um að hápressa sé það besta gegn Arsenal. Ég sé okkur alveg fyrir mér spila svipað og í fyrri hálfleik gegn Everton, þar sem við buðum þeim framar á völlinn og rústuðum þeim svo með skyndisóknum og Sturridge fremstan í flokki.
Að öllu leyti er lykillinn að þessum leik, eins og alltaf gegn Arsenal, á miðjunni. Við höfum einfaldlega verið að skíttapa miðjunni gegn þeim í síðustu leikjum og það verður að breytast. Þess vegna tel ég að Joe Allen muni alltaf koma inn í þennan leik, líklega á kostnað Coutinho þar sem Sterling er svo heitur um þessar mundir. Það kæmi mér samt ekkert stórkostlega á óvart ef Sterling viki fyrir Allen til að þétta miðjuna enn frekar. Hvor þeirra sem víkur er samt leikmaður sem við eigum inni á bekknum sem verður tilbreyting fyrir okkur (að eiga alvöru leikmann á bekk, þ.e.).
Ég var frekar bjartsýnn á þennan leik og er búinn að hlakka til helgarinnar en þessi upphitun dró aðeins úr mér tennurnar. Nú krosslegg ég bara fingur og vona að við náum einhvern veginn að nurla í þrjú stigin, og ef það tekst ekki að þá náum við allavega jafntefli. Það yrði allavega skelfilegt að tapa þessu, bæði gagnvart liðunum fyrir ofan og neðan okkur. Það bara má ekki gerast. Heyriði það, Skrtel, Touré og Cissokho?
Að lokum smá fróðleiksmoli:
Liverpool í fyrstu 12 umferðum vetrarins: 7 sigrar 3 jafntefli 2 töp, 24 stig.
Liverpool í seinni 12 umferðum vetrarins: 7 sigrar 2 jafntefli 3 töp, 23 stig.
Ef við höldum sama dampi í næstu 12 umferðum og skilum 23 stigum í hús værum við með 70 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Það færi langt með að nægja okkur í Meistaradeildarsætið. Lykillinn er þó að tapa ekki of mörgum leikjum og það verður að byrja á því strax um helgina, takk.
Áfram Liverpool!
Vá hvað ég man vel eftir þessari sleggju frá Neil Mellor.
Þessi leikur á morgun ætti að sýna okkur stöðuna á liðinu hans Brendan Rodgers. Þeir eru með frábæra tölfræði á heimavelli í vetur og engin ástæða til annars en að vera hóflega bjartsýnn. Ef aftur á móti liðið fellur á þessu prófi, nú þá er bara aðeins lengra í land.
Ég er ágætlega bjartsýnn og miðað við það sem liðið hefur sýnt í vetur, þá vinna þeir þennan leik.
Algerlega frábær upphitun Eyþór!
Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum leik…..ekki kvíðinn. Ég horfi bara á þetta þannig að þetta er fyrsta stóra prófið okkar. Nú fæst sennilega svar við þeirri spurningu hvort við séum að nálgast top 3 liðin í deildinni. Við töpuðum fyrir öllum top 3 liðunum í fyrri umferðinni á útivelli. Nú eru engar fucking afsakanir með meiðsli o.fl. Þeir eru líka með fullt af mönnum í meiðslum og einn í banni.
NÚ ER KOMIÐ AF MOMENT OF TRUTH!
Auðvitað eigum við góðan möguleika að vinna leikinn…….HALLÓ, við erum á ANFIELD! Nú er tækifæri til að senda sterk og skýr skilaboð til City og Chelsea!
Er samt eins og Eyþór ekki alveg búinn að gera upp við mig hvernig ég vil sjá byrjunarliðið. Vil auðvitað hafa SAS í byrjunarliðinu en hef þá áhyggjur af miðjunni……þetta er ekki auðvelt. Allen eða Cutinho eða bara báðir? Sturridge á bekkinn? Ég bara veit ekki hvernig er best að stilla þessu upp. Hvað sem því líður hef ég engar áhyggjur af því að þeir 11 sem munu byrja leikinn munu ekki leggja sig 120% fram í verkefnið! Stemmningin á Anfield verður algerlega geðveik og munum taka þetta 3 -1 (Suarez 2 og Gerrard 1).
Djöfull er ég orðinn spenntur!
KAR:
Ég á þetta til – blessunarlega hefur lítil innistæða verið fyrir því hingað til. Sbr tapið fræga sem ég spáði okkar mönnum á WHL. Ég sem hélt að ég væri svo bjartsýnn að eðlisfari! 🙂
Sturridge á bekkinn, engin spurning. Eigum hann svo inni í seinni ef við erum undir eða það er jafnt. Það veitir bara ekki af að hafa meiri mannskap inná þessari miðju okkar. Lykilatriði að halda markinu hreinu fram í seinni.
Eins og fyrir Tottenham og Everton leikina þá er ég skíthræddur við þennan leik. En ég vona að tilfinningin verði sú sama og eftir þá leiki. Reyndar held ég að leikurinn á morgun verði erfiðari leikur en gegn Totturum og Everton þar sem Arsenal er með betra lið. En heimavöllurinn, sú staðreynd að liðið tapaði dýrmætum stigum í síðustu umferð, sem gerir það að verkum að þeir koma dýrvitlausir í þennan leik og liðið virðist spila vel í þessum “stóru” leikjum þá á ég von á sigri okkar manna.
Verður bara gaman á morgun.
Hef miklar áhyggjur af vörninni fyrir þennan leik. Hún hefur ekki verið sannfærandi og ef einhver þekkir veikleika Kolo Toure, þá er Arsene Wenger sá maður.
Við erum að fara að fá á okkur mörk. Spurningin er svo hvort Suarez og Sturridge verði í stuði eða ekki. Spái 3-2 sigri.
Arsenal burstar okkur á morgun. Því miður.
Hjálp! Ég er ennþá að hugsa um dauðafæri Joe Allen á móti Everton og þversendingu Toure á móti WBA. Fjögur stig farin, á þetta eftir að “elta” okkur í maí?! Sigur á Arsenal á morgun slær á bágt-ið, ósigur……… heimsókn í Fossvogin með ósk um eitthvað róandi!
Ég er aðallega sáttur við að ég þurfi ekki að stilla þessu upp á morgun. Heldur er maður að nafni Brendan Rodgers í því starfi.
En hvernig hann ætlar að gera það er mér hulin ráðgáta eins og flestum hér að ofan. Það liggur nokkuð beint við að stíla inn á skyndisóknir eins og gegn Everton en Arsenal er bara með margfalt meira og betra púður í sókninni en Everton. Þannig að það er hæpið. Það er kannski allt í lagi að byrja þannig en ef illa gengur að komast upp úr pressunni að þá þurfi að setja Allen inn. Það er samt sem áður mjög hæpið að hafa fjóra sóknarmenn inni sem sinna litlu varnarhlutverki aftarlega á vellinum þótt þeir séu góðir í hápressu.
Þess vegna er ég hlynntur því að hafa Allen inni á kostnað Coutinho. Henderson, Gerrard og Allen ættu að geta átt eitthvað í miðjumenn Arsenal og með þannig miðju verður hægt að halda bolta og þannig halda Arsenal frá því að dúndra á veika vörn okkar og jafnframt að veita sóknarþrennunni okkar þá þjónustu sem hún þarf til að hamra á vörn Arsenal.
Ég er ekki sérlega bjartsýnn og spái 2-2 jafntefli í frábærum leik.
Það er hægt að velta sér upp úr allskonar if´s and butt´s.
Ef maður er svartsýnn þá gæti Everton farið í fjórða sætið í þessari umferð með því að vinna Tottenham og LFC tapar gegn Arsenal .
Ef maður leyfir sér smá bjartsýni, þá gætum við séð LFC í 56 stigum eftir næstu 3 leiki (ARS,FUL,SWA) og Everton verið í 48 stigum með tapi gegn Tottenham og Chelsea. (TOT,CRY,CHE).
Arsenal gæti verið í 58 stigum með því að tapa fyrir Liverpool og Mutd. (LIV,MUTD, SUN).
Þetta verður í það minnsta fróðlegt og sigur á morgun væri mikið statement.
Sælir félagar
Frábær upphitun og ég legg ekki meira áykkur. 3 – 1 er mín spá og hún er þannig og verður ekki breytt hvað sem á dynur, hvað sem gerist og hvernig sem allt veltist og snýst. Liverpool er mitt lið og ég styð það til sigurs hvernig sem alla líkur og tölfræði og fyrri úrslit voru, eru og munu verða.
það er nú þannig
YNWA
Flott upphitun og innri skjalftinn er adeins byrjadur thegar eg hugsa um leikinn. Hann mun na hamarki thegar leikurinn verdur flautadur a!
Audvitad er madur skithræddur en eg hef massa tru a hopnum okkar og their munu mæta dyrvitlausir a morgun. Thad er lika kominn timi a Suarez a moti thessum topplidum nuna, held ad hann muni setja 2 og Sturridge eitt sem mun tryggja okkur 3-1 sætan sigur.
KOMA FOKKINGS SVO!!!!
2-1 sigur. Suarez með sigurmarkið og sýnir að hann getur ekki skorað gegn “stóru liðunum”
HaukurJ#13
Eða hugsa um vítaspyrnuna sem Mignolet varði gegn Stoke í fyrstu umferð og vörslunum í leiknum gegn Aston Villa í annari umferð sem tryggði okkur 6 stig í stað 2 stiga 🙂
En skil þig vel hvað þú meinar þetta á allt eftir að telja í maí.
Sko ég er náttúrulega rugludallur. Eitt ruglið er að ég er ferlega hjátrúarfullur með ákveðin mál og ef ritúölin eru ekki rétt er ég alveg eyðilagður maður.
Ritúalið fyrir Liverpool leiki er að spila YNWA á píanó, eða annað hljómborð, rétt fyrir leiki. Ef ég er ekki heima hjá mér, t.d. erlendis sem fylgir vinnu minni töluvert, þarf ég að leita uppi píanó, hvar sem það er að finna, til að spila blessað (helvítis) lagið. Ef það tekst ekki er ég algjörlega eyðilagður og ef LFC tapar er það mér að kenna!
Ég hef laumast inn á svið í hléi á tónleikastað og spilað YNWA á 200km hraða áður en mér var hent út, bankað upp á hjá ókunnugum til að fá að taka í píanóið og farið inn í ótal hljóðfæraverslanir og hótel. Ég hef m.a.s. spilað YNWA á pípuorgel í pólskri kirkju þegar ekki fannst annað hljómborð.
Ef lagið er spilað í c-dúr eru sem betur fer ekki nema 6-7 hljómar í laginu og því auðvelt að spila þetta frábæra lag eftir Rodgers (ekki þó Brendan) og Hammerstein. En ef ég fer út af laginu þýðir það líka vandræði. Eftir því sem mér tekst betur upp spilamennskan finnst mér mínum mönnum takast betur upp sín spilamennska.
Vitanlega er þetta fyrir mann sem er menntaður á sviði raunvísinda, eins og ég er, algjör vitleysa. Það er nákvæmlega engin fylgni á milli míns píanóglamurs og velgengi LFC en svona er þetta nú samt þó að fáránlegt sé.
Þannig að drengir og stúlkur það er með kvíða sem ég mun setjast niður við píanóið í fyrramálið. Ég tek þetta mjög persónulega og tel ábyrgð mína gríðarlega. Tók raunar æfingu áðan og spilaði eins og engill. Veit á gott.
Tekið af vef mbl
“Ef leikjum í deildinni myndi ljúka í hálfleik væri Liverpool með eins stigs forskot á toppnum. Ef aðeins seinni hálfleikur væri spilaður væri Liverpool í 8. sæti, 19 stigum frá toppsætinu.”
Athyglisvert
held að þessi leikur ráðist mikið á sterling hann þarf að eiga stórkoslegan leik.. hann er að mæta veikasta manninum í liði arsenal sem er monreal hann þarf að salta hann fara bakvið hann á fullu..
Sæl og blessuð öll.
Er ekki óhætt að tala um þjáningarsystkin, nú þegar spennan fer að verða óbærileg?
Arsenalmenn munu sækja hart að okkur og þeir sækja á okkur. Þeir gera það nú þegar. Hver kannast ekki krampakennd spörk að næturlagi þegar mikið stendur til eins og nú. Skilja makar ykkar hvað gengur á þegar þið umlið í gegnum svefninn: “passið Özil”, eða veinið, “Nei, Túre, ekki, ekki!!!”?
Víst hefur rauði herinn oft verið burðugri, þegar rimma af þessu tagi er í aðsigi. Og úrslitin hafa ekki verið okkur góð eins og síðuhaldarar hafa rakið. Ég minnist þess fyrir fyrri leikinn þegar ég spáði 1-3 fyrir okkur, þá var öldin önnur og liðið var allþéttskipað. Frammistaðan var engu að síður hrein hörmung. Við gleymdum öllu tiki taka en þeir fengu að taka okkur í … bakaríið.
Ekki er þörf á að auka á þrautir okkar með að endurtaka það sem að ofan er sagt um gatasigti þetta, sem við köllum vörn. Eða minnimáttarkenndina? Ég meina – hvað var Henderson að pæla í síðasta leik að vaða ekki áfram þegar Nallar hleyptu honum í gegnum vörnina eins og vonbiðlar rjóðri júngfrú? Hneisa.
Ekki vildi ég vera í sporum BR, sem nú hefur völina og kvölina. Hvernig á að stilla upp? Á að standa í öftustu vörn, eins og dauðadæmdir fangar leiddir til aftöku? Á að þétta miðjuna og skilja varnarsauðina eftir eina og ótstudda? á að setja Kútínjó inn á eða Allen? Hvernig á að koma SAS inn í leikinn? Hvernig á að mótivera lið sem hefur svona repp gegn hinum ógnarsterku skyttum?
Svo sest maður í sófann raulandi Rogers og Hammerstein, með krosslagða fingur og alla þá hjátrú og kukl sem mögulega kann að hafa áhrif á gang mála þúsundum kílómetra í burta. Þetta verður ekki auðvelt, en einhver verður að gera þetta.
YNWA
Frábær upphitun Eyþór.
Arsenal leikir aldrei tilhlökkunarefni og hvað þá með liðið okkar í því standi sem það er. Það er engu að síður kominn tími til að vinna þessa andskota á Anfield Road.
Tölfræði síðustu ára segir reyndar afskaplega lítið enda Liverpool mikið sterkara í ár heldur en oft áður og að spila allt annan bolta.
Brendan Rodgers gerði mjög barnarleg mistök fannst mér í fyrr viðureign þessara liða í vetur og við fengum fyrir vikið slæma útreið. Ég held að þessi Arsenal leikur úti sé það versta sem ég hef séð frá Rodgers sem stjóri Liverpool og ætla rétt að vona að hann sé búinn að læra helling af þeim leik, Arsenal er að fara stilla sínu liði upp á svipaðan hátt.
Cissokho var aleinn með vinstri vænginn í fyrri hálfleik í nóvember. Þetta var einn af hans fyrstu leikjum í byrjunarliðinu og hann var alls ekki tilbúinn í Arsenal og hvað þá svona gjörsamlega berskjaldaður. Sakho var með Toure og Skrtel í miðvarðastöðunum og þeir réðu mjög illa við vel smurðan sóknarleik Arsenal.
Cissokho er nokkurskonar scapegoat hjá okkur á þessu tímabili en það gleymist að bæði hefur hann bætt sig alveg helling eftir að hann fékk nokkra leiki og að hann er alls ekkert alltaf verstur í okkar liði eftir 90.mínútur. Hann er ekki nógu góður, alls ekki en hann er betri núna en hann var í nóvember.
John Flanagan var svo wing back hinumegin, hann hefur staðið sig vel í ár en nei, hann er alls ekki nógu góður til að spila wing back gegn einu besta liði EPL eins og hann sé Cafu. Alls ekki spennandi að þurfa að fara í báða leikina gegn Arsenal með þetta bakvarðapar.
Miðjan var fyrir vikið undirmönnuð GEGN ARSENAL og með mjög lélegt back up frá bakvörðunum. Ég veit að það er mikilvægt að koma Suarez og Sturridge báðum í liðið en það hefur ekkert að segja þegar andstæðingurinn á ekki í neinum vandræðum með að dekka þá út úr leiknum, rétt eins og vörn Arsenal gerði í leikjum.
Á morgun erum við líklega að tala um Arteta og Wilshere á miðjunni með Chamberlain hægra megin, Özil í holunni og Carzorla vinstramegin. Chamberlain skoraði tvö í síðasta leik og Carzorla hefur verið frábær undanfarið. Þessari miðju þarf að mæta af krafti og það gerum við alls ekki með að hrúga mönnum í vörn og sókn en sleppa bara miðjunni okkar.
Varnarlína Arsenal er síðan ein sú besta í deildinni og það sem hefur skapað velgengni þeirra einna mest í vetur er að þeir hafa afar lítið lent í meiðslavandræðum með varnarmennina sína. Þetta far að minna á gömlu back four hjá Arsenal frá því þegar Wenger tók við ef þeir haldast heilir áfram.
Þetta er gjörsamlega andstaðan við okkar menn sem geta ekki stillt neinum af fyrsta kosti upp í vörninni. Martin Skrtel hefur reyndar verið ómetanlegur fyrir okkur í ár og ég er ekki viss um að Agger myndi slá hann svo glatt úr liðinu en Sakho, Enrique og Johnson væru allir í liðinu. Sama á við um Lucas sem gæti verið hræðilegt skarð á morgun.
Vörnin okkar er að ná nokkrum leikjum saman undanfarið sem vonandi hjálpar og þeir bara verða að halda á morgun. Gerrard þarf að taka þennan leik eins og þetta sé gegn Everton og ég vona að Allen komi inn og verði á miðjunni með Henderson.
Sterling, Suarez og Sturridge eru nánast sjálfvaldir frammi.
Það skilur Coutinho eftir og hann má líklega alveg við því að sitja aðeins á bekknum.
Þeirra lið er mun betur stillt en okkar og holningin á þeirra hóp er mun betri, þeir eru að glíma við slatta af meiðslum en mega betur við því en við enda með góða breidd. Vonandi verða þeir með annað augað á meistaradeildinni en ég sé það þó ekki gerast.
Eitt hefur Arsenal þó ekki fram yfir Liverpool í dag og það er Luis Suarez, thank fuck for that. Það væri alveg tilvalið hjá þeim dreng að klára þennan leik.
Djöfull vona ég að Suarez skori sigurmarkið og Rodgers komi fram og segjir að verðmiðinn á Suarez hefur hækkað um eitt pund í viðbótt 😉
Er ekki rétt hjá mér, kæru félagar, að Suarez á ennþá eftir að skora gegn Arsenal, Manchester United, Manchester City og Chelsea á þessu tímabili?
Heyrði það einhvers staðar út undan mér í vikunni, en er ekki nægilega tölfræðilega sinnaður til þess að leita að því.
Ef rétt er, þá er nú til lítils að vera búinn að skora 18 þúsund fleiri mörk en næsti maður, þegar þú skorar bara á móti litlu liðunum!
Þá er hér líka gullið tækifæri fyrir minn mann Suarez að skora svona eins og 3 stykki á morgun og sýna hversu mikið betri leikmaður hann er í dag heldur en Ronaldo og Messi!!
Ég er alveg mega-spenntur – því það er allt sem bendir til þess að þetta verður stórskemmtilegur fótboltaleikur.
Koooooooooma svo!
Homer
Svona fyrirfram yrði maður sáttur við jafntefli. Tap er alltaf djöfullegt en verður því miður að viðurkennast að er heldur líklegra heldur en sigur. Nú ef sigur næst, þá getur maður farið að gæla við að liðið eigi jafnvel möguleika á einhverju betra en 4. sætinu. Ef leikurinn tapast verður ansi erfitt að láta sig dreyma um neitt nema 4 sætið í besta falli.
Jakob C #19
Nákvæmlega! Taugatitringurinn er bara þannig að maður hugsar um þessi “litlu” atriði sem gætu kostað okkar eitt stykki 4. sæti í maí. Hvað þá ef MU myndi hirða það á lokasprettinum, það væri nánast heimsendir! Eins og fjallað hefur verið um hér og víðar þá er þetta blessaða meistaradeildarsæti alveg gríðarlega mikilvægt!
En mikið sammála þér með markvörsluna hjá Mignolet, algjörlega frábær og að mínu mati bestu kaup BR. Menn hafa hér á köflum ekki verið á eitt sáttir með frammistöðuna hjá honum en hey….. er þetta bara ekki eins og í handboltanum, léleg vörn, engin markvarsla. Þessar reglulegu breytingar á vörninni sökum meiðsla kemur niður á stöðugleikanum í öftustu línunni og Mignolet sýpur seyðið af því og sjálfstraustið dalar.
En anda djúpt, vona það besta með morgundaginn og þrjú stig í hús sem vonandi hjálpar til með að allir verði kátir í maí!
Suarez er samt búinn að skora gegn Chelsea, Arsenal og United á ferlinum.
En að sjálfsögðu fær hann færri færi í þeim leikjum en gegn “litlu” liðunum. Fékk t.d. ekk boltann inni í teig gegn Arsenal og spilaði ekki gegn United í haust sko…
En nóg um það. Hræðilegt gengi gegn Arsenal undanfarin ár þýðir auðvitað að maður er hræddur um hvernig morgundagurinn þróast…en í vetur hefur vond tilfinning oft leitt af sér góðan leik.
Vona innilega að Eyþór hafi rétt fyrir sér í flottri upphitun. Það yrði þá góður dagur!
Ætli Suarez viti af því að 4 sætið er í augsýn 1ári á undan áætlun? Hvað var það sem fékk hann til þess að vera áfram síðastliðið sumar? Janúarglugginn var í svo miklu rugli, þetta lið er komið á þvílíkan endurnýjunartíma að næsta sumar kallar á 4 leikmenn sem labba beint inn í first 11.
Arsenal tapar á morgun og Rodgers sýnir að hann er að læra og heldur áfram að kreysta allt sem til er úr þessum hópi.
Brendan Rodgers er alltaf að hækka í áliti hjá mér.
Toure skorar sigurmarkið
Alltaf gott að vera álitið “minni spámaðurinn” fyri leik og sú tölfröði sem segir að það sé langt síðan við unnum þá á heimavelli kætir mig pínu….því þá styttist í sigurleik og ekkert varir endalaust, nema YNWA! Hinsvegar ergir mig að markvörður arsenal skuli eiga góðar minningar frá okkar heimavelli og vonandi sefur hann illa eftir morgundaginn #baráttusigur #ynwa
Sterling gæti byrjað á bekknum og komið inná í seinni hálfleik, ferskur, fljótur og hungraður þegar aðrir eru farnir að þreytast! !
Fiskur, Sterling hefur nú sýnt það að hann er alveg ferskur í 90 mín. Mér finnst líklegra að Coutinho detti á bekkinn ef hann ætlar að breyta liðinu.
Annars mæli ég með þessu myndbandi, SAS klára þetta á morgun: http://www.youtube.com/watch?v=gYxh8Zhp_SI
Ég vona svo innilega að þessi gaur mæti ekki til leiks á morgun !! http://gfycat.com/ThunderousNastyAidi#
gaman að vita að guð hefur augun á íslenskum aðdáendum fyrir þennan leik
Fowler se lof
nr 20. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef lesið á þessari síðu… og hefur nú margt gott rekið á fjörur kop.is
Skíthræddur við þetta! Sem hefur reyndar boðað gott til þessa í vetur (Tott – Liverpool og Liverpool – Everton).
Staðan á vörninni er auðvitað fáránleg. Á meiðslalistanum er stórgóð vörn eins og hún leggur sig: Johnson, Agger, Sakho, Enrique.
Ég vonast eftir opnum og skemmtilegum leik. Ef Arsenal lukkast að kæfa okkur á miðjunni, verður þetta maus. Þá mun þurfa einstaklingsframtak frá helstu snillingum liðsins og/eða föst leikatriði.
Úff!
Guderian #20,
Snilld!
En…
“Það er nákvæmlega engin fylgni á milli míns píanóglamurs og velgengi LFC en svona er þetta nú samt þó að fáránlegt sé.”
Kannski fylgni, en orsakasamhengi verður að teljast ákaflega ólíklegt. 🙂
Rétt Eyjólfur tölfræðimeistari #39, ólíklegt annað en að hægt sé að finna fylgni milli frammstöðu minnar við píanóið og okkar manna á vellinum hvort sem hún væri jákvæð eða neikvæð. Orsakasamhengi er rétt orðalag.
Frábær upphitun og ef okkar menn nálgast hana í gæðum þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur.
4-1 sigur, léttur leikur og við erum öll æðisleg
Flott upphitun.
Ef leikurinn á eftir gengur jafn vel og heilaskurðaðgerðin sem ég var í, í gær, þá hef ég engar áhyggjur 😉
En þar sem ég ligg á spítala með gömlu fartölvuna mína þá vantar mig link á leikinn 🙁 (er með það saveað heima en ekki á þessu apparati). Einhver sem getur bjargað því?
http://www.wiziwig.tv/broadcast.php?matchid=241725&part=sports
Hérna Gunnar.
Hérna líka Gunnar: http://www.coolsport.tv/schedule.html
Gunnar Ómarsson #43
Hér sjáum við örugga sönnun þess að heilaskurðaðgerðir hafa engin áhrif á Púllara, menn eru og verða alltaf Liverpool-menn.
Nema auðvitað að Gunnar hafi verið manutd-maður áður, eða eitthvað ennþá verra. En þá er líka batnandi mönnum best að lifa.
Á bet 365 eru likurnar/stuðullinn á að Liverpool vinni 2,30 en að Arsenal Vinni 3;30
Þekki þá ekki af því að vilja tapa peningum.
Ekki átti ég von á þessu en þetta,, jú ég átti von á þessu. 🙂