Þvílíkur rússibani þessi leikur í gær.
Litlu við flotta leikskýrslu Eyþórs að bæta en þar sem að ég var að keyra heim í um þrjá tíma eftir stuðið á Spot þá fór ég að velta fyrir mér hlutum.
Því mér fannst svo oft í leiknum okkar menn taka skrýtnar ákvarðanir. Héngu of lengi á boltanum, sendu bullsendingar inn á varnarsvæðinu okkar, voru langt frá mönnum og virkuðu stundum ragir að taka af skarið. Las á twitter frá mönnum á Anfield að Rodgers hafi nærri hrist af sér hausinn í fyrri hálfleik.
Þá kom upp í kollinn á mér að í raun má segja að þarna hafi verið kominn í fyrsta skipti í svolítinn tíma leikur sem var sannkallað “dauðafæri” að búa til smá andrými fyrir liðin fyrir neðan okkur. Auk þess sem að öllum var ljóst eftir rústið gegn Arsenal og síðan baráttusigur gegn Fulham að liðið er í toppbaráttu. Ekki bara meistaradeildarsæti. Heldur TOPPBARÁTTU.
Það vitum við öll sem höfum tekið þátt í íþróttum að það er allt annar karakter sem þarf ef maður er að berjast um sigur heldur en ef maður lullar um miðjuna. Þrátt fyrir alla fótafimihæfileika og taktískar beygjur þá munu úrslitin í deildinni ráðast að stórum hluta hvaða lið og leikmenn halda haus.
Um helgina má segja að þrjú af fjórum liðum toppbaráttunnar hafi unnið karaktersigra. Við einblínum á okkar lið en skulum ekki gleyma því að City marði Stoke í leik þar sem gestirnir fengu dauðafæri í lokin til að ná í stig og Chelsea vann með sjálfsmarki í uppbótartíma. Það mun þurfa marga svona sigra næstu 11 leikina til að við náum þeim árangri sem okkur langar til. Hvað af efstu fjórum sætunum sem við stefnum á.
Í gær fannst mér áberandi að ungu mennirnir áttu erfitt. Flanno, Coutinho og Sterling voru langt frá því sem við höfum séð best til þeirra. Var það vegna þess að þeir voru stressaðir vitandi hvað var í húfi, eða var þetta bara “one of those days” hjá þeim.
En fleiri spiluðu undir getu. Skrtel, Agger, Johnson og Suarez klárlega og þá erum við komnir í rúmlega byrjunarliðið okkar.
En á sama hátt sýndu aðrir frábæra frammistöðu og drógu vagninn í gengum erfitt endamark, við unnum okkur inn þrjú stig sem voru sko aldrei gefin og í leik þar sem öll pressan var á okkur en engin á Swansea.
Pressa fyrir leik skiptir máli. Þetta eru manneskjur sem þurfa að sofa, borða og fókusera eins vel og mögulegt er. Það eru 11 úrslitaleikir eftir, við þurfum að mínu mati 21 stig til að ná 4.sætinu og 27 stig til að vinna mótið. Svona jafnt held ég að þetta verði.
Ef að ég er að hugsa svona þá eru örugglega einhverjir leikmenn og starfsmenn Liverpool að hugsa svona líka.
Um næstu helgi er annar svona leikur, gegn liði sem mun koma á fullri ferð og hafa engu að tapa. Við verðum að vera klárir í slaginn, bæta það sem illa gekk í síðasta leik sem var klassískt í raun, vörn í set-piece atriðum og varnarvinnan á miðjunni en líka halda okkar vopnum og fara á fulla ferð sóknarlega frá fyrstu mínútu.
Vel má vera að leikurinn um helgina hafi bara verið ákveðið “blip” í leikforminu og við stútum þeim næstu. En það er alveg þekkt í sögunni að lið falli á andlitið á lokasprettinum þegar að lið stíga út úr skugga og verða “alvöru” leikmenn á borði þeirra stóru. Spyrjið bara t.d. Newcastleaðdáendur, bæði núna nýlega og í sögulegu klúðri 1996.
Ég hef þó trú á því að við séum með mikla karaktera í hópnum sem verða gríðarlega mikilvægir næstu mánuði. Það er manna eins og Agger, Toure, Gerrard, Sturridge og Suarez að berja menn áfram og koma mönnum yfir næstu hjalla.
Þá verður gaman í maí elskurnar…..mögulega MJÖG GAMAN!!!
Þessi leikur spilaðist eins og ágætis braghending, byrjaði með miklum látum, en svo fóru hlutirnir að versna en allt endaði þó vel.
Á ástar kodda, yfirsæng og undirdýnu
hvílir þú í hjarta mínu,
hverja nótt í rúmi þínu.
Dæmi um góða braghendu sem lýsir tilfinningum mínum til þessa félags mjög vel.
Góðar stundir félagar nær og fjær.
Verður ekki að kalla það sem við sáum um þessa helgi og síðustu eitthvað sem heitir á hinu engilsaxneska máli “Winning mentality”? Vissulega var mikið um slæmar ákvarðanir og slæmar sendingar, en ég tók sérstaklega eftir því að menn eru að reyna muna meira en áður og bendi á síðustu 20 mínútur leiksins. Það er langt síðan maður hefur séð liðið barist svona mikið fyrir því að klára leikinn þrátt fyrir að Swansea hafi jafnað 2-svar.
Gaman eða alveg drullu leiðinlegt og svekkjandi 😉
Núna þarf bara að berja aðeins á þessum varnarmönnum og reyna að fá þá til þess að hætta að gefa öll þessi mörk, flest mörkin á tímabilinu sem við höfum verið að fá á okkur er vegna þess að varnamennirnir eru ekki að halda haus í 90+ mín.
Við förum bráðum að fá Lucas og Sakho til baka og það mun klárlega styrkja bekkinn hjá okkur og svo er Allen að koma sterkur til baka miðað við innkomuna í Swansea leiknum og gæti ég séð Coutinho hreinlega detta á bekkinn í næsta leik.
En ég þori ekki að hugsa lengra en 4 sætið í bili og það yrði nóg fyrir mig (í bili allavega)
en ef við verðum þarna þegar að 5 leikir eru eftir þá kannski fer ég að láta mig dreyma um eitthvað meira.
Frabærar pælingar og thær hafa fullan rett a ser.
Vid eigum ad stefna a toppinn ur thessu og EKKERT ANNAD! Erum i dauda, dauda, daudafæri ad klara fjorda sætid en thad gefur ekki øruggt sæti i CL heldur umspil sem getur verid erfitt ad komast i gegnum.
Erum med frabært lid i høndunum sem eru komnir med blod a tennurnar og thad sast vel i tapinu a Emirates i bikarnum, strakarnir okkar thyrstir i arangur og thad er vel. Ur thessari stødu eiga menn ad klara einn leik i einu og ef fokusinn og barattan verdur til stadar tha eigum vid i vændum storkostlegan lokasprett i vor!
Finn ad pulsinn hækkar hja mer thegar eg skauta i gegnum thessa umrædu enda er helviti langt sidan vid høfum verid i alvøru sens a titlinum!
YNWA!
Eitt er gott við Rodgers (meðan það gengur vel) og eitthvað sem þeir sem mest þoldu ekki Benitez (og hvað þá Houllier) ættu að fagna, það að hann vill frekar fara all in til að ná öllum þremur sigrunum frekar en að spila upp á jafntefli. Mörg jafntefli eru afar dýr eins og við þekkjum.
Á móti mætti þetta lið okkar læra að drepa leiki við og við. Það þarf ekki alltaf að halda áfram að sækja á fullu þegar staðan er orðin 2-0 og okkur hefur refsast fyrir þetta ansi oft í vetur. Það á ekki að gerast að Swansea komi til baka á 3 mínútum eftir að hafa lent 2-0 undir á Anfield.
Steingleymdir Henderson þarna í lokin, klárlega lang mesti leiðtoginn af öllum ungu leikmönnunum okkar.
Þetta lið er náttúrulega ótrúlegt. 105 mörk í 27 liverpool leikjum hafa verið skoruð í vetur.
– Tæplega 4 mörk í leik
– Mark á um 23 mínútna fresti
Það verður enginn svikinn af skemmtanagildi fótboltans sem liðið spilar.
Menn verða samt líka að átta sig á því að Swansea hentar okkur gríðalega illa og eru nánast eins og spegill mynd af okkur.
Hérna eru úrslitinn úr síðustu viðureignum liðana
Liverpool 4 Swansea 3
Swansea 2 Liverpool 2
Liverpool 5 Swansea 0
Swansea 0 Liverpool 0
Swansea 1 Liverpool 0
Liverpool 0 Swansea 0
s.s 2 sigurleikir, 3 jafntefli og eitt tap.
Þeira leikstíll er að spila boltanum, halda boltanum og stjórna leikjum. Þeir vilja rólega leiki(þótt að 4-3 teljist seint rólegt) og þeir lenda sjaldan í því að pakka með 11 í vörn. Þeir reyna alltaf að spila fótbolta.
Ég veit að þetta er klisja en sum lið hentar okkur betur. Okkur finnst allt í lagi í dag að lið pakki gegn okkur því að við höfum verið að opna varnir. Við elskum ef lið færa sig framar gegn okkur og eru með varnalínuna hátt uppi. Okkar lið lítur vel út þegar hraðinn er keyrður upp.
Swansea er lið sem færir ekki varnarlínuna hátt upp, Swansea vilja ekki of hátt teppó og Swansea pakka ekki í vörn.
Ég held að Rodgers hafi verið algjör himnasending fyrir okkur en í leiknum gegn Swansea var hann einfaldega ekki nógu klókur með taktík, Því að leikmenn Swansea fengu fullt af plássi og tíma með boltan en það elskar þeir. Við hefðum annað hvort átt að setja mikla pressu á þá eða draga okkur vel tilbaka og loka svæðum þegar þeir voru með boltan. Við vorum eiginlega í hálfpressu og hálfir tilbaka og létum þá líta vel út.
Við áttum samt einfaldlega slakan leik í gær og þurfum að gera betur gegn Southampton. The Saints vilja líka halda boltanum og þeir vilja meiri hraða en Swansea og færa línuna aðeins hærra upp. Þeir eru alltaf líklegir til að skora en í síðustu 4 sigurleikjum sínum þá fengu þeir ekki mark á sig svo að þeir geta varist líka.
Ég held að leikmenn finna alveg fyrir spennuni í stuðningsmönnum og finna að væntingarnar fara að aukast og þá fara menn að gleyma sér smá og sendingar verða ekki alveg eins markvissar og menn fara að hugsa of mikið og hanga of lengi á boltanum.
Á þessum tímapunkti verða leiðtogarnir í liðinu að stíga upp Gerrard, Agger, Skrtel, Suarez, Glen og Toure verða að reyna að halda liðinu við efnið og einbeita sér að einum leik í einu en það getur verið virkilega erfitt verkefni hjá liði sem hefur ekki verið að standa sig.
p.s er samt ekki gaman að geta sagt að liðið okkar átti ekki sinn besta dag, skoraði samt 4 mörk og skilaði 3 stigum. Ég er viss um að öll önnur lið í deildinni væru ánægð með svoleiðis útkomu.
Ég lít á þetta sem 3 möst sigrar á 4 sæti og 3 möst sigrar á 1 sætið. Þetta eru leikirnir sem eru eftir:
Southampton (ú), Man Utd (ú) , Cardiff (ú), Tottenham (h), West Ham (ú), Man City (h), Norwich (ú), Chelsea (h), C Palace (ú), Newcastle (h) Sunderland (h).
Til að tryggja 4 sætið tel ég að við verðum að vinna 3 leiki af þessum fimm: Southampton, Man Utd, Tottenham, Newcastle og Sunderland.
Til að eiga möguleika á 1 sæti tel ég að við verðum að vinna 3 leiki af þessum fimm: Chelsea, Man City, Man Utd, Tottenham og Newcastle.
Að gefnu að við skítum ekki á okkur í hinum leikjunum sem ég taldi ekki upp!
Vonandi nær hópurinn að halda fókus en það er langt síðan að við höfum verið í dauðafæri á meistaradeildarsæti eða topp sætinu. Nú kemur í ljós úr hverju hópurinn er gerður!
game on
Held reyndar að Agger verði ekki máttarstópi í þeim leikjum sem eftir eru. Sako kemur inn fljótlega og Agger verður hent út. og ef okkur finnst Swansea henta okkur illa þá eru Southamton lið sem hentar okkur enn ver, er miklu meira en stressaður fyrir þennan útileik
Hversu mörg lið myndu ekki strögla smá við öll þessi meiðsli. Höfum misst 3 hafsenta, bara Skrtel eini sem helst heill, báðir byrjunarliðs bakverðirnir og eini defensive midfielderinn. Það er svo sem ósköp eðlilegt að þetta sé ekki perfect. That being said þá er samt hægt að búast við betri niðurstöðum en þessu.
Bara 4 stig í fyrsta sæti, má maður leyfa sér að dreyma?
Mjög fínar pælingar hjá þér Maggi 🙂 Hinsvegar finnst mér fyrirsögnin vera eitthvað vitlaus! Taugaóstyrkur er klárlega lýsingarorð en ekki nafnorð, þess vegna hefði kannski frekar átt að standa: “vorum við að sjá taugatitring um helgina” 🙂 En sammála flestu í þessum góða pistli 🙂
Ég er mun meira stressaður fyrir Southampton leiknum af þeirri einföldu ástæðu að þetta er útileikur en þeir virðast henta okkur einstaklega illa þetta seasonið.
Er alls ekki viss um að við hefðum klárað Swansea á útivelli og það er það helsta sem BR þarf að laga í þessu liði og það er að leikmenn trúi að þeir geti unnið alla leiki hvort sem það er heimaleikur eða ekki!
flottur pistill Maggi og mikið til i þessu. okkar leikmenn virkuðu stressaðir i gær og það þarf að laga..
eg er drullu drullu hræddur við southampton og man utd úti. hofum ekki verið að taka stig a þessum völlum og eg vil lagmark 3 en helst 4-6 stig ur þessum leikjum i ár. tökum við 4-6 stig ur þessum leikjum þa skal eg trua að MOGULEIKI se a einhverju storkostlegu.. eg er ánægður að eiga 6 stig a Tottenham þvi ef mjög illa fer gegn Southampton og Man Utd þa erum við samt enn i 4 sæti en bunir með 2 erfiðustu utileikina. erum búnir að vinna núna 3 leiki i roð ef eg tel rett og er það ekki rett hja mer að við höfum aldrei unnið meira en 3 leiki i röð i deild undir Rodgers ???
lokakaflinn verður allavega spennuþrunginn og maður er með fiðring að hugsa um það sem gæti gerst 😉
en getur einhver sagt mer Hvenær Enrique og Sakho koma ?? eg helt þegar Enrique meiddist að hann kæmi i lok januar eða byrjum febrúar og eg get ekki beðið eftir að fa þann mann aftur inni liðið… einnig helt eg að Sakho yrði ekki lengi frá en hann er buin að dragast lengi….
eg er frekur og eg er farin að venjast podcasti i hverri viku og eg skora a ykkur að koma með podcast td a miðvikudaginn og fara yfir ferðina a anfield um helgina, leikinn við swansea og framhaldið 😉
Sæl og blessuð.
Það er naumast. Nýr pistill kominn inn á síðuna og við erum enn nötrandi eftir sjömarkasunnudag.
Ljóst er, eftir leikinn í gær, að alls ekkert er öruggt. Hér er engin formúla húðflúruð á upphandleggi leikmanna. Ekkert “ekkert-sem-getur-klikkað” plan og örugglega engin sú kjölfesta í iðrum leikmanna sem gefur þeim styrk og festu nú þegar lokaspretturinn er að hefjast. Tap gegn Arsenal hefði átt að sýna allar steypuskemmdirnar, sprungurnar blöstu við og allt það – þetta hefði átt að vera kíttað og bætt, en, nei – enn hriktir í undirstöðunum. Vörnin lekur og miðjan klikkar og feilsendingarnar eru svo margar að maður verður óstyrkur við tilhugsunina eina. Þetta er allt skilmerkilega rakið í þessum góða pistli.
Nú er það bara þannig að allt getur gerst. Ófarir geta leitt af sér verri ófarir. Afhroð gegn skrattadjöflunum rauðu gæti orðið upphafið að endalokunum. Það væri nú sorglegt.
En svo gæti þetta líka orðið mót gleðinnar. Þetta er mannskapur sem kann að koma á óvart. Það sáum við e.t.v. fyrst þegar nafni hóf sitt leikbann og við rústuðum Hnjúkaseli. Síðan þá hafa þeir glatt og yljað, þvert á allar hörmungarspáð.
Ég spái hinu síðara það sem lifir móti. Allt er á réttri leið. Máttarstólparnir eru að varpa af sér hækjunum. Mikilvægasta forsendan fyrir því að þetta fari nú vel er hins vegar sú að við lærum hraðar og betur en hinir. Ég held þetta sé einmitt munurinn á BR og forverunum. Hann hlustar og nemur, lærir og lagar. Það er einmitt málið núna á þessu vonarbjarta vori!
Þaðð er ekki bara 4 manna varnarlínan sem að er vörninn, það er allt liðið sem að verst sem heild, það er bara vitleysa að segja að einn og einn í vörninni geri vörnina hjá Liverpool lelega, við erum að spila sóknarbolta, en þegar við erum komnir yfir í leikjum verða aðallega miðjumenn og bakverðir að lesa leikinn betur.
Er alveg fatta að ef Sakto kemur úr meiðslum þá verður Agger hent út. Sakto er efnilegur enn hann mun eiga jafnmiklum erfiðleikum i vörninni og Agger og Skrtel. Leikaðferðinn býður uppá þetta þegar við spilum svona sóknarbolta. Þetta er eitthvað sem Rodgers þarf að fínpúsa og jafnvel finna rétta jafnvægið.
Afsakið þráðarránið en afhverju vantar kop.is á þennan lista? Hvar hætti kop.is að vera á listanum yfir vinsælustu vefi landsins?
http://veflistinn.is/?_a=441&_m=35&_serviceType=1&_serviceId=0
(Ef þetta þráðarrán er too much þá biðst ég afökunar á meðan kop.arar eyða þessu út)
Það er svolítið pirrandi að fjórða sætið gefi ekki sæti í Meistaradeildinni ef Utd vinna hana. Er það ekki alveg týpískt að þeir taki e-ð ævintýri eins og við árið 2005 og vinni keppnina?
Yrði a.m.k. martröð og tímabilið gæti ekki endað á verri hátt en að þetta myndi gerast.
Suarez er nú enn lang markahæstur í þessari deild, og jafn Gerrard og Rooney á toppnum í stoðsendingum. Semsagt lang bestur í þessari deild í ár. EN ekki kæmi það mér á óvart ef að bretunum tækist einhvernveginn að finna einhvern annan sem leikmann ársins svo þeir þyrftu nú ekki að velja Suarez.
Garth Crooks hjá BBC talar nú að það væri hugsanlega hægt að velja Rooney sem player of the season. Hann velur hann svo í lið vikunnar sem framherja eftir þetta eina mark sitt, en sleppir Sturridge sem skoraði tvö og lagði upp eitt um helgina.
Liðið sýndu kannski eitthvað stress í þessum leik (skiljanlega) en karerkterinn þeim mun meiri. Annars finnst mér vitluast að tala um að betra lið en Swansea hefði unnið okkur í þessum leik einsog ég hef orðið talsvert var við. Ef við hefðum verið að spila við eitthvað annað lið þá væri einfaldlega um allt annan leik að ræða, BR og liðið í heild hefðu nálgast þann leik með öðrum hætti.
Hins vegar er það síðan annað mál að þessum fjárans einstaklingsmistökum í vörninni þarf að fækka, ég sá um daginn að Liverpool ættu enn eitt metið í deildinni og það var að eiga flest mistök sem leiddu til marks, það náttúrlegaa gengur ekki hjá liði sem ætlar sér að vera í CL sæti og því síður ef við ætlum að blanda okkur í toppbaráttuna.
Vorum heppnir að vinna þetta í lokin. Vörnin var ömurleg. Verðum að laga hana til að verða ENGLANDSMEISTARAR!!!!!!!!!!!!!!!!
ÁFAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!
Vil bæta við að ég held að sigurinn á Fulham hefi verið gríðarlega mikilvægur fyrir lokasprettinn. Að fá finna það að þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Held að allir sem hafa verið í íþróttum hljóti að vera sammála mér í því að baráttusigur sem vinnst ekki fyrr en í blálokin gefur manni miklu, miklu meira en einhver stórsigur, sama hver mótherjinn er.
#22 Held að engin sé að segja að ef eitthvað annað lið en Swansea hefði verið að spila við okkur hefðum við tapað heldur að ef við hefðum spilað þennan leik á útivelli hefðum við hugsanlega tapað þessum leik. Það er einmitt þar sem að „Grýlan“ þetta seasonið liggur að við erum allt annað lið á útivöllum. Oft á tíðum hefur þetta verið „Litlu“ liðin sem hafa verið að stríða okkur og það er enn hægt að færa rök fyrir því en nú eru að það „Litlu“ liðin á útivöllum sem eru að gera okkur lífið leitt og það er það sem við þurfum að laga. Ef BR getur stoppað upp í þetta gat að þá er ég bjartsýnn á það sem eftir er af tímabilinu. Ef ekki að þá er 4ja sætið bara það mesta sem við getum leyft okkur að vona!!!
væri mjög gaman að lenda í 3 sætinu og en það er bara bónus klárum dæmið og höldum 4 sætinu og við eigum alveg möguleika að komast inn í CL , þurfum að kaupa 5 til 6 leikmen , kantara2 , framherja 2 , varnarmen 2 , og bæta hópin okkar og styrkjast sem lið . það er ekki langt í það við verum enskur meistari okkar elskulega félag Liverpool sem við elskum allir sem skoðum kop.is og comenta hér og ræða saman um okkar áhugarmál sem er Liverpool !. Áfram Liverpool !!, besta lið í heimi !.
Fórnarkostna?ur vi? alvöru sóknarbolta er klárlega varnarleikurinn en hver vill skipta á þessari rússíbanarei? e?a taktískum lei?indum húlla og benna! Ma?ur spyr sig.