Sigur á Swansea og Liverpool nær mesta stigafjölda sem félagið hefur náð eftir 27 umferðir frá því Úrvalsdeildin var stofnuð. Þetta kom ég inná í síðustu viku og eins gerði ég sér færslu eftir 27 umferðir á síðasta tímabili.
Þetta er ekki bara bæting frá síðasta tímabili um heil 17 stig heldur líka bæting á tímabilinu 2008/09 þegar liðið var með 55 stig eftir 27 umferðir og endaði með 86 stig. Besta sem félagið hefur náð í Úrvalsdeild.
Það sem mig langar að skoða aðeins betur er hversu fáránlegt það er að þetta sé raunin á þessu tímabili. Það að Liverpool sé 4 stigum frá toppsætinu núna er svipað fáránlegt og að láta sér dreyma um sigur í Meistaradeildinni tímabilið 2004/05 (Hello, hello).
Eftir síðasta tímabil var ljóst að Liverpool var mjög langt á eftir liðunum fyrir ofan sig í deildinni og við þurftum stórt sumar til að brúa þetta bil.
Inn komu: Toure, Alberto, Aspas, Mignolet, Cissokho, Ilori, Sakho, Moses
Út fóru: Shelvey, Suso, Reina, Spearing, Downing, Assaidi, Borini og Carragher
Þetta er ekki nokkur bæting á pappír og skýrir alls ekki muninn á þessu tímabili og því síðasta. Kolo Toure er búinn að spila 16 af 27 deildarleikjum í byrjunarliði og hann er engu skárri en Carragher var í fyrra, líklega nokkuð langt í frá. Sakho er búinn að byrja 12 af 27 leikjum og Aly Cissokho er búinn að spila 11 af 27 deildarleikjum. Enrique er búinn að spila heila 6 deildarleiki og eins og ég sýni fram á hér neðar þá hafa sjö mismunandi leikmenn hafið leik í stöðu vinstri bakvarðar á þessu tímabili, sex mismunandi leikmenn hafa spilað í hægri bakverði eða væng bakverði. Mignolet kom í staðin fyrir Reina og telst varla mikil breyting heilt yfir.
Þessi færsla er í grunninn um breytingar á varnarlínunni milli leikja en til að klára síðasta sumar þá tókst ekki að landa neinum af helstu skotmörkum sumarsins, Mkhitaryan, Costa eða Willian sem hafa allir verið mjög öflugir hjá sínum liðum. Moses er mun verri en Downing var í fyrra, Aspas er engu betri en Borini, Alberto mun verri en bæði Suso og Shelvey.
Aðrir eins og Assaidi, Ilori og Spearing skipta ekki máli í samanburði milli tímabila.
Sex lið enduðu tímabilið fyrir ofan Liverpool og markmið sumarsins var því að reyna brúa það stóra bil og helst þá með því að gera betur en þau á leikmannamarkaðnum.
Þessi lið voru ekki beint samvinnuþýð og svona var sumarið hjá þeim (Smellið á liðin til að sjá leikmannaviðskipti á þessu tímabili):
Everton – 2 stigum fyrir ofan Liverpool. Skiptu um stjóra, fengu betri mann inn.
Fellaini var frábær hjá þeim og Anichebe drjúgur en Lukaku rúllar Anichebe upp á meðan Barry og McCarthy hafa verið mun sterkari en Fellaini. Ofan á það styrkja þeir hópinn með hinum stórefnilega Delofeu, Wigan strákunum og núna í janúar tveimur leikmönnum til viðbótar. Mun sterkara lið á pappír sem reyndar er að standa sig vel.
Samt er Everton 11 stigum frá okkur núna.
Tottenham – 11 stigum fyrir ofan Liverpool. Þeir misstu vissulega sinn langbesta leikmann og losuðu sig ofan á það við marga squad leikmann á háum launum sem eru að gera ágæta hluti í EPL.
Fyrir þá komu leikmenn fyrir 100m sem allir voru eftirsóttir og spennandi. Á pappír ættu Spurs að vera sterkari en í fyrra með þessa inn Paulinho, Chadli, Soldado, Capoue, Chiriches, Lamela, Eriksen. Af þessum sem fóru var Bale sá eini í risahlutverki, aðrir spiluðu lítið en voru á góðum launum. Fyrir er Spurs með gott lið og Adebayor er nánast nýtt signing hjá þeim núna.
Þeir hafa núna skipt um stjóra og eru ennþá okkar helsta ógn en þó 6 stigum á eftir Liverpool.
Arsenal – 12 stigum á undan Liverpool í fyrra. Fyrir það fyrsta héldu Arsenal öllum þeim leikmönnum sem þeir vildu halda og bættu við Özil á 42m og Flamini í stöðu sem þeim hefur vantað mann síðan hann fór frá Arsenal.
Þeir hafa líka alveg haldið dampi í vetur en eru nú bara þremur stigum á undan Liverpool.
Chelsea – 14 stigum á undan Liverpool. Þetta er auðvitað hálfgert svindllið og ekki hægt að keppa við þá á leikmannamarkaðnum. Þeir hafa verslað mikið af leikmönnum undanfarin ár og eru með afar sterkan hóp sem þeir bættu bara enn frekar í sumar. Þeir skiptu um stjóra sem ég fagna mikið en það fá fáir meiri pening til að styrkja sín lið en Motormouth.
Þennan hóp þurfti lítið að styrkja og bæði í sumar og janúar hafa þeir keypt leikmann sem var sterklega orðaður við Liverpool og rétt rúmlega það. Fyrst Willian og svo núna Salah. Eins var Atsu sterklega orðaður við okkur líka en fór til Chelsea og hefur ekki frést af honum síðan. Þeir bættu þremur mönnum við hópinn hjá sér í janúar líka.
Hópur Chelsea er svo stór að ekki er hægt að hafa þá alla og því eru þeir með 1-2 sterk byrjunarlið úti á láni líka. Þeir hafa ekki látið neinn fara sem þeir sakna nema þá líklega Lukaku sem er á láni hjá Everton. Mata var ekki í náðinni hjá Motormouth.
Chelsea er núna 4 stigum á undan Liverpool. Magnað ef skoðað er hvernig þessi lið hafa nýtt leikmannamarkaðinn á þessu tímabili.
Man City – 17 stigum á undan Liverpool. Þetta er hitt svindlliðið og að mínu mati skiptu þeir inn mun betri stjóra en var hjá þeim áður. Hópur City var fyrir alveg fáránlega sterkur og þeir bættu við hann Navas, Negredo, Fernandinho og Jovetic. Allir hafa verið mjög góðir það sem af er þó Jovetic sé bara ný stigin upp úr meiðslum.
Út fór enginn sem veikti hjá þeim byrjunarliðið og varla hópinn heldur. Samt eru þeir bara stigi á undan Liverpool núna en eiga reyndar leik til góða.
Ég óttast að á endanum bíti munurinn á hópum þessara liða okkur í rassinn en það að vera ennþá með í samtalinu í febrúar er gott afrek eftir sl. sumar.
Man United – 28 stigum á undan Liverpool. Meistararnir eru svo skemmtilegasta dæmið. Enn eitt liðið sem skipti um stjóra og sú breyting hefur farið betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Enn sem komið er a.m.k.
Ekki geta þeir bent á leikmannagluggann sem afsökun enda þótt þeir hafi verið skemmtilega klaufskir þar þá fengu þeir inn miðjumann á tæplega 30m og misstu engann úr leikmannahópi sem vann deildina af öryggi í maí sl. Þeir bættu svo ennþá dýrari miðjumanni við í janúar og tóku upp úr akademíunni eitt mesta efnið í fótboltanum í dag. Eini sem fór frá þeim sem einhver alvöru söknuður er af er svo Bebe.
Samt er Liverpool núna með 11 stiga forystu á United.
Endalaust rót á vörninni
Ekki getum við þakkað stöðugleika þetta bætta gengi okkar því nánast allir leikmenn liðsins hafa á einhverjum tímapunkti dottið í meiðsli eða leikbönn, flestir í nokkrar vikur í senn. Mest hefur rótið verið á vörninni og þar eru líka flest öll okkar vandamál.
Auðvitað er það þannig í fótbolta að allir leikmenn liðsins bera ábyrgð á varnarleiknum og það hvernig Liverpool leggur leiki upp á þessu tímabili er alltaf að fara skapa vandræði í varnarleiknum. Það er einfaldlega fórnarkostnaður sem stjóri Liverpool er tilbúinn að taka og gerir ítrekað. Hann hefur eftir síðasta leik talað um að vilja mun frekar klára leiki með style og/eða reyna við öll þrjú stigin heldur en að pakka í vörn og merja leiki með herkjum. Eins hefur hann talað um að einhverjir þeirra varnarmanna sem hann fékk í arf þegar hann tók við sé ekki hægt að þjálfa í hans hugmyndafræði og það er augljóslega farið að fara aðeins í taugarnar á honum.
Agger, Skrtel og Toure eru ekki á góðum aldri hvað leikmenn hjá Liverpool í dag varðar og verða aldrei allir þrír ennþá hjá okkur á næsta tímabili. Leikmenn sem eru komnir á aldur og eru á góðum launum verða að skila betur af sér inni á vellinum til að réttlæta veru sína hjá FSG sem er vægðarlaust hvað þetta varðar. Johnson er líka mjög tæpur og staða Enrique getur ekki talist örugg. Nánast öll vörnin og allir (utan Skrtel og Toure) eiga þeir það sameiginlegt að vera allt of mikið frá svo hægt sé að stóla á þá.
Ef Liverpool heldur áfram á þeirri braut sem þeir eru á núna endar liðið á því að skora meira en það hefur áður gert í Úrvalsdeild áður en afreka þá líka á sama tíma að leka inn fleiri mörkum en liðið hefur áður gert. Hversu dæmigert er það fyrir okkar ástkæra félag? Aldrei eðlilegir, aldrei leiðinlegir.
As it stands, #LFC will set new club records for most goals scored and most goals conceded in a 38 game PL season #kamikaze
— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) February 24, 2014
Það er því að sjálfsögðu alls ekki hægt að kenna varnarmönnum liðsins einum um og miðjan hefur oft á tíðum verið ansi fámenn og hjálplítil varnarlega. Engu að síður er það rót sem verið hefur á varnarleiknum klárlega helsta ástæðan fyrir því hvað liðið lekur inn af mörkum. Þetta er eitthvað sem Rodgers þarf að laga og það strax og vonandi næst það með minna leikjaálagi og smá heppni.
Mjög mörg þeirra marka sem Liverpool hefur fengið á sig í vetur er vegna afar klaufalegra varnarmistaka sem skrifast einfaldlega bara á varnarmennina, ekki skyndisóknir sem eru tilkomnar vegna þess að allir aðrir voru í sókn. Hef ekki tölur yfir þetta en mig grunar að svona mistök hafi kostað fleir mörk en stórsókn okkar manna.
Ég tók saman út frá leikskýrslum hér á kop.is byrjunarliðið í hverjum leik það sem af er þessu tímabili, þ.e. hvernig varnarlínan hefur verið.
*Mögulega eru einhverjar smávægilegar villur í þessu og þetta tekur ekki á skiptingum í miðjum leik.
Liverpool hefur spilað 32 leiki í öllum keppnum og í 23 skipti hefur varnarlínunni verið breytt milli leikja. Ein breyting eða fleiri.
Liðið hefur spilað 27 deildarleiki og í 18 skipti hefur vörninni verið rótað milli leikja.
Sex mismunandi leikmenn hafa hafið leik í hægri bakverði eða sem væng bakverðir í deildarleikjum og sjö ef við teljum bikarleiki með, Kelly bætist þá við hópinn.
Sjö leikmenn hafa hafið leik í vinstri bakverði eða í væng bakverði.
Ef maður skoðar þetta svona er ekki hægt að segja að vandræði varnarinnar komi beint á óvart.
Fyrir mót hefði maður talið okkar bestu varnarlínu vera Johnson – Agger – Sakho – Enrique. Þeir hafa afrekað svona marga leiki í byrjunarliði og aldrei allir í einu:
Fyrir mót vorum við búin að afskrifa Skrtel með öllu og raunar hefur hann gert ansi mörg varnarmistök. Hann hefur þó verið eini kletturinn í vörninni á þessu tímabili og bjargað því sem bjargað verður. Cissokho var hálfgert grín en er að koma ágætlega til. Kolo Toure byrjaði vel en hefur á köflum ekki verið í Championship klassa og fyrir mót var ekki nokkur einasti maður að svo mikið sem tala um Flanagan, hann er núna búinn að spila 12 deildarleiki og það í bæði hægri og vinstri bakverði.
Wisdom var sendur á láni, Ilori fékk ekki leik og Kelly hefur svo gott sem ekkert spilað.
Úr þessu hefur Rodgers náð að moða hingað til, ekki beint með glæsibrag varnarlega en það er nokkuð keppnis að bregðast við vandræðum í vörninni með því að skora bara meira en andstæðingurinn.
#LFC have conceded 35 league goals this season – they have only conceded more in 13 of the last 21 full seasons #leaky
— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) February 24, 2014
Liverpool er einu marki frá því að vera búið að skora jafn mörg mörk núna og það gerði allt tímabilið í fyrra, með nákvæmlega sömu leikmenn (Sturridge og Coutinho þó bara hálft tímabil í fyrra).
Bætingin á Suarez er ótrúleg og hann á Rodgers mjög margt að þakka, hvað þá eftir endirinn á síðasta tímabili og sápuóperu sumarsins. Hans saga er síðan heldur betur búinn að drepa þá klisju að það sé aldrei gott að halda leikmönnum gegn þeirra vilja. Það er að ganga fínt hjá okuur þakka þér fyrir.
Bætingin á Sturridge er engu minni, hann væri ennþá varamaður hjá Chelsea og líklega farinn á láni hefði Rodgers ekki kippt honum yfir og bjargað ferli hans. Rifjum aðeins til gamans upp álit margra þegar Liverpool keypti hann á 12m. Á sama tíma og Chelsea keypti sjóðandi heitan Demba Ba á 7m. Hvor er hlæjandi núna?
Coutinho var varamaður hjá Inter í fyrra og það lið var ekki að gera merkilega hluti. Sterling vorum við búnir að afskrifa nánast bara í október og hlógum að “good game son” línunni í ferðinni okkar frægu þegar við hittum kappann eftir leik. Eitthvað held ég að hann hafi fengið að heyra þessa setningu oft undanfarið.
Henderson er síðan að stórbæta sig með hverjum leik á meðan Gerrard er að læra nýtt hlutverk 33 ára gamall og ennþá að skapa fullt af færum og mörkum.
Þetta eru sömu leikmenn og við vorum með í fyrra og ef eitthvað er þá hefur sóknarógnin frá varnarmönnunum minnkað og það all verulega.
#LFC have scored 70 league goals this season – they have only scored more in 3 of the previous 21 complete seasons #bonanza
— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) February 24, 2014
Toppbaráttan eða baráttan um 4. sæti
Ef við viljum skoða toppbaráttuna út frá þessu tímabili hingað til þá er þetta það sem þarf til að ná 85 stigum (sem gæti vel dugað).
The 'Race to 85' table shows #LFC have a lot to do to win the league. Still need at least 9 wins I reckon pic.twitter.com/9YcBH5dXRf
— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) February 24, 2014
Þetta er hinsvegar það sem þarf til að tryggja 4.sætið (eða ætti að gera það)
Here's the table for 'Race to 75 points'. Rodgers has averaged 1.80 over his entire time at #LFC, for the record. pic.twitter.com/Mid70zU9wZ
— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) February 24, 2014
Ef síðasta tímabil er eitthvað til að fara eftir þá er hér samanburður á Liverpool nú og liðunum sem voru að keppa um 4. sæti á síðasta tímabili.
Top4 Battle! If spurs keep it up this will likely be the highest points total required for a Top4 finish ever. 75 pts pic.twitter.com/FLPU7LYNBI
— TheKopHopper (@KopHopper) February 23, 2014
Hér er síðan hægt að sjá myndrænt hvernig þetta er okkar besti árangur eftir 27 umferðir síðan úrvalsdeildin var stofnuð
And that makes this the best ever start to a premier league season for #LFC pic.twitter.com/rPXNp7WXca
— TheKopHopper (@KopHopper) February 23, 2014
Hér er síðan að lokum árangur Rodgers í sögulegu samhengi. Hugsið ykkur ef hann/FSG nær að versla inn meistaradeildarklassa leikmenn? Hvað getur hann gert þá? Þar fyrir utan ættu flestir af núverandi hóp að vera nokkuð frá hátindi síns ferils.
Top Flight points based on 3 for a win after first 65 top flight games
KD 127
BR 117
JF 115
BP 113
RB 112
BS 108
RE 106
GH 103
GS 98
— Tony Boyham (@TBoyham) February 24, 2014
Ennþá er allt of snemmt að fagna nokkrum sköpuðum hlut, fjórða sætið er ennþá fyrsta takmark og því hefur ekki ennþá verið náð. Engu að síður eru FSG og Rodgers svoleiðis að hala inn bónusstigum þessa dagana að ekki er annað hægt en að virða það. Þetta er fram úr mínum vænginum enn sem komið er, svo mikið er víst.
Það er ekki fyrir taugaveiklaða að halda með Liverpool og hefur aldrei verið. Þetta tímabil er eitt það klikkaðasta af þeim öllum og útilokað að spá fyrir um nokkurn hlut.
Ef við tökum ekki titlatímabil með þá hefur líklega aldrei verið skemmtilegra að horfa á leiki liðsis. Hvað þá að vera á þeim.
Það sem að gerðist líka að frekjuhundurinn Carra fór og varð allt annað andrúmsloft í klefanum og á æfingum eftir það.
Ég held að eina leiðin fyrir okkur til að “bæta” varnarleikinn með núverandi varnarmenn er að láta minna reyna á hann og ég held að Rodgers ætti að setja Joe Allen inn í byrjunarliðið í stað Coutinho gegn Southampton og þannig vinna boltann hærra uppi á vellinum eins og Allen gerði nokkrum sinnum eftir að hann kom inná gegn Swansea.
Nr. 2
Trúi ekki örðu en að hann fari þessa leið gegn Southamton.
Nota bene, síðast þegar ég var með þessa skoðun var fyrir leikinn gegn Arsenal (frekar en Everton) og Coutinho slátrað þeim.
Nr. 1
Útiloka þetta svosem ekkert og var ekkert mesti aðdándi Carra á síðasta tímabili en hefur þú eitthvað fyrir þér í því að hann hafi verið slæmur upp á móralinn? Hef ekki heyrt nokkurn mann tala um það úr liðinu. Hvorki núverandi eða fyrrverandi leikmenn.
Stórt “like” á þannan pistil.
Takk Babu.
Mikið rosalega er ég glaður að það skuli vera fleiri en ég sem geta ekki hætt að hugsa um Liverpool þessa dagana. Ég er að reyna að skrifa ritgerð um skatt og skattaafslátt. Það bara gengur ekkert. Liverpool á hug minn og hjarta þessa dagana.
Frábær pistill. Munurinn á milli ára finnst mér vera leikgleði, samvinna og þrá í að ná árangri. Þú segir að FSG og BR séu að vinna sér inn punkta þessa dagana. Ég er ekki alveg sammála því. Hjá mér persónulega er FSG ekki að vinna neitt á. Þú bendir á það í þessum pistli að við erum ekki að koma neitt spes út úr síðustu tveim leikmannagluggum og ég skrifa það að mestu leyti á FSG og Ian Ayre. En nóg af því.
Brendan Rodgers er ástæðan fyrir þessum árangri að mínu mati. Hann er winner, ég er að segja ykkur það. Hann er stöðugt að ýta mönnum áfram að árangri. Hann sættir sig ekki við neitt nema sigur og teflir á tæpasta vað fyrir stigin þrjú. Hann er búinn að taka menn eins og Sterling, Henderson, Sturridge, Coutinho og fleiri og gera þá að algjörum gullmolum. Margir af þessum leikmönnum voru alveg komnir á síðasta séns hjá stuðningsmönnum og fleirum. Þrá hans í sigur og innlifun hans í leikinn smitast áfram til leikmanna. Það er langt síðan ég hef séð Gerrard fagna jafn mikið og eftir vítið Fulham leiknum. Henderson var brjálaður af fögnuði þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Swansea. Menn ætla sér að ná langt. Þetta hugarfar er BR að þakka.
Núna þurfum við bara að komast í CL, halda mönnum og breikka hópinn fyrir næsta tímabil með alvöru mönnum.
Nr. 5
FSG setur stefnuna sem Rodgers er að vinna eftir og þeir hafa keypt inn flesta af þeim leikmönnum sem eru að springa út hjá okkur núna. Það hefur ekki alltaf legið ljóst fyrir þegar þeir hafa verið keyptir en eitthvað eru þeir líklega að gera rétt. Eins var það FSG sem hafði nokkuð stóran pung í að ráða Rodgers til starfa þannig að við getum líklega ekki bara hrósað Rodgers og einblínt á það sem miður hefur farið hjá FSG.
Ég er sammála með síðustu leikmannaglugga og FSG geta klárlega betur en meðan uppgangurinn er svona er ljóst að þeir eru á réttri leið með félagið.
Breytir því auðvitað ekki að við getum ekki endalaust misst af okkar helstu skotmörkum á leikmannaglugganum og vænt þess að bæta okkur eins og liðið er að gera núna. Ég er líka mjög spenntur fyrir FSG og hvað þeir gera með meistaradeildarsæti tryggt á næsta tímabili, eitthvað sem ég vona að verði raunin í ár.
Þetta tímabil er búið að vera að fáranlegt. Maður veit aldrei hvernig leik maður er að fara horfa á þegar maður sest fyrir framan Imban í dag, Síðan 1 Jan 2014 poppaði upp þá erum við alldeilis búnir að fá stórkostlega leiki. í bland við hörmnung! Margt af því sem Babu segir er eins og talað úr mínum munni. Margt sem hringir viðvörunarbjöllum enn ég trúl varla að menn eins og Sktrel eða menn sem spila í svæðunum hjá honum leka mörg mörk á Mignoelt. Trú ekki öðru enn menn í öftustu Girði í brók og sýni núna í lok hvernig á að spila Varnaleik 403 restinna af tímabilinnu.
Frábær pistill, rétt eins og þessi í gær hjá Magga. Við kopparar erum sannarlega dekraðir.
Ég hef á tilfinningunni að liðið sé á hálfgerðum yfirsnúningi. Það er rétt að varnarleikurinn hefur verið ansi skrautlegur á köflum, minnir á Björn Tore Kvarme, Phil Babb og slíka snillinga sem kostuðu okkur titilinn fyrir margt löngu. Þá vorum við líka með ofboðslega flotta sókn, Steve McManaman, Guð, Stan Collymore og svo Jamie Redknapp á miðjunni, en jafnvægið í liðinu var sáralítið og með Calamity James í markinu tapaðist titillinn vegna þess. Mér finnst að mörgu leyti ágætis samlíking með þessum liðum. Munurinn er kannski sá að maður yrði ekkert sérlega svekktur þótt titillinn næðist ekki því fyrir tímabilið, já og reyndar ennþá, er ekki búist við honum. Það væri þvílíkt afrek ef það tækist.
Annars er litlu við pistilinn að bæta. #1: maður talar ekki svona!!
Vörnin er léleg, sóknin er góð. 105 mörk (skoruð og fengin á okkur) eftir 27 leiki er met. Það eru næstum 4 mörk skoruð að meðaltali í hverjum Liverpool leik! Það er nú alveg ótrúlegt og amk gaman að horfa á Liverpool fyrir þann hlutlausa. Lítið hægt að gera í þessu fram að sumri, svo við verðum bara að treysta á sóknina. Vonandi lagast þetta eitthvað með endurkomu Lucas og Sakho. Ég vona að Skrtel, Agger og Johnson verði allir seldir í sumar.
Vá hvað ég er sammála þér og það er virkilega gaman að lesa þennan pistil. Ég hef horft á nokkra þætti upp á síðkastið eins og Match of the day og Messuna og þar er alltaf rætt um Liverpool sem svo lélegt varnarlið en fáir nefna þessi gífurlegu meiðsli sem við höfum verið að lenda í aftast. Það er eins og þessir sérfræðingar haldi virkilega að við höfum gaman af því að horfa á Chissoko í stað Enrique eða Toure í stað Sakho og að BR sé bara prófa sig áfram. Einnig talar enginn um Lucas og hversu mikilvægur hann er! En um leið og Flamini datt fór í bann hjá Arsenal þá töluðu allir um hversu mikið þeir söknuðu Flamini.
En eins og þú réttilega nefnir þá á BR stórt hrós skilið fyrir að hafa breytt mörgum leikmönnum úr meðalmönnum í góða leikmenn eða mjög efnilega leikmenn. Ég get heldur ekki beðið eftir að sjá nokkra af okkur lánsmönnum koma aftur undir stjórn BR. Ég tel að Borini hafi virkilega haft gott af þessu láni og hann gæti komið okkur á óvart á næsta ári. Einnig get ég ekki beðið eftir að sjá Suso koma aftur. Ég gæti alveg trúað að hann gæti komið okkur á óvart á næstu árum.
En eins og ég nefndi í þar síðasta þræði þá get ég ekki verið alltof bjartsýnn fyrir komandi leiki. Við getum svo runnið fast á rassinn eða hreinlega stimplað okkur sem alvöru title contenders. Southampton úti er týpiskur jafnteflisleikur og ég er ekki bjartsýnn fyrir heimsókn okkar á Old Trafford. Þegar United hefur verið að eiga gott tímabil þá kemur svo oft fyrir að við vinnum þá heima þar sem allt er lagt í sölurnar. Ég sé það svo gerast hjá þeim þetta tímabil. Ef við missum þessi 5 stig erum við svo gott sem búnir að missa af lestinni fyrir toppsætið og komnir aftur í hættu að missa 4. sætið. Þetta er mjög fljótt að breytast og þess vegna verða þessir næstu 11 leikir allir úrslitaleikir og BR verður að lýta á hvern einasta leik sem úrslitaleik!
Ekki slæmt tímabil fyrir Kop.is að hefja hópferðir sínar á Anfield! Mögnuð tölfræði samantekt hjá þér Babú og gaman að renna yfir þetta. Eitt sem mig langar til að koma inná í sambandi við vörn og varnar-öryggi.
Eftir að hafa spilað sem einn af öftustu 5(stundum 6 í K-5-3-2) er maður búinn að mynda sér ákveðna skoðun á hvernig hlutirnir virka.
Góð vörn – byrjar frá aftasta manni að mínu mati en ekki fremsta. Keeper stjórnar varnarlínu eins og hafsentar og lætur vita af færslum og hvaða leiðum þarf að loka – hann hefur jú mestu yirsýnina. Þaðan ganga skipanirnar uppá við og tengja liðið saman í varnarleiknum og ef striker(ar) fá réttu skilaboðin og talandinn er góður í gegnum allt liðið virkar liðið þétt og verst sem heild. Þetta byggir á því að menn þekki inn á hvorn annan og treysti hvor öðrum.
Léleg vörn – er að mínu mati tvennskonar.
1. Óskipulag og lítill talandi. Það verður vörnin/liðið, öfugt við það sem ég nefndi að ofan, sundurleitt og menn útúr stöðum. Við höfum nokkrum sinnum í vetur séð Liverpool tæta svoleiðis varnir í sig. Menn útúr stöðum og vörnin byrjar ekki frá fremsta manni af því skipanir ganga ekki upp í gegnum liðið.
2. Einstaklingsmistök. Leiðir að sumu leiti útfrá punkti 1 þegar talandinn er ekki góður upp í gegnum liðið í varnarvinnunni. Þó er hægt að koma vel útúr leikjum með því að halda boltanum innan liðsins og láta lítið reyna á öftustu 5. En eins og við höfum séð í vetur þá þarf boltinn oft ekki að koma nema einu sinni inn á teig og þá verður samskiptaleysi til þess að einhver gerir mistök. Veit ekki til hvers er ætlast, hvort maður sé í bakinu, hvort hann hafi tíma eða hvort keeperinn sé að koma með reykinn útúr eyrunum til að hirða boltann. Þessi talandi kemur aðallega frá keeper og ráðandi hafsent. Ef keeper er þögull og ragur og jafnvel enginn ráðandi hafsent til staðar þá verður að mínu mati ekkert traust í öftustu línu og hlutverk manna óljós. Þá fara mistökin að kræla á sér.
– – –
Ég held að það vegi ótrúlega þungt að Mignolet hafi komið inn fyrir Reina og Carra fór út fyrir Toure. Ekki að það sé alslæmt, það er bara allt öðruvísi. Við fáum fleiri “óverjandi” vörslur frá Mignolet en í staðinn kemur hann minna út í bolta heldur en Reina (Reina var nú samt enginn íþróttaálfur í því) og virðist tala minna við varnarlínuna. Sama hver kæmi inn fyrir Carra þá væri sá hinn sami alltaf að fara að tala minna við varnarlínuna og miðjuna… hins vegar fáum við betra uppspil í staðinn, höldum boltanum betur og skorum jafnvel fleiri mörk vegna þess. En eins og með Mignolet/Reina þá fáum við minni talanda og meira óöryggi í öftustu 5. Sérstaklega ef liðið hefur hvorki háværan, traustverðugan kepper né góðann ráðandi hafsent!
Ef við fáum menn sem geta bæði spilað bolta og skapað öryggi í vörninni þrátt fyrir leikskipulag Rodgers þá held ég að við séum í góðum málum… eða kannski betri því ekki erum við í neitt slæmum málum eins og er! Vona að Rodgers nái 3. sæti í vor og geti þá tekið á þessu vandamáli í sumar með alvöru fjármagn í vasanum og meistaradeildargulrótina hangandi fyrir framan alvöru menn!
Það sem #11 sagði. Held að þetta sé það sem er að. Það vantar alveg herforingja í vörnina og að markmaðurinn láti í sér heyra allan leikinn og leiðbeini varnarmönnum en láti ekki bara í sér heyra til að skammast eftir að mistök hafa átt sér stað í vörninni.
Takk fyrir frábæran pistil. þar sem þið, sem þetta lesið eru meira inn í þessum fræðum þá þætti mér gaman að vita af hverju Flanno og Johnson víxluðu stöðum.Held ég sé ekki að fara með fleipur en Flanagan hefur átt nokkra góða leiki vinstra megin.Og einnig sem ég veit að þið eigið erfitt með að svara þar sem enginn af okkur er á æfingasvæðinu en af hverju fær enginn ungur sénsinn í vörninni erRodgers ennþá brenndur á því að hafa gefið Coates sénsinn ?og svo var nú ágætis punktur i messunni í gær af hverju byrjar Mignolet ekki inná í bikarnum.Af því sögðu þá held ég að Brendan Rodgers sé snillingur og það er eitthvað stórkostlegt að fara að gerast hjá Liverpool.Rauða netið komin í mörkin á Anfield aftur. 96 og fjölskyldur þeirra fá uppreisn æru það er einhvern veginn skrifað í skýjin að við séum að fara að vinna deildina en auðvitað væri 4.sætið frábær árangur. Y.N.W.A
Vá verð bara að þakka kærlega fyrir mig get ekki hætt að hugsa um Liverpool þessa dagana liggur við vanræsklu á börnunum og þið dælið inn hverjum snilldar pistli á eftir öðrum við erum sannarlega heppnir hér á íslandi að eiga aðra eins síðu og þessa.
Endalausir snillingar þið síðuhaldarar….Hlakka mest til að fá sakho hann er svo sannarlega framtíðinn í vörnin hjá okkur í minum huga.
YNWA!
Það er ekki bara mannskapurinn sem hefur breyst, heldur hugarfarið. Á móti hverjum einasta mótherja í vetur líka Chelsea og City úti þá hefur verið blásið til sóknar. Það finnst mér stærsta breytingin. Það er ekkert verið að stefna á 4.sætið þótt að það sé “opinbera” markmiðið. Það er verið að stefna á 1.sætið, það sést langar leiðir…annars myndi liðið ekkert spila eins og það gerir.
Sammála Bjöddn nr11. Spot on
Að menn skuli geta leyft sér að tala svona um einn allra mesta baráttuhund í sögu klúbbsins, og einn flottasta karakter sem Liverpool hefur séð. Er ekki frá því að við værum betur settir í dag með Carragher í liðinu í stað Kolo Toure, hugsa að við værum með fleiri stig og hugsanlega á toppnum! Þessi mikli höfðingi hefði líkt og Steven Gerrard gert ALLT til að vinna þessa blessuðu Englandsmeistara dollu, og held að þeir hefðu gert það tímabilið 2008-09 ef dómara skandall hefði ekki komist upp hjá Manchester U*ited, en það er önnur saga.
Ef þið eruð í einhverjum vafa um Jamie Carragher þá skal réttast að horfa á seinni hálfleikinn og framlenginguna í Istanbul ’05, Flottasta frammistaða af varnarmanni í sögunni af mínu mati, ekki spurning..
En hinsvegar flottur pistill og frábær lesning.
Það eru ekki nema 11 leikir eftir af tímabilinu og ef að Carragher ætlar sér að fá medalíuna þá verður hann að taka skónna fram sem fyrst. Verður ekki að spila 10 leiki til þess að fá medalíu ?
Ég held að Carra ætti bara að koma í þjálfarateymið í staðin fyrir að spila eitthvað, það er því miður of seint fyrir hann núna, tekur tíma og allt annað.
Carra gæti komið með með nokkur ómetanleg ráð fyrir varnarmenn okkar í þeirri baráttu sem eftir er. Allavega látið þá tala saman, öskra á hvorn annan, eitthvað skipilag og fl.
Ég held að vörnin eigi eftir að smella saman, við þurfum bara að fá menn tilbaka úr meiðslum og halda þeim svo heilum í nokkra leiki, þeir þurfa að fá að spila sig saman og læra inná hvern annan.
Annars frábær pistil Babu, gaman að þessum pælingum, þó svo að ekkert sé í hendi ennþá, þá er möguleikinn vissulega fyrir hendi.
Næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti, núna erum við allir drullustressaðir yfir því að mæta southamton á útivelli eftir að þeir unnu okkur á Anfield, en við vorum það líka fyrir útileikinn á móti Tottenham og heimaleikina á móti arsenal og everton 🙂
hrikalega goður pistill babu !!!
TAKK !!!
Til varnar vörninni:
Þegar allt er lagt í sóknina er auðvitað erfiðara að verjast.
Ánægjulegt er þó að Skrtel hefur skorað jafnmikið og Torres í vetur !
Afhverju ætli 365 tali um Juan Mata og Man Utd í title race auglýsingunni sinni??
United and Spurs fans are now doing the sort of thing people on here have been doing the past X years. Looking 5 fixtures down the line and building up these ideas of “well if they only get 2 points from the next 12…” or “if we get 13 from 15…”.
Let’s get this right kids – statistically we’ve been closer to the three sides above us than we have the teams ‘competing for 4th’. “Oh, but stats don’t tell you the whole picture, you can twist them however you want”. Well, “the league table doesn’t lie” and all that nonsense. We’re 6 points ahead of anyone else competing for 4th. That’s 6 points with a +32 goal difference on Spurs. That’s a three game swing over eleven games. Spurs, the closest challenger for 4th, need us to drop points in 3 more games than them between now and the end of the season. Everton need us to drop points in 3 more games than them between now and the end of the season. Manchester United need us to lose four more games than them. Over the next 11. Not draw. Lose. Do you know how many we’ve lost this season? 5. Do you know how many league games we’ve lost since the start of 2013? 8 in 45. I’ll go back even further. Since United won at Anfield last season on the 23rd of September 2012, we’ve lost 10 games. Out of 60 in the league. That’s not with Sturridge or Coutinho. That’s Rodgers record besides the first 5 games. We aren’t an easy team to beat. Haven’t been in a long fucking time. More than long enough to say it’s part of the Brendan Rodgers Liverpool DNA, not a streak. We’ve lost one set of back-to-back fixtures under Rodgers, and they were away to City and Chelsea. But hey, we must be fucking due a collapse, because that’s what piss-pants logic dictates, right?
There is literally fucking nothing suggesting we’re in a race for 4th instead of a title. I’m not even attempting to be an arrogant dickhead about it. It’s just the only thing saying that is fucking cowards logic.
Practically every decent statistical model has us nailed on for top four. Our goal difference (usually a decent indicator) is 2nd best in the league. We’re the only team to have kept even remotely within touching distance of City’s goalscoring. This Liverpool team had scored more goals after 25 games than any of Arsene Wenger’s Arsenal teams had. More than any of Ferguson’s league winning teams had. More than any of Chelsea’s teams. More than Keegan’s Newcastle, more than fucking London club or Keegan’s Newcastle. More than the 87-88 team. We’re not lucky to be where we are. We’re closer to the top than we are to anyone who thinks they’re in a ‘race for 4th’. We’ve been picking up 2 points a game steady enough for long over a year now. With Suarez, without Suarez. With Sturridge, without Sturridge. The only thing that doesn’t look ‘title contenders’ about us is our defensive record. And y’know what? It’s roughly in the same ball park as United’s and Spurs’ ones. Not that it fucking matters, because no team below us in the league has scored more than our front 3, never mind the rest of the team.
I’ll just say this to end:
If the league had started January 1st 2014, we’d be top.
On December 25 2013, we were top.
Here’s a fucking thought for you – maybe we are in a false position. But maybe it’s not because we’re ‘due’ to slip up or United or Spurs are ready to pounce and hanging in there. Maybe it’s because we were unlucky having the two toughest fixtures in the calender back-to-back, over 3 days, during the most congested period in the calender? Maybe that’s it. Because we were top of the league before those two games to the bankrolled pair. We’re top of the form league since those two games. Maybe we are in a false position after all…
Or fucking maybe, just maybe I should be scared of the name of other clubs, or guard against optimism lest I look foolish for actually being bullish about what is one of the best teams in the country, whether you want to measure by form, underlining statistics, the league table, basic common sense gleaned from watching matches or anything else that isn’t piss-pants cowards logic because you’re scared to fail and think your posts on here matter a jot about what will happen between now and the end of the season.
Samála þessari grein http://espnfc.com/blog/_/name/liverpool/id/2578?cc=5739
Er eitthvað við comment 23 að bæta? Er þetta nýi pennin sem þið kynntust í ferðinni um helgina?
Uppselt á Áshátiðina á rúmlega 2 tímum, jahrérna hér, Guð er mikill!!!
Olympiakos fans í kvöld: https://24.media.tumblr.com/cd73b8af4bef2f46dea57da8f23f85de/tumblr_n1khyiHUa11rw4wzjo1_500.jpg
Djefull er ég að meta þetta enska comment! Kristján Atli hefur verið að publisha síðuna fyrir utan Anfield og hvetja fólk til að nota bara Google Translate til að vera með í umræðuni! Hvaða stórmeistari er þetta?
Þetta er af RAWK, ummæli þar.
KAR var einmitt að benda á þetta á twitter áðan.
Ég hef á tilfinningunni, að frammistaða pistlahöfunda hér á kop.is haldist í hendur við gengi Liverpool í deildinni.
Ég spyr því bara, ef þessar flugeldasýningar eru í boði fyrir lið í 4ja sæti, hvað ætla menn að bjóða okkur lesendum upp á ÞEGAR Liverpool verður meistari í vor (eða næsta vor!) ??
Hafðu þakkir fyrir framúrskarandi góðan pistil 🙂
Við hann er ekkert að bæta. Annað en að okkur vantar tilfinnanlega betri varnarmenn en þá sem fyrir eru. Flóknara er það nú ekki. Eða, jú, nema kannski að þeir hætti að meiðast svona mikið og lengi.
Homer
Afsaka þráðránið og Þórðargleðina en þetta vann á twitter í kvöld:
Nei sorry var of fljótur á mér. Þetta klárlega vann:
Babú, svona gullkorn held ég að megi ræna hvaða þræði sem er!
Talandi um manu þá er það nú svolítið fyndið að nýjustu úrslit á manu síðunni eru frá því í nóv.
Verð bara, eins og fleiri hafa gert hér á undan, að breyta umræðunni í smástund.
Ofboðslega er ég ekki að vorkenna aðdáendum Man Utd.
Þvílíkur grátur sem fer fram í beinni á Raududjoflarnir.is þessa stundina.
Varð bara að nefna þetta .
Biðst afsökunar á truflununni 🙂
Menn tapa ekki með svona mann í liðinu
Frðabær skýrsla og mörg skemmtileg komment. Ég held að sölutorgið muni ganga betur næsta sumar ef eitthvert af fjórum efstu sætunum verða í höfn. Það vill enginn alvöru spilari fara til liðs sem er að berjast um 7.sætið. Segjum að 4. sætinu verði siglt í höfn. Þá er það CL og glugginn verður stærri. Framtíðin er björt.
Talandi um varnarleikinn, þá get ég sagt ykkur það að Brendan Rodgers mun láta Agger fara eftir þetta tímabil, reyndar hef ég kallað Agger minn oft kisulóru og stjórinn okkar sagði nánast það sama um hann núna, þegar að hann sagði að hann hafi þurt að taka Agger útaf því að honum vantaði kjöt utan um sig til að glíma við leikmenn Svanina!!!!!! Ég vona að við kaupum 1 miðvörð í sumar sem mun sjá um að stjórna vörninni, og þá verða Sakho, Skrtel og aðrir leikmenn að berjast um að vera við hliðina á honum.
Ætla að vera ósamála og segja að vörninn byrjar á fremsta manni. Eins og Bob gamli sagði þá var Ian Rush besti varnamaður Liverpool vegna dugnaðar og elju sinni.
Ástæðan fyrir því að við erum að fá á okkur svona mörg mörk er rosalega einföld.
1. Við erum að spila rosalega sóknarsinnuðu liði. Liðið er að sækja á mörgum mönnum og ekki nóg með það þá er liðið rosalega hátt uppi á vellinum sem skapar mikið pláss fyrir andstæðinginn.
2. Eftir að Lucas fór þá fór liðið aðeins að opna sig meira varnarlega en viti menn það stórbatnaði sóknarlega og fór eiginlega í flug þeim megin á vellinum.
Mér finnst t.d Mignolet ekki betri markvörður en Reina.
Mér finnst Flanagan bara solid og efnilegur en ekki enþá orðin mjög góður
Mér finnst Skrtel hafa verið virkilega góður á þessu tímabili, jú hann hefur litið nokkrum sinnum illa út en sumt af því má rekja til samherja og að Mignolet er límdur á línuni og þarf hann og aðrir að kljást við sendingar metra frá marki sem aðrir markverðir væru búnir að grípa.
Mér finnst Toure skelfilegur
Mér finnst Cissokho alveg skelfilegur en eins og Toure þá er hann allur að vilja gerður.
Mér finnst Agger búinn að eiga sitt versta tímabil síðan að hann kom. (þá bendir einhver á það að hann sé búinn að vera meiddur – smá frétt HANN ER ALLTAF MEIDDUR).
Mér finnst Joe Allen flottur leikmaður sem á eftir að nýttast okkur vel.
Mér finnst Gerrard búinn að eiga frábært tímabil
Mér finnst Suarez búinn að vera besti fótboltamaður heims í smá tíma
Mér finnst Sturridge búinn að vera frábær en dálítið eigingjarn á köflum
Mér finnst Coutinho vera búinn að vera eins og Jójó á tímabilinu annað hvort algjör snillingur eða maður skilur ekki afhverju hann er þarna inná
Mér finnst Henderson hafa ekki bara blásið á gagnrýnisraddir heldur hrækt á þær
Mér finnst Moses rusl
Mér finnst Aspas nothæfur leikmaður og það er eitthvað sem segjir mér að hann eigi eftir að skora eitt mikilvægt mark fyrir okkur á þessu leiktímabili sem getur reyndst okkur dýrmæt
Mér finnst Sterling hafa farið úr efnilegum leikmanni sem er eins og Jójó í að vera heimsklassa leikmaður.
Síðast en ekki síðst mér finnst Rodgers hafa farið á kostum með þetta lið. Hann er að láta liðið spila stórkostlegan fótbolta, hann er að ná vel til leikmanna sem berjast eins og ljón fyrir hann(Sjá t.d kettlingana hjá Man utd þessa dagana sem gera ekkert fyrir Moyes) og hann er að ná miklu út úr hverjum einasta leikmanni(nema Moses sem er löglega dauður held ég).
Þetta er búið að vera frábært tímabil og ef við náum þessu 4.sæti þá verð ég í skýjunum með liðið. Það þýðir að Suarez verður áfram og maður getur fylgst með Liverpool klúðra kaupum á STÓRUM leikmönum í sumar í staðinn fyrir miðlungs.
Það má ekki gleyma því að við erum án Europa League. Ég sá einhverja samantekt fyrir tímabilið um neikvæð áhrif á stigasöfnun í kjölfarið á leikjum ì Europa League og hugsaði mér gott til glóðarinnar, að nú væri gullið tækifæri til að komast upp í Meistaradeildina. Europa League: úlfur í sauðagæru!
Nú fer Þórður gamli að verða þreyttur á allri gleðinni. Tvö til þrjú kvöld í viku er bara of mikið af því góða. Og þó…
Má til með að hrósa Kop.is þótt ég hafi vitað af síðunni lengi þá hef ég ekki lagt það í vana minn að vera lesa pistla hérna inná. En þvílikur munaður og metnaður að fá svona vel skrifaða pistla hérna inn. Haldið þessu áfram!
Góð pæling flott uppsett og allt vel gert .
En smá leiðrétting ! um úrvalsdeild stofnuð
það er svo leiðiðnlegt að hlusta á menn tala um að liverpool hafi ekki unnið úrvalsdeildina.
Þetta var ekki ný deild stofnuð þetta var bara nafnabreyting og ekkert annað ásamt því að fækka og bæta við liðum!! .T.D. Sum lið hafa ekki unnið landsbankadeildina eða þá pepsideildina hér á landi þetta er alveg fáránlegt að segja stofnun .
En annars frábær pistill .
Nr. 42
Hárrétt og flestir svosem vel meðvitaðir um þetta.
Það er þó oft talað um þessi skil, þegar úrvalsdeild var stofnuð. Bæði til að afmarka sér eitthvað tímabil og eins vegna þess að það urðu töluverðar breytingar á deildinni eftir að nafninu var breytt. Sjónvarpssamningur Sky gjörbylti þessari íþrótt á Englandi. Leikmennirnir urðu mun stærri hetjur um allann heim, öll liðin fengu miklu miklu meiri umfjöllun og pening og engin meira en bestu liðin.
Ofan á þetta er þetta ágætur mælikvarði fyrir okkur Liverpool mann þar sem félagið tók djúpa dýfu eftir að úrvalsdeildin var sett á laggirnar og hefur ekki unnið titilinn ennþá.
Fyrst og fremst er þetta þó bara viðmið til að draga línuna einhversstaðar.
Gaman að sjá hversu hægt og hljóðlega umræðan hér er að breytast í það að við séum “hugsanlega” að fara að ná blessaðri dollunni. Hef líka haldið í mér. Það þarf kannski fleiri svona ummæli eins og #23. Þetta lið getur svo sannarlega klárað dæmið.
Verður þetta fyrirsögn í vor ???
Liverpool Englandsmeistari 2013-2013
Mér finnst menn aðeins vera að fara frammúr sjálfum sér hérna, talandi um að vinna titilinn þegar enn eru 11 leikir eftir af mótinu. Við stefnum auðvitað á að ná topp 4 eða topp 3, en við skulum aðeins halda okkur á jörðinni, næst er erfiður leikur á móti Southamton, en okkar liið er á skriði og vonandi getum við náð í þrjú stig þar, það væri GRÍÐARLEGA sterkt ! !
celski or arsenal eiga líka erfiða leiki um helgina, en shitty og utd spila ekki. Það á auðvitað eftir að koma okkur til góða að vera ekki í fleiri keppnum ennþá, þó svo maður vilji alltaf vera eins lengi í þeim eins og kostur er. Kannski fögnum við því í vor 🙂 Hver veit, en það er enn mikið eftir af tímabilinu, og margt getur enn breyst.
ekki finnst mér leika nokkur vafi á að Suarez er búinn að vera mun sterkari en Terry, en hann er jú englengingur !
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2568125/Weve-forgiven-Suarez-Terry-player-year.html
Suarez er, eins og staðan er nú, yfirburðarmaður á þessu tímabili og að ýja að því að Terry sé leikmaður tímabilsins, það er eitthvað bogið við það !
Á hvaða lyfjum er þessi Martin Samuel?
Nr. 47
Þetta er ekkert fyrsta fullkomna froðan sem kemur frá honum.
Bara núna fyrir stuttu (á þessu ári) var Suarez að tala um hversu mikið kjaftæði og lygar þetta mál hans vs Evra var.
Það er nú soldið til í þessu…:
https://twitter.com/ZIYAAD_LFC/status/438441933397319680/photo/1
Það er verið að slúðra okkur við Isco hjá Real Madrid og bendla honum við að verða arftaki Gerrards, er Isco ekki meiri Coutinho týpa? Er þetta maðurinn til að taka við Gerrard? Draxler??
hvað með Gundogan og/eða Reus? Gundogan reyndar búinn að vera meiddur stærstan hluta tímabilsins en var frábær á síðasta tímabili.
Jæja, hversu gott verður það að spila við ManU þ. 16.03. og þeir i dauðaslitrunum i Champions Leauge þrem dogum siðar??
Eða að spila við Chelsea, þeir hafa enga sókn og við höfum enga vörn.
Hjúkkit – og ég sem var farinn að óttast Moyes tæki pokann sinn:)
http://www.theguardian.com/football/2014/feb/26/david-moyes-position-manchester-united-manager-secure
#54
Svona yfirlýsingu hefur oftast fylgt brottrekstur, vona samt að hann verði í nokkur ár 🙂
Vá þvílíkur pistill! Glæsilegt!
Maður spyr sig eins og greinarhöfundur hvað Rodgers gæti gert ef við myndum ná í leikmenn í meistaradeildarklassa.
Mv. þá sem hafa farið/komið og leikmannahópinn almennt er hreint ótrúlegt að liðið skuli vera komið á þennan stað í deildinni.
Burt séð frá því hvort Rodgers sé töframaður eða ekki set ég ennþá stórt spurningarmerki við leikmannamálin hjá félaginu. Mér finnst flestir að þessum leikmönnum sem komið hafa undanfarið (að undanskildum Sturridge og Coutinho) lítið sem ekkert erindi eiga í liðið.
Annars fer Liverpool FC að verða ansi áhugaverður staður til að spila fótbolta á (á nýjan leik).
38 Það eru allir sammála um að vörnin byrjar á fremsta manni og það eru enginn vísindi. En ég fer ekki ofaná því að það vantar leiðtoga í hjarta varnarinnar, mér finnst Skrtel ekki vera þessi leiðtogi og ekki heldur Sakho, en Sakho á efti að verða hörkuleikmaður en er aðeins of viltur sem er eðlilegt þar sem hann er aðeins 23. En að öðru leiti er ég hjartanlega sámmála þér. Og að lokum er ég 100% viss um að stjórinn mun láta Agger fara og það þarf eingin vísindi til að sjá það!!!
Þurfum ekki að leyta langt að arftaka Gerrards, Hann er nú þegar hjá okkur og heitir Jordan Henderson.
Ótrúlega er ég sáttur við þrjóskuna i ManU mönnum að halda Moyes i starfi. En þvílík mistök samt. Maðurinn er dead man walking og dregur klúbbinn með sér i svaðið ; ) Algjörlega yndislegt að fylgjast með þessu !
http://www.theguardian.com/football/poll/2014/feb/26/david-moyes-manchester-united-manager-poll
Allir að kjósa JÁ 🙂
Hehe……… Búin að kjósa 🙂
Talandi um góðan varnarmann sem vantar á Anfield hvet ég Púlara til að horfa á Benedikt Hövedes hjá Schalke sem glímir m.a. við Ronaldo í kvöld.
Brilljant varnarmaður að mínum dómi.
#62 Þú sérð eflaust eftir þessu commenti 😉
Meiðsli spila stóra rúllu í velgengni liða í deildinni, sjá:
https://fbcdn-sphotos-e-a.akamaihd.net/hphotos-ak-frc1/t1/1912265_267134290118804_387422533_n.jpg
Hér sést bersýnilega að Liverpool hefur verið óheppið með meiðsli í vetur, samt sem áður eru United enn óheppnari og kóngar listans eru Arsenal sem þrátt fyrir allt eru líka í toppbaráttunni. Ég held að gott gengi Liverpool megi þakka hugmyndafræði BR og hvernig hann hefur náð frábærum sóknarleik úr liðinu. Ætli Liverpool verði ekki eins og Arsenal fyrir nokkrum árum, hrikalega skemmtilegir og erfiðir við að eiga en vantar alltaf herzlumuninn til að vinna titla því þeir eru svo lekir til baka? Vonandi nær BR að laga vörnina og gera Liverpool að alvöru liði á ný sem spilar til sigurs í deild, bikar og CL.
#64 Munurinn á Liverpool og Arsenal hvað meiðsli varðar er að Arsenal hefur úr miklu betri hópi að velja þegar slíkt kemur upp á, sá munur getur komið til með að ráða úrslitum – og ég tala nú ekki um þegar þreytan bætist ofan á í síðustu leikjunum
Gæti verið en það sést á spilamennsku ensku liðanna í Meistaradeildinni að það er mikil þreyta í leikmannahópum þessara liða og Liverpool er bara að keppa í deildinni svo að hópurinn hlýtur að ráða við álagið.