Mikið hefur verið rætt og skrifað um velgengni og skemmtanagildi Liverpool FC innan vallar 2013 og það sem af er ári 2014. En í vikunni sem er að líða birti Liverpool FC ársreikning sinn fyrir rekstrarárið 1.6.2012 – 31.5.2013. Fyrir tölunörda eins og mig er þetta gott lesefni, það gott að ég ákvað að smella í einn pistil og skoða þær breytingar sem hafa orðið á rekstri félagsins frá því að þeir heiðursmenn Hicks og Gillett áttu klúbbinn (ohhh good old times) og reyna að komast að því í hverju þetta gígantíska tap liggur og hve mikið FSG hafa komið með að borðinu síðan þeir keyptu klúbbinn síðla árs 2010.
Tekjuhliðin
Ian Ayre sagði í viðtali við official síðuna í vikunni og síðan við Echo að tölurnar væru 18 mánaða gamlar. Ég veit ekki hvaða dagatal hann notast við en ársreikningurinn sem var birtur í dag nær til 31. maí 2013.
En byrjum á því skemmtilega, það er mikil aukning í veltu hjá félaginu. Sem liggur alfarið í auglýsingatekjum sem í dag eru orðnar rúm 47% af veltu félagsins. Einungis efstu 6 liðin í Deloitte Money League geta státað af hærri auglýsingatekjum en Liverpool FC (erum t.a.m. hærri þar en bæði Arsenal & Chelsea). Og sú staðreynd að klúbburinn sé utan CL gerir þetta enn merkilegra. Ian Ayre er kannski ekki allra, en hann er að vinna sína vinnu, það er óumdeilanlegt.
Þetta graf og taflan sem fylgir sýna þetta nokkuð vel
Eins og sést 2009 og 2010 þá voru við að spila í CL og vorum því að skila talsvert hærri tekjum hvað sjónvarpsrétt varðar. Síðan þá hafa verið gerðir nýir og talsvert stærri samningar, eins og ég rak í pistli mínum á síðasta ári, svo sú kaka er orðin töluvert stærri. Vonandi situr Liverpool við það borð næsta haust.
Í töflunni þá sést glöggt hvar Rick Parry lét af störfum fyrir félagið. Hann hætti eftir 2008-2009 tímabilið, eða um það leiti sem að auglýsingatekjurnar tóku að hækka. Þær hafa hækkað á hverju ári síðan (2012 breytti félagið um reikningsskilatímabil, því eru einungis 10 mánaða tölur í þeim reikningi) og eru í dag vafalaus komnar upp fyrir 100 milljón punda múrinn í kjölfar þeirra samninga sem við gerðum í janúar mánuði (Garuda & Dunkin Donuts), en þeir samningar eru auðvitað ekki inn í þessum tölum.
2013 reikningurinn sýnir að veltan hefur aukist um tæp 22% ef miðað er við 2012 og rúm 12% ef menn horfa til 2011, sem líklega er betri samanburður.
Afkoma
En það er ekki allt gull sem glóir. Liverpool er vissulega að standa sig vel í tekjuöflun. En Liverpool er enn og aftur efst á lista Deloitte af þeim liðum sem ekki spila í CL, þ.e. Deloitte Money League sem birtir lista yfir ríkustu lið heims (byggt á veltu). Nú eru kominn fjögur ár síðan við spiluðum þar síðast, og við verðum einfaldlega að fara komast þangað aftur.
Að vera ekki í CL er dýrt. Það er rosalega dýrt.
Það má segja að öll ofangreind ár sýni bjagaða mynd af afkomu ársins. Þá meina ég óvenjulega liði sem eru frekar tilfallandi en hluti af rekstrinum. Ekki þessi hefðbundnu reikningshaldslegu meðferðir á óefnislegum eignum (samningar leikmanna) o.þ.h. heldur vegna skuldsettrar yfirtöku, sífellt verið að skipta um stjóra, skipta út leikmannahópnum o.s.frv.
2008-2009:
Það er verið að éta klúbbinn innanfrá. Félagið greiðir tæpar þrettán milljónir punda í vexti á tímabilinu. Meirihluti til eignarhaldsfélagsins sem Hicks og Gillett stofnuðu í kjölfar skuldsettrar yfirtöku þeirra á félaginu.
2009-2010:
Ekki besta árið í sögu klúbbins, á þessu rekstrarári greiddi félagið tæpar átján milljónir punda í vexti!
Stjórnendur félagsins á þessum tíma ákváðu að borga tæpar 8 milljónir punda í að reka Rafa og ráða Woy. Takk. Og Ian Ayre, sagðir þú bara já við þessu?
Félagið er keypt af þá NESV (nú FSG)
2010-2011:
Við borguðum 8,4 milljónir punda í að segja Roy Hodgson upp – sé ekki eftir pundi þar!
Tæpar 50 milljónir punda í kostnað vegna byggingu leikvangsins, sem aldrei varð, var afskrifaður á tímabilinu. 50 milljónir punda!
2011-2012:
Þarna var King Kenny sagt upp og Brendan ráðinn. Þetta, ásamt því að losna við Kuyt og Maxi, kostaði okkur tæplega 9,6 milljónir punda.
Þegar þarna er komið við sögu er klúbburinn búinn að eyða rúmum 25 milljónum punda á tveimur árum í að skipta um þjálfara og yfir 50 milljónum punda í kostnað vegna byggingu nýja vallarins, sem aldrei varð.
2012-2013:
Er líklega eðlilegasta árið af þessum fimm rússíbana árum. Engum sagt upp, ekkert óeðlilegt afskrifað. Hvernig í veröldinni samt skilar félagið tæplega 50 milljón punda tapi?
Jú, rekstrarkostnaður jókst úr 147,6 milljónum punda í 185,0 milljónir. Tekjur uppá 206 milljónir punda, rekstrarkostnað uppá 185 milljónir. Þá á eftir að taka inn aðra liði eins og afskriftir leikmanna, fjármagnsgjöld, söluhagnað eða tap leikmanna, skatta o.s.frv. Í raun hefur rekstrarkostnaður (rekstrarkostnaður + liðir sem ekki hreyfa handbært fé) klúbbsins verið hærri en tekjurnar alveg síðan FSG keyptu klúbbinn (augljóslega). En í hverju liggur það?
Ekki launum, við erum í ágætum málum þar. Erum að greiða 132,2 milljónir punda í laun sem er rúm 64% af tekjum. Það er ágætt, en mætti svo sem vera betra. Þetta hlutfall hefur í raun ekki verið lægra síðan 2009 (inní þessum tölum eru Carra, Joe Cole og svo Bellamy og Aquilani hluta af tímabilinu) – en við getum flest verið sammála um að við viljum hækka launakostnaðinn í stað þess að minnka hann. Það er bara hægt á tvo vegu, komast í CL og stækka völlinn. Þannig getum við haldið þessu hlutfalli óbreyttu og jafnvel lækkað það þrátt fyrir hærri launakostnað í pundum talið.
Þetta liggur jú í þessari „starfsmannaveltu” okkar. Þ.e. við höfum verið mikið í því að endurnýja leikmannahópinn okkar og það kostar sitt. Þegar leikmaður er keyptur til félagsins er hann eignfærður yfir samningstímann. Til einföldunar, leikmaður keyptur á 20 milljónir punda og skrifar undir 4 ára samning er færður niður um 5 milljónir punda á ári út samningstímann (þ.e. 20mp sem eign í efnahagsreikninginn, svo tikka ~ 5milljónir á ári næstu fjögur ár í gegnum rekstrarreikning). Einnig höfum við verið mikið í því að kaupa leikmenn og selja svo með miklu tapi – þetta allt saman kemur niður á rekstrarreikningnum og er aðalorsakavaldurinn fyrir þessu mikla tapi ár eftir ár. Og skýrir kannski afhverju FSG eru svona harðir á því að ofborga ekki fyrir leikmenn, því þetta skiptir virkilega miklu máli. Sérstaklega ef FFP verður að veruleika eins og ég kem að síðar.
Bara þessi afskrift leikmanna ásamt tapi o.þ.h. þegar leikmenn eru seldir, eru að kosta okkur s.a. 40-50 milljónir punda á ári síðan 2011 (Þetta er þó bara reikningshaldsleg meðferð á kaupum og samningum leikmanna. Þ.e. kostnaði er dreift yfir líftímann, hvenær svo sem það er greitt er annað mál og ég fer ekki út í það hér til þess að flækja þetta enn meira).
Til að setja þetta aðeins í samhengi þá er hér tafla sem sýnir rekstrarafkomu þessara félaga sem við erum að miða okkur við:
Tap okkar er sambærilegt við tap Man City og Chelsea. Það er óásættanlegt. Sérstaklega m.t.t. þess að City er að greiða 233,3 mp og Chelsea 173,0 mp í laun á sama tíma og Liverpool er “einungis” að greiða 132 mp (hagnaður Chelsea 2011/2012 er villandi, er að mestu tilkominn vegna eftirgjöf skulda við eiganda).
En hvernig erum við að fjármagna þetta tap?
Það sést með því að skoða sjóðsstreymi félagsins nokkur ár aftur í tímann. Það er búið að vera neikvætt síðan 2010.
Skuldastaða félagsins er svo sem ágæt. En maður spyr sig samt hvað ætla þeir að gera með þetta lán frá FSG (í gegnum móðurfélagið) og hvernig mun fjármögnunin á stækkun Anfield fara fram, án þess að koma of mikið niður á rekstri félagsins (þ.m.t. leikmannakaupum).
Net debt er að aukast um 26,8 milljónir punda – en það segir ekki alla söguna. Eigendurnir létu 46,7 milljónir punda inní félagið til þess að greiða upp vaxtaberandi lán. Því má í raun segja að skuldastaðan sé betri þrátt fyrir að hún sé hærri, þar sem að við erum að lækka þessi lán við utanaðkomandi aðila en í staðinn hækkar skuldin við eigendur um þessa sömu upphæð. Þetta er vaxtalaust lán, þeir eru því ekki að fara Hicks og Gillett leiðina.
Heildarskuldir félagsins eru að aukast um 55,8 milljónir punda á milli ára, sem kannski segir ekki alla söguna. Því af þessum 181,5 milljón punda langtímaskuldum félagsins er rúmlega þriðjungur til eiganda félagsins í formi vaxtalaus láns (68,9 mp) og rúmlega 41 milljón punda eru frestaðar tekjur. Þess vegna er net debt sett fram hér að ofan í stað heildarskulda samkvæmt efnahagsreikningi.
Ókey….. sem þýðir hvað?
Jú, síðan FSG keypti félagið hafa þeir komið með peninga þrisvar inní félagið, með beinum eða óbeinum hætti.
1) Greiddu inn 30,2 milljónir punda 2011
2) Sömdu við KFL um 100,5 milljón punda kröfu fyrrum eignarhaldsfélags Liverpool FC (þá í eigu Hicks og Gillet) um kaup á kröfunni. Afskrifuðu hana svo í kjölfarið (spurning hvað þeir keyptu kröfuna á, en það er annar handleggur).
3) Greiddu inn 46,7 milljónir punda 2013 – klúbburinn notaði það fé til að greiða upp eldri vaxtaberandi skuldir.
En skuld er skuld og maður gerir ráð fyrir að fyrr eða síðar verði hún greidd til baka. Það er þó ávalt sú leið fyrir hendi að fara sömu leið og plastfánaklúbburinn. En þá breytti klúbburinn skuld félagsins við Róman í hlutafé.
Staða Liverpool í dag og eftirfylgni við reglur UEFA um FFP (Financial fair play)
Þá að kjarna málsins. Samkvæmt reglum UEFA um FFP mega félög skila tapi uppá 37 milljónir punda yfir tveggja ára tímabil. Tap Liverpool FC samkvæmt síðustu tveimur ársreikningum hefur verið 40,5 milljónir punda og 49,8 milljónir punda – eða samanlagt 90,3 milljónir punda. Það er reyndar í reglunum ákvæði um að hluti af launum 2010 megi draga frá í þessu samhengi, kostnaður sem fellur til vegna unglingastarfs, leikvanga og fleira. En ég myndi telja það ansi ólíklegt að þessar upphæðir myndu ná að brúa það bil sem er búið að myndast og hefur Liverpool ekki tjáð sig um þetta í kjölfar útgáfu reikningsins. En þetta er vissulega áhyggjuefni.
Hvernig UEFA ætlar að taka á þeim klúbbum sem ekki fylgja eftir þessum reglum á eftir að koma í ljós. En það er ekki bara Liverpool FC sem fer umfram þetta þak sem þeir setja á tap yfir tveggja ára tímabil. Þar erum við í góðum félagsskap með City og Chelsea. Ég var löngu búinn að afskrifa þessar reglur UEFA því ég sé bara ekki hvernig þeir ætla að fylgja þeim eftir og koma misvísandi skilaboð þess efnis úr þeirra herbúðum.
Annað sem verður einnig að hafa í huga á næstu þremur árum eru reglur sem FA setti í kjölfar nýja sjónvarpssamningsins og tekur gildi frá og með núverandi tímabili. En þá mega félög ekki skila meira tapi en sem nemur 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil, sem gerir 35 milljón punda tap á ári. Í þessu samhengi höfum við skilað tæplega 140 milljón punda tapi síðustu 3 reikningsskilatímabil, en þær tölur koma ekki að sök varðandi reglur FA, sem ná til tímabilanna 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016.
Það er ýmislegt jákvætt í rekstri félagsins. Við erum búnir að endurnýja leikmannahópinn, erum með ungt og gríðarlega efnilegt lið sem þarf ekki að bæta mikið við á næstu árum, nema þá með einstöku kaupum sem styrkja byrjunarliðið (eins og við höfum áður rætt) í stað þess að fara í sama pakka og síðustu ár, magn umfram gæði.
Í dag er leikmannahópurinn með menn eins og Suarez, Sturridge, Coutinho, Sterling, Sakho, Henderson, Allen og svo mætti áfram telja (og auðvitað Cissokho, sorry #teamcissokho). Allt eru þetta leikmenn sem eiga talsvert í það að vera toppa sem leikmenn, hvað varðar aldur, og hafa tækifæri til að bæta sig alveg helling og ekki er getan þeirra inná vellinum eitthvað slor fyrir. Það þarf ekki að horfa lengur aftur í tímann en rúm 2 ár – þá, eða um það leiti, voru í leikmannahópnum okkar stór nöfn á borð við Torres, kannski Lucas og svo auðvitað Gerrard. Restin af burðarmönnum liðsins var að detta á aldur og eigendur liðsins höfðu ekki endurnýjað leikmannahópinn m.t.t. þess og við nýbúnir að selja Masch og Alonso. Þvert á móti, það var farið í asset stripping. Carra, Gerrard, Maxi, Kuyt, Aurelio, Riera, Aquilani, Konchesky, Jovanovic, Kirgiakos, Degen, og síðast en alls ekki síst Poulsen. Þetta eru leikmenn (utan Carra og Gerrard auðvitað, en þeir eru þarna með vegna aldurs) sem við höfum verið að berjast við að selja með tapi og losa okkur við síðustu ár.
Einnig er ekki langt síðan klúbburinn var að greiða ~18 milljónir punda á ári í vaxtakostnað vegna skuldastöðu sinnar. Í dag er þessi kostnaður kominn niður í rúmar 4 milljónir punda. Einnig sú staðreynd að félagið sé, ár eftir ár, að auka við tekjur sínar þrátt fyrir að vera utan elítunar – án meistaradeildar síðan 2010, hún er mjög jákvæð.
En tap ár eftir ár uppá 40-50 milljónir punda er ekki eitt af því. Sama hvernig þú reynir að rökstyðja það. Vissulega er búið að fara í mjög dýra tiltekt innan klúbbins sem endurspeglast í þessu tapi. En nú er komið að því að ná stöðugleika, innan vallar sem utan og það má færa rök fyrir því að klúbburinn hafi tekið stór skref í þá átt á síðustu 18 mánuðum. En það er orðið deginum ljósara að við þurfum að stækka völlinn og við þurfum að komast í CL. Og við þurfum að gera það strax í vor. Félagið getur ekki rekið sig á sama máta og undanfarin ár nema með því að auka tekjur félagsins eða með framlagi eigenda. Ég held að það hafi verið Tony Barrett sem hitti naglann á höfuðið hér um árið, þegar hann sagði að fyrri eigendur klúbbins hefðu sprengt kjarnorkusprengju innan klúbbins og það væri enn verið að hreinsa til eftir þá. Ef maður skoðar ársreikningna félagsins aftur til ársins 2008 þá eru þetta orð að sönnu, og kannski fyrst í dag sem við erum að sjá fyrir endan á þessari hörmung.
Það er búið að draga þessa stækkun allt of lengi. Við erum búnir að vera of lengi utan CL. Þetta helst vissulega saman í hendur. Nú er bara að klára tímabilið með stæl og hefja framkvæmdir í sumar! Þá gætum við verið að sjá frammá svipaðan viðsnúning á rekstri félagsins og við höfum séð hjá Arsenal síðustu misseri – en vonandi með fleiri bikurum í leiðinni.
Glæsilegur pistill Eyþór.
Það sem mér hefur fundist æpa á mig svo sterkt undanfarna daga við lestur ólíkra greina sem að Eyþór súmmerar hér svo frábærlega upp er að “matchday revenue” hjá okkur er beinlínis skelfilegt.
Við vitum öll hvað CL gerir fyrir pyngjuna og það hefur náðst frábær árangur í styrkjamálum og sölu varnings.
En á meðan að við fáum svo lítið út úr hverjum heimaleik í samanburði við aðalkeppinauta okkar þá skiptir CL þátttaka okkur meira máli en þau hin…og þetta er staðreynd sem hefur æpt á klúbbinn í allmörg ár.
Og verður að lagast…bara sem allra allra allra fyrst…
En aftur, frábær pistill sem ýtir aðeins við bleika skýinu sem birtist á Echo-inu í gær….
Takk fyrir þetta Eyþór.
Frábær samantekt á þessu Eyþór
Ég næ enganvegin þessari 50mp tölu vegna leikvangsins sem ekki er búið að taka skóflustungu að. Fyrir það fyrsta hélt ég að þær skuldir væru partur af pakkanum þegar FSG keypti félagið.
Eins er ég að velta fyrir mér hvort inni í þessari upphæð séu kaup á fasteignum í kringum Anfield sem þarf að klára til að hægt sé að stækka núverandi leikvang?
En það sem kannski kemur ekki fram þarna er að núna ættum við að eiga miklu miklu verðmætara lið heldur en 2010 og 2011. Mun yngri leikmenn og bara miklu betra lið ofan á það sem vonandi skilar okkur í CL.
Stækkun á vellinum hefur verið öskrandi augljóst vandamál í 15 ár núna og var helsta ástæða þess að félagið var selt til að byrja með (til Gillett og Hicks).
En þessa 50mp upphæð skil ég ekki og kaupi ekki alveg hráa sem kostnað við teikningar og ekkert annað.
Babú:
Það er einmitt það sorglega í þessu. Ársreikningurin nfrá því 2010-2011 segir orðrétt:
“Also included in administrative expense is an exceptional amount of 59 million. This includes 49,2 million in relation to a charge in respect of establishing an impairment provision against the HKS design new stadium cost….”
Það er m.ö.o verið að færa varúðarniðurfærslu vegna þess sem hafði verið eignfært af kostnaði við byggingu nýja leikvangsins í Stanley Park. Það var búið að leggja út fyrir s.a. 50 milljónum punda. Sem er rannsóknarverkefni útaf fyrir sig.
Eyþór, tekurðu að þér að sjá um bókhaldið fyrir mig?
Eyþór, “varúðarniðurfærslu” Geturðu útskýrt þetta aðeins betur fyrir Jóni og Gunni 🙂
Kallast þetta ekki bara á Íslensku að “rakvélablaðið og hikstinn” borguðu félagi í sinni eigu þetta ?
Snilldar pistill! Takk fyrir mig 🙂
Frábær vinna Eyþór
Maður verður æ sannfærðari um ágæti FSG. Þeir hafa augljóslega kappkostað við að gera félagið að sómasamlegu fyrirtæki, en eru samt í sterkum tengslum við íþróttalegu hliðina.
Merkilegt hvað þeir hafa þurft að taka mikið á sig og hreinsa upp í mörgum hornum. Verður spennandi að sjá hvernig Liverpool verður sem global brand á næstu árum. Með stærri völl, aðlaðandi svæði í kring með verslunum og hótelum. Rekstrarlega virðist klúbburinn ekki hafa verið sofandi risi heldur hreinlega meðvitundarlaus.
Virkilega vel gert hjá þér Eyþór. G&H voru mjög nálægt því að rústa þessum klúbbi og þakkar maður FSG fyrir að hafa hreinlega nennt að standa í málaferlum við þessa hálfvita.
Framtíðin er björt, framtíðin er Liverpool !
Flottur pistill, gott að sjá þetta sett fram á mannamáli. Verður gaman að sjá hvernig þetta þróast næstu ár, þó að FSG virðist vera að koma út í miklu tapi þá er búið að taka mikið til innan félagsins og vonandi að CL peningum fari að streyma inn næstu árin!
Höddi #6
Það hefur verið lagt út fyrir þessari vinnu á sínum tíma (eflaust teikningar, byggingarleyfi o.s.frv) og það eignfært. Svo eftir að FSG kaupir klúbbinn þá sitja þeir uppi með eign uppá 50 milljónir punda sem er í raun verðlaus því ákvörðun hefur verið tekinn að ráðast ekki í þessar framkvæmdir.
Þetta eru engar smá fjárhæðir í ekki neitt.
Varðandi „matchday revenue“ þá er alveg ljóst við þurfum stærri völl. Enn staðann er það er rándýrt að stækka Anfield og ennþá dýrara að byggja nýjan völl. Hefur FSG fjárgetu að styrkja hópinn og fara í þessa stækkun.
Besta lausin væri fara ,,Man City leiðina,, sem fengu sinn nýja leikvöll á gjafaverði þegar samveldisleikirnir í Manchester borg lauk.
Getur Liverpool borg ekki sótt um að halda svipaða leiki og byggt nýjan völl sem við myndum fá eftir leikana.
a ekki að fara hnoða í eitt gott podcast að nægu að taka ! 😀 .. svona meðan við erum í 2 sæti getum montað okkur að því i sma stund
Einhver með link á England vs Danmörk?
wiziwig ekki að gera sig almennilega…. eða eitthvað
Mjög góður pistill
Verð að viðurkenna að ég hef mikinn áhuga á að sjá niðurbrot á þessum 50 milljóna kostnaði við leikvang. Það vantar eitthvað í þessa jöfnu.
Er hægt að nálgast ársreikninginn á netinu?
Það var hægt áður en Knoll og Tott tóku yfir félagið.
Henry veit hvað hann er að gera en það er augljóst að við verðum að komast í Meistaradeildina í ár.
@14 islogi: ég er allavega að horfa á leikinn í gegnum Sopcast (Channel – 137037), að vísu með rússnesku tali.
þráðrán Sturridge að setja enn eitt kvikindið!
Var að horfa á England og það virðast allir 6 leikmenn(Agger með) liðsins vera heilir eftir leikinn. Joe Allen kom meiðslaslaus úr leiknum gegn lélegum Íslendingum og meira veit ég ekki.
Vona að Suarez og Skrtel hafi sloppið við meiðsli og þá lifðum við þessa landsleikja áhættu af.
Í sambandi við penninga. Muniði þegar þið voruð að fylgjast með Liverpool þegar þeir voru uppá sitt besta og maður var aldrei að pæla í penningum?
Maður vissi ekkert hvað Barnes, Daglish , Rush eða þessa stjörnur voru með í laun og eina sem maður hafði áhyggjur af var að vinna næsta leika.
Þetta voru góðir tímar og er þessir penningar að eyðilegja þessa íþrótt
Sala á almennilegum keinuhringjum á vellinum hlýtur nú að auka Matchday tekjurnar töluvert. Trúi ekki öðru miðað við matin sem er í boði á flestum leikvöngum á Englandi.
Gulli Þór #15
Já, en eftir krókaleiðum. Ég var í vandræðum með amk einn þeirra. Náði hann að lokum af einhverjum eldgömlum link á RAWK spjallborðinu. 🙂
er einhver með link af englands leiknum fullri lengd
Frábær samantekt Eyþór.
Ansi gaman að fá svona nákvæma greiningu á fjárhagsstöðunni. Í mínum huga þá er tekjuhliðin ekki eitthvað sem kemur mér á óvart en kostnaðurinn er töluvert hærri en ég hafði búist við og þú útskýrir mjög vel hvernig hann er tilkominn og í raun alveg skuggalegt hversu dýrt allt þetta leikvangs og þjálfaraskipta mál voru ásamt mörgum slæmum leikmannakaupum sem klúbburinn endaði á að selja með tapi.
Í raun pínu depressing að sjá hversu langt klúbburinn er frá því að skila hagnaði en skiljanlega því klúbburinn ennþá að klára kostnað vegna gamalla drauga….því virðist samt vera nokkurn vegin lokið og því ekki hægt að segja annað en næstu reikningar klúbbsins muni endurspegla hvort FSG hafi náð þeim markmiðum sínum að gera klúbbinn jafn sterkan fjárhagslega og þeir hafa haft metnað til.
Ég held þó að þetta gefi mönnum ágætis mynd af því hvaða kröfur við getum gert til leikmannakaupa næstu misseri þ.e. höldum okkur niðri á jörðinni því það verður eflaust stigið varlega til jarðar líkt og verið hefur. Miðað við ungviðið í hópnum og lánsmenn sem gætu komið til baka í sumar þá er það kannski líka bara allt í besta lagi þó við förum varlega í leikmannakaup.
Eftir allt þá er liðið að spila gullfallega eins og það er mannað í dag.
getur ekki verið að eitthvað af þessum 50 milljón pundum sem eytt hefur verið í nýja leikvanginn hefur verið notað í að kaupa upp hús sem standa nú auð í kringum leikvanginn eða er þetta bara design fyrir stanley park?????
Ef einhverjar “raunverulegar”eignir stæðu á bakvið þessar 50 milljónir sem niðurfærðar voru – þá hefðu þær ekki verið færðar niður.
Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning á nýjum velli – allur kostnaður við þá vinnu hefur verið eignfærður, þ.e.a.s. ekki verið flokkaður sem rekstrarkostnaður heldur sem hluti af hinni væntu eign (leikvanginum).
Þegar ljóst er að þessi vænta eign verður ekki að veruleika – þá er eðlilegt og skylt að flytja þennan uppsafnaða kostnað á rekstur (í gegnum afskriftir).
Til að fyrirbyggja misskilning – þá var LFC ekki að borga þessar 50 milljónir í fyrra – þetta er eingöngu reikningshaldsleg aðgerð.
Glæsilegur pistill. Varðandi FFP og UEFA, þá birtist þetta á Guardian í gær:
“Liverpool and other clubs such as Monaco who are not playing in Europe this season will not have to pass Uefa’s break-even rule in order to take part in the next Champions League campaign, it has been confirmed. Only the 237 clubs who took part in this season’s Champions League and Europa League are currently being assessed.”
http://www.theguardian.com/football/2014/mar/05/liverpool-champions-league-financial-fair-play
Góðar fréttir um meistaradeildina:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2574396/Liverpool-given-Champions-League-green-light-dodge-UEFA-break-rule.html
Frábær pistill. Mikil vinna sem liggur að baki honum og enn erum við kopparar fordekraðir af ykkur yfirkoppurum.
Þessi pistill og upplýsingarnar í honum eru svo mikilvægar í stóra samhenginu að hann ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem vilja veg klúbbsins okkar sem mestan. Þessar upplýsingar skýra t.d. út af hverju enginn var keyptur í janúar og af hverju þétt hefur verið haldið utan um budduna í síðustu gluggum. Eins og kemur fram hér að ofan hefur mikið hreinsunarstarf átt sér stað undanfarin ár og einnig hafa mjög mikilvægir tekjuliðir hækkað verulega. Þessir hlutir gerast hægt en með þolinmæði, skynsemi og dugnaði er hægt að koma klúbbnum á þann stall sem hann á heima á.
Þessi pistill kemur mér allavega niður á jörðina með rekstrarumhverfið og segir mér að peningarnir í leikmannakaup vaxi ekkert á trjánum. Það að reka fótboltaklúbb er þolinmæðisverk rétt eins og það að styðja fótboltaklúbb.
Launaliðurinn er áhugaverð lesning þar sem laun eru þau sömu og árið 2011 (þegar Downing, Adam, Henderson, Carroll og félagar voru hjá liðinu) en liðið er margfalt betra en það var þá. Þar skína áherslur Henry og félaga kýrskýrt í gegn. Félagið fær mun meira fyrir peningana nú en þá.
Eins og margoft hefur komið fram, þetta er work in progress. Þetta tekur tíma en þetta stefnir loks í rétta átt. Við erum farin að sjá bætinguna inni á vellinum og sú bæting er fasttengd bætingu utan vallar. Tek undir það með Ian Ayre – hann gerir ýmislegt vel fyrir klúbbinn þótt hægt sé að gagnrýna hann fyrir annað.
Vel gert Eyþór! Meira svona!
Frábær samantekt á þessu Eyþór.
Manni sýnist að það sé verið að taka vel til í bókhaldinu fyrir næstu uppgjör:
“Í þessu samhengi höfum við skilað tæplega 140 milljón punda tapi síðustu 3 reikningsskilatímabil, en þær tölur koma ekki að sök varðandi reglur FA, sem ná til tímabilanna 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016.”
Þannig er hægt að millifæra 140+ milljón punda tap á móti tekjum í næstu uppgjörum en með fyrirsjáanlegri aukningu á auglýsingatekjum (Garuda & Dunkin Donuts o.fl) og vonandi CL tekjum hlýtur félagið að skila umtalsverðum hagnaði næstu ár.
Breski ríkiskassinn mun ekki fá skatttekjur af hagnaði í bráð frá Liverpool.
Frábær pistill Eyþór, opnar alveg nýjar dyr fyrir manni.
Takk fyrir.
Tek undir með Daníel. Vill fá Eyþór sem minn bókara. Frábært að fá svona upplýsingar beint í æð. Takk fyrir.
Sælir
Greinilega mikil og metnaðarfull vinna lögð í þennan pistil og þakkir fyrir það sem vel er gert, en það voru nokkur atriði sem ég hnaut um á lestri mínum.
“Ian Ayre sagði í viðtali við official síðuna í vikunni og síðan við Echo að tölurnar væru 18 mánaða gamlar. Ég veit ekki hvaða dagatal hann notast við en ársreikningurinn sem var birtur í dag nær til 31. maí 2013.”
Svo virðist sem að alltaf sé lagður metnaður í að sparka í Ian Ayre en þetta var nú það sem manngreyið sagði orðrétt:
“These financial results are now up to 18 months old “.
Up to = Allt að. Ekki virðist vera mikið athugavert við dagatalið hans en þeim mun meiri spurning um heimildavinnu og/eða enskukunnáttu greinarhöfundar. Ef eitthvað er þá vanáætlar hann þetta því að elstu tölur í þessu uppgjöri eru ALLT AÐ um 20 mánaða gamlar.
Einnig þetta:
“Stjórnendur félagsins á þessum tíma ákváðu að borga tæpar 8 milljónir punda í að reka Rafa og ráða Woy. Takk. Og Ian Ayre, sagðir þú bara já við þessu?”
Hvað meinar greinarhöfundur með þessu? Að klína brottrekstri Rafa, ráðningu Woy og kostnaði vegna þess uppá Ian Ayre sem á þeim tíma var Commercial Director hjá LFC?!? Heldur hann að Billy Hogan sem er í sömu stöðu í dag hafi eitthvað með ráðningarmál á knattspyrnustjórum að gera? Christian Purslow var Managing Director þegar Rafa var rekinn svo að allt sé á hreinu! Átti Ayre í sinni stöðu að mótmæla þessum stjóraskiptum við erki-trúðana G&H og vera fyrir vikið rekinn á staðnum?? Ef það hefði gerst þá hefði G&H ráðið nýjan mann í staðinn og Ayre ekki átt sæti í stjórninni nokkrum mánuðum síðar ásamt Purslow og Martin Broughton, en þeir mynduðu meirihlutann sem samþykkti söluna til FSG (þá NESV) í óþökk við óþokkana G&H. Við værum þá hugsanlega ekki að tala hversu vel FSG hefði staðið sig í endurreisn LFC síðustu misseri heldur einhverja aðra misgóða eigendur eða jafnvel verið spurning um gjaldþrota klúbb eins og allt stefndi í á þessum örlagaríku mánuðum.
Ekki veit ég af hverju Ian Ayre fer svona mikið í taugarnar á sumum Kop-verjum en oft hleypur ímugustur þeirra á honum með þá í gönur. Það er ekki eins og ég sé með áritað plakat af manninum upp á vegg en það fer í taugarnar á mér þegar menn rembast við að finna honum flest til foráttu, og það af litlu eða jafnvel ósönnu tilefni. Þessi yfirmaður klúbbsins er borinn og barnfæddur í Liverpool og hefur ávallt verið Púlari. Pirringur á deadline-day yfir innkaupum á yfirverði er ekki á hans ábyrgð þegar hann er einfaldlega að framfylgja skynsamri kaupstefnu eigandans. Sjálfsagt að gera góðlátlegt grín að mótorhjólamanninum í kaupleiðangrum sínum á Harley-Davidson í Ölpunum eða Úkraínu, en að vera sífellt að níða af honum skóinn er alger óþarfi. Ég hef fulla trú á því að John W. Henry & co. myndu losa sig við hann ef hann væri ekki starfi sínu vaxinn og meðan það gerist ekki þá ætla ég að leyfa mér að bera meira traust til hans heldur en minna. Allir sem dirfast að pönkast upp á Ian verða héðan í frá uppnefndir Ayre-heads 😉
Ég sé einnig að búið er að setja link hér að ofan varðandi FFP og break-even-regluna en líklegt er að LFC hafi einmitt notað þetta tækifæri utan Evrópukeppninnar til að gera upp svona skuld ásamt því að létta vaxtakostnaði klúbbsins. Þess utan þá á kostnaður eða skuldsetning vegna uppbyggingu á bættri aðstöðu (völlur, æfingasvæði, akademía) að vera að einhverju eða mestu leyti undanskilið FFP. Hvort að þessi 5 ára gamli kostnaður vegna endurhönnunar á velli sem aldrei var byggður fellur þar undir veit ég ekki en JWH spáir manna mest í FFP-reglum og ætti því að vera með þetta allt á hreinu. Ég er sallarólegur hvað þetta varðar.
Í næsta uppgjöri verða enn fleiri kostnaðarsamir launasamningar komnir af bókhaldinu og fleiri styrktardílar komnir í sarpinn þannig að það verður áhugavert að sjá. Þá munu auknir sjónvarpspeningar fyrir næsta tímabil ásamt hugsanlegum CL-tekjum bætast við þannig að það virðist sem hið versta sé yfirstaðið. Það ætti einnig að styttast í meiri upplýsingar um vallarmálin en af því sem ég hef kynnt mér í skipulagsbæklingum frá Liverpool-borg þá verður það gríðarlega spennandi og metnaðarfullt dæmi. Ég er brattur og bjartsýnn púlari í dag 🙂
The future is Red.
YNWA
Back to the future :
[IMG]http://i62.tinypic.com/1zf1nc7.jpg[/img]
áhugaverð grein um kosti og galla að byggja nýjan völl.
https://www.facebook.com/notes/lfc-transfer-speculations/the-costs-and-benefits-of-building-new-anfield-httptomkinstimescom/260407120671844
Gummi #25
Þetta eru nokkuð furðulegar reglur, ef að reglurnar ná ekki til klúbba fyrr en eftir að þeir komast í CL. Væri gaman að vita útfærsluna á því, byrjar þá tveggja ára reglan að tikka við það eða skoða þeir þá félögin aftur í tímann.
Peter Beardsley. Mér finnst nú helvíti hart að höggva eftir tveimur setningum í 2300 orða pistli 😉 En ég skal reyna að útskýra hvað ég meinti.
Byrjum á því fyrra:
Vissulega rétt. En þetta fer auðvitað eftir því hvernig þú horfir á hlutina. Rekstrarreikningurinn sýnir vissulega stöðuna frá og með 1. júní 2012 til og með 31. maí 2013. En efnahagsreikningurinn sýnir stöðuna eins og hún er 31. maí 2013.
Þetta var nú ekki illa meint hjá mér, ég hef bara aldrei heyrt ársreikning verið presenteraðan á þennan hátt, þó að vissulega sé hægt að færa rök fyrir því, enda sýnir t.a.m. sjóðsstreymið og rekstrarreikningurinn stöðuna yfir þetta tímabil. En mér finnst þetta svona eins og að segja að mánaðaruppgjörið fyrir janúar mánuð og sendir frá þér 2. febrúar sé mánaðargamalt því það nær jú mánuð aftur í tímann. En hvað um það.
En að hinu:
Þar verðum við að vera sammála um að vera ósammála. Ég ætla að vona að þeir sem sitja við stjórnarborðið hjá Liverpool FC hagi skoðunum sínum, og þar með atkvæði, eftir sinni sannfæringu og eftir því sem þeir telja vera klúbbnum fyrir bestu, en láti ekki stjórnast af ótta við að missa starfið.
Ian Ayre sat á sínum tíma, ef ég man rétt, í fimm manna stjórn sem kaus einróma um þennan gjörning. Og gat ekki með nokkru móti séð þann ólgusjó sem framundan var og hvað þá FSG sem beið handan hornsins.
En kannski eru þessir tveir punktar frá mér um Ayre kallinn léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Það var ekkert illt að baki þeim. Enda hrósa ég kallinum mikið í “opnunarræðu minni”. 🙂
Ég segi bara eins og í auglýsingunni: ,,Með þolinmæði að vopni þá getur maður orðið bestur í heimi”.
Ekki skemmir fyrir það sem kemur frá Rodgers núna, að hann vilji ekki aðeins vinna titla heldur einnig nýta sér unglingastarfssemina til fulls eða eins og hann segir: ,,Það er engin ástæða að hafa unglingastarfsemi og akademíu ef þú ætlar ekki að nýta þér leikmennina innan þeirrar starfsemi”.
Annars þakka ég fyrir góðan pistil, já og pistla sem hér hafa birst,
Framtíðin er okkar,
YNWA.