Tveggja vikna bið, spennan er búin að magnast með hverjum deginum. Ég hef ekki tölu á hversu margar upphitanir og vangaveltur ég hef lesið fyrir þennan leik og þetta bara endaði svona! Man Utd eins aðrir erkifjendur okkar gjörsamlega jarðaðir og það á þeirra heimavelli. Liverpool var svo öflugt í dag að dómarinn dæmdi þrjú víti og gaf eitt rautt spjald á Old Trafford. Það hefur líklega aldrei nokkurntíma gerst áður.
Liverpool var ekki búið að vinna þarna síðan 2009. Þetta var svipað gaman og það var þá.
Liðið sem Rodgers stillti upp í dag var svona:
Flanagan – Skrtel – Agger – Johnson
Gerrard(c)
Henderson – Sterling – Allen
Sturridge – Suarez
Bekkur: Jones, Sakho, Cissokho, Lucas, Coutinho, Moses, Aspas
Ein breyting frá sigurleiknum í Southamton, Sterling inn fyrir Coutinho en á bekkinn voru þeir Sakho og Lucas mættir aftur.
Liverpool var sterkari aðilinn í frekar bragðdaufum fyrri hálfleik, þá erum við að tala um bragðdafan á mælikvaða Liverpool, ekki United. Suarez tók kolranga ákvörðun á 6. mínútu er hann stóð af sér tæklingu frá Fellaini inni teig. Klárt víti og sannast enn á ný að þú græðir ekki rassgat á því að standa af þér tæklingar.
Okkar menn voru með yfirhöndina en satt að segja var jafnræði með liðunum lengst af í fyrri hálfleik og United menn náðu að loka ágætlega á okkar menn. John Flanagan var eins og áður skotmark andstæðinganna og þeir sóttu mikið upp á hann. Hann braut nokkrum sinni af sér áður en RVP náði þessu gula spjaldi sem þeir voru að reyna að fá á 30.mínútu. Síðasta sem við vildum, Flanagan á spjaldi í 60.mínútur á Old Trafford.
Stuttu seinna hefði Rafael vel getað fokið útaf fyrir glórulausa tæklingu á Gerrard en slapp mjög vel með spjald. Liverpool fór í sókn sem endaði með langri sendingu inn á teig á Suarez sem tók boltan glæsilega og hefði farið framhjá Rafael hefði hann ekki varið með hendi inni í teig.
Auðveldari verða vítuspyrnudómarnir ekki en hvernig þetta var ekki seinna gula fyrir að stoppa stórhættulega sókn með hendi er eitthvað sem aðeins Clattenburg getur svarað fyrir. Smá skita þar og Rafael fáránlega heppinn.
Gerrard fór á punktinn og var auðvitað öryggið uppmálað. 0-1.
Gerrard og Fellaini lentu í samstuði stuttu seinna sem endaði með því að Fellaini fékk skurð og Gerrard fékk gult spjald.
Mignolet bjargaði okkur svo ágætlega undir lok hálfleiksins með sjónvarpsmarkvörslu eftir skot frá Rooney. Staðan í hálfleik því sanngjarnt 0-1,
Seinni hálfleikur byrjaði með þvílíkum látum. Sterling náði boltanum glæsilega alveg út við endamörk og kom honum fyrir markið þar sem Joe Allen kom á ferðinni og var á undan Phil Jones í boltann sem þess í stað ruddi Allen niður. Annað víti og 24 sek búnar af seinni hálfleik.
Gerrard fór auðvitað aftur á punktinn og endurtók leikinn frá 2009 er hann kyssti vélina eftir að hafa skorað.
Eftir þetta var leikurinn nokkuð í járnum og seinni hálfleikur einkenndist að vafaatriðum á báða bóga. Johnson var smá heppinn stuttu seinna er boltinn skoppaði í höndina á honum inni í teig. Ekkert sem er vanalega dæmt á og sama var um þetta atvik. Hann var ekki að stoppa sókn eins og Rafael.
Skrtel var líka aðeins heppinn suttu seinna þegar hann fékk Rooney fljúgandi á sig, Rooney vildi auðvitað víti en Clattenburg var með allt á hreinu þar og dæmdi ekki. Höfum séð dæmt á svona og ekki dæmt á svona samstuð.
Flanagan var sá sem var mest heppinn af okkar mönnum þegar hann braut klaufalega og illa af sér á Rafael, Flanagan var á spjaldi og hefði átt að fá sitt annað gula þarna. (Staðan því 2-1 fyrir Rafael þarna).
Stuttu seinna var Rafael enn á ný ljónheppinn þegar hann braut á Suarez en í stað þess að spjalda hann fékk Vidic gult fyrir brot sem átti sér stað stuttu áður. Það átti eftir að kosta hann því hann fékk rautt skömmu síðar fyrir “brot” á Sturridge. Þriðja vítið og Sturrige þarna að kenna Suarez hvernig á að gera þetta. Ashley Young fylgdist stoltur með úr stúkunni og klappaði líklega aðeins. M.ö.o. þetta var ódýrt víti.
Gerrard setti vítið í stöngina, ef það er einhverntíma fínn tími til að klikka á víti þá var þetta líklega sá tími.
Sturridge hefði hinsvegar klárlega átt að fá víti stuttu seinna eftir brot frá Carrick en Clattenburg greyið gat ekki meira enda þegar búinn að dæma þrjú víti og gefa eitt rautt.
Einum fleiri var aldrei spurning um þennan leik, Liverpool var miklu miklu betra og United ljónheppnir að sleppa með ekki stærri skell í lokin. Suarez fékk dauðafæri einn gegn markmanni sem De Gea varði stórglæsilega.
Suarez lagaði þetta á 84.mínútu þegar hann komast aftur einn í gegn eftir sendingu frá Sturridge.
Niðurstaðan 0-3 sigur á Old Trafford og algjört rúst inná vellinum.
Liverpool fékk þrjú víti á Old Trafford og það var síst of mikið. United hefur ekki fengið á sig víti á OT síðan 2011. Þeir hafa heldur ekki lent í liði á heimavelli eins og Liverpool var að spila í dag, mögulega Man City.
Maður leiksins:
Þetta fer þrátt fyrir allt ekki einu sinni á topp fimm yfir bestu frammistöður Liverpool í vetur, spilamennskan þ.e.a.s. Úrslit leiksins eru líklega á toppnum.
Vörn og markmaður halda aftur hreinu og voru að spila mjög vel í dag. Allir með tölu og Mignolet varði mjög vel í þetta eina skipti sem reyndi á hann. Allen og Henderson voru frábærir á miðjunni og gáfu United mönnum ekki neinn tíma. Sterling, Suarez og Sturridge skapa alltaf hættu þegar við höfum boltann en hafa alveg átt betri daga en þennan. Alls ekki lélegir í dag, vá alls ekki. Þeirra standard er bara svo fáránlegur á þessu tímabili.
Maður leiksins í dag er hinsvegar engin spurning, Captain Fantastic. Gerrard stjórnaði miðjunni í þessum leik og í raun leiknum eins og hann leggur sig. Ofan á það skoraði hann tvö fyrstu mörkin. Klúður hjá honum var hafa ekki skorað þrennu í dag en vá hvað það skiptir engu máli.
Við unnun fokkings United 0-3 á þeirra heimavelli og erum klárlega að crash-a partý sem okkur var ekkert boðið í á þessu tímabili. Vonandi höldum við okkur lifandi í því partý alveg til enda og yfirgefum það með gullið.
Svona hafa leikirnir farið gegn okkar helstu andstæðingum undanfarið:
Tottenham – Liverpool 0-5
Liverpool – Everton 4-0
Liverpool – Arsenal 5-1
Man Utd – Liverpool 0-3
Eins má bæta draugum eins og Stoke og Southamton úti sem bæði hafa verið okkur erfið. Gegn þeim skoraði liðið 8 mörk. Liverpool er búið að skora þrjú mörk eða meira sautján sinnum í vetur. 17
Þetta er eins og kennslubók í að smíða sjálfstraust.
POETRY IN MOTION
[img]http://www.makeusdream.com/sites/default/files/styles/large/public/make%20us%20dream%20banner.png[/img]
Ég elska lífið
Þetta voru auðvitað bara eins og hver önnur 3 stig í safnið…
… æ hvern er maður að plata, þetta eru langskemmtilegustu stigin að vinna.
Liverpool er semsagt ennþá taplaust á árinu í deildinni, og búið að vinna United heima og heiman. Ekki slæmt.
AAAAAAHHHHHH YNDISLEGT 🙂 ALLT liðið að spila frábærlega 🙂 LÍKA ALLEN, ótrúlegt að sjá menn hér, setja út á hans frammistöðu. KLASSI ! ! ! ! FRÁ A til Ö.
SUNNUDAGURINN ER ALLUR EITTHVAÐ MIKLU BJARTARI NÚNA ! ! 🙂
http://metro.co.uk/2014/03/06/liverpool-fans-to-troll-david-moyes-with-football-genius-banner-ahead-of-manchester-united-clash-4441154/
Þetta var hrikalega skemmtilegt!
Hefði auðveldlega getað verið stærra!
Ég er svo ánægður! YNWA! SG!
Yndislegt. Og Suarez skorar ekki á móti stóru liðunum nei.
Sá annars flottan borða hjá okkar mönnum í stúkunni: Moyes is a football genius
4 stig á eftir Chelsea og eigum leik inni. Þetta verður einhver endasprettur í þessari deild.
Eins gott að vera í góðu formi til að halda í við spennustigið sem er framundan.
Voru fleiri sem tóku eftir þessu mómenti í lok leiksins?
http://i.imgur.com/8ze5ey4.png
Djöfull er gaman að vera Liverpool-maður í dag!!!!!!!
Stórkostleg frammistaða hjá okkar mönnum!
En annars ógeðsleg dýfa hjá Sturridge. Setur svartan blett á annars frábæran leik.
Sælir félagar í öllu universinu!
Hversu gott getur lífið orðið? Ekki betra en þetta held ég. MU niðurlægt á Gamla Klósettinu, Mojarinn ráðalaus í þessum leik eins og fleirum í vetur og RvP og VR eins og börn í höndunum á gífurlega skipulögðu og léttleikandi liði Liverpool.
Ekkert í lífinu tekur því fram að vinna MU og þegar það gerist á þeirra eigin heimavelli er það svo gott, svo gott að ekkert getur toppað það. Ég er himinsæll, glaður og reifur og hlakka mikið til að mæta í vinnuna á morgun og alla vikuna og alltaf.
Það er nú þannig
YNWA
Nú fer grátkórinn af stað fyrir dýfu a og rauð spjaldið, en minnast ekki á að Liverpool átti að fa fjórar vítaspyrnur og man átti að missa mann af velli mun fyrr í leiknum.
Annars vírum við heppnir að Flanno hékk inna, en góður leikur hjá honum samt.
Þessi fallegi daaaaaaaaaaaaagur!
Endalaust ljúft! Á þessu stigi erum við tölfræðilega líklegri til að enda í 1. sæti en 5. Ég er byrjaður að leyfa mér að trúa smávegis.
Martin skrtel maður leiksins að mínu mati algörlega frábær í þessum leik og ég man ekki eftir neinum mistökum hjá honum.
æjji hvað er ég að segja svona þeir voru allir frábærir og allt liðið og Brendan Rogers eru menn leiksins !!!!!!!!!!!!!!!!!
þvílíkt sætur sigur Kóngurinn með súper leik einsog flestir.
fowler sé lof að Suarz hafi ekki dýft sér, fjölmiðlar tala ekki mikið um dýfu frá besta sókna,anni enska landsliðsins, það verður þagað i hel, i staðinn fyrir ef þetta hefði verið Suarz, þá hefði þetta verið aðalfrétt allra miðla.
Hvenær fékk United dæmt á sig þrjár vítaspyrnur á sig á heimavelli? Það hlýtur að vera langt síðan.
BR klárlega maður leiksins að mínu mati!
En frábær sigur og nú verð ég mun afslappaðri að horfa á Lundúnarslaginn á eftir.
SNILLD HJ’A OKKAR MÖNNUM OG VÖRNIN LEIT MEIRA AÐ SEGJ A VEL ÚT (=:
Gargandi snilld…. 🙂 🙂 🙂 Allt liðið á tánum í dag… alveg mögnuð frammistaða. Taka svo einn leik í einu… frábært að heyra í Gerrard eftir leikinn.. Er með réttu nálgunina á þetta… Captain Fantastic alla leið. Get ekki beðið eftir að sjá stemminguna á Anfield þegar Chelski og City mæta á svæðið… Talandi um sex stiga leiki!!! Best að halda sér í góðu formi til að þola álagið sem aðdáandi það sem eftir er af leiktíðinni. Koma svo Liverpool… Make us dream!! 🙂
YNWA
#17. skv. þuli sky á meðan á leik stóð, er þetta í fyrsta skipti í sögu PL sem lið fær á sig 3 vítaspyrnur í sama leiknum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Skyldusigur á móti miðlungsliði!
Má ekki gleyma að hrósa varnarleik liverpool í dag sem var mjög góður alveg frá aftasta manni að fremsta manni.
En annars bara snilld, og Gummi Ben hefur örugglega rétt fyrir sér ég mun varla sofa í viku.
#21 sagði þulurinn ekki að þetta yrði í fyrsta þrennan skoruð úr vítum í sögu deildarinnar?
Þvílík niðurlæging á Old Shitford hahahahaha. Er langþráður draumur að rætast, ótrúlegt lið sem Rogers er að skapa!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!! I LOVE YOU!!!!!!!!!!!!!!!
Frábær leikur hjá öllum okkar mönnum. Ég var stressaður þangað til Suarez gerð þriðja markið.
Vona að Sturridge biðjist afsökunar á dýfunni.
Þetta var ekki mikil fyrirstaða
Alltaf skemmtilegustu leikirnir að vinna.
Yndislega sætur sigur, manu áttu í raun aldrei séns. Fimm sigrar í deildinni í röð núna sem er eitthvað sem við höfum ekki séð oft á seinustu árum og það er svooo krúsjal að menn haldi þessu rönni áfram.
Ef einhver þarf að biðjast afsökunar eftir þenna leik er það MU liðið í heild sinni.
ÚFFF er ennþá skjálfhentur eftir þetta og nú verðu löng bið að komast á árshátíðina næstu helgi!!!
Leikurinn byrjaði vel hjá okkar mönnum og fannst mér við vera betri aðilinn í 85 mín(bara síðustu 5 í fyrihálfleik sem voru ekki góðar). Baráttan var til fyrirmyndar og við eiginlega óheppnir að vinna ekki stærra.
Mignolet 7 – þurfti lítið að gera en þessi markvarsla undir lok fyrihálfleiks var jafn mikilvæg og markvarslan gegn Southampton um daginn. Gæti verið vendipunktur.
Flannagan 9 – var frábær í þessum leik en kannski heppinn að hafa ekki fengið rautt. Frábær varnarlega(fyrir utan eitt atvik) og kom á óvart sóknarlega.
Agger 8 – virkilega solid í dag og stóð sig mjög vel.
Skrtel 9 – eins og kóngur þarna aftast, vann öll einvígi og meiri segja brá sér tvisvar í sóknarleikinn.
Glen 7 – einfaldlega solid leikur og gott að fá hann aftur
Gerrard 10 – stórkostlegur. Vinnslan var góð og stjórnaði hann miðjuni í leiknum
Allen 9 – þeir sem hafa verið að gagnrínan ættu að horfa á þennan leik aftur. 90 mín af endlausum hlaupum, vann boltan trekk í trekk og skilaði honum vel frá sér.
Henderson 9 – sjá Allen frábært að hafa tvö svona vinnudýr á miðjuni sem gáfu Man utd aldrei frið
Sterling 7 – var ágætur í dag en var stundum full lengi á boltanum en alltaf hættulegur.
Suarez 9 – frábær í dag(þrátt fyrir að detta tvisvar hálf aulalega undir lokinn, skórnir?) vann vel allan leikinn. Var að standa af sér tæklingar(hefði getað fengið víti í byrjun leiks) og þeir réðu ekkert við hann
Sturridge 8 – var hættulegur og réðu þeir ekki við hann frekar en Suarez en hann var kannski stundum of lengi á boltanum og það var ljót að sjá hann láta sig detta þegar við fengum þriðjavítið en hann átti svo strax á eftir að fá annað víti.
Coutinho 7 – kom sér vel inní leikinn og stóð sig vel
Lucas- gaman að sjá hann spila aftur
Aspas – fínt að leyfa honum að fá smá tíma
Rodergs – 10 er að breyttast á skömmu tíma í goðsögn því að hann hefur gjörbreytt klúbbnum okkar til hins betra. Hann kemur mjög vel fyrir og virðist vita 100% hvað hann er að gera.
Í dag fórnaði hann Coutinho við vinnudýrið Allen og virkaði það 100% og hann hefur gefið okkur von aftur og þakka ég honum fyrir það.
Stórkoslegur sigur á Man utd og er þetta í sama gæðaflokki og 1-4 sigurinn 2009 þar sem við vorum líka að berjast um enskatitilinn en þessi var samt extra sætur miða við stöðuna á andstæðingunum.
YNWA
p.s höldum okkur samt á jörðinni það er nóg eftir en það má samt leyfa sér að gleðjast og taka létt skot á Man utd vini sem hafa strítt okkur í mörg ár.
Klukkan er 4:56 að morgni til hérna hinum megin á hnettinum í Nýja Sjálandi og það er ekki séns að ég geti sofnað strax eftir svona leik. Þvílík gleði. Svo eru hlutir eins og bannerinn “David moyes is a genius”, fyrsta skipting á 75 mínútu frá Moyes og svipurinn á Ferguson munu halda mér vakandi eithvað lengur..
Steven Gerrard klárlega maður leiksins.
Nr 8. Meðalliðið united 😉
Skil ekki að einhverjir séu að kvarta undan Allen, fannst hann vinna mjög vel og stóð sig með prýði! Sem og auðvitað allt liðið, ég sá varla veikann punkt í liðinu í dag. Hefði viljað sjá minn mann cissakho koma inná eftir að flanagan var á hálum ís en þá tók flanagan bara smá chill pill eða voru það bara united sem sóttu ekki neitt?
Vörnin var rock solid í dag fyrir utan smá mistök á tímum en það er allt saman eðlilegt að meðallið fái að minnsta eitt skot á markið.
Frábær leikur í alla staði.
Gerrard þvíliur kóngur.
Las það einhver staðar að United hafi ekki fengið á dæmt á sig viti á Old Traford síðan 2011.
Skýrslan er komin inn. Er bara að henda inn myndum meðan ég rúlla niður twitter 🙂
Er sóknin hjá Man Utd. svona hrikalega léleg? Eða var vörnin hjá okkur bara svona solid í dag? Allavegana héldum hreinu á OT Snilld!
Jæja…jæja.
Hér sit ég einni Pizzu og 1 köku fátækari en einum SIGRI ríkari. Ég kaupi Pizzuna með bros á vör og baka fallega rauða köku hlæjandi. Þvílíkur leikur OMG ég var að fara yfir um að spennu og gleði.
Á morgun fer ég með rauða köku með hvítu kremi og þar verður skrifað með rauðum stöfum
MU 0-LFC 3 vona bara að yfirmaður minn sem er Man.Utd. verði ekki grátandi….
Þvílíkur dagur…
Þangað til næst
YNWA
Stórkostleg snilld! Að mæta á Old Trafford og spila bara þokkalega en vinna samt 3-0 er ekkert minna en stórbrotið!
Hefði Howard Webb dæmt þessi 3 víti? Efast um það.
Nú er bara að klára tímabilið með stæl – það er allt hægt!
Strákar og stelpur. Er ekki bara óhægt panta flugmíði á síðasta leiki tímabilsins og sá okkar menn taka við bikarnum. Make us dream:)
Takk fyrir mig Liverpool :-*
Yndislegt!
Til lukku öll.
Þorði ekki að spá, en vissi allan tíman….
Liverpool voru sterkari a ollum sviðum i dag. Maður rekinn utaf vegna leikaraskapar til að stra salti i sarin. Algjort burst og Moyes sennilega buinn að vera. Til i að tippa a að liverpool vinni titilinn.
Var að lesa athugasemdir inni hjá UTD-mönnum og þar eru menn að væla yfir dómaranum,en engu að síður fínn pistill þar,sem og hér;-)!?.Okkar menn voru með yfirburði á miðjunni og beinskeyttari fram á við og við áttum 3 stigin skilið allan daginn.Cardiff næst á dagskrá.
Mér finnst ekki leiðinlegt að vera fara á Anfield gegn Newcastle þann 11.maí. Reikna með að kóngurinn Gerrard lyfti titlinum þá.
Liverpool á 4 útileiki eftir.
Cardiff, West Ham, Norwitch og C. Palace
Við erum búnir að búa til virki á Anfield þar sem erfitt er að stoppa okkur en þessi lið ætla að reyna
Sunderland, Tottenham, Man City, Chelsea og Newcastle
Njótið dagsins kæru félagar, YNWA. 😉
Full match
Takk fyrir Liberpool.
Here is a link to what happened after the game when Ferguson met Moyes in the tunnel….enjoy 🙂
https://vine.co/v/MuhFnmIWBvL
united menn geta þakkkað guði fyrir það að sturridge , suarez og sterling hafa allir att mun betri daga en i dag en það skipti ekki mali þvi við unnum samt sannfærandi 3-0 og hefðum vel getað unnið stærri sigur…
maður er bara i skyjunum með þennan dag, eg var drullugræddur við þennan leik of var nanast fyrir leik sattur með jafntefli en þetta er frábært..
nuna hljota okkar menn að stefna bara a dolluna. allavega ur þessu verd eg pinu fúll með 4 sætið það er bara þannig…
djofull er gaman að vera púllari i dag..
ps erum við að tala um það aðneg þurfi i fyrsta sinn a ævinni að halda með man utd i knattspyrnuleik þegar city mæta a old trafford ? eg held eg geti það ekki. eg bara elska að sja man utd tapa og mun aldrei fa nog af þvi. væri fint ef city mundi misstíga sig bara annarsstaðar svo þeir þurfi þess ekki a old trafford…
Aloha!
Reif mig upp kl. 03:30 til að horfa á leikinn enda á var hann á fáránlegum tíma (fyrir mig). Jæja, sé nú ekki eftir því. Fínn leikur hjá okkar mönnum þó þeir hafi ekki verið með neina flugeldasýningu. Héldu þó United mönnum alveg niðri sem gátu ekki neitt í þessum leik. Merkilegt að sjá þetta lið sem hefur enga taktík og menn vita nákvæmlega ekkert hvað er ætlast til af þeim.
En Liverpool var klárlega betra liðið í dag, ekki spurning. Vörn og miðja traust og sóknin bara í fínu lagi (þrjú víti + tvö sem áttu að vera og nokkur fín færi). Þetta Liverpool lið er ótrúlega flott, líklega það skemmtilegasta í deildinni eins og er. Taplausir á árinu (10 leikir, átta sigrar og tvö jafntefli, 26 stig af 30 mögulegum) og fimm sigurleikir í röð. Hvenær gerðist það?). Magnaður árangur.
Skelli í mig nokkrum Mai Tai í kvöld í tilefni dagsins.
Með kveðju frá Honolulu.
Aloha.
Það er svo margt sem mig langar að segja eftir þennan leik. En það er bara einn leikmaður sem á skilið að fá orð eftir þennan leik. Við unnum United og allt frá því að Gerrard skoraði úr vítaspyrnunni gegn Fulham hef ég trúað því að það sé raunhæfur möguleiki á því að við getum unnið þessa deild.
Steven Gerrard er ásinn í okkar ermi. Í vetur er hann búinn að vera mikilvægasti leikmaður í heimi, ef ekki sá besti. Hann hefur notað allar vítaspyrnur nema eina. Hann hefur stjórnað miðjunni leik eftir leik og aldrei brugðist okkur. Hann er búinn að vera frábær….bestur. Hann er og verður um ókomna tíð besti kapteinn sem til hefur verið frá upphafi fótboltans. Liverpool horfir á hvern einasta leik sem eftir er af tímabilinu sem úrslitaleik og þar er okkar fyrirliði sem ber liðið á herðum sér. Í dag og líklega aðeins fram í næstu viku mun ég halda því fram að við séum líklegasta liðið til að vinna deildina. Ég ætla að leyfa mér að dreyma aðeins lengur. Mig langar ekki niður á jörðina. Dreyma bara aðeins lengur…
Frábær dagur hjá frábæru liði.
Ég hef ekki miklar áhyggjur af öðrum liðum enda getum við tekið þetta sjálfir, en myndi það drepa þetta Tottenham-lið að skottast til ná eins og einu stigi af liðunum sem við erum að berjast við?
Góður sigur.
Enn einn leikurinn þar sem ljóst er að liðið spilar ekki af fullri getu en það dugar alveg gegn Moyes og rauðu ólánspúkunum hans. Hefði vissulega viljað sjá þrennu hjá CF og vinur minn Sturridge hefði svo sannarlega glatt mig með einu marki til viðbótar. En maður er auðvitað bara ofdekraður, gráðugur og vanþakklátur.
Gott að við erum að landa sigrum gegn liðum sem eru undir meðallagi. Það er ekki sjálfgefið að svo sé. Þau geta átt stjörnudaga og komist langt á skapinu þegar þau mæta yfirburðarandstæðingum. Mörg dæmi eru um það, auðvitað. En ekki í þetta skiptið. Stúfur settist á vegasaltið og endaði á tunglinu.
Er að horfa með þriðja auganu á Gylfa og félaga á móti Arsenal. Er hægt að hugsa sér leiðinlegra lið en þetta Tottenham? Ekkert að gerast nemað spóaleggur Adebayor hamast við að rekja boltann út af vellinum.
Held að Gylfi sé farinn að hafa alvarlega bakþanka með að ganga ekki í Rauða herinn þegar það stóð honum til boða. Ætli hann fái annað tækifæri?
Jæja, þá er Cardiff næst – annað undirmeðallagi-lið sem við verðum að halda fullri einbeitingu gegn. Ekki sjálfgefið að þessir leikir vinnist allir 😉
Mörkin úr leiknum:
[img]https://lh6.googleusercontent.com/-tpzBmc5fSJA/UyWvvoJuuaI/AAAAAAAAB0E/wFgZgR0JQ8I/s0/16-03-2014-GifNumber-201.gif[/img]
[img]https://lh6.googleusercontent.com/-Tc6ttOU5xB8/UyW3VWmHwbI/AAAAAAAAB0U/YvYaYeIUNvg/s0/16-03-2014-GifNumber-202.gif[/img]
[img]https://lh5.googleusercontent.com/-Cv7V_lYrLOU/UyXADfo2POI/AAAAAAAAB0k/9Qroz96_cqA/s0/16-03-2014-GifNumber-203.gif[/img]
27 stig eftir í pottinum og ég vil þau öll.
Er ég að fara með fleypur ef ég segi að ef Liverpool vinnur þá leiki sem þeir eiga eftir (Chelsea og Man City included) , þá muni þeir verða meistarar ?
@57: ef City vinnur alla sína leiki sömuleiðis (mínus leikinn við Liverpool), þá enda þeir með 90 stig og taka titilinn. Liverpool myndi þá enda með 89 stig.
ágætt að rifja upp álit sérfræðingana á fótbolti.net hvort liverpool gæti náð top 4 , eða eins og dolli sagði ekki séns í helvíti http://fotbolti.net/fullStory.php?id=151205
Þetta var auðvitað bara stórkostlegt, Það er ekki hægt að gera annað en að Þakka Fyrir Sig.
En, nú kemur auðvelt verkefni gegn Cardiff sem á bara að vinnast, er búinn að fylgjast vel með Cardiff mönnum á þessu tímabili og þeir eru svona Manchester United neðri töflunnar, það er að segja: Þeir eru með stjóra sem veit ekkert hvað hann er að gera og þeir eru bara í ruglinu, Eru líklegast með vanmetnasta markmann heims, sem kemur í veg fyrir að leikurinn fari ekki 17-0 fyrir okkur, en ég spái samt engu að síður 7-0 fyrir okkar mönnum.
#59 – Flott svarið þarna hjá Bjarna Guðjónssyni “knattspyrnusérfræðingi” og annar af lýsendum leiksins í dag, hann þarf að éta sokk í dag held ég.
Rodgers on Moyes’ claim Man UTD were not favourites. ‘I would never say that at Liverpool [at Anfield] even if I was bottom of the league’
Þessi maður er snillingur.
En vill benda mönnum á að það eru engir leikir auðveldir í Enskuúrvaldsdeildinni. Þótt að vel gengur núna þá er Cardiff úti ekkert gefins(Everton voru stálheppnir að sleppa með sigur á heimavelli gegn þeim í gær). Þeir hafa fljótan framherja og það er barátta í þessu liði þótt að gæðinn eru ekki mikil. Víti hér, rautt spald þar og allt getur gerst.
Við höfum samt trú á okkar liði en ætlum ekki að fara að tala um að einhverjir leikir séu auðveldir fyrir okkur( þurftum allar 90 mín til að vinna Fulham um daginn sem var fyrir fram auðveldur leikur).
Podcast, Podcast, Podcast, Podcast,…koma svo strákar
Hvernig væri nú að setja lífið á hold og hlaða í eins og eitt podcast… ?
Algjörlega frábær leikur og þetta er stórkostlegt lið! Þvílík forréttindi það eru að halda með þessu liði eftir þann hrylling, sem við höfum þurft að þola síðustu ár. Til hamingju öll! Njótið þess alla vikuna.
#62
Rodgers on Moyes’ claim Man UTD were not favourites. ‘I would never say that at Liverpool [at Anfield] even if I was bottom of the league’
Þetta er búið að vera standard svar hjá Moys síðasta áratugin eða svo hvað Liverpool varðar!
Afhveju ætti það eitthvað að breytast hjá honum?
Næsta podcast er á mánudag eftir rúma viku, því miður. Við þurfum stundum að gera aðra hluti en að tala um fótbolta. Sorrý.
Ég ætla annars ekkert að tjá mig um þennan leik. Veit ekkert hvar ég á að byrja. Hvernig lýsir maður þessari fegurð?
Ég held að Rodgers bíði skemmtilegt og erfitt verkefni framundan, núna eru Lucas og Sakho komnir aftur eftir meiðsli og Coutinho á bekknum og liðið að spila vel. Miðjan með þeim Hendo, Allen og Lucas er að virka ansi vel og spurning hvort að Lucas og Coutinho verði að sætta sig við að sitja svolítið á bekknum í næstu leikjum. Allavega er þetta luxusvandamál fyrir Rodgers og þetta ætti að halda mönnum á tánum í næstu 9 leikjum.
Svo er þessi vörn svo skrýtin að það er engin leið að botna í þeim, við fáum á okkur nokkur mörk á móti Stoke og svoleiðis liðum en við höldum hreinu á móti Everton, United, Spurs og svo Arsenal sem reyndur fengu víti og skoruðu úr en í opnum leik þá hafa þessi lið ekki verið að skora mikið hjá okkur.
Mikið djöfull er gaman að horfa á þetta lið tæta í sig hvert liðið á eftir öðru.
Það ber að hrósa vörninni í síðustu tveimur leikjum. Þeir hafa legið undir gagnríni en að halda hreinu á útivelli gegn Southampton og Man utd er virkilega vel gert.
Það sem ég held að sé að hjálpa vörninni að með Gerrard, Henderson og Allen inná þá erum við með 3 miðjumenn sem allir leggja sig fram í að spila vörn og því verður varnarlínan okkar betur varinn.
Ég sé okkur nota þessa uppstillingu gegn Tottenham, Man City og Chelsea en ég get séð Couthino koma í liðið þegar við þurfum að fara að opna varnir liða sem pakka í vörn ámóti okkur.
“Is this your best day as Liverpool manager?”
-“No, every day is.”
BR er svo með þetta!
Brendan Rodgers er besti stjótinn í deildinni. Yfir og út!!!!!!!!!!!!!!
Er einhver með slóð á MOTD? væri gaman að sjá úttekt á þessum leik.
Vá Vá Vá hvað þetta var lygilega skemmtilegt. Ég held ég hafi aldrei skemmt mér svona vel yfir því að vera Púllari. Í gamla daga voru svo fáir leikir sýndir, ekkert netspjall eða neitt til að njóta þess svona í botn. Síðan maður fór að geta séð hvern einasta leik í beinni hefur liðið ekki beint verið upp á marga fiska nema árið 2009 þegar við vorum ansi nálægt titlinum. Að vera orðinn nokkuð öruggur með sigur á Old Trafford á 60. mínútu er bara helvíti hreint ljúf tilfinning. Eitthvað sem er alveg hægt að venjast. Að hlægja og skemmta sér svona yfir fótboltaleik er líka ekkert sem maður hefur vanist á að gera, frekar hefur maður verið að naga neglur, sitja á brúninni með hjartað í brókinni.
Þessi leikur var kannski ekkert tívolí til að byrja með enda kannski bæði lið meira að koma í veg fyrir að hitt skoraði. En þegar líða tók á komu yfirburðir Liverpool meira og meira í ljós. Í upphafi leiks fannst mér Flanagan ótrúlega öflugur, góð ákvörðun að setja hann vinstra megin. Síðan fór miðjutríóið að taka völdin og þeir hreinlega rústuðu Man Utd. Auðvitað sinntu Suarez og Sturridge ásamt vörninni sinni vinnu en leikurinn vannst greinilega á miðjunni.
Ég get tekið undir með skýrsluhöfundi um bestu leikmenn liðsins í dag en mér finnst ekki nóg gert úr leik Henderson og Allen á miðjunni. Þeir voru algjörir lyklar að þessum sigri, átu miðjuna, átu bolta út um allt, lokuðu á Evra og Rafael trekk í trekk, hjálpuðu endalaust til í vörninni, Allen fiskaði víti og þeir áttu einfaldlega enn einn stórleikinn. Með því er ég alls ekki að gera lítið úr Gerrard, Suarez og Sturridge, sem áttu auðvitað væna sneið af þessum sigri okkar.
Nú er bara game on um titilinn. Þetta er bara ekkert flóknara en það. Útileikirnir eru sannarlega vinnanlegir þótt þeir verði alls ekki auðveldir. Heimaleikirnir eru snúnari en úr því sem komið er og á því rönni sem við erum þá ættum við að geta unnið hvern einasta af þeim leikjum sem eftir eru. Maður hefur núna í tvo mánuði verið að bíða eftir því að okkar menn misstigi sig, því sannarlega hafa tækifærin og sagan gefið tilefni til þess. Það hefur ekki gerst. Allar hindranir hafa verið leystar með glæsibrag og liðið hefur eflst við hverja raun.
Það verður enginn heimsendir þótt sigur vinnist ekki gegn Cardiff á næstu helgi. Sigur er samt helvíti mikilvægur, bara nauðsynlegur ef við ætlum okkur í titilbaráttu. Við verðum að muna að liðið er að spila langt framar vonum okkar flestra. Eins og ég segi, game on í titilbaráttunni!
Lúðvík #72: MOTD byrjar eftir tæpan klukkutíma.
Hvað er mesta stigatap liðs milli tveggja tímabila í ensku? Á ekki United möguleika á að setja eitthvað svoleiðis met ?
BUZZZING
Þessi leikur var svo mikil snilld og þrátt fyrir að sóknartríóið okkar hafi átt betri daga þá var heildarframmistaða hópsins svo rosalega góð. Það er eins og flestallir leikmenn liðsins séu farnir að hápressa andstæðingana með miklu reglulegri hætti en áður. Menn virðast vera svo mikið á sömu línunni og mér áberandi hvað liðið er farið að höndla það að vera með forystu í leikjum betur.
Dómarinn var enginn áhrifavaldur hvað úrslitin varðar þó svo að hann hafi átt nokkrar rangar ákvarðanir.
Mögulega er ég fúli skúli en ég ætla þó að segja það að ég varð fyrir vonbrigðum með dýfu Sturridge, Liv liðið þarf ekki að nota svona trix til þess að sigra í leikjum og kastaði það smá skugga á annars frábæran dag í mínum huga. Það tók Suarez marga mánuði að fá dómara bara til þess að dæma aukaspyrnur þegar brotið var á honum eftir að umfjöllun um dýfur hans náði hámarki og því óhætt að segja að til lengri tíma litið er þetta liðinu óhagfellt. Í mínum huga er málið einfalt, Liverpool leikmenn dýfa sér ekki.
Gaman var að sjá að loksins höðfum við nokkra góða kosti af bekknum í þeim Lucas, Sakho og Coutinho. Sá síðastnefndi mun væntanlega vera heilmikið viðloðinn síðustu leikina en erfitt er að gera sér grein fyrir spilatíma hinna, það er ekki auðvelt að finna einhvern sem á skilið að verma bekkinn eftir síðustu umferðir.
Yndislegt að lesa quote frá BR, maðurinn er svo sterkur í viðtölum og segir einhvern veginn alltaf réttu hlutina, hvort þetta sé innprentað í hann frá PR deildinni eða þetta sé bara náttúrleg framkoma hans (sem ég held að sé málið) þá setur hann klúbbinn á hærri stall með svona framkomu.
Gerrard skilaði rosalegum leik. Að setja fyrstu tvö vítín var bara miklu meira en að segja það og sýnir hversu yfirvegaður og heilsteiptur fyrirliðinn er á þessum mjög svo sérstöku tímum. Enginn maður innan liðisins á jafn mikið skilið að þessi klúbbur komist aftur meðal þeirra bestu enda endurspeglar hann á svo margan hátt þau gildi sem þessi klúbbur stendur fyrir.
Make us dream.
Þetta er svo auðvelt hjá honum (Gerrard) að hann er kominn með blóðnasir.
Gummi Ben.
Frábært, algerlega frábært. Hef engu við frábæra leikskýrslu að bæta og öll commentin hér að framan.
Bíð spenntur eftir næsta leik. Erum við enn að stefna á 4. sætið? Nei, við ætlum að hirða dolluna, það er ekkert flóknara!
Er ekki alveg viss um að næsti pistill ykkar Kop-snillinga verði með fyrirsögnina: “Er Brendan Rodgers á réttri leið með liðið?” 🙂
Eins og staðan er núna erum við einu City jafntefli frá því að titillinn sé í okkar höndum. Ótrúlegt!
Hérna verður annars MOTD kl 22:25: http://dart1801.blogspot.co.uk/p/home-page.html
Loksins er uppbyggingin hjá Hogdson farin að skila sér!
HeHe ég heiti Agnar 🙂
Hvað viltu mörg ár Mr Rodgers ? [img]http://fullscalesports.com/wp-content/uploads/2013/10/brendan-rodgers-liverpool-shirt_2774536.jpg[/img]
Svo ein til af því að ég er í svo góðu skapi.
You can do it !
I know.
[img]https://encrypted-tbn2.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9GcRNMMW7b_p5uV2S4CjatK0sPcch4HWKO93LelebS4p1CszH7_5KLw[/img]
Ég varð bara að bæta þessari inn… 🙂
[img]http://www1.pictures.zimbio.com/gi/David+Moyes+Brendan+Rodgers+Swansea+City+v+TtUVom1MPKol.jpg[/img]
Æ,æ,æ. Eru menn ekki sáttir ? Þetta var í dag og er alveg drepfyndið.
http://www.youtube.com/watch?v=zy8LdGQt_6Y&feature=youtu.be&app=desktop
Þessi missti vinnuna í dag, ekki var hún svo sem merkileg.
http://www.youtube.com/watch?v=D_ZN3170oYY
Nr. 86
Ég er nú þegar búinn að leggja það til við KAR og EÖE eða byrja með svona youtube channel. Kristján sér um þessi innslög 🙂
Það sem mér finnst merkilegt miðað við núverandi stöðu er að leikmennirnir sem yfirgáfu klúbbinn og þeir sem komu í staðinn eru ekki að gefa neitt aukalega fyrir liðið. Þetta er sama lið á pappírum og í fyrra fyrir utan einn mun. Menn eru að stíga fram og bæta sig all verulega. Gerrard, Sturridge, Suarez, Sterling, Henderson, Allen og Flanagan eru allir að spila betur frá seinasta tímabili og það er einum manni að þakka.
BRENDAN RODGERS.
Ég hef ekkert annað að bæta við þennan flotta sigur í dag en þetta…..
FSG!!!!! GERIÐ LANGTÍMA SAMNING VIÐ BRENDAN RODGERS OG ÞAÐ STRAX…
Make us dream
#87
Vil þá fá sama klassa leik og þessi gaur er að sýna, gætið bætt inn einhverjum geggjuðum sound effects a la FM957 (FM103.2 eins og babu þekkir það) og þið væruð með min 100k áhorf á youtúb!!
Brendan Rodgers er allavega ekki að fara láta mig dreyma neitt ………… í nótt því ég á eftir að drepast frammí stofu með lampaskerm á hausnum eftir þennan alltof góða leik! vúhú!
Og hvernig gat ég gleymt Skrtel í þessari upptalningu á mönnum sem eru að bæta sig frá seinasta tímabili…… 8-9 byrjunaliðsmenn eru að bæta töluvert á milli ára….Það er bara priceless!!
Theater of dreams er orðið
Theater of screams
David Moyes, the gift that keeps on giving 🙂
Þessi leikur hjá okkar mönnum var hreint út sagt frábær. Menn mættu klárir í slaginn og það sást frá fyrstu spyrnu leiksins og til þeirrar síðustu. Vissulega eru m.u. heillum horfnir hvað varðar skipulag, hugarfar og sjálfstraust en þeir einfaldlega réðu ekkert við leifturhraða okkar manna og það er engin tilviljun að LFC eru að fá víti hægri – vinstri hjá öllum dómurum, fyrir utan hjá vini okkar honum coward webt.
Sigurinn í gær kom mér ekkert á óvart, var búinn að segja það fyrir leik. BR er búinn að finna taktinn og leikmannahópurinn geislar af leikgleði og sjálfstrausti, það er dýrmætara en milljarða króna súperstjörnur á rjúkandi launum sbr spurs og fleiri.
Núna er staðan einfaldlega þessi: LFC á bullandi séns á að gera þetta tímabil að einhverju stórkostlegu einfaldlega með því að halda sjó, vissulega getur það fallið hratt, til dæmis með því að tapa næsta leik.
Pressan er að myndast á hópnum okkar og þó svo að BR tjáir sig framúrskarandi í viðtölum þá vitum við auðvitað að hann og leikmenn eru með markmið. Það er án nokkurs vafa að vinna hvern einasta leik sem eftir er og sjá svo til hversu langt það fleytir okkur í að berjast um titilinn.
Þetta eru yndislegir tímar og við eigum að njóta þeirra og taka þátt með jákvæðni og uppbyggilegri gagnrýni. Liðið okkar sló varla feilnótu í gær og ég hef sjaldan orðið vitni að eins mikilli samstöðu hjá liðinu okkar eins og það er að sýna um þessar mundir.
Er algjörlega sammála mönnum um að það þarf að gera langtímasamning við BR. Erum við ekki búin að fá nóg af stjóraskiptum og ruglumbulli hvað það allt saman varðar?
Styrkja þarf hópinn klárlega í sumar til að fullkomna blönduna hans BR. Hann er bara rétt að byrja!
Eins og staðan er í dag, þá er ekkert öruggt ennþá. Gætum klúðrað topp fjögur slagnum með nokkrum töpum en ég hef ekki trú á því. Hef faktískt meiri trú á að við verðum nærri toppnum en fjórða sætinu þegar 11.maí verður að kveldi kominn.
Y.N.W.A.
Frábært, alveg fullkomlega frábært.
Sá glefsur í beinni á leið minni á Akranes og ákvað að bíða með að kommenta þar til ég hefði náð leiknum öllum. Sem mér tókst eftir miðnættið.
Alveg sammála skýrslu meistara Babú, utan þess að mér finnst vert að hrósa Flanno fyrir sinn leik, vissulega getað lent í rauðu þarna í seinni hálfleik en það átti augljóslega að “skinna” hann allan daginn, en það tókst ekki. Cissokho vinur minn hefði ekki gert þetta betur, svei mér þá 😉
Það er auðvitað annað að horfa á svona leik óstressaður, en þá leyfir maður sér að rýna í ýmislegt annað. Ég held að við séum að sjá þessa vörn til loka mótsins ef meiðsli stoppa það ekki af. Sakho virðist ekki enn kominn á fullt og Johnson, Skrtel og Agger voru frábærir í gær, auðvitað ekki brjáluð pressa en þeir voru í fullkomnu synci allan tímann. Hef áður rætt um Flanno og svo gæti Aly dottið þar inn, en það er ekki tilviljun að við erum að byrja að halda hreinu.
Þá Gerrard. Þvílíkur snillingur sem þessi maður er. Ég hélt að virðing mín fyrir honum gæti ekki orðið meiri en það er sko að gerast núna að undanförnu. Leikur hans í gær var fullkominn í þessari DM-C stöðu og það eina leiðinlega var að hann náði ekki þrennu á OT. Það er klárlega til marks um ómetanlega hæfileika hans að ég hef ekki heyrt vælustunu á þessari síðu um frammistöður hans núna í nokkrar vikur og er það vel. Hann á MÖRG ár eftir í þessu liði í þessari stöðu, leiðtogahæfileikarnir eru fullkomnir og hann á sér stærsta drauminn okkar allra og mun dæla þeim draum inn á æfingasvæðið á Melwood næstu vikurnar.
Ég held svei mér að Lucas Leiva verði á bekknum fram á vorið meðan allir eru heilir því vinnusemi Allen og Hendo rímar fullkomlega við sóknaruppbyggingu sem miðar að Coutinho/Sterling og síðan SAS. Ekki slæmt.
En aðalmaðurinn er Brendan Rodgers. Það er beinlínis stjarnfræðilegt til þess að hugsa hvert hann er kominn með þetta lið. Hann virkar allt að því fullkominn taktískt þessa dagana og er klárlega með sjálfstraustið hjá liðinu í botni, það finnst ekki aggressívara fótboltalið á Englandi þennan veturinn og framfarir leikmanna milli ára eru stórkostlegar. Það segir okkur auðvitað eitt, maðurinn er frábær þjálfari og fótboltahaus og ber að þakka FSG fyrir það að velja hann. Hann er á fullkomnum stað og á eftir að skila okkur draumnum ef hann fær rétta stuðninginn. Ég hef alveg trú á því að sá draumur sé fjarrænn möguleiki í maí ef að áföll dynja ekki á leikmannahópnum, en ég er viss um að framtíðin er björt undir hans stjórn.
Í morgun hlustaði ég svo á viðtalið við hann á OT í gær. Mér finnst það skylduhlustun fyrir LFC aðdáendur, ára hans á blaðamannafundum og virðingarverð framkoma gerir mann hrærðan og stoltan af því að hafa hann við stjórn. Shankly hefði orðið stoltur af fyrsta svarinu…set inn linkinn á opinberu síðunni en þetta kemur oft fljótlega á YouTube.
Þetta er “must-see”.
http://www.liverpoolfc.com/video/fixtures/first-team/2013-2014/man-united-vs-liverpool-2014-3-16-13-31-00#17387
Stærsti dagur ferilsins hjá Brendan á Anfield var ekki í gær. Það eru allir dagar. SNILLINGUR.
In Brendan we trust……Make…….Us……Dream !
Skemmtilegt komment sem ég sá á facebook (hjá Braga Brynjars)
I remember a time when beating Wigan 4-0 was great feat and was talked about for some time.
Then came the beginning of this season, lots of big victories, Liverpool 4-1 West Brom, Liverpool 4-0 Fulham, Liverpool 4-1 West Ham, Liverpool 5-1 Norwich came around. They said Liverpool can thrash only weak opponents.
Liverpool 5-1 Arsenal, Liverpool 4-0 Everton. You can only beat them at home they said.
Tottenham 0-5 Liverpool, Manchester United 0-3 Liverpool. One man team they said, Luis Suarez is all they got they said.
Sturridge has 18 goals, 3 more than the closest. Coutinho has created more chances than anyone else. Gerrard has 10 goals and 11 assists. Even 19 year old Sterling has 6 goals and 4 assists. Mignolet has the second highest number of saves. Henderson has the highest number of interceptions. Arsenal and United had injury problems they said.
We have missed Suarez, Sturridge, Gerrard, Agger, Sakho, Lucas, Johnson, Allen, Coutinho when they’ve all been needed. Even now we’re missing Jose Enrique. When we beat Arsenal, none except Skrtel was one of our first choice defenders.
What do you say now?
We are finally contenders. This is it. 9 more games. Make us dream.
YNWA.
Vá hvenar ætlar maður að læra og ekki horfa á motd.. shit hvað þetta lið gæti ekki sagt rétt frá liverpool leik þótt líf þeirra lægi við. það var eins og eina skiptið sem við áttum var í gegnum víti.
BBC second home of scums.
eru manutd-aðdáendur hættir að fljúga með SAS?
Moyes talaði um það fyrir leik að Liverpool væru líklegri, Brendan svaraði þessu þannig……….
“I’d never say that of Liverpool even if I was bottom of the league. Anfield is Anfield.”
Djö… minnir þetta á Bill Shankly í þá gömlu góðu þegar liðið var að byrja á sigurbrautinni!
make us dream #100 kommentið
Ég skoða alltaf hvað Graham Poll segir. Hérna fer hann yfir dómgæsluna í leiknum í gær:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2582116/Clattenburg-got-nearly-big-decision-right-Liverpools-win-Man-United-inconsistency-left-scratching-heads.html
Hann segir að þó snertingin hafi verið lítil sem engin þá var víti réttur dómur á Vidic.
Við áttum að fá 4 vítið og Rafael átti að vera farin
#97 hvað meinaru, var að klára að horfa á Motd, þvílík lofræða um Liverpool og Brendan, tala um að við hefðum átt að fá 5 víti í leiknum og töluðu Man U liðið mikið niður ég veit ekki hvað þú vildir meira.
Joe Allen ferðaðist 11,87 km í leiknum í gær mest allra leikmanna. Vildi bara koma þessu á framfæri (það þarf engan snilling til þess að vita hver var í öðru sæti).
#97
Ég skil þetta eiginlega ekki heldur hjá þér? Fannst MOTD þátturinn góður í gær og flott umfjöllinin um leikinn og Liverpool.
Auðvitað fer Sturridge auðveldlega niður en þetta er samt alltaf víti. Vidic á að vita betur en að tækla inn í hlaupalínuna hjá Sturridge þegar hann á ekki séns í boltann. Ekki einu sinni Gary Neville var fúll útaf þessu heldur skammaðist út í Vidic fyrir að fara í jörðina.
Frábær leikur og umræðan ætti ekki að snúast um víti sem var alltaf víti, heldur um það hversu mikið Liverpool hámaði Man. Utd. í sig.
Smá svartur húmor:
Það gladdi mitt glaða hjarta að Evra spilaði vin sinn Suarez réttstæðan í þriðja markinu þegar Suarez prjónaði sig í gegnum vörnina. Amigos para siempre!
Var að tala við vin minn í morgun sem er gallharður ManU fan. Hann gat náttúrulega ekkert annað en óskað okkur til hamingju. Hann sagði samt að til að Suarez gæti talist til þeirra bestu verður hann að fara skora á móti stóru liðunum.
Auðvitað var ég sammála honum og bætti við að það hefur honum ekki tekist ennþá á þessu tímabili,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
Agust #107
“….til að Suarez gæti talist til þeirra bestu verður hann að fara að skora á móti stóru liðunum.”
Í alvöru?? Þurfum við virkilega að velta því fyrir okkur hvort Suarez sé á meðal þeirra bestu? Er Manjú ekki “stórt” lið? Hvað átti hann stóran þátt í mörgum mörkum á móti Arsenal?? Þetta er bara svona dæmigerð öfund hjá andstæðingum okkar. Suarez myndi labba inn í byrjunarlið í hverju einasta liði í heiminum í dag. Hann er að mínu mati í top3 í heiminum í dag.
Hann þarf a.m.k. ekki að sanna sig stuðningsmönnum LFC. Það þarf líka að leggja upp mörk. Drengurinn er okkar laaaaaangbesti leikmaður í frábæru liði.
Punktur basta.
LFC forever #108
Nákvæmlega, er 100% sammála þér,, ég bara varð að skjóta á hann til baka með þessu.
Tilkynning frá stjórn Team Cissokho.
Tökum líka við skráningum frá United mönnum sem tapa veðmálum
Er hægt að nálgast MOTD frá því í gær einhversstaðar? Helst í heild sinni…
Jóhann Ingi, https://www.youtube.com/watch?v=qGAPFPo3nPI.
Viðar #106
Ég myndi passa mig þegar þú segir “svartur húmor” og Evra í sömu málsgrein, hann gæti sakað þig um kynþáttaníð 🙂
Greyið maðurinn.
https://vine.co/v/MhWeXUPEhBV
Àdur en hraunad verdur yfir mig vil ég taka tad fram ad Liverpool átti sigurinn allann daginn skilid, á tví er enginn vafi, og tetta eru bara svona hugleidingar.
1. Atridid tegar vid áttum ad fá hendi víti á Johnson, aldrei víti. Skyrslan segir med réttu ad hann hafi ekki verid ad stodva hættulega sókn, enda breytir boltinn ekki um stefnu eda eitt né neitt. Tá kemur ad tví sem skyrslan segir ad Rafael hafi stodvad sóknina i fyrsta vítinu, rangt. Tad var Suares sjálfur sem stoppadi sóknina trátt fyrir ad boltinn hafi verid beint fyrir framan hann og hann gat audveldlega haldid áfram enda kominn í mjog góda stodu. En hugsum okkur nú ad dómarinn hafi ekki dæmt tessa hendi, tá hefdi Suares litid út einsog algjor bjáni fyrir ad halda ekki áfram tangad til dómarinn dæmir. Pointid er ad leikmenn eiga ad halda áfram tangad til dæmt er. En vítid var audvitad hárrétt, enginn er ad neita tví.
2. Ì skyrslunni strax í upphafi segir ad Suarez hefdi átt ad láta sig detta, grædir ekki á ad reyna ad standa í lappirnar. Rangt, ef tú getur stadid í lappirnar tá skaltu gera tad. Tá er tad bara dómaranna ad meta hvort um víti hafi verid ad ræda eda ekki, einmitt útaf leikaraskap og ad menn séu ad detta vid minnstu snertingu hefur gert tad ad verkum ad starf dómaranna er enn erfidara, og einmitt ad teir dæma næstum aldrei nema vidkomandi falli.
3. Tá kemur ad mínu helsta atridi. Tridja vítid. Skyrslan segir, og ég held ad hofundur hafi hér verid í adeins of mikilli sigurvímu, “M.ö.o. þetta var ódýrt víti”. Tetta var einmitt bara ALLSEKKI víti, tetta var OMURLEG hegdun í alla stadi, og allir sem ég hef rætt vid um leikaraskap, Liverpool menn jafnt sem adra eru sammála mér um ad dæma eigi leikmenn sem gera tetta í leikbann eftir leik eftir myndbands upptokum. Og ad hefdi Gerrard skorad úr vítinu tá væri tad mark dæmt af eftir leik. Sama hvada leikmadur í hvada lidi sem er, tetta er algjor vanvirding vid titt eigid lid, andstædinga, dómara, áhorfendur og ekki síst leikmanninn sjálfann. À gódri íslensku heitir tetta ad svindla, hegdun sem ég held ad allir geti verid sammála um ad vid viljum ekki sjá, og allra síst ad krakkarnir séu ad sjá og apa tetta eftir leikmonnum.
4. Sé menn tala um ad tridja vítid jafni út sem átti ad vera fjórda vítid. Ad mínu viti réttlætir ekki ein mistok onnur mistok, en ég er alveg handviss um ad dómarinn dæmdi ekki tetta fjórda víti, einmitt útaf leikaraskapnum í tridja vítinu. Tar spilar sjálfsagt margt inní, mótmæli United, svipbrigdi Sturridge á eftir og einhvad sem ég veit ekkert um. Fannst svona einsog dómarinn hafi fattad tad ad tridja vítid átti ekki ad vera víti.
Malid er bara ad leikaraskapur er svindl og á ekki ad sjást hjá leikmonnum. En audvitad í tessum leik skipti engu máli hvort vítid tid fengud.
5. Leikir vinnast eda tapast orsjaldan á domaramistokum, enda mjog brenglad ad sjá einhvern kenna domara um tap eftir ad lidid manns synir svona omurlega frammistodu, tala nú ekki um EF United hefdi fengid fimm daudafæri í leiknum og klúdrad ollum. Allir inná vellinum gera mistok einhvern tímann.
6. Aftví ad ég er nú United madur tá verd ég ad koma med tetta. Hugsanlega mogulega hefdum vid átt ad fá viti tegar markvordurinn ykkar kyldi Vidic í einu horninu, og hugsanlega mogulega hefdi Gerrard átt ad fá rautt tegar hann skalladi Fellaini. Bara svona atridi sem er ekki buid ad nefna.
Jæja hættur, vard bara ad koma tessu frá mér.
Geridi fótboltanum greida og vinnid deildina ef Arsenal gerir tad ekki, skárra en ad annad hvort olíufélagid vinni.
Kvedja, Èg sem á erfitt med ad jafna mig á omurlegri spilamennsku United og omurlegu gengi og vill Moyes í burtu en ekki tapinu sem slíku tví sigur í leiknum hefdi bara aukid moguleika olífélaganna og átta stiga munur uppí fjorda sæti væri bara samt of mikid á tessum tímapunkti.
Það verður að hrósa Suarez fyrir þetta tímabil fyrir að reyna að standa af sér tæklingar og það hafa verið nokkur skipti þar sem maður hefði viljað sjá hann fara niður til þess að fá víti eða aukaspyrnu(eins og gerðist í byrjun leiks í gær).
Treystið mér ef Suarez hefði verið að leika mikið á þessari leiktíð þá hefði það verið í öllum fjölmiðlum enda ekki sá vinsælasti í deildinni en þeir sem þola hann ekki hafa einfaldlega ekki mörg atriði á þessari leiktíð til þess að benda á leikaraskap og eru fleiri atriði þar sem hann er að reyna að standa í fæturnar.
Hann var skelfilegur til að byrja með en hefur þroskast mikið á þessu tímabili og er virkilega gaman að sjá hann spila.
Tók einhvern eftir því í leiknum í gær þegar lítið var eftir að Rafel reyndi eina lélegust dýfu í sögu enskuúrvaldsdeildarinar í vítateig liverpool en það var eins og öllum var bara drullu sama og var það eiginlega betra en að hafa gefið honum gult spjald(hann fjórða í leiknum ef allt hefði verið eðlilegt)
Sturridge dýfan var léleg og er ég á því að hann átti að fá gult spjald fyrir þetta en ég er samt eiginlega vissum að flestir sem horfðu á þetta í beinni héldu allir að þetta væri víti. Ég vona að hann hætti þessu strax(nema ef hann tekur þetta á 90 mín gegn Newcastle og Gerrard tryggir okkur ………. ætla ekki að segja það en þið vitið hvað ég er að tala um).
Manchester United eru búnir að tapa jafnmörgum deildarleikjum og Liverpool gerði allt síðasta tímabil.
115 þú ert snillingur hahahahahahaha
United menn og konur mættu alveg lesa umfjöllunina hjá Graham Poll, þar sem er farið yfir þessi atriði. Hann segir t. d. að þriðji vítaspyrnudómurinn hafi verið réttur (sem kom mér ögn á óvart en hann kann þetta betur en ég svo ekki ætla ég að mótmæla). Hefði reyndar verið gaman að heyra hans álit á vafaatriðunum sem hefðu getað fallið með United.
@ 119
Audvitad kemur tad tér á óvart. Èg las tessi ummæli og tau eru bara bull. Vid lesum ummæli eftir hverja umferd tar sem tjálfarar eru ad verja sína leikmenn gegn betri vitund, Poll er ad gera nákvæmlega tad sama hér.
Ju thetta var viti (thridja vitid). Hefdi verid betra fyrir Sturridge ad tradka a Vidic sem baud upp a thetta allan timann?
Annars skiptir thetta engu mali i stora samhenginu 🙂
YNWA!
Sælir félagar
Kem bara inn í dag af eintómri hamingju sem ég vil deila með ykkur því liðið okkar er besta og líka skemmtilegasta liðið í ensku deildinni og þó víðar væri leitað.
En svona í framhjáhlaupi við ég bend hinum beiska MU manni #115 á það sem G. Poll segir um vítadóminn á Vidic og brottreksturinn. Það er töluvert meira að marka Poll en beiskan MU mann. En lífið er yndislegt hvað sem öllu væli MU manna líður og ef til vill bara betra fyrir vikið.
Það er nú þannig.
YNWA
# 120
Afhverju ætti Poll að verja Liverpool mann?
@123
Hann er ekki ad verja Liverpool leikmanninn, hann er ad verja dómarann í leiknum. Held ad ég fari med rétt mál tegar ég segi ad hann má ekki tala í fjolmidla sjálfur um dóminn.
@ tid sem segid ad Poll hafi rétt fyrir sér, prufid ad setja ykkur í spor Vidic. Myndud tid eftir leik í alvoru koma fram í fjolmidlum og vidurkenna víti ?
En einsog ég sagdi upphaflega tá skiptir tetta atridi engu máli engu máli fyrir úrslit leiksins.
AWWWWWWWWW 🙂 🙂 The day after ! ! ! !
Mig dreymdi draum í nótt. Í draumnum vorum við að spila á móti röndóttu líði. Fannst það vera Hull en var alls ekki viss. Snemma leiks skoruðu þeir röndóttu gott mark en þrátt fyrir það var baráttuandi. Við voum mun betri í leiknum án þess að ná að setja hann. 15 mínútum fyrir leikslok fengu þeir röndóttu hornspyrnu, mér fannst eins og ég stæði fyrir aftan markið og sá boltann koma siglandi á nærstöngina þar sem einhver andstæðingurinn flikkaði boltanum aftur fyrir sig og hann datt í fjærhornið. 2 – 0 fyrir andstæðingunum og maður sá að allir leikmenn Liverpool gáfust upp.
Draumnum lauk með þessu og ég vaknaði með skelfilega tilfinningu, tilfinningu um að við hefðum tapað titlinum.
Fyrirgefið mér.
Er hlaðvarpsdagur í dag?
Kv. Einn í sigurvímu sem þarf allt tengt Liverpool beint í æð.
Vitið þið hvar maður getur séð MOTD umfjöllunina um leikinn ?
Valdimar, comment #112
Varðandi þriðja vítið:
Það þarf ekki að vera snerting svo víti sé dæmt. Það er nóg að valda því að sóknarmaðurinn missi jafnvægi. Man eftir því úr leik fyrir nokkrum árum þegar Gerrard var tæklaður, hann stökk uppúr tæklingunni en en missti svo jafnvægið í framhaldi af því. Dómarinn dæmdi á það þó Gerrard sjálfur hafi mótmælt því, vegna þess að tæklingin kom Gerrard úr jafnvægi.
Svo þurfa allir núna að passa að skipta um gír og styðja Man Utd alveg svakalega og senda leikmönnum góða strauma fyrir leikinn á móti Olympiakos. Þetta á eftir að vera erfitt og margir eru líklega að neyðast til að gera þetta í fyrsta skiptið á ævinni. Það þarf bara að passa að horfa á stóru myndina, því ekki viljum við að Moyes missi vinnuna og komi þar í veg fyrir áframhaldandi skemmtun stuðningsmanna Liverpool um allan heim.
http://www.timeanddate.com/countdown/to?iso=19900421T00&p0=301&msg=Last+time+Liverpool+won+the+League
seigi ekki meira
Snæþór #126 – Liverpool spilar gegn Newcastle í síðustu umferð á Anfield, ég ætla rétt að vona að þú sért ekki berdreyminn þar sem Newcastle er með röndóttustu liðum í boltanum
Liverpool have scored an average of 3.1 goals per game with Jon Flanagan in the starting line-up this season, compared to 2.1 when he hasn’t started.
djöfull er þetta grjóthart.. Gerrard rústar öllum og greyið Sterling lendir á milli ..
http://www.101greatgoals.com/gvideos/marouane-fellaini-had-his-head-busted-open-by-steven-gerrard-vine/
reyndar sést þarna sem SG sagði að Sterling væri nagli ..
#135
Mjög fyndið að sjá Sterling þarna á milli.
En er ég sá eini sem velti fyrir mér af hverju utd fékk aukaspyrnu og Gerrard gult fyrir þetta atriði? Þeir koma báðir æðandi í boltann og Gerrard vinnur hann. Sé ekkert að þessu nema að Sterling lenti í samloku!
Kæri #115
Víti, ekki víti.
Hvað veit þessi Pool ?
Hann skorði þessi hvíti
í varabúning Liverpool.
Glory, glory – gleymið ykkur sokkar
Verið fegnir með þrjú-núll
Nú er komið að tíma okkar
Við erum rauðir frá Liverpool
Þið fenguð ykkar tíð og tíma
Skotinn réð svo annan skota
Hann er enn að líma og glíma
Svo kallið þið ykkar mann andskota.
Að öllum líkum er maður litaður, þetta er nú einu sinni Captain Fantastic… en þetta er aldrei brot á Gerrard þarna í skallanum.
Hann mætir bara, hoppar hærra og skallar boltann. Því miður fyrir Fellaini rekast hausarnir saman en það hefði auðveldlega getað verið á hinn veginn. Svo er Sterling nátturulega áleggið…
Nr. 115
Engin ástæða til að hrauna og eðlilegt að menn hafi mismunandi skoðanir.
1. Rafael stöðvar auðvitað sóknina og Suarez fær réttilega vítið og vissi það. Tilgangslaust að halda leik áfram enda búið að “brjóta” og taka af honum sprettinn. Kjaftæði að röfla yfir þessu og það hefði ekki verið Suarez sem liti út eins og kjáni þarna. Þar fyrir utan hefði hann líklega ekkert fengið hefði hann haldið áfram eins og dæmi úr þessum leik sýndi vel.
2. Hvað nákvæmlega græddi Suarez á því að detta ekki þegar það var brotið á honum og treysta dómaranum til að meta það? Skil alveg punktinn hjá þér en dómarar dæma nánast aldrei þegar menn standa af sér tæklingar og því vill ég ekki sjá það að Suarez sé að rembast við slíkt í stöðunni 0-0 á Old Trafford. Sue me.
3. Ég tók fram að Young (mesti leikari deildarinnar) hefði líklega klappað og að þetta hefði verið ódýrt vít. M.ö.o. að mínu mati frekar ósanngjarn dómur. En svo eins og t.d. Poll (sem þrátt fyrir allt er afar reyndur dómari, annað en við) og t.d. Gary Neville sem er ekki beint púllari segja eftir leik þá bíður Vidic hættunni gjörsamlega heim þegar hann fer í þennan bolta og nær honum ekki. Þó ekki hafi verið snerting þá tekur hann af honum hlaupaleiðina. Mitt mat, ódýrt víti í meira lagi en ekki það versta sem maður hefur séð. Jafnaðist léttilega út í þessum leik enda átti Liverpool að fá tvö önnur víti. Gef svo ekkert í þennan rétttrúnaðarlestur þinn um bann og að taka markið af eftir leik. Einbeittu þér bara að Young og öðrum svindlurum.
Annað varðandi svona atvik, þið kannski komið með ykkar tvö cent sem lendið í svona aðstöðu á vellinum, hvað átti Sturridge að gera? Hoppa frá og missa færið, fá Vidic í sig? Þá er ég ekki bara að tala um þetta atvik heldur fjölmörg sambærileg.
4. Held að Clattenburg hafi bara ekki þorað að dæma fjórða vítið í þessum leik. Hann var ekkert búinn að sjá aftur atvikið í þriðja vítinu og það á ekki að hafa áhrif en hefur haft það rétt eins og þegar Rafael fékk ekki seinna gula því hann var nýbúinn að fá spjald.
5. Góða við breytinguna sem Rodgers hefur gert á Liverpool er hversu margir fleiri og fljótari eru komnir inn í box andstæðinganna. Það er mun erfiðara að verjast þessu og eðlilega fjölgar vítaspyrnum og aukaspyrnum á hættulegum stað fyrir vikið. United þekkir þetta vel.
6. Gerrard átti ekki einu sinni að fá spjald þegar hann og Fellaini lentu saman.
En við verðum líklega ekki sammála um þessi atvik og horfum með sitthvorum gleraugnum.
p.s.
Já þið meinið.
Match of the Day tók þetta frábærlega fyrir og ég held að menn ættu að líta á það. Það verður aldrei dæmt víti á hendi eins og þá sem henti Johnson, það var eins mikið bolti í hönd og hægt er. Rooney er að reyna að fiska víti í seinni hálfleik, pikkar boltanum eitthvað af því að hann sér ferðina á Skrtel. Svo Clattenburg gerði þau atriði bæði rétt.
Þriðja vítið hlýst af hreyfingu og hraða Sturridge, ég hef ekki séð hann dýfa sér og verð þá bara að sætta mig við það að hann hafi ákveðið að láta sig falla þarna þar sem að Vidic fór niður. Hins vegar er líka morgunljóst að hann hefði allan daginn geta bara valið sér að hlaupa í fótinn á Vidic og þar með fá það víti sem skipperinn þeirra bjó til.
Svo voru þeir MOTD menn algerlega sammála um það að Fellaini braut klárlega á Suarez og að Carrick gerði það líka. Sennilega eru fáir að spá í það í dag að sá ágæti Carrick hafði manndóm í sér að rífa kjaft við Sturridge þrátt fyrir að sleppa með augljóst brot. Það er sennilega heiðarlegt.
Stóru mistökin í þessum leik hjá Clattenburg voru tvenn, Rafael átti allan daginn að fá annað gult og þar með rautt í vítinu…en átti reyndar að fá beint rautt fyrir tæklingu á Gerrard, “Scissor” tæklingu 108 metra frá hættusvæðinu….og svo má alveg segja að Flanno hafi sloppið við seinna gula, mögulega til að vinna á móti…því dómarar eru mannlegir.
En í Guðs bænum hættið nú að velta fyrir ykkur öðru en þeirri staðreynd að United voru yfirspilaðir og það að Vidic hafi klaufast niður og Sturridge gripið þann séns leiðréttir ekkert. Hvað þá að láta eins og Clattenburg hafi verið mikið á móti ykkur. Það er eins rangt og hægt er!
Núna 3 dögum (að meðtöldum leikdeigi) er ég ennþá með fast í höfðinu 😉
WE ARE LIVERPOOL TRA LALALLALAAAAA
WE ARE LIVERPOOL TRAAAAAA LALALALALALAL
WE ARE LIVERPOOL TRA LALALALALAAAA
WE’R THE BEST FOOTBALL TEAM IN THE WORLD – YESSSSS WEEEE AAAARE
POETRY IN MOTION TRA LALALLALAAAAA
POETRY IN MOTION TRAAAAAA LALALALALALAL
POETRY IN MOTION TRA LALALALALAAAA
WE’R THE BEST FOOTBALL TEAM IN THE WORLD – YESSSSS WEEEE AAAARE
THERE IS ONLY ONE BRENDAN ROOOOOOOODGERS …..
– IN BRENDAN WE TRUST –
– Y N W A –
Ingni Rúnar í 115 segir:
“4. Sé menn tala um ad tridja vítid jafni út sem átti ad vera fjórda vítid. Ad mínu viti réttlætir ekki ein mistok onnur mistok, en ég er alveg handviss um ad dómarinn dæmdi ekki tetta fjórda víti, einmitt útaf leikaraskapnum í tridja vítinu.”
Mig langaði bara til að þakka þér fyrir að ná að sýna fram á að þú hafðir rangt fyrir þér í þínu eigin kommenti. Ef ein mistök réttlæta ekki önnur, af hverju ætti Clattenburg þá að gera viljandi mistök af því að hann taldi sig hafa gert mistök áður (skv. því sem þú heldur fram). Held það sé rétt hjá Babú að hann hafi hreinlega ekki haft í sér að dæma fjórða vítið og lái ég honum það ekki.