Hér er þáttur númer fimmtíu og fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Einar Örn, Eyþór og Babú.
Í þessum þætti ræddum við sigrana á Man Utd og Cardiff og titilbaráttuna.
Jibbí
Ég segi bara Ó MÆ GOD hvað ég er spenntur með þessa deild!
En snilldar þáttur, alltaf gamann að hlusta á ykkur!
YNWA!
er þetta að hafast í ár ???
Flottur þáttur 🙂 ein ábending sem skiptir engu máli. Shelvey fékk rautt gegn Man Utd 23 sept 2012 ekki í ágúst 🙂 Annars mjög gaman að hlusta á ykkur og mikið vona ég að Man Utd geri okkur smá greiða á morgun, hef samt ekki trú á því.
Ég vakti annan son minn með hlátursrokunni þegar þið komuð inná Skrtel, Tottenham og markatöluna.
Góða kvöldið.
Heyrði ekki betur en að þið væruð að panta úttekt á podcast-spám fyrir leikina.
Ég geng í málið.
Thetta season er standpina.is!!
A madur virkilega ad vona ad m.u. vinni i kvøld, er thad hægt??
Það er víst komið að þessum tímamótum í lífi okkar að vona að m.u. vinni leik 🙂
Úff það verður erfitt að fylgjast með þessum leik í kvöld og halda með Utd.. Það jákvæða við Man Utd sigur (fyrir utan að Man City tapi stigum) er að þá eru meiri líkur á að Moyes haldi áfram með liðið 🙂 #MoyesIn
Nr. 6
Óttaðist þetta og er hræddur um að koma alls ekki vel út úr þessu 🙂
Ég er bara að vona að okkur takist að bæta meðalmarkatöluna okkar um 0,02 mörk í leik(!!) það sem eftir lifir leiktíðar. Það myndi þýða 2,75 mörk per leik x 8 sem gefur okkur 104 mörk sem þá JARÐAR Tjelskí 09-10 metið (103)
Og auðvitað að Suarèz læsi amk 4 þannig að einstaklingsmetið sé okkar einnig – (ekki verra ef hann setti 7 og tæki þá líka metið frá því leikirnir voru 42)
Þannig að ég verð sáttur ef leikurinn fer 2,75 – 0 á morgun
Ég veit að kommentið að ofan er á 2 þráðum- kann ekki að edita/eyða því út- átti ekki að fara hingað inn þar sem ég hef ekki hlustað á poddkasstið og ætlaði því ekkert að vera að tjà mig hér- sorrí gæs