Argentískur unglingur á leiðinni?

Samkvæmt [Chris Bascombe hjá Liverpool Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=reds-close-in-on-teen-star%26method=full%26objectid=18137956%26siteid=50061-name_page.html), þá eru Liverpool við það að kaupa hinn 17 ára vinstri bakvörð Emiliano Insúa frá Boca Juniors.

Insúa kom til Liverpool í gær og horfði víst á PSV leikinn í gærkvöldi. Bascombe talar um að hann muni skrifa undir lánsamning út tímabilið og skrifa undir samning næsta sumar og sé kaupverðið um 1 milljón punda.

Bascombe segir að Insúa hafi verið hluti af U-20 liði Argentínumanna, sem urðu heimsmeistarar með leikmenn einsog Messi og Paletta. Ég er samt ekki viss um að þetta sé rétt hjá honum þar sem að [Insúa er ekki á lista yfir leikmenn þess liðs](http://en.wikipedia.org/wiki/2005_FIFA_World_Youth_Championship_%28squads%29#Argentina) – en hins vegar er líklegra að hann sé núna í argentíska ungmennaliðinu. Hann er jú þremur árum yngri en Paletta og tveimur árum yngri en Messi. (uppfært EÖE: Ég lagði vitlausan skilning í orðin hans Bascombe – hann talar ekki beint um að hann hafi verið í sigurliðinu, heldur einungis að hann sé núna í U-20 liðinu).

Samkvæmt Echo hafa Barcelona, Real Madrid, Chelsea og Manu öll fylgst með Insúa. Og það sem meira er, þá telja menn að Insúa gæti hugsanlega gert tilkall til sætis í aðalliðinu á þessu tímabili!

Þetta hljómar allavegana verulega spennandi.

14 Comments

  1. Mér finnst frábært að kaupa unga og efnilega menn, og enn betra að kaupa þessa s-ameríku stráka, það er eitthvað sem Liverpool hefur ekki verið að gera undanfarin misseri.

    En ég vil líka fara sjá kaup sem bæta byrjunarliðið. Ég er á því að okkur vanti leikmenn í 5 stöður, mis mikið þó.

    Mér finnst okkur vanta tvo bakverði(kanski þessi argentínumaður sé annar þeirra???), bæði í hægri og vinstri. Einnig finnst mér okkur vanta tvo kantmenn, einn á hvorn kant(er þó til í að gefa Gonzalez meiri tíma þarna enda gæjinn ennþá rétt að fóta sig). Þá er ég ekki að tala um menn sem koma til að veita Riise eða Finnan samkeppni um stöðu í liðinu, ég er að tala um menn sem einfaldlega eru af hærra leveli og þeir verði back-up. Að endingu vil ég sjá heimsklassa sóknarmann. Ég er mjög ánægður með kaupin á Kuyt, en mér finnst hvorki Bellamy né Crouch vera týpan í að búa til deadly partnership með honum. Næsta sumar myndi ég vilja jafnvel selja Crouch(og nei, mér líkar alls ekki illa við Crouch, þvert á móti hef ég stutt hann og varið alveg síðan hann kom) og kaupa einhvern af hærra kaliberi. Hef svo sem engan ákveðin í huga, en ég efa ekki að Rafa og co eru með alla anga úti að skoða þessi mál. Bellamy gæti síðan verið back-up ásamt einhverjum öðrum.

    Ég geri mér líka fulla grein fyrir því að svona menn liggja ekkert eins og hráviður útum allt og svona menn muni líklega kosta peninga. En það breytir því ekki að mér finnst við þurfa að bæta þessar stöðður.

  2. Ég ætla að leyfa mér að taka 100% undir ummæli Benna Jóns hér að ofan.

    Áfram Liverpool!

  3. Er ekki hægt að fagna einni frétt eða einum leik án þess að fara yfir í sömu endurteknu ræðuna um vandamál liðsins?

  4. Jájá, þú mátt alveg benda mér á hann 😉

    En það breytir því ekki að mér finnst samvinnan þeirra á milli ekki nógu góð. Mér finnst okkur vanta betri mann með Kuyt. Vissulega hefur Crouch skorað mikið í haust og er það vel, en ég hef þessa tilfinnungu samt að okkur vanti mann sem passar betur með Kuyt, sem myndi forma deadly partnership með honum. Ekkert drull á Crouch, alls ekki. Mér finnst hann hafa staðið sig vel, en það er alltaf hægt að gera betur. Sala næsta sumar myndi þíða að við fengjum kanski mikin pening fyrir hann þar sem hann hefur verið að skora og ég er líka að horfa á það.

  5. Hvernig er það Einar, má ekki setja fram sínar skoðanir og tala um það sem manni finnst að betur mætti fara?

  6. Jú, var ég að banna þér það?

    Ég er bara þannig gerður að ég verð með tíð og tíma þreyttur á stanslausri neikvæðri og því þegar menn sjá alltaf glasið hálf tómt.

    Þetta er gegnumgangandi á þessari síðu. Alltaf eftir tapleiki þá hrúgast menn hérna inn og kommenta, en eftir sigurleiki fækkar kommentum alltaf umtalsvert. Þessi bölmóður gerir síðuna leiðinlegri að mínu mati, en það kann að vera öðruvísi fyrir annað fólk.

    Núna vorum við t.d. að kaupa ungan og efnilegan varnarmann og þú kommentar við færsluna að við þurfum að selja Peter Crouch! Ég get svo svarið það, ég gæti sett inn færslu, sem fjallaði um brokkolí og samt mundi umræðan fara útí gagnrýni á Jermaine Pennant.

  7. þvílíkur leikur í gær, og þvílik mörk..

    Gerrard var frábær og eiginlega bara allir, ég er sammála Einari um að við eigum ekki að eyða tíma í neikvæðnina þegar við vinnum.

    Áfram Liverpool!!!

  8. Ég veit ekki hvort þú last allt svarið, en ég var mjög jákvæður á þessu kaup, það er þarna efst í svarinu :tongue:

    En með neikvæðnina, þá hef ég nú verið í “jákvæða hópnum” hingað til, ekki verið að gagnrýna mikið…og meira að segja tel mig tilheira “jákvæða hópnum” ennþá. En hvort sem það er jákvæðni eða neikvæðni, hrós eða gagnrýni, þá finnst mér það ekki aðal málið. Aðal málið finnst mér að menn setji það upp á sangjarnan hátt og útskýri/rökstyðji mál sitt. Eintómur halelúja kór eða eintómt bölsýnistal finnst mér ekki spennandi.

  9. Einar, þetta er svosem ekkert einsdæmi að menn hrúgist hingað inn og kommenti í neikvæðum tóni eftir tapleiki. Ég get sagt þér nákvæmlega sömu sögu af spjallborðinu liverpool.is. Tapleikjaþræðirnir verða nánast alltaf lengri en sigurþræðirnir..

  10. Mummi sagði:

    >”Einar, þetta er svosem ekkert einsdæmi að menn hrúgist hingað inn og kommenti í neikvæðum tóni eftir tapleiki.”

    Liverpool vann PSV í gær með tveimur mörkum gegn engu. Ef menn vilja væla yfir tapleikjum er það í lagi mín vegna, en við vorum að setja stigamet í Meistaradeildinni í gær og vinna riðilinn okkar örugglega og það með leik til góða. Þess vegna finnst Einari Erni þessi neikvæðni fáránleg, og ég tek heilshugar undir með honum.

  11. Nei strákar, eruð þið ekki að grínast? Eru menn núna að hrúgast hérna inn og kommenta í neikvæðum tón hægri vinstri? Ef maður má ekki koma með sínar skoðanir og hugmyndir að bættu liði, jafnvel þó maður útskýri þær og rökstyðji, þá er nú fokið í flest. Er sem sagt slæmt þegar maður er með hugmyndir sem maður telur til batnaðar? Má maður bara lofsama liðið, alveg sama hvernig það spilar eða hvernig gengur?

    Ég skal alveg taka undir “gagnrýnina” sem stundum á sér stað eftir tapleiki og menn einfaldlega hella út skálum reiði sinnar, svoleiðis skrif eru mjög döpur af mínu mati. En ef það má ekki tala um hvernig hægt er að bæta liðið inná þessari síðu, og koma með hugmyndir að bættu liði, þá er þetta nú ekki mjög spennandi.

    Það eru tveir menn búnir að gagnrýna liðið eftir leikinn í gær, og báðir gerðu það á málefnanlegan hátt. Ég veit ekki með hinn, en ég hef nú ekki lagt það í vana minn að drulla yfir allt og alla í liðinu hérna inni, en samt er vælt yfir manni. Er ekki verið að setja mann í dilk með aðeins vitlausum hóp? Get ekki séð að við séum í hóp með þeim sem drulla yfir allt og alla.

    Einar heldur, í það minnsta reynir að láta það líta þannig út, að ég sé að drulla yfir Crouch, þrátt fyrir að hafa tekið það skýrt fram að ég hafi alltaf stutt hann, jafnvel í markaþurrðinni í fyrra. Einnig sagði ég aldrei að það ætti að selja Crouch, einungis sló því fram sem hugmynd. Ástæða þess er sú að ég tel okkur fá meiri pening fyrir hann en t.d. Bellamy og ég held líka að Bellamy sé góðir í að koma innná og brjóta upp leiki með hraða sínum.

    En endilega látið vita ef það má bara lofsama hlutina hérna, þá mun ég einfaldlega ekki varpa fram svona hugmyndum aftur.

  12. Mér hefur fundist mjög gott að fá að blása aðeins út á þessarri síðu eftir leiki okkar manna. Mjög jákvætt. Í raun hefur ekki verið neitt jákvætt við leik Liverpool í haust ef frá er talinn leikurinn gegn Newcastle á heimavelli. Liðið hefur spilað langt undir getu þannig að það er ekkert skrýtið að umræðan sé á neikvæðu nótunum svona yfirleitt.

L’pool 2 – PSV 0

Brokkolí